Miðvikudagur 10. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

KALEO gefur út nýtt lag og myndband: „Það er svona einskonar evrópskur vestri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska rokksveitin KALEO gaf út nýtt lag í dag 29. mars. Lagið Lonely Cowboy verður aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum en um er að ræða fyrsta lag KALEO í þrjú ár. Sama dag kom einnig út tónlistarmyndband með laginu sem tekið var upp inni í hinu fornfræga hringleikahúsi Colosseum í Róm og var lagið spilað í lifandi flutningi þegar myndbandið var tekið upp.

Lonely Cowboy er mjúklega plokkað á kassagítar en hlý rödd söngvarans, gítarleikarans, píanóleikarans og lagahöfundarins Jökuls Júlíussonar, er þó í forgrunni.

„Þetta lag er búið að gerjast lengi og gaman að gefa það loksins út. Það er svona einskonar evrópskur vestri (e. Spagetti Western). Ég var undir áhrifum ítalska tónskáldsins Ennio Morricone við upptökur á laginu og því var skemmtileg tenging að fá að flytja það inní Colosseum í Róm,“ segir Jökull.

Fyrr í þessum mánuði fagnaði KALEO tíu ára afmæli sínu með vel heppnuðum tónleikum við Colosseum í Róm. Með tónleikunum bættist KALEO í hóp Ray Charles, Stevie Wonder, Billy Joel, The Cure, Elton John og Paul McCartney sem voru einu listamennirnir sem fengið höfðu leyfi til að halda rafmagnaða tónleika við hringleikahúsið. Tónleikarnir voru teknir upp og kemur upptakan út í sumar. 

KALEO fer á tónleikaferð um Bandaríkin í sumar og spilar meðal annars á góðsagnakennda tónleikastaðnum Red Rocks í Colorado. Ferðalagið hefst á tónleikum í Dillon í Colorado 14. júní og lýkur í Washington 26. júní. Frekari upplýsingar má finna á www.officialkaleo.com

KALEO 2024

- Auglýsing -

12.-14. apríl – Gonzales, Texas – Cattle Country Fest

14. júní – Dillon, Colorado – Dillon Amphitheater

16. júní – Morrison, Colorado – Red Rocks Amphitheatre

- Auglýsing -

17. júní – Salt Lake City, Utah – Red Butte

19. júní – San Diego, Kalifornía – Gallagher Square at Petco Park

20. júní – Los Angeles, Kalifornía – The Wiltern

23. júní – San Francisco, Kalifornía – The Masonic

25 . júní- Forest Grove, Oregon – Grand Lodge

26. júní – Carnation, Washington – Remlinger Farms

19.-22. september – Louisville, Kentucky – Bourbon & Beyond 2024

Hér má svo sjá hið glænýja lag:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -