Fimmtudagur 13. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Kántrýstjarnan Luke Bell látin: „Takmarkið er að gera sér miklar vonir en litlar væntingar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kántrýstjarnan Luke Bell fannst látinn í gær eftir að hafa verið týndur í tíu daga. Luke var aðeins 32 ára gamall.

Einn efnilegast kántrýsöngvari Ameríku, Luke Bell, var þekktur fyrir sinn klassíska honky-tonk hljóm en hann gaf út þrjár plötur á ferli sínum en þekktustu lög hans eru Where Ya Been?, The Bullfighter, Sometimes og Jelous guy.

Luke fannst látinn í Tucson, Arizona í gær eftir að hafa verið týndur frá 20. ágúst, samkvæmt lögreglunni í Tucson. Skrifstofa rannsóknarlæknis í Pima-sýslu staðfesti við E! News að krufning sé hafin en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar upp.

Mark Kinman, vinur Luke og samstarfsmaður sagði í samtali við savingcountrymusic.com að Luke hefði greinst með geðhvarfasýki og að hann hafi nýverið skipt um lyf, sem gæti hafa haft áhrif á það að hann týndist.

Í kjölfar sorgarfréttanna hafa fjölmargir kántrýsöngvarar tjáð sig og minnst hans. Þar á meðal Margo Price sem tvítaði: „Fjandinn, hvíldu í friði kæri vinur, Luke Bell.“

Í viðtali við The Boot árið 2016 sagði Luke: „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá lifi ég á daginn og ég tel bros. Það er allt. Sjáðu til, helming tímans enda ég á því að drekka bjór með nágrönnunum. Lífið er ekki svo slæmt. Það eina er að ég á ekki konu né barn en á sama tíma þá hentar það fínt í augnablikinu. Ég ferðast bara á milli borga og hangi með öðru fólki,“ sagði Luke og bætti við: „Takmarkið er að gera sér miklar vonir en litlar væntingar og skemmta sér vel.“

- Auglýsing -

Blessuð sé minning Luke Bell.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -