Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Karl Ágúst steig á litla svið Borgarleikhússins: „Í gær gerði ég hlé á átökunum við heilann í mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson tók hlé frá baráttunni við heilaæxlið í gær og tók þátt í leiklestri hjá Borgarleikhúsinu.

Einn allra ástsælasti leikari þjóðarinnar, Karl Ágúst Úlfsson, greindist með heilaæxli á dögunum líkt og sagt var frá í fréttum. Dróg hann sig því í hlé frá störfum, til að geta háð hetjulegu baráttu sína í næði. En í gær tók hann hlé frá baráttunni og steig á litla svið Borgarleikhússins og tók þátt í leiklestri. Gefur Karli Ágúst orðið:

„Í gær gerði ég hlé á átökunum við heilann í mér og veitti mér þau forréttindi að leika persónuna Lucky í leiklestri á Beðið eftir Godot á litla sviði Borgarleikhússins. Reyndar steig ég ekki mörg skref burt frá baráttunni, þar sem átökin í heila Luckys eru hreint ekki einföld, auðveld eða sársaukalaus. Og trúlega næ ég engum heilsufarslegum árangri ef mig skortir þolinmæði. Ég þarf sem sagt fyrst og fremst að bíða eftir Godot og sætta mig við að það taki drjúgan tíma.

En það gaf mér vissulega orku og gleði að fá að vinna með þeim frábæra hóp sem stóð að lestrinum. Hjartans þakkir fyrir samvinnuna og stuðninginn Sveinn Einarsson, Þórunn Magnea, Sigurður Sigurjónsson, Thor Tulinius og Kristján Franklín. Og bestu kveðjur til Amnesty International, sem nýtur góðs af miðasölu gærdagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -