Föstudagur 21. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Kevin Costner fílaði ekki kókaín þegar hann prufaði það fyrst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn og leikstjórinn Kevin Costner greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert sem Dax Shepard stýrir að hann hafi ekki fílað kókaín þegar hann prófaði það í fyrsta sinn.

Sagan er sú að Costner var að vinna sem sviðsstjóri í kvikmyndaveri á áttunda áratug seinustu aldar, áður en hann sló í gegn sem leikari. Við undirbúning á nýrri stórmynd sem átti að taka upp í kvikmyndaverinu þurfti að fá hóp rafvirkja til að breyta ýmsu og tók það rafvirkjana þrjár vikur og hjálpaði Costner þeim mikið. Til að þakka leikaranum fyrir buðu verkfræðingarnir honum inn í lokað herbergi þar sem Costner saug þrjár „línur“ af kókaíni í nef sitt. Eftir þriðju línuna áttaði Costner sig á þetta væri ekki eitthvað sem hann naut þess að gera og gekk út.

„Það var heppilegt fyrir mig að fílaði ekki kók. Það var ekki fyrir mig,“ sagði Costner um málið. Costner er þessar mundir að kynna nýjan vestra sem hann leikstýrði og leikur í og verður sýndur í kvikmyndahúsum í sumar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -