Fimmtudagur 11. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Leikkonan Gina Lollobrigida er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ítalska leikkonan og fegurðardrottningin Gina Lollobrigida er látin 95 ára gömul.

Gina Lollobrigida, leikkona frá gullaldarárum Hollywood og á sínum tíma kölluð fegusta kona heims er látin, 95 ára að aldri. Lést hún eftir að hafa „dvalið á sjúkrahúsi um nokkurt skeið“ samkvæmt erlendum fjölmiðlum.

The Guardian segir að á sjötta og sjöunda áratugi síðustu aldar hafi Lollabrigida verið ein af heimsins eftirsóttustu leikkonum en hún lék í fjölmörgum evrópskum og amerískum kvikmyndum og lék þá á móti mörgum af helstu karlleikurum Hollywood þess tíma.

Lollobrigida fæddist árið 1927 í fjalllendinu austan Rómar en hún var dóttir húsgagnasmiðs. Á unglingsárum starfaði hún svolítið við módelstörf og tók þátt í fegurðarsamkeppnum. Árið 1947 hreppti hún þriðja sætið í Ungfrú Ítalía keppninni. Á umsóknarblað sitt fyrir keppnina sagðist hún búa yfir leiklistarhæfileikum og að hana langaði til að gera alvöru úr hæfileikum sínum.

Eftir að hafa leikið í röð evrópskra kvikmynda, þar með talda Bafta-verðlaunamyndina Bread, Love and Dreams, var það hlutverk hennar á móti engum öðrum en Humphrey Bogart í kvikmyndinni Beat the Devil árið 1953, sem kom henni á heimskortið og skaffaði henni milljónir aðdáanda.

Á sjötta áratugnum var frægðarsól „La Lollo“ eins og hún var stundum kölluð, svo hátt á lofti að nýtt afbrigði af blaðsalati var nefnt eftir henni, lollo rosso.

- Auglýsing -

Lollobrigida lætur eftir sig son sinn Milko og ömmustrákinn Dimitri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -