Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Nýtt lag með Myrkva: „Langaði að semja eitthvað hjartahreint sem gæti glitrað án nokkurs glamúrs“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Arnar Thorlacius sem stökk á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann sigraði Músíktilraunir með Vio, ásamt því að vera valinn besti söngvari keppninnar. Vio slógu í gegn með ‘You Lost It’ og voru m.a. tilnefndir tvisvar til Íslensku Tónlistaverðlaunanna. Hljómsveitin tilkynnti nýlega væntanlega endurkomu.

Árið 2020 leit Myrkvi dagsins ljós. Hans fyrsta lag „Sér um sig“ vakti mikla lukku og fór meðal annars  í 2. sæti á Vinsældalista Rásar 2. Stuttu síðar fylgdi lagið „Gamechanger„ og náði 5. sæti á sama lista. Viðburðaríkt ár, í miðjum heimsfaraldri, var kórónað með útgáfu breiðskífu sem hlaut góðar undirtektir.

„Villt fræ“ er nýtt lag úr Myrkvasmiðjunni sem kafar í rætur tónlistarmannsins, en hann ólst upp við að hlusta á söngvaskáld og spila á klassískan gítar. Íslenskur texti er hornsteinn lagsins og segir frá fræi sem þráir að vaxa og kynnast yl sólarinnar. „Mig langaði að semja eitthvað hjartahreint sem gæti glitrað án nokkurs glamúrs. Eitthvað sem kæmi beint frá herberginu til hlustandans,“ sagði listamaðurinn hjartahreini.

Kötturinn Stefán

Smáskífuna prýðir kötturinn Stefán Thorlacius, sem er búinn að taka yfir samfélagsmiðla Myrkva. Hægt er að hlusta á lagið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -