Mánudagur 13. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Önnu er kalt á Tenerife: „Hitinn fór upp í 23°C fyrir hádegið, en svo snöggkólnaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kuldakast er á Tenerife um þessar mundir. Eða það er mat Önnu Kristjánsdóttur sem skrifar þaðan dagbókarfærslur á hverjum degi og birtir á Facebook.

Í dagbókarfærslu dagsins, sem Anna nefnir Kuldakast, segir hún að kólnað hafi mikið á spænsku eyjunni undar ströndum Afríku í gær. Þá undirbýr hún sig fyrir Íslandsför.

„Það kólnaði mikið í gær. Dagurinn byrjaði vel og hitinn fór upp í 23°C fyrir hádegið, en svo snöggkólnaði og var komið niður í 20°C þegar sest var að pönnukökununum á Klausturbar. Fyrir bragðið var þetta síðasta pönnukökukaffi vorsins hvað mig snerti heldur snubbótt og ég flýtti mér heim og í fjólubláu flíspeysuna mína sem hún systir mín er svo hrifin af.“

Anna þarf einnig að undirbúa sig fyrir Íslandsferð en hér á landi bíða henni fjölmörg verkefni.

„Svo þarf að byrja að pakka til fimm vikna dvalar á Íslandi hinu ískalda og veitir þá ekki af að hafa flíspeysuna góðu ofarlega í töskunni, enda mörg verkefnin sem þarf að sinna meðan á dvölinni stendur. Annars virðist mikil hreyfing á fólkinu hérna þessar vikurnar. Margir þeir Íslendingar sem hafa hér vetrardvöl eru að fara norður undir heimskautsbaug í leit að meiri kulda, sumir eru að flytja alfarið til Íslands eða að sinna fjölskyldunni, en ég þarf að endurnýja skilríkin mín, hressa upp á heyrnartækin mín og kjósa mér forseta auk þess sem að heilsa upp á gamla vini og félaga, allavega þá sem enn eru á lífi og sæmilega hressir.
En við sjáum til hvað verður og hvort það verði ekki aðeins hlýrra í dag með betra skapi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -