Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Oppenheimer vann til sjö Óskarsverðlauna í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það ríkti ekki mikil spenna í nótt á Óskarsverðlaunahátíðinni en það hefur verið ljóst ansi lengi að kvikmyndin Oppenheimer myndi vinna til flestra verðlauna og sú varð raunin. Vann hún til sjö af 13 verðlauna sem hún var tilnefnd til og var kosinn besta myndin, Christopher Nolan, leikstjóri Oppenheimer, vann sem besti leikstjóri og vann Cillian Murphy sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir framstöðu sína sem J. Robert Oppenheimer. Emma Stone vann svo sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir myndina Poor Things.

Mest kom á óvart að kvikmyndin Barbie vann aðeins fyrir besta frumsamda lag en flestir höfðu spáð að myndin myndi vinna að minnsta kosti tvenn Óskarsverðlaun. Þá var glímukappinn og leikarinn John Cena senuþjófur kvöldsins en hann kom fram svo gott sem nakinn til að kynna verðlaun fyrir bestu búningahönnun. Þetta var í 96. skipti sem hátíðin er haldin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -