Projekt, sem er sólóverkefni tónlistarmannsins Guðjóns Heiðars Valgarðssonar, var að senda frá sér splunkunýtt lag, Landmines.
Guðjón á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína en hann er sonur Valgarðs Guðjónssonar, söngvara Fræbbblanna. Verður að segjast að Guðjón sé nokkuð fjölhæfur tónlistarmaður en áður hefur hann gefið út rapptónlist og Bob Dylan ábreiðu en nýjasta lagið er vel þétt rokklag.
Lagið er tekið upp í sundlauginn í Mosfellsbæ, stúdíói Sigur Rósar en Höskuldur Eiríksson leikur á trommur í laginu en hann hefur trommað með Plastic Gods, Godchilla og Amaba Dama meðal annarra verkefna ásamt því að hafa spilað á lögunum Rain og What Do I Know sem áður hefur komið út með Projekt.
Mannlíf heyrði í Guðjóni og spurði hann út í viðbrögðin við nýjasta laginu.
„Viðbrögðin hafa verið mjög góð! Sumir verða smá hissa hversu frábrugðið hinum lögunum mínum þetta er, en það var alltaf pælingin með þessu verkefni að reyna að koma fólki á óvart eins oft og ég get. Rokkunnendur hafa iðulega sýnt mjög jákvæð viðbrögð.“
Hlusta má á hið nýja lag, Landmines hér.