Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Projekt gefur út rokkslagara: „Viðbrögðin hafa verið mjög góð!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Projekt, sem er sólóverkefni tónlistarmannsins Guðjóns Heiðars Valgarðssonar, var að senda frá sér splunkunýtt lag, Landmines.

Guðjón á ekki langt að sækja tónlistarhæfileika sína en hann er sonur Valgarðs Guðjónssonar, söngvara Fræbbblanna. Verður að segjast að Guðjón sé nokkuð fjölhæfur tónlistarmaður en áður hefur hann gefið út rapptónlist og Bob Dylan ábreiðu en nýjasta lagið er vel þétt rokklag.

Lagið er tekið upp í sundlauginn í Mosfellsbæ, stúdíói Sigur Rósar en Höskuldur Eiríksson leikur á trommur í laginu en hann hefur trommað með Plastic Gods, Godchilla og Amaba Dama meðal annarra verkefna ásamt því að hafa spilað á lögunum Rain og What Do I Know sem áður hefur komið út með Projekt.

Donna Hermannsdóttir mundar svo bassann en hún hefur starfað undir Enkidu og var söngvari hljómsveitarinnar Heróglymur. Hún hefur spilað á selló með Projekt líka í Rain og What Do I Know.
Á tökkunum er svo Sveinn M. Jónsson, en hann var með stúdíó í London um árabil, vann fyrir Ray Davies söngvara Kinks og lærði sína kúnst hjá Dave Allen sem var meðal annars þekktur fyrir að hljóðblanda fyrir The Cure.

Mannlíf heyrði í Guðjóni og spurði hann út í viðbrögðin við nýjasta laginu.

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð! Sumir verða smá hissa hversu frábrugðið hinum lögunum mínum þetta er, en það var alltaf pælingin með þessu verkefni að reyna að koma fólki á óvart eins oft og ég get. Rokkunnendur hafa iðulega sýnt mjög jákvæð viðbrögð.“

Hlusta má á hið nýja lag, Landmines hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -