Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ráðalaus kona biður um álit: „Maðurinn minn vill að við seljum húsið og flytjum til foreldra hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maðurinn minn vill að við seljum húsið okkar og flytjum til foreldra hans,“ segir ráðalaus kona í pistli sem birtist í New York Post. Í liðnum „ask Abby“ segja lesendur frá vandamálum sínum og óska eftir ráðum.

„Ég hef verið gift manninum mínum í 38 ár. Þetta hefur verið farsælt hjónaband að mestu leyti; við erum sjaldan ósammála eða deilum. Vandamálið er að foreldrar hans eru báðir mjög veikir. Mamma hans er með Alzheimer og faðir hans var nýlega greindur með 4. stigs krabbamein – hann mun líklega deyja innan sex mánaða,“ segir konan og heldur áfram: „Maðurinn minn vill að við seljum húsið okkar og flytjum til foreldra hans. Hann segir þannig að við getum sinnt þeim báðum með umönnunaraðilum sem eru þar stærstan hluta dagsins. Hann er í fullu starfi og segir að byrðin muni að mestu falla á mig. Ætti ég að samþykkja þetta?“ Þá segir konan að börnin þeirra hjóna séu farin að heiman svo að flutningarnir myndu ekki bitna á neinum nema henni og eiginmanninum. Þrátt fyrir að konan segist hallast að því að samþykkja hugmynd eiginmannsins segir hún að hann eigi bæði tvær systur og einn bróðir sem vilja ekki gera þetta fyrir foreldrana.

„Ég hef þegar séð um foreldra mína sem og veikan bróður og jarðað þá alla. Ég á enga fjölskyldu eftir. Vinsamlegast gefðu mér ráð,“ segir hún að lokum en pistillinn hefur fengið gríðarleg viðbrögð. „Þú hefur verið gift í 38 ár og foreldrar hans eru veik. Ekki selja húsið þitt, heldur spjallið við systkini hans um að bjóða fram aðstoð sína,“ segir einn lesandi.
„Líklega ekki góð hugmynd að selja húsið sitt og flytja inn til tengdaforeldra,“ skrifar annar en svo virðist sem flestum þyki hugmynd eiginmannsins allt annað en góð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -