Laugardagur 12. október, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Saki gefur út lagið Dauðvona: „Leyfi efanum og óörygginu ekki stjórna því sem ég geri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísak Dagur Kristjánsson er nýtt nafn í tónlistarheiminum á Íslandi en hann rappar undir nafninu Saki. Glænýtt lag er komið út eftir kappann.

Mannlíf ræddi við hinn 21 árs gamla rappara, Ísak Dag Kristjánsson eða Saki eins og hann kallar sig, í kjölfar þess að glænýtt lag eftir hann er komið út en það ber heitið Dauðvona.

Hver er Saki?

„Saki er listamaður sem er alinn upp í Hlíðunum. Hann á sér marga drauma og tónlistin er fyrsta skrefið í átt að þeim. Hann er ungur, ákveðinn og leggur sig allan fram í því sem hann gerir. Saki ætlar alla leið.“

Ertu búinn að vera lengi að vinna í tónlist?

„Já ég myndi alveg segja það, en ég er samt bara á byrjunarstigi eins og er. Ég byrjaði fyrst að skrifa ljóð þegar ég var tólf ára, fór svo að fikta við tónlist og textagerð seinna á unglingsárunum. Ég hef verið að taka þetta alvarlega núna í um þrjú ár, og einbeitt mér að því að verða betri.“

- Auglýsing -

Nú heitir lagið Dauðvona og fjallar meðal annars um einmannaleika og efasemdir, er það eitthvað sem þú hefur þurft að glíma við?

Einmannaleiki er eitthvað sem ég held að við upplifum öll öðru hvoru. Þegar ég samdi þetta lag var ég atvinnulaus og í svolitlu rótleysi. Það var mikið í gangi hjá mér og mér fannst ég ekki eiga neinn að. Að sjálfsögðu var það ekki raunin, en á þessum tíma leið mér þannig. Efasemdir um sjálfan mig hafa haldið aftur af mér síðustu ár. Ég tók sex mánaða pásu frá tónlist sumarið 2022, aðallega vegna þess að mér fannst það sem ég var að gera ekki hljóma nógu vel, eða ekki nógu mikið svona eða ekki nógu mikið hinsegin. Ég hef þurft að læra að þetta er bara partur af þessu ferli og það ganga mjög líklega langflestir í gegnum þetta. Í dag hef ég meira sjálfstraust og leyfi efanum og óörygginu ekki stjórna því sem ég geri.“

Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í tónlistinni?

- Auglýsing -

„Þeir eru ofboðslega margir, tónlistarsmekkurinn minn er mjög breiður. 2pac hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, eins hefur hljómsveitin Kings of leon fylgt mér lengi. Ég hef fengið mikinn innblástur frá tónlistarmönnum eins og XXXTentacion og Juice Wrld, og ég verð líka að fá að nefna bæði Drain gang og nýja Opium stílinn sem er búinn að vera í gangi. Til að nefna nokkra Íslenska tónlistarmenn, þá hef ég alltaf verið mjög hrifinn af textasmíðinni hjá Birni. Svo hefur soundið hans Daniil haft mikil áhrif á stílinn minn undanfarið. Að lokum vil ég minnast sérstaklega á Ásgeir Trausta, og raddbeytingu hans í lögum sínum.“

Þú segist stefna langt í tónlistinni, hvar sérðu þig eftir fimm ár?

„Ég sé fyrir mér að vera áfram að gera tónlist, og mjög líklega með önnur verkefni í gangi og fleiri bolta á lofti.“

Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið Dauðvona:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -