Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Shakira segir Barbie-myndina gera lítið úr karlmönnum: „Konur þjóna öðrum tilgangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Shakira er allt annað en sátt með Barbie-kvikmyndina sem kom út í fyrra.

Í nýlegu viðtali greindi söngkonan fræga frá því að hún sé ekki hrifin af þeim skilaboðum sem hún telur myndina senda frá sér. „Synir mínir algjörlega hötuðu myndina, þeim fannst hún gera lítið úr karlmönnum og ég er sammála því, að vissu leyti,“ lét Shakira hafa eftir sér um verðlaunamyndina. 

„Ég er að ala upp tvo drengi og ég vil að þeim líði kröftugum en virði konur á sama tíma. Ég fíla þegar menning reynir að færa konur á hærri stall án þess að ræna karlmenn sömu tækifærum. Ég trúi á að gefa konum öll tól og traust sem við getum án þess að taka kjarna okkar í burtu, án þess að missa kvenleikann. Ég tel að karlmenn þjóni tilgangi í samfélaginu og konur þjóna öðrum tilgangi í samfélaginu.“ 

„Við pössum vel saman og við megum ekki gleyma því,“ sagði söngkonan að lokum en Barbie-myndin í leikstjórn Greta Gerwig var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og þénaði tæpan 1,5 milljarð dala.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -