Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Síamstvíburinn Abby Hansel gengin í hjónaband: „Hvernig gætir þú valið á milli þessara tveggja?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síamstvíburinn Abby Hensel er búin að gifta sig.

Samkvæmt hjúskapargögnum giftist hjúkrunarfræðingurinn og fyrrverandi hermaður í bandaríska hernum, Josh Bowling hinni 34 ára gömlu Abby Hensel árið 2021. Opinberunin var fyrst gerð af Today, sem fékk hjúskapargögn raunveruleikastjörnunnar í hendurnar.

Til viðbótar við staðfestingu hjónabandsskrárinnar uppfærði sameiginlegur Facebook-aðgangur Abby og Brittany nýlega prófílmynd sína en á nýju myndinni má sjá mynd af síamstvíburunum í brúðarkjól, standa á móti eiginmanni Abby. Á myndinni sést Bowling aftan frá klæddur gráum jakkafötum og heldur í höndina á Abby.

Systurnar urðu fyrst frægar þegar þær komu fram árið 1996 í Oprah Winfrey Show þar sem þær fræddu heiminn um líf sitt sem síamstvíburar.  Abby og Brittany deila öllum líffærum sem og blóðrásinni. Á meðan Abby er með stjórn á hægri handlegg og fótlegg, er systir hennar með stjórnina vinstra megin.

Í kjölfar viðtalsins við Winfrey árið 1996, skjalfestu tvíburarnir líf sitt í raunveruleikaseríu sinni, Abby & Brittany, sem stóð yfir í eitt tímabil árið 2012. Síðan þá hafa systurnar lifað rólegu lífi í Minnesota eftir að þeir útskrifuðust báðir frá Bethel háskólanum. Starfa þær nú sem grunnskólakennarar.

Þegar tvíburarnir fæddust fengu foreldrar þeirra, Patty og Mike Hensel, möguleika á að láta þá gangast undir aðskilnaðaraðgerð, sem þau ákváðu á endanum að væri of áhættusöm. Þau sögðu að læknar hefðu tjáð þeim að líkurnar á að bæði Abby og Brittany myndu lifa aðgerðina af, væru mjög litlar.

- Auglýsing -

„Hvernig gætir þú valið á milli þessara tveggja?“ spurði Mike í viðtali við Time magazine árið 2001.

Um möguleikann á því að dætur hans myndu giftast einhvern tíma sagði hann í sama viðtali að hann sæi enga ástæðu fyrir því að þær gætu ekki notið hjónabands eins og allir aðrir.

„Þetta eru myndarlegar stúlkur. Þær eru fyndnar. Þær hafa allt fyrir sér, nema þær eru saman,“ sagði hann.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -