Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Siggi Gunnars reddaði málunum þegar kerfið hrundi í Liverpool: „Smá erfið útsending tæknilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég biðst afsökunnar á því að það heyrðist vel þegar ég andaði djúpt í króatíska laginu. En ég meina, hvað átti ég að gera? Voruð þið ekki að sjá þessa gæja á nærbuxunum?“ Svo hljóðar tvít frá Gísla Marteini Baldurssyni sem sinnir þulastarfinu á Eurovision af stakri prýði þessa vikuna. Áhorfendur tóku margir eftir andadrætti Gísla Marteins á meðan króatísku keppendurnir fluttu sitt lag á fyrri undanriðli Eurovision í gærkvöldi, en á honum er skýring.

Rétt fyrir útsendingu komu upp tæknilegir örðugleikar úti í Liverpool en flestir tóku ekki eftir því, að undanskyldum andadrættinum. Sóley Tómasdóttir, fyrrum stjórnmálakona þakkaði Gísla Marteini fyrir gott kvöld. „Hef búið í Hollandi í næstum 7 ár. Loksins búin að mastera RÚV appið í sjónvarpinu. Allt eins og það á að vera þegar okkar eini sanni @gislimarteinn segir okkur það sem þarf á meðan á keppni stendur.

Gísli Marteinn svaraði Sóleyju og upplýsti um tæknilegu örðugleikana sem upp komu rétt fyrir útsendingu. „Takk fyrir þetta og aðrar hlýjar kveðjur. Frábært kvöld. Smá erfið útsending tæknilega. Allt kerfið hér úti hrundi rétt fyrir útsendingu og ég var að hluta til í varagræju sem @gisliberg og @siggigunnars komu bókstaflega hlaupandi með rétt fyrir útsendingu. En gaman samt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -