- Auglýsing -
Birgir Steinn Stefánsson, flugþjónn og tónlistarmaður og Rakel Sigurðardóttir, unnusta hans, eiga von á sínu fyrsta barni.
Birgir Steinn er sonur Stefáns Hilmarssonar söngvara en væntanlegur erfingi parsins verður fyrsta afabarn Stefáns og eiginkonu hans, Önnu Bjarkar Birgisdóttur.

Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Parið birti myndir á Instagram úr fríi sínu á Flórída í Bandaríkjunum en þar má sjá Rakel spóka sig í sólbaði með þessa líka fallegu óléttukúlu.

Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Mannlíf óskar parinu innilega til hamingju með barnið!