Laugardagur 5. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Steinunn Ólína kíkti í „pæjubúð“ í Reykjanesbæ: „Ég hafði vonast eftir sunddeiti við séra Fritz“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir heimsótti Reykjanesbæ og sagði frá því á Facebook.

Forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er eins og margir aðrir frambjóðendur, á faraldsfæti þessa dagana og heimsækir Íslendinga, til að kynnast þjóðinni og kynna sín sjónarmið og sýn á forsetaembættinu. Í dag birti hún ljósmyndir frá heimsókn sinni til Reykjanesbæjar, þar sem hún kíkti í „flotta pæjubúð“, Ótrúlegu búðina, sund og fleira sem bærinn hefur upp á að bjóða.

Steinunn Ólína hitti marga skemmtilega íbúa Reykjanesbæjar.
Ljósmynd: Facebook

„Tískuverslunin Gallerý í Keflavík er flott pæjubúð með stóru Péi. Ótrúlega búðin í Keflavík er svo miklu meira en verslun. Þar fann ég glerkött sem Rúfus langar í. Ótrúlega búðin er greinilega samkomustaður og þar fyrirhitti ég aragrúa af skemmtilegu fólki. Þar er nú ekki töluð vitleysan og á fjölda tungumála. Umbúðalaus og hressileg samskipti. Manneskjulegheit í fyrirrúmi.“ Þetta skrifaði Steinunn Ólína og bætti við að hún hafði vonast eftir „sunddeiti“ við séra Fritz en hann hafi verið upptekinn.

Steinunn Ólína fann glerkött í Ótrúlegu búðinni.
Ljósmynd: Facebook

„Ég hafði vonast eftir sunddeiti við séra Fritz en hann reyndist upptekinn. Við skelltum okkur samt í laugina og það skal staðfest hér með að nuddið í pottinum í Keflavík er alvörumál. Ég steig upp úr sundinu stráheil og þakklát fyrir þennan lærdómsríka dag. Það býr svo mikið af frábæru fólki á Íslandi. Takk öll sem eitt fyrir atlætið og almennilegheitin.“

Það leynist ýmislegt ótrúlegt í Ótrúlegu búðinni.
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -