Laugardagur 27. apríl, 2024
10.8 C
Reykjavik

Svanur gefur út bók um Sigur Rós: „Segir söguna af ungri, strögglandi hljómsveit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svanur Már Snorrason gefur brátt út bók um fyrstu ár hljómsveitarinnar Sigur Rósar en bókin verður gefin út á íslensku, ensku og japönsku, til að byrja með.

Svanur Már Snorrason
Ljósmynd: Aðsend

Bókmenntafræðingurinn og fyrrverandi blaðamaðurinn Svanur Már Snorrason gefur út bók um fyrstu ár Sigur Rósar og hyggst herja á heimsmarkaðinn.

„Hún er tilbúin og ég og Gotti Bernhöft, sem hannaði bókarkápuna, erum að fara yfir tilboð í prent. Gotti hannaði einmitt hið fræga plötuumslag Sigur Rósar fyrir Ágætis byrjun,“ segir Svanur í samtali við Mannlíf. Að sögn Svans er bókin afrakstur áfanga sem hann tók í ritlist við Háskóla Íslands. „Upphaflega fór ég í ritlist og líkaði vel; fór í áfanga hjá Huldari Breiðfjörð, sem var eitt stórt verkefni – um Sigur Rós. Þetta blés út og varð að bók, sem kemur út á næstu vikum.“

Gotti og Avalonþ
Ljósmynd: Aðsend

Svanur lét þýða bókina á ensku, enda hljómsveitin gríðarlega vinsæl um heim allan, en hann er að leita að heppilegum dreifingaraðila. En bókin verður þýdd á öðru tungumáli líka. „Í gegnum Gotta komst ég í samband við japanska konu sem búsett hefur verið hér á landi í um 20 ár. Hún heitir Yuka Ogura og er núna stödd í Japan að þýða bókina og undirbúa útgáfu, en það verður ekki alveg strax.“

En um hvað er bókina?

„Bókin fjallar um byrjunina hjá Sigur Rós; segir söguna af ungri, strögglandi hljómsveit sem með hörku, seiglu og dugnaði í bland við gífurlega tónlistarhæfileika nær að slá í gegn á heimsvísu með plötunni Ágætis byrjun. Þetta var ekki auðvelt hjá Sigur Rós – þeir þurftu að bíða árum saman áður en þeir slógu í gegn – og það gerðu þeir heldur betur.“ Þannig lýsir Svanur bókinni fyrir blaðamanna Mannlífs og bætir við að bókin sé byggð upp á sagnfræðilegan hátt. „Ég tók viðtöl við Ásmund Jónsson og Þór Eldon, en hins vegar er bókin byggð upp á sagnfræðilegan hátt – saga Sigur Rósar er rakin frá 1994 til sirka 2001.“

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -