Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Gotti segir frá tilurð kápu Ágætis byrjunar: „Hugmyndin fæddist í höfðinu á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf hefur áður sagt frá mun bók um hljómsveitina Sigur Rós brátt líta dagsins ljós, á íslensku, ensku og síðar á árinu, á japönsku. Höfundur bókarinnar er Svanur Már Snorrason og ber hún nafnið … það besta sem guð hefur skapað … Von sem varð að Ágætis byrjun – Sagan af Sigur Rós. Bókarkápan er óvenju glæsileg og það er listamaðurinn Gotti Bernhöft sem á heiðurinn af henni, en eins og margir muna eflaust, þá teiknaði Gotti myndina á hið fræga plötualbúm Ágætis byrjun fyrir 25 árum síðan.

Hann segir að „við vinnslu á teikningunum fyrir Ágætis byrjun kom upp nafnið Avalon fyrir karakterinn sem fæðist þarna á forsíðu; Avalon byrjar sitt líf sem geim-engils fóstur sem fæðist og þroskast svo yfir í að vera flugufrelsandi Starálfur. Þannig verður Ágætis byrjun einhverskonar þroskasaga Avalon sem og þroskasaga Sigur Rósar. Með vinnslu og svo útkomu Ágætis byrjunar horfði ég upp á einstaklingana í hljómsveitinni fæðast og þroskast; þannig að á sama hátt og þeir fæða Ágætis byrjun og Avalon þá fæðir Ágætis byrjun og Avalon þá.“

Aðspurður um bókarkápuna og hina nýju teikningu af Avalon segir Gotti: „Hugmyndin er sú að Avalon haldi á nýfæddum Sigur Rósara – eins og foreldri eða uppalandi. Og hugmyndin fæddist í höfðinu á mér eins og hugmyndin að Ágætis byrjun teikningunni – við fyrstu snertingu við textann.“

Gotti nefnir að „Ágætis byrjun kom út löngu fyrir daga Spotify, þannig að fólk keypti diskinn og náði þar af leiðandi góðri tenginu við myndina.“ Þá nefnir hann að „daglega koma upp tengsl mín við Ágætis byrjun, sérstaklega erlendis. Reglulega fæ ég sendar myndir af Avalon tattúi eða fyrirspurn um að endurteikna Avalon og ég hef haldið sýningar erlendis – til dæmis í Tokyo – með einungis teikningum frá Ágætis byrjun.“ Þeir sem eru áhugasamir um að kaupa nýja mynd af Avalon eftir Gotta geta sent honum fyrirspurn á Instagram (https://www.instagram.com/gotti_bernhoft/).

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -