Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Svavar og Magni gefa út nýtt lag: „Þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýlega gáfu tónlistarmennirnir Svavar Viðarsson og Magni út nýja lagið sitt Aðeins eitt.

Í fréttatilkynningu segir að lagið sé hvetjandi lag sem fjalli um að sleppa takinu á fortíðinni, umfaðma hamingjuna í núinu og horfa fram á við. „Með hrífandi texta undirstrikar lagið fegurð þess að deila bæði brosi og tárum og minnir okkur á að þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa. Lífið er of stutt fyrir eitthvað minna.“

Aðeins eitt er annað samstarfsverkefni Svavars og Magna, eftir útgáfuna Ekkert hefur breyst sem kom út í  fyrrasumar og hlaut sæti á vinsældarlista Rásar 2.Á bak við lagið Aðeins eitt er hæfileikaríka tónlistarfólkið Svavar Viðarsson (Lag, texti og útsetningar), Magni Ásgeirsson (Söngur), Vignir Snær Vigfússon (Rafmagns- og kassagítar, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun), Benedikt Brynleifsson (Trommur), Helgi Reynir Jónsson (Hljómborð), Erna Hrönn Ólafsdóttir (Bakraddir) og Skonrokk Studios/Sigurdór Guðmundsson (Hljómjöfnun).

Lagið Aðeins eitt er því nú aðgengilegt á streymisveitum og er hér komið til að veita þér innblástur og gleði inn í daginn þinn, eins og það er orðað í tilkynningunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -