Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sverrir fer á Meistaramótið í snóker á afmælisdaginn sinn – Vinnur að heimildarmynd um klaustursöng

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er kontratenórinn og lífskúnstnerinn Sverrir Guðjónsson en hann er 73 ára í dag.

Snemma komu sönghæfileikar Sverris fram en hann var aðeins sjö ára gamall er hann söng á söngskemmtun við undirleik föður síns, Guðjóns Matthíassonar á æskustöðvum sínum á Hellisandi en tólf ára gamall söng hann inn á tvær litlar plötur. Sverrir nam söng á Íslandi sem og á Bretlandseyjum og síðan þá hefur hann sungið inn á mýmargar plötur, bæði undir eigin nafni og annarra, sem einsöngvari. Þá er Sverrir einn af stofnendum Voces Thules en á sínum yngri árum söng hann í hljómsveitum á borð við Pónik og þjóðlagatríóinu Þremil. Þá var hann vinsæll bakraddasöngvari í söngkeppni sjónvarspins á níunda áratugnum.

Sverrir er giftur Elínu Eddu Árnadóttur leikmynda- og búningahöfund og eiga þau tvo syni, þá Daða og Ívar Örn.

Mannlíf hafði samband við afmælisbarnið og spurði hann hvort og þá hvernig hann ætlaði að fagna deginum og ekki stóð á svörum.

„Flaug til London í morgunsárið. Ferðin átti sér langan aðdraganda í tengslum við hið alþjóðlega Meistaramót í snóker sem fer fram í hinni fornfrægu „Alexandra Palace“ í norðurhluta Lundúnaborgar. Við Hugi Guðmundsson tónskáld erum miklir aðdáendur snókersins, og spilum þegar tækifæri gefst, en hann býr í Kaupmannahöfn. Hugi tók af skarið síðastliðið sumar og pantaði miða og bauð mér á mótið, en miðar seljast upp með löngum fyrirfara. Ég fékk ekki mikinn svefn fyrir flugið, því hinn mikli meistari snókersins, Ronnie O’Sullivan, fór á kostum á meistaramótinu og er nú kominn í undanúrslit, sem vonandi verður leikurinn sem við Hugi berjum augum. Við Elín Edda ákváðum að grípa tækifærið og fljúga á afmælisdaginn minn og dvelja í nokkra daga í grennd við gömlu Hammersmith brúna, þar sem við bjuggum um nokkra ára skeið, ásamt strákunum okkar. Hin fræga listamannakrá “The Dove” er þar á næstu grösum. Við Elín Edda ákváðum að taka leigubíl út á flugvöll og þegar ég nefndi Alexandra Palace, þá lá við að hinn geðþekki bílstjóri Birgir, þyrfti að stöðva bílinn. Hann hrópaði upp yfir sig, ertu virkilega að mæta á meistaramótið í “Allí Pall픓. Ég hafði lent á, að öllum líkindum, eina bílstjóranum sem er forfallinn snókeraðdáandi, fékk ungur ‘bakteríuna’ og hefði getað orðið atvinnumaður, var kominn með sinn einkaklúbb á tímabili, því ekki vantaði hæfileikana.“

En hvað kemur til að Sverri hafi áhuga á snóker?

- Auglýsing -

„Ég féll snemma fyrir snókernum. Við æskufélagarnir bjuggum á Hjartatorginu/Sirkusreitnum/Vaðneshringnum og hófum ferilinn með því að svindla okkur inn bakdyramegin, enda undir lögaldri. Stundum fórum við inn um gluggann á neðri hæð “Billans á Klapparstíg”, en vorum venjulega gripnir af eigendum staðarins, sem áttuðu sig á að þarna væru framtíðarspilarar. Við æskuvinirnir höfum nú stofnað snókerklúbb og hittumst einu sinni í viku á “Billijardstofunni“ í Skeifunni, sem er í raun “gamli billinn“, til þess að halda okkur í þjálfun, og í horfinu. 

En hvað er svo framundan hjá Sverri?

„Hvað verkefni varðar, þá er ég að vinna með líbanska/franska kvikmyndagerðarmanninum Jacques Debs og Marie Arnaud, heimildamynd sem nefnist “Chant of the Origines” og tengist Gregor söng klaustranna í gegnum aldirnar. Brúin yfir til Íslands er handrit Þorlákstíða, ritað ca. 1400, sem tengist eina dýrlingi Íslendinga, Þorláki Þórhallssyni, sem var biskup í Skálholti á 12.öld og dvaldist í París á fimm ára tímabili. Ég fékk símtal rétt í þessu, sem staðfestir að Stöð 3 í Frakklandi hefur staðfest sína aðkomu að framleiðslu myndarinnar.

- Auglýsing -

Einnig er verið að leggja lokahönd á 50 mín tónleikamyndband frá flutningi á nýju verki “Aether“ eftir Hauk Gröndal, sem við í “Frelsissveit Íslands” fluttum á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022, í Hörpu, ásamt hinum magnaða finnska píanist Kari Ikonen. Verk Hauks, “Four Elements” flutti sveitin á Jazzhátíðinni 2020 og var tónleikamyndin sýnd hjá Ríkissjónvarpinu, unnin af Brian FitzGibbon.

Við Elín Edda stefnum á að skoða leikhús og menningarlíf þessarar yndislegu borgar, áður en við höldum yfir til Parísar, undir Ermasundið, til þess að njóta góðra vina funda.“

Portrett með leyfi: Brian FitzGibbon

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -