Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Una svarar kjaftasögum um óléttu: „Það má vel hlæja að þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá forsetaembættinu svarar sögusögnum um óléttu í nýrr Facebook-færslu.

Una, sem stödd er á grísku eyjunni Santorini um þessar mundir, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún rifjar upp fyrri kynni sín af eyjunni fögru. „Þegar ég var 18 ára heimsótti ég Santorini í hálfan dag, í skipulegri skoðunarferð með útskriftarárganginum mínum úr MR. Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó. Daginn áður gekk ég 10 km meðfram gígbarminum á þessari ægifögru eldfjallaeyju og gapti yfir útsýninu. Vá hvað það er fallegt hérna, bæði ofansjávar og neðan. Í dag ætlaði ég í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því, svo þess í stað neyðist ég til að slappa bara af á sundlaugabakkanum og njóta þess að lesa afmæliskveðjur!“

Þá minnist Una á kjaftasögur sem hún segir að ókunnugt fólk sé að segja um hana. Þær snúist um að hún sé ólétt, hún sem er búin að ákveða að eignast ekki börn.

„Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf. Komst að þeirri niðurstöðu (meðal annars eftir vandlega íhugun á Indlandi, eins klisjukennt og það nú er) að mig langaði einfaldlega ekki til þess, þótt algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á mínum aldri að fjárfesta í slíku. Það er bara svo margt annað sem mig langar frekar að verja tíma mínum og peningum í. En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðu til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -