Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Úrslitakvöld Eurovision – Dularfullur leynigestur og níu atriði í viðbót til að fylgjast með

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evrópa fer á hliðina í kvöld er keppendur stíga á Eurovision-sviðið í Liverpool. Spennan er rafmögnuð en Íslendingar eru loksins hættir að skammast sín fyrir að horfa á keppnina og munu ófáar eðlurnar verða bakaðar í kvöld. BBC tók saman 10 atriði sem þarf að fylgjast með í kvöld.

1. Kraftur Poe

Hinar austurísku Teya og Salena eru fyrstar á svið í kvöld, með lag um það að vera andsetin af anda ameríska skáldsins Edgar Allen Poe, sem þvingar þær í að semja smell sem reddar þeim samningi við Universal records plötuútgefandann.

Í raun er lagið ádeila á illri meðferð tónlistariðnaðarins á lagahöfundum. Á einum stað í textanum segir „Zero dot zero zero three,“ með vísan til rýrra stefgjalda Spotify. „Give me two years and your dinner will be free“ syngja þær einnig á einum stað í laginu.

Lagið er allt pakkað inn í flottan rafpopppakka með viðlaginu, „Poe, Poe, Poe, Poe, Poe, Poe,“ sem á þýsku þýðir „ræfill, ræfill, ræfill, ræfill, ræfill, ræfill.“

- Auglýsing -
Finnar …

2. Hinn finnski kálormur

Það er ekki Jim Carrey úr Dumb and Dumber sem stígur á svið fyrir Finnland í kvöld heldur finnski rapparinn Käärijä sem kemur fram með eitt djarfasta Eurovision lagið í ár.

Cha Cha Cha er óhefðbundin blanda af iðnaðarrokki, refsiteknói og gleðilegu tölvuleikjatónlist sem fjallar um þá andlegu fyllingu að verða dauðadrukkinn og dansa eins og fáviti.

- Auglýsing -

Käärijä sýnir það með því að dansa eins og fáviti í búning sem lætur hann líta út eins og Hulk sem hefur fests í miðri umbreytingu.

Í viðtali við BBC uppljóstraði sá finnski að hinar skærgrænu bolero ermar eru kallaðar „kálormurinn“ til heiðurs finnskri kynlífstækjaverlunarkeðju.

Að sjálfsögðu er laginu spáð afar góðu gengi.

3. Leynigestur?

Ég vona að annar þeirra mæti ekki. Ég segi ekki hvor þeirra en nafn hans byrjar á B og endar á ono.

Orðrómur um leynigest hefur verið á kreiki alla vikuna en sumar halda að Bítillinn og Liverpool-hetjan Paul McCartney muni stíga á svið en aðrir halda að það verði Katrín prinsessa. Það eina sem vitað er, er það að ekkert er vitað.

„Ég hélt að Karl og Kamilla myndu mæta og lesa upp stigin, en það verður víst Catherine Tate,“ grínaðist Eurovision-þulur Radio 2, Ryan Clark. „Það hefur ýmislegt verið í gangi á æfingum þar sem allt er algjörlega lokað af,“ bætti samstarfsmaður hans, Scott Mills við. „Það er mikil leynd í gangi og enginn vill segja okkur hvað er í gangi.“

„En,“ sagði Ryan þá og bætti við, „gefðu mér tvo drykki og ég skal segja þér allt.“

4. Dívan Loreen
Í marga mánuði hefur hin sænska stjarna Loreen verið efst á listsum veðbanka. Hún er nú þegar Eurovison ofurstjarna en hún rústaði keppninni 2012 en í ár mætir hún með eyrnakonfektið Tattoo

Textinn er um ást sem er það djúp að hún grefur sig í hjarta þitt (eins og tattú, skilurðu?) en þetta er allt saman bara afsökun til að sýna kraftmikinn söng Loreen, sem meðal annars heyrist í „jú-hú-hú“ kaflanum í viðlaginu.

Loreen syngur lagið á meðan hún er hálf kramin á milli tveggja risavaxinna LED-skjáa, í raun geimaldar samlokugrill. Þó að hún sé vön að ná alltaf tónunum missteig hún sig aðeins á æfingu í vikunni. Þegar hún var spurð út í það á blaðamannafundi brosti dívan og hló og sagði svo: „Voru tónarnir ekki fullkomnir elskan? Hvað ertu eiginlega að tala um?“ Þvílík goðsögn.

Ekki alveg Adele en næstum því.

5. Adele eftirherman sem syngur fyrir Litháen

Mae Muller er ekki eini Bretinn sem keppir í kvöld. Nicola Lambrianos sem er Adele eftirherma frá Essex, syngur í bakröddum fyrir hina litháensku Moniku Linkyé. Það sem meira er, þá átti hún þátt í því að fá Moniku til að taka þátt.

Konurnar tvær hittust á bar í fyrra og eftir að þær byrjuðu að ræða um tónlist sagðist Monika hafa keppt í Eurovision árið 2015.

„Ég var bergnumin því ég er heltekin af Eurovisino,“ sagði Nicola við BBC. „Þannig að ég sagði við hana: „Veistu um einhvern sem gæti reddað mér miða?“.“

„Ég lofaði að útvega henni miða,“ sagði Monika, „Svo fór ég aftur til Litháen og samdi lag á einu kvöldi.“

Nokkrum vikum síðar bauð hún Nicolu til Litháen til að syngja í lagakeppninni fyrir Eurovision. Og þær unnu.

„Ég sá konfetti koma niður og ég leit á hana og sagði, „Vorum við ekki að grínast með þetta fyrir fjórum vikum síðan?“,“ sagði Nicola. „Og nú er ég í Eurovision. Draumur sem ég bjóst aldrei við að yrði að veruleika.“

6. Magnað danshlé Ísrael
Noa Kirel hefur verið kölluð hin ísraelska Britney Spears. Hún hefur fjórum sinnum komist á topp vinsældalista, unnið fimm MTV-verðlaun og verið dómari í Israel´s Got Talent, ásamt því að þjóna skyldustörfum í ísraelska hernum í tvö ár.

Hún samdi lagið Unicorn ásamt Doron Medalie, sem samdi sigurlag Ísrael í Eurovision 2018, Toy. En aðal málið í atriði hennar er magnað 30 sekúndna danshlé. „Þetta er eitthvað sem ég hef mjög mikla ástríðu fyrir,“ sagði hin 22 ára söngkona í hinu opinbera Eurovision-hlaðvarpi. „Þegar ég var tveggja eða þriggja ára var ég vön að dansa í stofunni fyrir framan fjölskylduna og ég sagði: „Klappið þegar sýningunni er lokið“.“

Þrátt fyrir að hún lærði ballet, flamenco og hip-hop dans og hefur dansað á einhverjum stærstu sviðum heims, þá hefur Eurovision alltaf verið draumur hennar. „Mig dreymir alltaf um atriðið. Einhver ýtir mér á sviðið og ég veit ekki hvað ég mun gera og hvað ég mun syngja og allir áhorfendurnir eru að horfa á mig. Að vera partur af þessu og stíga fram fyrir landið þitt á einu stærsta sviði heimsins, er mjög stressandi.“

7. Baksviðsfólkið eru hinar þöglu stjörnur

Þú munt ekki sjá þau en baksviðsfólkið í Eurovision eru hinar sönnu hetjur í keppninni. Þau sjá um 23.700 ljósgjafa, 482 búninga, 150 hljóðnema, 100 hárkollur, 3.000 förðunarbursta og sjá um að allt gangi snuðrulaust fyrir sig.

Hvert atriði hefur sitt sérstaka útlit. Á ákveðnum augnablikum er sviðið prýtt með gamaldags Toyota MR2, risastórum geimverubelg, trampólíni, tveimur kjarnaoddum (ekki alvöru, engar áhyggjur) og sviðsmennirnir hafa aðeins 53 sekúndur á milli atriði til að hreinsa sviðið og fylla það af næstu leikmunum.

„Hraðinn er erfiðasti parturinn því allir eru með svolítið klikkaðar beiðnir,“ sagði ljósameistarinn Tim Routledge. „En við erum hér til að láta drauma þeirra rætast.“

Þau hafa þróað nokkrar sniðugar brellur til að láta þetta allt gerast. Sviðið sjálft er í raun risastór LED skjár, sem breytist í „kort“ fyrir alla leikmunina á milli atriða.

„Við vorum vön að merkja gólfið með límböndum, þannig að það varð svolítið subbulegt,“ sagði sviðshönnuðurinn Julio Himede. „Nú er þessu bókstaflega stjórnað með því að ýta á takka á iPad.“

„Listamaðurinn fær jafnvel lítið T-merki á sviðinu svo hann sjái hvar hann eigi að standa og þá vitum við hvar nákvæmlega kastljósið kemur á hann.“

8. Leynilukkudýr Frakka

Mr. Bean?

Alla vikuna hefur franska stjarnan La Zarra gengið um með eftirmynd af dökkbrúna Mr. Bean bangsa, sem hefur hnappa fyrir augu, hvert sem hún fer. „Hann er lukkudýrið mitt,“ sagði hún í viðtali við BBC. „Kannski mun hann koma fram á sviðinu með mér. Kannski undir kjólnum mínum.“

Það er sannarlega nóg pláss undir kjólnum hennar. La Zarra kemur fram á risastórum rísandi sviðspalli á meðan kjóllinn hennar bylgjast og liðast niður á gólfið. Þetta lætur hana líta út eins og klósettrúlludúkkur sem amma þín (ef þú ert Breti, fréttin er frá BBC) var vön að eiga, nema bara frönsk og glæsileg.

La Zarra, sem er stórstjarna í heimalandinu, vonast til að vera sú sem rýfur 45 ára taphrinu Frakklands í Eurovision.

Lag hennar, Evidemment er flott blanda af Edith Piaf og Daft Punk en lagið inniheldur bestu línu kvöldsins: „I’m looking for love, but I can’t find anything, just like in my purse.“

9. Pólitíkin

Heil Putin

Eurovision varð að veruleika á sjötta áratug síðustu aldar með það að markmiði að sameina Evrópu eftir seinni heimstyrjöldina, þannig að reynt hefur verið að halda pólitíkinni í lágmarki. En þrátt fyrir að forseta Úkraínu, Volodomyr Zelenski hefur verið neitað tækifærinu til að ávarpa keppnina, er slatti af ádeilu á innrás Rússa í land hans, í keppninni.

Króatísku söngvararnir mæta á sviðið í blóðugum kápum og syngja andstríðslag sem er myndlíking fyrir rússneska sambandsríkið.

Þeir gera grín að einræðisherrum fyrir að vera „barnalegir“ og „geðsjúklingar“, með sérstakri áherslu á forseta Rússlands, Vladimir Putin.

Traktorinn sem oft er minnst á í textanum er greinilega tilvísun í forseta Berarús, Alexander Lukashenko, sem styður innrásarstríðið og gaf Putin traktor í sjötugs afmælisgjöf.

Tékkneski konuhópurinn Vesna syngur að hluta til á úkraínsku í lagi sínu My Sister´s Crown. „My sister won’t stand in the corner / Nor will she listen to you,“ they chant. „We’re with you in our hearts.“

Úkraínsku keppendurnir, Tvorchi vísa einnig í stríðið í sínu lagi, Heart of Steel. Lagið, sem er töfrandi og ruglandi synthpop var innblásið af Azovstal-umsátrinu og borgurunum sem varði stálverksmiðju bæjarins.

10. Ástralir gefa í botn

Síðustu átta ár hefur Ástralía verið velkomið í glimmer húðaðan faðm Eurovision sem heiðurs-Evrópubúar.

Aðdáun landsins á keppninni nær alla leið aftur til Abba en þjóðin er gegntekin og milljónir vakna klukkan fimm á morgnana til að horfa á keppnina í beinni.

Í ár rennur samningurinn út en Ástralarnir ætla aldeilis að hætta með stæl. Prog-metal bandið Voyager mætir á sviðið með klikkuðu ljósasjóvi og keytarsólói með lag sem er blanda af Duran Duran og Panic At the Disco.

Aðalsöngvarinn, Danny Estrin, sem er lögmaður hælisleitenda í hans venjulega lífi, segist grípa tækifærið með báðum örmum.

„Ég held að þetta sé eitthvað sem allir tónlistarmenn ættu að leitast við að gera, því þetta er svo yndislegt,“ sagði hann í samtali við BBC. „Og þetta gefur fólki tækifæri á að sjá okkur loksins, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þau eru neydd til þess. Slíkt er svo frábært fyrir hljómsveit sem er á svo afmörkuðum markaði. Þetta er stórt mál. Þetta er geggjaðasta sýning heims.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -