Laugardagur 5. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Vampíra vann Músiktilraunir 2024

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svartþungarokkhljómsveitin Vampíra kom, sá og sigraði Músiktilraunir í ár en keppnin fór fram um helgina. Meðlimir sveitarinnar eru Þórsteinn Gunnarsson, Sindri Atlason, Óðinn Snædal, Reynir Guðmundsson og Heiðar Jóhannsson.

Hægt er að lesa tilkynningu frá Músiktilraunum um keppnina í ár hér fyrir neðan:

Fyrsta sæti Músíktilrauna 2024 hlaut hljómsveitin Vampíra, annað sætið hreppti Eló og þriðja sætið hlaut Chögma. Í almennri símakosningu tók hljómsveitin Frýs titilinn Hljómsveit fólksins. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum, styrkir úr Minningarsjóði Péturs W. Kristjánssonar og frá FTT, spilamennska á tónlistarhátíðum og sigurvegararnir munu fljúga á vit ævintýranna með Icelandair.

Öll þau sem komust í úrslit hljóta frábæran fræðslupakka Hitakassans sem undirbýr ungt tónlistarfólk fyrir atvinnumennsku í tónlist, námskeiðið er haldið í samstarfi við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík.

SIGURSVEITIR 2024

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

- Auglýsing -

1.sæti. Vampíra

2.sæti. Eló

3.sæti. Chögma

- Auglýsing -

Hljómsveit fólksins: Frýs

Einstaklingsverðlaun:

Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh
Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections
Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt
Gítar: Þórsteinn Léó Gunnarsson í Vampíra
Trommur: Jónatan Emil Sigþórsson í Chögma
Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex
Höfundaverðlaun FTT: Elísabet Guðnadóttir í Eló
Íslenskir textar: Urður Óliversdóttir í Urður

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -