Þriðjudagur 10. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

XXX Rottweilerhundar með stórtónleika í maí: „Við erum svo fáránlega æstir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

XXX Rottweilerhundar, ein stærsta rapphljómsveit íslenskrar tónlistarsögu og textagerðar, heldur risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí næstkomandi, í samstarfi við Víking Léttöl.

XXX Rottweiler þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá bandinu.

Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.

„Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára,“ segir Erpur Eyvindarson, BlazRoca, um tónleikana.

Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá mikið af góðum gestum á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveit.

„Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana.

- Auglýsing -

Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Verð á miða í stæði verður kr. 7.900 en verð á miða í stúku verður kr. 11.900.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -