Fimmtudagur 12. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Zooey segist ekki vera kúltúrbarn þó pabbi hennar hafi hlotið sex Óskarstilnefningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Zooey Deschanel þvertekur fyrir það að það hafi hjálpað henni að koma sér á framfæri í Hollywood, að eiga foreldra í kvikmyndaiðnaðinum.

The New Girl leikkonan Zooey Deshanel hefur stundum verið sögð „kúltúrbarn“ (e. nepo baby) vegna þess að faðir hennar Caleb, er kvikmyndatökustjóri sem hefur unnið að Hollywood-kvikmyndum, þar á meðal The Lion King, The Patriot, My Sister´s Keeper, Passion of the Christ, The Godfather og Titanic. Þá hefur hann einnig verið tilnefndur í sex Óskarsverðlauna á sínum ferli.

Þá lék móðir hennar, Mary Jo Deshanel til að mynda í þáttunum Twin Peaks og systir Zooey, Emily er einnig leikkona sem lék til dæmis í lögguþáttunum Bones og ofurhetjumyndinni Spider-Man 2.

Í nýju viðtali í hlaðvarpsþættinum The School of Greatness, þvertók Dechanel fyrir það að fjölskyldutengslin hafi hjálpað henni að marka spor sín í Hollywood sem leikkona.

„Þetta er fyndið því fólk segir „ó fjölskyldutengsl“, en ég segi nei. Pabbi er kvikmyndatökustjóri,“ sagði hún og hélt áfram: „Enginn fær störf í gegnum pabba sinn sem er kvikmyndatökustjóri. Bara alls ekki.“

Hins vegar segist hún hafa grætt á fjölskyldunni hvað varðar listrænu hliðina. „Mamma er leikkona og pabbi er kvikmyndatökustjóri og leikstjóri. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á það hvað ég hef fengið mikla skapandi hjálp frá fjölskyldunni. Pabbi er með mjög skapandi huga og er mjög hæfileikarík manneskja. Mamma er frábær leikkona og hefur alltaf hlúð vel að mér. Hún æfði mig þegar ég var ekki kominn með leikþjálfara, hún hjálpaði mér að lesa fyrir hlutverk. Hún var svo hjálpsöm.“

- Auglýsing -

Hún hélt áfram: „Ég átti svo mörg frábær samtöl um kvikmyndir og kvikmyndagerð við pabba. Þau hjálpuðu mér bæði. Pabbi las líka línurnar með mér og gaf mér ráð. Svo er systir mín leikkona.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -