Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þremenningar reka Hótel Skálholt – „Við sáum bara svo mikla möguleika hérna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hótel Skálholt er staðsett í Biskupstungum í Bláskógabyggð og er í um það bil klukkutíma og korters aksturfjarlægð frá borginni. Náttúran og nærumhverfið býður upp á sannkallað ævintýri fyrir einstaklinga, vini og fjölskyldur.

Fyrir ári síðan tóku þremenningarnir Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir og Bjarki Þór Ingigerðar- Sólmundsson við rekstri Hótel Skálholts. Lengi hafði blundaði í þeim draumur um að sameina krafta sína og vinna að einhverju verkefni.

Úr listinni í hótelrekstur

Gunnhildur er með bakgrunn í kvikmynda- og sjónvarpsgerð og Bjarki Þór er myndlistarmaður og kokkur. „Okkur langaði til að stofna okkar eigin- eitthvað,“ segir Gunnhildur en bætir við að það hafi ekki legið fyrir hvert verkefnið ætti að vera. Bjarki Þór starfaði á sínum tíma sem kokkur hjá hótelinu þegar tilboðið um að taka við rekstrinum bauðst. Umhugsunarfrestur og fyrirvarinn að yfirtökunni var knappur útskýrir Gunnhildur: „Þetta gerðist rosalega hratt. Okkur var boðið þetta í júlí og ef við ætluðum okkur að taka reksturinn yfir þá þyrfti það að gerast í ágúst.“

Miklir möguleikar

Frændsystkinin gistu eina nótt á hótelinu og báru saman bækur sínar, lögðust í hugmyndavinnu og áætlunargerð – og svo fór sem fór. „Við sáum bara svo mikla möguleika hérna og tækifæri til þess að byggja upp stað – sem skiptir í raun alla Íslendinga máli.“

- Auglýsing -

Fyrsta árið hefur gengið vonum framar og er hótelið fullbókað núna í sumar. „Það er stútfullt hjá okkur og það hefur aldrei gerst áður,“ segir Gunnhildur og bætir við að gestir hótelsins séu blanda af erlendum og íslenskum ferðamönnum. „Í vetur fengum við mjög mikið af íslenskum hópum enda mikið af Íslendingum sem þykir vænt um Skálholt og heimsækja staðinn á hverju einasta ári.

Menningarhús

Hótelið er ekki bara gistináttastaður heldur leggja rekstaraðilar mikið kapp við að bjóða gestum og nærsamfélagi upp á tónleika, bókakynningar, ljósmynda- og myndlistarsýningar.

- Auglýsing -

Bjarki Þór og Gunnhildur vilja blása menningarlegu lífi og viðburðum í staðinn og verður t.d. súrkálsnámskeið haldið í september fyrir kokka og áhugafólk um matargerð. Sandor Ellix Katz, súrkálsmeistari, mun leiða námskeiðið. Nánari upplýsingar um viðburði Hótel Skálholts er að finna á heimasíðu þess.

Veitingarstaðurinn Hvönn

Hvönn býður upp á veitingar allan daginn, þar má panta hádegismat, kökur og bökur. Á kvöldin er boðið  upp á þriggja rétta máltíðir og er matseðilinn breytilegur frá degi til dags enda sniðinn eftir framboði hráefnis. Megnið af hráefninu er verslað beint af bændum í nærumhverfinu. Hollusta og bragð eru höfð að leiðarljósi við matargerðina. Einnig er boðið upp á grænmetis- og grænkerarétti.

Bjarki Þór er kokkurinn og hefur áratuga reynslu í faginu. Sköpun einkennir matargerð hans. Lögð er áhersla að matargerðin fari öll fram á staðnum. Þá er rúgbrauðið bakað í hver á svæðinu og eru til dæmis heimagerðar sultur og súrkál. „Við erum að brugga okkar eigið kombucha,“ segir Gunnhildur og bætir við að hægt sé að fá drykkinn í ýmsum náttúrulegum brögðum. Ber þar t.d. að nefna hvannarbragð, jarðarberja, brómberja og mango. „Við viljum geta boðið upp á flotta drykki sem eru á pari við áfengadrykki,“ útskýrir hún og bætir við að viðtökurnar séu afbragðsgóðar.

Staðsetning

Hótel Skálholt er mitt í Gullna hringnum og þar að leiðandi er hægt að heimsækja marga áhugaverða staði. Þar ber helst að nefna Gullfoss, Geysi og Þingvelli en að auki er tilvalið að fara dagsferðir inn á hálendið eða niður að strönd. Húsdýragarðurinn Slakki er við hliðina á hótelinu og margir baðstaðir á svæðinu. Fontana á Laugarvatni, Secret lagoon og Hrunalaug á Flúðum, sundlaug í Minni Borgum og í Reykholti. Staðsetningin höfðar því til allra sem vilja njóta sveitar, útsýnis, náttúrufegurðar og kyrrðar.

Vert er að benda lesendum á heimasíðu og fésbókarsíðu Hótel Skálholts.

www.hotelskalholt.is

www.facebook.com/skalholthotel

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -