Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
11.4 C
Reykjavik

Ég mun ekki þegja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, nýútskrifaður læknakandídat.

Kæri heilbrigðisráðherra.

Vandi Landspítalans verður ekki leystur með því að biðja lækna að þegja yfir honum. Þvert á móti, þannig er líklega auðveldast að tryggja það að ástandið versni. Ef við læknar sæjum að stjórnvöld væru raunverulega að grípa til aðgerða til að koma heilbrigðiskerfinu til hjálpar, þá þykir mér næsta víst að við værum öll sem eitt fús til þess að breyta orðræðunni. En slíkar aðgerðir höfum við ekki séð og ég lít því á það sem skyldu okkar að hafa hátt og láta vita af því hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfinu okkar.

Skylda okkar lækna liggur nefnilega í þjónustu við sjúklinga okkar – og það eru jú fyrst og fremst sjúklingarnir sem ástandið bitnar á, þótt við heilbrigðisstarfsmenn finnum fyrir því einnig þegar við horfum á eftir hverjum frábærum kollega á fætur öðrum velja sér annan starfsvettvang en Landspítala vegna óviðunandi og stundum bókstaflega hættulegra vinnuaðstæðna.

Starfsmenn Landspítala og heilbrigðiskerfisins alls berjast á hverjum degi fyrir því að geta veitt sjúklingum sínum bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, undir mjög erfiðum kringumstæðum sem ekki sér fyrir endann á. Við erum oftar en ekki lengur í vinnunni því vinnuálagið er meira en svo að hægt sé að ljúka öllum verkefnum dagsins á 8 klukkustundum. Sá umframtími er oft launalaus. Þannig tökum við tíma frá fjölskyldum okkar og ástvinum til að sinna sjúklingum okkar – en við gerum það með glöðu geði, því við sórum jú eið. Við komum heim uppgefin eftir langa og erfiða daga, við gefum af okkur allan daginn til sjúklinga og samstarfsfólks en þegar heim er komið er oft lítil orka eftir til að verja tíma með mökum okkar og börnum. Samt mætum við í vinnuna næsta morgun með bros á vör, ekki fyrir okkur eða fyrir spítalann heldur fyrir sjúklingana okkar – þangað til loks kemur að því að við getum ekki meir. Því læknar eru líka manneskjur.

Það er undarleg tilfinning að berjast til síðasta blóðdropa í þágu sjúklinga sinna á hverjum degi en heyra síðan frá þeim embættismönnum sem ættu að vera að hjálpa okkur að bjarga heilbrigðiskerfinu, að þetta sé í raun ekki svo slæmt – og að ráðherra geti ekki staðið með okkur í baráttunni nema við þegjum.

- Auglýsing -

Ég mun ekki þegja.

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu. >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -