Miðvikudagur 9. október, 2024
1.7 C
Reykjavik

„Maður í ruslapoka er ömurleg sjón“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ekki nota svartan ruslapoka til að verjast regni og annarri úrkomu. Maður í ruslapoka er ömurleg sjón á fjalli,“ segir í greininni 20 tískuslys á fjöllum sem birtist í Ferðalaginu, nýjasta hefti Mannlífs. Nú þegar fjöldi landsmanna er á faraldsfæti við að skoða gosi eða klífa fjöll og upplifa íslenska náttúru í sinni fegurstu mynd.

En það er mikið atriði að gera sig ekki að fífli á göngu með klæðnaði sem er út úr öllu korti. Álitsgjafar úr fjallahópum Ferðafélags Íslands lögðu til reglurnar um fataval og háttalag á fjöllum.

Ef þú vilt vera álitin(n) algjör viðvaningur þá læturðu sjá þig í gallabuxum í hlíðum Esjunnar. Algjört tabú. Ekki vera með bakpoka merktan föllnu bönkunum.

Ef þú vilt endilega ganga með buff þá gættu þess að það sé merkt viðurkenndum aðila.

Ef þú notar íþróttabrjóstahaldara hafðu hann þá undir ullarbolnum.

Ekki nota svartan ruslapoka til að verjast regni og annarri úrkomu. Maður í ruslapoka er ömurleg sjón á fjalli.

- Auglýsing -

Greinina um 20 tískuslys er að finna í heild sinni í tímariti Mannlífs sem dreift var í verslunum Bónuss og N1. Tímaritið er að finna hér á vefnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -