Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Eru hvalveiðar dýraníð?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég var að hlusta á Vilhjálm Birgisson í Bítinu á Bylgjunni.

Honum finnst hvalveiðabannið með ólíkindum og það er hans skoðun því það skerðir lífið  hjá mörgum á Akranesi og nærliggjandi umhverfi.

Við erum mjög mörg, bæði hérlendis og erlendis sem erum þakklát fyrir ákvörðun Svandísar matvælaráðherra og finnst með ólíkindum hvernig Vilhjálmur og það fólk sem er á hans skoðun geta horft framhjá af hverju Svandís tekur þessa ákvörðun. Hún er ekki út í bláinn og er byggð á dýraverndarlögum. Út er komin haldföst skýrsla sem kveður á um það. Auðvitað ber matvælaráðherra að fara eftir henni en ekki skoðunum þeirra sem, jú, missa vinnu vegna þess. En, það er ekkert nýtt af nálinni þar. Fólk missir vinnuna sína og sumir fyrirvaralaust og þarf að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Það eru vonbrigði en þetta er lífið hjá mörgum ekki einungis starfsmönnum hvalveiðidrápa.

Stundum er ótrúlegt hvernig fólk vill bara fá að drepa dýr og fara illa með þau af því  að það gefur svo mikla peninga. Það er mikil skekkja þar í gangi. Ég kalla það græðgi. Peningar eru ekki rót hins illa, heldur græðgin.

Það er ekki hægt að kvarta yfir launamissi á kostnað dýraníðs því það er alveg klárt að það er málið. Þar tala hin ýmsu myndbönd sínu máli. Aðferðin er ótæk, tólin sem eru notuð eru ekki að virka þannig að þessi stórkostlegu dýr deyji samstundist. Þau kveljast, sum í marga klukkutíma meðan skeyti eru send aftur og aftur til að fella þau. Þetta er ekki mannúðleg aðferð á nokkurn hátt.

Vilhjálmur talaði um að 60-70 % hvalanna dræpust samstundis. Hvað með hina 30-40%?
Undirritaðri finnst alveg nóg um að einn hvalur þjáist og kveljist í marga klukkutíma af því að tólin til dráps eru ekki nægilega virk.

Hvalaskoðun er mjög vinsæl og falleg hér á landi. Fólk og ferðamenn dáist að þessum stóru, tignarlegu dýrumm, þyrpist að til að sjá þau, skiljanlega tilbúin að borga vel fyrir það.
Einn lítill drengur sem var við hvalaskoðun þann dag sem hvalveiðibannið var gefið út og kom hlaupandi, brosandi út að eyrum til eins starfsmannsins, og tjáði að nú mætti ekki drepa þessar flottu skepnur lengur.

Með að hvalveiðibannið verði aðeins út sumarið og byrji svo aftur, þá hef ég enga trú á því. Sumarið mun gefa þann tíma sem þarf til að sjá hversu rétt þetta bann er.

Ég vil bara óska okkur til hamingju með hvalveiðibannið og sendi þakklæti til þeirra sem flettu ofan af þessari tegund af dýraníði.

Árný Björg Blandon

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -