Föstudagur 11. október, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Hvar er samstaðan?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari úr 37. tölublaði Mannlífs

Í ljósi umræðu síðustu daga um tap og óráðsíu reksturs fjölmiðla er vænlegast að spyrja hvar samstaðan sé hjá fólki í stéttinni og hvort hún sé ekki nauðsynleg frekar en að menn skríði ofan í skotgrafirnar?

Fjölmiðlafólk er upp til hópa harðduglegt og leggur mikinn metnað í vinnu sína hvar svo sem efnið birtist okkur þjóðinni til upplýsingar og ánægju. Hvergi annars staðar í nágrannalöndunum eru borin út fríblöð í eins miklu magni og á Íslandi, ef miðað er við höfðatölu en taka má það sem eitt dæmi um þau fjölmörgu fríðindi sem við búum við hér á landi. Við njótum þeirra forréttinda að getað aflað okkur fróðleiks eða notið afþreyingar á okkar tungumáli í fjölbreyttum miðlum landsins. Við sem búsett erum á Íslandi getum verið stolt af okkar margbreytilegu fjölmiðlum þrátt fyrir smæð landsins.

„Við sem búsett erum á Íslandi getum verið stolt af okkar margbreytilegu fjölmiðlum þrátt fyrir smæð landsins.“

Hins vegar skiptast á skin og skúrir í heimi fjölmiðla á Íslandi, sumir miðlar enda gjaldþrota eða hætta útgáfu og fólkið sem vinnur á þeim missir vinnuna á einu augabragði, svo undarlegt er þetta umhverfi. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmsar. Útgáfukostnaður er gríðarlega hár miðað við þær tekjur sem aflast með auglýsingum, áskriftum eða styrkjum eins og sumir fjölmiðlar treysta á. Mikill kostnaður er við dreifingu, prentun, hýsingu eða hvað annað er telst til við útgáfu. Hann er þegar á allt er litið of hár þrátt fyrir margvíslegar fórnir starfsfólks. Barist er um hverja krónu í auglýsingadeildum sem og á birtingahúsum landsins og hver dagur er barátta fyrir góðum rekstri miðlanna en samt sem áður lækkar verð á hverri seldri birtingu en kostnaður eykst á sama tíma.

Þrátt fyrir þetta hafa sem betur fer einhverjir enn áhuga á því að eiga fjölmiðla, annars væru störfin í þessari grein töluvert færri og fjölbreytnin mun minni. Ekki hafa allir eigendur miðla á Íslandi hagsmuna að gæta eða pólitískan ávinning af eign sinni, eins og til dæmis framkvæmdastjóri Stundarinnar hefur látið í veðri vaka.

Allt þetta vitnar um atvinnugrein í hættu, „brenglaðan bransa“, eins og framkvæmdastjóri Stundarinnar orðar það. Engin samstaða ríkir á milli miðla. Þeir skiptast í lið eins og yfirleitt þegar eitthvað bjátar á. Hér eiga þó allir hagsmuna að gæta því þegar og ef við missum fleiri fjölmiðla, jafnvel heila tegund innan þessarar starfsgreinar, missum við menningarverðmæti, stuðning við íslenskt mál og tækifæri til að mynda sér skoðun á grunni fjölbreytilegrar og lifandi umræðu.

- Auglýsing -

Höfundur er framkvæmdastjóri Birtíngs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -