Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Þraukað yfir Júróvision – Dáleiðing pöpulsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég þraukaði Júróvision í kvöld þökk sé góðum félagskap, góðum mat og alveg prýðindis tónlistaratriðum inn á milli. Söngvakeppni sem á að snúast um einingu, rými og smá fokking frið frá pólitískri afstöðu og flokkadrætti sem annars er hamrað á manni sí og æ af “góða fólkinu” í fjöl- og samfélagsmiðlum. Kannski átti hún ekkert að snúast um það, söngvakeppnin, kannski er ég bara að misskilja en þvílíkt Hunger games, þetta leikrit sem ég varð vitni að í kvöld.

Bretar og önnur lönd sem tóku þátt í innrásum á Írak og Afganistan líta á sig sem friðardúfur og samherja big ball Joe. Nýlenduherrrar sem eru búnir að slátra frumbyggjum hinna og þessara samfélaga í gegnum ár hundruðir. Ísraelar settir á stall sem eitthvað annað en enn eitt ríkið sem stendur í hryðjuverkum og slátrun hvern einasta dag síðan ég veit ekki hvenær.

Hvernig er hægt að réttlæta eitt stríð en ekki annað? Hvernig er hægt að réttlæta stríð gegn stríði? Ég fæ það svo sterkt á tilfinninguna að það sem ég sé ekkert annað en frontur og fölsk ásýnd. Pöpullinn er dáleiddur með breiðum brosum, ljósum og tónlist sem meir og meir er farin að líkjast einhverju sem hefði fyrir ekkert svo mörgum áratugum síðan verið skilgreint sem eitthvað satanísk.

Lýðurinn ræður engu í raun og veru. Okkur er sagt að við búum við lýðræði en málið er að þegar á öllu er á botninn hvolft þá er heimurinn sem við búum í ekki svo frjáls þó svo að mannsandinn klárlega sé það. Málið er að maðurinn er ekki komin lengra hvað samkennd varðar til að geta lifað raunverulegt lýðræði.

Ég er sannfærður um það að tíminn mun leiða það í ljós að þegar maðurinn loks verður tilbúin í lýðræði þá er þörfin fyrir lýðræði ekki lengur til staðar. Samkennd tekur við og hana þarf ekki að skreyta með fánum, konfetti og kosningum. En kvöldið var notalegt og ég kann að meta góða vini, fjölskyldu og nágranna, og Nóa Kropp.

Gunnar Dan Wiium

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -