Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ýtarefni varðandi biskupa – Aðsendur pistill

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ég er með embættispróf í kirkjusögu og hef stúderað sögu Skálholtsbiskupa mikið. Uppáhaldsbiskup minn þar er Séra Klængur Þorsteinsson, sem reyndar var biskup í kaþólskum sið.
Séra Klængur var (eins og við flestöll) mannlegur og stundum breyskur. Hann eignaðist tvö börn í lausaleik, með sitt hvorri konunni, en gekkst við þeim og studdi þau til mennta. Hann var vinsæll og á köflum gleðimaður á góðum degi, sótti mannamót og veislur víða, og gladdi fólk þar með frásagnalist sinni og góðri söngrödd. Þetta var þó aðeins önnur hliðin á manninum.
Heima fyrir var hann sparneytinn og vinnusamur og sem f.v munkur var honum eðlislægt að lifa hófstilltu lífi og blanda geði við fátæka. Hann gaf ölmusur og jafnvel sín eigin klæði, þeim sem klæðlaus voru. Einn mánuð á ári lifði hann sem meinlætamaður, gekk jafnvel berfættur um hlöð biskupsstólsins og messaði gjarnan án messuskrúða og tidurs, en öll sýndarmennska var honum mjög á móti skapi.
Klængur biskup hefði bæði svarað tölvupóstum og opnað dyr híbýla sinna fyrir fátækum, hefði hann lifað í dag.

Séra Skírnir Garðarsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -