Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sennilega best að skipta um borgarstjórn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð hefur borið á því undanförnu, sérstaklega þegar kemur mikill snjór, að borgarstjóri og sennilega ráðgjafar hans og aðstoðarmenn fara að huga að því að banna, takmarka notkun nagladekkja, eða leggja á þau sérstakt gjald. Átyllan er loftmengun og heilsufar.

Nagladekkin rífa upp malbikið sem er hliðarframleiðsla vinnslu á jarðefnaolíum svo sem bensíni, dísel og smurolíum ýmiskonar. Einnig útblástur bifreiða sem nota jarðefnaolíur. Borgarstjóri bendir á að loftmengun af þeim völdum sé sérstaklega skaðleg fólki með viðkvæm öndunarfæri. Þetta á sérstaklega við um þá daga sem er logn og froststillur.

Lítum til meðalvinds á Reykjavíkursvæðinu. Árið 2021 þá var meðalvindhraði um 5-6 metrar á sekúntu. Að því gefnu að Reykjavikurskaginn frá Elliðaám að Gróttu sé um 3 km breiður  þá gera þetta 3000 metra. Þá tekur það goluna eða vindinn 10 mínútur að fara þvert yfir skagann og skipta um andrúmsloft. Að því gefnu að mesta umferðin standi í 12 tima á sólarhring eða sem nemur 720 mínútum, þá  er búið að skipta um loftið í
Reykjavík á umræddu svæði 72 sinnum.

Um þéttingu byggðar

Ef horft er á byggingasögu Reykjavikur þá eru þo nokkur ár síðan borgarstjóri og hans fólk fóru að tala um þéttingu byggðar á Reykjavíkursvæðinu undir ýmsu yfirskyni svo sem til eflingar borgarmenningu, borgarstemmingu, þéttingu Listinn er langur.
Nú er svo komið í Reykjavík að óvíða er hægt að fá bílastæði. Gjaldtaka á bílastæðum
er nær allsstaðar,. Hin almennu mannréttindi að fá að leggja sínu farartæki endurgjaldslaust í eigin landi (Hér er átt við almannaeign) hafa verið afnumin, mestmegnis vegna þess að þétting byggðar í innsta kjarna Reykjavíkur er eiginlega orðin of mikil.

Borgarstjóri hefur sjálfur með þessu móti leitt til offjölgunar á nagladekkjum, og aukið bílaumferð um miðborgina. Ef farið er sögulega í bílafjölda á þéttbýliskjarna Reykjavíkur þá mun málið skýrast mjög vel. Í stuttu máli sagt þá hafa borgarstjóri og hans ráðgjafar skapað þetta ástand sjálf. Og nú á að búa til sökudólg og senda reikninginn á bifreiðareigendur.

- Auglýsing -

Önnur rök

Nagladekk foru fundin upp af finnska verkfræðingnum Ryhönen og Kometa -Hakkapelitta.
Ryhönen var byrjaður á uppfinningu sinni árið 1940 og fékk einkarétt t á uppfinningunni árið 1959. Dekkjaverksmiða Nokia í Finnlandi var fyrst til að framleiða dekk með snjógripi á markaðinn.

Nagladekkin voru fundin upp til að auðvelda ökumönnum að hafa stjórn á farartækjum sínum við akstur bifreiða og eins ti að aksturinn yrði öruggari við vetraraðstæður.
Nagladekkin voru og eru sköpuð til að auka öryggi á vegum og koma í veg fyrir slys á mönnum og minnka eignatjón. Við akstur á nagfadekkjum að vetrarlagi verður aksturinn öruggari. Ökumaður og aðrir vegfarendur geta reitt sig á að bifreið svari stjórnun þegar ekið er þar sem hætta er á ís og snjóalagi á vegum. Þetta eru mjög einföld rök fyrir notkun nagladekkja.
Á Íslandi hefst þetta tímabil um miðjan október og stendur fram í  miðjan april.
Spurningin er hvort mögulegt sé að efnið sem er notað er í lagningu vega á Reykjavíkursvæðinu sé ekki nógu gott. Ef sama mjúka malbiksdrullan, tjaran, er notuð við vegagerð í þéttbýli og strjálbýli þá gefur það auga leið að hert karbíðstál í nagladekkjunum rífur þetta upp rétt eins og venjulegir ónegldir hjólbrðar rífa tjöruna upp á sumrum.
Hugsanlegt er að ekki sé verið að nota rétta efnið.

Sterkt slitlag í Svíþjóð

Þegar ekið er yfir landamærin frá Noregi til Svíþjóðar um svæðið frá norðanverðri Osló og inn að Dölunum í Svíþjóð skiptir áferð bvegarins um lit frá gráu í rauðleitan veg, svíþjóðarmegin. Ástæðan fyrir þessu er sérstakt, mjög sterkt vegefni sem unnið er úr porphyry grjótnámu. í Älvdalen í Svíþjóð og notað í slitlag umræddra vega.
Grænland er nágranni okkar í vestri. Þar er að finna granít og kvarts. Þau steinefni eri afar  hentug í varanlegt slitlag vega þar sem álag er mikið, eins og til dæmis á Reykjavíkursvæðinu. Þetta efni er hægt að flytja með skipum til landsins og nota staðinn fyrir okkar mjúka blágrýti sem er hvorki sterkasta eða hentugasta efni sem hægt er að nálgast til varanlegrar vegagerðar.
Ef takmarka á notkun nagladekkja þá verður að vera til öflug tæki sem geta fjarlægt snjó af vegum og götum. Þá þarf að salta enn meira en nú með þeim afleiðingum að bifreiðar skemmast meira og tjónið lendir á eigendum þeirra. Eins og hlutirnir líta út í dag er tækjakostur ónógur hér til að mæta mikilli snjókomu. Og hver stjórnar því? Þessi skilyrði eru þó ekki alveg svarthvít því ísalög koma stundum á vegi hér þótt lítil snjókoma fylgi með.

- Auglýsing -

Vantar byggðastefnu

Í stuttu máli sagt: Til að leysa vandann er sennilega sá kostur í boði að skipta út meirihluta borgarstjórnar og fá í staðinn fólk sem hefur rökstuddan skilning á umhverfi sínu og skilur hvar við erum staðsett á plánetunni, veðurfarslega séð. Vandinn eykst nefnilega þegar byggð er þétt um of á einu svæði eins og borgarstjórn hefur látið það gerast á undanförnum árum á sama tíma og nóg er plássið annarstaðar á landinu. Hér vantar öflugri byggðastefnu.

Stefán Hrafn Magnússon

Höfundur er hreindýrabóndi á Grænlandi með veturbúsetu í Reykjavík á vetrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -