Sunnudagur 28. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Stattu við áramótaheitið og náðu þér í kúlurass – Svona verður þú fjallageit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir hafa þann sið að nota áramótin til að taka upp betri siði og ástunda heilbrigðari lífshætti. Áramótaheit um hreyfingu og útivist eru algeng. Vandinn er hinsvegar sá að gönguferð á nýársdag er bæði upphaf og endir þess áramótaheits.

En það er til leið til þess að standa við áramótaheitin. Ferðafélag Íslands heldur úti fjölbreyttum lýðheilusverkefnum sem taka mið af getu þáttakenda. Fyrir byrjendur er fjallaverkefnið Tifað á tinda frábær leið til að rjúfa vítahringinn. Verkefnið er ætlað öllum þeim sem kjósa að ganga rólega á fjöll og njóta fremur en þjóta. Þá er það kjörið fyrir fólk sem vill byrja að ganga eða endurræsa sig eftir hlé.

Tifað á tinda gengur út á að ganga um helgar frá janúar og fram í maí. Þess utan er gengið á Úlfarsfell alla miðvikudaga. Með þessu móti næst að byggja upp þrek og þol smám saman. Víst er að þeir sem taka verkefnið alvarlega og mæta reglulega í göngurnar uppskera að vori. Við útskrift fá allir viðurkenningu og eru þeir sem mæta 100 prósent verðlaunaðir. Stærstu verðlaunin er þó bæt heilsa, styrkari vöðvar og jafnvel kúlurass.

Fólk greiðir fyrir aðild að Tifað á tinda. Verkefnið er niðurgreitt af stéttarfélögum og jafnvel fyrirtækjum. Kosturinn við að greiða fyrir verkefni er gjarnan sá að fólk mætir frekar. Sá sem skrópar í göngu er að tapa peningum. Sá hvati er ómetanlegur og tryggir gjarnan hámarksárangur. Þetta er aðferðin við að verða fjallageit.

Tifað á tinda er sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu og Næsta skrefinu sem haldið var úti af Ferðafélagi Íslands allt frá árinu 2016. Hundruð þáttakenda hafa tekið þátt þar og uppskorið betri heilsu til sálar og líkama. Hugmyndafræðin að baki Tifað á tinda er sú sama. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Hér má finna upplýsingar um verkefnið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -