Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Að eta útsæðið

Í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að styðja vinnuveitendur með um 20 milljarða árlegu framlagi, næstu 4 árin, til greiðslu launa starfsmannanna var fjármálaráðherra þráspurður um hvernig ætti að fjármagna þennan aukna kostnað ríkissjóðs.

Hann svaraði með hefðbundinni ræðu forvera sinna þar sem meginstefið var að þessir peningar mundu að mestu falla af himni ofan þar sem ákveðið hefði verið að taka til í ríkisrekstrinum, fækka og/eða sameina stofnanir, fækka starfsmönnum hjá hinu opinbera og síðast en ekki síst fara betur með þá fjármuni sem í kassann koma. Að öllum öðrum fjármálaráðherrum ólöstuðum fannst mér Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flytja ræðuna mjög vel og eiginlega betur en fyrri flytjendur.

Það sem vakið hefur athygli mína í þessu máli er af hverju áhugasamir spyrja bara um þennan útgjaldalið ríkissjóðs. Af hverju er ekki spurt hvar á að taka 20 milljarðana sem munu fara í flóttamenn/hælisleitendur á þessu ári sem sækja hingað vegna þess að við bjóðum betri kjör en nágrannar okkar. Um það spyr enginn, ekki einu sinni, Kristrún Frostadóttir, verðandi forsætisráðherra sem hefur verið býsna hvöss varðandi nefndan stuðning við vinnuveitendur.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit á liðnum árum, eins og báknið burt o.fl., hefur hægt miðað að draga saman ríkisreksturinn, kostnaðurinn vex ár frá ári þrátt fyrir fögur fyrirheit og einu virðist gilda hvaða flokkar stjórna. Það er stundum talað um að sumum spena fyrirtækjum kassans sé illa stjórnað. Það finnst mér nokkuð ónákvæmt orðalag. Bæði skýrara og nákvæmara væri að segja það sem satt er eða þeim er ekkert stjórnað.

Fyrir nokkur árum var þeim Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór falið að setja fram tillögur til fækkunar á ríkisstarfsmönnum þar sem bæði hafa þau trúlega talið þá full marga og haft uppi skýrar meiningar þar um. Skemmst er frá að segja að árangur var enginn.

Helgi Laxdal

GDRN hélt hlustunarpartý fyrir nýju plötuna – MYNDIR

GDRN í miðjum samræðum í veislunni. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Söngkonan Guðrún Eyfjörð eða GDRN eins og hún kallar sig, gaf út plötuna Frá mér til þín á dögunum og hélt af því tilefni svokallað hlustunarpartý.

Hin glæsilega söngkona GDRN kann að halda partý en á dögunum hélt hún hlustunarpartý fyrir nýju plötuna hennar, Frá mér til þín en veislan var vel sótt. Guðrún birt nokkrar ljósmyndir frá partýinu á Instagram- síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. Aðdáendur hennar dásömuðu hana og nýju plötuna í athugasemdum við færsluna. Einn þeirra skrifaði eftirfarandi hrós: „litla helvítis partýið og plata maður“

Hér má sjá myndir úr veislunni:

Drottningin sjálf.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Gestir skemmtu sér konunglega í veislunni.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Partýið þótti takast afar vel.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Stemmningsmynd.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
GDRN
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

Steinunni þykir vænt um hvatninguna og birtir upplestur á bréfinu: „Svo sjáum við hvað setur!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa opinberað íhugun sína um framboð til forseta Íslands.

Leik- og sjónvarpskonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði færslu rétt í þessu þar sem hún birti upptöku af upplestri sínum á bréfinu sem hún skrifaði til þjóðarinnar í fyrradag, þar sem hún opinberaði að hún væri alvarlega að íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, fyrir þá sem „leiðist að lesa langan texta“. Segist hún hafa fengið mikla hvatningu í kjölfarið sem henni þykir „afskaplega vænt um“. Steinunn ætlar að nota föstudaginn langa til að minnast þeirra sem hún hefur misst og þakka fyrir allt sem hún á.

Hér má lesa færsluna:

„Ég sagði frá því fyrradag að ég væri alvarlega að íhuga að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Ég hef í kjölfarið fengið mikla hvatningu og það þykir mér afskaplega vænt um. Mörgum leiðist að lesa langan texta svo að ég las inn bréfið sem ég skrifaði til ykkar ef einhver vill hlusta eða deila til annarra. Föstudagurinn langi er runninn upp. Ég ætla að nota daginn og minnast þess sem ég hef misst og þakka fyrir allt það sem ég er svo óumræðanlega glöð fyrir að eiga og njóta, því það er svo ótal margt. ❤️Svo sjáum við hvað setur!“

Hér má svo hlusta á upplesturinn:

Gary Barlow er enn reiður vegna andláts dóttur hans: „Ég hef ekki fundið frið með það ennþá“

Gary Barlow

Gary Barlow er enn „reiður“ vegna andláts dóttur hans Poppy og viðurkennir að eiga enn erfitt með að finna „frið“, 12 árum síðar.

Hinn 53 ára söngvari og eiginkona hans Dawn eignuðust stitt fjórða barn þegar Poppy kom í heiminn í ágúst 2012 en því miður fæddist hún andvana. Aðeins örfáum dögum síðar átti Gary að koma fram með Take That í lokaathöfninni á Olympíuleikunum í London. Söngvarinn talaði nýverið um missinn en hann segist aldrei hafa í raun náð að vinna úr missi stúlkunnar sinnar og að hann finni enn fyrir biturleika vegna þess að þetta hafi komið fyrir fjölskyldu hans.

Gary segir: „Ég tala ekki um þetta í smáatriðum og ég geri það ekki vegna þess að ég er bókstaflega enn að átta mig svolítið á þessu. Tilfinningar konunnar minnar voru allt aðrar en mínar. Ég hef verið reiður í langan tíma, ég hef ekki fundið frið með það ennþá.“

Gary óttaðist að andlát Poppy gæti leitt til þess að hann og Dawn myndu skilja, þar sem mörg pör sem hafa upplifað slíkan missi geta ekki unnið úr því. En í rauninni urðu Back for Good lagahöfundurinn og fyrrverandi dansarinn Dawn, sem saman eiga þrjú önnu börn, Daniel, Emily og Daisy, nánari sem par.

Gary og Dawn

Í viðtali í The Imperfects hlaðvarpinu, þar sem fólk deilir baráttu sinni  og ófullkomleika á hugrakkann hátt, sagði Gary: „Tölfræðin vakti hjá okkur áhyggjur þegar þetta gerðist fyrir okkur. Eitthvað um 95 prósent para hætta saman þegar eitthvað slíkt kemur fyrir þau. Ég held að það sé vegna þess að karlar takast á við þetta öðruvísi en konur. Konan mín stendur sig miklu betur en ég, hún er miklu sterkari manneskja en ég. Hún hefur í raun verið ótrúleg í gegnum þetta.“

„Við erum eitt af heppnu pörunum því fyrir okkur hefur þetta fært okkur sífellt nær og við eigum líka fjögur önnur börn og það hefur hjálpað okkur. Það yngsta varð ekki fyrir áhrifum vegna andlátsins en þau eldri tala enn mikið um þetta. Þetta er mjög flókinn hlutur sem ekkert okkar ætti nokkurn tíma að þurfa að ganga í gegnum. Ég býst við að þetta hafi gert mig sterkari, ég held það. Ég held að svona hlutir verði að gera það, er það ekki? Það kom augnablik þar sem ég velti fyrir mér hvort við kæmust einhvern tíma aftur þangað sem við vorum áður en ég held við séum komin þangað.“

Gary viðurkennir að hafa fundið huggun í tónlist sinni og í hvert skipti sem hann komi fram með Take That hugsi hann um Poppy. Tónlistarmaðurinn, sem samdi lagið Let Me Go í minningu Poppy sagði í hlaðvarpinu: „Fyrir mig er besta leiðin venjulega sú að tala ekki um erfiðleikana, heldur skapa tónlist.“

„Ég er með fullt af tónlist sem heldur henni á lífi fyrir mig á kvöldin. Þegar ég sé áhorfendur syngja með, það er lífið fyrir mig, það er það sem hún kom með og það er hérna fyrir framan mig og gerist nokkrum sinnum í viku á sviðinu og þannig held ég henni nálægt mér. Konan mín hefur aðra tækni sem hún notar.“

Gary heiðraði Dawn, maka sinn til 24 ára og lýsti henni sem hinni mögnuðustu konu og stöðugum stuðningi í lífi hans. „Hún er mjög sérstök, virkilega sérstök. Hún er mamma sem hlustar ekki á neitt bull. Hún ól börnin okkar upp, ekki ég. Ég vinn vinnu sem tekur yfir allt, ég ferðast um allan heim, hún gaf vinnuna sína upp á bátinn til að ala börnin okkar upp. Lagði sína drauma á hilluna en ég fæ enn að lifa mína. Hún hefur staðið sig frábærlega, allir sem hitta börnin okkar tala alltaf um hvað þau eru frábær. Hún er yndisleg kona, hún er frekar hörð við mig, ég verð að vera heiðarlegur með það.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.

 

 

 

Háspenna vegna Katrínar

|
Guðni Th. Jóhannesson Mynd / Heimasíða Forseta Íslands

Stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar fögnuðu gríðarlega í vikunni þegar mælingar sýndu yfirburði þeirra til að verða húsráðendur á Bessastöðum. Baldur reyndist vera með rúmlega helmingi meira fylgi en Halla Tómasdóttir sem rétt eins og Ástþór Magnússon er ekki að bjóða sig fram í fyrsta sinn.

Umrædd könnun gæti þó orðið skammvinnur gleðigjafi því miklir óvissuþættir eru enn í baráttunni um Bessastaði. Þrír efnilegir kandídatar bíða á hliðarlínunni til alls líklegir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gjarnan svarað í véfréttastíl ef hún er spurð um framboð. Innan VG er enginn í sjónmáli til að taka við keflinu af henni og vandséð er þó hvernig hún getur hoppað frá borði af löskuðu fleyi ríkisstjórnarinnar án þess að stjórnarslit verði.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sagt meiri líkur en minni séu á framboði. Hann er sigurstranglegur.

Loks er komið hik á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, sem hefur opnað á Ólafsleiðina sem felur í sér að henda uppsagnarbréfinu og gefa kost á sér áfram sem forseti. Guðni nýtur fádæma vinsælda.

Háspenna er nú í baráttunni um Bessastaði og víst að hvert og eitt hinna þriggja líklegu gæti sigrað Baldur og Felix sem eru einna helst umdeildir fyrir það hve kjaftfor Felix hefur verið á samfélagsmiðlum og á köflum orðljótur …

Dró upp hníf og ógnaði dyraverði á skemmtistað í miðborginni

Lögreglan að störfum. Mynd: LG

Frekar rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar en opið var á flestum skemmtistöðum miðborgarinnar þrátt fyrir hátíðarnar.

Einstaklingur dró upp hníf á skemmtistað í nótt og ógnaði dyraverði. Lögreglan var kölluð til en búið var að afvopna hann þegar lögreglan mætti á vettvang. Var hann handtekinn.

Róleg var að öðru leyti samkvæmt dagbókinni en stutt er síðan skemmtistöðum var leyft að hafa opið eftir að föstudagurinn langi byrjaði en reglunum var breytt árið 2019. Vegna Covid-faraldursins reyndi hins vegar ekki á þær fyrr en um páskana 2022. Síðan þá hefur skemmtanahald verið óskert um páskana.

Skotið á Guðjón á rjúpnaveiðum: „Ég skalf og nötraði eftir þessa lífsreynslu“

Guðjón var að reyna veiða rjúpu - Mynd: Wikipedia

„Ég var að klöngrast upp í brekkuna og klifra þarna í haftinu þegar ég fann allt í einu þyt við höfuð mér. Ég sneri mér við og leit um öxl og sá þá mann í jeppa á veginum um 150 metra frá mér. Ég hugsaði með mér í skelfingu hvort það gæti verið að hann væri að skjóta á mig,“ sagði Guðjón Bjömsson rjúpnaskytta í viðtali við DV árið 1996 en atvikið átti sér stað í landi Hrauns í Fljótum, rúmum 20 kílómetrum frá Siglufirði. Guðjón var ásamt félaga sínum að veiða rjúpur þegar atvikið gerðist.

„Hann ók í burtu þegar hann sá að ég veitti honum eftirtekt. Síðan sneri hann við og þrusaði tveimur eða þremur haglaskotum. Þar með vissi ég að hann var að fæla okkur úr fjallinu. Ég var alveg skíthræddur og öskraði á hann hvort hann væri orðinn brjálaður. Síðan skaut ég með minni byssu upp í bergið og þá var eins og hann rankaði við sér og að því búnu fór hann í burtu,“ sagði Guðjón og tók fram að honum liði mjög illa eftir þetta atvik.

„Ég skalf og nötraði eftir þessa lífsreynslu og við fórum heim. Ég lagði mig og vaknaði með martröð, kófsveittur. Svo fór ég á lögreglustöðina og gaf skýrslu um atburðinn,“ sagði veiðimaðurinn.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn sem skaut í átt Guðjóns ekki landeigandi staðarins en hann sé sjálfur með leyfi til að veiða á svæðinu. 

„Spumingin er hvort hann skaut úr rifflii fyrst eða hvort mér misheyrðist. Það liggur fyrir að hann skaut haglaskotunum og ég hirti skothylkin af veginum. Ég vil ekkert segja um sekt hans en krafa mín er sú að málið verði rannsakað,“ hélt Guðjón áfram. „Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi haft leyfi til að veiða þarna. Það er heldur ekki málið og það sem ég vil er að rannsakað verði hvað manninum gekk til. Það er óþolandi að eiga yfir höfði sér slíka atburði. Ég hef enn ekki fengið botn í það hvað manninum gekk til,“ sagði Guðjón lokum.

Samkvæmt DV neitaði hinn meinti árásarmaður öllum ásökunum og lagði fram gagnkæru á hendur Guðjón en ekki kom fram hvers vegna.

KSÍ kynnir til leiks gráa landsliðstreyju: „Minnir á íslenska slabbið“

Knattspyrnusamband Íslands kynnti til leiks fyrr í dag nýjar landsliðstreyjur sem karla- og kvennalið Íslands í knattspyrnu munu leika í næstu leikjum. Að venju eru skiptar skoðanir á því þegar ný landsliðstreyja hefur komið út en undanfarin ár hafa í augum margra verið nokkuð döpur þegar kemur að hönnun. Athygli vekur að nýr varabúningur Íslands er grár og segir í tilkynningu KSÍ að það eigi að vísa í eldfjöll og ösku.

Hægt er að lesa tilkynningu KSÍ um treyjurnar hér fyrir neðan:

PUMA og KSÍ opinbera í dag nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu, sem eru hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga.

Keppnistreyjan sjálf (authentic version), sem leikmenn klæðast í leikjum með landsliðinu, er sköpuð með hinni nýju og framsæknu tækni PUMA – ULTRAWEAVE. Fislétt og sérunnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu landsliðstreyju í sögu PUMA.

Treyjan sem fer í almenna sölu (replica jersey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð áhersla á að vinna gegn sóun með því að endurnýta og endurvinna fataefni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endurunna efni er hægt að endurnýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri langtímalausn með því að endurvinna fataefni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því umhverfisvænasta landsliðstreyja í sögu KSÍ.

Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.

Fyrsti leikur landsliðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar A landslið kvenna tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025.

 

Image

Páll Óskar giftist ástinni sinni: „Þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu“

Páll Óskar og Edgar Antonio Lucena Angarita eru nú giftir - Mynd: Facebook

Tónlistamaðurinn Páll Óskar er búinn að gifta sig en hann greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Við turtildúfurnar giftum okkur heima í stofu kl. 10.00 í gærmorgun 27. mars. Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ skrifaði tónlistarmaðurinn. „Takk Brynhildur vinkona og athafnastjóri hjá Siðmennt fyrir að massa þetta með okkur. Við munum endurtaka þetta síðar með öllum sem við þekkjum í risabrúðkaupsveislu. Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri. Cada día es un Aventura! Ég elska þig. Þinn, Palli“

Páll hefur lengi verið einn af þekktustu og færustu tónlistarmönnum Íslands og hefur kennt sig við ástina og bjó hann til persónuna Dr. Love á sínum tíma við frábærar undirtektir landsmanna. Þá hefur hann gefið út fjölda laga sem tengjast ástinni og þekkja flestir lagið Allt fyrir ástina en þeir Edgar hafa þekkst síðan í janúar 2023.

Páll skellti sér fyrir stuttu í veitingahúsarekstur en hann opnaði staðinn Pizza 107 fyrir stuttu með Valgeiri Gunnlaugssyni.

May be an image of 2 people and suit

Guðni íhugar að bjóða sig aftur fram: „Varhugavert að útiloka allt“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid

Ekki eru allir sáttir með þá fjölmörgu frambjóðendur til forsetaembættis Íslands og hefur verið stofnað til meðmælasöfnunar á Ísland.is þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hvattur til að gefa aftur kost á sér en hann tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann hafði ekki hug á að sækjast eftir endurkjöri.

Samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði eru aðeins tveir frambjóðendur sem ná yfir 10 prósenta múrinn og eru það þau Baldur Þórhallsson og Halla Tómasdóttir og af þeim sem tóku afstöðu vildu 56 prósent Baldur sem forseta.

Guðni segist þó í dag vera sáttur með þá ákvörðun að hætta en útilokar þó ekki að bjóða sig fram aftur.

„Ég er fullkomlega sáttur við mína ákvörðun um að láta gott heita eftir átta ár í embætti en tek aðspurður fram að ef einhverjar ófyrirsjáanlegar aðstæður komi fram sé varhugavert að útiloka allt það sem gæti hugsanlega gerst,“ sagði Guðni við Vísi um málið.

Fyrirmyndarkennarinn og virðingin

Hagaskóli - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Haraldur Ólafsson sendi inn pistil:

Brynjar Birgisson ræðir um kennslu barna í Mannlífi 23. mars sl. Ástæða er til að þakka Brynjari fyrir að hrinda umræðu af þessu tagi af stað.  Það er nefnilega mikil þörf á að ræða meira um nám, kennslu og virðingu í víðara samhengi.

Kaupmaður, sem fær ábendingar um að mjölið sé maðkað, kannar ástandið á mjölinu og reynir að bæta úr ef tilefni er til, en lætur vangaveltur um hvort sér sé sýnd nægileg virðing eiga sig.  Þannig vangaveltur stunda menn bara í einokunarverslun.  Kaupmaðurinn setur heldur ekki upp snúð ef viðskiptavinurinn verslar ekki við hann í nokkra daga eða vikur, hann býður viðskiptavininn velkominn þegar hann kemur aftur.

Eins hlýtur fyrirmyndarkennarinn að skoða sannleiksgildi þess sem foreldrar segja ef þeir fullyrða að börnin læri lítið í skólanum.  Hann hlýtur svo að reyna að bæta úr, ef það reynist rétt. Fyrirmyndarkennarinn veit að vangaveltur um virðingarleysi foreldra skila litlu og að best virðing fæst fyrir vel unnin störf.  Kennari barns sem er á leið í ferðalag hlýtur að gefa góð ráð við kennslu í ferðalaginu og taka barninu svo fagnandi þegar það kemur aftur.  Það er virðingarvert.

Allir sem kennt hafa vita að einkakennsla getur skilað miklu.  Í fjölskylduferð til útlanda er samvera barna með foreldrum með allra mesta móti og þess vegna eru kjöraðstæður fyrir einkakennslu.  Það er vandalaust að benda á börn sem hafa lært öll þau kvæði sem þau kunna á sundlaugarbakka í útlöndum eða uppi í sveit, en ekki í skólanum.  Ég tel það reyndar sjálfstætt áhyggjuefni og vona að Brynjar sé því sammála. Ýmislegt, t.d. hlutfall treglæsra nemenda við lok grunnskóla bendir til þess að það viðhorf foreldra að það skaði lítið að taka börn úr skóla í allt að nokkrar vikur sé ekki úr lausu lofti gripið. Það væri virðingarvert að reyna að takast á við þetta vandamál.

Eitt af því sem mikilvægt er að kenna börnum er að fara vel með rök og tölur.  Það getur verið freistandi að varpa fram tölum sem við fyrstu sýn styðja einhvern málstað, en gera það ekki þegar betur er að gáð.  Börnin eiga að læra að gá betur og það er hlutverk okkar kennaranna að hjálpa þeim við að læra það.  Gott er að kennarinn sé fyrirmynd.  Brynjar leggur til að einhverjir af þeim 185 dögum á ári, sem ekki eru kennsludagar, séu nýttir til ferðalaga.  Við fyrstu sýn mætti halda að það mætti duga, en ef betur er að gáð er það ekki þannig.  Tveggja daga helgarfrí nýtist ekki til að fara til útlanda og um jólin er hefð fyrir því að rækta samband við stórfjölskyldu.  Dagarnir sem til ráðstöfunar eru fyrir ferðalög eru því mun færri en 185.  Þar við bætist að samræma þarf frí margra aðila, og það getur verið vandasamt.  Síðast en ekki síst er dýrt að ferðast á hefðbundnum sumarleyfistíma og það er rétt að hafa í huga að það eru ekki allar fjölskyldur loðnar um lófa.  Það getur með öðrum orðum verið vandasamt fyrir foreldra að skipuleggja utanlandsferðir fyrir fjölskylduna og til mikils ætlast að meint virðingarleysi vegna fjarveru barna vegi þungt við slíkt skipulag.

Höfundur er kennari

Björn segir stjórnmálaflokka rugla umræðuna: „Beinlínis verið að ljúga hræðsluáróðri upp á aðra“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata

Í þættinum Þetta helst á Rás 1 í fyrradag var fjallað um kosningasmölun en slíkt hefur verið gagnrýnt af mörgum í gegnum árin.

„Við heyrum af aðferðum sem hafa raunverulega skilað árangri í kosningum. Leiðum til að fiska atkvæði fólks og ná kjöri þó ekki sé úr miklu fjármagni að moða.

Tryggvi Freyr Elínarson segir frá tæknilegum brögðum sem skiluðu Miðflokknum glæstri niðurstöðu í alþingiskosningum 2017. Einar Karl Haraldsson segir frá gagnreyndum aðferðum í kosningastarfi og því sem átti þátt í sigri Ólafs Ragnars Grímssonar þegar hann fyrst var kjörinn forseti Íslands árið 1996,“ segir í lýsingu þáttarins en hann hefur vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi og skrifaði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar pistil um þáttinn á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Þetta helst, um atkvæðaveiðar fyrir kosningar. Það er dálítið svakalegt að hlusta á þetta,“ skrifar þingmaðurinn um málið. „Hvernig það er beinlínis verið að ljúga hræðsluáróðri upp á aðra flokka til þess að tryggja atkvæði. Bara af því að það virkar. Maður veltir fyrir sér hvað fólk er tilbúið til þess að gera fyrir tilganginn og hvers vegna fólki sem kemst að því að stjórnmálaflokkar sem beita svona brögðum finnst í lagi að styðja viðkomandi flokka.“

Stjórnmál eru ekki íþróttir

„Ég meina, þetta eru ekki íþróttafélög sem maður heldur bara með sama hvað,“ heldur Björn áfram. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem vísvitandi reyna að rugla umræðuna til þess að tryggja sér atkvæði. Mér þætti vænt um ef einhver gæti útskýrt fyrir mér af hverju þetta er í lagi? Hvað fær þig til þess að segja bara, vel gert að rugla svona í umræðunni. Hérna er atkvæðið mitt.“

Mengun skemmir páska Stöðfirðinga

Stöðvarfjörður - Mynd: Wikipedia

Neysluvatn á Stöðvarfirði er ennþá mengað og stenst ekki þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til þess en þetta staðfesti Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs, við Austurfrétt í gær.

Mælt er með því að Stöðfirðingar sjóði allt neysluvatni til öryggis en sökum páskafría verður ekki hægt að mæla sýni á vatni aftur fyrr en á þriðjudaginn næstkomandi og þá tekur það allt að tvo daga að fá niðurstöður úr þeim sýnum. Því lítur út fyrir að íbúar Stöðvarfjarðar þurfi að lifa við þetta ástand í að minnsta kosti eina viku til viðbótar en mengunin gerði fyrst var við sig í sýnum sem voru tekin á föstudaginn í síðustu viku. Hefur íbúum verð ráðlagt að sjóða allt neysluvatn síðan þá.

Tekið skal þó fram að ekki þarf að sjóða vatn sem er til annarra nota.

Ólafur Arnalds í kampavínshafi með Nokia

Ólafur Arnalds

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm ný íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á í páskafríinu.

Toivoton Keis – Kampavínshaf
Hugar – Ether
Juno Paul – My Nokia
Kiasmos, Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen – Flown
Óttar Sæmundsen – Skin





Logan Paul íhugaði sjálfsvíg í kjölfar skandals: „Ég var dimmum stað“

Logan Paul glímdi við sjálfsvígshugsanir

Athafnamaðurinn, íþróttamaðurinn og YouTube-stjarnan Logan Paul greinir frá því í nýrri heimildarmynd að hann hafi íhugað sjálfsvíg í kjörfar umfjöllunar um CryptoZoo verkefnið hans en telja margir að Logan Paul hafi féflett fólk með því.

„Ég var dimmum stað. Í fyrsta skipti á ævinni glímdi ég við sjálfsvígshugsanir. Ég var grátandi, hágrátandi. Ég var máttvana, sem er mjög óvenjulegt fyrir mig. Ég á að vera leiðtoginn,“ sagði glímukappinn.

Eftir að hafa verið kærður af fólki sem setti pening í verkefnið hét Logan Paul að hann myndi borga öllum, sem settu pening í verkefnið, til baka og er talið að sú upphæð séu rúmar tvær milljónir dala. 

Logan Paul segir þó að hann sé á betri stað í dag en hann hefur margt fyrir stafni en hann á PRIME, einn vinsælasta orkudrykkur í heimi, ásamt því að vera glímukappi fyrir WWE.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Lögreglan hafði hendur í hári barna

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nokkuð rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.

Múrsteini var kastað í glugga hótels og segir lögreglan að málið sé í rannsókn. Ekki var gefið upp hversu miklar skemmdir urðu á glugganum eða öðrum tengdum hlutum. Þá var aðili gripinn við að stela dósum úr dósagámi. Sá gat ekki gert grein fyrir sér og var fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Hægt var að leysa málið þar og reyndist ekki nauðsynlegt að rannsaka málið frekar. Annar aðili var svo handtekinn þar sem hann var ölvaður til vandræða í miðbænum og hafði neitað að yfirgefa svæðið. Ekki reyndist mögulegt að tala um fyrir manninum og hann því handtekinn að lokum.

Þá var einstaklingur handtekinn fyrir ýmis brot meðal annars akstur undir áhrifum áfengis, akstur án réttinda og fyrir ýmis vopnalagabrot. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás og var viðkomandi vistaður í fangaklefa.

Þá var lögreglan kölluð til vegna dyraats og skemmdarverka barna í kringum tvö í nótt. Lögregla ræddi við foreldra þeirra og verður tilkynning send til barnaverndar vegna málsins samkvæmt verklagi.

Upprisa Loga

|
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Logi Bergmann Eiðsson hefur átt erfitt uppdráttar síðan Vítalía Lazereva bar hann sökum um að hafa brotið gegn blygðunarsemi sinni á hótelherbergi á Borgarfirði. Hann missti vinnuna hjá Mogganum og Símanum og var á hrakhólum þar til Heiðrún Lind Marteinsdóttir réði hann til tímabundinna starfa hjá Samtökum í sjávarútvegi. Seinna dró Vítalía í land með ásakanir sínar á hendur Loga sem ekki hefur átt afturkvæmt til Moggans.

Þrátt fyrir raunir sínar þá hefur Logi ekki setið auðum höndum. Í gærkvöld sýndi Sjónvarpið heimildarmynd Loga um þjálfarann knáa, Ásgeir Elíasson, sem lést um aldur fram. Logi er einn af bestu spyrlum þessa lands og koma þeir hæfileikar vel í gegn í myndinni. Þá hefur Logi upplýst að hann hafi tekið viðtðl við þann aldna og stríðsglaða Kristján Ragnarsson, forvera Heiðrúnar Lindar, sem lengi var framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna. Óljóst er hvað gert verður við þau viðtöl en sjálfur er Logi væntanlega á leið til Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm, sem þar verður sendiherra í boði Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Logi er upprisinn eftir píslargöngu sína …

Kára hent út úr búð vegna hjólastóls: „Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt“

Reykjavík - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd / Envato Elements

Kára Kárasyni var vísað út úr búð á Grensásvegi í Reykjavík fyrir það eitt að vera í hjólastól árið 1996

„Hann rak okkur út úr búðinni með þeim orðum að hann kærði sig ekki um að við værum að „þvælast“ þarna með hjólastól. Við höfum aldrei fengið svona móttökur áður. Ég varð svo reið að ég skalf öll. Maður er ekki að leika sér neitt með hjólastól, það segir sig sjálft,“ sagði Ráðhildur Auðunsdóttir, eiginkona Kára, í samtali við DV um málið árið 1996 en búðin sem um ræddi hét Allt fyrir ekkert en hún seldi notuð húsgögn í umboðssölu.

„Það var fullt af fólki inni í versluninni en það sagði enginn neitt, það urðu allir svo hissa. Rétt áður höfðu þrír karlmenn haldið hurðinni fyrir okkur til að við kæmumst inn. Það fóru flestir út um leið og við,“ sagði Ráðhildur en Kári hafði nýlega brotið á sér báða fætur þegar hann datt niður af vinnupalli og fékk nýja sýn á raunir fólks sem notast alla daga við hjólastól.  „Aðstaðan er víða alveg hrikaleg fyrir þetta fólk, maður gerir sér ekki grein fyrir þvi fyrr en maður kynnist þvi af eigin raun,“ sagði Ráðhildur.

Trausti Guðjónsson, eigandi Allt fyrir ekkert, neitaði fyrir að hafa vísað hjónunum út. „Ég vísaði henni ekki út heldur benti henni á að það væri ekki hægt að keyra hjólastól eða kerru inni í búðinni því það var svo mikið af húsgögnum inni þegar þetta var og því mjög þröngt í versluninni. Fólk með kerrur rekur þær t.d. hérna utan í húsgögnin án þess að biðjast afsökunar og skemmir þar með eignir annarra. Þetta bitnar því allt á saklausu fólki,“ sagði búðareigandinn við DV.

„Við gerum ekki ráð fyrir kerrum eða hjólastólum í versluninni því húsnæðið er dýrt og við reynum að nýta það til fulls. Við höfum heldur ekki það mikinn mannskap að við getum farið að færa til vörur þó að inn komi einn hjólastóll. Þetta er orðið allt of viðkvæmt mál með fatlað fólk. Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt. Ég get t.d. ekki stundað loftfimleika en sætti mig við það.“

Saga Sigga Þórðar – Stýrimaðurinn sem sló heimsmet í sölu á Ginseng

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi stýrimaður, hætti tilneyddur á varðskipunum eftir að hafa neitað að fara í jólatúr. Til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar seldi hann kraftaverkaefnið Ginseng frá Kóreu sem hann hafði keypt erlendis. Salan á rauðu eðal ginseng, gekk glimrandi og hann sló heimsmet og hætti alveg á sjónum.

Sigurður tók þátt í Landhelgisstríðinu. Hann segir frá því þegar þeir á varðskipinu Alberti reyndu að klippa trollið frá breskum togara en varðskipið hafði ekki kraft til að ljúka verkinu. Áhöfnin lenti í háska þegar breskur dráttarbátur keyrði á skip þeirra. Messaguttinn fékk taugaáfall í borðsalnum.

Sjá þáttinn í heild sinni hér. 

Karl III átti í hjartnæmu trúnaðarsamtali við Katrínu: „Hann lítur á hana sem dóttur sína“

Karl og Katrín

Kamilla Bretlandsdrottning hefur opnað sig í fyrsta skipti um prinsessuna af Wales og krabbameinsgreiningu hennar og sagðist vita að Kate væri „yfir sig hrifin yfir öllum hlýhuginum og stuðningnum“.

Drottningin hitti almúgann

Kamilla, 76 ára, var í heimsókn í Shrewsbury í dag þar sem hún hitti tvær ungar systur sem höfðu búið til veggspjöld fyrir Katrínu prinsessu, skreytt hjörtum og stjörnum. Hin tíu ára gamla Harriet og Lois Waterston, sex ára, spurðu drottninguna hvort hún myndi koma veggspjöldunum áfram til prinsessunnar. Hún sagði ungmennunum að hún myndi gefa Katrínu gjafir þeirra og sagði: „Ég veit að Katrín er hrifin af öllum vingjarnlegum óskum og stuðningi. Eldri skólastúlkan baðst afsökunar og sagði: „Fyrirgefðu að þær eru dálítið krumpaðar“ en Kamilla kraup niður til að tala við þær og sagði: „Ég mun meðhöndla þau varlega og við munum ganga úr skugga um að hún viti að þau eru að koma.“.

Katrín þótti sýna hugrekki er hún tilkynnti á föstudag að hún væri í meðferð við krabbameini, í tilfinningaþrungnu myndbandi og er núna í krabbameinslyfjameðferð sem hófst í febrúar. Hún var lögð inn á sjúkrahús 16. janúar vegna „stórrar kviðarholsaðgerðar“ sem hefur verið staðfest að hafi tekist. Við aðgerðina var talið að ástand hennar væri ekki af völdum krabbameins þar sem engar rannsóknir höfðu staðfest að um krabbamein væri að ræða. Hins vegar staðfestu rannsóknir eftir aðgerð að krabbamein hefði verið til staðar.

Katrín, hin þriggja barna móðir, sat í myndbandinu úti á dökkbrúnum garðbekk, fyrir framan páskaliljur og lýsti raunum sínum sem „miklu áfalli“ og staðfesti að hún hefði, ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins, 41 árs, persónulega tilkynnt þremur börnum sínum, þeim Georg prins, 10 ára, Karlottu prinsessa, átta ára og Lúðvíki prins, fimm ára, um greiningu hennar – en að Katrín hafi sagt þeim: „Það verður allt í lagi með mig“. Síðan þá hafa stuðningsskilaboð alls staðar að úr heiminum streymt til prinsessunnar, sem sagði að hún væri „gífurlega snortin“ af vingjarnlegu skilaboðunum.

Í dag hylltu þúsundir velviljaðra borgara Kamillu þegar hún heimsótti bændamarkaði í miðbæ Shrewsbury. Þar spjallaði hún við sölumenn sem seldu allt frá mat, skartgripum og handverki. Heimsóknin til Shrewsbury var fyrsta almennings heimsókn Kamillu til frá því tilkynnt var um krabbamein Karls III og Katrínar. Síðustu dagar hafa verið annasamir fyrir Kamillu, sem hefur verið í forystu konungsfjölskyldunnar á mörgum viðburðum síðan bæði Katrín og eiginmaður hennar Karl III konungur, hættu að koma fram opinberlega vegna veikindanna.

Hin árlega páskamessa

Á morgun mun Kamilla vera fulltrúi konungsins í hinni árlegu Royal Maundy þjónustu og dreifa einstökum myntum til samfélagsins alls staðar að af landinu. Kamilla verður staðgengill Karls III þegar hin forna athöfn verður haldin í Worcester dómkirkjunni. Á sunnudaginn mun hún svo fara með eiginmanni sínum í kirkju á páskadag – mikilvægasta opinbera framkoma hans síðan hann greindist með krabbamein.

Karl III, 75 ára, mun ganga til liðs við drottninguna og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar í hinni árlegu páska-Mattinsþjónustu í St George kapellunni í Windsor-kastala um helgina. En þjónustan verður minni útgáfa af hinni árlegri samkomu, með færri meðlimum konungsfjölskyldunnar. Fyrr í vikunni sendi konungshöllin frá sér þau skilaboð að Karl II væri „svo stoltur“ af Katrínu fyrir hugrekki hennar með því að tjá sig og er sagður vera í „nánu sambandi við ástkæra tengdadóttur sína“.

Náið samband

Síðar kom í ljós að aðeins degi áður en tilfinningaþrungið myndband Katrínar var gefið út, átti hún í hjartnæmu trúnaðarsamtali við tengdaföður sinn. Talið er að hann hafi ferðast frá Lundúnum til Windsor til að hugga „ástkæra tengdadóttur sína“ á fimmtudaginn eftir að hún hafði tekið upp hin áhrifamiklu skilaboð sín til þjóðarinnar en þau voru sýnd á föstudagskvöldið. Sagt er að prinsessan hafi viljað ræða við konunginn til að fræðast um hans eigin baráttu og sjá hvernig hann hefði tekist á við hana.

Heimildarmaður sagði við The Sun: „Þau hefðu haft um mikið að ræða og deila sína á milli, því aðeins vikum áður hafði konungur hafið meðferð sína og tekist á við að tilkynna um greiningu sína. Konungurinn fór frá hádegisverði sínum meir í bragði. Þau eru mjög nánir og hann lítur á Katrínu sem dóttur sína. Það er enginn vafi á því að það er margt sem þau geta deilt og geta notið stuðnings hvors annars í þeirra eigin djúpu og persónulegu krabbameinsbaráttu.“

Katrín, Vilhjálmur prins og börn þeirra Georg, Karlotta og Lúðvík missa af guðsþjónustunni á sunnudaginn en fjölskyldan eyðir páskafríinu saman en þau eru enn að aðlagast sjúkdómsgreiningu Kate.

 

Að eta útsæðið

Í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að styðja vinnuveitendur með um 20 milljarða árlegu framlagi, næstu 4 árin, til greiðslu launa starfsmannanna var fjármálaráðherra þráspurður um hvernig ætti að fjármagna þennan aukna kostnað ríkissjóðs.

Hann svaraði með hefðbundinni ræðu forvera sinna þar sem meginstefið var að þessir peningar mundu að mestu falla af himni ofan þar sem ákveðið hefði verið að taka til í ríkisrekstrinum, fækka og/eða sameina stofnanir, fækka starfsmönnum hjá hinu opinbera og síðast en ekki síst fara betur með þá fjármuni sem í kassann koma. Að öllum öðrum fjármálaráðherrum ólöstuðum fannst mér Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flytja ræðuna mjög vel og eiginlega betur en fyrri flytjendur.

Það sem vakið hefur athygli mína í þessu máli er af hverju áhugasamir spyrja bara um þennan útgjaldalið ríkissjóðs. Af hverju er ekki spurt hvar á að taka 20 milljarðana sem munu fara í flóttamenn/hælisleitendur á þessu ári sem sækja hingað vegna þess að við bjóðum betri kjör en nágrannar okkar. Um það spyr enginn, ekki einu sinni, Kristrún Frostadóttir, verðandi forsætisráðherra sem hefur verið býsna hvöss varðandi nefndan stuðning við vinnuveitendur.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit á liðnum árum, eins og báknið burt o.fl., hefur hægt miðað að draga saman ríkisreksturinn, kostnaðurinn vex ár frá ári þrátt fyrir fögur fyrirheit og einu virðist gilda hvaða flokkar stjórna. Það er stundum talað um að sumum spena fyrirtækjum kassans sé illa stjórnað. Það finnst mér nokkuð ónákvæmt orðalag. Bæði skýrara og nákvæmara væri að segja það sem satt er eða þeim er ekkert stjórnað.

Fyrir nokkur árum var þeim Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór falið að setja fram tillögur til fækkunar á ríkisstarfsmönnum þar sem bæði hafa þau trúlega talið þá full marga og haft uppi skýrar meiningar þar um. Skemmst er frá að segja að árangur var enginn.

Helgi Laxdal

GDRN hélt hlustunarpartý fyrir nýju plötuna – MYNDIR

GDRN í miðjum samræðum í veislunni. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Söngkonan Guðrún Eyfjörð eða GDRN eins og hún kallar sig, gaf út plötuna Frá mér til þín á dögunum og hélt af því tilefni svokallað hlustunarpartý.

Hin glæsilega söngkona GDRN kann að halda partý en á dögunum hélt hún hlustunarpartý fyrir nýju plötuna hennar, Frá mér til þín en veislan var vel sótt. Guðrún birt nokkrar ljósmyndir frá partýinu á Instagram- síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. Aðdáendur hennar dásömuðu hana og nýju plötuna í athugasemdum við færsluna. Einn þeirra skrifaði eftirfarandi hrós: „litla helvítis partýið og plata maður“

Hér má sjá myndir úr veislunni:

Drottningin sjálf.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Gestir skemmtu sér konunglega í veislunni.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Partýið þótti takast afar vel.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
Stemmningsmynd.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot
GDRN
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

Steinunni þykir vænt um hvatninguna og birtir upplestur á bréfinu: „Svo sjáum við hvað setur!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa opinberað íhugun sína um framboð til forseta Íslands.

Leik- og sjónvarpskonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði færslu rétt í þessu þar sem hún birti upptöku af upplestri sínum á bréfinu sem hún skrifaði til þjóðarinnar í fyrradag, þar sem hún opinberaði að hún væri alvarlega að íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, fyrir þá sem „leiðist að lesa langan texta“. Segist hún hafa fengið mikla hvatningu í kjölfarið sem henni þykir „afskaplega vænt um“. Steinunn ætlar að nota föstudaginn langa til að minnast þeirra sem hún hefur misst og þakka fyrir allt sem hún á.

Hér má lesa færsluna:

„Ég sagði frá því fyrradag að ég væri alvarlega að íhuga að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Ég hef í kjölfarið fengið mikla hvatningu og það þykir mér afskaplega vænt um. Mörgum leiðist að lesa langan texta svo að ég las inn bréfið sem ég skrifaði til ykkar ef einhver vill hlusta eða deila til annarra. Föstudagurinn langi er runninn upp. Ég ætla að nota daginn og minnast þess sem ég hef misst og þakka fyrir allt það sem ég er svo óumræðanlega glöð fyrir að eiga og njóta, því það er svo ótal margt. ❤️Svo sjáum við hvað setur!“

Hér má svo hlusta á upplesturinn:

Gary Barlow er enn reiður vegna andláts dóttur hans: „Ég hef ekki fundið frið með það ennþá“

Gary Barlow

Gary Barlow er enn „reiður“ vegna andláts dóttur hans Poppy og viðurkennir að eiga enn erfitt með að finna „frið“, 12 árum síðar.

Hinn 53 ára söngvari og eiginkona hans Dawn eignuðust stitt fjórða barn þegar Poppy kom í heiminn í ágúst 2012 en því miður fæddist hún andvana. Aðeins örfáum dögum síðar átti Gary að koma fram með Take That í lokaathöfninni á Olympíuleikunum í London. Söngvarinn talaði nýverið um missinn en hann segist aldrei hafa í raun náð að vinna úr missi stúlkunnar sinnar og að hann finni enn fyrir biturleika vegna þess að þetta hafi komið fyrir fjölskyldu hans.

Gary segir: „Ég tala ekki um þetta í smáatriðum og ég geri það ekki vegna þess að ég er bókstaflega enn að átta mig svolítið á þessu. Tilfinningar konunnar minnar voru allt aðrar en mínar. Ég hef verið reiður í langan tíma, ég hef ekki fundið frið með það ennþá.“

Gary óttaðist að andlát Poppy gæti leitt til þess að hann og Dawn myndu skilja, þar sem mörg pör sem hafa upplifað slíkan missi geta ekki unnið úr því. En í rauninni urðu Back for Good lagahöfundurinn og fyrrverandi dansarinn Dawn, sem saman eiga þrjú önnu börn, Daniel, Emily og Daisy, nánari sem par.

Gary og Dawn

Í viðtali í The Imperfects hlaðvarpinu, þar sem fólk deilir baráttu sinni  og ófullkomleika á hugrakkann hátt, sagði Gary: „Tölfræðin vakti hjá okkur áhyggjur þegar þetta gerðist fyrir okkur. Eitthvað um 95 prósent para hætta saman þegar eitthvað slíkt kemur fyrir þau. Ég held að það sé vegna þess að karlar takast á við þetta öðruvísi en konur. Konan mín stendur sig miklu betur en ég, hún er miklu sterkari manneskja en ég. Hún hefur í raun verið ótrúleg í gegnum þetta.“

„Við erum eitt af heppnu pörunum því fyrir okkur hefur þetta fært okkur sífellt nær og við eigum líka fjögur önnur börn og það hefur hjálpað okkur. Það yngsta varð ekki fyrir áhrifum vegna andlátsins en þau eldri tala enn mikið um þetta. Þetta er mjög flókinn hlutur sem ekkert okkar ætti nokkurn tíma að þurfa að ganga í gegnum. Ég býst við að þetta hafi gert mig sterkari, ég held það. Ég held að svona hlutir verði að gera það, er það ekki? Það kom augnablik þar sem ég velti fyrir mér hvort við kæmust einhvern tíma aftur þangað sem við vorum áður en ég held við séum komin þangað.“

Gary viðurkennir að hafa fundið huggun í tónlist sinni og í hvert skipti sem hann komi fram með Take That hugsi hann um Poppy. Tónlistarmaðurinn, sem samdi lagið Let Me Go í minningu Poppy sagði í hlaðvarpinu: „Fyrir mig er besta leiðin venjulega sú að tala ekki um erfiðleikana, heldur skapa tónlist.“

„Ég er með fullt af tónlist sem heldur henni á lífi fyrir mig á kvöldin. Þegar ég sé áhorfendur syngja með, það er lífið fyrir mig, það er það sem hún kom með og það er hérna fyrir framan mig og gerist nokkrum sinnum í viku á sviðinu og þannig held ég henni nálægt mér. Konan mín hefur aðra tækni sem hún notar.“

Gary heiðraði Dawn, maka sinn til 24 ára og lýsti henni sem hinni mögnuðustu konu og stöðugum stuðningi í lífi hans. „Hún er mjög sérstök, virkilega sérstök. Hún er mamma sem hlustar ekki á neitt bull. Hún ól börnin okkar upp, ekki ég. Ég vinn vinnu sem tekur yfir allt, ég ferðast um allan heim, hún gaf vinnuna sína upp á bátinn til að ala börnin okkar upp. Lagði sína drauma á hilluna en ég fæ enn að lifa mína. Hún hefur staðið sig frábærlega, allir sem hitta börnin okkar tala alltaf um hvað þau eru frábær. Hún er yndisleg kona, hún er frekar hörð við mig, ég verð að vera heiðarlegur með það.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.

 

 

 

Háspenna vegna Katrínar

|
Guðni Th. Jóhannesson Mynd / Heimasíða Forseta Íslands

Stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar og Felix Bergssonar fögnuðu gríðarlega í vikunni þegar mælingar sýndu yfirburði þeirra til að verða húsráðendur á Bessastöðum. Baldur reyndist vera með rúmlega helmingi meira fylgi en Halla Tómasdóttir sem rétt eins og Ástþór Magnússon er ekki að bjóða sig fram í fyrsta sinn.

Umrædd könnun gæti þó orðið skammvinnur gleðigjafi því miklir óvissuþættir eru enn í baráttunni um Bessastaði. Þrír efnilegir kandídatar bíða á hliðarlínunni til alls líklegir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gjarnan svarað í véfréttastíl ef hún er spurð um framboð. Innan VG er enginn í sjónmáli til að taka við keflinu af henni og vandséð er þó hvernig hún getur hoppað frá borði af löskuðu fleyi ríkisstjórnarinnar án þess að stjórnarslit verði.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sagt meiri líkur en minni séu á framboði. Hann er sigurstranglegur.

Loks er komið hik á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, sem hefur opnað á Ólafsleiðina sem felur í sér að henda uppsagnarbréfinu og gefa kost á sér áfram sem forseti. Guðni nýtur fádæma vinsælda.

Háspenna er nú í baráttunni um Bessastaði og víst að hvert og eitt hinna þriggja líklegu gæti sigrað Baldur og Felix sem eru einna helst umdeildir fyrir það hve kjaftfor Felix hefur verið á samfélagsmiðlum og á köflum orðljótur …

Dró upp hníf og ógnaði dyraverði á skemmtistað í miðborginni

Lögreglan að störfum. Mynd: LG

Frekar rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar en opið var á flestum skemmtistöðum miðborgarinnar þrátt fyrir hátíðarnar.

Einstaklingur dró upp hníf á skemmtistað í nótt og ógnaði dyraverði. Lögreglan var kölluð til en búið var að afvopna hann þegar lögreglan mætti á vettvang. Var hann handtekinn.

Róleg var að öðru leyti samkvæmt dagbókinni en stutt er síðan skemmtistöðum var leyft að hafa opið eftir að föstudagurinn langi byrjaði en reglunum var breytt árið 2019. Vegna Covid-faraldursins reyndi hins vegar ekki á þær fyrr en um páskana 2022. Síðan þá hefur skemmtanahald verið óskert um páskana.

Skotið á Guðjón á rjúpnaveiðum: „Ég skalf og nötraði eftir þessa lífsreynslu“

Guðjón var að reyna veiða rjúpu - Mynd: Wikipedia

„Ég var að klöngrast upp í brekkuna og klifra þarna í haftinu þegar ég fann allt í einu þyt við höfuð mér. Ég sneri mér við og leit um öxl og sá þá mann í jeppa á veginum um 150 metra frá mér. Ég hugsaði með mér í skelfingu hvort það gæti verið að hann væri að skjóta á mig,“ sagði Guðjón Bjömsson rjúpnaskytta í viðtali við DV árið 1996 en atvikið átti sér stað í landi Hrauns í Fljótum, rúmum 20 kílómetrum frá Siglufirði. Guðjón var ásamt félaga sínum að veiða rjúpur þegar atvikið gerðist.

„Hann ók í burtu þegar hann sá að ég veitti honum eftirtekt. Síðan sneri hann við og þrusaði tveimur eða þremur haglaskotum. Þar með vissi ég að hann var að fæla okkur úr fjallinu. Ég var alveg skíthræddur og öskraði á hann hvort hann væri orðinn brjálaður. Síðan skaut ég með minni byssu upp í bergið og þá var eins og hann rankaði við sér og að því búnu fór hann í burtu,“ sagði Guðjón og tók fram að honum liði mjög illa eftir þetta atvik.

„Ég skalf og nötraði eftir þessa lífsreynslu og við fórum heim. Ég lagði mig og vaknaði með martröð, kófsveittur. Svo fór ég á lögreglustöðina og gaf skýrslu um atburðinn,“ sagði veiðimaðurinn.

Samkvæmt heimildum DV var maðurinn sem skaut í átt Guðjóns ekki landeigandi staðarins en hann sé sjálfur með leyfi til að veiða á svæðinu. 

„Spumingin er hvort hann skaut úr rifflii fyrst eða hvort mér misheyrðist. Það liggur fyrir að hann skaut haglaskotunum og ég hirti skothylkin af veginum. Ég vil ekkert segja um sekt hans en krafa mín er sú að málið verði rannsakað,“ hélt Guðjón áfram. „Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi haft leyfi til að veiða þarna. Það er heldur ekki málið og það sem ég vil er að rannsakað verði hvað manninum gekk til. Það er óþolandi að eiga yfir höfði sér slíka atburði. Ég hef enn ekki fengið botn í það hvað manninum gekk til,“ sagði Guðjón lokum.

Samkvæmt DV neitaði hinn meinti árásarmaður öllum ásökunum og lagði fram gagnkæru á hendur Guðjón en ekki kom fram hvers vegna.

KSÍ kynnir til leiks gráa landsliðstreyju: „Minnir á íslenska slabbið“

Knattspyrnusamband Íslands kynnti til leiks fyrr í dag nýjar landsliðstreyjur sem karla- og kvennalið Íslands í knattspyrnu munu leika í næstu leikjum. Að venju eru skiptar skoðanir á því þegar ný landsliðstreyja hefur komið út en undanfarin ár hafa í augum margra verið nokkuð döpur þegar kemur að hönnun. Athygli vekur að nýr varabúningur Íslands er grár og segir í tilkynningu KSÍ að það eigi að vísa í eldfjöll og ösku.

Hægt er að lesa tilkynningu KSÍ um treyjurnar hér fyrir neðan:

PUMA og KSÍ opinbera í dag nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu, sem eru hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga.

Keppnistreyjan sjálf (authentic version), sem leikmenn klæðast í leikjum með landsliðinu, er sköpuð með hinni nýju og framsæknu tækni PUMA – ULTRAWEAVE. Fislétt og sérunnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu landsliðstreyju í sögu PUMA.

Treyjan sem fer í almenna sölu (replica jersey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð áhersla á að vinna gegn sóun með því að endurnýta og endurvinna fataefni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endurunna efni er hægt að endurnýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri langtímalausn með því að endurvinna fataefni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því umhverfisvænasta landsliðstreyja í sögu KSÍ.

Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.

Fyrsti leikur landsliðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar A landslið kvenna tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025.

 

Image

Páll Óskar giftist ástinni sinni: „Þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu“

Páll Óskar og Edgar Antonio Lucena Angarita eru nú giftir - Mynd: Facebook

Tónlistamaðurinn Páll Óskar er búinn að gifta sig en hann greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Við turtildúfurnar giftum okkur heima í stofu kl. 10.00 í gærmorgun 27. mars. Besti dagur lífs okkar, fullur af ást og skilyrðislausum kærleika,“ skrifaði tónlistarmaðurinn. „Takk Brynhildur vinkona og athafnastjóri hjá Siðmennt fyrir að massa þetta með okkur. Við munum endurtaka þetta síðar með öllum sem við þekkjum í risabrúðkaupsveislu. Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og ákkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri. Cada día es un Aventura! Ég elska þig. Þinn, Palli“

Páll hefur lengi verið einn af þekktustu og færustu tónlistarmönnum Íslands og hefur kennt sig við ástina og bjó hann til persónuna Dr. Love á sínum tíma við frábærar undirtektir landsmanna. Þá hefur hann gefið út fjölda laga sem tengjast ástinni og þekkja flestir lagið Allt fyrir ástina en þeir Edgar hafa þekkst síðan í janúar 2023.

Páll skellti sér fyrir stuttu í veitingahúsarekstur en hann opnaði staðinn Pizza 107 fyrir stuttu með Valgeiri Gunnlaugssyni.

May be an image of 2 people and suit

Guðni íhugar að bjóða sig aftur fram: „Varhugavert að útiloka allt“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid

Ekki eru allir sáttir með þá fjölmörgu frambjóðendur til forsetaembættis Íslands og hefur verið stofnað til meðmælasöfnunar á Ísland.is þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er hvattur til að gefa aftur kost á sér en hann tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann hafði ekki hug á að sækjast eftir endurkjöri.

Samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði eru aðeins tveir frambjóðendur sem ná yfir 10 prósenta múrinn og eru það þau Baldur Þórhallsson og Halla Tómasdóttir og af þeim sem tóku afstöðu vildu 56 prósent Baldur sem forseta.

Guðni segist þó í dag vera sáttur með þá ákvörðun að hætta en útilokar þó ekki að bjóða sig fram aftur.

„Ég er fullkomlega sáttur við mína ákvörðun um að láta gott heita eftir átta ár í embætti en tek aðspurður fram að ef einhverjar ófyrirsjáanlegar aðstæður komi fram sé varhugavert að útiloka allt það sem gæti hugsanlega gerst,“ sagði Guðni við Vísi um málið.

Fyrirmyndarkennarinn og virðingin

Hagaskóli - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Haraldur Ólafsson sendi inn pistil:

Brynjar Birgisson ræðir um kennslu barna í Mannlífi 23. mars sl. Ástæða er til að þakka Brynjari fyrir að hrinda umræðu af þessu tagi af stað.  Það er nefnilega mikil þörf á að ræða meira um nám, kennslu og virðingu í víðara samhengi.

Kaupmaður, sem fær ábendingar um að mjölið sé maðkað, kannar ástandið á mjölinu og reynir að bæta úr ef tilefni er til, en lætur vangaveltur um hvort sér sé sýnd nægileg virðing eiga sig.  Þannig vangaveltur stunda menn bara í einokunarverslun.  Kaupmaðurinn setur heldur ekki upp snúð ef viðskiptavinurinn verslar ekki við hann í nokkra daga eða vikur, hann býður viðskiptavininn velkominn þegar hann kemur aftur.

Eins hlýtur fyrirmyndarkennarinn að skoða sannleiksgildi þess sem foreldrar segja ef þeir fullyrða að börnin læri lítið í skólanum.  Hann hlýtur svo að reyna að bæta úr, ef það reynist rétt. Fyrirmyndarkennarinn veit að vangaveltur um virðingarleysi foreldra skila litlu og að best virðing fæst fyrir vel unnin störf.  Kennari barns sem er á leið í ferðalag hlýtur að gefa góð ráð við kennslu í ferðalaginu og taka barninu svo fagnandi þegar það kemur aftur.  Það er virðingarvert.

Allir sem kennt hafa vita að einkakennsla getur skilað miklu.  Í fjölskylduferð til útlanda er samvera barna með foreldrum með allra mesta móti og þess vegna eru kjöraðstæður fyrir einkakennslu.  Það er vandalaust að benda á börn sem hafa lært öll þau kvæði sem þau kunna á sundlaugarbakka í útlöndum eða uppi í sveit, en ekki í skólanum.  Ég tel það reyndar sjálfstætt áhyggjuefni og vona að Brynjar sé því sammála. Ýmislegt, t.d. hlutfall treglæsra nemenda við lok grunnskóla bendir til þess að það viðhorf foreldra að það skaði lítið að taka börn úr skóla í allt að nokkrar vikur sé ekki úr lausu lofti gripið. Það væri virðingarvert að reyna að takast á við þetta vandamál.

Eitt af því sem mikilvægt er að kenna börnum er að fara vel með rök og tölur.  Það getur verið freistandi að varpa fram tölum sem við fyrstu sýn styðja einhvern málstað, en gera það ekki þegar betur er að gáð.  Börnin eiga að læra að gá betur og það er hlutverk okkar kennaranna að hjálpa þeim við að læra það.  Gott er að kennarinn sé fyrirmynd.  Brynjar leggur til að einhverjir af þeim 185 dögum á ári, sem ekki eru kennsludagar, séu nýttir til ferðalaga.  Við fyrstu sýn mætti halda að það mætti duga, en ef betur er að gáð er það ekki þannig.  Tveggja daga helgarfrí nýtist ekki til að fara til útlanda og um jólin er hefð fyrir því að rækta samband við stórfjölskyldu.  Dagarnir sem til ráðstöfunar eru fyrir ferðalög eru því mun færri en 185.  Þar við bætist að samræma þarf frí margra aðila, og það getur verið vandasamt.  Síðast en ekki síst er dýrt að ferðast á hefðbundnum sumarleyfistíma og það er rétt að hafa í huga að það eru ekki allar fjölskyldur loðnar um lófa.  Það getur með öðrum orðum verið vandasamt fyrir foreldra að skipuleggja utanlandsferðir fyrir fjölskylduna og til mikils ætlast að meint virðingarleysi vegna fjarveru barna vegi þungt við slíkt skipulag.

Höfundur er kennari

Björn segir stjórnmálaflokka rugla umræðuna: „Beinlínis verið að ljúga hræðsluáróðri upp á aðra“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata

Í þættinum Þetta helst á Rás 1 í fyrradag var fjallað um kosningasmölun en slíkt hefur verið gagnrýnt af mörgum í gegnum árin.

„Við heyrum af aðferðum sem hafa raunverulega skilað árangri í kosningum. Leiðum til að fiska atkvæði fólks og ná kjöri þó ekki sé úr miklu fjármagni að moða.

Tryggvi Freyr Elínarson segir frá tæknilegum brögðum sem skiluðu Miðflokknum glæstri niðurstöðu í alþingiskosningum 2017. Einar Karl Haraldsson segir frá gagnreyndum aðferðum í kosningastarfi og því sem átti þátt í sigri Ólafs Ragnars Grímssonar þegar hann fyrst var kjörinn forseti Íslands árið 1996,“ segir í lýsingu þáttarins en hann hefur vakið sterk viðbrögð í íslensku samfélagi og skrifaði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar pistil um þáttinn á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Þetta helst, um atkvæðaveiðar fyrir kosningar. Það er dálítið svakalegt að hlusta á þetta,“ skrifar þingmaðurinn um málið. „Hvernig það er beinlínis verið að ljúga hræðsluáróðri upp á aðra flokka til þess að tryggja atkvæði. Bara af því að það virkar. Maður veltir fyrir sér hvað fólk er tilbúið til þess að gera fyrir tilganginn og hvers vegna fólki sem kemst að því að stjórnmálaflokkar sem beita svona brögðum finnst í lagi að styðja viðkomandi flokka.“

Stjórnmál eru ekki íþróttir

„Ég meina, þetta eru ekki íþróttafélög sem maður heldur bara með sama hvað,“ heldur Björn áfram. „Þetta eru stjórnmálaflokkar sem vísvitandi reyna að rugla umræðuna til þess að tryggja sér atkvæði. Mér þætti vænt um ef einhver gæti útskýrt fyrir mér af hverju þetta er í lagi? Hvað fær þig til þess að segja bara, vel gert að rugla svona í umræðunni. Hérna er atkvæðið mitt.“

Mengun skemmir páska Stöðfirðinga

Stöðvarfjörður - Mynd: Wikipedia

Neysluvatn á Stöðvarfirði er ennþá mengað og stenst ekki þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til þess en þetta staðfesti Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs, við Austurfrétt í gær.

Mælt er með því að Stöðfirðingar sjóði allt neysluvatni til öryggis en sökum páskafría verður ekki hægt að mæla sýni á vatni aftur fyrr en á þriðjudaginn næstkomandi og þá tekur það allt að tvo daga að fá niðurstöður úr þeim sýnum. Því lítur út fyrir að íbúar Stöðvarfjarðar þurfi að lifa við þetta ástand í að minnsta kosti eina viku til viðbótar en mengunin gerði fyrst var við sig í sýnum sem voru tekin á föstudaginn í síðustu viku. Hefur íbúum verð ráðlagt að sjóða allt neysluvatn síðan þá.

Tekið skal þó fram að ekki þarf að sjóða vatn sem er til annarra nota.

Ólafur Arnalds í kampavínshafi með Nokia

Ólafur Arnalds

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm ný íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á í páskafríinu.

Toivoton Keis – Kampavínshaf
Hugar – Ether
Juno Paul – My Nokia
Kiasmos, Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen – Flown
Óttar Sæmundsen – Skin





Logan Paul íhugaði sjálfsvíg í kjölfar skandals: „Ég var dimmum stað“

Logan Paul glímdi við sjálfsvígshugsanir

Athafnamaðurinn, íþróttamaðurinn og YouTube-stjarnan Logan Paul greinir frá því í nýrri heimildarmynd að hann hafi íhugað sjálfsvíg í kjörfar umfjöllunar um CryptoZoo verkefnið hans en telja margir að Logan Paul hafi féflett fólk með því.

„Ég var dimmum stað. Í fyrsta skipti á ævinni glímdi ég við sjálfsvígshugsanir. Ég var grátandi, hágrátandi. Ég var máttvana, sem er mjög óvenjulegt fyrir mig. Ég á að vera leiðtoginn,“ sagði glímukappinn.

Eftir að hafa verið kærður af fólki sem setti pening í verkefnið hét Logan Paul að hann myndi borga öllum, sem settu pening í verkefnið, til baka og er talið að sú upphæð séu rúmar tvær milljónir dala. 

Logan Paul segir þó að hann sé á betri stað í dag en hann hefur margt fyrir stafni en hann á PRIME, einn vinsælasta orkudrykkur í heimi, ásamt því að vera glímukappi fyrir WWE.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Lögreglan hafði hendur í hári barna

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nokkuð rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.

Múrsteini var kastað í glugga hótels og segir lögreglan að málið sé í rannsókn. Ekki var gefið upp hversu miklar skemmdir urðu á glugganum eða öðrum tengdum hlutum. Þá var aðili gripinn við að stela dósum úr dósagámi. Sá gat ekki gert grein fyrir sér og var fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Hægt var að leysa málið þar og reyndist ekki nauðsynlegt að rannsaka málið frekar. Annar aðili var svo handtekinn þar sem hann var ölvaður til vandræða í miðbænum og hafði neitað að yfirgefa svæðið. Ekki reyndist mögulegt að tala um fyrir manninum og hann því handtekinn að lokum.

Þá var einstaklingur handtekinn fyrir ýmis brot meðal annars akstur undir áhrifum áfengis, akstur án réttinda og fyrir ýmis vopnalagabrot. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás og var viðkomandi vistaður í fangaklefa.

Þá var lögreglan kölluð til vegna dyraats og skemmdarverka barna í kringum tvö í nótt. Lögregla ræddi við foreldra þeirra og verður tilkynning send til barnaverndar vegna málsins samkvæmt verklagi.

Upprisa Loga

|
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Logi Bergmann Eiðsson hefur átt erfitt uppdráttar síðan Vítalía Lazereva bar hann sökum um að hafa brotið gegn blygðunarsemi sinni á hótelherbergi á Borgarfirði. Hann missti vinnuna hjá Mogganum og Símanum og var á hrakhólum þar til Heiðrún Lind Marteinsdóttir réði hann til tímabundinna starfa hjá Samtökum í sjávarútvegi. Seinna dró Vítalía í land með ásakanir sínar á hendur Loga sem ekki hefur átt afturkvæmt til Moggans.

Þrátt fyrir raunir sínar þá hefur Logi ekki setið auðum höndum. Í gærkvöld sýndi Sjónvarpið heimildarmynd Loga um þjálfarann knáa, Ásgeir Elíasson, sem lést um aldur fram. Logi er einn af bestu spyrlum þessa lands og koma þeir hæfileikar vel í gegn í myndinni. Þá hefur Logi upplýst að hann hafi tekið viðtðl við þann aldna og stríðsglaða Kristján Ragnarsson, forvera Heiðrúnar Lindar, sem lengi var framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna. Óljóst er hvað gert verður við þau viðtöl en sjálfur er Logi væntanlega á leið til Washington ásamt eiginkonu sinni, Svanhildi Hólm, sem þar verður sendiherra í boði Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Logi er upprisinn eftir píslargöngu sína …

Kára hent út úr búð vegna hjólastóls: „Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt“

Reykjavík - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd / Envato Elements

Kára Kárasyni var vísað út úr búð á Grensásvegi í Reykjavík fyrir það eitt að vera í hjólastól árið 1996

„Hann rak okkur út úr búðinni með þeim orðum að hann kærði sig ekki um að við værum að „þvælast“ þarna með hjólastól. Við höfum aldrei fengið svona móttökur áður. Ég varð svo reið að ég skalf öll. Maður er ekki að leika sér neitt með hjólastól, það segir sig sjálft,“ sagði Ráðhildur Auðunsdóttir, eiginkona Kára, í samtali við DV um málið árið 1996 en búðin sem um ræddi hét Allt fyrir ekkert en hún seldi notuð húsgögn í umboðssölu.

„Það var fullt af fólki inni í versluninni en það sagði enginn neitt, það urðu allir svo hissa. Rétt áður höfðu þrír karlmenn haldið hurðinni fyrir okkur til að við kæmumst inn. Það fóru flestir út um leið og við,“ sagði Ráðhildur en Kári hafði nýlega brotið á sér báða fætur þegar hann datt niður af vinnupalli og fékk nýja sýn á raunir fólks sem notast alla daga við hjólastól.  „Aðstaðan er víða alveg hrikaleg fyrir þetta fólk, maður gerir sér ekki grein fyrir þvi fyrr en maður kynnist þvi af eigin raun,“ sagði Ráðhildur.

Trausti Guðjónsson, eigandi Allt fyrir ekkert, neitaði fyrir að hafa vísað hjónunum út. „Ég vísaði henni ekki út heldur benti henni á að það væri ekki hægt að keyra hjólastól eða kerru inni í búðinni því það var svo mikið af húsgögnum inni þegar þetta var og því mjög þröngt í versluninni. Fólk með kerrur rekur þær t.d. hérna utan í húsgögnin án þess að biðjast afsökunar og skemmir þar með eignir annarra. Þetta bitnar því allt á saklausu fólki,“ sagði búðareigandinn við DV.

„Við gerum ekki ráð fyrir kerrum eða hjólastólum í versluninni því húsnæðið er dýrt og við reynum að nýta það til fulls. Við höfum heldur ekki það mikinn mannskap að við getum farið að færa til vörur þó að inn komi einn hjólastóll. Þetta er orðið allt of viðkvæmt mál með fatlað fólk. Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt. Ég get t.d. ekki stundað loftfimleika en sætti mig við það.“

Saga Sigga Þórðar – Stýrimaðurinn sem sló heimsmet í sölu á Ginseng

Sigurður Þórðarson, fyrrverandi stýrimaður, hætti tilneyddur á varðskipunum eftir að hafa neitað að fara í jólatúr. Til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar seldi hann kraftaverkaefnið Ginseng frá Kóreu sem hann hafði keypt erlendis. Salan á rauðu eðal ginseng, gekk glimrandi og hann sló heimsmet og hætti alveg á sjónum.

Sigurður tók þátt í Landhelgisstríðinu. Hann segir frá því þegar þeir á varðskipinu Alberti reyndu að klippa trollið frá breskum togara en varðskipið hafði ekki kraft til að ljúka verkinu. Áhöfnin lenti í háska þegar breskur dráttarbátur keyrði á skip þeirra. Messaguttinn fékk taugaáfall í borðsalnum.

Sjá þáttinn í heild sinni hér. 

Karl III átti í hjartnæmu trúnaðarsamtali við Katrínu: „Hann lítur á hana sem dóttur sína“

Karl og Katrín

Kamilla Bretlandsdrottning hefur opnað sig í fyrsta skipti um prinsessuna af Wales og krabbameinsgreiningu hennar og sagðist vita að Kate væri „yfir sig hrifin yfir öllum hlýhuginum og stuðningnum“.

Drottningin hitti almúgann

Kamilla, 76 ára, var í heimsókn í Shrewsbury í dag þar sem hún hitti tvær ungar systur sem höfðu búið til veggspjöld fyrir Katrínu prinsessu, skreytt hjörtum og stjörnum. Hin tíu ára gamla Harriet og Lois Waterston, sex ára, spurðu drottninguna hvort hún myndi koma veggspjöldunum áfram til prinsessunnar. Hún sagði ungmennunum að hún myndi gefa Katrínu gjafir þeirra og sagði: „Ég veit að Katrín er hrifin af öllum vingjarnlegum óskum og stuðningi. Eldri skólastúlkan baðst afsökunar og sagði: „Fyrirgefðu að þær eru dálítið krumpaðar“ en Kamilla kraup niður til að tala við þær og sagði: „Ég mun meðhöndla þau varlega og við munum ganga úr skugga um að hún viti að þau eru að koma.“.

Katrín þótti sýna hugrekki er hún tilkynnti á föstudag að hún væri í meðferð við krabbameini, í tilfinningaþrungnu myndbandi og er núna í krabbameinslyfjameðferð sem hófst í febrúar. Hún var lögð inn á sjúkrahús 16. janúar vegna „stórrar kviðarholsaðgerðar“ sem hefur verið staðfest að hafi tekist. Við aðgerðina var talið að ástand hennar væri ekki af völdum krabbameins þar sem engar rannsóknir höfðu staðfest að um krabbamein væri að ræða. Hins vegar staðfestu rannsóknir eftir aðgerð að krabbamein hefði verið til staðar.

Katrín, hin þriggja barna móðir, sat í myndbandinu úti á dökkbrúnum garðbekk, fyrir framan páskaliljur og lýsti raunum sínum sem „miklu áfalli“ og staðfesti að hún hefði, ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins, 41 árs, persónulega tilkynnt þremur börnum sínum, þeim Georg prins, 10 ára, Karlottu prinsessa, átta ára og Lúðvíki prins, fimm ára, um greiningu hennar – en að Katrín hafi sagt þeim: „Það verður allt í lagi með mig“. Síðan þá hafa stuðningsskilaboð alls staðar að úr heiminum streymt til prinsessunnar, sem sagði að hún væri „gífurlega snortin“ af vingjarnlegu skilaboðunum.

Í dag hylltu þúsundir velviljaðra borgara Kamillu þegar hún heimsótti bændamarkaði í miðbæ Shrewsbury. Þar spjallaði hún við sölumenn sem seldu allt frá mat, skartgripum og handverki. Heimsóknin til Shrewsbury var fyrsta almennings heimsókn Kamillu til frá því tilkynnt var um krabbamein Karls III og Katrínar. Síðustu dagar hafa verið annasamir fyrir Kamillu, sem hefur verið í forystu konungsfjölskyldunnar á mörgum viðburðum síðan bæði Katrín og eiginmaður hennar Karl III konungur, hættu að koma fram opinberlega vegna veikindanna.

Hin árlega páskamessa

Á morgun mun Kamilla vera fulltrúi konungsins í hinni árlegu Royal Maundy þjónustu og dreifa einstökum myntum til samfélagsins alls staðar að af landinu. Kamilla verður staðgengill Karls III þegar hin forna athöfn verður haldin í Worcester dómkirkjunni. Á sunnudaginn mun hún svo fara með eiginmanni sínum í kirkju á páskadag – mikilvægasta opinbera framkoma hans síðan hann greindist með krabbamein.

Karl III, 75 ára, mun ganga til liðs við drottninguna og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar í hinni árlegu páska-Mattinsþjónustu í St George kapellunni í Windsor-kastala um helgina. En þjónustan verður minni útgáfa af hinni árlegri samkomu, með færri meðlimum konungsfjölskyldunnar. Fyrr í vikunni sendi konungshöllin frá sér þau skilaboð að Karl II væri „svo stoltur“ af Katrínu fyrir hugrekki hennar með því að tjá sig og er sagður vera í „nánu sambandi við ástkæra tengdadóttur sína“.

Náið samband

Síðar kom í ljós að aðeins degi áður en tilfinningaþrungið myndband Katrínar var gefið út, átti hún í hjartnæmu trúnaðarsamtali við tengdaföður sinn. Talið er að hann hafi ferðast frá Lundúnum til Windsor til að hugga „ástkæra tengdadóttur sína“ á fimmtudaginn eftir að hún hafði tekið upp hin áhrifamiklu skilaboð sín til þjóðarinnar en þau voru sýnd á föstudagskvöldið. Sagt er að prinsessan hafi viljað ræða við konunginn til að fræðast um hans eigin baráttu og sjá hvernig hann hefði tekist á við hana.

Heimildarmaður sagði við The Sun: „Þau hefðu haft um mikið að ræða og deila sína á milli, því aðeins vikum áður hafði konungur hafið meðferð sína og tekist á við að tilkynna um greiningu sína. Konungurinn fór frá hádegisverði sínum meir í bragði. Þau eru mjög nánir og hann lítur á Katrínu sem dóttur sína. Það er enginn vafi á því að það er margt sem þau geta deilt og geta notið stuðnings hvors annars í þeirra eigin djúpu og persónulegu krabbameinsbaráttu.“

Katrín, Vilhjálmur prins og börn þeirra Georg, Karlotta og Lúðvík missa af guðsþjónustunni á sunnudaginn en fjölskyldan eyðir páskafríinu saman en þau eru enn að aðlagast sjúkdómsgreiningu Kate.

 

Raddir