Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Grindvíkingar ævareiðir vegna fasteignafélagsins Þórkötlu: „Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar“

Afgirtar sprungur í Grindavík.

Húseigendur á flótta frá húseignum sínum í Grindavík eru ævareiðir vegna sleifarlags og doða hjá fasteignafélaginu Þórkötlu sem ætlað er að kaupa upp húseignir Grindvíkingaa og gera þeim kleift að kaupa annnars staðar á landinu. Fjöldi Grindvíkinga eru í úlfakreppu vegna þess að þeir geta ekki staðið við kauptilboð sem þeir hafa gert í þeirri trú að Þórkatla muni standa við uppkaupin. Vandio þeirra eyskt svo enn meira vegna þeirrar þenslu sem er á íbúðamarkaði þar sem nokkur þúsund Grindvíkingar leita sér að íverustað.

Sverrir Árnason framhaldsskólakennari hefur fengið nóg af þessu ástandi og boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 17.

Sverrir Árnason kennari í Grindavík.

„Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út,“ skrifar Sverrir á Facebook.

Hann segir engar fréttir berast af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt.
„Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað,“ skrifar Sverrir.

Hann segir að enn fleiri munu lenda í sömu krísu ef ekki verði settur fullur kraftur í uppkaupin. 
„Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ skrifar Sverrir og skorar á Grindvíkinga og velunnara þeirra að mæta á Austurvöll í dag, hvort sem þeir eigi hagsmuna að gæta eða vilji einfaldega standa með Grindvíkingum.

Halla í fýlu

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum þetta árið ef marka má skoðanakannanir. Halla var á sínum tíma hársbreidd frá því að verða forseti Íslands þegar hún tapaði með litlum mun fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta Íslands. Halla kom flestum á óvart með því að fá hartnær 30 prósenta fylgi.

Það var væntanlega vegna þessa árangurs sem hún gerir nú aðra atlögu að embættinu en uppskeran mælist vera rýr og kannanir mæla hana ekki á meðal efstu fjögurra.

Halla mætti í viðtal í hlaðvarpið Chess After Dark í vikunni þar sem hún fór á sumpart á kostum og talaði eins og þjóðhöfðingi. Yfir hana færðist þó nokkur depurð þegar hún var spurð um tilfinningar sínar eftir tapið fyrir Guðna. Hún viðurkenndi að hafa farið í fýlu í þrjá daga við ósigurinn. Síðan tók við nokkur tala um ósanngirni fjölmiðla og marklítilla skoðanakannana. Frambjóðandinn var óhress vegna þessa og taldi nauðsynlegt að leita lausna. Berin eru auðvitað súr …

Guðbjörn lenti undir tveggja tonna gröfuskólfu: „Heyrði hvernig hryggjarliðirnir brustu“

Slysið gerðist í Njarðvík - Myndin tengist fréttinni ekki beint

„Ég varð ekki var við skófluna fyrr en hún keyrði mig í gólfið og lenti ofan á mér. Mér fannst allt brotna í bakinu á mér, heyrði hvernig hryggjarliðirnir brustu. Ég náði ekki andanum i einar tvær mínútur og hélt að þetta væri búið,“ sagði Guðbjörn S. Jóhannesson, verkstæðismaður hjá SEES, í samtali við DV árið 1996 en þá lenti hann undir tvegga tonna skurðargröfuskóflu.

Guðbjörn náði að losna sig án aðstoðar fyrir rest en hann þakkar fyrir að hafa verið í skóm með stáltá því að skóflan lá skónum og féll þess vegna ekki alveg til jarðar. Þegar DV ræddi við Guðbjörn gat hann ekki hreyft sig að neinu leyti. Voru þetta annað slys hans á stuttum tíma en ári fyrr keyrði jeppi á 90 kílómetra hraða á kyrrstæðan bíl sem Guðbjörn var í og hlaut hann bakmeiðsli og var nýbúinn að ná sér eftir það. 

„Þegar ég gat losað mig undan skóflunni reyndi ég fyrst að hreyfa fæturna. Létti mikið þegar ég gat það en síðan þyrmdi yfir mig. Ef ég er nú lamaður, nýkominn með fjölskyldu. Orðinn faðir og við höfðum keypt okkur hús og bíl fyrir skömmu. Læknarnir telja að ég eigi að ná mér nokkurn veginn og vonast til aö brotin grói eðlilega. En það tekur tíma og þeir segja að það sé að mestu undir mér sjálfum komið hvernig til tekst. Tveir hryggjarliðir brotnuðu og tvö rifbein. Þá gerðist ýmislegt annað sem á eftir að skoða betur,“ sagði Guðbjörn en talið var að endurhæfing hans gæti tekið allt að 6 vikum.

„Ég fékk sjokk þegar bróðir hans hringdi og sagði að Guðbjörn hefði slasast. Óttaðist að hann mundi deyja og fór að gráta. Svo fékk ég nánari fréttir og varð ánægð þegar kom í ljós að hann hafði ekki lamast,“ sagði Magnea Lynn Fisher, unnusta Guðbjörns, við DV um slysið.

Sigurður Ólafsson vélstjóri í vanda með vélarvana skip: Bjargaði aðalvélinni með Uhu-lími

Sigurður Ólafsson var aðeins 11 ára þegar hann fór á sjó heilt sumar með föður sínum, vélstjóranum. Þar með var teningunum kastað og hann fetaði í fótspor föður síns.

Hann var bæði á fraktskipum og varðskipum, meðal annars í þorskastríðinu þegar siglt var á skip hans og bakborðsvélin drap á sér.

„Það var alltaf verið að keyra á okkur,“ segir Sigurður.

Verstu aðstæður sem vélstjóri upplifir er þegar aðalvélin drepur á sér. Þetta gerðist hjá Sigurði suður af Hvarfi og þá voru góð ráð dýr. Lausnina fann hann með því að nota Uhu-lím til að koma hlutunum í lag. Hann segir sögu sína eftir 50 ára sjómennsku að baki.

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Fjölskylda Rachel Morin biðlar til almennings í myndbandi: „Hún var fimm barna móðir“

Blessuð sé minning Rachel Morin

Fjölskylda Rachel Morin, sem fannst myrt við Ma & Pa gönguleiðina í Baltimore í ágúst síðastliðinn, hefur birt myndskeið á YouTube þar sem fólk er hvatt til að gefa upplýsingar sem gætu orðið til þess að morðinginn verði handsamaður.

Í hinu 30 sekúndna myndskeiði biðlar Patty Morin, móðir Rachel til almennings um hjálp. „Hún var fimm barna móðir. Hún er systir. Einhver greip bara í hana, og tók hana,“ sagði Patty.

Þá birtust teikningar sem gerðar hafa verið af grunuðum morðingja en lífssýni úr honum fannst eftir annan glæp í Los Angeles borg en hann hafði þá ráðist á unga stúlku á heimili hennar. Voru teikningarnar gerðar eftir lýsingu stúlkunnar og fjölskyldu hennar sem sá manninn.

Teikningar af morðingjanum.

Tæpar fimm milljónir króna erur í verðlaun fyrir þá sem geta gefið upplýsingar sem leiða til handtöku og sakfellingar.

Segja framgöngu Vöku vera „misbeitingu á valdi og vanvirðingu“

Deilur eru á milli Vöku og Röskvu í stúdentapólitíkinni. Röskvuliðar stóðu upp og gengu af kjörfundi SHÍ í gær; eftir að Vaka tilkynnti að þau myndu taka forsæti í öllum fastanefndum félagsins; en nú fer Vaka með meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn í heil sjö ár.

Eða eins og segir í yfirlýsingu frá Röskvu vegna málsins:

„Röskva telur þessi vinnubrögð bæði ólýðræðisleg og ósanngjörn enda brjóta þau ekki einungis gegn lýðræðisvenju innan SHÍ heldur einnig verklagsreglum ráðsins sem samþykktar voru einróma af fulltrúum beggja hreyfinga á stúdentaráðsfundi í desember 2023.“

Segir einnig að „Röskva telur þessa framgöngu Vöku vera misbeitingu á valdi og vanvirðingu gagnvart störfum Stúdentaráðs. Hún gengur þvert gegn hagsmunum stúdenta og þeim sanngjörnu og lýðræðislegu vinnubrögðum sem Röskva hefur haft að leiðarljósi í forystu Stúdentaráðs.“

„Okkur þykir leitt að hefja starfsárið á svona ágreining en þykir verra ef þessi vinnubrögð endurspegla vinnu meirihlutans á komandi starfsári SHÍ. Við í Röskvu vonum að Vaka finni sóma sinn í að halda áfram því góða samstarfi milli fylkinga sem hefur verið við lýði á tímum Röskvu í meirihluta undanfarin ár og víki frá.“

 

 

 

 

 

 

 

Yfirvöld í Ísrael beita hræðsluáróðri gegn Íran: „Á leiðinni í borg nærri þér“

Þrátt fyrir að þeirra nánustu bandamenn hvetji til stillingar í kjölfar fordæmalausrar árásar Írans á Ísrael, snúa ísraelskir embættismenn sér að samfélagsmiðlum til að afla sér stuðnings – og til að valda ótta.

Opinber X-reikningur (fyrrverandi Twitter) ísraelskra stjórnvalda birti myndskeið frá árás helgarinnar og svo ljósmynd af Lundúnum í Bretlandi með skilaðboðunum „á leiðinni í borg nærri þér“.

„Stöðvið Íran núna, áður en það er of seint!“ sagði einnig í færslunni, sem birtist sama dag og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, hitti ísraelska embættismenn í viðleitni sinni til að forðast víðtækari stigmögnun.

Stjórnvöld í Íran létu yfirvöld í Ísrael vita af yfirvofandi flygildaárásum með góðum fyrirvara og sögðu þær svör við árás Ísraelshers á íranska herstöð í Sýrlandi þann 1. apríl síðastliðinn þar sem sjö manns létust, þar af tveir hershöfðingjar. Enginn lést í árásum Írans á Ísrael.

Fagnar „viðsnúningi“ Sjálfstæðismanna á viðhorfi til Mannréttindadómsstólsins

„Nú höfum við í um sólarhring heyrt þingmenn sjálfstæðisflokksins lýsa því að taka þurfi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í kosningamálinu alvarlega, hefur dómsmálaráðherra nefnt breytingu á stjórnarskránni og aðrir þingmenn talað um nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöfinni.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.

Í færslunni er Helga Vala auðvitað að tala um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson höfðuðu á hendur íslenska ríkisins vegna endurtalningarinnar í Norðvestur kjördæmi í alþingiskosningunum 2021. Unnu þeir málið og er ríkinu gert að greiða þeim báðum tæpar tvær milljónir króna.

Segist Helga Vala fagna „viðsnúningi“ Sjálfstæðismanna: „Ég fagna þessum viðsnúningi á viðhorfi þess hóps til þessa merka dómstóls sem Mannréttindadómstóll Evrópu er, enda minnug þess hvernig þessi sami hópur hefur nú frá fyrsta dómi undirréttar dómstólsins í Landsréttarmálinu talað niður vægi dómstólsins og gildi þeirra dóma sem þaðan koma. Hafa þeirra talsmenn talað um „deild í útlöndum“ um „pólitískt at dómstólsins“ og talaði sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í Landsréttarmálinu, sem reyndar var áður dómari við mannréttindadómstólinn, um lögfræðilega loftfimleika við úrlausn þess máls ef ég man rétt.“

Í lokaorðum sínum mærir hún dómstólinn í Strassborg og þakkar þeim Magnúsi og Guðmundi. „Ég verð að segja að ég er mjög þakklát fyrir að við skulum hafa þennan dómstól handan sundanna sem getur gætt réttinda borgara í þessu landi. Mál er varðar almennar kosningar eru þess eðlis að það er ekki hægt að bera þau beint undir íslenska dómstóla og því þurfti að leita til Strassborgar. Það var mjög mikilvægt og ég því líka þakklát þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Gudmundi Gunnarssyni fyrir að hafa tekið þann slag.“

Gunna Dís verður þulur Eurovision í ár: „Er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum“

Gunna Dís. Ljósmynd: Facebook

Guðrún Dís Emilsdóttir verður þulur í Eurovision í maí.

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri sjónvarps hjá RÚV tilkynnti í dag að hin ástsæla útvarps- og sjónvarpskona, Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast kölluð, verði þulur í næstu Eurovision keppni. Gísli Marteinn Baldursson, sem gengt hefur hlutverkinu um nokkurt skeið, gaf ekki kost á sér í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni.

Haft er eftir tilkynningunni að Gunna Dís sé spennt að takast á við verkefnið. „Ég hef fylgst með Eurovision frá unga aldri og heillast af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem keppnin sýnir frá. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum. Það hafa verið skiptar skoðanir um keppnina í ár og allar eiga þessar skoðanir fyllilega rétt á sér. Ég er á leið til Malmö fyrir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyrir augu ber á stóra sviðinu í maí,“ segir Gunna Dís.

Í tilkynningunni kemur aukreitis fram að Rúnar Freyr telji reynslu hennar nýtast vel fyrir Eurovision. „Hún hefur sýnt það og sannað að hún er afar klár og reynslumikil fjölmiðlakona. Hún er fagleg og nýtur mikils trausts og virðingar,“ segir Rúnar Freyr í tilkynningunni.

Pamela Anderson verður í nýju Naked Gun myndinni – Liam Neeson leikur son Frank Drebin

Pamela og Liam

Pamela Anderson hefur verið ráðin í hlutverk ástkonu Liam Neeson í framhaldsmynd Paramoint Pictures, Naked Gun.

Kvikmyndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, mun fjalla um son lögreglumannsins Franks Drebin, sem leikinn var ógleymanlega af Leslie Nielson í sjónvarpsþáttum og þremur kvikmyndum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Lonely Island stjarnan Akiva Schaffer mun leikstýra grínmyndinni en handritshöfundar eru þeir Dan Gregor, Doug Mand og Schaffer en tríóið unnu áður saman við gerð Emmy-verðlaunamyndarinnar Chip ´n Dale: Rescue Rangers frá Disney.

Upprunalegu kvikmyndirnar um hinn seinheppna Frank Drebin, var skrifuð og leikstýrt af bræðrunum Jerry og David Zucker og Jim Abrahams en kvikmyndirnar byggðu á sjónvarpsþáttum þeirra sem bar heitið Police Squad! en aðeins voru gerðir sex þættir. Í þáttunum og seinna kvikmyndunum var óspart grín gert að lögregluþáttum en myndirnar slógu rækilega í gegn.

Söguþráðurinn í nýju kvikmyndinni hefur ekki verið gerður opinber en vitað er að Liam Neeson leiki son Frank Drebin. Já og að Pamela Anderson leikur ástkonu hans. Í gömlu myndunum lék Priscilla Presley ástkonu Drebin.

Seth McFarlane, höfundur Family Guy teiknimyndanna og The Orville þáttanna, og Erica Huggins framleiða kvikmyndina en gert er ráð fyrir því að hún verði frumsýnd 18. júlí 2025.

Hér fyrir neðan má sjá bestu línur Nielsens úr Naked Gun myndunum.

Lilja Dögg tekur við Almannarómi: „Þetta er meiri háttar hagsmuna- og jafnréttismál“

Lilja Dögg Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Almannaróms

Lilja Dögg Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Almannaróms en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en hún tekur við af Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur sem hefur verið í þeirri stöðu síðan árið 2018.

Lilja Dögg hefur að baki víðtæka reynslu úr heimi tækni og stefnumótunar. Sem sérfræðingur í forsætisráðuneytinu leiddi hún stefnumótun á sviði gervigreindar og fór meðal annars fyrir ritun stefnu Íslands um gervigreind. Þá tók hún nýverið þátt í mótun máltækniáætlunar 2.0 sem fulltrúi í stýrihópi menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum á hinu alþjóðlega sviði. Hún bjó í Bandaríkjunum í tæpan áratug og gegndi á þeim tíma meðal annars stjórnendastöðum hjá sprotahraðlinum Redstar Ventures og hugbúnaðarfyrirtækinu Burning Glass Technologies. Á Íslandi starfaði hún nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá íslensk-japanska fyrirtækinu Takanawa og situr einnig í stjórn Brynju, leigufélags ÖBÍ,“ segir um Lilju í tilkynningunni en Lilja lauk MBA prófi frá Harvard árið 2015 eftir að hafa klárað hagfræðinám í Háskóla Íslands. Lilja er ólst upp í Árbæjarhverfi í Reykjavík.

Almannarómur er miðstöð máltækni á Íslandi. Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Miðstöðin er óháð sjálfseignastofnun.

Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni og hins vegar á samstarf við fyrirtæki og stofnanir sem koma máltæknilausnum í notkun hjá almenningi. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) vinnur nú að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni.

„Máltækni er framlína tækniþróunar á heimsvísu í dag sem birtist til dæmis í því hvernig við getum orðið talað við tæknina og hún við okkur. Markmið Almannaróms er að tryggja að íslenskan verði ekki skilin eftir í þeirri gríðarhröðu framþróun sem nú á sér stað á þessu sviði. Þetta er meiri háttar hagsmuna- og jafnréttismál fyrir alla Íslendinga og því mikill heiður að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni,“ sagði Lilja Dögg í tilefni nýja starfsins.

Atli Þór hættir hjá Íslandsdeild Transparancy: „Mun greina frá nýju starfi í lok mánaðarins“

Atli Þór Fanndal, fráfarandi framkvæmdarstjór Íslandsdeildar T.I. Mynd / Art Bicnick Grapevine

Atli Þór Fanndal hættir sem framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparancy.

Í gær tilkynnti Atli Þór Fanndal að hann muni hætta störfum sem framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparancy, sem hann hefur gegnt síðan 2021. Ástæðan er sú að hann fék atvinnutilboð sem hann gat ekki neitað. Mun hann hætta hjá Transparancy 30. apríl og mun á svipuðum tíma tilkynna hvaða starf hann taki við í kjölfarið.

Tilkynninguna má lesa hér:

„Jæja, smá tilkynning hér. Það hefur enginn komið að máli við mig og ég hef ekki í hyggju að bjóða fram til forseta. Hins vegar fékk ég atvinnutilboð fyrir rúmri viku sem ég tel rétt að þiggja. Starfið er þess eðlis að farsælast er að ég segi mig frá störfum hjá Íslandsdeild Transparency. Það er mikill heiður að starfa fyrir samtök eins og Transparency. Þrátt fyrir að ég fari í annað starf með skömmum fyrirvara höfum ég, stjórn og Berlín sett saman áætlun um hvernig verkaskiptingu verður háttað við starfslok þar nýr framkvæmdastjóri kemur til starfa. Aðalfundur deildarinnar er áætlaður í maí og því er rétt að ný stjórn komi að ráðningu framkvæmdastjóra. Síðasti dagurinn minn verður 30 apríl. Ég mun svo með nýjum vinnuveitanda greina frá nýju starfi í lok mánaðarins. Takk fyrir mig!“

Sirkusfíll slapp í smábæ í Bandaríkjunum – MYNDBAND

Ekki liggur fyrir hvað fílinn heitir - Mynd: Skjáskot

Íbúar í Butte í Montana í Bandaríkjunum sáu heldur betur óvænta sjón á götum bæjarins í gær en þá hafði fíll sloppið frá sirkus sem var að ferðast í gegnum bæinn.

Ekki liggur fyrir hvernig fílinn slapp en hann hikaði ekki við að teygja aðeins úr löppunum en smávegis umferðartafir urðu vegna fílsins. Fílinn hélt mest til á bílastæði hjá bensínstöð og spilavíti. Þrátt fyrir að fílinn hafi ekki verið laus lengi náði hann að skilja eftir risastór kúk eftir í bakgarði við hús í bænum.

Eflaust munu íbúar Butte og fílinn aldrei gleyma gærdeginum.

„Stuðningsmenn KR“ hunsa kvennalið félagsins í nýrri auglýsingu: „Stöndum með okkar strákum“

Heimavöllur KR hefur stundum verið vel sóttur - Mynd: Facebook

Nokkrir stuðningsmenn KR tók sig til og birtu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag til stuðnings KR. Í auglýsingunni eru stuðningsmenn minntir á frábæran árangur KR og að félagið sé eina knattspyrnuveldi landsins. Vekur þó athygli auglýsingin greinir aðeins frá afrekum karlaliðs félagsins og stuðningsmenn hvattir að mæta að styðja karlaliðið en kvennalið KR er eitt af sigursælustu félögum landsins. Kvennaliðið hefur orðið Íslandsmeistari sex sinnum en aðeins Valur og Breiðablik hafa unnið Íslandsmeistaratitil oftar.

Leikmenn kvennaliðs KR hafa sjálfar talað um ekki sé komið fram við þær á sama máta og leikmenn karlaliðsins en árið 2022 gat liðið ekkert æft vegna þess að karlaliðið var í æfingaferð erlendis og allir með lyklavöld hjá KR fóru erlendis með karlaliðinu.

„Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, þáverandi fyrirliði KR, við RÚV um málið. „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera.“

Samkvæmt heimasíðu Morgunblaðsins kostar ódýrasta heilsíðuauglýsingin í blaðinu tæpar 480 þúsund krónur.

Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Courtney Love rífur Swift, Del Ray og Beyoncé í sig: „Taylor er ekki spennandi listamaður“

Rokksöngkonan Courtney Love gerir allt vitlaust í nýju viðtali þar sem hún drullar yfir helstu söngkonur samtímans.

Courtney Love, söngkona Hole og ekkja Kurt Cobain, er þekkt fyrir að spara ekki stóru orðin í viðtölum en í því nýjasta, sem The Evening Standard tók við hana í tilefni þess að hún er að gefa út sex þátta heimildarseríu um feril sinn í tónlist og þær konur sem mótað hafa hana sem söngkonu.

Í viðtalinu er hún meðal annars spurð álits um nokkrar af þekktustu söngkonur samtímans. Um Taylor Swift segir hún: „Taylor skiptir ekki máli. Hún er kannski öruggt skjól fyrir stelpur og sennilega Madonna samtímans, en hún er ekki spennandi listamaður.“

Love er ekki heldur hrifin af Lönu Del Ray: „Mér hefur ekki líkað við Lönu síðan hún gerði ábreiðu af lagi með John Denver, og mér finnst að hún eigi að taka sér sjö ára pásu.“

Þá réðist hún einnig á drottninguna sjálfa, Beyoncé: „Mér líkar hugmynd Beyoncé að gera kántrýplötu af því að hún er um svartar konur sem fara út í geim, þar sem áður var aðeins hvítum konum hleypt … mér bara líkar ekki tónlist hennar.“

Jakob Frímann minnist systur sinnar: „Bogga var skemmtilegust allra í fjölskyldunni“

Jakob Frímann Magnússon minnist systur sinnar í fallegri Facebook-færslu en hún hefði átt afmæli í gær.

Stuðmaðurinn og þingmaður Flokks fólksins, Jakob Frímann Magnússon skrifaði fallega færslu á Facebook í gær þar sem hann minnist systur sinnar, Borghildar, sem lést árið 2010. Hún hefði átt afmæli í gær, 16. apríl. Færsla Jakobs er orðskrúðug eins og hans er von og vísa en hana má lesa hér fyrir neðan:

„Í dag fögnum við minningunni um yndislega móður, konu, meyju – og systur: Minningunni um hana Borghildi okkar góðu sem fæddist á þessum Drottins degi í New York þar sem foreldrar okkar bjuggu á gullöld djassins. Bogga var skemmtilegust allra í fjölskyldunni; Hörku píanisti, húmanisti og húmoristi af Guðs náð. Ljómar í minningunni. Nú umvafin englum í efra!

Ásdís Rán hefur verið í viðskiptum frá 17 ára aldri: „Fólk er hætt að nenna að tala illa um mig”

Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Mynd úr einkasafni

Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist vera komin með mjög sterka skel eftir öll árin í sviðsljósinu. Ásdís, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hlakka til að sýna á sér nýjar hliðar í forsetakapphlaupinu:

„Ég hef alltaf staðið með sjálfri mér og haft sjálfstraust og hugrekki, þannig að þegar ég fékk þessa hugmynd þurfti ég ekki að velta því neitt lengi fyrir mér að láta bara verða af því að bjóða mig fram til forseta. Mér finnst bara jákvætt að sem flestir bjóði sig fram, þannig að fólk hafi úr mörgum að velja og hver og einn geti valið sinn frambjóðanda. Þannig virkar lýðræðið. Þetta er kannski svolítill sirkus akkúrat núna, en svo munu þeir hæfustu lifa af og ætli þetta verði ekki 8-10 manns sem ná undirskriftunum af þessum 60-70 og þá verður komin betri mynd á þetta. Ég trúi því að ég verði í þeim hópi sem fer í gegnum meðmælaþröskuldinn og þá veit ég að ég fæ tækifæri til að sýna á mér hliðar sem fólk þekkir kannski ekki. Ég hef haft hag af því að fá alls konar athygli í gegnum tíðina og það þýðir að margir hafa verið með alls konar skoðanir á mér, en í raun og veru þekkir fólk mig ekki og ég veit að ég get sýnt á mér alveg nýja hlið sem mun koma fólki á óvart. Ég held að fólk þekki mig ekki neitt þó að það hafi séð fyrirsagnir í gegnum tíðina. Ég er alin upp í sveit og hef þurft að hafa fyrir lífinu og vera mjög sjálfstæð í öllu sem ég hef gert,“ segir Ásdís, sem segist hafa farið sínar eigin leiðir alveg síðan hún var unglingur og verið í eigin rekstri í áraraðir:

„Ég hef alltaf verið með mikið sjálfstraust og þorað að fara mínar eigin leiðir og ganga á eftir því sem ég vil. Ég hef verið viðloðandi viðskipti frá því að ég var 17-18 ára gömul. Þá byrjaði ég að sjá um alls konar viðburði og síðan stofnaði ég fyrirsætuskrifstofu út frá því. Ég sé það núna að það var líklega meira hugrekki og kraftur í mér en flestum jafnöldrum mínum á þessum tíma. Sumum fannst skrýtið að sjá stelpu á þessum aldri með viðskiptahugmyndir, en almennt fann ég að fólk virti mig fyrir hugrekkið og mér var yfirleitt alltaf tekið vel.“

„Ég vil koma til dyranna eins og ég er klædd og ég hef alltaf verið þannig. Ég er ekki með filter og segi hlutina eins og þeir eru. Ef einhver þarf að tala illa um mig þá verður bara að hafa það, ég ætla ekki að fara að ritskoða mig. Ég er komin með mjög sterka skel eftir öll þessi ár í sviðsljósinu. Þú þarft að hafa sterkar taugar til að geta verið á milli tannanna á fólki í öll þessi ár og ég veit að ég hef það. Ég veit hver ég er og þeir sem þekkja mig vita hver ég er og það er það sem skiptir mestu máli. En reyndar hef ég ekkert fengið neikvætt nýlega. Fólk er líklega hætt að nenna að vera með leiðindi í minn garð.“

Ásdís hefur um árabil verið stærstan hluta ársins í Búlgaríu og  það er augljóst að hún kann mjög vel við sig þar. Ásdís fór upphaflega til Búlgaríu með fyrrverandi manni sínum, knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni. Hugmyndin var að lifa rólegu og þægilegu lífi, þar sem hann fengi athyglina, en hún sæi um heimilið. En mjög fljótt kom í ljós að framvindan ætti eftir að verða önnur:

„Það gerðist eiginlega á einni nóttu, að fjölmiðlar fengu mikinn áhuga á mér. Þegar myndirnar af mér fóru að veltast um í gulu pressunni varð ekki aftur snúið. Ég fékk strax mikla athygli og gat því fljótt búið til minn eigin feril. Ég fékk fljótt vel borgað fyrir þau verkefni sem ég tók að mér og þetta var eiginlega bara draumur í dós,“ segir Ásdís, sem enn dvelur mikið í Búlgaríu, enda fann hún nýverið ástina í örmum Þórðar Daníels Þórðarssonar, sem rekur fyrirtæki í Búlgaríu:

„Ég sagði síðast þegar ég var í viðtali hjá þér að íslenskir karlmenn væru hræddir við mig, en hann var ekki hræddur. Hann býr í Búlgaríu, þannig að það hentar mjög vel að hann haldi mér þar með annan fótinn. Mér finnst Búlgaría frábært land og ég elska Búlgaríu. Mér hefur alltaf liðið vel þarna og og hef alltaf upplifað almenna velvild frá fólki.“

Eitt af því áhugaverðara og erfiðara sem Ásdís upplifði í Búlgaríu var þegar ein besta vinkona hennar, Ruja Ignatova, hvarf sporlaust árið 2017, eftir að hafa tengst fjársvikamáli sem vakti heimsathygli. Ruja var, þegar hún hvarf, orðin milljarðamæringur í gegnum rafmyntina OneCoin. Ásdís og Ruja voru í miklu sambandi allt þar til daginn sem sú síðarnefnda hvarf sporlaust og ekki hefur spurst til hennar síðan.

„Við urðum fljótt mjög góðar vinkonur og hún fjárfesti í fyrsta fyrirtækinu mínu í Búlgaríu. Undir það síðasta var hún orðin milljarðamæringur og líf hennar hafði breyst samkvæmt því. Ég var með henni síðustu tvo mánuðina áður en hún hvarf og þá vildi hún ekki umgangast nema örfáa. Þó að ég hafi auðvitað ekki haft hugmynd um hvað var í vændum, fann ég undir það síðasta að hún var orðin mjög vör um sig og óttaðist að fólk væri á eftir henni, en ég hélt að það væri bara af því að hún var orðin svo rosalega rík og í Austur- Evrópu eru miklu fleiri hættur fyrir ríkt fólk. En svo hvarf hún bara og ég hef ekkert heyrt frá henni síðan, né nokkur annar í kringum hana. Það bendir auðvitað allt til að hún sé bara dáin.“

Þegar Ásdís lítur yfir farinn veg er henni efst í huga þakklæti yfir því hve margt hún hefur fengið að upplifa og hún segist ekki sjá eftir neinu.

„Mér finnst mikilvægast þegar maður horfir til baka, að geta sagt að maður hafi fengið tækifæri til að lifa lífinu til fulls og upplifa drauma sína. Það get ég sagt um sjálfa mig. Ég er búin að gera flest sem mig hefur langað að gera í gegnum tíðina. Ef líf mitt myndi enda á morgun myndi ég deyja sátt.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Ásdísi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Myrti Uber-bílstjóra vegna misskilnings – MYNDBAND

Brock myrti Uber-bílstjóra vegna misskilnings - Mynd: Skjáskot

81. árs gamall maður í Ohio í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að drepa Uber-bílstjóra sem hann hélt að væri kúga sig fyrir hönd annars manns.

Hinn handtekni heitir William Brock en hann er sakaður um að hafa drepið Loletha Hall fyrir utan heimili Brock í mars. Brock hefur játað að hafa skotið Hall en sagði við lögregluna að hann hélt að um sjálfsvörn væri að ræða. Hann hélt að Hall væri komin til að sækja lausnargjald frá Brock en vikurnar á undan hafði hann fengið símtöl þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti að borga þúsundir dala vegna ættingja í fangelsi. Brock sagði við lögreglu að hann málið hefði ruglað sig mikið.

Að sögn lögreglu var Uber-bílstjórinn sendur til Brock til að sækja peningana án þess að vera í slagtogi með þrjótunum sem voru að kúga Brock. Einu fyrirmæli Hall voru að fara til hans að sækja pening.

Þegar Hall mætti heim til Brock skaut hann Hall og dó hún í kjölfarið. Brock hefur verið ákærður fyrir morð.

Georg Heiðar vill að Ísland fylgi Skandinavíu: „Mannréttindabrot að neita sjúklingum um kannabis“

Georg Heiðar Ómarsson Mynd: YouTube-skjáskot

„Yfirvöld verða að opna dyrnar og hleypa kannabisolíu inn í heilbrigðiskerfið, þá er árangurinn mælanlegur og hægt að fylgjast með afleiðingunum,“ segir Georg Heiðar Ómarsson, sem starfað hefur í lyfjageiranum í rúman áratug og fylgst grannt með því sem er að gerjast í heilbrigðiskerfum nágrannaríkja Íslands. „Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta því það er gert á forsendum fordóma.“ Hann hvetur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að taka þessi mál alvarlega og stíga skrefið.

Georg Heiðar starfaði við vöruþróun og markaðsstarf í íslensku lyfjafyrirtæki í rúman áratug. Hann kom nýverið fyrir velferðarnefnd Alþingis þar sem hann var spurður af þingmönnum út í lyfjahamp og hvernig þessum málum er fyrir komið á hinum Norðurlöndunum. Í nýjum þætti Hampkastsins, umræðuþætti Hampfélagsins, fer Georg yfir þekkingu sína á málaflokknum. „Ég hef verið í samskiptum við fyrirtæki í Skandinavíu sem eru brautryðjendur í að koma kannabisolíu inn í læknakerfi Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs,“ segir Georg en þar hafa heimilislæknar heimild til að ávísa kannabisolíu til þeirra sjúklinga sem þeir telja hana þurfa. „Danirnir myndu vilja koma hingað og aðstoða íslenska lækna, þjálfa þá og koma þessu af stað. Ávinningurinn strax væri fyrst og fremst í stuttu máli að komast inn í þessa verkjaávísun í stað ópíóíða.“

Georg Heiðar Ómarsson
Ljósmynd: Aðsend

Á Íslandi gengur yfir ópíóíða-faraldur og deyja árlega um fimmtíu manns af völdum slíkra lyfja. Ekki eingöngu eru lyfin gríðarlega ávanabindandi heldur fara þau einnig afskaplega illa með líkama sjúklinga sem þau taka. „Þrátt fyrir það höfum við engan áhuga á að líta á aðra möguleika en við höfum mikinn áhuga á ópíóíðum og ávísum þeim frekar auðveldlega. Áhuginn er ekki á þessu og ég á erfitt með að skilja það en held að þetta séu fordómar. Fólk blandar saman lækningamætti kannabis við aðra neyslu og sjá fyrir sér Bob Marley að reykja. Við viljum fá þessa ópíóíða aðeins til hliðar. Við viljum fá kannabisolíuna inn í lækningakerfið sem þýðir að læknir ávísar olíunni, sjúklingurinn fær hana, hann kemur aftur til læknisins og þeir ræða saman um það hvernig hún virkaði og þeir vinna sig áfram þaðan.“

Lyfjafyrirtækin bíða spennt

Í Danmörku hefur mikil framþróun orðið á stuttum tíma og margar sérhæfðar kannabisolíur í farvatninu. Meðal annars ríkir spenna um olíu sem aðstoðar sjúklinga með svefn en kannabisolíur hafa gefið afar góða raun í tilraunum. „Við Íslendingar erum heimsmeistarar í mörgum flokkum þegar kemur að lyfjanotkun og eitt metið er í svefnlyfjum. Það eru tvö svefnlyf sem ríkja á markaðnum, þeim er ávísað frjálslega og þau eru mjög ávanabindandi. Þau eru einnig mjög stíflandi og ekki holl fyrir líkamann. Kannabisolían er lausn á þessu.“ Jafnframt hefur kannabisolía gefið góða raun þegar kemur að flogaveiki, gigt og taugasjúkdómum.

Georg segir að lyfjafyrirtækin séu spennt að bjóða upp á þennan möguleika hér á landi en hann sé því miður ekki í boði vegna þess að stjórnvöld halda dyrunum lokuðum. Lyfjafyrirtæki sjá um þennan hluta markaðarins í Danmörku og eru afurðir frá þeim samþykktar af dönsku lyfjastofnuninni. „Það eru ákveðnir staðlar sem þarf að uppfylla. Þegar þú færð 20 prósent olíu þá er hún 20 prósent, ekki 15 prósent einn daginn og 75 prósent þann næsta eins og gerist þegar þetta flæðir um frá hvaða framleiðanda sem er.“ 

Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að rækta lyfjahamp hér á landi og þróa íslenskar tegundir af kannabisolíu í lækningaskyni. „Ef þetta verður tímabundið verkefni, ég legg til að þetta yrði verkefni til tveggja ára, þá er þetta mælanlegt og í lok tímabilsins hægt að staldra við og skoða árangurinn. En það þarf að opna dyrnar. Treystum við ekki íslenskum læknum fyrir því að ávísa þessum lyfjum, eins og öðrum, til þeirra sem þeir telja að þetta geti hjálpað?“ spyr Georg og beinir orðum sínum til heilbrigðisráðherra. „Það eina sem þarf er að Willum Þór taki þetta alvarlega, opni fyrir kannabisolíu í læknakerfinu og stígi skrefið. Þetta er eitt pennastrik hjá ráðherra og ekki mál af þeirri stærðargráðu sem þarf að fara í gegnum Alþingi. Ef við horfum á Danina þá eru þeir brautryðjendur í þessum málum og við þurfum bara að elta þá. Það er bara þannig.“

Á að á heimasíðu hampfelagid.is er að finna ógrynni af upplýsingum hvað varðar hamp og kannabis ásamt að hægt er að skrá sig í félagið gegn vægu félagsgjaldi.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan ásamst að Hampkastið finnu þú á öllum helstu streymisveitum. Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Georg Heiðar, tækni maður var Mickael Omar Lakhlifi og Andri Karel Ásgeirsson sá um fréttaskrif.

Offita og ótímabær dauði ógna þjóðinni – Íslendingar slá met og eru feitastir allra Evrópubúa

Ekki gott ástand,

Íslendingar hafa stöðugt verið að þyngjast og fitna og eru nú feitastir allra Evrópubúa. Þjóðin glímir samhliða við sjúkdóma og ótímabær dauðsföll sem rakin eru beint til þessa ástands. Skýrsla OECD frá árinu 1920 sýnir þessa þróun greinilega. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði af þessu tilefni starfshóp til að finna leiðir til að snúa þessari hrikalegu þróun við. Ríkisútvarpið sagði frá þessu. 

Starfshópurinn leggur til skilgreind markmið í skýrslu sinni ásamt tillögum um aðgerðir til að efla lýðheilsu og draga þannig úr neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum offitu án þess að valda frekari skaða.

Bent er á þau algildu sannindi að heilbrigðir lifnaðarhættir á öllum stigum þjóðfélagsins vinna gegn vágestinum. Tillögur hópsins eru þríþættar og snúa að  lýðheilsuaðgerðum. Þá telur hópurinn gagnaöflun og eftirlit nauðsynlegt. Í þriðja lagi er talið nauðsynlegt að breyta þeim áherslum innan heilbrigðiskerfisins sem tengjast ráðgjöf og meðferð.

Lagt er til að Ísland setji sér langtímastefnu til ársins 2034 þar sem hugað er að almennum lýðheilsuaðgerðum með áherslu á aldurshópinn 40 ára og yngri.

Þá er talið nauðsynlegt að efla þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á orsökum og meðferð offitu.

Um milljarður mannkyns glímir við offitu sem að mestu leyti er rakin til kyrrsetu og óhófs í neyslu sykurs og annarrar óhollustu.

Grindvíkingar ævareiðir vegna fasteignafélagsins Þórkötlu: „Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar“

Afgirtar sprungur í Grindavík.

Húseigendur á flótta frá húseignum sínum í Grindavík eru ævareiðir vegna sleifarlags og doða hjá fasteignafélaginu Þórkötlu sem ætlað er að kaupa upp húseignir Grindvíkingaa og gera þeim kleift að kaupa annnars staðar á landinu. Fjöldi Grindvíkinga eru í úlfakreppu vegna þess að þeir geta ekki staðið við kauptilboð sem þeir hafa gert í þeirri trú að Þórkatla muni standa við uppkaupin. Vandio þeirra eyskt svo enn meira vegna þeirrar þenslu sem er á íbúðamarkaði þar sem nokkur þúsund Grindvíkingar leita sér að íverustað.

Sverrir Árnason framhaldsskólakennari hefur fengið nóg af þessu ástandi og boðar til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 17.

Sverrir Árnason kennari í Grindavík.

„Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út,“ skrifar Sverrir á Facebook.

Hann segir engar fréttir berast af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt.
„Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað,“ skrifar Sverrir.

Hann segir að enn fleiri munu lenda í sömu krísu ef ekki verði settur fullur kraftur í uppkaupin. 
„Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ skrifar Sverrir og skorar á Grindvíkinga og velunnara þeirra að mæta á Austurvöll í dag, hvort sem þeir eigi hagsmuna að gæta eða vilji einfaldega standa með Grindvíkingum.

Halla í fýlu

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum þetta árið ef marka má skoðanakannanir. Halla var á sínum tíma hársbreidd frá því að verða forseti Íslands þegar hún tapaði með litlum mun fyrir Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta Íslands. Halla kom flestum á óvart með því að fá hartnær 30 prósenta fylgi.

Það var væntanlega vegna þessa árangurs sem hún gerir nú aðra atlögu að embættinu en uppskeran mælist vera rýr og kannanir mæla hana ekki á meðal efstu fjögurra.

Halla mætti í viðtal í hlaðvarpið Chess After Dark í vikunni þar sem hún fór á sumpart á kostum og talaði eins og þjóðhöfðingi. Yfir hana færðist þó nokkur depurð þegar hún var spurð um tilfinningar sínar eftir tapið fyrir Guðna. Hún viðurkenndi að hafa farið í fýlu í þrjá daga við ósigurinn. Síðan tók við nokkur tala um ósanngirni fjölmiðla og marklítilla skoðanakannana. Frambjóðandinn var óhress vegna þessa og taldi nauðsynlegt að leita lausna. Berin eru auðvitað súr …

Guðbjörn lenti undir tveggja tonna gröfuskólfu: „Heyrði hvernig hryggjarliðirnir brustu“

Slysið gerðist í Njarðvík - Myndin tengist fréttinni ekki beint

„Ég varð ekki var við skófluna fyrr en hún keyrði mig í gólfið og lenti ofan á mér. Mér fannst allt brotna í bakinu á mér, heyrði hvernig hryggjarliðirnir brustu. Ég náði ekki andanum i einar tvær mínútur og hélt að þetta væri búið,“ sagði Guðbjörn S. Jóhannesson, verkstæðismaður hjá SEES, í samtali við DV árið 1996 en þá lenti hann undir tvegga tonna skurðargröfuskóflu.

Guðbjörn náði að losna sig án aðstoðar fyrir rest en hann þakkar fyrir að hafa verið í skóm með stáltá því að skóflan lá skónum og féll þess vegna ekki alveg til jarðar. Þegar DV ræddi við Guðbjörn gat hann ekki hreyft sig að neinu leyti. Voru þetta annað slys hans á stuttum tíma en ári fyrr keyrði jeppi á 90 kílómetra hraða á kyrrstæðan bíl sem Guðbjörn var í og hlaut hann bakmeiðsli og var nýbúinn að ná sér eftir það. 

„Þegar ég gat losað mig undan skóflunni reyndi ég fyrst að hreyfa fæturna. Létti mikið þegar ég gat það en síðan þyrmdi yfir mig. Ef ég er nú lamaður, nýkominn með fjölskyldu. Orðinn faðir og við höfðum keypt okkur hús og bíl fyrir skömmu. Læknarnir telja að ég eigi að ná mér nokkurn veginn og vonast til aö brotin grói eðlilega. En það tekur tíma og þeir segja að það sé að mestu undir mér sjálfum komið hvernig til tekst. Tveir hryggjarliðir brotnuðu og tvö rifbein. Þá gerðist ýmislegt annað sem á eftir að skoða betur,“ sagði Guðbjörn en talið var að endurhæfing hans gæti tekið allt að 6 vikum.

„Ég fékk sjokk þegar bróðir hans hringdi og sagði að Guðbjörn hefði slasast. Óttaðist að hann mundi deyja og fór að gráta. Svo fékk ég nánari fréttir og varð ánægð þegar kom í ljós að hann hafði ekki lamast,“ sagði Magnea Lynn Fisher, unnusta Guðbjörns, við DV um slysið.

Sigurður Ólafsson vélstjóri í vanda með vélarvana skip: Bjargaði aðalvélinni með Uhu-lími

Sigurður Ólafsson var aðeins 11 ára þegar hann fór á sjó heilt sumar með föður sínum, vélstjóranum. Þar með var teningunum kastað og hann fetaði í fótspor föður síns.

Hann var bæði á fraktskipum og varðskipum, meðal annars í þorskastríðinu þegar siglt var á skip hans og bakborðsvélin drap á sér.

„Það var alltaf verið að keyra á okkur,“ segir Sigurður.

Verstu aðstæður sem vélstjóri upplifir er þegar aðalvélin drepur á sér. Þetta gerðist hjá Sigurði suður af Hvarfi og þá voru góð ráð dýr. Lausnina fann hann með því að nota Uhu-lím til að koma hlutunum í lag. Hann segir sögu sína eftir 50 ára sjómennsku að baki.

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Fjölskylda Rachel Morin biðlar til almennings í myndbandi: „Hún var fimm barna móðir“

Blessuð sé minning Rachel Morin

Fjölskylda Rachel Morin, sem fannst myrt við Ma & Pa gönguleiðina í Baltimore í ágúst síðastliðinn, hefur birt myndskeið á YouTube þar sem fólk er hvatt til að gefa upplýsingar sem gætu orðið til þess að morðinginn verði handsamaður.

Í hinu 30 sekúndna myndskeiði biðlar Patty Morin, móðir Rachel til almennings um hjálp. „Hún var fimm barna móðir. Hún er systir. Einhver greip bara í hana, og tók hana,“ sagði Patty.

Þá birtust teikningar sem gerðar hafa verið af grunuðum morðingja en lífssýni úr honum fannst eftir annan glæp í Los Angeles borg en hann hafði þá ráðist á unga stúlku á heimili hennar. Voru teikningarnar gerðar eftir lýsingu stúlkunnar og fjölskyldu hennar sem sá manninn.

Teikningar af morðingjanum.

Tæpar fimm milljónir króna erur í verðlaun fyrir þá sem geta gefið upplýsingar sem leiða til handtöku og sakfellingar.

Segja framgöngu Vöku vera „misbeitingu á valdi og vanvirðingu“

Deilur eru á milli Vöku og Röskvu í stúdentapólitíkinni. Röskvuliðar stóðu upp og gengu af kjörfundi SHÍ í gær; eftir að Vaka tilkynnti að þau myndu taka forsæti í öllum fastanefndum félagsins; en nú fer Vaka með meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta sinn í heil sjö ár.

Eða eins og segir í yfirlýsingu frá Röskvu vegna málsins:

„Röskva telur þessi vinnubrögð bæði ólýðræðisleg og ósanngjörn enda brjóta þau ekki einungis gegn lýðræðisvenju innan SHÍ heldur einnig verklagsreglum ráðsins sem samþykktar voru einróma af fulltrúum beggja hreyfinga á stúdentaráðsfundi í desember 2023.“

Segir einnig að „Röskva telur þessa framgöngu Vöku vera misbeitingu á valdi og vanvirðingu gagnvart störfum Stúdentaráðs. Hún gengur þvert gegn hagsmunum stúdenta og þeim sanngjörnu og lýðræðislegu vinnubrögðum sem Röskva hefur haft að leiðarljósi í forystu Stúdentaráðs.“

„Okkur þykir leitt að hefja starfsárið á svona ágreining en þykir verra ef þessi vinnubrögð endurspegla vinnu meirihlutans á komandi starfsári SHÍ. Við í Röskvu vonum að Vaka finni sóma sinn í að halda áfram því góða samstarfi milli fylkinga sem hefur verið við lýði á tímum Röskvu í meirihluta undanfarin ár og víki frá.“

 

 

 

 

 

 

 

Yfirvöld í Ísrael beita hræðsluáróðri gegn Íran: „Á leiðinni í borg nærri þér“

Þrátt fyrir að þeirra nánustu bandamenn hvetji til stillingar í kjölfar fordæmalausrar árásar Írans á Ísrael, snúa ísraelskir embættismenn sér að samfélagsmiðlum til að afla sér stuðnings – og til að valda ótta.

Opinber X-reikningur (fyrrverandi Twitter) ísraelskra stjórnvalda birti myndskeið frá árás helgarinnar og svo ljósmynd af Lundúnum í Bretlandi með skilaðboðunum „á leiðinni í borg nærri þér“.

„Stöðvið Íran núna, áður en það er of seint!“ sagði einnig í færslunni, sem birtist sama dag og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, hitti ísraelska embættismenn í viðleitni sinni til að forðast víðtækari stigmögnun.

Stjórnvöld í Íran létu yfirvöld í Ísrael vita af yfirvofandi flygildaárásum með góðum fyrirvara og sögðu þær svör við árás Ísraelshers á íranska herstöð í Sýrlandi þann 1. apríl síðastliðinn þar sem sjö manns létust, þar af tveir hershöfðingjar. Enginn lést í árásum Írans á Ísrael.

Fagnar „viðsnúningi“ Sjálfstæðismanna á viðhorfi til Mannréttindadómsstólsins

„Nú höfum við í um sólarhring heyrt þingmenn sjálfstæðisflokksins lýsa því að taka þurfi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í kosningamálinu alvarlega, hefur dómsmálaráðherra nefnt breytingu á stjórnarskránni og aðrir þingmenn talað um nauðsynlegar breytingar á kosningalöggjöfinni.“ Þannig hefst Facebook-færsla Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.

Í færslunni er Helga Vala auðvitað að tala um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson höfðuðu á hendur íslenska ríkisins vegna endurtalningarinnar í Norðvestur kjördæmi í alþingiskosningunum 2021. Unnu þeir málið og er ríkinu gert að greiða þeim báðum tæpar tvær milljónir króna.

Segist Helga Vala fagna „viðsnúningi“ Sjálfstæðismanna: „Ég fagna þessum viðsnúningi á viðhorfi þess hóps til þessa merka dómstóls sem Mannréttindadómstóll Evrópu er, enda minnug þess hvernig þessi sami hópur hefur nú frá fyrsta dómi undirréttar dómstólsins í Landsréttarmálinu talað niður vægi dómstólsins og gildi þeirra dóma sem þaðan koma. Hafa þeirra talsmenn talað um „deild í útlöndum“ um „pólitískt at dómstólsins“ og talaði sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í Landsréttarmálinu, sem reyndar var áður dómari við mannréttindadómstólinn, um lögfræðilega loftfimleika við úrlausn þess máls ef ég man rétt.“

Í lokaorðum sínum mærir hún dómstólinn í Strassborg og þakkar þeim Magnúsi og Guðmundi. „Ég verð að segja að ég er mjög þakklát fyrir að við skulum hafa þennan dómstól handan sundanna sem getur gætt réttinda borgara í þessu landi. Mál er varðar almennar kosningar eru þess eðlis að það er ekki hægt að bera þau beint undir íslenska dómstóla og því þurfti að leita til Strassborgar. Það var mjög mikilvægt og ég því líka þakklát þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Gudmundi Gunnarssyni fyrir að hafa tekið þann slag.“

Gunna Dís verður þulur Eurovision í ár: „Er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum“

Gunna Dís. Ljósmynd: Facebook

Guðrún Dís Emilsdóttir verður þulur í Eurovision í maí.

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri sjónvarps hjá RÚV tilkynnti í dag að hin ástsæla útvarps- og sjónvarpskona, Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast kölluð, verði þulur í næstu Eurovision keppni. Gísli Marteinn Baldursson, sem gengt hefur hlutverkinu um nokkurt skeið, gaf ekki kost á sér í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni.

Haft er eftir tilkynningunni að Gunna Dís sé spennt að takast á við verkefnið. „Ég hef fylgst með Eurovision frá unga aldri og heillast af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem keppnin sýnir frá. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum. Það hafa verið skiptar skoðanir um keppnina í ár og allar eiga þessar skoðanir fyllilega rétt á sér. Ég er á leið til Malmö fyrir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyrir augu ber á stóra sviðinu í maí,“ segir Gunna Dís.

Í tilkynningunni kemur aukreitis fram að Rúnar Freyr telji reynslu hennar nýtast vel fyrir Eurovision. „Hún hefur sýnt það og sannað að hún er afar klár og reynslumikil fjölmiðlakona. Hún er fagleg og nýtur mikils trausts og virðingar,“ segir Rúnar Freyr í tilkynningunni.

Pamela Anderson verður í nýju Naked Gun myndinni – Liam Neeson leikur son Frank Drebin

Pamela og Liam

Pamela Anderson hefur verið ráðin í hlutverk ástkonu Liam Neeson í framhaldsmynd Paramoint Pictures, Naked Gun.

Kvikmyndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, mun fjalla um son lögreglumannsins Franks Drebin, sem leikinn var ógleymanlega af Leslie Nielson í sjónvarpsþáttum og þremur kvikmyndum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Lonely Island stjarnan Akiva Schaffer mun leikstýra grínmyndinni en handritshöfundar eru þeir Dan Gregor, Doug Mand og Schaffer en tríóið unnu áður saman við gerð Emmy-verðlaunamyndarinnar Chip ´n Dale: Rescue Rangers frá Disney.

Upprunalegu kvikmyndirnar um hinn seinheppna Frank Drebin, var skrifuð og leikstýrt af bræðrunum Jerry og David Zucker og Jim Abrahams en kvikmyndirnar byggðu á sjónvarpsþáttum þeirra sem bar heitið Police Squad! en aðeins voru gerðir sex þættir. Í þáttunum og seinna kvikmyndunum var óspart grín gert að lögregluþáttum en myndirnar slógu rækilega í gegn.

Söguþráðurinn í nýju kvikmyndinni hefur ekki verið gerður opinber en vitað er að Liam Neeson leiki son Frank Drebin. Já og að Pamela Anderson leikur ástkonu hans. Í gömlu myndunum lék Priscilla Presley ástkonu Drebin.

Seth McFarlane, höfundur Family Guy teiknimyndanna og The Orville þáttanna, og Erica Huggins framleiða kvikmyndina en gert er ráð fyrir því að hún verði frumsýnd 18. júlí 2025.

Hér fyrir neðan má sjá bestu línur Nielsens úr Naked Gun myndunum.

Lilja Dögg tekur við Almannarómi: „Þetta er meiri háttar hagsmuna- og jafnréttismál“

Lilja Dögg Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Almannaróms

Lilja Dögg Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Almannaróms en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en hún tekur við af Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur sem hefur verið í þeirri stöðu síðan árið 2018.

Lilja Dögg hefur að baki víðtæka reynslu úr heimi tækni og stefnumótunar. Sem sérfræðingur í forsætisráðuneytinu leiddi hún stefnumótun á sviði gervigreindar og fór meðal annars fyrir ritun stefnu Íslands um gervigreind. Þá tók hún nýverið þátt í mótun máltækniáætlunar 2.0 sem fulltrúi í stýrihópi menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum á hinu alþjóðlega sviði. Hún bjó í Bandaríkjunum í tæpan áratug og gegndi á þeim tíma meðal annars stjórnendastöðum hjá sprotahraðlinum Redstar Ventures og hugbúnaðarfyrirtækinu Burning Glass Technologies. Á Íslandi starfaði hún nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá íslensk-japanska fyrirtækinu Takanawa og situr einnig í stjórn Brynju, leigufélags ÖBÍ,“ segir um Lilju í tilkynningunni en Lilja lauk MBA prófi frá Harvard árið 2015 eftir að hafa klárað hagfræðinám í Háskóla Íslands. Lilja er ólst upp í Árbæjarhverfi í Reykjavík.

Almannarómur er miðstöð máltækni á Íslandi. Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Miðstöðin er óháð sjálfseignastofnun.

Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni og hins vegar á samstarf við fyrirtæki og stofnanir sem koma máltæknilausnum í notkun hjá almenningi. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) vinnur nú að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni.

„Máltækni er framlína tækniþróunar á heimsvísu í dag sem birtist til dæmis í því hvernig við getum orðið talað við tæknina og hún við okkur. Markmið Almannaróms er að tryggja að íslenskan verði ekki skilin eftir í þeirri gríðarhröðu framþróun sem nú á sér stað á þessu sviði. Þetta er meiri háttar hagsmuna- og jafnréttismál fyrir alla Íslendinga og því mikill heiður að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni,“ sagði Lilja Dögg í tilefni nýja starfsins.

Atli Þór hættir hjá Íslandsdeild Transparancy: „Mun greina frá nýju starfi í lok mánaðarins“

Atli Þór Fanndal, fráfarandi framkvæmdarstjór Íslandsdeildar T.I. Mynd / Art Bicnick Grapevine

Atli Þór Fanndal hættir sem framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparancy.

Í gær tilkynnti Atli Þór Fanndal að hann muni hætta störfum sem framkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparancy, sem hann hefur gegnt síðan 2021. Ástæðan er sú að hann fék atvinnutilboð sem hann gat ekki neitað. Mun hann hætta hjá Transparancy 30. apríl og mun á svipuðum tíma tilkynna hvaða starf hann taki við í kjölfarið.

Tilkynninguna má lesa hér:

„Jæja, smá tilkynning hér. Það hefur enginn komið að máli við mig og ég hef ekki í hyggju að bjóða fram til forseta. Hins vegar fékk ég atvinnutilboð fyrir rúmri viku sem ég tel rétt að þiggja. Starfið er þess eðlis að farsælast er að ég segi mig frá störfum hjá Íslandsdeild Transparency. Það er mikill heiður að starfa fyrir samtök eins og Transparency. Þrátt fyrir að ég fari í annað starf með skömmum fyrirvara höfum ég, stjórn og Berlín sett saman áætlun um hvernig verkaskiptingu verður háttað við starfslok þar nýr framkvæmdastjóri kemur til starfa. Aðalfundur deildarinnar er áætlaður í maí og því er rétt að ný stjórn komi að ráðningu framkvæmdastjóra. Síðasti dagurinn minn verður 30 apríl. Ég mun svo með nýjum vinnuveitanda greina frá nýju starfi í lok mánaðarins. Takk fyrir mig!“

Sirkusfíll slapp í smábæ í Bandaríkjunum – MYNDBAND

Ekki liggur fyrir hvað fílinn heitir - Mynd: Skjáskot

Íbúar í Butte í Montana í Bandaríkjunum sáu heldur betur óvænta sjón á götum bæjarins í gær en þá hafði fíll sloppið frá sirkus sem var að ferðast í gegnum bæinn.

Ekki liggur fyrir hvernig fílinn slapp en hann hikaði ekki við að teygja aðeins úr löppunum en smávegis umferðartafir urðu vegna fílsins. Fílinn hélt mest til á bílastæði hjá bensínstöð og spilavíti. Þrátt fyrir að fílinn hafi ekki verið laus lengi náði hann að skilja eftir risastór kúk eftir í bakgarði við hús í bænum.

Eflaust munu íbúar Butte og fílinn aldrei gleyma gærdeginum.

„Stuðningsmenn KR“ hunsa kvennalið félagsins í nýrri auglýsingu: „Stöndum með okkar strákum“

Heimavöllur KR hefur stundum verið vel sóttur - Mynd: Facebook

Nokkrir stuðningsmenn KR tók sig til og birtu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag til stuðnings KR. Í auglýsingunni eru stuðningsmenn minntir á frábæran árangur KR og að félagið sé eina knattspyrnuveldi landsins. Vekur þó athygli auglýsingin greinir aðeins frá afrekum karlaliðs félagsins og stuðningsmenn hvattir að mæta að styðja karlaliðið en kvennalið KR er eitt af sigursælustu félögum landsins. Kvennaliðið hefur orðið Íslandsmeistari sex sinnum en aðeins Valur og Breiðablik hafa unnið Íslandsmeistaratitil oftar.

Leikmenn kvennaliðs KR hafa sjálfar talað um ekki sé komið fram við þær á sama máta og leikmenn karlaliðsins en árið 2022 gat liðið ekkert æft vegna þess að karlaliðið var í æfingaferð erlendis og allir með lyklavöld hjá KR fóru erlendis með karlaliðinu.

„Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, þáverandi fyrirliði KR, við RÚV um málið. „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera.“

Samkvæmt heimasíðu Morgunblaðsins kostar ódýrasta heilsíðuauglýsingin í blaðinu tæpar 480 þúsund krónur.

Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Courtney Love rífur Swift, Del Ray og Beyoncé í sig: „Taylor er ekki spennandi listamaður“

Rokksöngkonan Courtney Love gerir allt vitlaust í nýju viðtali þar sem hún drullar yfir helstu söngkonur samtímans.

Courtney Love, söngkona Hole og ekkja Kurt Cobain, er þekkt fyrir að spara ekki stóru orðin í viðtölum en í því nýjasta, sem The Evening Standard tók við hana í tilefni þess að hún er að gefa út sex þátta heimildarseríu um feril sinn í tónlist og þær konur sem mótað hafa hana sem söngkonu.

Í viðtalinu er hún meðal annars spurð álits um nokkrar af þekktustu söngkonur samtímans. Um Taylor Swift segir hún: „Taylor skiptir ekki máli. Hún er kannski öruggt skjól fyrir stelpur og sennilega Madonna samtímans, en hún er ekki spennandi listamaður.“

Love er ekki heldur hrifin af Lönu Del Ray: „Mér hefur ekki líkað við Lönu síðan hún gerði ábreiðu af lagi með John Denver, og mér finnst að hún eigi að taka sér sjö ára pásu.“

Þá réðist hún einnig á drottninguna sjálfa, Beyoncé: „Mér líkar hugmynd Beyoncé að gera kántrýplötu af því að hún er um svartar konur sem fara út í geim, þar sem áður var aðeins hvítum konum hleypt … mér bara líkar ekki tónlist hennar.“

Jakob Frímann minnist systur sinnar: „Bogga var skemmtilegust allra í fjölskyldunni“

Jakob Frímann Magnússon minnist systur sinnar í fallegri Facebook-færslu en hún hefði átt afmæli í gær.

Stuðmaðurinn og þingmaður Flokks fólksins, Jakob Frímann Magnússon skrifaði fallega færslu á Facebook í gær þar sem hann minnist systur sinnar, Borghildar, sem lést árið 2010. Hún hefði átt afmæli í gær, 16. apríl. Færsla Jakobs er orðskrúðug eins og hans er von og vísa en hana má lesa hér fyrir neðan:

„Í dag fögnum við minningunni um yndislega móður, konu, meyju – og systur: Minningunni um hana Borghildi okkar góðu sem fæddist á þessum Drottins degi í New York þar sem foreldrar okkar bjuggu á gullöld djassins. Bogga var skemmtilegust allra í fjölskyldunni; Hörku píanisti, húmanisti og húmoristi af Guðs náð. Ljómar í minningunni. Nú umvafin englum í efra!

Ásdís Rán hefur verið í viðskiptum frá 17 ára aldri: „Fólk er hætt að nenna að tala illa um mig”

Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Mynd úr einkasafni

Ásdís Rán Gunnarsdóttir segist vera komin með mjög sterka skel eftir öll árin í sviðsljósinu. Ásdís, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hlakka til að sýna á sér nýjar hliðar í forsetakapphlaupinu:

„Ég hef alltaf staðið með sjálfri mér og haft sjálfstraust og hugrekki, þannig að þegar ég fékk þessa hugmynd þurfti ég ekki að velta því neitt lengi fyrir mér að láta bara verða af því að bjóða mig fram til forseta. Mér finnst bara jákvætt að sem flestir bjóði sig fram, þannig að fólk hafi úr mörgum að velja og hver og einn geti valið sinn frambjóðanda. Þannig virkar lýðræðið. Þetta er kannski svolítill sirkus akkúrat núna, en svo munu þeir hæfustu lifa af og ætli þetta verði ekki 8-10 manns sem ná undirskriftunum af þessum 60-70 og þá verður komin betri mynd á þetta. Ég trúi því að ég verði í þeim hópi sem fer í gegnum meðmælaþröskuldinn og þá veit ég að ég fæ tækifæri til að sýna á mér hliðar sem fólk þekkir kannski ekki. Ég hef haft hag af því að fá alls konar athygli í gegnum tíðina og það þýðir að margir hafa verið með alls konar skoðanir á mér, en í raun og veru þekkir fólk mig ekki og ég veit að ég get sýnt á mér alveg nýja hlið sem mun koma fólki á óvart. Ég held að fólk þekki mig ekki neitt þó að það hafi séð fyrirsagnir í gegnum tíðina. Ég er alin upp í sveit og hef þurft að hafa fyrir lífinu og vera mjög sjálfstæð í öllu sem ég hef gert,“ segir Ásdís, sem segist hafa farið sínar eigin leiðir alveg síðan hún var unglingur og verið í eigin rekstri í áraraðir:

„Ég hef alltaf verið með mikið sjálfstraust og þorað að fara mínar eigin leiðir og ganga á eftir því sem ég vil. Ég hef verið viðloðandi viðskipti frá því að ég var 17-18 ára gömul. Þá byrjaði ég að sjá um alls konar viðburði og síðan stofnaði ég fyrirsætuskrifstofu út frá því. Ég sé það núna að það var líklega meira hugrekki og kraftur í mér en flestum jafnöldrum mínum á þessum tíma. Sumum fannst skrýtið að sjá stelpu á þessum aldri með viðskiptahugmyndir, en almennt fann ég að fólk virti mig fyrir hugrekkið og mér var yfirleitt alltaf tekið vel.“

„Ég vil koma til dyranna eins og ég er klædd og ég hef alltaf verið þannig. Ég er ekki með filter og segi hlutina eins og þeir eru. Ef einhver þarf að tala illa um mig þá verður bara að hafa það, ég ætla ekki að fara að ritskoða mig. Ég er komin með mjög sterka skel eftir öll þessi ár í sviðsljósinu. Þú þarft að hafa sterkar taugar til að geta verið á milli tannanna á fólki í öll þessi ár og ég veit að ég hef það. Ég veit hver ég er og þeir sem þekkja mig vita hver ég er og það er það sem skiptir mestu máli. En reyndar hef ég ekkert fengið neikvætt nýlega. Fólk er líklega hætt að nenna að vera með leiðindi í minn garð.“

Ásdís hefur um árabil verið stærstan hluta ársins í Búlgaríu og  það er augljóst að hún kann mjög vel við sig þar. Ásdís fór upphaflega til Búlgaríu með fyrrverandi manni sínum, knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni. Hugmyndin var að lifa rólegu og þægilegu lífi, þar sem hann fengi athyglina, en hún sæi um heimilið. En mjög fljótt kom í ljós að framvindan ætti eftir að verða önnur:

„Það gerðist eiginlega á einni nóttu, að fjölmiðlar fengu mikinn áhuga á mér. Þegar myndirnar af mér fóru að veltast um í gulu pressunni varð ekki aftur snúið. Ég fékk strax mikla athygli og gat því fljótt búið til minn eigin feril. Ég fékk fljótt vel borgað fyrir þau verkefni sem ég tók að mér og þetta var eiginlega bara draumur í dós,“ segir Ásdís, sem enn dvelur mikið í Búlgaríu, enda fann hún nýverið ástina í örmum Þórðar Daníels Þórðarssonar, sem rekur fyrirtæki í Búlgaríu:

„Ég sagði síðast þegar ég var í viðtali hjá þér að íslenskir karlmenn væru hræddir við mig, en hann var ekki hræddur. Hann býr í Búlgaríu, þannig að það hentar mjög vel að hann haldi mér þar með annan fótinn. Mér finnst Búlgaría frábært land og ég elska Búlgaríu. Mér hefur alltaf liðið vel þarna og og hef alltaf upplifað almenna velvild frá fólki.“

Eitt af því áhugaverðara og erfiðara sem Ásdís upplifði í Búlgaríu var þegar ein besta vinkona hennar, Ruja Ignatova, hvarf sporlaust árið 2017, eftir að hafa tengst fjársvikamáli sem vakti heimsathygli. Ruja var, þegar hún hvarf, orðin milljarðamæringur í gegnum rafmyntina OneCoin. Ásdís og Ruja voru í miklu sambandi allt þar til daginn sem sú síðarnefnda hvarf sporlaust og ekki hefur spurst til hennar síðan.

„Við urðum fljótt mjög góðar vinkonur og hún fjárfesti í fyrsta fyrirtækinu mínu í Búlgaríu. Undir það síðasta var hún orðin milljarðamæringur og líf hennar hafði breyst samkvæmt því. Ég var með henni síðustu tvo mánuðina áður en hún hvarf og þá vildi hún ekki umgangast nema örfáa. Þó að ég hafi auðvitað ekki haft hugmynd um hvað var í vændum, fann ég undir það síðasta að hún var orðin mjög vör um sig og óttaðist að fólk væri á eftir henni, en ég hélt að það væri bara af því að hún var orðin svo rosalega rík og í Austur- Evrópu eru miklu fleiri hættur fyrir ríkt fólk. En svo hvarf hún bara og ég hef ekkert heyrt frá henni síðan, né nokkur annar í kringum hana. Það bendir auðvitað allt til að hún sé bara dáin.“

Þegar Ásdís lítur yfir farinn veg er henni efst í huga þakklæti yfir því hve margt hún hefur fengið að upplifa og hún segist ekki sjá eftir neinu.

„Mér finnst mikilvægast þegar maður horfir til baka, að geta sagt að maður hafi fengið tækifæri til að lifa lífinu til fulls og upplifa drauma sína. Það get ég sagt um sjálfa mig. Ég er búin að gera flest sem mig hefur langað að gera í gegnum tíðina. Ef líf mitt myndi enda á morgun myndi ég deyja sátt.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Ásdísi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

 

Myrti Uber-bílstjóra vegna misskilnings – MYNDBAND

Brock myrti Uber-bílstjóra vegna misskilnings - Mynd: Skjáskot

81. árs gamall maður í Ohio í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að drepa Uber-bílstjóra sem hann hélt að væri kúga sig fyrir hönd annars manns.

Hinn handtekni heitir William Brock en hann er sakaður um að hafa drepið Loletha Hall fyrir utan heimili Brock í mars. Brock hefur játað að hafa skotið Hall en sagði við lögregluna að hann hélt að um sjálfsvörn væri að ræða. Hann hélt að Hall væri komin til að sækja lausnargjald frá Brock en vikurnar á undan hafði hann fengið símtöl þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti að borga þúsundir dala vegna ættingja í fangelsi. Brock sagði við lögreglu að hann málið hefði ruglað sig mikið.

Að sögn lögreglu var Uber-bílstjórinn sendur til Brock til að sækja peningana án þess að vera í slagtogi með þrjótunum sem voru að kúga Brock. Einu fyrirmæli Hall voru að fara til hans að sækja pening.

Þegar Hall mætti heim til Brock skaut hann Hall og dó hún í kjölfarið. Brock hefur verið ákærður fyrir morð.

Georg Heiðar vill að Ísland fylgi Skandinavíu: „Mannréttindabrot að neita sjúklingum um kannabis“

Georg Heiðar Ómarsson Mynd: YouTube-skjáskot

„Yfirvöld verða að opna dyrnar og hleypa kannabisolíu inn í heilbrigðiskerfið, þá er árangurinn mælanlegur og hægt að fylgjast með afleiðingunum,“ segir Georg Heiðar Ómarsson, sem starfað hefur í lyfjageiranum í rúman áratug og fylgst grannt með því sem er að gerjast í heilbrigðiskerfum nágrannaríkja Íslands. „Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta því það er gert á forsendum fordóma.“ Hann hvetur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að taka þessi mál alvarlega og stíga skrefið.

Georg Heiðar starfaði við vöruþróun og markaðsstarf í íslensku lyfjafyrirtæki í rúman áratug. Hann kom nýverið fyrir velferðarnefnd Alþingis þar sem hann var spurður af þingmönnum út í lyfjahamp og hvernig þessum málum er fyrir komið á hinum Norðurlöndunum. Í nýjum þætti Hampkastsins, umræðuþætti Hampfélagsins, fer Georg yfir þekkingu sína á málaflokknum. „Ég hef verið í samskiptum við fyrirtæki í Skandinavíu sem eru brautryðjendur í að koma kannabisolíu inn í læknakerfi Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs,“ segir Georg en þar hafa heimilislæknar heimild til að ávísa kannabisolíu til þeirra sjúklinga sem þeir telja hana þurfa. „Danirnir myndu vilja koma hingað og aðstoða íslenska lækna, þjálfa þá og koma þessu af stað. Ávinningurinn strax væri fyrst og fremst í stuttu máli að komast inn í þessa verkjaávísun í stað ópíóíða.“

Georg Heiðar Ómarsson
Ljósmynd: Aðsend

Á Íslandi gengur yfir ópíóíða-faraldur og deyja árlega um fimmtíu manns af völdum slíkra lyfja. Ekki eingöngu eru lyfin gríðarlega ávanabindandi heldur fara þau einnig afskaplega illa með líkama sjúklinga sem þau taka. „Þrátt fyrir það höfum við engan áhuga á að líta á aðra möguleika en við höfum mikinn áhuga á ópíóíðum og ávísum þeim frekar auðveldlega. Áhuginn er ekki á þessu og ég á erfitt með að skilja það en held að þetta séu fordómar. Fólk blandar saman lækningamætti kannabis við aðra neyslu og sjá fyrir sér Bob Marley að reykja. Við viljum fá þessa ópíóíða aðeins til hliðar. Við viljum fá kannabisolíuna inn í lækningakerfið sem þýðir að læknir ávísar olíunni, sjúklingurinn fær hana, hann kemur aftur til læknisins og þeir ræða saman um það hvernig hún virkaði og þeir vinna sig áfram þaðan.“

Lyfjafyrirtækin bíða spennt

Í Danmörku hefur mikil framþróun orðið á stuttum tíma og margar sérhæfðar kannabisolíur í farvatninu. Meðal annars ríkir spenna um olíu sem aðstoðar sjúklinga með svefn en kannabisolíur hafa gefið afar góða raun í tilraunum. „Við Íslendingar erum heimsmeistarar í mörgum flokkum þegar kemur að lyfjanotkun og eitt metið er í svefnlyfjum. Það eru tvö svefnlyf sem ríkja á markaðnum, þeim er ávísað frjálslega og þau eru mjög ávanabindandi. Þau eru einnig mjög stíflandi og ekki holl fyrir líkamann. Kannabisolían er lausn á þessu.“ Jafnframt hefur kannabisolía gefið góða raun þegar kemur að flogaveiki, gigt og taugasjúkdómum.

Georg segir að lyfjafyrirtækin séu spennt að bjóða upp á þennan möguleika hér á landi en hann sé því miður ekki í boði vegna þess að stjórnvöld halda dyrunum lokuðum. Lyfjafyrirtæki sjá um þennan hluta markaðarins í Danmörku og eru afurðir frá þeim samþykktar af dönsku lyfjastofnuninni. „Það eru ákveðnir staðlar sem þarf að uppfylla. Þegar þú færð 20 prósent olíu þá er hún 20 prósent, ekki 15 prósent einn daginn og 75 prósent þann næsta eins og gerist þegar þetta flæðir um frá hvaða framleiðanda sem er.“ 

Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að rækta lyfjahamp hér á landi og þróa íslenskar tegundir af kannabisolíu í lækningaskyni. „Ef þetta verður tímabundið verkefni, ég legg til að þetta yrði verkefni til tveggja ára, þá er þetta mælanlegt og í lok tímabilsins hægt að staldra við og skoða árangurinn. En það þarf að opna dyrnar. Treystum við ekki íslenskum læknum fyrir því að ávísa þessum lyfjum, eins og öðrum, til þeirra sem þeir telja að þetta geti hjálpað?“ spyr Georg og beinir orðum sínum til heilbrigðisráðherra. „Það eina sem þarf er að Willum Þór taki þetta alvarlega, opni fyrir kannabisolíu í læknakerfinu og stígi skrefið. Þetta er eitt pennastrik hjá ráðherra og ekki mál af þeirri stærðargráðu sem þarf að fara í gegnum Alþingi. Ef við horfum á Danina þá eru þeir brautryðjendur í þessum málum og við þurfum bara að elta þá. Það er bara þannig.“

Á að á heimasíðu hampfelagid.is er að finna ógrynni af upplýsingum hvað varðar hamp og kannabis ásamt að hægt er að skrá sig í félagið gegn vægu félagsgjaldi.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan ásamst að Hampkastið finnu þú á öllum helstu streymisveitum. Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Georg Heiðar, tækni maður var Mickael Omar Lakhlifi og Andri Karel Ásgeirsson sá um fréttaskrif.

Offita og ótímabær dauði ógna þjóðinni – Íslendingar slá met og eru feitastir allra Evrópubúa

Ekki gott ástand,

Íslendingar hafa stöðugt verið að þyngjast og fitna og eru nú feitastir allra Evrópubúa. Þjóðin glímir samhliða við sjúkdóma og ótímabær dauðsföll sem rakin eru beint til þessa ástands. Skýrsla OECD frá árinu 1920 sýnir þessa þróun greinilega. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði af þessu tilefni starfshóp til að finna leiðir til að snúa þessari hrikalegu þróun við. Ríkisútvarpið sagði frá þessu. 

Starfshópurinn leggur til skilgreind markmið í skýrslu sinni ásamt tillögum um aðgerðir til að efla lýðheilsu og draga þannig úr neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum offitu án þess að valda frekari skaða.

Bent er á þau algildu sannindi að heilbrigðir lifnaðarhættir á öllum stigum þjóðfélagsins vinna gegn vágestinum. Tillögur hópsins eru þríþættar og snúa að  lýðheilsuaðgerðum. Þá telur hópurinn gagnaöflun og eftirlit nauðsynlegt. Í þriðja lagi er talið nauðsynlegt að breyta þeim áherslum innan heilbrigðiskerfisins sem tengjast ráðgjöf og meðferð.

Lagt er til að Ísland setji sér langtímastefnu til ársins 2034 þar sem hugað er að almennum lýðheilsuaðgerðum með áherslu á aldurshópinn 40 ára og yngri.

Þá er talið nauðsynlegt að efla þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á orsökum og meðferð offitu.

Um milljarður mannkyns glímir við offitu sem að mestu leyti er rakin til kyrrsetu og óhófs í neyslu sykurs og annarrar óhollustu.

Raddir