Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.4 C
Reykjavik

Jóhanna Vigdís greip ráðherra sem féll í yfirlið: „Ég er ekkert heljarmenni en ég greip ráðherrann“

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er frábær fréttakona

„Ég er ekkert heljarmenni en ég greip ráðherrann og kom þannig í veg fyrir að Ingibjörg félli í gólfið,“ sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, í samtali við DV árið 2001. Var það þann 17.janúar 2001 þegar Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra, féll í yfirlið í beinni sjónvarpsútsendingu frá Alþingi.  Jóhanna Vigdís hafði fengið Ingibjörgu og Össur Skarphéðinsson í viðtal. Ingibjörg var vart búin að segja nema nokkur orð þegar hún féll fram yfir sig. Í frétt DV segir að ráðherrann hafi verið „afmyndaður af kvölum í andliti og rjúfa þurfti beina fréttaútsendingu.‘‘

Vigdísi var brugðið og sagðist alls ekki hafa átt von á þessu. „Ingibjörg var fljót að ná sér og var til í að halda viðtalinu áfram. Þá stóð hún sig líka vel,“ sagði Jóhanna Vigdís sem sjálf var enn að jafna sig þegar viðtalið var tekið við hana, morguninn eftir uppákomuna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, stóð við hlið Ingibjargar þegar leið yfir hana. Honum var einnig brugðið en sagðist sem betur fer hafa heyrt að líðan ráðherrans væri góð. Vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Þetta kvöld var það ótrúleg tilviljun að Sveinn Magnússon, læknir og starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins, var staddur nærri Alþingishúsinu. Hann var akandi á leiðinni heim til sín með útvarpið í gangi og heyrði því hvað gekk á á Alþingi. Sveinn var ekki lengi að snara sér út úr bílnum og hlaupa niður í Alþingishús þar sem hann hlúði að ráðherranum.

Ingibjörg er ákveðin

Eftir að Jóhanna hafði lokið viðtalinu við Ingibjörgu fylgdi Sveinn henni niður á spítala þar sem hún gekkst undir skoðun. Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrum alþingismaður og bróðir Ingibjargar, sagði í viðtali við DV að systur sinni liði vel og ætti að hvíla sig fram yfir helgina – Skýringin var þreyta. „Mér skilst að héma sé um ógurlega ofþreytu að ræða sem braust svona fram. En það er harka í genunum hjá okkur og það skýrir hvers vegna systir mín treysti sér til að ljúka sjónvarpsviðtalinu þrátt fyrir að hafa fallið í yfirlið,“ sagði Ísólfur og bætti við að systir sín væri energísk og gleymdi stundum að borða þegar mikið er að gera.

Heimild: Tímarit.is DV

Says Jordan Peterson spreads dangerous information about trans issues: „Listen to your children“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, or Owl Fisher in English, says that the psychologist Jordan Peterson, who did an interview on the news program Ísland í dag on Sunday, is spreading contradictory and dangerous information about trans youth issues that can cause harm to young people. Peterson’s comments about trans children and surgeries done on them evoked strong reactions from the trans community in Iceland.

„To be clear: Jordan Peterson has no expertise in trans issues. He has also not worked with trans youth, nor in health care for trans youth or trans people in general,“ says Owl Fisher, graduate from gender studies and activist for trans people, in a post she wrote on her Facebook page.

„What he has to say about this issue is contrary to the methods of experts and people who work with children in the field. He is literally spreading contradictory and dangerous information that can harm young people if taken seriously, “ says Ugla.

 

Statements about healthcare workers mutilating children

Canadian psychologist and lecturer Jordan Peterson spoke at Háskólabíó for a full house on Saturday night. The morning before his lecture, journalist Snorri Másson interviewed Peterson for the news program Ísland í dag on Channel 2. In the interview, Peterson initiated a discussion on transgender issues. Among other things, he claimed that healthcare professionals mutilate children by performing surgeries on them. He also said he wanted to ban surgeries on transgender children under the age of 18 and make them legally able to sue healthcare workers who perform such procedures.

After the interview with Peterson, Másson clarified that it is in fact very rare, globally, for the gender reassignment procedures he had referred to, to be done on individuals under the age of 18. According to Channel 2’s sources, no such operations have been performed on a person under the age of 18 in Iceland. He continued by saying that hormone-suppressors were known to be sometimes used to support transgender teens, but that such treatments with hormones are both well-known and tested over the years.

 

Encourages people to show understanding

Jordan Peterson has long been considered controversial for many of his views and statements, for example when it comes to transgender issues.

„We as a society would never accept such a discourse if he were talking about homosexuality, and therefore we should not accept it when it comes to trans people either,“ says Fisher in an interview with Vísir. She also claims that the suppression of gender identity has caused trans people great harm over the years.

In her post on Facebook, she encourages people to show trans children and young people understanding and compassion.

„If you really care about the wellbeing of young people, then you should avoid this type of nonsense and face young people with care, understanding and compassion. People will not stop being queer if you do not believe or listen to them. However, they will stop trusting you and suppress who they are, which will in turn cause profound discomfort and problems, „says Fisher.

„Listen to your children and love them unconditionally. Do not let some prejudiced men convince you of anything else, no matter how many university degrees they may have. „

 

This article was originally published in Icelandic.

Vítalía: „Mig langar að biðjast afsökunar“

Vítalía Lazerova Ljósmynd: Instagram-skjáskot

„Mig langar að biðjast afsökunar, afsökunar á því að hafa brugðist öðrum þolendum og langar til að einblína á að ég get ekki tekið ábyrgð á öllum fréttaflutning.Ég lagði fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota sl mars hjá lögreglunni og setti mynd hér inn því til staðfestingar.“

Þetta segir Vítalía Lazareva á Twitter en flestir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að hún hefði ekki lagt fram kæru á hendur Hreggviði Jónssyni, Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni. Áður hafði verið greint frá því að Vítalía Lazareva hefði kært þremenningana en hafði hún enn ekki verið kölluð í skýrslutöku.

Vítalía segir enn fremur að hún hafi talið sig hafa kært þá með þessu. „Ég hef alltaf haldið að það að fylla út slíkt blað með fyrirspurnum og spurningum hvað varðar kynferðisbrot þýddi „eitthvað”. Ég hef ekki mætt í skýrslutöku eins og hefur oft komið fram og hef ég aldrei sagt annað. Ég biðst afsökunar. Afsökunar á að vita ekki betur.“

Elín Soffía var að elda þegar brotsjór reið yfir skipið: „Ég er búin að fá jólabaðið“

„Ég tók einu sinni sæti sem varaþingmaður á þingi og það var akkúrat þegar ég var á sjónum,“ segir Elín Soffía Harðardóttir í viðtali við Sjóarann með Kolbeini Þorsteinssyni. Hún fékk frí hjá Samskipum og sat á þingi í tvær vikur. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu um mengun í höfnum vegna þess að það pirraði mig svo að það var öllu rusli hent í sjóinn. Það hafði farið olía í höfnina í Reykjavík og það var ekkert gert. Eitthvert skip Samskipa hafði misst olíu í höfnina í Hamborg og það þurfti að borga hundruð þúsunda í sektir og það var búið að setja lög á Íslandi fyrir einhverjum árum, en það hafði aldrei verið sett reglugerð þannig að það var ekki hægt að sekta fyrir það. Og ég man alltaf að hann sagði, Skúli Alexandersson, að það væri helvíti hart að hann þyrfti að fá varaþingmann til að koma inn og segja að þeir væru ekki að vinna vinnuna sína. En því var breytt eftir þetta.“

Þetta var ekki hefðbundið kvennamál.

Hún hefur náð þessu í gegn.

„Já, og það vakti svolitla athygli af því að ég er kona og þetta var ekki hefðbundið kvennamál, af því að konur komu yfirleitt með mál tengd fæðingarorlofi eða einhverju svoleiðis. En þetta var það sem ég var að vinna við og ég hugsaði oft um ruslið, af því að ég var löngu búin að komast að því að sjórinn tekur ekkert endalaust við. Það var alltaf sagt „lengi tekur sjórinn við“.“

Þú hefur haft þetta í gegn á þinni tveggja vikna setu á þingi.

„Já.“

Þú hefur þá ekki hugsað þér frekari frama í pólitík?

„Nei, ekki þá. En mér þótti rosa gaman að sjá þetta og þetta er ekki auðvelt starf að vera þarna inni. Ég veit það alveg. Þeir sem vinna þar hafa helling að gera. Ég öfunda þá ekki. En hins vegar er þetta skemmtilegt. Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík.“

Hefur þú eitthvað verið að vafstra í bæjarmálunum í Hafnarfirði?“ Þess má geta að Elín fæddist á Akureyri en flutti tveggja ára til Hafnarfjarðar og segist eiginlega hafa búið þar alla tíð síðan.

„Já, ég er í stjórn Samfylkingarinnar. Sonur minn var á lista síðast. En þetta er komið gott hjá mér. En ég hef gaman af að fylgjast með og taka þátt í baráttu.“

 

Fékk ekki að fara á dekkið

Hvenær hófst sjómennskuferillinn?

„Þegar ég kláraði matreiðslunám þá langaði mig svo að prófa sjómennsku og 1985 leysti ég af hjá Samskipum í fyrsta skipti að sumri til; var á sumrin annað slagið þar til 1988. Þá byrjaði ég föst hjá Samskipum og var alveg til 1994. Ég var bæði á millilandaskipum og í strandsiglingum.“

Elín segist hafa verið á Arnarfelli – tveimur Arnarfellum – auk þess að hafa siglt á Dísarfelli, Helgafelli og Hvassafelli. „Ég var líka hjá Eimskipum á sumrin, áður en ég varð föst hjá Samskipum,“ segir Elín, en fyrst var reyndar um að ræða Skipadeild Sambandsins.

Áður fyrr var bæði bryti og messi um borð og segir Elín að í fyrsta túrnum hafi hún verið með messa og að síðan hafi það eiginlega verið lagt af.

En það var bara áskorun að pottarnir hreyfðust.

Hún segir að fyrsti túrinn hafi verið erfiður.

„Ég var komin úr námi þar sem var fólk sem vaskaði upp og gerði allt fyrir mann og maður hugsaði aldrei um hvort maður var að nota aukaskál. Svo var ég allt í einu komin með 12-15 manns til að elda fyrir og þó að messi væri í áhöfninni þá þurfti maður samt að hugsa öðruvísi og svo var það náttúrlega hreyfingin og allt um borð. En það var bara áskorun að pottarnir hreyfðust.“

Hún þurfti að stíga ölduna.

„Já.“

Með pottinn í fanginu væntanlega.

„Oft og tíðum, já.“

Svo gat maður orðið sjóveikur.“

Glímdir þú við sjóveiki?

„Já, ég glímdi oft við sjóveiki í byrjun. Ef maður var að koma úr löngu fríi þá var maður stundum sjóveikur og svo bara var það búið. Ég man þegar ég fór einhvern tímann í túr og hugsaði „guð minn góður, hvað er ég að gera? Ég geri þetta aldrei aftur. Nú bara er ég hætt“. Svo fór ég fjóra túra í röð af því að sjóveikin var búin eftir tvo daga.

Hvernig var að vera sjóveik við matseld?

Það var einu sinni sem ég þurfti að fá einhvern annan til að smakka fyrir mig. En ég eldaði alltaf. En ég hafði opið til þess að fá hreint loft og fór oft út.“

Líkaði þér vel á sjónum? Voru engar efasemdir hjá þér um að þarna vildir þú vera?

„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og lífsreynsla. Mig langaði alltaf að prófa þetta. Þegar ég fæddist þá bjuggu foreldrar mínir á Hjalteyri. Ég fæddist í mars og var ekki vikugömul þegar ég fór á bát yfir á Hjalteyri af því að það var ekki fært landleiðina. Þannig að mamma sagði að ég hefði snemma farið á sjó.“

Er sjómennska í ættinni?

„Nei.“

Allt landkrabbar?

„Kennarar og skólastjórar og svoleiðis.“

Þannig að þú kannski braust þarna ákveðið blað.

„Já, ég gerði það.“

Ég sagði „ef viðhorfin eru svona hérna, þá tala ég bara við jafnréttisnefnd Sambandsins“.

Varst þú vör við neikvæð viðhorf? Nú voru ekki margar konur brytar eða kokkar á skipum.

„Maður fann aðeins. Þegar ég var að byrja og var í afleysingum og ráðningarstjórinn vissi ekki hvenær ég fengi pláss aftur, þá sagði ég að það væri allt í lagi, ég gæti bara farið á dekkið. Þá sagði hann „nei, konur fara ekki á dekk. Þið verðið nú að leyfa okkur að eiga eitthvað eftir“. Þá vissi ég að það væri til jafnréttisnefnd hjá Sambandinu og ég sagði „ef viðhorfin eru svona hérna þá tala ég bara við jafnréttisnefnd Sambandsins“. Síðan fékk ég alltaf nóg að gera; ég fékk ekki að fara á dekkið.“

En fékkst fasta stöðu.

„Já, og nóg að gera í kokkaríinu.“

 

Það var aðaltilbreytingin

Þetta er karlasamfélag um borð og er Elín spurð hvernig henni hafi fundist að vera næstum því í einangrun úti á ballarhafi með áhöfn upp á kannski 12 manns.

Þá er alltaf komið og sagt „hvað er í matinn?“.

„Mér fannst það bara skemmtilegt. Ég eignaðist fjölda vina og kunningja þarna. Ég hef alltaf verið ákveðin kona og ekki kallað allt ömmu mína, þannig að það pirraði mig ekkert. Ég hugsa að þetta sé erfiðasta starfið um borð, vegna þess að það er alltaf komið og spurt hvað sé í matinn. Það bíða allir; það er kannski eina tilbreytingin. Það er kannski siglt í meira en viku og þá er alltaf komið og sagt „hvað er í matinn?“. Það var aðaltilbreytingin. Það var eins gott að kokkurinn klikkaði ekki.“

Sjómenn hafa verið með ákveðinn talsmáta og látið allt vaða. Þeir rjúka upp og eru vinir 10 mínútum síðar. Þeir segja það sem þeim dettur í hug og það er ekki endilega alltaf það sem við köllum „pólitískt rétt“. Elín er spurð hvort hún haldi að þetta myndi ganga í dag.

„Ég held að það væri mjög erfitt og gæti verið erfitt fyrir ungar konur. Samfélagið er allt annað. Við lifðum og hrærðumst í allt öðruvísi samfélagi. Auðvitað væru margar stelpur sem gætu það. En karlmennirnir eru líka að breytast. Við skulum allavega vona það.“

 

Byrjuðu saman í Hull

Elín er spurð um eftirminnilegasta túrinn.

Þá kom brot aftan á, inn um gluggann og ég stóð í eldhúsinu alveg rennandi blaut.

„Þeir eru margir eftirminnilegir, en það hlýtur að vera túrinn þegar ég byrjaði með manninum mínum. Hann var hjá Samskipum. Hann var í Stýrimannaskólanum og þurfti að ná sér í reynslu á fraktara. Við vorum búin að sigla saman um sumarið og svo kom hann í afleysingar í jólatúr. Ég var að koma úr löngu fríi; var búin að vera í Bandaríkjunum í meira en mánuð. Við fórum 22. desember held ég; þetta var rétt fyrir jólin. Við fórum til Eyja; ég man að ég gerði desertinn í Eyjum fyrir aðfangadagskvöld og svo gerði alveg kolvitlaust veður. Ég var svo sjóveik á aðfangadag þegar ég var að gefa þeim að borða. Þá kom brot aftan á, inn um gluggann og ég stóð í eldhúsinu alveg rennandi blaut og diskarnir og allt saman. Og þá hætti ég að vera sjóveik og fór að hlæja og sagði við strákana „ég er búin að fá jólabaðið“. Og túrinn sem átti að vera 12 dagar varð þrjár vikur. Við misstum út gáma. Við byrjuðum saman í Hull á milli jóla og nýárs. Og hann kom allt of seint í skólann af því að túrinn var svo langur.“

Elín segir að hann hafi einu sinni verið á Jökulfellinu og hún á Arnarfellinu og þau hafi þá ekki hist í 85 daga. „Stundum náðum við að vinka í hafnarkjaftinum en ég var alltaf nýfarin eða hann þegar hitt kom.“

Þær hafa verið stopular, samverustundirnar.

„Já, þarna í byrjun.

Við vorum alltaf til skiptis. Við vorum ekki á sömu skipum, en þó eitthvað. Svo hætti ég þegar við eignuðumst okkar barn 1994.“

 

Heimilisfræðikennari

Elín er spurð hvort hún sakni þess að vera á sjónum.

„Stundum þegar er fallegt veður og ég horfi á hafið, þá hugsa ég að það væri fínt að vera úti á sjó. En þegar veður er vont þá sakna ég þess ekki.“

Núna vinnur Elín við kennslu.

„Það hittist svoleiðis á að ég hafði verið með matstofu í Kópavogi og var nýbúin að selja hana,“ segir hún og svo var hringt í hana og hún spurð hvort hún vildi kenna heimilisfræði við Víðistaðaskóla þar sem faðir hennar hafði verið skólastjóri. Nýr kafli hófst og fór hún svo í nám í uppeldis- og kennslufræði og náði sér í kennsluréttindi. „Ég kenni heimilisfræði sem mér finnst mjög skemmtilegt og krökkunum finnst mjög gaman í heimilisfræði.

Kennslustarfið er léttara; ég var með matstofu þar sem ég var kannski að elda fyrir 4-500 manns í hádeginu og voru pottar þungir. Ég var alltaf að drepast í bakinu og ég hef varla fundið fyrir því síðan; ekkert í líkingu við það sem var. Maður yngist ekkert.“

 

Elín Soffía Harðardóttir var kokkur á kaupskipum: „Það var eins gott að kokkurinn klikkaði ekki.“

„Þegar ég kláraði matreiðslunám þá langaði mig svo að prófa sjómennsku og 1985 leysti ég af hjá Samskipum í fyrsta skipti að sumri til; var á sumrin annað slagið þar til 1988. Þá byrjaði ég föst hjá Samskipum og var alveg til 1994. Ég var bæði á millilandaskipum og í strandsiglingum.“

Gestur Sjóarans er Elín Soffía Harðardóttir matreiðslumeistari. Elín kallar ekki allt ömmu sína og var meðal annars kokkur á skipum Samskipa.

Í viðtalinu spjallar Elín um sjómennskuna, skipsfélaga, sjóveiki og sérstakt jólabað eitt aðfangadagskvöld forðum daga.

Hvers vegna eru svona margir Íslendingar að deyja? – Bæring: „Hvað er að gerast í okkar landi?“

„Hvað er að gerast í okkar landi og engin umræða um þessa aukningu dauðsfalla sem er sýnd hér frá Hagstofu Íslands samkvæmt ársfjórðungum frá árinu 2010 til 2022. Tala látinna hefur aukist um +35% nú á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða 780 dauðsföll miðað við um 580 dauðsföll að meðaltali ársfjórðungana frá 2015-2021.“

Þetta skrifar Bæring Ólafsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og framkvæmdastjóri Coca Cola International, og vísar í ársfjórðungstölur Hagstofunnar. Þar má sjá að talsvert fleiri létust í upphafi þessa árs samanborið við lok síðasta árs. Það sem gerir þetta óvenjulegra er að fjöldi látina á Íslandi hefur verið nokkuð stöðugur um árabil. Bæring bendir á að þetta geti varla tengst COVID, þar sem einungis 21 hafi látist á þessu ári af völdum sjúkdómsins. Hér má skoða tölur Hagstofunnar upp á eigin spýtur.

Bæring heldur áfram og skrifar: „Samtals eru þetta +200 umframdauðsföll bara á einum ársfjórðungi og ef heldur sem áfram þá stefnir í +800 aukadauðsföll fyrir árið 2022 eða um 3,120 í heildina miðað við meðaltal síðustu 7 ára um 2,350 semsagt yfir 30% aukning.“

Bæring segir þetta alvarlegt mál sem þurfi að skoða sem fyrst. „Eru stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, fjölmiðlar og almenningur yfirleitt ekkert að skoða þetta og er þetta ekki túlkað sem neyðarástand og öllum bara alveg sama, Hvernig væri að hysja upp um sig buxurnar og kryfja þetta til mergjar og það strax og finna út hvað sé eiginlega í gangi og upplýsa almenning um þetta neyðarástand….. yfir 30% aukning dauðsfalla hlýtur að vera algjört forgangsverkefni ….. og ekki eru þetta Covid dauðsföll þar sem þau eru einungis 21 fyrir 2022.“

Kolbrún rekin af Fréttablaðinu

Mynd: RÚV.is

Kolbrúnu Bergþórsdóttur, menningarritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum Mannlífs gerðist þetta fyrr í dag. Hún hefur komið víða við á fjölmiðlaferli sínum og var um tíma ritstjóri DV. Hún hefur verið fastur gestur í Kilju Egils Helgasonar.

Kolbrún vildi lítið tjá sig í samtali við Mannlíf. „Ég er nú bara búin að segja allt sem ég þarf að segja. Ég er bara hætt og ég ætla að njóta sumarsins og eitthvað nýtt og skemmtilegt tekur við,“ segir Kolbrún.

Stutt er síðan hún deildi við opinberlega við ritstjóra Fréttablaðsins, Sigmund Erni Rúnarsson. Hún hafði sagt í leiðara sínum í Fréttablaðinu að skoðanakönnun blaðsins væri lítt marktæk. Þar mældust Píratar með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Morgunblaðið hafði eftir Sigmundi að skoðanir hennar væru skrýtnar en ættu fullan rétt á sér.

 

Afdrifaríkt grín Más gæti endað með sýn: „Hann tjáði mér í fúlustu alvöru að hann myndi hjálpa mér“

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson, sem flestir þekkja úr Söngvakeppni sjónvarpsins, gæti endað á að fá betri sjón þökk sé sprelli. Hann spurði lækni, í gríni, hvort þeir ætluðu ekki að fara að lækna sjúkdóm hans, LCA. Læknirinn svaraði grínlaust að hann myndi redda honum. Már greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

„Í gegnum tíðina hefur því af og til verið fleygt fram að vonandi einhvern tímann í fjarlægri framtíð verði hægt að bæta eða lækna sjónina mína. Maður hefur kurteisislega brosað, kinkað kolli og sagt já já, án þess að þora að vona eða búa til væntingar fyrr en nú,“ segir Már sem fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum.

Hann segir svo atvikinu afdrifaríka. „Um daginn var ég að syngja á alþjóðlegri augnlæknaráðstefnu og spurði í gríni einn augnlækninn- hvenær ætlið þið að fara að lækna þetta LCA. Ég bjóst við gríni til baka enn hann tjáði mér í fúlustu alvöru að gríðarlega margt væri að gerast, hann myndi hjálpa mér og að við ættum að heyrast betur eftir ráðstefnuna,“ segir Már.

Hann er nú að undirbúa þetta betur. „400 manns með sama augnsjúkdóm og ég hafa farið í aðgerð sem í 90% tilvikum hefur skilað þeim bættri sjón. Ég er kominn í samband við augnlækna erlendis sem þekkja allar nýustu aðferðir og eru nú að aðstoða mig, fara yfir mín mál og skoða hvað hægt er að gera,“ segir Már.

„Tilfinningarnar eru blendnar þar sem maður vill trúa að þetta gæti gengið en hættan á að verða fyrir vonbrigðum er til staðar. Hvernig sem þetta fer fyrir mig þá er hjarta mitt að springa úr þakklæti fyrir hönd þeirra sem hafa nú þegar öðlast betri sjón og fá að sjá heiminn betur en áður. Nú er búið að brjóta ísinn og ég ætla mér að aðstoða fagfólk eins og ég get við að halda þessari frábæru þróun áfram!“

Smitaðist af apabólunni á Íslandi – Áhyggjuefni segir Þórólfur

Apabóla
Mynd/Envato

Karlmaður á miðjum aldri greindist með apabólu í gær. Þar með hefur fjórða smitið greinst hér á landi, en sóttvarnalæknir segir að líklega sé um innanlandssmit að ræða, sem sé áhyggjuefni. Þetta kemur fram hjá RÚV.

„Þetta eru svipuð einkenni og hjá hinum þremur, fyrst og fremst húðeinkenni og fólk er ekkert veikt með þessu,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í samtali við RÚV.

Maðurinn sem um ræðir er í einangrun á heimili sínu.

Þórólfur segir smitrakningu vera í ferli en að allar líkur séu á að um innanlandssmit sé að ræða. Hann segir það áhyggjuefni ef mikið fari að vera um slík smit.

Rúmlega þrjú þúsund einstaklingar hafa greinst með apabólu í Evrópu og hefur smitum í álfunni fjölgað að undanförnu.

Á sama tíma og apabóla virðist farin að smitast innanlands hefur Covid-smitum farið fjölgandi í samfélaginu undanfarið. Í fyrradag greindust til að mynda 420 einstaklingar með sjúkdóminn. Nýlega hefur verið fjallað um nýtt afbrigði sem sagt er skæðara en þau sem á undan hafa komið. Þórólfur segir þó að of snemmt sé að hafa sérstakar áhyggjur af því, enda sé sóttvarnastofnun Evrópu ekki búin að gefa neitt út hvað það varðar. Hann segir að oft komi upp áhyggjur af einstaka afbrigðum, en að það þurfi að bíða og sjá hvernig sjúkdóm sé um að ræða, tilraunir séu gerðar á rannsóknarstofum og þá fáist tilfinning fyrir hegðun hinna nýju afbrigða.

„Þannig að ég held það sé of snemmt að koma með einhverja slæma spá það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.

Dagdrykkja gamalmenna: „Má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina“

Diljá Ámundadóttir Zoëga. Mynd/skjáskot. Vísir.

Diljá Ámundadóttir Zoëga var með aðsendan pistil í dag á Vísi sem ber heitið: Aðeins um dagdrykkju gamalmenna – af hverju eru þau að drekka? Diljá er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum og veltir hún fyrir sér grein sem birtist í gær í Fréttablaðinu: Aðeins um dagdrykkju gamalmenna.

Diljá segist hafa orðið vör við umræðu, upp á síðkastið, um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Hún vonast eftir því að farið verði nánar ofan í orsakarótin og hætt verði að beina spjótum að birtingarmynd vandans í fréttum og viðtölum.

„Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál – ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans – líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér.“

Diljá telur að tími sé kominn á að spyrja fólk: Hvað hafi komið fyrir það? Í stað þess að spyrja: Hvað sé að þessari manneskju?

„Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar – en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum.

  • Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað.
  • Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið.
  • Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum.
  • Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær.
  • Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð – en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta.

Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir.

Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ – og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana.“

 

Magakveisa herjað á hótelgesti á Tenerife: „Ekki um faraldur að ræða“

Bitacora hótel Tenerife. Mynd/skjáskot.
Mikil magakveisa hefur herjað á hótelgesti á Tenerife og hafa margir Íslendingar, staddir á eyjunni fögru, kvartað sáran. Mannlíf fjallaði nýlega um málið og var í sambandi við Jone Urrutia, upplýsingafulltrúi Bitacora hótelsins, þar sem hann tjáði okkur um gang mála.
„Við höfum fengið staðfestingu á því, að ekki sé um faraldur ræða á hótelinu. Tilfellin eru ekki alvarleg og hafa allar reglur um heilbrigði og hreinlæti verið uppfylltar til hins ýtrasta. Þetta hefur BIOLAB greiningarfyrirtækinu, staðfest við okkur. Ennfremur hefur sjálfstæð læknisþjónusta meðhöndlað nokkra viðskiptavini okkar og höfum við fengið staðfestingu frá þeim, að ekki sé um nóróveiru að ræða. Sjúklingar hafa verið með væg einkenni, magaóþæginda sem hvorki hafi þurft á innlögn að halda, né annars konar læknisþjónustu.
Við höfum samt sem áður á Bitacora hótelinu ákveðið að herða allar reglur um sótthreinsun og hreinlæti, til að auka öryggi gesta okkar, enn frekar,“ segir Jone í samtali við Mannlíf.

 

 

Arnar Grant hafnar ásökunum um fjárkúgun: „Fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna“

Arnar Grant

Arnar Grant sendi frá sér yfirlýsingu til fréttastofu RÚV þar sem hann hafnar þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar um fjárkúgun.

Í gær var greint frá því að þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafi kært þau Arnar Grant og Vítalíu Lazarevu fyrir tilraun til fjárdráttar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífsins. Þremenningarnir lögðu fram kæru hjá héraðssaksóknara á föstudag þar sem þau Vítalía og Arnar eru sökuð um að hafa reynt að kúga út úr þeim 150 milljónir króna, gegn því að Vítalía félli frá því að kæra þá fyrir meint kynferðisbrot.

Vítalía steig fram í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti því að mennirnir þrír hefðu brotið á henni kynferðislega í sumarbústaðarferð í desember árið 2020. Þar var hún stödd ásamt Arnari Grant, en þau áttu þá í ástarsambandi.

Arnar Grant lét hafa það eftir sér nýverið að hann stæði með Vítalíu í málinu og myndi bera vitni ef til þess kæmi að málið færi fyrir dómstóla.

Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna kæru þremenninganna og segir hana fráleita tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna.

Yfirlýsing Arnars í heild sinni:

Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu.

Arnar Grant

Ugla segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum: „Hlustið á börnin ykkar“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir sálfræðinginn Jordan Peterson, sem kom fram í viðtali í Íslandi í dag á sunnudag, dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um málefni trans ungmenna sem geti valdið ungu fólki skaða. Ummæli Peterson um transbörn og aðgerðir á þeim hafa vakið hörð viðbrögð innan transsamfélagsins á Íslandi.

„Svo það sé á hreinu: Jordan Peterson hefur enga sérþekkingu á trans málefnum né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og baráttumanneskja fyrir málefnum transfólks, í færslu sem hún ritaði á Facebook-síðu sinni.

„Það sem hann hefur að segja um þennan málaflokk er þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt,“ segir Ugla.

Sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn

Kanadíski sálfræðingurinn og fyrirlesarinn Jordan Peterson hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskólabíói á laugardagskvöld. Á laugardagsmorgun tók Snorri Másson viðtal við Peterson fyrir fréttaþáttinn Ísland í dag á Stöð 2. Í viðtalinu átti Peterson frumkvæði að umræðu um málefni transfólks, en hann sagði meðal annars að heilbrigðisstarfsfólk limlesti börn með skurðaðgerðum. Hann sagðist einnig vilja banna aðgerðir á transbörnum undir 18 ára aldri og gera þeim lagalega kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem framkvæmi á þeim slíkar aðgerðir.

Eftir viðtalið við Peterson áréttaði Snorri að sárasjaldgæft væri að þær kynleiðréttingaraðgerðir sem hann vísaði til væru framkvæmdar á einstaklingum yngri en 18 ára í heiminum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefðu engar slíkar aðgerðir verið framkvæmdar á einstaklingi yngri en 18 ára á Íslandi. Stundum væru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til þess að styðja við trans ungmenni en löng reynsla væri komin á slíkar meðferðir.

 

Hvetur fólk til að sýna skilning

Jordan Peterson hefur í gegnum tíðina verið nokkuð umdeildur fyrir ýmsar skoðanir sínar, til að mynda á málefnum transfólks.

„Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla í samtali við fréttastofu Vísis. Þar segir hún einnig að bæling kynvitundar hafi í langan tíma valdið transfólki miklum skaða.

Í færslu sinni á Facebook hvetur hún fólk til þess að sýna transbörnum og ungmennum skilning.

„Ef ykkur er virkilega annt um velferð ungmenna þá ættuð þið að sniðganga þessa þvælu og mæta ungmennum frekar með umhyggju, skilning og hluttekningu. Fólk hættir ekki að vera hinsegin ef þú trúir þeim ekki. Þau hætta hinsvegar að treysta þér og bæla niður hver þau eru, sem veldur djúpstæðri vanlíðan og ama,“ segir í færslu Uglu.

„Hlustið á börnin ykkar og elskið þau skilyrðislaust. Ekki láta einhverja fordómafulla karlfauska sannfæra ykkur um eitthvað annað, sama hversu margar háskólagráður þeir hafa.“

Þetta borðar Hailey Bieber

Hailey Bieber

Mataræði Hailey Bieber
Hin 25 ára gamla Hailey Bieber byrjaði fyrirsætuferilinn aðeins 17 ára gömul og hefur setið fyrir í mörgum af þekktustu tískutímaritum heims. Hailey hefur unnið fyrir tískurisa á borð við Ralph Lauren og Tommy Hilfiger en hefur hún einnig verið mikið í sviðsljósinu vegna eiginmannsins, poppstjörnunnar Justin Bieber. Hailey leggur mikla áherslu á hollt og næringaríkt mataræði og sagði hún frá ,,leyndarmálinu’’ sínu í tímaritinu Elle. Gerðist hún nýlega Pescatarian sem hún segir henta sér vel og mælir með því að fólk prófi að minnka kjötneyslu.

3 máltíðir á dag
Hailey byrjar daginn yfirleitt á eggi, hafragraut, próteini eða smoothie.
„Hádegisverður er venjulega salat, fiskur, grillað grænmeti eða samloka,‘‘ sagði Hailey í viðtalinu en bætti við að hún borði ekki mikið af glúteni.
„Ég elska gott grænkál Caesar salat án brauðteninga, það er venjulega það eina sem ég sleppi. Kvöldmaturinn er venjulega svipaður hádegismatnum; einhvers konar grænmeti eða pasta – glútenlaust pasta. Undanfarna 2 og 1/2 mánuð hef ég alveg skorið kjöt (annað en fisk) úr daglegu matarræði mínu og hef haldið mig við fleiri grænmetis-/veganrétti,“ sagði Bieber í nýlegri færslu á Instagram-síðu sinni. Bætti hún við að henni hafi aldrei liðið betur, hún væri orkumeiri og næði betri einbeitingu.

Þrátt fyrir að Bieber fylgi tiltölulega ströngu matarræði og segist yfirleitt borða það sem er hollt, bæði fyrir líkama og húð, fær hún sér líka sykur. Hún segist eiga sína „svindldaga“ og borðar hún þá allt sem hana langar í. „Það er mín regla. Ef ég vakna og mig langar í pönnukökur, þá borða ég pönnukökur,“ segir fyrirsætan.
Hailey vill helst hafa góða yfirsýn yfir það hvað fer í máltíðir hennar. Hún segist frekar velja það að elda heima fram yfir að panta mat eða fara út að borða. „Við grillum fullt af dóti: steik, grænmeti, maísstönglar, beint á grillið.“ Auk þess finnst stjörnunni maturinn einfaldlega bragðast betur heima.

Forðast sykur og drekkur mikið vatn
Magnum ís þykir henni góður eftirréttur en segist hún almennt forðast sykur. Bætir hún við að það sé lykilatriði að drekka mikið vatn og drekkur hún margar flöskur yfir daginn. „Það er mikilvægt.“

Róbert hefur jafnað sig að mestu – „Það skröltir samt eitthvað“

Róbert Wesman brosir út að eyrum

„Ég er í grunninn eiginmaður og faðir. Við hjónin áttum tvö börn fyrir hvort og eignuðumst síðan son okkar fyrir þremur árum,“ sagði Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið. Tæpt ár er síðan Róbert og Ksenia Shakmanova giftu sig en brúðkaupið fór fram í Frakklandi í ágúst. Fjölskyldan er stór og býr í Holland Park í London þar sem börnin ganga í skóla.

„Ég vakna svona sjö til hálf átta á morgnana. Það þarf að koma börnum í skólann. Við hjónin förum svo gjarnan saman í ræktina þegar færi gefst. Ég hef alltaf reynt að stunda líkamsrækt reglulega,‘‘ segir Róbert sem er mikill áhugamaður um íþróttir og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum. „Nú er reyndar búið að taka af mér keppnisleyfið í hjólreiðum. Ég lenti í slysi fyrir nokkrum árum,“ segir hann og kveðst þó hafa jafnað sig, að mestu. „Það skröltir samt eitthvað þó að það hái mér ekki.“ Á veturna fer Róbert og skemmtir sér á skíðum og grípur líka stundum í körfubolta.

Aðspurður hvort það sé ekki freistandi að fara að taka því rólega og fara að spila golf segist hann ekki hafa tíma í slíkt. „Ég tók nú aðeins í golfkylfur í gamla daga, þannig að ég á alveg sveifluna inni ef ég verð gamall, en núna hef ég bara engan tíma til að spila golf. Ég vil taka snarpar æfingar og hafa tíma fyrir það sem skiptir máli, fjölskylduna og þau verkefni sem ég er að vinna að,“ segir hann að lokum og horfir björtum augum til framtíðar.

 

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni.

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs, vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum.

Travis Barker fluttur á sjúkrahús: „Vinsamlegast sendið bænir ykkar“

Kourtney Kardashian og Travis Barker í brúðkaupi sínu.

Tónlistarmaðurinn Travis Barker var fluttur á sjúkrahús í gær. Eiginkona hans, Kourtney Kardashian, var honum við hlið og dóttir hans hefur beðið fólk um að biðja fyrir pabba sínum.

Enn er ekki vitað hvað amar að Barker, en hann leitaði læknisaðstoðar í gærmorgun á sjúkrahúsi í Los Angeles. Ástand hans var bersýnilega metið það alvarlegt að stuttu síðar var hann fluttur á börum í sjúkrabíl, sem keyrði hann á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles. Samvæmt slúðurmiðlinum TMZ var Kourtney Kardashian við hlið eiginmanns síns allan tímann, en parið gekk í það heilaga fyrir einungis um það bil mánuði síðan á Ítalíu.

Það hefur vakið athygli að Barker birti færslu á Twitter fyrr þennan dag sem í stóð: „Guð bjargi mér“. Um er að ræða heiti á lagi með vini Barker, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly.

Alabama Barker, 16 ára dóttir Barker úr fyrra hjónabandi, biðlaði í gær til fylgjenda sinna á Instagram að biðja. Pabbi hennar hafði verið fluttur á sjúkrahúsið skömmu áður og má því ætla að hún sé að óska eftir því að beðið sé fyrir pabba hennar.

„Vinsamlegast sendið bænir ykkar,“ stóð í færslu dótturinnar.

Hjúkrunarfræðingar verða fyrir áreiti á Facebook – „Þú mátt alveg vera heima og gera ekki neitt.“

Mynd:FÍH Halla Eiríksdóttir

„Það er engin lagaleg skylda til að vera inn í Facebook-hóp vinnustaðarins, hvað þá að vera með kveikt á hópspjalli þar sem sífellt er verið að óska eftir fólki á vakt,“ skrifar Halla Eiríksdóttir, varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í pistli á vef FÍH. Þar segir hún hjúkrunarfræðinga vera útsettari fyrir meðvirkni enda sé meðvirkni þekkt fyrirbæri meðal umönnunaraðila.

„Flestir hjúkrunarfræðingar fá sem betur fer að fara í samfellt fjögurra vikna frí núna í sumar en gera það með jafnvel með sektarkennd því að samstarfsfólkið þarf að hlaupa hraðar á meðan, þar sem ekki hefur tekist að fylla upp í lausar stöður.“ Veltir Halla því fyrir sér hver ábyrgð vinnuveitanda gangnvart starfsfólki sínu sé og hvers vegna vinnuveitendur ætlist til þess að að unnið sé undir sífellt meira álagi.

„Það læðist að manni sá grunur að heilbrigðiskerfið í heild njóti góðs af vilja hjúkrunarfræðinga til að hjálpa skjólstæðingum sínum og samstarfsfólki.“ Halla segir nýtt fyrirbæri orðið þekkt meðal hjúkrunarfræðinga – „samviskubitaáreiti“.
„Við erum nú komin með fyrirbærið „samviskubitaáreiti“ sem felur í sér reglulegt áreiti samstarfsmanna í gegnum síma og samfélagsmiðla til að fá hjúkrunarfræðinga á aukavakt þegar þeir eiga að vera í fríi og vilja ekki meiri vinnu.“ Hún segir mikilvægt að hjúkrunarfræðingar standi með sjálfum sér og þekki sín mörk.

„Munið að það þarf ekki að koma með neina afsökun fyrir því hvers vegna þú vilt ekki vinna umfram vinnuskyldu. Það þarf ekki að vera ferðalag, afmæli eða brúðkaup, þú mátt alveg vera heima og gera ekki neitt. Þegar upp er staðið er engum greiði gerður með því að vinna umfram eigin mörk, slíkt endar aldrei vel.“

Karlmaður ákærður fyrir morðið á Aleenu – Fannst með alvarlega höfuðáverka

Zara Aleena

Jordan McSweeney hefur verið ákærður fyrir morðið á Zöru Aleenu í Ilford í austurhluta London. Aleena, sem var 35 ára gömul, fannst með alvarlega höfuðáverka á Cranbrook Road um klukkan þrjú, aðfaranótt sunnudags. Lést hún síðar um morguninn á sjúkrahúsi. Greindi fréttamiðillinn Sky News frá því að engar vísbendingar hefðu fundist um það hvort vopn hafi verið notað í árásinni.

Jordan, sem er 29 ára gamall, hefur einnig verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og rán, að sögn lögreglunnar. Í yfirlýsingu sem gefin var út í gegnum Met Police lýsti fjölskylda Aleenu henni sem hjartahreinni með dásamlegan hlátur. Hún annaðist móður sína og ömmu og var vinamörg. Hún hafði verið klettur innan fjölskyldunnar sem segir missinn óyfirstíganlegan.

Sundskýla Ara Edwald

Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri Íseyjar, er einn þeirra þriggja manna sem kærði Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Hann segir við Ríkisútvarpið að ákvörðunin hafi verið „erfið“ og honum nauðugir einn kostur að kæra ungu konuna og ástmann hennar. Málið er gríðarlega áhugavert í því ljósi að allir kunna að vera sekir þegar upp er staðið. Ekkert hefur verið hrakið af því sem Vítalía staðhæfir. Viðurkennt er að karlarnir fjórir voru naktir í pottinum með Vítalíu en ágreiningur er um framhaldið. Því er haldið fram að Ari hafi framan af verið í sundskýlu æi pottinum en beittur þvingunum til að bera sig með hinum typpalingunum, Arnari Grant, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.
Eftirleikurinn og fjárkröfur parsins geta orðið til þess að þau verði sakfelld fyrir tilraun til fjárkúgunar eftir að hafa krafist 150 milljóna króna, eins og lýst hefur verið. Jafnframt gætu einn eða fleiri pottverjar verið fundnir sekir um að misbjóða Vítalíu kynferðislega og svipta hana frelsi. Þetta eru sem sagt tvö ólík mál. Valdamunur er fyrir dómstólum því Vítalía og Arnar eru að kljást við auðmenn sem vita vart aura sinna tal, að Ara þó undanskildum …

Jón er sammála lögreglu – Skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tekur vel í tillögu Runólfs Þórhallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjónar í greiningardeild ríkislögreglustjóra, um meiri rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu. Þá sé það í takti við núverand heimsmynd en Morgunblaðið fjallaði um málið í dag.

Þar ítrekar Jón mikilvægi nýs frumvarps umvíðtækar heimildir lögreglu og segir að einkenni skipulagðar glæpastarfsemi sé að hún virðir engin landamæri. „Við erum með frum­varp nán­ast til­búið sem verður lagt fram strax í haust, um víðtæk­ar heim­ild­ir lög­reglu,“ sagði Jón og bætti við að frumvarpið hafi verið tilbúið í nokkra mánuði og ekki gefist tími til að leggja það fram. Aðspurður hvort frumvarpið innihaldi leyfi til þess að afla upplýsinga þegar kemur að hryðjuverkaógn á Íslandi, segir Jón svo vera. Þá sé það í samræmi við nágrannalönd.

Jóhanna Vigdís greip ráðherra sem féll í yfirlið: „Ég er ekkert heljarmenni en ég greip ráðherrann“

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er frábær fréttakona

„Ég er ekkert heljarmenni en ég greip ráðherrann og kom þannig í veg fyrir að Ingibjörg félli í gólfið,“ sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, í samtali við DV árið 2001. Var það þann 17.janúar 2001 þegar Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra, féll í yfirlið í beinni sjónvarpsútsendingu frá Alþingi.  Jóhanna Vigdís hafði fengið Ingibjörgu og Össur Skarphéðinsson í viðtal. Ingibjörg var vart búin að segja nema nokkur orð þegar hún féll fram yfir sig. Í frétt DV segir að ráðherrann hafi verið „afmyndaður af kvölum í andliti og rjúfa þurfti beina fréttaútsendingu.‘‘

Vigdísi var brugðið og sagðist alls ekki hafa átt von á þessu. „Ingibjörg var fljót að ná sér og var til í að halda viðtalinu áfram. Þá stóð hún sig líka vel,“ sagði Jóhanna Vigdís sem sjálf var enn að jafna sig þegar viðtalið var tekið við hana, morguninn eftir uppákomuna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, stóð við hlið Ingibjargar þegar leið yfir hana. Honum var einnig brugðið en sagðist sem betur fer hafa heyrt að líðan ráðherrans væri góð. Vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Þetta kvöld var það ótrúleg tilviljun að Sveinn Magnússon, læknir og starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins, var staddur nærri Alþingishúsinu. Hann var akandi á leiðinni heim til sín með útvarpið í gangi og heyrði því hvað gekk á á Alþingi. Sveinn var ekki lengi að snara sér út úr bílnum og hlaupa niður í Alþingishús þar sem hann hlúði að ráðherranum.

Ingibjörg er ákveðin

Eftir að Jóhanna hafði lokið viðtalinu við Ingibjörgu fylgdi Sveinn henni niður á spítala þar sem hún gekkst undir skoðun. Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrum alþingismaður og bróðir Ingibjargar, sagði í viðtali við DV að systur sinni liði vel og ætti að hvíla sig fram yfir helgina – Skýringin var þreyta. „Mér skilst að héma sé um ógurlega ofþreytu að ræða sem braust svona fram. En það er harka í genunum hjá okkur og það skýrir hvers vegna systir mín treysti sér til að ljúka sjónvarpsviðtalinu þrátt fyrir að hafa fallið í yfirlið,“ sagði Ísólfur og bætti við að systir sín væri energísk og gleymdi stundum að borða þegar mikið er að gera.

Heimild: Tímarit.is DV

Says Jordan Peterson spreads dangerous information about trans issues: „Listen to your children“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, or Owl Fisher in English, says that the psychologist Jordan Peterson, who did an interview on the news program Ísland í dag on Sunday, is spreading contradictory and dangerous information about trans youth issues that can cause harm to young people. Peterson’s comments about trans children and surgeries done on them evoked strong reactions from the trans community in Iceland.

„To be clear: Jordan Peterson has no expertise in trans issues. He has also not worked with trans youth, nor in health care for trans youth or trans people in general,“ says Owl Fisher, graduate from gender studies and activist for trans people, in a post she wrote on her Facebook page.

„What he has to say about this issue is contrary to the methods of experts and people who work with children in the field. He is literally spreading contradictory and dangerous information that can harm young people if taken seriously, “ says Ugla.

 

Statements about healthcare workers mutilating children

Canadian psychologist and lecturer Jordan Peterson spoke at Háskólabíó for a full house on Saturday night. The morning before his lecture, journalist Snorri Másson interviewed Peterson for the news program Ísland í dag on Channel 2. In the interview, Peterson initiated a discussion on transgender issues. Among other things, he claimed that healthcare professionals mutilate children by performing surgeries on them. He also said he wanted to ban surgeries on transgender children under the age of 18 and make them legally able to sue healthcare workers who perform such procedures.

After the interview with Peterson, Másson clarified that it is in fact very rare, globally, for the gender reassignment procedures he had referred to, to be done on individuals under the age of 18. According to Channel 2’s sources, no such operations have been performed on a person under the age of 18 in Iceland. He continued by saying that hormone-suppressors were known to be sometimes used to support transgender teens, but that such treatments with hormones are both well-known and tested over the years.

 

Encourages people to show understanding

Jordan Peterson has long been considered controversial for many of his views and statements, for example when it comes to transgender issues.

„We as a society would never accept such a discourse if he were talking about homosexuality, and therefore we should not accept it when it comes to trans people either,“ says Fisher in an interview with Vísir. She also claims that the suppression of gender identity has caused trans people great harm over the years.

In her post on Facebook, she encourages people to show trans children and young people understanding and compassion.

„If you really care about the wellbeing of young people, then you should avoid this type of nonsense and face young people with care, understanding and compassion. People will not stop being queer if you do not believe or listen to them. However, they will stop trusting you and suppress who they are, which will in turn cause profound discomfort and problems, „says Fisher.

„Listen to your children and love them unconditionally. Do not let some prejudiced men convince you of anything else, no matter how many university degrees they may have. „

 

This article was originally published in Icelandic.

Vítalía: „Mig langar að biðjast afsökunar“

Vítalía Lazerova Ljósmynd: Instagram-skjáskot

„Mig langar að biðjast afsökunar, afsökunar á því að hafa brugðist öðrum þolendum og langar til að einblína á að ég get ekki tekið ábyrgð á öllum fréttaflutning.Ég lagði fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota sl mars hjá lögreglunni og setti mynd hér inn því til staðfestingar.“

Þetta segir Vítalía Lazareva á Twitter en flestir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að hún hefði ekki lagt fram kæru á hendur Hreggviði Jónssyni, Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni. Áður hafði verið greint frá því að Vítalía Lazareva hefði kært þremenningana en hafði hún enn ekki verið kölluð í skýrslutöku.

Vítalía segir enn fremur að hún hafi talið sig hafa kært þá með þessu. „Ég hef alltaf haldið að það að fylla út slíkt blað með fyrirspurnum og spurningum hvað varðar kynferðisbrot þýddi „eitthvað”. Ég hef ekki mætt í skýrslutöku eins og hefur oft komið fram og hef ég aldrei sagt annað. Ég biðst afsökunar. Afsökunar á að vita ekki betur.“

Elín Soffía var að elda þegar brotsjór reið yfir skipið: „Ég er búin að fá jólabaðið“

„Ég tók einu sinni sæti sem varaþingmaður á þingi og það var akkúrat þegar ég var á sjónum,“ segir Elín Soffía Harðardóttir í viðtali við Sjóarann með Kolbeini Þorsteinssyni. Hún fékk frí hjá Samskipum og sat á þingi í tvær vikur. „Ég lagði fram þingsályktunartillögu um mengun í höfnum vegna þess að það pirraði mig svo að það var öllu rusli hent í sjóinn. Það hafði farið olía í höfnina í Reykjavík og það var ekkert gert. Eitthvert skip Samskipa hafði misst olíu í höfnina í Hamborg og það þurfti að borga hundruð þúsunda í sektir og það var búið að setja lög á Íslandi fyrir einhverjum árum, en það hafði aldrei verið sett reglugerð þannig að það var ekki hægt að sekta fyrir það. Og ég man alltaf að hann sagði, Skúli Alexandersson, að það væri helvíti hart að hann þyrfti að fá varaþingmann til að koma inn og segja að þeir væru ekki að vinna vinnuna sína. En því var breytt eftir þetta.“

Þetta var ekki hefðbundið kvennamál.

Hún hefur náð þessu í gegn.

„Já, og það vakti svolitla athygli af því að ég er kona og þetta var ekki hefðbundið kvennamál, af því að konur komu yfirleitt með mál tengd fæðingarorlofi eða einhverju svoleiðis. En þetta var það sem ég var að vinna við og ég hugsaði oft um ruslið, af því að ég var löngu búin að komast að því að sjórinn tekur ekkert endalaust við. Það var alltaf sagt „lengi tekur sjórinn við“.“

Þú hefur haft þetta í gegn á þinni tveggja vikna setu á þingi.

„Já.“

Þú hefur þá ekki hugsað þér frekari frama í pólitík?

„Nei, ekki þá. En mér þótti rosa gaman að sjá þetta og þetta er ekki auðvelt starf að vera þarna inni. Ég veit það alveg. Þeir sem vinna þar hafa helling að gera. Ég öfunda þá ekki. En hins vegar er þetta skemmtilegt. Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík.“

Hefur þú eitthvað verið að vafstra í bæjarmálunum í Hafnarfirði?“ Þess má geta að Elín fæddist á Akureyri en flutti tveggja ára til Hafnarfjarðar og segist eiginlega hafa búið þar alla tíð síðan.

„Já, ég er í stjórn Samfylkingarinnar. Sonur minn var á lista síðast. En þetta er komið gott hjá mér. En ég hef gaman af að fylgjast með og taka þátt í baráttu.“

 

Fékk ekki að fara á dekkið

Hvenær hófst sjómennskuferillinn?

„Þegar ég kláraði matreiðslunám þá langaði mig svo að prófa sjómennsku og 1985 leysti ég af hjá Samskipum í fyrsta skipti að sumri til; var á sumrin annað slagið þar til 1988. Þá byrjaði ég föst hjá Samskipum og var alveg til 1994. Ég var bæði á millilandaskipum og í strandsiglingum.“

Elín segist hafa verið á Arnarfelli – tveimur Arnarfellum – auk þess að hafa siglt á Dísarfelli, Helgafelli og Hvassafelli. „Ég var líka hjá Eimskipum á sumrin, áður en ég varð föst hjá Samskipum,“ segir Elín, en fyrst var reyndar um að ræða Skipadeild Sambandsins.

Áður fyrr var bæði bryti og messi um borð og segir Elín að í fyrsta túrnum hafi hún verið með messa og að síðan hafi það eiginlega verið lagt af.

En það var bara áskorun að pottarnir hreyfðust.

Hún segir að fyrsti túrinn hafi verið erfiður.

„Ég var komin úr námi þar sem var fólk sem vaskaði upp og gerði allt fyrir mann og maður hugsaði aldrei um hvort maður var að nota aukaskál. Svo var ég allt í einu komin með 12-15 manns til að elda fyrir og þó að messi væri í áhöfninni þá þurfti maður samt að hugsa öðruvísi og svo var það náttúrlega hreyfingin og allt um borð. En það var bara áskorun að pottarnir hreyfðust.“

Hún þurfti að stíga ölduna.

„Já.“

Með pottinn í fanginu væntanlega.

„Oft og tíðum, já.“

Svo gat maður orðið sjóveikur.“

Glímdir þú við sjóveiki?

„Já, ég glímdi oft við sjóveiki í byrjun. Ef maður var að koma úr löngu fríi þá var maður stundum sjóveikur og svo bara var það búið. Ég man þegar ég fór einhvern tímann í túr og hugsaði „guð minn góður, hvað er ég að gera? Ég geri þetta aldrei aftur. Nú bara er ég hætt“. Svo fór ég fjóra túra í röð af því að sjóveikin var búin eftir tvo daga.

Hvernig var að vera sjóveik við matseld?

Það var einu sinni sem ég þurfti að fá einhvern annan til að smakka fyrir mig. En ég eldaði alltaf. En ég hafði opið til þess að fá hreint loft og fór oft út.“

Líkaði þér vel á sjónum? Voru engar efasemdir hjá þér um að þarna vildir þú vera?

„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og lífsreynsla. Mig langaði alltaf að prófa þetta. Þegar ég fæddist þá bjuggu foreldrar mínir á Hjalteyri. Ég fæddist í mars og var ekki vikugömul þegar ég fór á bát yfir á Hjalteyri af því að það var ekki fært landleiðina. Þannig að mamma sagði að ég hefði snemma farið á sjó.“

Er sjómennska í ættinni?

„Nei.“

Allt landkrabbar?

„Kennarar og skólastjórar og svoleiðis.“

Þannig að þú kannski braust þarna ákveðið blað.

„Já, ég gerði það.“

Ég sagði „ef viðhorfin eru svona hérna, þá tala ég bara við jafnréttisnefnd Sambandsins“.

Varst þú vör við neikvæð viðhorf? Nú voru ekki margar konur brytar eða kokkar á skipum.

„Maður fann aðeins. Þegar ég var að byrja og var í afleysingum og ráðningarstjórinn vissi ekki hvenær ég fengi pláss aftur, þá sagði ég að það væri allt í lagi, ég gæti bara farið á dekkið. Þá sagði hann „nei, konur fara ekki á dekk. Þið verðið nú að leyfa okkur að eiga eitthvað eftir“. Þá vissi ég að það væri til jafnréttisnefnd hjá Sambandinu og ég sagði „ef viðhorfin eru svona hérna þá tala ég bara við jafnréttisnefnd Sambandsins“. Síðan fékk ég alltaf nóg að gera; ég fékk ekki að fara á dekkið.“

En fékkst fasta stöðu.

„Já, og nóg að gera í kokkaríinu.“

 

Það var aðaltilbreytingin

Þetta er karlasamfélag um borð og er Elín spurð hvernig henni hafi fundist að vera næstum því í einangrun úti á ballarhafi með áhöfn upp á kannski 12 manns.

Þá er alltaf komið og sagt „hvað er í matinn?“.

„Mér fannst það bara skemmtilegt. Ég eignaðist fjölda vina og kunningja þarna. Ég hef alltaf verið ákveðin kona og ekki kallað allt ömmu mína, þannig að það pirraði mig ekkert. Ég hugsa að þetta sé erfiðasta starfið um borð, vegna þess að það er alltaf komið og spurt hvað sé í matinn. Það bíða allir; það er kannski eina tilbreytingin. Það er kannski siglt í meira en viku og þá er alltaf komið og sagt „hvað er í matinn?“. Það var aðaltilbreytingin. Það var eins gott að kokkurinn klikkaði ekki.“

Sjómenn hafa verið með ákveðinn talsmáta og látið allt vaða. Þeir rjúka upp og eru vinir 10 mínútum síðar. Þeir segja það sem þeim dettur í hug og það er ekki endilega alltaf það sem við köllum „pólitískt rétt“. Elín er spurð hvort hún haldi að þetta myndi ganga í dag.

„Ég held að það væri mjög erfitt og gæti verið erfitt fyrir ungar konur. Samfélagið er allt annað. Við lifðum og hrærðumst í allt öðruvísi samfélagi. Auðvitað væru margar stelpur sem gætu það. En karlmennirnir eru líka að breytast. Við skulum allavega vona það.“

 

Byrjuðu saman í Hull

Elín er spurð um eftirminnilegasta túrinn.

Þá kom brot aftan á, inn um gluggann og ég stóð í eldhúsinu alveg rennandi blaut.

„Þeir eru margir eftirminnilegir, en það hlýtur að vera túrinn þegar ég byrjaði með manninum mínum. Hann var hjá Samskipum. Hann var í Stýrimannaskólanum og þurfti að ná sér í reynslu á fraktara. Við vorum búin að sigla saman um sumarið og svo kom hann í afleysingar í jólatúr. Ég var að koma úr löngu fríi; var búin að vera í Bandaríkjunum í meira en mánuð. Við fórum 22. desember held ég; þetta var rétt fyrir jólin. Við fórum til Eyja; ég man að ég gerði desertinn í Eyjum fyrir aðfangadagskvöld og svo gerði alveg kolvitlaust veður. Ég var svo sjóveik á aðfangadag þegar ég var að gefa þeim að borða. Þá kom brot aftan á, inn um gluggann og ég stóð í eldhúsinu alveg rennandi blaut og diskarnir og allt saman. Og þá hætti ég að vera sjóveik og fór að hlæja og sagði við strákana „ég er búin að fá jólabaðið“. Og túrinn sem átti að vera 12 dagar varð þrjár vikur. Við misstum út gáma. Við byrjuðum saman í Hull á milli jóla og nýárs. Og hann kom allt of seint í skólann af því að túrinn var svo langur.“

Elín segir að hann hafi einu sinni verið á Jökulfellinu og hún á Arnarfellinu og þau hafi þá ekki hist í 85 daga. „Stundum náðum við að vinka í hafnarkjaftinum en ég var alltaf nýfarin eða hann þegar hitt kom.“

Þær hafa verið stopular, samverustundirnar.

„Já, þarna í byrjun.

Við vorum alltaf til skiptis. Við vorum ekki á sömu skipum, en þó eitthvað. Svo hætti ég þegar við eignuðumst okkar barn 1994.“

 

Heimilisfræðikennari

Elín er spurð hvort hún sakni þess að vera á sjónum.

„Stundum þegar er fallegt veður og ég horfi á hafið, þá hugsa ég að það væri fínt að vera úti á sjó. En þegar veður er vont þá sakna ég þess ekki.“

Núna vinnur Elín við kennslu.

„Það hittist svoleiðis á að ég hafði verið með matstofu í Kópavogi og var nýbúin að selja hana,“ segir hún og svo var hringt í hana og hún spurð hvort hún vildi kenna heimilisfræði við Víðistaðaskóla þar sem faðir hennar hafði verið skólastjóri. Nýr kafli hófst og fór hún svo í nám í uppeldis- og kennslufræði og náði sér í kennsluréttindi. „Ég kenni heimilisfræði sem mér finnst mjög skemmtilegt og krökkunum finnst mjög gaman í heimilisfræði.

Kennslustarfið er léttara; ég var með matstofu þar sem ég var kannski að elda fyrir 4-500 manns í hádeginu og voru pottar þungir. Ég var alltaf að drepast í bakinu og ég hef varla fundið fyrir því síðan; ekkert í líkingu við það sem var. Maður yngist ekkert.“

 

Elín Soffía Harðardóttir var kokkur á kaupskipum: „Það var eins gott að kokkurinn klikkaði ekki.“

„Þegar ég kláraði matreiðslunám þá langaði mig svo að prófa sjómennsku og 1985 leysti ég af hjá Samskipum í fyrsta skipti að sumri til; var á sumrin annað slagið þar til 1988. Þá byrjaði ég föst hjá Samskipum og var alveg til 1994. Ég var bæði á millilandaskipum og í strandsiglingum.“

Gestur Sjóarans er Elín Soffía Harðardóttir matreiðslumeistari. Elín kallar ekki allt ömmu sína og var meðal annars kokkur á skipum Samskipa.

Í viðtalinu spjallar Elín um sjómennskuna, skipsfélaga, sjóveiki og sérstakt jólabað eitt aðfangadagskvöld forðum daga.

Hvers vegna eru svona margir Íslendingar að deyja? – Bæring: „Hvað er að gerast í okkar landi?“

„Hvað er að gerast í okkar landi og engin umræða um þessa aukningu dauðsfalla sem er sýnd hér frá Hagstofu Íslands samkvæmt ársfjórðungum frá árinu 2010 til 2022. Tala látinna hefur aukist um +35% nú á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða 780 dauðsföll miðað við um 580 dauðsföll að meðaltali ársfjórðungana frá 2015-2021.“

Þetta skrifar Bæring Ólafsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og framkvæmdastjóri Coca Cola International, og vísar í ársfjórðungstölur Hagstofunnar. Þar má sjá að talsvert fleiri létust í upphafi þessa árs samanborið við lok síðasta árs. Það sem gerir þetta óvenjulegra er að fjöldi látina á Íslandi hefur verið nokkuð stöðugur um árabil. Bæring bendir á að þetta geti varla tengst COVID, þar sem einungis 21 hafi látist á þessu ári af völdum sjúkdómsins. Hér má skoða tölur Hagstofunnar upp á eigin spýtur.

Bæring heldur áfram og skrifar: „Samtals eru þetta +200 umframdauðsföll bara á einum ársfjórðungi og ef heldur sem áfram þá stefnir í +800 aukadauðsföll fyrir árið 2022 eða um 3,120 í heildina miðað við meðaltal síðustu 7 ára um 2,350 semsagt yfir 30% aukning.“

Bæring segir þetta alvarlegt mál sem þurfi að skoða sem fyrst. „Eru stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, fjölmiðlar og almenningur yfirleitt ekkert að skoða þetta og er þetta ekki túlkað sem neyðarástand og öllum bara alveg sama, Hvernig væri að hysja upp um sig buxurnar og kryfja þetta til mergjar og það strax og finna út hvað sé eiginlega í gangi og upplýsa almenning um þetta neyðarástand….. yfir 30% aukning dauðsfalla hlýtur að vera algjört forgangsverkefni ….. og ekki eru þetta Covid dauðsföll þar sem þau eru einungis 21 fyrir 2022.“

Kolbrún rekin af Fréttablaðinu

Mynd: RÚV.is

Kolbrúnu Bergþórsdóttur, menningarritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum Mannlífs gerðist þetta fyrr í dag. Hún hefur komið víða við á fjölmiðlaferli sínum og var um tíma ritstjóri DV. Hún hefur verið fastur gestur í Kilju Egils Helgasonar.

Kolbrún vildi lítið tjá sig í samtali við Mannlíf. „Ég er nú bara búin að segja allt sem ég þarf að segja. Ég er bara hætt og ég ætla að njóta sumarsins og eitthvað nýtt og skemmtilegt tekur við,“ segir Kolbrún.

Stutt er síðan hún deildi við opinberlega við ritstjóra Fréttablaðsins, Sigmund Erni Rúnarsson. Hún hafði sagt í leiðara sínum í Fréttablaðinu að skoðanakönnun blaðsins væri lítt marktæk. Þar mældust Píratar með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Morgunblaðið hafði eftir Sigmundi að skoðanir hennar væru skrýtnar en ættu fullan rétt á sér.

 

Afdrifaríkt grín Más gæti endað með sýn: „Hann tjáði mér í fúlustu alvöru að hann myndi hjálpa mér“

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson, sem flestir þekkja úr Söngvakeppni sjónvarpsins, gæti endað á að fá betri sjón þökk sé sprelli. Hann spurði lækni, í gríni, hvort þeir ætluðu ekki að fara að lækna sjúkdóm hans, LCA. Læknirinn svaraði grínlaust að hann myndi redda honum. Már greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

„Í gegnum tíðina hefur því af og til verið fleygt fram að vonandi einhvern tímann í fjarlægri framtíð verði hægt að bæta eða lækna sjónina mína. Maður hefur kurteisislega brosað, kinkað kolli og sagt já já, án þess að þora að vona eða búa til væntingar fyrr en nú,“ segir Már sem fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum.

Hann segir svo atvikinu afdrifaríka. „Um daginn var ég að syngja á alþjóðlegri augnlæknaráðstefnu og spurði í gríni einn augnlækninn- hvenær ætlið þið að fara að lækna þetta LCA. Ég bjóst við gríni til baka enn hann tjáði mér í fúlustu alvöru að gríðarlega margt væri að gerast, hann myndi hjálpa mér og að við ættum að heyrast betur eftir ráðstefnuna,“ segir Már.

Hann er nú að undirbúa þetta betur. „400 manns með sama augnsjúkdóm og ég hafa farið í aðgerð sem í 90% tilvikum hefur skilað þeim bættri sjón. Ég er kominn í samband við augnlækna erlendis sem þekkja allar nýustu aðferðir og eru nú að aðstoða mig, fara yfir mín mál og skoða hvað hægt er að gera,“ segir Már.

„Tilfinningarnar eru blendnar þar sem maður vill trúa að þetta gæti gengið en hættan á að verða fyrir vonbrigðum er til staðar. Hvernig sem þetta fer fyrir mig þá er hjarta mitt að springa úr þakklæti fyrir hönd þeirra sem hafa nú þegar öðlast betri sjón og fá að sjá heiminn betur en áður. Nú er búið að brjóta ísinn og ég ætla mér að aðstoða fagfólk eins og ég get við að halda þessari frábæru þróun áfram!“

Smitaðist af apabólunni á Íslandi – Áhyggjuefni segir Þórólfur

Apabóla
Mynd/Envato

Karlmaður á miðjum aldri greindist með apabólu í gær. Þar með hefur fjórða smitið greinst hér á landi, en sóttvarnalæknir segir að líklega sé um innanlandssmit að ræða, sem sé áhyggjuefni. Þetta kemur fram hjá RÚV.

„Þetta eru svipuð einkenni og hjá hinum þremur, fyrst og fremst húðeinkenni og fólk er ekkert veikt með þessu,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í samtali við RÚV.

Maðurinn sem um ræðir er í einangrun á heimili sínu.

Þórólfur segir smitrakningu vera í ferli en að allar líkur séu á að um innanlandssmit sé að ræða. Hann segir það áhyggjuefni ef mikið fari að vera um slík smit.

Rúmlega þrjú þúsund einstaklingar hafa greinst með apabólu í Evrópu og hefur smitum í álfunni fjölgað að undanförnu.

Á sama tíma og apabóla virðist farin að smitast innanlands hefur Covid-smitum farið fjölgandi í samfélaginu undanfarið. Í fyrradag greindust til að mynda 420 einstaklingar með sjúkdóminn. Nýlega hefur verið fjallað um nýtt afbrigði sem sagt er skæðara en þau sem á undan hafa komið. Þórólfur segir þó að of snemmt sé að hafa sérstakar áhyggjur af því, enda sé sóttvarnastofnun Evrópu ekki búin að gefa neitt út hvað það varðar. Hann segir að oft komi upp áhyggjur af einstaka afbrigðum, en að það þurfi að bíða og sjá hvernig sjúkdóm sé um að ræða, tilraunir séu gerðar á rannsóknarstofum og þá fáist tilfinning fyrir hegðun hinna nýju afbrigða.

„Þannig að ég held það sé of snemmt að koma með einhverja slæma spá það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.

Dagdrykkja gamalmenna: „Má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina“

Diljá Ámundadóttir Zoëga. Mynd/skjáskot. Vísir.

Diljá Ámundadóttir Zoëga var með aðsendan pistil í dag á Vísi sem ber heitið: Aðeins um dagdrykkju gamalmenna – af hverju eru þau að drekka? Diljá er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum og veltir hún fyrir sér grein sem birtist í gær í Fréttablaðinu: Aðeins um dagdrykkju gamalmenna.

Diljá segist hafa orðið vör við umræðu, upp á síðkastið, um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Hún vonast eftir því að farið verði nánar ofan í orsakarótin og hætt verði að beina spjótum að birtingarmynd vandans í fréttum og viðtölum.

„Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál – ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans – líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér.“

Diljá telur að tími sé kominn á að spyrja fólk: Hvað hafi komið fyrir það? Í stað þess að spyrja: Hvað sé að þessari manneskju?

„Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar – en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum.

  • Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað.
  • Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið.
  • Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum.
  • Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær.
  • Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð – en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta.

Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir.

Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ – og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana.“

 

Magakveisa herjað á hótelgesti á Tenerife: „Ekki um faraldur að ræða“

Bitacora hótel Tenerife. Mynd/skjáskot.
Mikil magakveisa hefur herjað á hótelgesti á Tenerife og hafa margir Íslendingar, staddir á eyjunni fögru, kvartað sáran. Mannlíf fjallaði nýlega um málið og var í sambandi við Jone Urrutia, upplýsingafulltrúi Bitacora hótelsins, þar sem hann tjáði okkur um gang mála.
„Við höfum fengið staðfestingu á því, að ekki sé um faraldur ræða á hótelinu. Tilfellin eru ekki alvarleg og hafa allar reglur um heilbrigði og hreinlæti verið uppfylltar til hins ýtrasta. Þetta hefur BIOLAB greiningarfyrirtækinu, staðfest við okkur. Ennfremur hefur sjálfstæð læknisþjónusta meðhöndlað nokkra viðskiptavini okkar og höfum við fengið staðfestingu frá þeim, að ekki sé um nóróveiru að ræða. Sjúklingar hafa verið með væg einkenni, magaóþæginda sem hvorki hafi þurft á innlögn að halda, né annars konar læknisþjónustu.
Við höfum samt sem áður á Bitacora hótelinu ákveðið að herða allar reglur um sótthreinsun og hreinlæti, til að auka öryggi gesta okkar, enn frekar,“ segir Jone í samtali við Mannlíf.

 

 

Arnar Grant hafnar ásökunum um fjárkúgun: „Fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna“

Arnar Grant

Arnar Grant sendi frá sér yfirlýsingu til fréttastofu RÚV þar sem hann hafnar þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar um fjárkúgun.

Í gær var greint frá því að þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafi kært þau Arnar Grant og Vítalíu Lazarevu fyrir tilraun til fjárdráttar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífsins. Þremenningarnir lögðu fram kæru hjá héraðssaksóknara á föstudag þar sem þau Vítalía og Arnar eru sökuð um að hafa reynt að kúga út úr þeim 150 milljónir króna, gegn því að Vítalía félli frá því að kæra þá fyrir meint kynferðisbrot.

Vítalía steig fram í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti því að mennirnir þrír hefðu brotið á henni kynferðislega í sumarbústaðarferð í desember árið 2020. Þar var hún stödd ásamt Arnari Grant, en þau áttu þá í ástarsambandi.

Arnar Grant lét hafa það eftir sér nýverið að hann stæði með Vítalíu í málinu og myndi bera vitni ef til þess kæmi að málið færi fyrir dómstóla.

Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna kæru þremenninganna og segir hana fráleita tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna.

Yfirlýsing Arnars í heild sinni:

Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu.

Arnar Grant

Ugla segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum: „Hlustið á börnin ykkar“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir sálfræðinginn Jordan Peterson, sem kom fram í viðtali í Íslandi í dag á sunnudag, dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um málefni trans ungmenna sem geti valdið ungu fólki skaða. Ummæli Peterson um transbörn og aðgerðir á þeim hafa vakið hörð viðbrögð innan transsamfélagsins á Íslandi.

„Svo það sé á hreinu: Jordan Peterson hefur enga sérþekkingu á trans málefnum né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og baráttumanneskja fyrir málefnum transfólks, í færslu sem hún ritaði á Facebook-síðu sinni.

„Það sem hann hefur að segja um þennan málaflokk er þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt,“ segir Ugla.

Sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn

Kanadíski sálfræðingurinn og fyrirlesarinn Jordan Peterson hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskólabíói á laugardagskvöld. Á laugardagsmorgun tók Snorri Másson viðtal við Peterson fyrir fréttaþáttinn Ísland í dag á Stöð 2. Í viðtalinu átti Peterson frumkvæði að umræðu um málefni transfólks, en hann sagði meðal annars að heilbrigðisstarfsfólk limlesti börn með skurðaðgerðum. Hann sagðist einnig vilja banna aðgerðir á transbörnum undir 18 ára aldri og gera þeim lagalega kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem framkvæmi á þeim slíkar aðgerðir.

Eftir viðtalið við Peterson áréttaði Snorri að sárasjaldgæft væri að þær kynleiðréttingaraðgerðir sem hann vísaði til væru framkvæmdar á einstaklingum yngri en 18 ára í heiminum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefðu engar slíkar aðgerðir verið framkvæmdar á einstaklingi yngri en 18 ára á Íslandi. Stundum væru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til þess að styðja við trans ungmenni en löng reynsla væri komin á slíkar meðferðir.

 

Hvetur fólk til að sýna skilning

Jordan Peterson hefur í gegnum tíðina verið nokkuð umdeildur fyrir ýmsar skoðanir sínar, til að mynda á málefnum transfólks.

„Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla í samtali við fréttastofu Vísis. Þar segir hún einnig að bæling kynvitundar hafi í langan tíma valdið transfólki miklum skaða.

Í færslu sinni á Facebook hvetur hún fólk til þess að sýna transbörnum og ungmennum skilning.

„Ef ykkur er virkilega annt um velferð ungmenna þá ættuð þið að sniðganga þessa þvælu og mæta ungmennum frekar með umhyggju, skilning og hluttekningu. Fólk hættir ekki að vera hinsegin ef þú trúir þeim ekki. Þau hætta hinsvegar að treysta þér og bæla niður hver þau eru, sem veldur djúpstæðri vanlíðan og ama,“ segir í færslu Uglu.

„Hlustið á börnin ykkar og elskið þau skilyrðislaust. Ekki láta einhverja fordómafulla karlfauska sannfæra ykkur um eitthvað annað, sama hversu margar háskólagráður þeir hafa.“

Þetta borðar Hailey Bieber

Hailey Bieber

Mataræði Hailey Bieber
Hin 25 ára gamla Hailey Bieber byrjaði fyrirsætuferilinn aðeins 17 ára gömul og hefur setið fyrir í mörgum af þekktustu tískutímaritum heims. Hailey hefur unnið fyrir tískurisa á borð við Ralph Lauren og Tommy Hilfiger en hefur hún einnig verið mikið í sviðsljósinu vegna eiginmannsins, poppstjörnunnar Justin Bieber. Hailey leggur mikla áherslu á hollt og næringaríkt mataræði og sagði hún frá ,,leyndarmálinu’’ sínu í tímaritinu Elle. Gerðist hún nýlega Pescatarian sem hún segir henta sér vel og mælir með því að fólk prófi að minnka kjötneyslu.

3 máltíðir á dag
Hailey byrjar daginn yfirleitt á eggi, hafragraut, próteini eða smoothie.
„Hádegisverður er venjulega salat, fiskur, grillað grænmeti eða samloka,‘‘ sagði Hailey í viðtalinu en bætti við að hún borði ekki mikið af glúteni.
„Ég elska gott grænkál Caesar salat án brauðteninga, það er venjulega það eina sem ég sleppi. Kvöldmaturinn er venjulega svipaður hádegismatnum; einhvers konar grænmeti eða pasta – glútenlaust pasta. Undanfarna 2 og 1/2 mánuð hef ég alveg skorið kjöt (annað en fisk) úr daglegu matarræði mínu og hef haldið mig við fleiri grænmetis-/veganrétti,“ sagði Bieber í nýlegri færslu á Instagram-síðu sinni. Bætti hún við að henni hafi aldrei liðið betur, hún væri orkumeiri og næði betri einbeitingu.

Þrátt fyrir að Bieber fylgi tiltölulega ströngu matarræði og segist yfirleitt borða það sem er hollt, bæði fyrir líkama og húð, fær hún sér líka sykur. Hún segist eiga sína „svindldaga“ og borðar hún þá allt sem hana langar í. „Það er mín regla. Ef ég vakna og mig langar í pönnukökur, þá borða ég pönnukökur,“ segir fyrirsætan.
Hailey vill helst hafa góða yfirsýn yfir það hvað fer í máltíðir hennar. Hún segist frekar velja það að elda heima fram yfir að panta mat eða fara út að borða. „Við grillum fullt af dóti: steik, grænmeti, maísstönglar, beint á grillið.“ Auk þess finnst stjörnunni maturinn einfaldlega bragðast betur heima.

Forðast sykur og drekkur mikið vatn
Magnum ís þykir henni góður eftirréttur en segist hún almennt forðast sykur. Bætir hún við að það sé lykilatriði að drekka mikið vatn og drekkur hún margar flöskur yfir daginn. „Það er mikilvægt.“

Róbert hefur jafnað sig að mestu – „Það skröltir samt eitthvað“

Róbert Wesman brosir út að eyrum

„Ég er í grunninn eiginmaður og faðir. Við hjónin áttum tvö börn fyrir hvort og eignuðumst síðan son okkar fyrir þremur árum,“ sagði Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið. Tæpt ár er síðan Róbert og Ksenia Shakmanova giftu sig en brúðkaupið fór fram í Frakklandi í ágúst. Fjölskyldan er stór og býr í Holland Park í London þar sem börnin ganga í skóla.

„Ég vakna svona sjö til hálf átta á morgnana. Það þarf að koma börnum í skólann. Við hjónin förum svo gjarnan saman í ræktina þegar færi gefst. Ég hef alltaf reynt að stunda líkamsrækt reglulega,‘‘ segir Róbert sem er mikill áhugamaður um íþróttir og hefur meðal annars keppt í hjólreiðum. „Nú er reyndar búið að taka af mér keppnisleyfið í hjólreiðum. Ég lenti í slysi fyrir nokkrum árum,“ segir hann og kveðst þó hafa jafnað sig, að mestu. „Það skröltir samt eitthvað þó að það hái mér ekki.“ Á veturna fer Róbert og skemmtir sér á skíðum og grípur líka stundum í körfubolta.

Aðspurður hvort það sé ekki freistandi að fara að taka því rólega og fara að spila golf segist hann ekki hafa tíma í slíkt. „Ég tók nú aðeins í golfkylfur í gamla daga, þannig að ég á alveg sveifluna inni ef ég verð gamall, en núna hef ég bara engan tíma til að spila golf. Ég vil taka snarpar æfingar og hafa tíma fyrir það sem skiptir máli, fjölskylduna og þau verkefni sem ég er að vinna að,“ segir hann að lokum og horfir björtum augum til framtíðar.

 

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni.

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs, vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum.

Travis Barker fluttur á sjúkrahús: „Vinsamlegast sendið bænir ykkar“

Kourtney Kardashian og Travis Barker í brúðkaupi sínu.

Tónlistarmaðurinn Travis Barker var fluttur á sjúkrahús í gær. Eiginkona hans, Kourtney Kardashian, var honum við hlið og dóttir hans hefur beðið fólk um að biðja fyrir pabba sínum.

Enn er ekki vitað hvað amar að Barker, en hann leitaði læknisaðstoðar í gærmorgun á sjúkrahúsi í Los Angeles. Ástand hans var bersýnilega metið það alvarlegt að stuttu síðar var hann fluttur á börum í sjúkrabíl, sem keyrði hann á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles. Samvæmt slúðurmiðlinum TMZ var Kourtney Kardashian við hlið eiginmanns síns allan tímann, en parið gekk í það heilaga fyrir einungis um það bil mánuði síðan á Ítalíu.

Það hefur vakið athygli að Barker birti færslu á Twitter fyrr þennan dag sem í stóð: „Guð bjargi mér“. Um er að ræða heiti á lagi með vini Barker, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly.

Alabama Barker, 16 ára dóttir Barker úr fyrra hjónabandi, biðlaði í gær til fylgjenda sinna á Instagram að biðja. Pabbi hennar hafði verið fluttur á sjúkrahúsið skömmu áður og má því ætla að hún sé að óska eftir því að beðið sé fyrir pabba hennar.

„Vinsamlegast sendið bænir ykkar,“ stóð í færslu dótturinnar.

Hjúkrunarfræðingar verða fyrir áreiti á Facebook – „Þú mátt alveg vera heima og gera ekki neitt.“

Mynd:FÍH Halla Eiríksdóttir

„Það er engin lagaleg skylda til að vera inn í Facebook-hóp vinnustaðarins, hvað þá að vera með kveikt á hópspjalli þar sem sífellt er verið að óska eftir fólki á vakt,“ skrifar Halla Eiríksdóttir, varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í pistli á vef FÍH. Þar segir hún hjúkrunarfræðinga vera útsettari fyrir meðvirkni enda sé meðvirkni þekkt fyrirbæri meðal umönnunaraðila.

„Flestir hjúkrunarfræðingar fá sem betur fer að fara í samfellt fjögurra vikna frí núna í sumar en gera það með jafnvel með sektarkennd því að samstarfsfólkið þarf að hlaupa hraðar á meðan, þar sem ekki hefur tekist að fylla upp í lausar stöður.“ Veltir Halla því fyrir sér hver ábyrgð vinnuveitanda gangnvart starfsfólki sínu sé og hvers vegna vinnuveitendur ætlist til þess að að unnið sé undir sífellt meira álagi.

„Það læðist að manni sá grunur að heilbrigðiskerfið í heild njóti góðs af vilja hjúkrunarfræðinga til að hjálpa skjólstæðingum sínum og samstarfsfólki.“ Halla segir nýtt fyrirbæri orðið þekkt meðal hjúkrunarfræðinga – „samviskubitaáreiti“.
„Við erum nú komin með fyrirbærið „samviskubitaáreiti“ sem felur í sér reglulegt áreiti samstarfsmanna í gegnum síma og samfélagsmiðla til að fá hjúkrunarfræðinga á aukavakt þegar þeir eiga að vera í fríi og vilja ekki meiri vinnu.“ Hún segir mikilvægt að hjúkrunarfræðingar standi með sjálfum sér og þekki sín mörk.

„Munið að það þarf ekki að koma með neina afsökun fyrir því hvers vegna þú vilt ekki vinna umfram vinnuskyldu. Það þarf ekki að vera ferðalag, afmæli eða brúðkaup, þú mátt alveg vera heima og gera ekki neitt. Þegar upp er staðið er engum greiði gerður með því að vinna umfram eigin mörk, slíkt endar aldrei vel.“

Karlmaður ákærður fyrir morðið á Aleenu – Fannst með alvarlega höfuðáverka

Zara Aleena

Jordan McSweeney hefur verið ákærður fyrir morðið á Zöru Aleenu í Ilford í austurhluta London. Aleena, sem var 35 ára gömul, fannst með alvarlega höfuðáverka á Cranbrook Road um klukkan þrjú, aðfaranótt sunnudags. Lést hún síðar um morguninn á sjúkrahúsi. Greindi fréttamiðillinn Sky News frá því að engar vísbendingar hefðu fundist um það hvort vopn hafi verið notað í árásinni.

Jordan, sem er 29 ára gamall, hefur einnig verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og rán, að sögn lögreglunnar. Í yfirlýsingu sem gefin var út í gegnum Met Police lýsti fjölskylda Aleenu henni sem hjartahreinni með dásamlegan hlátur. Hún annaðist móður sína og ömmu og var vinamörg. Hún hafði verið klettur innan fjölskyldunnar sem segir missinn óyfirstíganlegan.

Sundskýla Ara Edwald

Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri Íseyjar, er einn þeirra þriggja manna sem kærði Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Hann segir við Ríkisútvarpið að ákvörðunin hafi verið „erfið“ og honum nauðugir einn kostur að kæra ungu konuna og ástmann hennar. Málið er gríðarlega áhugavert í því ljósi að allir kunna að vera sekir þegar upp er staðið. Ekkert hefur verið hrakið af því sem Vítalía staðhæfir. Viðurkennt er að karlarnir fjórir voru naktir í pottinum með Vítalíu en ágreiningur er um framhaldið. Því er haldið fram að Ari hafi framan af verið í sundskýlu æi pottinum en beittur þvingunum til að bera sig með hinum typpalingunum, Arnari Grant, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.
Eftirleikurinn og fjárkröfur parsins geta orðið til þess að þau verði sakfelld fyrir tilraun til fjárkúgunar eftir að hafa krafist 150 milljóna króna, eins og lýst hefur verið. Jafnframt gætu einn eða fleiri pottverjar verið fundnir sekir um að misbjóða Vítalíu kynferðislega og svipta hana frelsi. Þetta eru sem sagt tvö ólík mál. Valdamunur er fyrir dómstólum því Vítalía og Arnar eru að kljást við auðmenn sem vita vart aura sinna tal, að Ara þó undanskildum …

Jón er sammála lögreglu – Skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tekur vel í tillögu Runólfs Þórhallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjónar í greiningardeild ríkislögreglustjóra, um meiri rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu. Þá sé það í takti við núverand heimsmynd en Morgunblaðið fjallaði um málið í dag.

Þar ítrekar Jón mikilvægi nýs frumvarps umvíðtækar heimildir lögreglu og segir að einkenni skipulagðar glæpastarfsemi sé að hún virðir engin landamæri. „Við erum með frum­varp nán­ast til­búið sem verður lagt fram strax í haust, um víðtæk­ar heim­ild­ir lög­reglu,“ sagði Jón og bætti við að frumvarpið hafi verið tilbúið í nokkra mánuði og ekki gefist tími til að leggja það fram. Aðspurður hvort frumvarpið innihaldi leyfi til þess að afla upplýsinga þegar kemur að hryðjuverkaógn á Íslandi, segir Jón svo vera. Þá sé það í samræmi við nágrannalönd.