Föstudagur 3. febrúar, 2023
4.8 C
Reykjavik

Hulda var seinasti íbúinn í Hornvík: ,,Brjóstamjólkin fór öll í kaffið hjá Pétri“ SEINNI HLUTI

Þegar hér er komið við sögu, í seinni hluta viðtalsins við Huldu Eggertsdóttur (88 ára) fyrrverandi íbúa í Hornvík, segir hún frá því að hún vissi alltaf að það væri ekkert vit í því að búa í Hornvík þegar hún varð barnshafandi. Þau hjónin fóru um á skíðum þegar haldið var í heimsókn á Hornbjargsvita. Hún tekur sig aldrei hafa verið mjög sleipa á skíðum og ef brekkurnar voru of brattar settist hún niður á skíðin því hún vildi frekar missa rassinn úr buxunum en detta á hausinn. Þó kom það fyrir þegar hún var kasólétt í einni brekkunni að hún datt og kútveltist niður hlíðina.

Hulda Eggertsdóttir á heimil sínu í Bolungarvík.
Mynd: Reynir Traustason.

Þegar þau hjónin ákváðu að flytjast á brott af Hornströndum var ekkert í stöðunni nema að losa sig við skepnurnar. Vegna hættu á mæðuveiki þurfti að smala sauðfénu öllu beint í slátrun en beljan og kötturinn fóru til vitavarðarins á Hornbjargsvita. Henni þótti sorglegt að heyra af því að vitavörðurinn var svo hræddur við köttinn að hann skaut hann á færi eins og tófu.

Hún þurfti að hafa drenginn hjá móður sinni á Bolungarvík í rúma viku vegna þess að hún þurfti annarsvegar að ganga frá húsinu en hins vegar voru hjá henni hátt í tug eggjakalla sem voru að síga í bjargið. Hún eldaði náttúrulega fyrir þá alla en hún var þá orðin þreytt enda ný búin að eiga barn sem olli því að hún var farin að missa mjólkina. Til að koma í veg fyrir stálma hafði hún með sér pumpu og brjóstaglas til að halda við brjóstamjólkinni.

Mjólkin fór þó ekki til spillis því öll fór hún út í kaffið hjá Pétri mági hennar.

Reynir Traustason ræddi við Huldu á heimili hennar í Bolungarvík. Þar býr hún ein eftir að eiginmaður hennar, Þorkell Sigmundsson lést.

Fyrri hluta viðtalsins er að finna hérna. https://www.mannlif.is/veftv/hulda-var-med-riffilinn-hladinn-af-otta-vid-bjarndyr-eg-hefdi-aldrei-hitt-en-thad-er-sama/

Uppeldisfræðingur með skothelda leið til þess að gera börn sjálfstæð: „Leyfðu þeim að ráða“

Uppeldisfræðingurinn Kristy Ketley segist vera með skothelda leið til þess að fá börn til að öðlast sjálfstæði og aðstoða við heimilisverkin, án þess að þurfa nöldur og tuð.. Kristy á tvö börn, sex og tíu ára. Hún segir galdurinn vera í því að gera þau meðvituð um það að ef þau taki ekki á sig verkefni og klári þau, þá verði þau einfaldlega ókláruð. Hún notar aðferðir úr uppeldisstefnunni virðingarríkt tengslauppeldi, eða RIE. Frá unga aldri hefur Kristy leyft börnunum sínum að taka eigin ákvarðanir, út frá kostum sem hún velur, hún segir þetta mikilvægt til þess að börn læri að taka ábyrgð.

Kristy segir börnin sín ganga vel um, búi um rúmið sitt alla morgna og fari að sofa á skikkanlegum tíma. „Ég sagði þeim að ef þau vilja hafa fínt inni hjá sér, þá verða þau að gera það sjálf. Ef þau búa ekki um rúmið er enginn að fara að gera það.“ Kristy segist einungis hjálpa börnunum ef þau byðja um aðstoð. Þau ganga frá sínum eigin þvotti, pakka niður skóladótinu sínu og setja óhreinan þvott í körfuna. Hér fyrir neðan má sjá ráðin sem Kristy telur vera skothelda leið fyrir foreldra barna, að fá þau til að hjálpa til á heimilinu.

Byrjaðu á litlum atriðum

„Byrjaðu að láta börnin ganga sjálf frá hlutunum sínum, setja föt í skápinn og leikföng í hirslur. Sjáðu til þess að allt eigi sinn stað, svo það sé auðveldara fyrir þau að ganga frá og taka til. Byrjaðu á að aðstoða þau en minnkaðu hjálpina í skrefum. Börn geta meira en margir halda og vel hægt að byrja að kenna þeim ungum sjálfstæði.“

Vertu fyrirmynd

„Það er mikilvægt að sýna gott fordæmi og hjálpa þeim við tiltektina. Ekki grípa inn í það sem þau eru að gera þó þú vitir að þú yrðir fljótari að klára þetta. Þau læra aldrei ef þú gerir allt fyrir þau. Leiðbeintu þeim en leyfðu þeim líka að finna sínar eigin leiðir.“

Ekki gera verkefnalista

„Forðastu að gera lista fyrir heimilisverk, þeir geta orðið til þess að börn finni fyrir pressu á að klára verkin. Sum börn bregðast illa við þessum listum og finnast þau hafa brugðist ef þau ná ekki að klára.

Mætið þeim á miðri leið

„Láttu eftir þegar þú getur en sumt á að vera föst regla. Það ætti þó að vera undir barninu komið hvort þau vilji gera heimavinnuna sína eða taka til í herberginu sínu. Þú getur hjálpað þeim með því að kenna þeim afleiðingar gjörða sinna en hvað þau ákveða að gera er undir þeim sjálfum komið“

Ekki nöldra

„Það getur verið erfitt að sleppa því að nöldra og kvarta í börnunum en forðastu að gera það.“

Sjónvarpsstöðin N4 gjaldþrota: „Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur“

Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Greint er frá þessu á vef og Facebook síðu þeirra.

„N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur.

N4 hefur framleitt íslenskt efni undanfarin 15 ár. Fólkið í landinu hefur verið í brennidepli í allri framleiðslu efnis. N4 hefur varðveitt sögu þjóðarinnar. Þessum kafla í sögu fjölmiðla á Íslandi er lokið að sinni.

Rekstur fjölmiðils eins og N4 hefur byggt á óeigingjörnu starfi starfsfólks í sífellt erfiðara rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fyrir það á starfsfólkið mikið hrós skilið.

Stjórn fyrirtækisins harmar þessa niðurstöðu, ekki síst í ljósi þess að N4 hefur verið leiðandi fjölmiðill í framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni utan höfuðborgarsvæðisins.“

„Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur“

Beinskeyttur Brynjar: „Við höfum knúið fram miklu meiri launahækkanir en innistæða er fyrir“

Brynjar Níelsson.

Brynjar Níelsson segir að „stjórnmálin í vestrænum lýðræðisríkjum eru í sjálfheldu. Kröfur um útgjöld hins opinbera eru fullkomlega stjórnlausar og fæstar þessara þjóða eru sjálfbærar lengur. Stjórnmálamenn hafa ekki kjark til að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir sem allir vita samt að eru réttar og nauðsynlegar.“

Brynjar bætir við:

„Sumir halda að hægt sé að skattleggja sig út úr vandanum eða taka endalaust lán og láta komandi kynslóðir borga. Gott dæmi um þetta er tilraun ráðamanna í Frakklandi í mörg ár að hækka lífeyrisaldur í 64 ár, sem þykir nú ekki mikið miðað við ævilíkur. Að óbreyttu er franskt samfélag ekki sjálfbært en samt er mikill meirihluti Frakka á móti þessum nauðsynlegu breytingum. Hingað til hafa frönsk stjórnvöld ekki haft kjark til að framkvæma það óhjákvæmilega. Framtíðin er ekki björt hjá vinum okkar víðast hvar í Evrópu.“

Brynjar beinir því næst orðum sínum að okkur Íslendingum:

„Nú erum við, eins og aðrar vestrænar þjóðir, að glíma við verðbólgu. En við kennum öllu öðru um en sjálfum okkur. Við höfum knúið fram miklu meiri launahækkanir en innistæða er fyrir og aukin útgjöld hins opinbera um leið. Það kemur alltaf í bakið á okkur fyrr eða síðar. Við krefjumst að öll opinber þjónusta sé ókeypis og að allir útlendingar sem stíga hér niður fæti og lifa við bágari kjör í heimalandinu eigi hér rétt á framfærslu í boði skattgreiðenda svo lengi sem þeir kjósi og jafnvel teljum það til mannréttinda.“

Hann færir í tal að „eyðslusemin er aldrei sem fyrr og því viðskiptahalli við útlönd. Ríkissjóður er auðvitað rekinn með halla við þessar aðstæður. Svo erum við ógurlega hissa á verðbólgu og hærri vöxtum og ráðumst á Seðlabankastjóra Þótt við séum að mörgu leyti í betri stöðu en flest önnur ríki gengur þetta ekki mikið lengur.“

Brynjar hvetur að endingu íslenska þjóð til dáða með þessum orðum:

„Þjóðin þarf að fylkja sér um kjarkaða stjórnmálamenn en ekki sífellt hoppa á vagn lýðskrumara, sem virðast hafa yfirtekið stjórnmálin. Það er henni fyrir bestu til lengri tíma litið. Ef einhverjir halda að sósíalismi eða vinstri pólitík sé lausnin þá er það mikill miskilningur. Menn þurfi ekki annað en að kíkja í sögubækur til að átta sig á því eða fara yfir rekstur Reykjavíkurborgar síðasta áratuginn eða svo.“

Tveggja barna móðir hvarf sporlaust: „Við viljum bara fara út og leita að mömmu“

Nicola Bulley er 45 ára, tveggja barna móðir. Hennar hefur verið saknað í viku en hún hvarf sporlaust þegar hún fór í gönguferð með hundinn sinn í bænum St Michael’s-on-Wyre í Bretlandi. Búið er að kemba stór leitarsvæði en ekkert komið í ljós sem gæti sagt til um hvarf hennar. Hundurinn fannst fyrr í vikunni, hann var enn með ólina á sér, röltandi um í skóglendi. Sími Nicolu fannst á bekk á sama svæði.

„Það er liðin vika og við erum engu nær. Við lendum allsstaðar á vegg. Við ætlum ekki að missa vonina en það er líkt og jörðin hafi gleypt hana,“ sagði eiginmaður Nicolu, Paul Ansell, í samtali við Sky News.

Paul segist halda andliti fyrir dætur hjónana en þær eru sex og níu ára gamlar. Nicola sýndi enga óeðlilega hegðun fyrir hvarfið, tveir aðilar sögðu lögreglu að þeir hafi hitt Nicolu í göngunni og átt við hana samtal. Hún virtist glöð og kát. Dætur hennar eru sagðar niðurbrotnar og ekki skilja hvers vegna þær megi ekki aðstoðina við leitina að móður sinni.„Við viljum bara fara út og leita að mömmu.“

Kaitlyn stígur fram: Sakar framleiðanda Bachelor um kvenfyrirlitningu

Kaitlyn Bristow

Bachelor stjarnan Kaitlyn Bristowe opnaði sig nýverið í hlaðvarpsþáttunum Not Skinny but not fat. Þá sagðist hún hafa upplifað kvenfyrirlitningu frá Mike Fleiss, framleiðanda þáttanna. Kaitlyn er þekkt fyrir hreinskilni og er ekki að skafa af hlutunum. Þegar hennar þáttaröð lauk trúlofaðist hún Shawn Booth og stuttu síðar fékk hún boð um að taka þátt í vinsælu þáttunum Dancing With The Stars.

Kaitlyn og Jason eru glæsilegt par

Í hlaðvarpinu lýsir Katilyn því að Mike hafi gert allt sem hann gat til þess að koma í veg fyrir að hún tæki þátt í dansþáttunum. Hann sagði henni ítrekað að afþakka boðið og setja Shawn, unnusta sinn, í fyrsta sætið. Kaitlyn segist hafa fundið kvenfyrirlitningu frá honum og bætti við að hún væri viss um að honum hafi líkað illa við hana frá upphafi vegna persónuleika hennar. Þrátt fyrir það tók hún þátt í dansþáttunum og sigraði keppnina. Þremur árum síðar sleit hún trúlofuninni. Í dag er hún trúlofuð Jason Tartick en Jason tók einnig þátt í raunveruleikaþáttunum Bachelor. Parið virðist ástfangið upp fyrir haus og eru aðdáendur þáttanna sannfærðir um að Kaitlyn hafi loksins fundið sína einu sönnu ást.

Mast svarar Dýraverndarsamtökum Íslands: „Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður“

Matvælastofnun segir ljósmyndirnar sem Mannlíf hefur birt af aðbúnaði og slæmu ástandi nautgripa á bæ í Skagafirði, ekki í samræmi við það sem eftirlistmenn stofnunarinnar sáu í ferðum sínum á bæinn.

Matvælastofnunin skrifaði rétt í þessu athugasemdir á heimasíðu sinni vegna tilkynningar sem Dýraverndunarsamband Ísland varðandi slæma meðferð á dýrum í Skagafirði. Þar útskýrir Mast að í þrígang hafi fulltrúi stofnunarinnar farið í eftirlitsferðir á bóndabæinn eftir ábendingar en ekki séð neitt sem hægt var að gagnrýna, fyrir utan smávægileg frávik um hreinlæti nokkurra gripa og athugasemd við herðakamsbslá. Segir Mast að þær myndir sem Dýraverndarfélag Íslands vísar í og Mannlíf hefur birt, séu ekki í samræmi við það sem eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi séð á bænum.

Tilkynningu Mast má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Matvælastofnun vill koma eftirfarandi á framfæri vegna tilkynningar sem Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér þann 2. febrúar sl. um dýr í neyð á Norðurlandi og kröfu um tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.

Eftirlit Matvælastofnunar sýndi fram á að nautgripir sem um ræðir voru hvorki í neyð né horaðir.

Matvælastofnun framkvæmdi eftirlit á viðkomandi bæ þann 16. nóvember sl. Eftirlitið sem var óboðað fór fram vegna ábendingar sem stofnuninni barst um slæman aðbúnað nautgripa á bænum. Frávik um hreinleika nokkurra gripa og athugsemd við herðakambslá var skráð en önnur skoðunaratriði reyndust í lagi. Við eftirlitið var ekki mikill skítur undir nautgripum og hálmur var til staðar.  Fyrrnefndar athugasemdir voru ekki tilgreindar sem  alvarleg frávik og í samræmi við skráð verklag var veittur hefðbundinn frestur til úrbóta.

Í kjölfar eftirlitsins barst stofnuninni önnur ábending um slæman aðbúnað á sama bæ og fylgdi Matvælastofnun ábendingunni eftir þann 6. desember sl.  Ekki var tilefni til að skrá frávik.

Þann 30. janúar sl. fylgdi Matvælastofnun eftir þriðju ábendingunni sem stofnuninni barst vegna aðbúnaðar á bænum. Ekki var tilefni til að skrá frávik.

Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunnarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar.

Búfjárhald á bænum mun sæta reglubundnu eftirliti áfram.

Skoðunaratriði eru metin í samræmi við skoðunarhandbók sem gefin hefur verið út varðandi nautgripaeldi: https://umsokn.mast.is/onequalityweb/Displaydocument.aspx?itemid=276364209870730246241

Segir aðkomuna í fjósinu í Skagafirði skelfilega: „Svo mikil eymd í augunum á dýrunum“

Uppljóstrarinn sem sendi ljósmyndir og myndskeið á Mannlíf, segir aðkomuna í fjósi búfénaðarins í Skagafirði sem Mannlíf sagði frá, fyrstur fjölmiðla í gær, hafa verið skelfilega.

„Ég fékk ábendingu fyrir nokkru síðan um slæma meðferð á nautgripum og ákvað bara að gera mér ferð norður í land,“ sagði heimildarmaður Mannlífs og hélt áfram. Fór hann í skjóli næturs á bóndabæinn og tók ljósmyndir og myndskeið sem Mannlíf hefur nú undir höndum. En hvernig var aðkoman? „Þarna voru gripir sem voru verulega vannærðir og sumir hverjir grindhoraðir. Og það er svo mikil eymd í þessu húsi. Svo mikil eymd í augunum á dýrunum. Þarna var allt í skít og drullu og alltof þröngt í stíunum hjá nautgripunum,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að í húsinu hafi einnig verið fjöldi kinda sem hann hafi verulegar áhyggjur af.

Dýrin vaða mykju upp á hné.
Ljósmynd: aðsend

„Tíminn stoppar þarna, þetta er svo mikill hryllingur,“ segir heimildarmaðurinn og er mikið niður fyrir. „Og hryllingur er sá líka að þeir sem eiga að hugsa um velferð skepna, stofnun sem heitir Mast, hún er gjörsamlega vanhæf. Hún er búin að sanna það og sýna og þetta mál er bara skólabókardæmi um það.“

Enginn bóndi fer svona með dýrin sín

Segir heimildarmaðurinn ennfremur að málið snúist um það hvernig eftirlitsmenn hér á landi hagi sér „og hafa komist upp með það í mörg ár.“ Bætir hann við: „Þetta er þverbrotið, meðferðin á dýrunum og aðbúnaður. Þetta er til dæmis bara skemma sem var ekki hugsuð fyrir dýr. Gólfið er mold til dæmis. Þannig að allar reglur eru þverbrotnar. Og ég hermi þetta allt saman upp á Mast, þetta er á þeirra ábyrgð. Þetta er punkturinn yfir I-ið. Stofnunin er bara rúin trausti.“

Heimildamaðurinn segist núna vilja sjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra stíga fram í þessu máli, því það sé grafalvarlegt.

Vildi heimildarmaðurinn einnig koma því á framfæri að ekki sé við alvöru bændur að sakast. „Enginn bóndi fer svona með dýrin sín. Þessi maður er eitthvað allt annað en bóndi.“

Að lokum vill heimildarmaðurinn spyrja tveggja spurninga: „Erum við neytendur að borða þetta kjöt? Tekur eitthvað sláturhús við þessum gripum?“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr fjósinu.

Viðar Már sendi Semu Erlu viðbjóðsleg skilaboð: „Lögreglan hefði átt að gasa Tyrkjaguddu!“

Sema Erla Serdar.

Baráttukonan Sema Erla Serdar segir frá því að henni séu oft send viðbjóðsleg skilaboð frá litlum sálum.

Hér segir hún af einni slíkri sál, hann heitir Viðar Már Þorkelsson:

„Sumir eru svo flottir og svo rosalega spenntir fyrir því að mér verði slátrað að þeir láta sér ekki nægja að skilja eftir eina athugasemd þess efnis á vettvangi fjölmiðla á sama degi og skella amk í tvær!“ segir hún og bætir þessu við:

„Gaman líka að sjá að fjölmiðlar leyfi þessu og fleiri álíka ummælum bara að standa og gefa þar með til kynna að þetta sé bara í lagi!“

Sunneva Ása beðin afsökunar

Rangt var farið með mál í frétt sem birtist á Mannlífi í gær um listamanninn og leikmyndahönnuðinn Sunnevu Ásu Weisshappel. Í fréttinni var því haldið fram að hún hefði ferðast til Japans eingöngu vegna unnusta hennar Baltasars Kormáks, þar sem tökur standa yfir á nýrri kvikmynd byggða á bókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Rétt er að taka fram að Sunneva Ása starfar sem leikmyndahönnuður á myndinni og er þar ytra starfs síns vegna. Starf hennar felst í að hanna settin á Íslandi, Englandi og Japan. En sagan gerist í þremur löndum á þremur tímaskeiðum og því mikilvægt að hafa færa hönnuði í starfinu.

Mannlíf biður Sunnevu Ásu velvirðingar.

Myndir frá Japan: Sunneva og Baltasar ástfangin í tökum á Snertingu

Alexandra eiginkona Gylfa Sig fjárfestir fyrir hundruð milljóna í Ármúla

Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eiginkona knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar og ann­ar eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar Móa & Mía, hef­ur fest kaup á versl­un­ar­hús­næði við Ármúla 40.

Al­ex­andra – sem var Ungfrú Ísland árið 2008 – festi kaup á hús­næðinu í gegn­um fé­lag sitt Santé North ehf.

Glæsileg hjón, Alexandra Helga og Gylfi Sigurðsson.

Kaup­verðið var litlar 260 millj­ón­ir króna; er hér um að ræða 547 fer­metra versl­un og 319 fer­metra vöru­geymslu.

Al­ex­andra setti á stofn fyrirtækið Móa & Mía í fyrra, ásamt Móeiði Lár­us­dótt­ur.

Hingað til hefur versl­un­in verið ein­göngu á net­inu, en fljótlega verður þar breyting á.

Móeiður og Hörður.

Komið hefur fram að versl­un­in er nefnd í höfuðið á dætr­um þeirra Al­exöndru og Móeiðar; Al­ex­andra og Gylfi eiga saman dótt­ur­ina Mel­rós Míu; Móeiður og Hörður Björg­vin Magnús­son knattspyrnumaður eiga sam­an dæt­urn­ar Matteu Móu og Mörlu Ósk.

Lögreglan lýsir eftir Eyrúnu

Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eyrúnu Guðbjörnsdóttur, 70 ára. Hún er um 160 sm á hæð, grannvaxin, klædd í dökka 66° úlpu og líklega með prjónahúfu. Síðast er vitað um ferðir Eyrúnar í Jörfabakka í Breiðholti í Reykjavík síðdegis í gær, eða um fjögurleytið. Eyrún, sem notar gleraugu, er með alzheimer.

 

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Eyrúnar, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Fréttin hefur verið uppfærð: Eyrun er fundin, heil á höldnu.

Skoðanakönnun Mannlífs: Áformuð sala á TF-SIF

Myndin er samsett

Ósætti ríkir innan stjórnarheimilisins vegna fyrirhugaðrar sölu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Mikið hefur farið fyrir áformunum í fjölmiðlum og virðist skoðanir manna misjafnar.

Mannlíf spyr því lesendur sína:

Hvaða skoðun hefur þú á ákvörðun Jóns Gunn­ars­sonar dóms­málaráðherra um sölu á björg­un­ar- og eft­ir­litsvél­ Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-SIF

Furðar sig á sölu dómsmálaráðherra: „Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja“

Segja má að samfélagið logi vegna fregna af sölu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Hafa hinir ýmsu mektarmenn og konur tjáð sig um söluna og virðist sem allir séu ósáttir við söluna, nema ráðherrann.

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur, fyrrum fjölmiðlamaður og flugmaður er einn af þeim sem gagnrýnt hefur söluna. Það gerði hann á bloggsíðu sinni í gær í færslu sem hefur fyrirsögnina Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Þar furðar hann sig á þeim rökum fyrir því að selja flugvélina og segir Jón sýna lítinn skilning á „eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.“

Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Það eru ömurleg rök fyrir því að selja TF-SIF að hún hafi lítið verið notuð hér heima að undanförnu. Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.

Slys og önnur váleg fyrirbæri gerast nefnilega ekki eftir forskrift manna, heldur algerlega tilviljanabundið.

Enn meira skilningsleysi felst í því að nota minni notkun vegna fjársveltis sem röksemd fyrir því að hætta alveg rekstrinum.

Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum um muninn á getu flugvéla og þyrlna.

Þar sem setið er við að pára þennan pistil eru nokkrir metrar til stórs slökkvitækis, sem ekkert hefur verið notað frá upphafi.

Er það nóg ástæða til þess að selja slökkvitækið?“

Smálánafyrirtæki tæmdi reikning einstæðar móður – Framkvæmdastjóri segir aðferðina löglega

Peningar
Mynd/LG

Fyrsta dag febrúarmánaðar hafði smálánafyrirtækið Núnú lán ehf. tæmt bankareikning einstæðar þriggja barna móður með alls tíu færslum. Móðirin varð fyrir miklu áfalli og setti inn færslu á Facebook-hópinn Hjálpum fólki. Þar segir hún hafa asnast til þess að taka lán hjá umræddu fyrirtæki fyrir einu og hálfu ári. Hún hafi ekki fengið neina viðvörun áður en öll launin hennar voru tekin út af reikning hennar en færslurnar tíu voru allar á milli 28 og 29 þúsund krónur.

Örvæntingafull móðirin bað því um aðstoð til þess að hún geti borgað leigu og keypt mat fyrir börnin sín.  Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að samtökin telja skuldfærslur af þessu tagi andstæðar lögum, þær séu allt of víðtækar. Þá sagði Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri Núnú lána ehf., í samtali við Fréttablaðið að færslurnar séu löglegar. „Núnú notar skuldfærslu sem tryggingu til greiðslu og er sú leið notuð ef lán lenda í vanskilum og greiðendur greiða hana ekki fyrir eindaga. Markmiðið er að ná vanskilum niður.“

SJÁÐU MYNDIRNAR: Innlit í eitt glæsilegasta einbýli Kórahverfisins – Selst á rúmar 200 milljónir

Smekklega innréttað heimili

Stórglæsilegt hús við Kleifakór 19 í Kópavogi er nú komið á sölu. Eignin er sannkölluð villa, 357,9 fermetrar og vel skipulagt. Húsið er allt hið glæsilegasta – sérsmíðaðar innréttingar, tvennar svalir, aukin lofthæð og stórbrotið útsýni. Sjón er sögu ríkari.
Hér má sjá húsið að framanverðu
Viður á móti glerinu gefur rýminu hlýlegt yfirbragð
Hér er steinn á borðum og innfelld blöndunartæki – Rúmgott eldhúsið

Smekklegt!
Haldið í sama litatón – virkilega stílhreint
Í borðstofu eru gólfsíðir gluggar og rýmið því bjart.
Það væri huggulegt að sitja þarna með morgunkaffið
Rúsínan í pylsuendanum er þessi gullfallegi walk-in closet. Þetta er sannkallaður lúxus!

Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar: „Þú get­ur ímyndað þér hvað mér brá þegar ég sá þetta“

Bjarni Jónsson.

Mikil umræðu hefur skapast í samfélaginu varðandi áform Jóns Gunnarssonar dóms­málaráðherra um sölu björg­un­ar- og eft­ir­litsvél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og þingmaður VG, Bjarni Jóns­son, sagði í sam­tali við mbl.is „að Þetta er gríðarlega þýðing­ar­mikið ör­ygg­is­mál og snar þátt­ur í þessu alþjóðlega björg­un­ar­starfi sem við erum að sinna við Ísland og líka varðandi það eft­ir­lit sem við erum að sinna á þeim tím­um sem við lif­um núna.“

Bjarni boðaði fund í ut­an­rík­is­mála­nefnd sem fram fer í dag til að ræða áform ráðuneyt­is­ins; hef­ur hann stefnt for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar og dóms­málaráðherra á fundinn:

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.

„Þú get­ur ímyndað þér hvað mér brá þegar ég sá þetta í frétt­um í gær,“ sagði Bjarni og bætir við:

„Ég hafði ekki heyrt á þetta minnst. Svona vinnu­brögð ganga nátt­úru­lega ekki, það þarf að fara bet­ur yfir þetta, hvernig við tryggj­um það að við njót­um þess ör­ygg­is sem þess­ari vél er ætlað að sinna. Við erum búin að læra það núna að und­an­förnu að það er að mörgu að hyggja og þetta er eitt­hvað sem verður að vera í lagi.“

 

Björn er hæstánægður með fylgi Sósíalista: „Ástþór hefði ekki slegið hendinni á móti svona tölu!“

Björn Birgisson.

Björn Birgisson fagnar stuðningnum sem Sósíalistaflokkurinn er að fá, þrátt fyrir allt mótlætið sem hann segir flokkinn verða fyrir.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups er Samfylkingin með mest fylgi stjórnmálaflokka með 25,3 prósent fylgi. Minnsti flokkurinn er hins vegar Sósíalistaflokkur Íslands með 4,4 prósent fylgi. Einhverjir myndu hvá yfir svo lágri prósentu en ekki samfélagsrýnirinn Björn Birgisson. Björn er afar ánægður með fylgið og ástæðan er einföld. Segir hann í Facebook-færslu að flokkurinn hafi staðið í ströngu að undanförnu við „afhjúpanir á vondu fólki“. Fleira tiltekur hann en segir svo að lokum: „Geggjaður stuðningur! Ástþór hefði ekki slegið hendinni á móti svona tölu!“

Færsluna má lesa hér að neðan:

„Á maður að verða undrandi?

Á maður að verða dapur?
Á maður að verða sorgmæddur?
Á maður bara að hlæja sig máttlausan?
**********
Sósíalistaflokkur Íslands eyðir öllu sínu púðri í að standa með Eflingu hvað sem á dynur.
Virkilega drullar yfir allt sem snýr að Samtökum atvinnulífsins, Halldóri Benjamín og öllu hans hyski.
Vilhjálmur Birgisson og Starfsgreinasambandið fá ótaldar eiturpillur fyrir að hafa vogað sér að semja án Eflingar, sem vildi reyndar ekki vera með.
Ragnar Þór og aðrir VR-ingar, ásamt iðnaðarmönnum fá líka væna skammta af eitruðum skotum fyrir það eitt að voga sér að semja fyrir fólkið sitt.
Ríkissáttasemjari fær það heldur betur óþvegið líka, ríkisstjórnin, dómstólar og dómarar, kjararáð Samfylkingarinnar, Vinstri græn og eiginlega allir sem eru ekki í réttmerktum svörtum jökkum!
Mikil vinna, mikil átök og mikið gefið af sér!
Hver er svo uppskeran og stuðningurinn eftir allar þessar fórnir, alla þessa úthúðun og afhjúpanir á vondu fólki, illa þenkjandi fólki og svo allt þetta sálardrepandi puð, ásamt öllum fýluköstunum sem fylgja svona drullumalli?
Heil 4,4% !
Geggjaður stuðningur!
Ástþór hefði ekki slegið hendinni á móti svona tölu!“

Grunsamlegur maður hljóp í burtu frá lögreglunni – Þetta kom í ljós þegar hann náðist

Lögreglan í forgangsakstri Mynd/Lára Garðarsdóttir

Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás. Báðir voru látnir gista í fangaklefa lögreglu. Fyrr um kvöldið var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Þá vakti ökulag bifreiðar athygli lögreglu skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Þegar lögregla gaf stöðvunarmerki reyndi ökumaðurinn að flýja á tveimur jafnfljótum en lögregla náði honum eftir stutta eftirför. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að hún telji að einstaklingurinn hafi verið án ökuréttinda og að bifreiðin hafi verið á röngum skráningarmerkjum. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu róleg.

 

Ebba Guðný hendir ekki mat: „Þetta er nánast eins og íþrótt hjá mér“

Neytandi vikunnar, Ebba Guðný, er gift tveggja barna móðir í Reykjavík. Hún er fædd í Stykkishólmi en flyst þaðan barnung og er alin upp í Hólahverfi í Breiðholti til 11 ára aldurs og fer svo 12 ára yfir í Seljahverfið. Á báðum stöðum fannst henni gott að búa og á afar góðar minningar úr Breiðholtinu. Eyddi líka heilmiklum tíma í Neðra Breiðholtinu hjá vinkonu sinni, þar var líka allt fullt af krökkum, mjög skemmtilegt. Ebba Guðný er kennari að mennt en hef unnið hin ýmsu störf. Hún heldur bæði námskeið og fyrirlestra um næringu og heilsu barna sem og almennt fyrir alla fjölskylduna. Ebba Guðný hefur verið með vef- og seinna sjónvarpsþætti þar sem áherslan var á hollan og einfaldan mat (Eldað með Ebbu). Gefið út bækur (Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?, Eldað með Ebbu í Latabæ og Eldað með Ebbu 1 og 2). Leikið, lesið fyrir StoryTel, svo eitthvað sé nefnt.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég nota alltaf tvisvar sinnum í viku linsubaunir í staðinn fyrir kjöt eða fisk. Það er mjög ódýr, próteinríkur og bragðgóður matur sem auðvelt er að gera góðar súpur úr og pottrétti. Í bókunum mínum eru margar uppskriftir þar sem ég nota linsubaunir.Ég fer líka vel með það sem ég kaupi. Ég hef alla tíð unnið minna en maðurinn minn og hef þess vegna haft tíma og ráðrúm til að nýta vel það sem keypt er.  Ég hendi ekki mat nema í einhverjum neyðartilvikum. Þetta er nánast eins og íþrótt hjá mér og ég er farin að halda námskeið í fyrirtækjum um hvernig sporna má við því að henda mat. Einföld ráð þó þau séu kannski ekki alltaf svo augljós. Sérstaklega ekki þegar fólk hefur mikið á sinni könnu. Svo reyni ég að kaupa mat á tilboði er ég get og ég les innihaldslýsingar og sneiði að mestu hjá því sem mér líkar ekki. Það einfaldar innkaupin mikið.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Já, ég reyni að endurnýta eins og ég get. Ég flokka ruslið okkar samviskusamlega. Það kemst fljótt upp í vana. Ég reyni líka almennt að fara vel með það sem ég kaupi. Fara vel með föt, húsgögn og aðra muni, matinn sem keyptur er, afganga og svo framvegis. Þar er mikill sparnaður, fyrir mig persónulega og heiminn vonandi líka.

Hvað hefurðu í huga er þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Jafnvægi er eitthvað sem ég reyni temja mér. Áherslan á reyni. Ég held ég sé almennt ekki að kaupa of mikið af neinu sérstöku. En auðvitað er erfitt að draga úr kaupum á mat. Allir þurfa að borða. En ég hef aldrei keypt mér mikið af fötum held ég og þess háttar. Ég vil helst bara kaupa föt úr náttúrulegum efnum. Ég er mjög mikið í ull t.d. næst mér. Sérstaklega á veturna. Þvæ fötin mín varlega á 40°C og sný öllu á rönguna áður en ég þvæ fötin og hreinsa bletti úr þeim áður en ég set þau í vélina. Nota lítið af þvottaefnum og hef þau umhverfisvæn. Síðastliðin 25 ár kaupi ég svo nær eingöngu krem og snyrtivörur sem eru mannvæn og án skaðlegra efna og þá kaupir maður minna ósjálfrátt. Kannski örlítið frelsandi. Varðandi gjafir þá finnst mér oft einfaldast að kaupa gjafir sem fólk ýmist ber á sig eða borðar.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Umhverfisvernd skiptir mig máli já. Ég reyni að gera mitt besta miðað við þær aðstæður sem ég er í hverju sinni. Og svo reyni ég að hafa ekki áhyggjur þar á milli.

Hulda var seinasti íbúinn í Hornvík: ,,Brjóstamjólkin fór öll í kaffið hjá Pétri“ SEINNI HLUTI

Þegar hér er komið við sögu, í seinni hluta viðtalsins við Huldu Eggertsdóttur (88 ára) fyrrverandi íbúa í Hornvík, segir hún frá því að hún vissi alltaf að það væri ekkert vit í því að búa í Hornvík þegar hún varð barnshafandi. Þau hjónin fóru um á skíðum þegar haldið var í heimsókn á Hornbjargsvita. Hún tekur sig aldrei hafa verið mjög sleipa á skíðum og ef brekkurnar voru of brattar settist hún niður á skíðin því hún vildi frekar missa rassinn úr buxunum en detta á hausinn. Þó kom það fyrir þegar hún var kasólétt í einni brekkunni að hún datt og kútveltist niður hlíðina.

Hulda Eggertsdóttir á heimil sínu í Bolungarvík.
Mynd: Reynir Traustason.

Þegar þau hjónin ákváðu að flytjast á brott af Hornströndum var ekkert í stöðunni nema að losa sig við skepnurnar. Vegna hættu á mæðuveiki þurfti að smala sauðfénu öllu beint í slátrun en beljan og kötturinn fóru til vitavarðarins á Hornbjargsvita. Henni þótti sorglegt að heyra af því að vitavörðurinn var svo hræddur við köttinn að hann skaut hann á færi eins og tófu.

Hún þurfti að hafa drenginn hjá móður sinni á Bolungarvík í rúma viku vegna þess að hún þurfti annarsvegar að ganga frá húsinu en hins vegar voru hjá henni hátt í tug eggjakalla sem voru að síga í bjargið. Hún eldaði náttúrulega fyrir þá alla en hún var þá orðin þreytt enda ný búin að eiga barn sem olli því að hún var farin að missa mjólkina. Til að koma í veg fyrir stálma hafði hún með sér pumpu og brjóstaglas til að halda við brjóstamjólkinni.

Mjólkin fór þó ekki til spillis því öll fór hún út í kaffið hjá Pétri mági hennar.

Reynir Traustason ræddi við Huldu á heimili hennar í Bolungarvík. Þar býr hún ein eftir að eiginmaður hennar, Þorkell Sigmundsson lést.

Fyrri hluta viðtalsins er að finna hérna. https://www.mannlif.is/veftv/hulda-var-med-riffilinn-hladinn-af-otta-vid-bjarndyr-eg-hefdi-aldrei-hitt-en-thad-er-sama/

Uppeldisfræðingur með skothelda leið til þess að gera börn sjálfstæð: „Leyfðu þeim að ráða“

Uppeldisfræðingurinn Kristy Ketley segist vera með skothelda leið til þess að fá börn til að öðlast sjálfstæði og aðstoða við heimilisverkin, án þess að þurfa nöldur og tuð.. Kristy á tvö börn, sex og tíu ára. Hún segir galdurinn vera í því að gera þau meðvituð um það að ef þau taki ekki á sig verkefni og klári þau, þá verði þau einfaldlega ókláruð. Hún notar aðferðir úr uppeldisstefnunni virðingarríkt tengslauppeldi, eða RIE. Frá unga aldri hefur Kristy leyft börnunum sínum að taka eigin ákvarðanir, út frá kostum sem hún velur, hún segir þetta mikilvægt til þess að börn læri að taka ábyrgð.

Kristy segir börnin sín ganga vel um, búi um rúmið sitt alla morgna og fari að sofa á skikkanlegum tíma. „Ég sagði þeim að ef þau vilja hafa fínt inni hjá sér, þá verða þau að gera það sjálf. Ef þau búa ekki um rúmið er enginn að fara að gera það.“ Kristy segist einungis hjálpa börnunum ef þau byðja um aðstoð. Þau ganga frá sínum eigin þvotti, pakka niður skóladótinu sínu og setja óhreinan þvott í körfuna. Hér fyrir neðan má sjá ráðin sem Kristy telur vera skothelda leið fyrir foreldra barna, að fá þau til að hjálpa til á heimilinu.

Byrjaðu á litlum atriðum

„Byrjaðu að láta börnin ganga sjálf frá hlutunum sínum, setja föt í skápinn og leikföng í hirslur. Sjáðu til þess að allt eigi sinn stað, svo það sé auðveldara fyrir þau að ganga frá og taka til. Byrjaðu á að aðstoða þau en minnkaðu hjálpina í skrefum. Börn geta meira en margir halda og vel hægt að byrja að kenna þeim ungum sjálfstæði.“

Vertu fyrirmynd

„Það er mikilvægt að sýna gott fordæmi og hjálpa þeim við tiltektina. Ekki grípa inn í það sem þau eru að gera þó þú vitir að þú yrðir fljótari að klára þetta. Þau læra aldrei ef þú gerir allt fyrir þau. Leiðbeintu þeim en leyfðu þeim líka að finna sínar eigin leiðir.“

Ekki gera verkefnalista

„Forðastu að gera lista fyrir heimilisverk, þeir geta orðið til þess að börn finni fyrir pressu á að klára verkin. Sum börn bregðast illa við þessum listum og finnast þau hafa brugðist ef þau ná ekki að klára.

Mætið þeim á miðri leið

„Láttu eftir þegar þú getur en sumt á að vera föst regla. Það ætti þó að vera undir barninu komið hvort þau vilji gera heimavinnuna sína eða taka til í herberginu sínu. Þú getur hjálpað þeim með því að kenna þeim afleiðingar gjörða sinna en hvað þau ákveða að gera er undir þeim sjálfum komið“

Ekki nöldra

„Það getur verið erfitt að sleppa því að nöldra og kvarta í börnunum en forðastu að gera það.“

Sjónvarpsstöðin N4 gjaldþrota: „Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur“

Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Greint er frá þessu á vef og Facebook síðu þeirra.

„N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur.

N4 hefur framleitt íslenskt efni undanfarin 15 ár. Fólkið í landinu hefur verið í brennidepli í allri framleiðslu efnis. N4 hefur varðveitt sögu þjóðarinnar. Þessum kafla í sögu fjölmiðla á Íslandi er lokið að sinni.

Rekstur fjölmiðils eins og N4 hefur byggt á óeigingjörnu starfi starfsfólks í sífellt erfiðara rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fyrir það á starfsfólkið mikið hrós skilið.

Stjórn fyrirtækisins harmar þessa niðurstöðu, ekki síst í ljósi þess að N4 hefur verið leiðandi fjölmiðill í framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni utan höfuðborgarsvæðisins.“

„Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur“

Beinskeyttur Brynjar: „Við höfum knúið fram miklu meiri launahækkanir en innistæða er fyrir“

Brynjar Níelsson.

Brynjar Níelsson segir að „stjórnmálin í vestrænum lýðræðisríkjum eru í sjálfheldu. Kröfur um útgjöld hins opinbera eru fullkomlega stjórnlausar og fæstar þessara þjóða eru sjálfbærar lengur. Stjórnmálamenn hafa ekki kjark til að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir sem allir vita samt að eru réttar og nauðsynlegar.“

Brynjar bætir við:

„Sumir halda að hægt sé að skattleggja sig út úr vandanum eða taka endalaust lán og láta komandi kynslóðir borga. Gott dæmi um þetta er tilraun ráðamanna í Frakklandi í mörg ár að hækka lífeyrisaldur í 64 ár, sem þykir nú ekki mikið miðað við ævilíkur. Að óbreyttu er franskt samfélag ekki sjálfbært en samt er mikill meirihluti Frakka á móti þessum nauðsynlegu breytingum. Hingað til hafa frönsk stjórnvöld ekki haft kjark til að framkvæma það óhjákvæmilega. Framtíðin er ekki björt hjá vinum okkar víðast hvar í Evrópu.“

Brynjar beinir því næst orðum sínum að okkur Íslendingum:

„Nú erum við, eins og aðrar vestrænar þjóðir, að glíma við verðbólgu. En við kennum öllu öðru um en sjálfum okkur. Við höfum knúið fram miklu meiri launahækkanir en innistæða er fyrir og aukin útgjöld hins opinbera um leið. Það kemur alltaf í bakið á okkur fyrr eða síðar. Við krefjumst að öll opinber þjónusta sé ókeypis og að allir útlendingar sem stíga hér niður fæti og lifa við bágari kjör í heimalandinu eigi hér rétt á framfærslu í boði skattgreiðenda svo lengi sem þeir kjósi og jafnvel teljum það til mannréttinda.“

Hann færir í tal að „eyðslusemin er aldrei sem fyrr og því viðskiptahalli við útlönd. Ríkissjóður er auðvitað rekinn með halla við þessar aðstæður. Svo erum við ógurlega hissa á verðbólgu og hærri vöxtum og ráðumst á Seðlabankastjóra Þótt við séum að mörgu leyti í betri stöðu en flest önnur ríki gengur þetta ekki mikið lengur.“

Brynjar hvetur að endingu íslenska þjóð til dáða með þessum orðum:

„Þjóðin þarf að fylkja sér um kjarkaða stjórnmálamenn en ekki sífellt hoppa á vagn lýðskrumara, sem virðast hafa yfirtekið stjórnmálin. Það er henni fyrir bestu til lengri tíma litið. Ef einhverjir halda að sósíalismi eða vinstri pólitík sé lausnin þá er það mikill miskilningur. Menn þurfi ekki annað en að kíkja í sögubækur til að átta sig á því eða fara yfir rekstur Reykjavíkurborgar síðasta áratuginn eða svo.“

Tveggja barna móðir hvarf sporlaust: „Við viljum bara fara út og leita að mömmu“

Nicola Bulley er 45 ára, tveggja barna móðir. Hennar hefur verið saknað í viku en hún hvarf sporlaust þegar hún fór í gönguferð með hundinn sinn í bænum St Michael’s-on-Wyre í Bretlandi. Búið er að kemba stór leitarsvæði en ekkert komið í ljós sem gæti sagt til um hvarf hennar. Hundurinn fannst fyrr í vikunni, hann var enn með ólina á sér, röltandi um í skóglendi. Sími Nicolu fannst á bekk á sama svæði.

„Það er liðin vika og við erum engu nær. Við lendum allsstaðar á vegg. Við ætlum ekki að missa vonina en það er líkt og jörðin hafi gleypt hana,“ sagði eiginmaður Nicolu, Paul Ansell, í samtali við Sky News.

Paul segist halda andliti fyrir dætur hjónana en þær eru sex og níu ára gamlar. Nicola sýndi enga óeðlilega hegðun fyrir hvarfið, tveir aðilar sögðu lögreglu að þeir hafi hitt Nicolu í göngunni og átt við hana samtal. Hún virtist glöð og kát. Dætur hennar eru sagðar niðurbrotnar og ekki skilja hvers vegna þær megi ekki aðstoðina við leitina að móður sinni.„Við viljum bara fara út og leita að mömmu.“

Kaitlyn stígur fram: Sakar framleiðanda Bachelor um kvenfyrirlitningu

Kaitlyn Bristow

Bachelor stjarnan Kaitlyn Bristowe opnaði sig nýverið í hlaðvarpsþáttunum Not Skinny but not fat. Þá sagðist hún hafa upplifað kvenfyrirlitningu frá Mike Fleiss, framleiðanda þáttanna. Kaitlyn er þekkt fyrir hreinskilni og er ekki að skafa af hlutunum. Þegar hennar þáttaröð lauk trúlofaðist hún Shawn Booth og stuttu síðar fékk hún boð um að taka þátt í vinsælu þáttunum Dancing With The Stars.

Kaitlyn og Jason eru glæsilegt par

Í hlaðvarpinu lýsir Katilyn því að Mike hafi gert allt sem hann gat til þess að koma í veg fyrir að hún tæki þátt í dansþáttunum. Hann sagði henni ítrekað að afþakka boðið og setja Shawn, unnusta sinn, í fyrsta sætið. Kaitlyn segist hafa fundið kvenfyrirlitningu frá honum og bætti við að hún væri viss um að honum hafi líkað illa við hana frá upphafi vegna persónuleika hennar. Þrátt fyrir það tók hún þátt í dansþáttunum og sigraði keppnina. Þremur árum síðar sleit hún trúlofuninni. Í dag er hún trúlofuð Jason Tartick en Jason tók einnig þátt í raunveruleikaþáttunum Bachelor. Parið virðist ástfangið upp fyrir haus og eru aðdáendur þáttanna sannfærðir um að Kaitlyn hafi loksins fundið sína einu sönnu ást.

Mast svarar Dýraverndarsamtökum Íslands: „Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður“

Matvælastofnun segir ljósmyndirnar sem Mannlíf hefur birt af aðbúnaði og slæmu ástandi nautgripa á bæ í Skagafirði, ekki í samræmi við það sem eftirlistmenn stofnunarinnar sáu í ferðum sínum á bæinn.

Matvælastofnunin skrifaði rétt í þessu athugasemdir á heimasíðu sinni vegna tilkynningar sem Dýraverndunarsamband Ísland varðandi slæma meðferð á dýrum í Skagafirði. Þar útskýrir Mast að í þrígang hafi fulltrúi stofnunarinnar farið í eftirlitsferðir á bóndabæinn eftir ábendingar en ekki séð neitt sem hægt var að gagnrýna, fyrir utan smávægileg frávik um hreinlæti nokkurra gripa og athugasemd við herðakamsbslá. Segir Mast að þær myndir sem Dýraverndarfélag Íslands vísar í og Mannlíf hefur birt, séu ekki í samræmi við það sem eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi séð á bænum.

Tilkynningu Mast má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Matvælastofnun vill koma eftirfarandi á framfæri vegna tilkynningar sem Dýraverndunarsamband Íslands sendi frá sér þann 2. febrúar sl. um dýr í neyð á Norðurlandi og kröfu um tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.

Eftirlit Matvælastofnunar sýndi fram á að nautgripir sem um ræðir voru hvorki í neyð né horaðir.

Matvælastofnun framkvæmdi eftirlit á viðkomandi bæ þann 16. nóvember sl. Eftirlitið sem var óboðað fór fram vegna ábendingar sem stofnuninni barst um slæman aðbúnað nautgripa á bænum. Frávik um hreinleika nokkurra gripa og athugsemd við herðakambslá var skráð en önnur skoðunaratriði reyndust í lagi. Við eftirlitið var ekki mikill skítur undir nautgripum og hálmur var til staðar.  Fyrrnefndar athugasemdir voru ekki tilgreindar sem  alvarleg frávik og í samræmi við skráð verklag var veittur hefðbundinn frestur til úrbóta.

Í kjölfar eftirlitsins barst stofnuninni önnur ábending um slæman aðbúnað á sama bæ og fylgdi Matvælastofnun ábendingunni eftir þann 6. desember sl.  Ekki var tilefni til að skrá frávik.

Þann 30. janúar sl. fylgdi Matvælastofnun eftir þriðju ábendingunni sem stofnuninni barst vegna aðbúnaðar á bænum. Ekki var tilefni til að skrá frávik.

Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunnarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar.

Búfjárhald á bænum mun sæta reglubundnu eftirliti áfram.

Skoðunaratriði eru metin í samræmi við skoðunarhandbók sem gefin hefur verið út varðandi nautgripaeldi: https://umsokn.mast.is/onequalityweb/Displaydocument.aspx?itemid=276364209870730246241

Segir aðkomuna í fjósinu í Skagafirði skelfilega: „Svo mikil eymd í augunum á dýrunum“

Uppljóstrarinn sem sendi ljósmyndir og myndskeið á Mannlíf, segir aðkomuna í fjósi búfénaðarins í Skagafirði sem Mannlíf sagði frá, fyrstur fjölmiðla í gær, hafa verið skelfilega.

„Ég fékk ábendingu fyrir nokkru síðan um slæma meðferð á nautgripum og ákvað bara að gera mér ferð norður í land,“ sagði heimildarmaður Mannlífs og hélt áfram. Fór hann í skjóli næturs á bóndabæinn og tók ljósmyndir og myndskeið sem Mannlíf hefur nú undir höndum. En hvernig var aðkoman? „Þarna voru gripir sem voru verulega vannærðir og sumir hverjir grindhoraðir. Og það er svo mikil eymd í þessu húsi. Svo mikil eymd í augunum á dýrunum. Þarna var allt í skít og drullu og alltof þröngt í stíunum hjá nautgripunum,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að í húsinu hafi einnig verið fjöldi kinda sem hann hafi verulegar áhyggjur af.

Dýrin vaða mykju upp á hné.
Ljósmynd: aðsend

„Tíminn stoppar þarna, þetta er svo mikill hryllingur,“ segir heimildarmaðurinn og er mikið niður fyrir. „Og hryllingur er sá líka að þeir sem eiga að hugsa um velferð skepna, stofnun sem heitir Mast, hún er gjörsamlega vanhæf. Hún er búin að sanna það og sýna og þetta mál er bara skólabókardæmi um það.“

Enginn bóndi fer svona með dýrin sín

Segir heimildarmaðurinn ennfremur að málið snúist um það hvernig eftirlitsmenn hér á landi hagi sér „og hafa komist upp með það í mörg ár.“ Bætir hann við: „Þetta er þverbrotið, meðferðin á dýrunum og aðbúnaður. Þetta er til dæmis bara skemma sem var ekki hugsuð fyrir dýr. Gólfið er mold til dæmis. Þannig að allar reglur eru þverbrotnar. Og ég hermi þetta allt saman upp á Mast, þetta er á þeirra ábyrgð. Þetta er punkturinn yfir I-ið. Stofnunin er bara rúin trausti.“

Heimildamaðurinn segist núna vilja sjá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra stíga fram í þessu máli, því það sé grafalvarlegt.

Vildi heimildarmaðurinn einnig koma því á framfæri að ekki sé við alvöru bændur að sakast. „Enginn bóndi fer svona með dýrin sín. Þessi maður er eitthvað allt annað en bóndi.“

Að lokum vill heimildarmaðurinn spyrja tveggja spurninga: „Erum við neytendur að borða þetta kjöt? Tekur eitthvað sláturhús við þessum gripum?“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr fjósinu.

Viðar Már sendi Semu Erlu viðbjóðsleg skilaboð: „Lögreglan hefði átt að gasa Tyrkjaguddu!“

Sema Erla Serdar.

Baráttukonan Sema Erla Serdar segir frá því að henni séu oft send viðbjóðsleg skilaboð frá litlum sálum.

Hér segir hún af einni slíkri sál, hann heitir Viðar Már Þorkelsson:

„Sumir eru svo flottir og svo rosalega spenntir fyrir því að mér verði slátrað að þeir láta sér ekki nægja að skilja eftir eina athugasemd þess efnis á vettvangi fjölmiðla á sama degi og skella amk í tvær!“ segir hún og bætir þessu við:

„Gaman líka að sjá að fjölmiðlar leyfi þessu og fleiri álíka ummælum bara að standa og gefa þar með til kynna að þetta sé bara í lagi!“

Sunneva Ása beðin afsökunar

Rangt var farið með mál í frétt sem birtist á Mannlífi í gær um listamanninn og leikmyndahönnuðinn Sunnevu Ásu Weisshappel. Í fréttinni var því haldið fram að hún hefði ferðast til Japans eingöngu vegna unnusta hennar Baltasars Kormáks, þar sem tökur standa yfir á nýrri kvikmynd byggða á bókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Rétt er að taka fram að Sunneva Ása starfar sem leikmyndahönnuður á myndinni og er þar ytra starfs síns vegna. Starf hennar felst í að hanna settin á Íslandi, Englandi og Japan. En sagan gerist í þremur löndum á þremur tímaskeiðum og því mikilvægt að hafa færa hönnuði í starfinu.

Mannlíf biður Sunnevu Ásu velvirðingar.

Myndir frá Japan: Sunneva og Baltasar ástfangin í tökum á Snertingu

Alexandra eiginkona Gylfa Sig fjárfestir fyrir hundruð milljóna í Ármúla

Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eiginkona knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar og ann­ar eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar Móa & Mía, hef­ur fest kaup á versl­un­ar­hús­næði við Ármúla 40.

Al­ex­andra – sem var Ungfrú Ísland árið 2008 – festi kaup á hús­næðinu í gegn­um fé­lag sitt Santé North ehf.

Glæsileg hjón, Alexandra Helga og Gylfi Sigurðsson.

Kaup­verðið var litlar 260 millj­ón­ir króna; er hér um að ræða 547 fer­metra versl­un og 319 fer­metra vöru­geymslu.

Al­ex­andra setti á stofn fyrirtækið Móa & Mía í fyrra, ásamt Móeiði Lár­us­dótt­ur.

Hingað til hefur versl­un­in verið ein­göngu á net­inu, en fljótlega verður þar breyting á.

Móeiður og Hörður.

Komið hefur fram að versl­un­in er nefnd í höfuðið á dætr­um þeirra Al­exöndru og Móeiðar; Al­ex­andra og Gylfi eiga saman dótt­ur­ina Mel­rós Míu; Móeiður og Hörður Björg­vin Magnús­son knattspyrnumaður eiga sam­an dæt­urn­ar Matteu Móu og Mörlu Ósk.

Lögreglan lýsir eftir Eyrúnu

Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eyrúnu Guðbjörnsdóttur, 70 ára. Hún er um 160 sm á hæð, grannvaxin, klædd í dökka 66° úlpu og líklega með prjónahúfu. Síðast er vitað um ferðir Eyrúnar í Jörfabakka í Breiðholti í Reykjavík síðdegis í gær, eða um fjögurleytið. Eyrún, sem notar gleraugu, er með alzheimer.

 

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Eyrúnar, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Fréttin hefur verið uppfærð: Eyrun er fundin, heil á höldnu.

Skoðanakönnun Mannlífs: Áformuð sala á TF-SIF

Myndin er samsett

Ósætti ríkir innan stjórnarheimilisins vegna fyrirhugaðrar sölu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Mikið hefur farið fyrir áformunum í fjölmiðlum og virðist skoðanir manna misjafnar.

Mannlíf spyr því lesendur sína:

Hvaða skoðun hefur þú á ákvörðun Jóns Gunn­ars­sonar dóms­málaráðherra um sölu á björg­un­ar- og eft­ir­litsvél­ Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-SIF

Furðar sig á sölu dómsmálaráðherra: „Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja“

Segja má að samfélagið logi vegna fregna af sölu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Hafa hinir ýmsu mektarmenn og konur tjáð sig um söluna og virðist sem allir séu ósáttir við söluna, nema ráðherrann.

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur, fyrrum fjölmiðlamaður og flugmaður er einn af þeim sem gagnrýnt hefur söluna. Það gerði hann á bloggsíðu sinni í gær í færslu sem hefur fyrirsögnina Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Þar furðar hann sig á þeim rökum fyrir því að selja flugvélina og segir Jón sýna lítinn skilning á „eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.“

Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Það eru ömurleg rök fyrir því að selja TF-SIF að hún hafi lítið verið notuð hér heima að undanförnu. Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.

Slys og önnur váleg fyrirbæri gerast nefnilega ekki eftir forskrift manna, heldur algerlega tilviljanabundið.

Enn meira skilningsleysi felst í því að nota minni notkun vegna fjársveltis sem röksemd fyrir því að hætta alveg rekstrinum.

Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum um muninn á getu flugvéla og þyrlna.

Þar sem setið er við að pára þennan pistil eru nokkrir metrar til stórs slökkvitækis, sem ekkert hefur verið notað frá upphafi.

Er það nóg ástæða til þess að selja slökkvitækið?“

Smálánafyrirtæki tæmdi reikning einstæðar móður – Framkvæmdastjóri segir aðferðina löglega

Peningar
Mynd/LG

Fyrsta dag febrúarmánaðar hafði smálánafyrirtækið Núnú lán ehf. tæmt bankareikning einstæðar þriggja barna móður með alls tíu færslum. Móðirin varð fyrir miklu áfalli og setti inn færslu á Facebook-hópinn Hjálpum fólki. Þar segir hún hafa asnast til þess að taka lán hjá umræddu fyrirtæki fyrir einu og hálfu ári. Hún hafi ekki fengið neina viðvörun áður en öll launin hennar voru tekin út af reikning hennar en færslurnar tíu voru allar á milli 28 og 29 þúsund krónur.

Örvæntingafull móðirin bað því um aðstoð til þess að hún geti borgað leigu og keypt mat fyrir börnin sín.  Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að samtökin telja skuldfærslur af þessu tagi andstæðar lögum, þær séu allt of víðtækar. Þá sagði Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri Núnú lána ehf., í samtali við Fréttablaðið að færslurnar séu löglegar. „Núnú notar skuldfærslu sem tryggingu til greiðslu og er sú leið notuð ef lán lenda í vanskilum og greiðendur greiða hana ekki fyrir eindaga. Markmiðið er að ná vanskilum niður.“

SJÁÐU MYNDIRNAR: Innlit í eitt glæsilegasta einbýli Kórahverfisins – Selst á rúmar 200 milljónir

Smekklega innréttað heimili

Stórglæsilegt hús við Kleifakór 19 í Kópavogi er nú komið á sölu. Eignin er sannkölluð villa, 357,9 fermetrar og vel skipulagt. Húsið er allt hið glæsilegasta – sérsmíðaðar innréttingar, tvennar svalir, aukin lofthæð og stórbrotið útsýni. Sjón er sögu ríkari.
Hér má sjá húsið að framanverðu
Viður á móti glerinu gefur rýminu hlýlegt yfirbragð
Hér er steinn á borðum og innfelld blöndunartæki – Rúmgott eldhúsið

Smekklegt!
Haldið í sama litatón – virkilega stílhreint
Í borðstofu eru gólfsíðir gluggar og rýmið því bjart.
Það væri huggulegt að sitja þarna með morgunkaffið
Rúsínan í pylsuendanum er þessi gullfallegi walk-in closet. Þetta er sannkallaður lúxus!

Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar: „Þú get­ur ímyndað þér hvað mér brá þegar ég sá þetta“

Bjarni Jónsson.

Mikil umræðu hefur skapast í samfélaginu varðandi áform Jóns Gunnarssonar dóms­málaráðherra um sölu björg­un­ar- og eft­ir­litsvél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og þingmaður VG, Bjarni Jóns­son, sagði í sam­tali við mbl.is „að Þetta er gríðarlega þýðing­ar­mikið ör­ygg­is­mál og snar þátt­ur í þessu alþjóðlega björg­un­ar­starfi sem við erum að sinna við Ísland og líka varðandi það eft­ir­lit sem við erum að sinna á þeim tím­um sem við lif­um núna.“

Bjarni boðaði fund í ut­an­rík­is­mála­nefnd sem fram fer í dag til að ræða áform ráðuneyt­is­ins; hef­ur hann stefnt for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar og dóms­málaráðherra á fundinn:

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar.

„Þú get­ur ímyndað þér hvað mér brá þegar ég sá þetta í frétt­um í gær,“ sagði Bjarni og bætir við:

„Ég hafði ekki heyrt á þetta minnst. Svona vinnu­brögð ganga nátt­úru­lega ekki, það þarf að fara bet­ur yfir þetta, hvernig við tryggj­um það að við njót­um þess ör­ygg­is sem þess­ari vél er ætlað að sinna. Við erum búin að læra það núna að und­an­förnu að það er að mörgu að hyggja og þetta er eitt­hvað sem verður að vera í lagi.“

 

Björn er hæstánægður með fylgi Sósíalista: „Ástþór hefði ekki slegið hendinni á móti svona tölu!“

Björn Birgisson.

Björn Birgisson fagnar stuðningnum sem Sósíalistaflokkurinn er að fá, þrátt fyrir allt mótlætið sem hann segir flokkinn verða fyrir.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups er Samfylkingin með mest fylgi stjórnmálaflokka með 25,3 prósent fylgi. Minnsti flokkurinn er hins vegar Sósíalistaflokkur Íslands með 4,4 prósent fylgi. Einhverjir myndu hvá yfir svo lágri prósentu en ekki samfélagsrýnirinn Björn Birgisson. Björn er afar ánægður með fylgið og ástæðan er einföld. Segir hann í Facebook-færslu að flokkurinn hafi staðið í ströngu að undanförnu við „afhjúpanir á vondu fólki“. Fleira tiltekur hann en segir svo að lokum: „Geggjaður stuðningur! Ástþór hefði ekki slegið hendinni á móti svona tölu!“

Færsluna má lesa hér að neðan:

„Á maður að verða undrandi?

Á maður að verða dapur?
Á maður að verða sorgmæddur?
Á maður bara að hlæja sig máttlausan?
**********
Sósíalistaflokkur Íslands eyðir öllu sínu púðri í að standa með Eflingu hvað sem á dynur.
Virkilega drullar yfir allt sem snýr að Samtökum atvinnulífsins, Halldóri Benjamín og öllu hans hyski.
Vilhjálmur Birgisson og Starfsgreinasambandið fá ótaldar eiturpillur fyrir að hafa vogað sér að semja án Eflingar, sem vildi reyndar ekki vera með.
Ragnar Þór og aðrir VR-ingar, ásamt iðnaðarmönnum fá líka væna skammta af eitruðum skotum fyrir það eitt að voga sér að semja fyrir fólkið sitt.
Ríkissáttasemjari fær það heldur betur óþvegið líka, ríkisstjórnin, dómstólar og dómarar, kjararáð Samfylkingarinnar, Vinstri græn og eiginlega allir sem eru ekki í réttmerktum svörtum jökkum!
Mikil vinna, mikil átök og mikið gefið af sér!
Hver er svo uppskeran og stuðningurinn eftir allar þessar fórnir, alla þessa úthúðun og afhjúpanir á vondu fólki, illa þenkjandi fólki og svo allt þetta sálardrepandi puð, ásamt öllum fýluköstunum sem fylgja svona drullumalli?
Heil 4,4% !
Geggjaður stuðningur!
Ástþór hefði ekki slegið hendinni á móti svona tölu!“

Grunsamlegur maður hljóp í burtu frá lögreglunni – Þetta kom í ljós þegar hann náðist

Lögreglan í forgangsakstri Mynd/Lára Garðarsdóttir

Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás. Báðir voru látnir gista í fangaklefa lögreglu. Fyrr um kvöldið var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Þá vakti ökulag bifreiðar athygli lögreglu skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Þegar lögregla gaf stöðvunarmerki reyndi ökumaðurinn að flýja á tveimur jafnfljótum en lögregla náði honum eftir stutta eftirför. Þá kemur fram í dagbók lögreglu að hún telji að einstaklingurinn hafi verið án ökuréttinda og að bifreiðin hafi verið á röngum skráningarmerkjum. Að öðru leyti var nóttin hjá lögreglu róleg.

 

Ebba Guðný hendir ekki mat: „Þetta er nánast eins og íþrótt hjá mér“

Neytandi vikunnar, Ebba Guðný, er gift tveggja barna móðir í Reykjavík. Hún er fædd í Stykkishólmi en flyst þaðan barnung og er alin upp í Hólahverfi í Breiðholti til 11 ára aldurs og fer svo 12 ára yfir í Seljahverfið. Á báðum stöðum fannst henni gott að búa og á afar góðar minningar úr Breiðholtinu. Eyddi líka heilmiklum tíma í Neðra Breiðholtinu hjá vinkonu sinni, þar var líka allt fullt af krökkum, mjög skemmtilegt. Ebba Guðný er kennari að mennt en hef unnið hin ýmsu störf. Hún heldur bæði námskeið og fyrirlestra um næringu og heilsu barna sem og almennt fyrir alla fjölskylduna. Ebba Guðný hefur verið með vef- og seinna sjónvarpsþætti þar sem áherslan var á hollan og einfaldan mat (Eldað með Ebbu). Gefið út bækur (Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?, Eldað með Ebbu í Latabæ og Eldað með Ebbu 1 og 2). Leikið, lesið fyrir StoryTel, svo eitthvað sé nefnt.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Ég nota alltaf tvisvar sinnum í viku linsubaunir í staðinn fyrir kjöt eða fisk. Það er mjög ódýr, próteinríkur og bragðgóður matur sem auðvelt er að gera góðar súpur úr og pottrétti. Í bókunum mínum eru margar uppskriftir þar sem ég nota linsubaunir.Ég fer líka vel með það sem ég kaupi. Ég hef alla tíð unnið minna en maðurinn minn og hef þess vegna haft tíma og ráðrúm til að nýta vel það sem keypt er.  Ég hendi ekki mat nema í einhverjum neyðartilvikum. Þetta er nánast eins og íþrótt hjá mér og ég er farin að halda námskeið í fyrirtækjum um hvernig sporna má við því að henda mat. Einföld ráð þó þau séu kannski ekki alltaf svo augljós. Sérstaklega ekki þegar fólk hefur mikið á sinni könnu. Svo reyni ég að kaupa mat á tilboði er ég get og ég les innihaldslýsingar og sneiði að mestu hjá því sem mér líkar ekki. Það einfaldar innkaupin mikið.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Já, ég reyni að endurnýta eins og ég get. Ég flokka ruslið okkar samviskusamlega. Það kemst fljótt upp í vana. Ég reyni líka almennt að fara vel með það sem ég kaupi. Fara vel með föt, húsgögn og aðra muni, matinn sem keyptur er, afganga og svo framvegis. Þar er mikill sparnaður, fyrir mig persónulega og heiminn vonandi líka.

Hvað hefurðu í huga er þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Jafnvægi er eitthvað sem ég reyni temja mér. Áherslan á reyni. Ég held ég sé almennt ekki að kaupa of mikið af neinu sérstöku. En auðvitað er erfitt að draga úr kaupum á mat. Allir þurfa að borða. En ég hef aldrei keypt mér mikið af fötum held ég og þess háttar. Ég vil helst bara kaupa föt úr náttúrulegum efnum. Ég er mjög mikið í ull t.d. næst mér. Sérstaklega á veturna. Þvæ fötin mín varlega á 40°C og sný öllu á rönguna áður en ég þvæ fötin og hreinsa bletti úr þeim áður en ég set þau í vélina. Nota lítið af þvottaefnum og hef þau umhverfisvæn. Síðastliðin 25 ár kaupi ég svo nær eingöngu krem og snyrtivörur sem eru mannvæn og án skaðlegra efna og þá kaupir maður minna ósjálfrátt. Kannski örlítið frelsandi. Varðandi gjafir þá finnst mér oft einfaldast að kaupa gjafir sem fólk ýmist ber á sig eða borðar.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Umhverfisvernd skiptir mig máli já. Ég reyni að gera mitt besta miðað við þær aðstæður sem ég er í hverju sinni. Og svo reyni ég að hafa ekki áhyggjur þar á milli.