Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sævar bjargaði litlu frænku sinni frá drukknun í Mosfellsbæ: „Blés í hana lífi“

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Sævar Baldur Lúðvíksson var algjör hetja þegar bjargaði frænku sinni frá drukknun árið 1993.

„Magdalena datt í vatnið og fór í sjúkrabílinn. Ég hjálpaði henni,“ sagði Sævar, þá tveggja og hálfs árs gamall, við DV árið 1993 en hann bjargaði Magdalenu Björk Birgisdóttur, fræknu sinni, frá drukknun en Magdalena er ári yngri en hann Sævar.

Forsaga málsins er sú að þau voru tvö að leika á leikvelli fyrir utan hús ömmu og afa Magdalenu í Mosfellsbæ. Þau fór svo í garð, sem var töluvert frá leikvellinum, en í honum var heitavatnspottur hálffullur af rigningarvatni. Þegar þau voru við leik féll Magdalena ofan í pottinn. „Ég var inni í húsi þegar Sævar kom til mín og sagði að Magdalena væri í „vissinu“, sem er vatn. Ég skildi ekki hvað hann átti við en hann leiddi mig áfram og fór með mig út og í átt að garðinum. Mér fannst þetta vera mjög langt og trúði ekki að hún hefði farið svona langt og ætlaði að hætta við. Hann tosaði þá og reif í mig og hrópaði ákveðið: „Komdu, komdu“, og leiddi mig áfram að pottinum,“ sagði Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Magdalenu og systir Sævars.

„Ég greip hana upp og reyndi að gera það sem ég hélt að væri rétt. Hún opnaði augun og það kom aðsog en hún andaði ekki. Þá hrópaði ég á hjálp og nágrannarnir komu og einn þeirra blés í hana lífi,“ sagði Bjarney en Magdalena var flutt á Landspítalann þar sem hún dvaldi eina nótt.

Bjarney taldi að Sævar hafi reynt að toga Magdalenu úr pottinum en ekki náði því þar sem hann var blautur upp handlegginn.

Obama-hjónin styðja forsetaframboð Kamala Harris

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Michella Obama hafa lýst yfir stuðningi sínum við framboð Kamala Harris til forseta Bandaríkjanna en Obama tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Twitter.

Obama var forseti Bandaríkjanna frá 2008 til 2016 og er einn vinsælasti forseti í sögu landsins en hann var fyrsti svarti forsetinn í langri sögu þess. Búist hefur verið við þessari stuðningsyfirlýsingu frá því að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. Harris, rétt eins og Obama, er hluti af Demókrataflokknum og sýna kannanir að Harris á góða mögulega á að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Þá telja rúmlega 75% lesenda Mannlífs að Harris muni sigra Donald Trump í komandi kosningum.

Halla forseti í auglýsingu fyrir Brimborg

Verðandi forseti Íslands fékk bíl á sérdíl - Mynd: Brimborg

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sat fyrir í auglýsingu hjá bílaumboðinu Brimborg en auglýsingin birtist á samfélagsmiðlinum Facebook en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í viðtali við mbl.is segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, að Halla hafi fengið bílinn á sérkjörum en það tengist ekki því að hún sé að verða forseti heldur snúist þetta um að Halla og eiginmaður henni hafi verið í viðskiptum við fyrirtækið lengi. Hann vildi þó ekki segja á hvaða kjörum þau hjónin hafi fengið bílinn en samkvæmt heimasíðu Brimborgar eru bílar eins og forsetinn verðandi keypti seldir á um sjö milljónir króna. „Ætli ég hafi ekki fyrst kynnst henni þegar hún var fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs á sín­um tíma. Svo höf­um við bara þekkst svona í gegn­um árin,“ sagði Egill um málið.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná sambandi við verðandi forsetann um málið en ekki tekist og tekur mbl.is fram að ekki hafi tekist að nást í Höllu síðan degi eftir að hún var kjörin forseti Íslands.

Ofbeldismenn lausir úr haldi eftir hópárás: „Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu“

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Síðustu helgi gengu þrír ferðamenn í skrokk á íslenskum manni í miðbænum og voru þeir í kjölfarið handteknir en Íslendingurinn var nokkuð slasaður og með brotna tönn eftir árásina.

Árásarmönnunum hefur nú verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu og staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það við Vísi. Unnar sagði einnig að maðurinn verði áfram í bataferli.

„Málið er í rannsókn, það er búið að yfirheyra þá og þeir eru lausir frá okkur. Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu,“ sagði Unnar. „Það eru engin tengsl á milli þeirra. Skemmtunin fór bara fram úr sér, það var ekki alvarlegra en það,“ en tveir mannanna voru með fíkniefni á sér og það talið að hafi verið kókaín en niðurstaða úr efnarannsókn mun liggja fyrir eftir tvær til þrjár vikur.

Kona handtekin eftir að hafa myrt eiginkonu sína með sverði – MYNDBAND

Móðir Chen Chen Fei leitaði aðstoðar

Weichien Huang var handtekin í bænum San Dimas í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 18. júlí grunuðum að hafa myrt Chen Chen Fei, eiginkonu sína, með sverði.

Árásin er sögð hafa átt sér stað eftir að Huang reifst við eiginkonu sína og móður hennar og á hún að hafa ráðist á mæðgurnar með sverði. Móðirin náði að afvopna Huang eftir að hafa verið særð og flúði með sverðið út á götu og leitaði hjálpar. Skömmu síðar kom lögreglan á staðinn en var það of seint að til að bjarga lífi Fei en hún var úrskurður látin á staðnum. Móðirin liggur nú inn i á spítala og jafnar sig á sárum sínum.

Rannsókn málsins miðar þó hægt sögn lögreglu þar sem Huang og móðir Fei tala ekki stakt orð í ensku.

Rúm 75 prósent lesenda Mannlífs telja að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna

Donald Trump og Kamala Harris berjast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna

Lesendur Mannlífs hafa ekki mikla trú á að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, muni sigra forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í þetta sinn en aðeins 23% þeirra sem tóku þátt í könnun Mannlífs telja að Trump muni sigra Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna.

Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og er nokkuð öruggt að Kamala Harris taki sæti hans sem frambjóðandi Demókrataflokksins. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Hægt er að sjá niðurstöðina hér fyrir neðan

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Hjörtur er fallinn frá

Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn 97 ára að aldri en mbl.is greindi frá andlátinu.

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi en flutti að Reykhólum 12 ára gamall en hann var sonur Þórarins Árnasonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur.

Hjörtur lauk kennara- og söngkennaranámi árið 1948 og íþróttakennaranámi ári síðar. Hann kenndi bæði á grunn- og framhaldsskólastigi um allt land frá 1949 til 1980 og var einnig skólastjóri á Klepp­járns­reykj­um í Borg­ar­f­irði 1961-78. Árið 1980 tók Hjörtur svo við starfi sem framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Hann var virkur í félagsstörfum og starfaði meðal annars í Frímúrarareglunni, söng í ýmsum kórum og var formaður Félags eldri borgara á Selfossi frá 1999 til 2013.

Hjörtur lætur eftir sig eina dóttur.

Nauðgunarmál Alberts setur möguleg félagsskipti í uppnám

Albert Guðmundsson hefur verið orðað við mörg stórlið

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við stórlið á Englandi og Ítalíu og ber helst að nefna Inter Milan, Tottenham og Juventus.

Mestur áhugi virtist vera hjá Inter en samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport hefur áhuginn á Albert minnkað umtalsvert eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun þó að fleiri hlutir spili inn í en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst. Líklegt er knattspyrnufélög muni ekki gera tilboð í Albert fyrr en því máli er lokið, verði hann sýknaður.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Elín Hall og Katla í frekjukasti

Elín Hall er hluti af mammaðín ásamt Kötlu Njálsdóttur og voru þær að gefa út lag

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Daníel Alvin og Gunnar Pétur – Þú og ég
Daði Freyr – Fuck City
RÁN og Páll Óskar – Gleðivíma
Pale Moon – Take off your clothes
mammaðín – FREKJUKAST





Einar Örn kokhraustur

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Flugfélagið Play glímir við erfiðleika þessa dagana. Mikið tap er á rekstrinum sem samkvæmt áætlunum átti að vera kominn í jafnvægi. Innandyra hefur verið ólga og þess er skemmst að minnast að frumherjinn Birgir Örn Jónsson forstjóri hrökklaðist úr starfi og snéri sér aftur að trommuleik með hljómsveitinni Dimmu. Einar Örn Ólafsson, einn aðaleigenda félagsins og stjórnarformaður, tók sjálfur við forstjórastarfinu og sinnir því í öllum þeim jafnvægistruflunum sem fylgir flugrekstri. Eftir að Einar Örn tók við hefur reksturinn enn versnað. Nærtækt er að líta til utanaðkomandi þátta svo sem þess að ferðamenn eru teknir að forðast Ísland og okrið sem hér viðgengst.

Einar Örn er kokhraustur og ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Hann er reyndar þekktur af því að kunna helstu trixin í viðskiptum. Frægt var þegar hann komst yfir ráðandi hlut í Skeljungi og varð forstjóri olíufélagsins. Hann ræddi stöðu Play við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöld sem spurði af magnaðri einlægni hve lengi félagið héldi út tapreksturinn. Forstjórinn svaraði eindregið að Play yrði alltaf til. Þetta er líklega eitt stærsta loforð sem hægt er að gefa. Flestir vona auðvitað að endalok Play verði ekki eins og gerðist hjá Skúla Mogensen og Wow en ekkert er öruggt undir sólinni. Play að eilífu, eða þannig …

 

Drukkinn ökumaður á hægum flótta með lögguna á hælunum – Dópsalar með hníf, rafvopn og piparúða

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður hlýddi ekki merki um að stöðva í umferðinni. Ökumaðurinn ók þó ekki yfir hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Kallað var eftir liðsauka og ökuþórinn var að lokum króaður af. Hann gaf lögreglu þá skýringu að hafa verið að leita að stað til þess að stöðva bifreiðina. Mælingar leiddu í ljós að hann var ölvaður og réttindalaus. Sá drukkni var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglan kom að árekstri þar sem önnur bifreiðin reyndist vera óökufær eftir slysið. Annar ökumannanna er án ökuréttinda. Málið í rannsókn.
Skjótt var brugðist við eftir að tilkynning barst um  að drengur, um 16 til 17 ára, væri vopnaður hnífi við Hagkaup í Skeifunni. Drengurinn var þó að sögn ekki að hóta eða ógna með hnífnum. Hann fannst ekki þegar lögreglu bar að garði.

Tveir meintir dópasalar voru handteknir í nótt. Þeir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni, hnífur, piparúði og rafvopn fundust við leit í bifreið sakborninga. Þeir voru báðir handteknir og læstir inni í klefa vegna rannsóknar málsins.

Að vanda var nokkuð um drukkna og dópaða ökumenn í umferðinni. Einn var stöðvaður, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn en látinn laus eftir að dregið hafði verið úr honum blóð. Annar ökumaður var stöðvaður í umferðinni grunaður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Próflaus strætóbílstjóri ók yfir á rauðu ljósi og klessti á bíl: „Ég gerði þetta óvart“

Myndin tengist fréttinni óbeint

Birni Baxter Herbertssyni var sagt upp störfum sem strætóbílstjóra árið 2004 eftir að hafa ekið á bíl og yfir á rauðu ljós en þá kom í ljós að hann var próflaus.

„Honum hefur verið sagt upp störfum,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, við DV um málið á sínum tíma. „Hann hafði framvísað ökuskírteini þegar hann var ráðinn í júní,“ hélt Ásgeir áfram. „Við höfum ekki þá vinnureglu að athuga hvort ökuskírteini séu rétt. Við göngum út frá því að menn séu heiðarlegir. Þeir sem ekki hafa ökuréttindi geta ekki unnið hjá okkur,“ en í frétt DV er sagt frá því að Björn hafi próflaus í um fimm mánuði áður en hann var ráðinn til starfa.

Óviljaverk

„Þetta voru bara mistök,“ sagði Björn sjálfur. „Ég gerði þetta óvart og get ekkert gert að þessu. Lífið heldur áfram,“ en í viðtali við DV sagði faðir hans að það kæmi honum ekki á óvart að hann hafi keyrt á en það kæmi honum hins vegar mikið á óvart að hann hafi verið ráðinn til starfa sem strætóbílstjóri.

Grunur lék á að hann Björn hafi verið undir áhrifum áfengis við stýrið. „Við getum náttúrulega ekki gert áfengistest á öllum okkar ökumönnum áður en þeir setjast undir stýri,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Við erum með yfir áttatíu bíla á götunum í einu og treystum okkar mannskap til að vera í þannig ástandi að þeir geti keyrt.“ 

Í samtali við DV sagði vakthafandi læknir á Landspítalnum að maðurinn sem ekið var á hafa verið útskrifaður en það væri hans mat að slysið hafi verið harkalegt.

Senegali í Skagafirði

Tindastóll hefur samið við Omoul Sarr um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónusdeild kvenna í körfubolta, en þetta kemur fram á karfan.is.

Omoul er fertug að aldri; hún er 190 sentimetrar á hæð; senegalskur/spænskur framherji/miðherji er kemur til Tindastóls frá Freseras í Mexíkó; hefur hún einnig áður leikið fyrir félög á Spáni, í Ekvador, í Frakklandi, í Belgíu, í Póllandi og Tyrklandi.

Hún hefur verið landsliðsmaður Senegal til margra ára; síðustu leikir hennar fyrir landsliðið voru fyrr á þessu ári:

„Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda.” segir Israel Martin þjálfari liðsins.

Sarr er ánægð og spennt að spila á Íslandi:

„Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég hef talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt”

Dagur Þór, formaður segir Tindastól vera stórveldi í íslenskum körfubolta með mikinn metnað fyrir því að styrkja kvennaliðið til framtíðar:

„Stelpurnar okkar þurfa öflugar fyrirmyndir og Sarr hefur mikla þekkingu og reynslu sem hún getur miðlað til stelpnanna okkar. Það er því einkar ánægjulegt að fá hana til klúbbsins.”

Dagbjört Rúnarsdóttir dæmd í tíu ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás en Mbl.is greindi fyrst frá málinu.

Dagbjört var upphaflega ákærð fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í Reykjavík eftir að hafa beitt hann ofbeldi daganna 22. og 23. september á síðasta ári en maðurinn var á sextugsaldri

Hún var þó ekki dæmd fyrir manndráp heldur fyrir brot á 218. gr. 2. máls­grein þar sem seg­ir:

„Hver sem end­ur­tekið eða á al­var­leg­an hátt ógn­ar lífi, heilsu eða vel­ferð nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, niðja síns eða niðja nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með hon­um á heim­ili eða eru í hans um­sjá, með of­beldi, hót­un­um, frels­is­svipt­ingu, nauðung eða á ann­an hátt, skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“

Nýr varðturn Dalslaugar kostar borgina tugi milljóna: „Staðsetning laugarvarða var óheppileg“

Nýr turn í byggingu - Á myndinni sjást ekki rennibrautir laugarinnar. - Mynd: Brynjar Birgisson

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkur, en hún opnaði í lok ársins 2021 við mikla gleði sundáhugamanna.

Nokkuð óvenjulegt verður þó að teljast að svo miklar framkvæmdir standi yfir í svo nýrri sundlaug en þessi nýja bygging verður varðturn laugarvarða. „Það er verið að færa aðstöðu laugarvarða úr núverandi varðturni sem er staðsettur við hlið innilaugar út á sundlaugarbakkann,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, við Mannlíf um málið. Hófust framkvæmdirnar í apríl en seinkun varð á steypuvinnu og eru áætluð verklok ekki fyrr en í september.

Vilja auka yfirsýn

En af hverju var varðturninn ekki byggður á sama tíma og sundlaugin?

„Upphaflega var ákveðið að hafa ekki rennibrautir við þessa laug,“ sagði Eva um framkvæmdirnar. „Í framhaldi af íbúakosningu (Hverfið Mitt) þar sem kom fram einlægur áhugi á að fá upp rennibrautir þá var tekin ákvörðun um að stækka sundlaugarsvæðið og reisa þar nýjar brautir. Við þessa breytingu var ljóst að staðsetning laugarvarða var óheppileg og ekki þótti fullnægjandi að treysta eingöngu á myndavélaeftirlit með rennibrautunum, því var ákveðið að byggja nýjan varðturn við enda sundlaugarinnar til að auka yfirsýn laugarvarða og tryggja öryggi gesta.“

Þá er áætlað að kostnaður við byggingu á turninum muni verða 65 milljónir króna að sögn Evu.

Glúmur: „Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson segir að stólar séu mikilvægir.

||

„Einsog fram hefir komið á undanförnum sólarhring tel ég stól afar mikilvægt fyrirbæri; vilji menn á annað borð sitja.“

En ekki bara stólar:

„Skrifborð er einnig gagnlegt vilji menn ekki sitja auðum höndum. Því hafi maður aðgang að stóli og skrifborði er hægt að skrifa. Einsog til dæmis FB statusa að lágmarki.“

Glúmur flúði hótel:

„Og þar sem ég hefi flúið stólaþurrð Hótel Vestmannaeyja og þá andúð á stólum sem þar ríkir hefi ég nú allt sem ég þarf. Og ekki bara einn stól heldur tvo. Svo nú hefi ég tekið gleði mína á ný.“

Flottur. Glúmur Baldvinsson.

Þakklátur:

„Takk fyrir hughreystandi stuðning í þessu erfiða máli sem tekið hefur á okkur öll beggja vegna lands og eyja. Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki. Stólbaki.“

Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Donald Trump og Kamala Harris berjast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna

Nokkuð ljóst er að Donald Trump eða Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna. Sjaldan hafa tveir líklegustu frambjóðendurnir verið jafn ólíkir í málefnum og mun niðurstaða þessara kosninga hafa mikið áhrif á heimsbyggðina.

Trump verður frambjóðandi Repúblikanaflokksins og eru allar líkur á að Demókrataflokkurinn tefli fram Kamala Harris eftir að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en hann sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, örugglega í kosningum árið 2020.

Mannlíf vill hins vegar vita hvað lesendum finnst um málið og spyr því; Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 26. júlí.

Baldvin bætti eigið Íslandsmet en fer ekki á Ólympíuleikanna: „Gott að vinna hlaupið mitt“

Baldvin Þór Magnússon kann heldur betur að hlaupa - Mynd: ÍSÍ

Hlauparinn knái Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet á móti í Bretlandi í gær en hann keppti í 1500 metra hlaupi á mótinu. Hljóp hann 1500 metra á 3:39,90 mín og bætti því Íslandsmetið um tæpa hálfa sekúndu en RÚV greindi frá þessu.

„3.40 er ákveðin múr sem mig er búið langa rjúfa lengi þannig það er mjög góð tilfinning að ná því. Auk þess er líka gott að vinna hlaupið mitt, það er mikilvægt að kunna koma sér yfir línuna fyrstur,“ sagði Baldvin á heimasíðu ÍSÍ en þar kemur einnig fram að Baldvin eigi níu Íslandsmet.

Baldvini tókst því miður ekki að vinna sæti sér sæti á Ólympíuleikunum sem fara nú fram í París en hann hafði sett sér það markmið. „Stefnan er sett á Ólympíuleikana og allt snýst um það,“ sagði Baldvin í fyrra í viðtal á heimasíðu ÍSÍ.

Tölum endi­lega ís­lensku, takk

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar pistil

Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga.

Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn.

Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu.

Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við.

En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki.

Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi.

Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig.

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns

Lygaútkall olli slysinu á Miklubraut – Lögreglumaður beinbrotinn

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Betur fór en áhorfðist í gærkvöldi þegar pallbíll klessti á lögreglubíl í forgangsakstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þrír slösuðust í árekstrinum og var einn þeirra almennur borgari. Þá þurfti að klippa einn lögreglumann úr lögreglubifreiðinni.

SJÁ NÁNAR: Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

„Líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús er almennt nokkuð góð,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf um málið. „Þetta á við alla þrjá sem voru í ökutækjunum báðum. Annar lögreglumanna hlaut þó minniháttar beinbrot. Allir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöld.“

Enginn eldur

Lögreglumennirnir voru á leið að sinna útkalli en senda þurfti annan bíl í það vegna árekstursins. „Lögregla hafði fengið tilkynningu um slagsmál á milli manna með eggvopni og á sama stað væri kominn upp eldur í því húsnæði sem átökin voru,“ sagði Unnar um útkallið. „Eftir að áreksturinn varð þá var annað lögreglutæki sent í það útkall. Í ljós kom að það útkall var ekki alveg eins og lýst var fyrir lögreglu í upphafi. Það var enginn eldur og stórlega ýkt að það væri verið að nota eggvopn.“

Samkvæmt Unnari er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í gagnaöflun og liggur ekki fyrir ákvörðun hver muni annast rannsókn málsins.

Sævar bjargaði litlu frænku sinni frá drukknun í Mosfellsbæ: „Blés í hana lífi“

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Sævar Baldur Lúðvíksson var algjör hetja þegar bjargaði frænku sinni frá drukknun árið 1993.

„Magdalena datt í vatnið og fór í sjúkrabílinn. Ég hjálpaði henni,“ sagði Sævar, þá tveggja og hálfs árs gamall, við DV árið 1993 en hann bjargaði Magdalenu Björk Birgisdóttur, fræknu sinni, frá drukknun en Magdalena er ári yngri en hann Sævar.

Forsaga málsins er sú að þau voru tvö að leika á leikvelli fyrir utan hús ömmu og afa Magdalenu í Mosfellsbæ. Þau fór svo í garð, sem var töluvert frá leikvellinum, en í honum var heitavatnspottur hálffullur af rigningarvatni. Þegar þau voru við leik féll Magdalena ofan í pottinn. „Ég var inni í húsi þegar Sævar kom til mín og sagði að Magdalena væri í „vissinu“, sem er vatn. Ég skildi ekki hvað hann átti við en hann leiddi mig áfram og fór með mig út og í átt að garðinum. Mér fannst þetta vera mjög langt og trúði ekki að hún hefði farið svona langt og ætlaði að hætta við. Hann tosaði þá og reif í mig og hrópaði ákveðið: „Komdu, komdu“, og leiddi mig áfram að pottinum,“ sagði Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Magdalenu og systir Sævars.

„Ég greip hana upp og reyndi að gera það sem ég hélt að væri rétt. Hún opnaði augun og það kom aðsog en hún andaði ekki. Þá hrópaði ég á hjálp og nágrannarnir komu og einn þeirra blés í hana lífi,“ sagði Bjarney en Magdalena var flutt á Landspítalann þar sem hún dvaldi eina nótt.

Bjarney taldi að Sævar hafi reynt að toga Magdalenu úr pottinum en ekki náði því þar sem hann var blautur upp handlegginn.

Obama-hjónin styðja forsetaframboð Kamala Harris

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Michella Obama hafa lýst yfir stuðningi sínum við framboð Kamala Harris til forseta Bandaríkjanna en Obama tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Twitter.

Obama var forseti Bandaríkjanna frá 2008 til 2016 og er einn vinsælasti forseti í sögu landsins en hann var fyrsti svarti forsetinn í langri sögu þess. Búist hefur verið við þessari stuðningsyfirlýsingu frá því að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. Harris, rétt eins og Obama, er hluti af Demókrataflokknum og sýna kannanir að Harris á góða mögulega á að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Þá telja rúmlega 75% lesenda Mannlífs að Harris muni sigra Donald Trump í komandi kosningum.

Halla forseti í auglýsingu fyrir Brimborg

Verðandi forseti Íslands fékk bíl á sérdíl - Mynd: Brimborg

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, sat fyrir í auglýsingu hjá bílaumboðinu Brimborg en auglýsingin birtist á samfélagsmiðlinum Facebook en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Í viðtali við mbl.is segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, að Halla hafi fengið bílinn á sérkjörum en það tengist ekki því að hún sé að verða forseti heldur snúist þetta um að Halla og eiginmaður henni hafi verið í viðskiptum við fyrirtækið lengi. Hann vildi þó ekki segja á hvaða kjörum þau hjónin hafi fengið bílinn en samkvæmt heimasíðu Brimborgar eru bílar eins og forsetinn verðandi keypti seldir á um sjö milljónir króna. „Ætli ég hafi ekki fyrst kynnst henni þegar hún var fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs á sín­um tíma. Svo höf­um við bara þekkst svona í gegn­um árin,“ sagði Egill um málið.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná sambandi við verðandi forsetann um málið en ekki tekist og tekur mbl.is fram að ekki hafi tekist að nást í Höllu síðan degi eftir að hún var kjörin forseti Íslands.

Ofbeldismenn lausir úr haldi eftir hópárás: „Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu“

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Síðustu helgi gengu þrír ferðamenn í skrokk á íslenskum manni í miðbænum og voru þeir í kjölfarið handteknir en Íslendingurinn var nokkuð slasaður og með brotna tönn eftir árásina.

Árásarmönnunum hefur nú verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu og staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það við Vísi. Unnar sagði einnig að maðurinn verði áfram í bataferli.

„Málið er í rannsókn, það er búið að yfirheyra þá og þeir eru lausir frá okkur. Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu,“ sagði Unnar. „Það eru engin tengsl á milli þeirra. Skemmtunin fór bara fram úr sér, það var ekki alvarlegra en það,“ en tveir mannanna voru með fíkniefni á sér og það talið að hafi verið kókaín en niðurstaða úr efnarannsókn mun liggja fyrir eftir tvær til þrjár vikur.

Kona handtekin eftir að hafa myrt eiginkonu sína með sverði – MYNDBAND

Móðir Chen Chen Fei leitaði aðstoðar

Weichien Huang var handtekin í bænum San Dimas í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 18. júlí grunuðum að hafa myrt Chen Chen Fei, eiginkonu sína, með sverði.

Árásin er sögð hafa átt sér stað eftir að Huang reifst við eiginkonu sína og móður hennar og á hún að hafa ráðist á mæðgurnar með sverði. Móðirin náði að afvopna Huang eftir að hafa verið særð og flúði með sverðið út á götu og leitaði hjálpar. Skömmu síðar kom lögreglan á staðinn en var það of seint að til að bjarga lífi Fei en hún var úrskurður látin á staðnum. Móðirin liggur nú inn i á spítala og jafnar sig á sárum sínum.

Rannsókn málsins miðar þó hægt sögn lögreglu þar sem Huang og móðir Fei tala ekki stakt orð í ensku.

Rúm 75 prósent lesenda Mannlífs telja að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna

Donald Trump og Kamala Harris berjast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna

Lesendur Mannlífs hafa ekki mikla trú á að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, muni sigra forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í þetta sinn en aðeins 23% þeirra sem tóku þátt í könnun Mannlífs telja að Trump muni sigra Kamala Harris, varaforseta Bandaríkjanna.

Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og er nokkuð öruggt að Kamala Harris taki sæti hans sem frambjóðandi Demókrataflokksins. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Hægt er að sjá niðurstöðina hér fyrir neðan

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Hjörtur er fallinn frá

Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri, er látinn 97 ára að aldri en mbl.is greindi frá andlátinu.

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi en flutti að Reykhólum 12 ára gamall en hann var sonur Þórarins Árnasonar og Steinunnar Hjálmarsdóttur.

Hjörtur lauk kennara- og söngkennaranámi árið 1948 og íþróttakennaranámi ári síðar. Hann kenndi bæði á grunn- og framhaldsskólastigi um allt land frá 1949 til 1980 og var einnig skólastjóri á Klepp­járns­reykj­um í Borg­ar­f­irði 1961-78. Árið 1980 tók Hjörtur svo við starfi sem framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Hann var virkur í félagsstörfum og starfaði meðal annars í Frímúrarareglunni, söng í ýmsum kórum og var formaður Félags eldri borgara á Selfossi frá 1999 til 2013.

Hjörtur lætur eftir sig eina dóttur.

Nauðgunarmál Alberts setur möguleg félagsskipti í uppnám

Albert Guðmundsson hefur verið orðað við mörg stórlið

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við stórlið á Englandi og Ítalíu og ber helst að nefna Inter Milan, Tottenham og Juventus.

Mestur áhugi virtist vera hjá Inter en samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport hefur áhuginn á Albert minnkað umtalsvert eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun þó að fleiri hlutir spili inn í en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst. Líklegt er knattspyrnufélög muni ekki gera tilboð í Albert fyrr en því máli er lokið, verði hann sýknaður.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Elín Hall og Katla í frekjukasti

Elín Hall er hluti af mammaðín ásamt Kötlu Njálsdóttur og voru þær að gefa út lag

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Daníel Alvin og Gunnar Pétur – Þú og ég
Daði Freyr – Fuck City
RÁN og Páll Óskar – Gleðivíma
Pale Moon – Take off your clothes
mammaðín – FREKJUKAST





Einar Örn kokhraustur

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Flugfélagið Play glímir við erfiðleika þessa dagana. Mikið tap er á rekstrinum sem samkvæmt áætlunum átti að vera kominn í jafnvægi. Innandyra hefur verið ólga og þess er skemmst að minnast að frumherjinn Birgir Örn Jónsson forstjóri hrökklaðist úr starfi og snéri sér aftur að trommuleik með hljómsveitinni Dimmu. Einar Örn Ólafsson, einn aðaleigenda félagsins og stjórnarformaður, tók sjálfur við forstjórastarfinu og sinnir því í öllum þeim jafnvægistruflunum sem fylgir flugrekstri. Eftir að Einar Örn tók við hefur reksturinn enn versnað. Nærtækt er að líta til utanaðkomandi þátta svo sem þess að ferðamenn eru teknir að forðast Ísland og okrið sem hér viðgengst.

Einar Örn er kokhraustur og ekkert á þeim buxunum að gefast upp. Hann er reyndar þekktur af því að kunna helstu trixin í viðskiptum. Frægt var þegar hann komst yfir ráðandi hlut í Skeljungi og varð forstjóri olíufélagsins. Hann ræddi stöðu Play við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöld sem spurði af magnaðri einlægni hve lengi félagið héldi út tapreksturinn. Forstjórinn svaraði eindregið að Play yrði alltaf til. Þetta er líklega eitt stærsta loforð sem hægt er að gefa. Flestir vona auðvitað að endalok Play verði ekki eins og gerðist hjá Skúla Mogensen og Wow en ekkert er öruggt undir sólinni. Play að eilífu, eða þannig …

 

Drukkinn ökumaður á hægum flótta með lögguna á hælunum – Dópsalar með hníf, rafvopn og piparúða

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður hlýddi ekki merki um að stöðva í umferðinni. Ökumaðurinn ók þó ekki yfir hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Kallað var eftir liðsauka og ökuþórinn var að lokum króaður af. Hann gaf lögreglu þá skýringu að hafa verið að leita að stað til þess að stöðva bifreiðina. Mælingar leiddu í ljós að hann var ölvaður og réttindalaus. Sá drukkni var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglan kom að árekstri þar sem önnur bifreiðin reyndist vera óökufær eftir slysið. Annar ökumannanna er án ökuréttinda. Málið í rannsókn.
Skjótt var brugðist við eftir að tilkynning barst um  að drengur, um 16 til 17 ára, væri vopnaður hnífi við Hagkaup í Skeifunni. Drengurinn var þó að sögn ekki að hóta eða ógna með hnífnum. Hann fannst ekki þegar lögreglu bar að garði.

Tveir meintir dópasalar voru handteknir í nótt. Þeir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni, hnífur, piparúði og rafvopn fundust við leit í bifreið sakborninga. Þeir voru báðir handteknir og læstir inni í klefa vegna rannsóknar málsins.

Að vanda var nokkuð um drukkna og dópaða ökumenn í umferðinni. Einn var stöðvaður, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn en látinn laus eftir að dregið hafði verið úr honum blóð. Annar ökumaður var stöðvaður í umferðinni grunaður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn en látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Próflaus strætóbílstjóri ók yfir á rauðu ljósi og klessti á bíl: „Ég gerði þetta óvart“

Myndin tengist fréttinni óbeint

Birni Baxter Herbertssyni var sagt upp störfum sem strætóbílstjóra árið 2004 eftir að hafa ekið á bíl og yfir á rauðu ljós en þá kom í ljós að hann var próflaus.

„Honum hefur verið sagt upp störfum,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, við DV um málið á sínum tíma. „Hann hafði framvísað ökuskírteini þegar hann var ráðinn í júní,“ hélt Ásgeir áfram. „Við höfum ekki þá vinnureglu að athuga hvort ökuskírteini séu rétt. Við göngum út frá því að menn séu heiðarlegir. Þeir sem ekki hafa ökuréttindi geta ekki unnið hjá okkur,“ en í frétt DV er sagt frá því að Björn hafi próflaus í um fimm mánuði áður en hann var ráðinn til starfa.

Óviljaverk

„Þetta voru bara mistök,“ sagði Björn sjálfur. „Ég gerði þetta óvart og get ekkert gert að þessu. Lífið heldur áfram,“ en í viðtali við DV sagði faðir hans að það kæmi honum ekki á óvart að hann hafi keyrt á en það kæmi honum hins vegar mikið á óvart að hann hafi verið ráðinn til starfa sem strætóbílstjóri.

Grunur lék á að hann Björn hafi verið undir áhrifum áfengis við stýrið. „Við getum náttúrulega ekki gert áfengistest á öllum okkar ökumönnum áður en þeir setjast undir stýri,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Við erum með yfir áttatíu bíla á götunum í einu og treystum okkar mannskap til að vera í þannig ástandi að þeir geti keyrt.“ 

Í samtali við DV sagði vakthafandi læknir á Landspítalnum að maðurinn sem ekið var á hafa verið útskrifaður en það væri hans mat að slysið hafi verið harkalegt.

Senegali í Skagafirði

Tindastóll hefur samið við Omoul Sarr um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónusdeild kvenna í körfubolta, en þetta kemur fram á karfan.is.

Omoul er fertug að aldri; hún er 190 sentimetrar á hæð; senegalskur/spænskur framherji/miðherji er kemur til Tindastóls frá Freseras í Mexíkó; hefur hún einnig áður leikið fyrir félög á Spáni, í Ekvador, í Frakklandi, í Belgíu, í Póllandi og Tyrklandi.

Hún hefur verið landsliðsmaður Senegal til margra ára; síðustu leikir hennar fyrir landsliðið voru fyrr á þessu ári:

„Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda.” segir Israel Martin þjálfari liðsins.

Sarr er ánægð og spennt að spila á Íslandi:

„Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég hef talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt”

Dagur Þór, formaður segir Tindastól vera stórveldi í íslenskum körfubolta með mikinn metnað fyrir því að styrkja kvennaliðið til framtíðar:

„Stelpurnar okkar þurfa öflugar fyrirmyndir og Sarr hefur mikla þekkingu og reynslu sem hún getur miðlað til stelpnanna okkar. Það er því einkar ánægjulegt að fá hana til klúbbsins.”

Dagbjört Rúnarsdóttir dæmd í tíu ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás en Mbl.is greindi fyrst frá málinu.

Dagbjört var upphaflega ákærð fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í Reykjavík eftir að hafa beitt hann ofbeldi daganna 22. og 23. september á síðasta ári en maðurinn var á sextugsaldri

Hún var þó ekki dæmd fyrir manndráp heldur fyrir brot á 218. gr. 2. máls­grein þar sem seg­ir:

„Hver sem end­ur­tekið eða á al­var­leg­an hátt ógn­ar lífi, heilsu eða vel­ferð nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, niðja síns eða niðja nú­ver­andi eða fyrr­ver­andi maka síns eða sam­búðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með hon­um á heim­ili eða eru í hans um­sjá, með of­beldi, hót­un­um, frels­is­svipt­ingu, nauðung eða á ann­an hátt, skal sæta fang­elsi allt að 6 árum.“

Nýr varðturn Dalslaugar kostar borgina tugi milljóna: „Staðsetning laugarvarða var óheppileg“

Nýr turn í byggingu - Á myndinni sjást ekki rennibrautir laugarinnar. - Mynd: Brynjar Birgisson

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkur, en hún opnaði í lok ársins 2021 við mikla gleði sundáhugamanna.

Nokkuð óvenjulegt verður þó að teljast að svo miklar framkvæmdir standi yfir í svo nýrri sundlaug en þessi nýja bygging verður varðturn laugarvarða. „Það er verið að færa aðstöðu laugarvarða úr núverandi varðturni sem er staðsettur við hlið innilaugar út á sundlaugarbakkann,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, við Mannlíf um málið. Hófust framkvæmdirnar í apríl en seinkun varð á steypuvinnu og eru áætluð verklok ekki fyrr en í september.

Vilja auka yfirsýn

En af hverju var varðturninn ekki byggður á sama tíma og sundlaugin?

„Upphaflega var ákveðið að hafa ekki rennibrautir við þessa laug,“ sagði Eva um framkvæmdirnar. „Í framhaldi af íbúakosningu (Hverfið Mitt) þar sem kom fram einlægur áhugi á að fá upp rennibrautir þá var tekin ákvörðun um að stækka sundlaugarsvæðið og reisa þar nýjar brautir. Við þessa breytingu var ljóst að staðsetning laugarvarða var óheppileg og ekki þótti fullnægjandi að treysta eingöngu á myndavélaeftirlit með rennibrautunum, því var ákveðið að byggja nýjan varðturn við enda sundlaugarinnar til að auka yfirsýn laugarvarða og tryggja öryggi gesta.“

Þá er áætlað að kostnaður við byggingu á turninum muni verða 65 milljónir króna að sögn Evu.

Glúmur: „Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson segir að stólar séu mikilvægir.

||

„Einsog fram hefir komið á undanförnum sólarhring tel ég stól afar mikilvægt fyrirbæri; vilji menn á annað borð sitja.“

En ekki bara stólar:

„Skrifborð er einnig gagnlegt vilji menn ekki sitja auðum höndum. Því hafi maður aðgang að stóli og skrifborði er hægt að skrifa. Einsog til dæmis FB statusa að lágmarki.“

Glúmur flúði hótel:

„Og þar sem ég hefi flúið stólaþurrð Hótel Vestmannaeyja og þá andúð á stólum sem þar ríkir hefi ég nú allt sem ég þarf. Og ekki bara einn stól heldur tvo. Svo nú hefi ég tekið gleði mína á ný.“

Flottur. Glúmur Baldvinsson.

Þakklátur:

„Takk fyrir hughreystandi stuðning í þessu erfiða máli sem tekið hefur á okkur öll beggja vegna lands og eyja. Vissulega erfiðir tímar en þeir eru að baki. Stólbaki.“

Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Donald Trump og Kamala Harris berjast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna

Nokkuð ljóst er að Donald Trump eða Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna. Sjaldan hafa tveir líklegustu frambjóðendurnir verið jafn ólíkir í málefnum og mun niðurstaða þessara kosninga hafa mikið áhrif á heimsbyggðina.

Trump verður frambjóðandi Repúblikanaflokksins og eru allar líkur á að Demókrataflokkurinn tefli fram Kamala Harris eftir að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en hann sigraði Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, örugglega í kosningum árið 2020.

Mannlíf vill hins vegar vita hvað lesendum finnst um málið og spyr því; Hver verður forseti Bandaríkjanna?

Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna?

Kamala Harris
76.68%
Donald Trump
23.32%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 26. júlí.

Baldvin bætti eigið Íslandsmet en fer ekki á Ólympíuleikanna: „Gott að vinna hlaupið mitt“

Baldvin Þór Magnússon kann heldur betur að hlaupa - Mynd: ÍSÍ

Hlauparinn knái Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet á móti í Bretlandi í gær en hann keppti í 1500 metra hlaupi á mótinu. Hljóp hann 1500 metra á 3:39,90 mín og bætti því Íslandsmetið um tæpa hálfa sekúndu en RÚV greindi frá þessu.

„3.40 er ákveðin múr sem mig er búið langa rjúfa lengi þannig það er mjög góð tilfinning að ná því. Auk þess er líka gott að vinna hlaupið mitt, það er mikilvægt að kunna koma sér yfir línuna fyrstur,“ sagði Baldvin á heimasíðu ÍSÍ en þar kemur einnig fram að Baldvin eigi níu Íslandsmet.

Baldvini tókst því miður ekki að vinna sæti sér sæti á Ólympíuleikunum sem fara nú fram í París en hann hafði sett sér það markmið. „Stefnan er sett á Ólympíuleikana og allt snýst um það,“ sagði Baldvin í fyrra í viðtal á heimasíðu ÍSÍ.

Tölum endi­lega ís­lensku, takk

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar pistil

Um þessar mundir eiga sér íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða stað á Ísafirði. Námskeið í íslensku sem annað mál eins og gefur að skilja. Árlegur viðburður. Íbúar Ísafjarðar ættu orðið að þekkja það íslenskuþyrsta fólk sem námskeiðin sækir. Fólk sem oft og tíðum auðnast að læra ansi skaplega íslensku á mjög skömmum tíma og leiðir okkur fyrir sjónir að það er ALLS ENGINN ógjörningur að læra málið ef maður fær tækifæri til þess og leggur sig fram. Það tekur samt vissulega tíma og kostar nokkra fyrirhöfn að læra tungumál. Öll tungumál. Það er ekki hrist fram úr erminni. Er ágætt að því sé haldið til haga.

Raunar er eitt námskeið, byrjendanámskeið, þegar um garð gengið. Gekk það með ágætum. Sérstaklega voru nemendurnir, sem komu víðsvegar að, búsettir erlendis sem og á Íslandi, ánægðir með þá staðreynd að hægt var að ganga að íslensku vísri. Meira og minna. Það er nefnilega deginum ljósara að ef ekki gefst tækifæri til að nota það sem maður lærir í kennslustund er til lítils að læra nokkuð hvað tungumál áhrærir. Ísafjörður er nefnilega íslenskuvænn staður. Allavega í samanburði við margan staðinn.

Illu heilli geta nefnilega margir þeir sem læra íslensku sem annað mál, hvort sem þeir búa erlendis eða hérlendis, ekki alltaf gengið að tækifærum til að brúka málið sem vísum. Mismikið er og lagt upp úr því að íslenska sé samskiptamálið enda þarf ákveðna færni (færni sem vissulega má æfa) til að notast við málið undir sem flestum kringumstæðum ef markmiðið er að gera sig skiljanlegan og að stuðla að notkun málsins hjá þeim sem það læra. Oft þarf að leggja sig í líma við að nota málið með öllum tiltækum ráðum (taka ekki auðveldu leiðina, ensku). Þetta er óendanlega mikilvægt þegar kemur að máltileinkun fólks og skapar hvata og setur pressu á fólk að nota málið. Já, það er í lagi að setja pressu, það er í lagi að gera kröfu um íslenskunotkun svo framarlega sem það sé ekki gert með fasistakveðju á lofti heldur brosið að vopni og með það að markmiði að hjálpa fólki að ná tökum á málinu.

Athugum einnig að þetta á ekki síst við þjónustustörf. Það er mjög mikilvægt að þar sé íslenska notuð. Það er ekki endilega mikilvægt fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli, þótt auðvitað sé það raunalegt þegar íslenska er ekki í boði á veitingahúsum, kaffihúsum eða bakaríum o.s.frv. Móðurmálshafar geta líkast til bjargað sér í þeim efnum. Það er verra fyrir þá sem læra málið því oft og tíðum eru þessir staðir eina tækifæri fólks til að æfa sig í daglegri notkun málsins. Og þegar það tækifæri er ekki til staðar er illt í efni og fer þá lítið fyrir daglegum hvata og málörvun. Tungumál á að lærast í samfélaginu, tólin fá fólk í kennslustund, en æfingin þarf að fara fram úti við.

En hvað um það. Í þessum skrifuðu orðum eru tvö námskeið í gangi, byrjendanámskeið og námskeið fyrir lengra komna. Í næstu viku hefjast tvö námskeið fyrir lengra komna. 12. ágúst byrjar svo byrjendanámskeið sem varir í viku. Mikið í gangi, fullt af íslenskuþyrstu fólki.

Og við hjá Háskólasetri Vestfjarða viljum endilega hvetja ykkur öll til að taka vel á móti því fólki sem hingað er komið til að tileinka sér íslensku. Það gerum við best með því að tala við það íslensku og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það skilmerkilega. Ætti það auðvitað barasta að gilda alment séð og hvar sem er á Íslandi.

Kannski er svo málið ekki alltaf hvað sé sagt, heldur hvernig.

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða og Gefum íslensku séns

Lygaútkall olli slysinu á Miklubraut – Lögreglumaður beinbrotinn

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Betur fór en áhorfðist í gærkvöldi þegar pallbíll klessti á lögreglubíl í forgangsakstri á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þrír slösuðust í árekstrinum og var einn þeirra almennur borgari. Þá þurfti að klippa einn lögreglumann úr lögreglubifreiðinni.

SJÁ NÁNAR: Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

„Líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús er almennt nokkuð góð,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf um málið. „Þetta á við alla þrjá sem voru í ökutækjunum báðum. Annar lögreglumanna hlaut þó minniháttar beinbrot. Allir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gærkvöld.“

Enginn eldur

Lögreglumennirnir voru á leið að sinna útkalli en senda þurfti annan bíl í það vegna árekstursins. „Lögregla hafði fengið tilkynningu um slagsmál á milli manna með eggvopni og á sama stað væri kominn upp eldur í því húsnæði sem átökin voru,“ sagði Unnar um útkallið. „Eftir að áreksturinn varð þá var annað lögreglutæki sent í það útkall. Í ljós kom að það útkall var ekki alveg eins og lýst var fyrir lögreglu í upphafi. Það var enginn eldur og stórlega ýkt að það væri verið að nota eggvopn.“

Samkvæmt Unnari er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í gagnaöflun og liggur ekki fyrir ákvörðun hver muni annast rannsókn málsins.

Raddir