Ungur íslenskur karlmaður hafði ætlað sér að sameinast löndum sínum í Íslendinganýlendu í Baldur, Manitoba í Kanada í nóvember 1903 en varð ekki kápan af því klæðinu.
Tuttugu og eins árs gamall íslenskur piltur hélt af stað 19. nóvember 1903 frá Brandon en leið hans lá í dreifbýlissamfélagið Baldur í Manitoba-fylki í Kanada. Hinn seinheppni Íslendingur, sem ekki var nefndur í fréttum frá þessum tíma, drakk hins vegar svo mikið af áfengi á leiðinni að þegar gerð voru lestarstjóraskipti í bænum Belmont, að hann gat ekki með nokkrum móti lagt fram farmiða sinn. Var honum því hent út úr lestinni, skammt frá bænum. Daginn eftir fannst greyið síðan frosinn til dauða við lestarteinana.
Hér er umfjöllun Lögbergs um málið þann 26. nóvember 1903:
Blaðið „Morning Telegram“ segir frá því 20. þ.m, að íslenskur piltur 21 árs gamall hafi orðið úti 14. Nóvember nálægt bænum Belmont. Pilturinn hafði átt að vera á leiðinni með járnbrautarlestinni frá Brandon til Baldur, en þegar lestarstjóraskifti urðu í Belmont, hafði hann verið svo drukkinn af víni, að hann hafði ekki getað lagt fram farseðil sinn og því verið fleygt út af lestinni skamt frá bænum, og fundist þar dauðfrosinn næsta dag. Ekki er þess getið hvaðan piltur þessi var eða hvað hann hét.
Í umfjöllun Morning Telegram, sem Mannlíf fann á internetinu, segir að pilturinn hafi verið svo ruglaður af áfengisdrykkju að hann hafi ekki getað sýnt farmiða sinn. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lestarstjórinn beri enga ábyrgð á dauða piltsins, hann gert sitt besta að „umbera þennan ógæfulega mann“. Líklegt verður að teljast að tekið yrði öðruvísi á málum ef þetta gerðist í dag.
Hræðilegur atburður átti sér stað í Bandaríkjunum í desember. Lögreglan í Oklahomaborg hefur birt upptöku úr búkmyndavélum tveggja lögreglumanna sem svöruðu útkalli á heimili í desember í fyrra. Samkvæmt lögreglunni var þar á ferðinni maður að nafni Jerry Yang en hann braust inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og skaut hann 15 ára son konunnar og slasaði annað barn hennar. Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið hóf Yang að skjóta á lögreglumennina og hitti annan þeirra í fótinn. Eftir stuttan skotbardaga ákvað Yang að taka eigið líf og skaut sig í hausinn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs slasaðist lögreglumaðurinn lítillega og er búist við að hann nái sér að full en sonur konunnar lést af sárum sínum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Halla lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og meistaranámi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Amsterdam árið 2004. Þá lauk hún einnig MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Í meistaranámi sínu í vinnusálfræði lagði Halla áherslu á fræðslu, starfsþróun og hæfni einstaklinga,“ segir í tilkynningunni.
„Halla starfaði sem fræðslustjóri Landsbankans á árunum 2011-2018 en sem sérfræðingur í fræðslumálum þar á undan. Árin 2018-2021 starfaði Halla sem mannauðs- og rekstrarstjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og undanfarin þrjú ár sem forstöðumaður Endurmenntunar Háskóla Íslands. Hún hefur því reynslu og þekkingu úr störfum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Í störfum sínum hefur Halla öðlast reynslu af bæði stjórnun og stefnumótun og -innleiðingu. Þá hefur hún reynslu af því að stýra stefnumótun í fræðslumálum og innleiðingu árangursstjórnunar. Halla hefur störf í lok janúar en Tómas Guðjónsson hefur þegar hafið störf sem aðstoðarmaður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.“
Þá hefur einnig verið greint frá því að Óli Örn EIríksson muni aðstoða Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hinn 18 ára Axel Rubakubana hefur játað að hafa yrt þrjár stúlkur í hnífaárás á Taylor Swift-dansnámskeiði í Southport á síðasta ári.
Axel Rudakubana, frá Banks, Lancaskíri, breytti framburði sínum á fyrsta degi réttarhalda í Liverpool Crown Court-dómsstólnum, þar sem hann var ákærður fyrir morð á Alice da Silva Aguiar, níu ára, Bebe King, sex ára, og Elsie Dot Stancombe, sjö ára, sem létust í kjölfar hnífaárásar sem framin var í danstíma sem var með Taylor Swift-þema í The Hart Space skömmu fyrir hádegi 29. júlí síðastliðinn.
Rudakubana, sem nú er hægt að segja frá, hafði að minnsta kosti þrisvar sinnum áður verið tilkynntur vegna sérstakrar áætlunar stjórnvalda um að koma í veg fyrir öfgastefnu. Hann játaði einnig að hafa reynt að myrða átta önnur börn í árásinni.
Þá hefur hann einnig játað morðtilraunir á Leanne Lucas og Jonathan Hayes og viðurkennt að hafa átt eldhúshníf með bogadregnu blaði.
Hinn 18 ára gamli, sem kom inn í réttarsalinn klæddur grárri fangastreyju og blárri andlitsgrímu, játaði einnig að hafa framleitt líffræðilegt eiturefni, aðallega rísín, og vörslu upplýsinga af því tagi sem líklegt er að geti komið að gagni fyrir einstakling sem fremur eða undirbýr hryðjuverk, það er að segja PDF-skjal sem ber yfirskriftina „Military Studies in the Jihad Against the Tyrants: The Al-Qaeda Training Manual“.
Þegar hann var beðinn um að standa upp við upphaf réttarhaldanna, sat hann upphaflega sem fastast. Hann þagði líka þegar hann var beðinn um að segja nafn sitt. Rudakubana var beðinn um að segja nafn sitt aftur en þagði aftur.
Stanley Reiz, verjandi Rudakubana, sagði: „Ákærði hefur ekki borið kennsl á sjálfan sig en það er enginn ágreiningur um að maðurinn í salnum sé Axel Rudakubana og hann getur heyrt hvað er verið að segja.“
Dómarinn, Goose spurði þá: „Kýs hann að tala ekki?“
Reiz svaraði: „Það er rétt.“
Hann spurði síðan hvort hægt væri að endurtaka ákærurnar þegar Rudakubana kom inn tli að koma með framburð sinn.
Goose dómari sagði þá við hann: „Axel Rudakubana, þú getur heyrt í mér, ég veit. Þú hefur nú játað sekan um þessa ákæru við hvern hluta hennar. Næsta stig er að gefa þér dóm. Það fer fram á fimmtudaginn. Í millitíðinni verður þú að hafa samband við lögfræðinga þína, lögmenn og milligönguaðila til að þú getir fengið ráðleggingar eða aðstoð. Þú munt skilja að það er óhjákvæmilegt að þú hljóti lífstíðarfangelsi. Í millitíðinni ferð þú með lögreglumönnunum og kemur aftur í réttarhöldin klukkan ellefu á fimmtudaginn. Farið með hann niður.“
Þegar dómarinn talaði eftir að framburðurinn hafði verið lagður fram, sagði hann við dómstólinn: „Ég er meðvitaður um þá staðreynd að fjölskyldurnar eru ekki hér í dag.“
Deanna Heer saksóknari í málinu, staðfesti að fjölskyldurnar hefðu ekki mætt þar sem gert var ráð fyrir að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudag.
Hin sjokkerandi framburðabreyting Axel Rudakubana, þýddi að ástvinir ungra fórnarlamba hans voru ekki í réttarsalnum til að heyra hann viðurkenna sekt sína.
Játning hans kom dómaranum, lögmönnum og fjölmiðlum á óvart í troðfullum réttarsal við krúnudómstól Liverpool.
Réttarhöldin í dag, sem búist var við að yrðu upphafið af fjögurra vikna réttarhöldum þar sem fjallað yrði um lagaleg atriði málsins, tók þess í stað aðeins meira en 15 mínútur.
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir er hætt sem yfirmaður auglýsingamála Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar en frá þessu greinir DV. Kolbrún Dröfn er því fjórða konan sem gegnir lykilstöðu innan fyrirtæksins sem hættir á árinu.
Auk Kolbrúnar hafa Þóra Björg Clausen, Eva Georgs. Ásudóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir allar tilkynnt á árinu um starfslok sín hjá Sýn.
Það segir þó ekki alla söguna en Mannlíf hefur undir höndunum langan lista starfsfólks sem hefur nýlega hætt störfum hjá fyrirtækinu. Mannlífi hefur tekist að staðfesta að minnsta kosti 13 aðrir lykilstarfsmenn sem unnu hjá Sýn í janúar 2024 vinni ekki þar lengur en Herdís Dröfn Fjeldsted, núverandi forstjóri Sýnar, hóf störf þá. Heimildir Mannlífs herma að margar af uppsögnunum tengist óánægju starfsmanna með stjórnun Herdísar á fyrirtækinu. Eftir viðbót Kolbrúnar á listann er fjöldi kvenna 11 talsins.
Heimildir Mannlífs herma að mikill þrýstingur sé hjá hópi hluthafa að koma Herdísi úr stóli forstjóra enda hafi hlutabréf í fyrirtækinu fallið mikið í verði undir stjórn hennar en samkvæmt Keldunni hefur gengið lækkað rúm 37% eftir að Herdís tók við forstjórastarfinu.
Herdís Dröfn hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs um málið en gerði tilraun til að hugga starfsmenn Sýnar með bréfi.
Nú styttist óðum í Eurovision en áður þangað er haldið þarf að halda undankeppni til að skera úr hver verður fulltrúi Íslands í Sviss í maí.
Tíu flytjendur koma til greina þetta árið:
BIRGO með lagið Ég flýg í storminn / Stormchaser
Ágúst með lagið Eins og þú / Like You
Stebbi JAK með lagið Frelsið Mitt / Set Me Free
BIA með lagið Norðurljós / Northern Lights
VÆB með lagið RÓA
Bjarni Arason með lagið Aðeins lengur
Dagur Sig með lagið Flugdrekar / Carousel
Tinna með lagið Þrá / Words
Bára Katrín með lagið Rísum upp / Rise Above
Júlí og Dísa með lagið Eldur / Fire
Hafa verið fleiri
Undanfarin ár hefur RÚV sett sig í samband við höfunda sem hefðu annars ekki tekið þátt í Söngvakeppninni og fengið þá til að semja lög fyrir hana og var það einnig gert í ár og eru þeir þrír talsins í ár samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni, verkefnastjóra RÚV.
„RÚV hefur í gegnum árin leitað til ákveðinna höfunda, sem ekki höfðu hugsað sér að sækja um í keppnina,“ sagði Rúnar við Mannlíf um málið. „Þetta hafa verið 3-5 höfundar á hverju ári sl. ár og reynsla okkar af þessu fyrirkomulagi hefur verið góð. Í ár var leitað til þriggja höfunda um að vera með,“ en Rúnar vildi ekki segja hvaða höfundar RÚV hafi samið við eða hversu mikið þeir myndu fá greitt. Slíkt yrði þó gert eftir að keppni lýkur.
Fá ráðgjöf fagmanna
„110 lög voru send inn í ár og er það svipað og í fyrra,“ sagði Rúnar um hversu mörg lög voru send inn í keppnina. „Á bakvið hvert lag eru svo oft margir aðilar, lagahöfundar og textahöfundar. Við erum ótrúlega ánægð með þann áhuga sem íslenskir höfundar sýna keppninni á hverju ári, enda hefur það sýnt sig að keppnin er stór gluggi fyrir þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri, hérlendis og erlendis.“
En hverjir velja lögin sem komast í Söngvakeppnina?
„RÚV myndar fagnefnd á hverju ári til að hlusta á öll innsend lög og hana skipar jafnan fagfólk á sviði tónlistar á Íslandi. Í ár voru tveir fulltrúar í nefndinni frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og þrír tilnefndir af RÚV, samtals fimm einstaklingar. Nefndin er hins vegar aðeins ráðgefandi, það er dagskrárdeild RÚV sjónvarps sem velur endanleg lög í keppnina. Þar er í mörg horn að líta, við horfum t.d. til kynja- og fjölbreytnissjónarmiða, tegund tónlistarinnar o.s.frv. Söngvakeppnin hefur í gegnum tíðina fagnað fjölbreytileikanum í hvívetna og mun vonandi gera áfram.“
Á Austurlandi er allt á kafi í snjó en á Seyðisfirði hafa iðnaðarsvæði verið rýmd og í Neskaupsstað ein íbúagata, vegna snjóflóðahættu.
Seyðfirðingurinn Heimir Eggerz Jóhannsson birti ljósmyndir á Facebook, sem sýna hversu snjóþungt er orðið í hinum fallega bæ.
Við færsluna skrifaði hann: „Rýmingar vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði . Vegir ófærir innanbæjar Fjarðarheiði ófær yfir 2m hár snjór bak við hús og yfir 1m snjór fyrir framan húsið. Bílarnir verða bara fastir áfram í innkeyrslu. Held ég verði bara heima í dag kaffi og kertaljós er þema dagsins.“
Í samtali við Heimi sagðist hann hafa hjálpað eldri nágrönnum sínum sem ekki komust út úr húsi sínu:
„Er búinn að moka inn til 2 eldri nágranna svo þau komist út þarf að vísu út aftur núna og gera það aftur.“
Við hjónin grétum bæði yfir lokaþættinum þannig að það er hægt að fullyrða að hann hafi verið nokkuð áhrifaríkur og hef ég heyrt svipaða sögu frá vinum og vandamönnum. Ég held að það komist nokkuð nærri lagi að kalla Vigdísi skylduáhorf þó að þriðji þáttur nái ekki sömu hæðum og hinir þættirnir. Hann náði ekki að flæða jafn vel og hinir þættirnir en þar fyrir utan er nánast allt er í hæsta gæðaflokki á sviðum kvikmyndagerðar.
Ég verð að viðurkenna að ég er gríðarlega forvitinn um alla þá forvinnu sem fór í gerð Vigdísar. Á hvaða tímapunkti var ákveðið að hoppa yfir mörg ár í lífi Vigdísar? Voru þau ár einfaldlega ekki metin nógu spennandi eða var ákvörðunin vegna fjárskorts? Kannski var það eitthvað annað.
Ég velti líka fyrir mér hvort samband hafi verið haft við aðstandendur Alberts Guðmundssonar en ég get alveg ímyndað mér að fjölskyldan hans sé ekkert sérstaklega hrifin af þeirra mynd sem máluð er af honum, burt séð frá því hvort hún á rétt á sér eða ekki. Jóhannes Haukur Jóhannesson var að minnsta kosti mjög sannfærandi í hlutverki óþolandi stjórnmálamanns, hvort sem hann heitir Albert eða eitthvað annað.
Eitt sem ég nefndi ekki í pistli mínum um fyrstu tvo þættina er tónlistin. Það fer almennt séð lítið fyrir henni og ég áttaði mig ekki á hversu þýðingarmikil hún er fyrr en í lokaatriði fjóra þáttar. Hún er svo látlaus og náttúruleg að henni tókst að verða hluti af sögunni ef svo mætti segja.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað Vesturport gerir næst en þau eiga skilið að fá allan pening sem þau óska eftir í næsta verkefni. Vigdís sýnir að þeim er treystandi fyrir hverju sem er.
Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, sýndi sína bestu danstakta á sigurhátíð sinni í gær, á meðan Village People tók slagara sinn Y.M.C.A.
Eftir að Trump hélt ræðu um allt frá TikTok til innflytjendamál og fleira, bauð hann diskóstuðboltunum úr Village People á sviðið. Á meðan strákarnir tóku Y.M.C.A. tók Trump sinn fræga „Trump dans“ á miðju sviðinu þó eflaust séu skiptar skoðanir um það hvort flokka megi hreyfingar hans sem dans.
Forsetinn virtist hinn ánægðasti með framkomu stuðboltanna en hann tók í spaðann á hljómsveitarmeðlimum bæði fyrir og eftir að þeir tóku lagið.
Þátttaka Village People í sigurhátíðinni er ekki óumdeild en margir hafa gagnrýnt bandið fyrir að styðja Trump með því að koma fram fyrir hann. Hljómsveitin hefur hins vegar sagt það rangt, þar sem tónlist sé ópólitísk.
Fleiri stigu á svið á hátíðinni en Elon Musk var einn þeirra sem hélt stutta ræðu. Elon, sem fékk fylgd á sviðið frá syni sínum, X-Æ-12, sem hann kallar X, virtist nokkuð hissa á að hann þyrfti að halda ræðu. Að lokum flutta hann þó stutta ræðu um breytingar sem hann mun stuðla að sem yfirmaður hagræðingardeildar ríkisins.
Tugir eru slasaðir eftir að skíðalyfta hrundi á skíðasvæði á Spáni. Slysið átti sér stað í Aragon og er talið að tugir skíðafólks hafi slasast og þar af hafi tíu slasast alvarlega en slysið gerðist á laugardaginn. Í myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir slysið má sjá brotnar skíðastangir og skíðaskó á víða og dreif um svæðið þegar björgunarsveitir voru búnar að ná í það fólk sem þurfti á aðstoð að halda. Ein mynd sem hefur vakið mikla athygli er mynd af hjóli sem datt af skíðalyftunni en stálkaplar skíðalyftunnar eiga að vera fastir við hjólið. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að allt hrundi. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði við fjölmiðla að hann væri í áfalli eftir slysið og sagði að hugur landsmanna væri hjá þeim slösuðu og fjölskyldum þeirra.
„Mikið megum við vera þakklát fyrir þá stórkostlega vel heppnuðu þætti um líf elsku Vigdísar okkar allra, sem haldið hafa okkur hugföngnum undanfarin sunnudagskvöld.“ Þannig hefst lofræða Jakobs Frímanns Magnússonar um þættina um Vigdísi Finnbogadóttur, sem slegið hafa í gegn að undanförnu.
Jakob stingur upp á því að RÚV geri sérstakan samning við Vesturport, sem gerði þættina um Vigdísi, um árlegar þáttaraðir af svipuðu meiði.
„Enn ein fjöður í hatt Vesturportsfólksins sem RUV mætti nú gjarnan ganga til samninga við um árlegar þáttaraðir af svipuðum toga – samtímasögur sem snerta okkur, mennta og skemmta í senn. Hér er verið að svara vaxandi eftirspurn áhorfenda eftir upplifunum sem á ensku eru nefndar EDUTAINMENT – og á íslensku mætti nefna SKEMMTIMENNT.“
Stuðmaðurinn á Alþingi telur síðan upp hvað honum fannst svona gott við þættina en það er bókstaflega allt:
„Allt small hér sem best mátti verða:
Stórleikur Nínu Daggar og Elínar Hall, Eggerts Þorleifssonar, Hönnu Maríu og allra hinna, frábær handritsgerð og leikstjórn, kvikmyndataka, speglun tíðaranda í leikmynd, búningum og öðru.“
Að lokum þakkar hann fráfarandi dagskrárstjóra RÚV fyrir þættina:
„Hafi þetta verkefni markað lokapunkt á farsælum ferli Skarphéðins Guðmundssonar fráfarandi dagskrárstjóra RUV, þá hlýtur þetta að vera afar gefandi hápunktur að kveðja með. Hjartanlega til hamingju aðstandendur allir, RUV, Stefán Eiríksson og Skarphéðinn Guðmundsson! Takk fyrir okkur og meira svona!!“
Bragi Páll Sigurðarson hvetur fólk til þess að setja inn nöfn af Íslendingum á sérstakra heimasíðu sem safnar gögnum um fólk sem réttlætt hefur þjóðarmorðið á Palestínumönnum síðustu 15 mánuði.
Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um hið tímabundna vopnahlé á Gaza en hann segist hóflega bjartsýnn.
„Tímabundið vopnahlé. Saklausir borgarar sprengdir fram á síðustu stundu. Ég er hóflega bjartsýnn en myndbönd af fólki að fagna og grátandi úr gleði segja okkur að þó þetta verði aðeins 6 vikur þá er það samt lausn. Er á meðan er.“
Því næst segir rithöfundurinn óhræddi, að fjölmargir aðilar hafi safnað allt frá því að þjóðarmorðið hófst, sönnunargögnum um hina hryllilega glæpi Ísraelshers á Palestínumönnum:
„Fjölmargir aðilar, blaðamenn, stofnanir og dómstólar, hafa frá því þjóðarmorðið hófst, safnað sönnunargögnum til þess að geta teiknað upp mynd af hryllingnum og dregið gerendur, hversu svosem smár þeirra stuðningur við þjóðarmorðið hefur verið, til ábyrgðar.“
Bragi Páll hvetur síðan fólk til þess að senda inn upplýsingar um þá aðila sem réttlætt hafi þjóðarmorðið, á sérstaka heimasíðu sem safnar slíkum gögnum. Nefnir hann fólk á borð við Bjarna Benediktsson og Stefán E. Stefánsson, sem fólk sem hefur réttlætt hryllinginn.
„Í fyrstu athugasemd hlekkja ég á síðuna ACCOUNTABILITY ARCHIVE. Þar er verið að safna gögnum um fólk eins og Bjarna Benediktsson, Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon. Fólk sem hefur réttlætt þjóðarmorð með einum eða öðrum hætti (sjá lista á mynd). Ég hvet ykkur nú til þess að senda inn alla þá hlekki og upplýsingar um allt það fólkið sem þið teljið eigi heima á þessum lista.“
Að lokum segist Bragi Páll vera draumóramaður:
„Ég er draumóramaður og trúi því að dag einn verði þjóðarmorðið gert upp. Þá þarf allt að vera upp á borðum.
Það er mikilvægt að rækta ástina og það veit áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Benediktsdóttir, betur þekkt sem Linda Ben, en hún skellti sér til Kanarí með eiginmanni sínum til að halda upp 15 ára sambandsafmæli þeirra.
Hjónin eru að sögn vina og vandamanna dugleg við að halda upp á ástina þrátt fyrir mikið vinnuálag hjá þeim báðum. Þau skelltu sér í golf og spa ef marka má myndirnar en eiginmaður hennar er þekktur fyrir að vera mjög snjall golfari. Eiginmaður Lindu er Ragnar Einarsson en hann starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans og saman eiga þau tvö börn.
Linda deildi myndum með fylgjendum sínum og ljóst að hjónin eru ennþá ástfangin upp fyrir haus.
Snjóflóðahætta er einn fyrir austan þar sem óveður hefur geysað. Íbúum á Seyðisfirði og Norðfirði var gert að rýma tiltekin hús á hættusvæði í bæjunum. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið í nótt.
Ofan á þetta bætist að rafmagnslaust varð á Stöðvarfirði um miðja nótt. Ríkisútvarpið segir að ísing líklega hafi leitt til bilunar. Rafmagnsleysið nær frá Hamarsfirði og út Álftafjörð.
Mannskapur frá RARIK hefur verið í bilanaleit en færð og skyggni hefur gert mönnum erfitt fyrir. Biðlað er til fólks á svæðinu um að hafa samband við RARIK ef það hefur upplýsingar umn bilunina. Fólk er beðið um að hafa samband við Stjórnstöð í síma 528-9000.
Þórður Snær Júlíusson fjölmiðlamaður hefur undanfarið gengið í gegnum miklar hremmingar. Flett var ofan af hatursskrifum hans gagnvart konum sem fram fóru úr launsátri. Þá hafði hann úr sama launsátrinu úthrópað Rannveigu Rist álforstjóra og dylgjað um neyslu hennar. Allt þetta varð til þess að hann sagði sig frá þingsæti en hélt samt launum þar til kjörbréf þingmanna verða staðfest.
Talið er að þegar Þórður Snær axlaði sína ábyrgð með afsögn hafi Kristrún Frostadóttir formaður lofað að bæta honum tjónið. Nú er komið á daginn að Þórður verður framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar þrátt fyrir að einhverjir telji þetta vera orðsporsáhættu fyrir flokk sem kennir sig við jafnrétti.
Það telst vera mikill gleðidagur í lífi hans að komast í skjól eftir að hafa verið slaufað …
Uppnám varð í fjölbýlishúsi þar sem maður var með óspektir. Óróaseggurinn var gestkomandi og hafði komist í annarlegt ástand. Lögreglan mætti og fjarlægði manninn. Eftir viðkomu á lögreglustöð var það mat lögreglu að ekki væri hægt að sleppa honum aftur út fyrr en runnin væri af honum víman. Hann vistaður í fangaklefa vegna ástands.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða áfengis. Þeir voru látnir lausir eftir að dregið var úr þeim blóð og tekin skýrsla.
Kópavogslögregla var kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Mál búðarþjófsins var leyst á vettvangi.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá var einnig sviptur ökuréttindum. Laus eftir sýnatöku.
Lögregla kölluð til vegna slagsmála þar sem tveir menn höfðu tekist á eftir ágreining. Slagsmálahundarnir vildu ekki að lögregla blandaði sér í málin og afþökkuðu inngrip laganna varða.
Hringvegurinn er nú lokaður á tveimur stöðum á Austfjörðum, vegna snjóflóða. Um er að ræða annars vegar á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar og hins vegar Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði.
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að snjóflóðin hafi fallið upp úr klukkan 17:00 í dag en ólíklegt er að mokað verði í kvöld.
Flóðið í Færivallaskriðum milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar er skráð af stærðinni 2 hjá Veðurstofunni en flóð af þeirri stærð geta grafið fólk. Aðfaranótt laugardags féll aukreitis snjóflóð í sömu skriðum og lokaði veginum tíma bundið en það flóð var af stærðinni 1. Þá keyrði bíll inn í flóðið en var dreginn úr því. Ekki urðu slys á fólki.
Samkvæmt Austurfrétt er búið að lýsa yfir óvissustigi á Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, frá klukkan 19 í kvöld en þar er nú þæfingur og stórhríð.
Þegar fyrsta degi vopnahléssamkomulagsins er fagnað á Gaza, vara eftirlitsmenn við því að vopnahléið kunni að reynast „mjög viðkvæmt“.
„Stöðugleiki bandalags Netanyahus er háður því að hann brjóti sáttmálann“ og hefji stríðið að nýju, sagði bresk-ísraelski sérfræðingur Daniel Levy við Al Jazeera.
Í ræðu sinni í gær fullvissaði Netanyahu öfgahægri bandamenn sína um að Ísrael myndi ekki draga sig út úr Philadelphi-ganginum, þrátt fyrir að þetta ákvæði hafi verið innifalið í seinni hluta samningsins.
„Besti leiðarvísirinn til að skilja hvað er að gerast er að hlusta á orð ísraelsku leiðtoganna. Netanyahu hefur sagt okkur að hann ætli sér ekki að standa við samninginn,“ sagði Levy.
„[Hann] gefur til kynna að hann ætli að tryggja að umfram fyrsta áfanga samningsins verði ekkert frekara vopnahlé.“
Reinhold Richter gerði sér lítið fyrir á föstudaginn og gaf út lag sem hann samdi um vin sinn, Ísak Harðarson heitinn.
Lagið heitir Heim til vina en Reinhold Richter samdi bæði lagið og textann en lagið er samið til minningar um Ísak Harðarson, ljóðskálds sem lést árið 2023. Á Facebook skrifaði Reinhold eftirfarandi upplýsingar um lagið:
„Lagið mitt HEIM TIL VINA sem er samið til minningar um minn hjartans vin Ísak Harðarson er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.
Valmenni par excellence komu að upptöku og flutning:
Karl Ágúst Úlfsson hefur látið síðu lokkana fara og samdi ljóð af tilefninu.
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Karl Ágúst Úlfsson hefur undanfarin ár skartað afar síðu gráu hári en í dag dró til tíðinda. Spaugstofugoðsögnin lét lokkana fara í tilefni nýársins og samdi þess vegna ljóð sem má lesa hér fyrir neðan:
Nú hárið er liðið
og hér birtis skalli
á hausnum á kalli
sem kvatt hefur sviðið.
Og árið er riðið
svo örþreytt í burtu
fór ekki í sturtu
en steig út um hliðið.
Já, af mér var sniðið
hið ofvaxna stríhár
því mótað nýár
úr ekki er skriðið.
Ungur íslenskur karlmaður hafði ætlað sér að sameinast löndum sínum í Íslendinganýlendu í Baldur, Manitoba í Kanada í nóvember 1903 en varð ekki kápan af því klæðinu.
Tuttugu og eins árs gamall íslenskur piltur hélt af stað 19. nóvember 1903 frá Brandon en leið hans lá í dreifbýlissamfélagið Baldur í Manitoba-fylki í Kanada. Hinn seinheppni Íslendingur, sem ekki var nefndur í fréttum frá þessum tíma, drakk hins vegar svo mikið af áfengi á leiðinni að þegar gerð voru lestarstjóraskipti í bænum Belmont, að hann gat ekki með nokkrum móti lagt fram farmiða sinn. Var honum því hent út úr lestinni, skammt frá bænum. Daginn eftir fannst greyið síðan frosinn til dauða við lestarteinana.
Hér er umfjöllun Lögbergs um málið þann 26. nóvember 1903:
Blaðið „Morning Telegram“ segir frá því 20. þ.m, að íslenskur piltur 21 árs gamall hafi orðið úti 14. Nóvember nálægt bænum Belmont. Pilturinn hafði átt að vera á leiðinni með járnbrautarlestinni frá Brandon til Baldur, en þegar lestarstjóraskifti urðu í Belmont, hafði hann verið svo drukkinn af víni, að hann hafði ekki getað lagt fram farseðil sinn og því verið fleygt út af lestinni skamt frá bænum, og fundist þar dauðfrosinn næsta dag. Ekki er þess getið hvaðan piltur þessi var eða hvað hann hét.
Í umfjöllun Morning Telegram, sem Mannlíf fann á internetinu, segir að pilturinn hafi verið svo ruglaður af áfengisdrykkju að hann hafi ekki getað sýnt farmiða sinn. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lestarstjórinn beri enga ábyrgð á dauða piltsins, hann gert sitt besta að „umbera þennan ógæfulega mann“. Líklegt verður að teljast að tekið yrði öðruvísi á málum ef þetta gerðist í dag.
Hræðilegur atburður átti sér stað í Bandaríkjunum í desember. Lögreglan í Oklahomaborg hefur birt upptöku úr búkmyndavélum tveggja lögreglumanna sem svöruðu útkalli á heimili í desember í fyrra. Samkvæmt lögreglunni var þar á ferðinni maður að nafni Jerry Yang en hann braust inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og skaut hann 15 ára son konunnar og slasaði annað barn hennar. Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið hóf Yang að skjóta á lögreglumennina og hitti annan þeirra í fótinn. Eftir stuttan skotbardaga ákvað Yang að taka eigið líf og skaut sig í hausinn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs slasaðist lögreglumaðurinn lítillega og er búist við að hann nái sér að full en sonur konunnar lést af sárum sínum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Halla lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og meistaranámi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Amsterdam árið 2004. Þá lauk hún einnig MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Í meistaranámi sínu í vinnusálfræði lagði Halla áherslu á fræðslu, starfsþróun og hæfni einstaklinga,“ segir í tilkynningunni.
„Halla starfaði sem fræðslustjóri Landsbankans á árunum 2011-2018 en sem sérfræðingur í fræðslumálum þar á undan. Árin 2018-2021 starfaði Halla sem mannauðs- og rekstrarstjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og undanfarin þrjú ár sem forstöðumaður Endurmenntunar Háskóla Íslands. Hún hefur því reynslu og þekkingu úr störfum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Í störfum sínum hefur Halla öðlast reynslu af bæði stjórnun og stefnumótun og -innleiðingu. Þá hefur hún reynslu af því að stýra stefnumótun í fræðslumálum og innleiðingu árangursstjórnunar. Halla hefur störf í lok janúar en Tómas Guðjónsson hefur þegar hafið störf sem aðstoðarmaður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.“
Þá hefur einnig verið greint frá því að Óli Örn EIríksson muni aðstoða Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hinn 18 ára Axel Rubakubana hefur játað að hafa yrt þrjár stúlkur í hnífaárás á Taylor Swift-dansnámskeiði í Southport á síðasta ári.
Axel Rudakubana, frá Banks, Lancaskíri, breytti framburði sínum á fyrsta degi réttarhalda í Liverpool Crown Court-dómsstólnum, þar sem hann var ákærður fyrir morð á Alice da Silva Aguiar, níu ára, Bebe King, sex ára, og Elsie Dot Stancombe, sjö ára, sem létust í kjölfar hnífaárásar sem framin var í danstíma sem var með Taylor Swift-þema í The Hart Space skömmu fyrir hádegi 29. júlí síðastliðinn.
Rudakubana, sem nú er hægt að segja frá, hafði að minnsta kosti þrisvar sinnum áður verið tilkynntur vegna sérstakrar áætlunar stjórnvalda um að koma í veg fyrir öfgastefnu. Hann játaði einnig að hafa reynt að myrða átta önnur börn í árásinni.
Þá hefur hann einnig játað morðtilraunir á Leanne Lucas og Jonathan Hayes og viðurkennt að hafa átt eldhúshníf með bogadregnu blaði.
Hinn 18 ára gamli, sem kom inn í réttarsalinn klæddur grárri fangastreyju og blárri andlitsgrímu, játaði einnig að hafa framleitt líffræðilegt eiturefni, aðallega rísín, og vörslu upplýsinga af því tagi sem líklegt er að geti komið að gagni fyrir einstakling sem fremur eða undirbýr hryðjuverk, það er að segja PDF-skjal sem ber yfirskriftina „Military Studies in the Jihad Against the Tyrants: The Al-Qaeda Training Manual“.
Þegar hann var beðinn um að standa upp við upphaf réttarhaldanna, sat hann upphaflega sem fastast. Hann þagði líka þegar hann var beðinn um að segja nafn sitt. Rudakubana var beðinn um að segja nafn sitt aftur en þagði aftur.
Stanley Reiz, verjandi Rudakubana, sagði: „Ákærði hefur ekki borið kennsl á sjálfan sig en það er enginn ágreiningur um að maðurinn í salnum sé Axel Rudakubana og hann getur heyrt hvað er verið að segja.“
Dómarinn, Goose spurði þá: „Kýs hann að tala ekki?“
Reiz svaraði: „Það er rétt.“
Hann spurði síðan hvort hægt væri að endurtaka ákærurnar þegar Rudakubana kom inn tli að koma með framburð sinn.
Goose dómari sagði þá við hann: „Axel Rudakubana, þú getur heyrt í mér, ég veit. Þú hefur nú játað sekan um þessa ákæru við hvern hluta hennar. Næsta stig er að gefa þér dóm. Það fer fram á fimmtudaginn. Í millitíðinni verður þú að hafa samband við lögfræðinga þína, lögmenn og milligönguaðila til að þú getir fengið ráðleggingar eða aðstoð. Þú munt skilja að það er óhjákvæmilegt að þú hljóti lífstíðarfangelsi. Í millitíðinni ferð þú með lögreglumönnunum og kemur aftur í réttarhöldin klukkan ellefu á fimmtudaginn. Farið með hann niður.“
Þegar dómarinn talaði eftir að framburðurinn hafði verið lagður fram, sagði hann við dómstólinn: „Ég er meðvitaður um þá staðreynd að fjölskyldurnar eru ekki hér í dag.“
Deanna Heer saksóknari í málinu, staðfesti að fjölskyldurnar hefðu ekki mætt þar sem gert var ráð fyrir að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudag.
Hin sjokkerandi framburðabreyting Axel Rudakubana, þýddi að ástvinir ungra fórnarlamba hans voru ekki í réttarsalnum til að heyra hann viðurkenna sekt sína.
Játning hans kom dómaranum, lögmönnum og fjölmiðlum á óvart í troðfullum réttarsal við krúnudómstól Liverpool.
Réttarhöldin í dag, sem búist var við að yrðu upphafið af fjögurra vikna réttarhöldum þar sem fjallað yrði um lagaleg atriði málsins, tók þess í stað aðeins meira en 15 mínútur.
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir er hætt sem yfirmaður auglýsingamála Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar en frá þessu greinir DV. Kolbrún Dröfn er því fjórða konan sem gegnir lykilstöðu innan fyrirtæksins sem hættir á árinu.
Auk Kolbrúnar hafa Þóra Björg Clausen, Eva Georgs. Ásudóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir allar tilkynnt á árinu um starfslok sín hjá Sýn.
Það segir þó ekki alla söguna en Mannlíf hefur undir höndunum langan lista starfsfólks sem hefur nýlega hætt störfum hjá fyrirtækinu. Mannlífi hefur tekist að staðfesta að minnsta kosti 13 aðrir lykilstarfsmenn sem unnu hjá Sýn í janúar 2024 vinni ekki þar lengur en Herdís Dröfn Fjeldsted, núverandi forstjóri Sýnar, hóf störf þá. Heimildir Mannlífs herma að margar af uppsögnunum tengist óánægju starfsmanna með stjórnun Herdísar á fyrirtækinu. Eftir viðbót Kolbrúnar á listann er fjöldi kvenna 11 talsins.
Heimildir Mannlífs herma að mikill þrýstingur sé hjá hópi hluthafa að koma Herdísi úr stóli forstjóra enda hafi hlutabréf í fyrirtækinu fallið mikið í verði undir stjórn hennar en samkvæmt Keldunni hefur gengið lækkað rúm 37% eftir að Herdís tók við forstjórastarfinu.
Herdís Dröfn hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs um málið en gerði tilraun til að hugga starfsmenn Sýnar með bréfi.
Nú styttist óðum í Eurovision en áður þangað er haldið þarf að halda undankeppni til að skera úr hver verður fulltrúi Íslands í Sviss í maí.
Tíu flytjendur koma til greina þetta árið:
BIRGO með lagið Ég flýg í storminn / Stormchaser
Ágúst með lagið Eins og þú / Like You
Stebbi JAK með lagið Frelsið Mitt / Set Me Free
BIA með lagið Norðurljós / Northern Lights
VÆB með lagið RÓA
Bjarni Arason með lagið Aðeins lengur
Dagur Sig með lagið Flugdrekar / Carousel
Tinna með lagið Þrá / Words
Bára Katrín með lagið Rísum upp / Rise Above
Júlí og Dísa með lagið Eldur / Fire
Hafa verið fleiri
Undanfarin ár hefur RÚV sett sig í samband við höfunda sem hefðu annars ekki tekið þátt í Söngvakeppninni og fengið þá til að semja lög fyrir hana og var það einnig gert í ár og eru þeir þrír talsins í ár samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni, verkefnastjóra RÚV.
„RÚV hefur í gegnum árin leitað til ákveðinna höfunda, sem ekki höfðu hugsað sér að sækja um í keppnina,“ sagði Rúnar við Mannlíf um málið. „Þetta hafa verið 3-5 höfundar á hverju ári sl. ár og reynsla okkar af þessu fyrirkomulagi hefur verið góð. Í ár var leitað til þriggja höfunda um að vera með,“ en Rúnar vildi ekki segja hvaða höfundar RÚV hafi samið við eða hversu mikið þeir myndu fá greitt. Slíkt yrði þó gert eftir að keppni lýkur.
Fá ráðgjöf fagmanna
„110 lög voru send inn í ár og er það svipað og í fyrra,“ sagði Rúnar um hversu mörg lög voru send inn í keppnina. „Á bakvið hvert lag eru svo oft margir aðilar, lagahöfundar og textahöfundar. Við erum ótrúlega ánægð með þann áhuga sem íslenskir höfundar sýna keppninni á hverju ári, enda hefur það sýnt sig að keppnin er stór gluggi fyrir þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri, hérlendis og erlendis.“
En hverjir velja lögin sem komast í Söngvakeppnina?
„RÚV myndar fagnefnd á hverju ári til að hlusta á öll innsend lög og hana skipar jafnan fagfólk á sviði tónlistar á Íslandi. Í ár voru tveir fulltrúar í nefndinni frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og þrír tilnefndir af RÚV, samtals fimm einstaklingar. Nefndin er hins vegar aðeins ráðgefandi, það er dagskrárdeild RÚV sjónvarps sem velur endanleg lög í keppnina. Þar er í mörg horn að líta, við horfum t.d. til kynja- og fjölbreytnissjónarmiða, tegund tónlistarinnar o.s.frv. Söngvakeppnin hefur í gegnum tíðina fagnað fjölbreytileikanum í hvívetna og mun vonandi gera áfram.“
Á Austurlandi er allt á kafi í snjó en á Seyðisfirði hafa iðnaðarsvæði verið rýmd og í Neskaupsstað ein íbúagata, vegna snjóflóðahættu.
Seyðfirðingurinn Heimir Eggerz Jóhannsson birti ljósmyndir á Facebook, sem sýna hversu snjóþungt er orðið í hinum fallega bæ.
Við færsluna skrifaði hann: „Rýmingar vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði . Vegir ófærir innanbæjar Fjarðarheiði ófær yfir 2m hár snjór bak við hús og yfir 1m snjór fyrir framan húsið. Bílarnir verða bara fastir áfram í innkeyrslu. Held ég verði bara heima í dag kaffi og kertaljós er þema dagsins.“
Í samtali við Heimi sagðist hann hafa hjálpað eldri nágrönnum sínum sem ekki komust út úr húsi sínu:
„Er búinn að moka inn til 2 eldri nágranna svo þau komist út þarf að vísu út aftur núna og gera það aftur.“
Við hjónin grétum bæði yfir lokaþættinum þannig að það er hægt að fullyrða að hann hafi verið nokkuð áhrifaríkur og hef ég heyrt svipaða sögu frá vinum og vandamönnum. Ég held að það komist nokkuð nærri lagi að kalla Vigdísi skylduáhorf þó að þriðji þáttur nái ekki sömu hæðum og hinir þættirnir. Hann náði ekki að flæða jafn vel og hinir þættirnir en þar fyrir utan er nánast allt er í hæsta gæðaflokki á sviðum kvikmyndagerðar.
Ég verð að viðurkenna að ég er gríðarlega forvitinn um alla þá forvinnu sem fór í gerð Vigdísar. Á hvaða tímapunkti var ákveðið að hoppa yfir mörg ár í lífi Vigdísar? Voru þau ár einfaldlega ekki metin nógu spennandi eða var ákvörðunin vegna fjárskorts? Kannski var það eitthvað annað.
Ég velti líka fyrir mér hvort samband hafi verið haft við aðstandendur Alberts Guðmundssonar en ég get alveg ímyndað mér að fjölskyldan hans sé ekkert sérstaklega hrifin af þeirra mynd sem máluð er af honum, burt séð frá því hvort hún á rétt á sér eða ekki. Jóhannes Haukur Jóhannesson var að minnsta kosti mjög sannfærandi í hlutverki óþolandi stjórnmálamanns, hvort sem hann heitir Albert eða eitthvað annað.
Eitt sem ég nefndi ekki í pistli mínum um fyrstu tvo þættina er tónlistin. Það fer almennt séð lítið fyrir henni og ég áttaði mig ekki á hversu þýðingarmikil hún er fyrr en í lokaatriði fjóra þáttar. Hún er svo látlaus og náttúruleg að henni tókst að verða hluti af sögunni ef svo mætti segja.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað Vesturport gerir næst en þau eiga skilið að fá allan pening sem þau óska eftir í næsta verkefni. Vigdís sýnir að þeim er treystandi fyrir hverju sem er.
Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, sýndi sína bestu danstakta á sigurhátíð sinni í gær, á meðan Village People tók slagara sinn Y.M.C.A.
Eftir að Trump hélt ræðu um allt frá TikTok til innflytjendamál og fleira, bauð hann diskóstuðboltunum úr Village People á sviðið. Á meðan strákarnir tóku Y.M.C.A. tók Trump sinn fræga „Trump dans“ á miðju sviðinu þó eflaust séu skiptar skoðanir um það hvort flokka megi hreyfingar hans sem dans.
Forsetinn virtist hinn ánægðasti með framkomu stuðboltanna en hann tók í spaðann á hljómsveitarmeðlimum bæði fyrir og eftir að þeir tóku lagið.
Þátttaka Village People í sigurhátíðinni er ekki óumdeild en margir hafa gagnrýnt bandið fyrir að styðja Trump með því að koma fram fyrir hann. Hljómsveitin hefur hins vegar sagt það rangt, þar sem tónlist sé ópólitísk.
Fleiri stigu á svið á hátíðinni en Elon Musk var einn þeirra sem hélt stutta ræðu. Elon, sem fékk fylgd á sviðið frá syni sínum, X-Æ-12, sem hann kallar X, virtist nokkuð hissa á að hann þyrfti að halda ræðu. Að lokum flutta hann þó stutta ræðu um breytingar sem hann mun stuðla að sem yfirmaður hagræðingardeildar ríkisins.
Tugir eru slasaðir eftir að skíðalyfta hrundi á skíðasvæði á Spáni. Slysið átti sér stað í Aragon og er talið að tugir skíðafólks hafi slasast og þar af hafi tíu slasast alvarlega en slysið gerðist á laugardaginn. Í myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir slysið má sjá brotnar skíðastangir og skíðaskó á víða og dreif um svæðið þegar björgunarsveitir voru búnar að ná í það fólk sem þurfti á aðstoð að halda. Ein mynd sem hefur vakið mikla athygli er mynd af hjóli sem datt af skíðalyftunni en stálkaplar skíðalyftunnar eiga að vera fastir við hjólið. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að allt hrundi. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði við fjölmiðla að hann væri í áfalli eftir slysið og sagði að hugur landsmanna væri hjá þeim slösuðu og fjölskyldum þeirra.
„Mikið megum við vera þakklát fyrir þá stórkostlega vel heppnuðu þætti um líf elsku Vigdísar okkar allra, sem haldið hafa okkur hugföngnum undanfarin sunnudagskvöld.“ Þannig hefst lofræða Jakobs Frímanns Magnússonar um þættina um Vigdísi Finnbogadóttur, sem slegið hafa í gegn að undanförnu.
Jakob stingur upp á því að RÚV geri sérstakan samning við Vesturport, sem gerði þættina um Vigdísi, um árlegar þáttaraðir af svipuðu meiði.
„Enn ein fjöður í hatt Vesturportsfólksins sem RUV mætti nú gjarnan ganga til samninga við um árlegar þáttaraðir af svipuðum toga – samtímasögur sem snerta okkur, mennta og skemmta í senn. Hér er verið að svara vaxandi eftirspurn áhorfenda eftir upplifunum sem á ensku eru nefndar EDUTAINMENT – og á íslensku mætti nefna SKEMMTIMENNT.“
Stuðmaðurinn á Alþingi telur síðan upp hvað honum fannst svona gott við þættina en það er bókstaflega allt:
„Allt small hér sem best mátti verða:
Stórleikur Nínu Daggar og Elínar Hall, Eggerts Þorleifssonar, Hönnu Maríu og allra hinna, frábær handritsgerð og leikstjórn, kvikmyndataka, speglun tíðaranda í leikmynd, búningum og öðru.“
Að lokum þakkar hann fráfarandi dagskrárstjóra RÚV fyrir þættina:
„Hafi þetta verkefni markað lokapunkt á farsælum ferli Skarphéðins Guðmundssonar fráfarandi dagskrárstjóra RUV, þá hlýtur þetta að vera afar gefandi hápunktur að kveðja með. Hjartanlega til hamingju aðstandendur allir, RUV, Stefán Eiríksson og Skarphéðinn Guðmundsson! Takk fyrir okkur og meira svona!!“
Bragi Páll Sigurðarson hvetur fólk til þess að setja inn nöfn af Íslendingum á sérstakra heimasíðu sem safnar gögnum um fólk sem réttlætt hefur þjóðarmorðið á Palestínumönnum síðustu 15 mánuði.
Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um hið tímabundna vopnahlé á Gaza en hann segist hóflega bjartsýnn.
„Tímabundið vopnahlé. Saklausir borgarar sprengdir fram á síðustu stundu. Ég er hóflega bjartsýnn en myndbönd af fólki að fagna og grátandi úr gleði segja okkur að þó þetta verði aðeins 6 vikur þá er það samt lausn. Er á meðan er.“
Því næst segir rithöfundurinn óhræddi, að fjölmargir aðilar hafi safnað allt frá því að þjóðarmorðið hófst, sönnunargögnum um hina hryllilega glæpi Ísraelshers á Palestínumönnum:
„Fjölmargir aðilar, blaðamenn, stofnanir og dómstólar, hafa frá því þjóðarmorðið hófst, safnað sönnunargögnum til þess að geta teiknað upp mynd af hryllingnum og dregið gerendur, hversu svosem smár þeirra stuðningur við þjóðarmorðið hefur verið, til ábyrgðar.“
Bragi Páll hvetur síðan fólk til þess að senda inn upplýsingar um þá aðila sem réttlætt hafi þjóðarmorðið, á sérstaka heimasíðu sem safnar slíkum gögnum. Nefnir hann fólk á borð við Bjarna Benediktsson og Stefán E. Stefánsson, sem fólk sem hefur réttlætt hryllinginn.
„Í fyrstu athugasemd hlekkja ég á síðuna ACCOUNTABILITY ARCHIVE. Þar er verið að safna gögnum um fólk eins og Bjarna Benediktsson, Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon. Fólk sem hefur réttlætt þjóðarmorð með einum eða öðrum hætti (sjá lista á mynd). Ég hvet ykkur nú til þess að senda inn alla þá hlekki og upplýsingar um allt það fólkið sem þið teljið eigi heima á þessum lista.“
Að lokum segist Bragi Páll vera draumóramaður:
„Ég er draumóramaður og trúi því að dag einn verði þjóðarmorðið gert upp. Þá þarf allt að vera upp á borðum.
Það er mikilvægt að rækta ástina og það veit áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Benediktsdóttir, betur þekkt sem Linda Ben, en hún skellti sér til Kanarí með eiginmanni sínum til að halda upp 15 ára sambandsafmæli þeirra.
Hjónin eru að sögn vina og vandamanna dugleg við að halda upp á ástina þrátt fyrir mikið vinnuálag hjá þeim báðum. Þau skelltu sér í golf og spa ef marka má myndirnar en eiginmaður hennar er þekktur fyrir að vera mjög snjall golfari. Eiginmaður Lindu er Ragnar Einarsson en hann starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans og saman eiga þau tvö börn.
Linda deildi myndum með fylgjendum sínum og ljóst að hjónin eru ennþá ástfangin upp fyrir haus.
Snjóflóðahætta er einn fyrir austan þar sem óveður hefur geysað. Íbúum á Seyðisfirði og Norðfirði var gert að rýma tiltekin hús á hættusvæði í bæjunum. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið í nótt.
Ofan á þetta bætist að rafmagnslaust varð á Stöðvarfirði um miðja nótt. Ríkisútvarpið segir að ísing líklega hafi leitt til bilunar. Rafmagnsleysið nær frá Hamarsfirði og út Álftafjörð.
Mannskapur frá RARIK hefur verið í bilanaleit en færð og skyggni hefur gert mönnum erfitt fyrir. Biðlað er til fólks á svæðinu um að hafa samband við RARIK ef það hefur upplýsingar umn bilunina. Fólk er beðið um að hafa samband við Stjórnstöð í síma 528-9000.
Þórður Snær Júlíusson fjölmiðlamaður hefur undanfarið gengið í gegnum miklar hremmingar. Flett var ofan af hatursskrifum hans gagnvart konum sem fram fóru úr launsátri. Þá hafði hann úr sama launsátrinu úthrópað Rannveigu Rist álforstjóra og dylgjað um neyslu hennar. Allt þetta varð til þess að hann sagði sig frá þingsæti en hélt samt launum þar til kjörbréf þingmanna verða staðfest.
Talið er að þegar Þórður Snær axlaði sína ábyrgð með afsögn hafi Kristrún Frostadóttir formaður lofað að bæta honum tjónið. Nú er komið á daginn að Þórður verður framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar þrátt fyrir að einhverjir telji þetta vera orðsporsáhættu fyrir flokk sem kennir sig við jafnrétti.
Það telst vera mikill gleðidagur í lífi hans að komast í skjól eftir að hafa verið slaufað …
Uppnám varð í fjölbýlishúsi þar sem maður var með óspektir. Óróaseggurinn var gestkomandi og hafði komist í annarlegt ástand. Lögreglan mætti og fjarlægði manninn. Eftir viðkomu á lögreglustöð var það mat lögreglu að ekki væri hægt að sleppa honum aftur út fyrr en runnin væri af honum víman. Hann vistaður í fangaklefa vegna ástands.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða áfengis. Þeir voru látnir lausir eftir að dregið var úr þeim blóð og tekin skýrsla.
Kópavogslögregla var kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Mál búðarþjófsins var leyst á vettvangi.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá var einnig sviptur ökuréttindum. Laus eftir sýnatöku.
Lögregla kölluð til vegna slagsmála þar sem tveir menn höfðu tekist á eftir ágreining. Slagsmálahundarnir vildu ekki að lögregla blandaði sér í málin og afþökkuðu inngrip laganna varða.
Hringvegurinn er nú lokaður á tveimur stöðum á Austfjörðum, vegna snjóflóða. Um er að ræða annars vegar á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar og hins vegar Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði.
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að snjóflóðin hafi fallið upp úr klukkan 17:00 í dag en ólíklegt er að mokað verði í kvöld.
Flóðið í Færivallaskriðum milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar er skráð af stærðinni 2 hjá Veðurstofunni en flóð af þeirri stærð geta grafið fólk. Aðfaranótt laugardags féll aukreitis snjóflóð í sömu skriðum og lokaði veginum tíma bundið en það flóð var af stærðinni 1. Þá keyrði bíll inn í flóðið en var dreginn úr því. Ekki urðu slys á fólki.
Samkvæmt Austurfrétt er búið að lýsa yfir óvissustigi á Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, frá klukkan 19 í kvöld en þar er nú þæfingur og stórhríð.
Þegar fyrsta degi vopnahléssamkomulagsins er fagnað á Gaza, vara eftirlitsmenn við því að vopnahléið kunni að reynast „mjög viðkvæmt“.
„Stöðugleiki bandalags Netanyahus er háður því að hann brjóti sáttmálann“ og hefji stríðið að nýju, sagði bresk-ísraelski sérfræðingur Daniel Levy við Al Jazeera.
Í ræðu sinni í gær fullvissaði Netanyahu öfgahægri bandamenn sína um að Ísrael myndi ekki draga sig út úr Philadelphi-ganginum, þrátt fyrir að þetta ákvæði hafi verið innifalið í seinni hluta samningsins.
„Besti leiðarvísirinn til að skilja hvað er að gerast er að hlusta á orð ísraelsku leiðtoganna. Netanyahu hefur sagt okkur að hann ætli sér ekki að standa við samninginn,“ sagði Levy.
„[Hann] gefur til kynna að hann ætli að tryggja að umfram fyrsta áfanga samningsins verði ekkert frekara vopnahlé.“
Reinhold Richter gerði sér lítið fyrir á föstudaginn og gaf út lag sem hann samdi um vin sinn, Ísak Harðarson heitinn.
Lagið heitir Heim til vina en Reinhold Richter samdi bæði lagið og textann en lagið er samið til minningar um Ísak Harðarson, ljóðskálds sem lést árið 2023. Á Facebook skrifaði Reinhold eftirfarandi upplýsingar um lagið:
„Lagið mitt HEIM TIL VINA sem er samið til minningar um minn hjartans vin Ísak Harðarson er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.
Valmenni par excellence komu að upptöku og flutning:
Karl Ágúst Úlfsson hefur látið síðu lokkana fara og samdi ljóð af tilefninu.
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Karl Ágúst Úlfsson hefur undanfarin ár skartað afar síðu gráu hári en í dag dró til tíðinda. Spaugstofugoðsögnin lét lokkana fara í tilefni nýársins og samdi þess vegna ljóð sem má lesa hér fyrir neðan:
Nú hárið er liðið
og hér birtis skalli
á hausnum á kalli
sem kvatt hefur sviðið.
Og árið er riðið
svo örþreytt í burtu
fór ekki í sturtu
en steig út um hliðið.
Já, af mér var sniðið
hið ofvaxna stríhár
því mótað nýár
úr ekki er skriðið.