Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Þór Sigurðsson er fallinn frá

Þór Sigurðsson, offsetljósmyndari, söngvari, hestamaður og fyrrverandi starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri er látinn, tæplega 75 ára að aldri.

Þór fæddist þann 9. júní árið 1949 á Akureyri og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn þriðjudag, 21. maí, eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Akureyri.net sagði frá andlátinu.

Foreldar hans voru Siguurður O. Björnsson prensmiðjustjóri á Akureyri og Kristín Bjarnadóttir húsmóðir. Eiginkona Þórs var Herdís Stefánsdóttir frá Sauðárkróki en hún lést árið 1999.

Börn Þórs og Herdísar eru, 1) Stefán Þórsson fæddur 16. október 1974, synir hans eru Daníel Semjonov Stefánsson fæddur 2006 og Gabriel Þór Stefánsson fæddur 2011. Þeir eru allir búsettir Árósum í Danmörku. 2) Sigurður Þórsson fæddur 27. nóvember 1978, búsettur á Akureyri. 3) Þórdís Þórsdóttir fædd 14. september 1989, búsett á Akureyri.

Þá eru systkin Þórs þau Geir S. Björnsson fæddur 1924, dáinn 1993, Bjarni Sigurðsson fæddur 1934, dáinn 1996, Sólveig Sigurðardóttir fædd 1936, dáin 1991, Ingibjörg Sigurðardóttir fædd 1940, Ragnar Sigurðsson fæddur 1942 og Oddur Sigurðsson fæddur 1945.

Fram kemur í andlátsfrétt Akureyri.net að Þór hafi verið menntaður offsetljósmyndari og filmugerðarmaður og starfaði á sínum tíma í fyrirtæki föður síns, Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Seinna meir starfaði Þór lengi á Minjasafninu á Akureyri. Þá var hann þekktur hestamaður, einn stofnenda og fyrsti formaður hestamannafélagsins Fjölnis á Akureyri. Síðar sameinaðir það félag hestamannafélagsins Létti. Þór varð varaformaður Léttis við sameininguna. Þótti Þór aukreitis mjög góður söngvari en hann var þekktur fyrir mikla og djúpa bassarödd. Söng hann með flestum kórum Akureyrar í gegnum tíðina, oftar en ekki einsöng.

 

Ástþór fær stuðning úr óvæntri átt: „Svei mér ef ég var ekki sammála honum“

Ástþór Magnússon hefur gert margar atlögur að forsetaembættinu. Mynd: Facebook.

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og friðarsinni, hefur átt erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. Sárafáir hafa lýst yfir stuðningi við hann og mælingar sína að hann er aðeins með fylgi sem telur rúmlega 1 prósent. Ástþóri barst stuðningur úr óvæntri átt í gær þegar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor tók af skarið.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor.

„Ég heyrði viðtal við Ástþór í Speglinum. Svei mér ef ég var ekki sammála honum í einu og öllu. Kannski er hans tími kominn,“ skrifar Eiríkur á Facebook. Margir skrifa athugasemdir undir yfirlýsinguna og sýnist sitt hverjum.

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum tekur undir með Eiríki.

„Ástþór hefur mikið til síns máls. Það gengur ekki að lauma þjóðinni inn í stríðsrekstur austur í Rússlandi. Það er algjörlega óafsakanlegt að Ísland brjóti stjórnarskrána með þessum óbeinu árásum á Rússa,“ skrifar hann.

Útivistargarpurinn Þorvaldur V. Þórsson er á allt öðru máli og telur að Ástþór sé „ekki með öllum mjalla“.

Kristín Jónsdóttir, yfirlýstur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar, tekur undir með Eiríki en með herkjum þó.

„Ég er enn að jafna mig á því hvað ég var sammála honum í kappræðum á dögunum. En reyndar bara í einu máli,“ skrifar hún í athugasemd.

Þess er skemmst að minnast að Egill Helgason opnaði sig um aðdáun á Ástþóri í þættinum Vikan með Gísla Marteini.

Vill ekki framboð án Höllu og Ástþórs út öldina: „Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja“

Halla Tómasdóttir

Glúmur Baldvinsson vill hjá þau Höllu Tómasdóttur og Ástþór Magnússon í öllum forsetakosningum á þessari öld.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og háðfuglinn Glúmur Baldvinsson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann viðrar þann draum sinn um að Halla Tómasdóttir og Ástþór Magnússon bjóði sig fram í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Segist hann einnig vona að hinn umdeildi milljarðamæringur og vinur Höllu, Richard Branson haldi í hönd beggja í þeim kosningabaráttum.

„Ég vonast til að sjá Höllu Tómasdóttur í framboði til forseta í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Og helst næstu öld líka. Ásamt vitaskuld Ástþóri. Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja. Vona að ég hafi atkvæðisrétt þá.“

Ljósin kvikna sem betur fer hjá Sölku Sól í bríaríi

Salka Sól Mynd / Mummi Lú

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Kig & Husk – Fer sem fer (Solitaire)
Salka Sól – Sólin og ég
Dr. Gunni og Salóme Katrín – Í bríaríi
Frumburður – Ljósin kvikna
Drápa – Empty

Bílaníðingur barði ökumann í höfuðið með bjórglasi – Þjófurinn sofnaði hálfur út úr bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hann var seinheppinn þjófurinn sem ætlaði að halda heim í bæli með góss sitt. Hann komst að bifreið sinni í bílakjallara en þar þraut hann örendi og hann lognaðist út af, hálfur inni og hálfur úti. Lögreglan kom þannig að honum. Þýfi var utan bifreiðarinnar. Í ljós kom að maðurinn var á valdi vímuefna.Lögreglan vakti hann og krafist skýringa en fátt var um svör. Hann handtekinn vegna málsins og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Alls voru átta manns læstiri nni í fangaklefa í nótt af margvíslegum ástæðum. Með nýjum degi munu þeir svara til saka og horfast í augu við atburði næturinnar.

Tilkynnt var um ölvaðan aðila að ónáða gesti verslunar í Skeifunni. Starfsmaður skarst í leikinn og reyndi að vísa manninum á dyr. Fór það ekki betur en að maðurinn veittist að starfsmanninum með ofbeldi í tvígang. Lögregla kom svo skömmu seinna á vettvang og handtók manninn. Ekki vitað um ástand starfsmannsins, samkvæmt dagbók lögreglunnar Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Málið var afgreitt á staðnum.

Þrír voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum ágengis eða fíkniefna. Blóð var dregið úr þeim.

Ofbeldisseguur var handtekinn í miðbænum eftir að hafa sparkað í bifreið og þegar ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni. Bílaníðingurinn réðst síðan á ökumanninn og og sló hann í höfuðið með bjórglasi.

Slagsmál brutust út fyrir utan skyndibitastað í miðbænum í nótt.

Kveikt var í kamri utan við vinnuskúr í Kópavoginum. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Þjófurinn var nýfarinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Málið í rannsókn.

Óli Björn múlbundinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, hefur unnið stórsigur í hvalveiðibannsmálinu. Svandís bannaði hvalveiðar á síðasta ári og uppskar hávær mótmæli samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Teitur Björn Einarsson höfðu uppi stór orð um valdníðslu ráðherrans.

Þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp þann úrskurð að ráðherrann hefði farið á svig við lög með banninu var boðað vantraust á Svandísi. Það var afturkallað þegar hún veiktist og Katrín Jakobsdóttir tók við um stundarsakir. Hún fór svo í forsetaframboð og Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen tók við ráðherraembættinu og hvalamálinu. Himinhá skaðabótakrafa vofir yfir ríkinu.

Það undarlega er að eftir uppnámið og úrskurðinn hefur ekkert gerst og Hvalur hf. hefur ekki fengið leyfi til veiðanna sem áttu að öllu óbreyttu hefjast eftir viku. Bjarkey dregur lappirnar. Þá hefur vakið athygli að orðhákarnir Óli Björn og Teitur Björn eru sem múlbundnir og láta gott heita. Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram í skugga stórsigurs VG eins og ekkert hafi í skorist. Lömbin eru þögnuð …

Guðbjörn ósáttur með mismunun Fiskistofu: „Það er auðvitað tómt bull“

Skip fyrir Vestan Ljósmynd: verkvest.is - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árið 2000 voru sjómenn á smærri skipum sviptir veiðileyfi fyrir að hafa veitt meira en kvóti leyfði en þeir töldu Fiskistofu gera upp á milli manna.

„Fiskistofa er í herferð og sviptir útgerðarmenn veiðiheimildum fyrir tittlingaskít. Það versta er þó að útgerðarmönnum er mismunað með þeim hætti að stórútgerðir fá gjarnan að veiða þó skip þeirra séu komin yfir kvóta en smærri útgerðarmenn eru hundeltir,“ sagði Guðbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, við DV um málið á sínum tíma en alls höfðu 33 skip verið svipt veiðileyfi og meirihluti þeirra kvótalítil skip.

Samtökin kröfðust þessa að Umboðsmaður Alþingis blandaði sér í málið en samtök töldu að þáverandi fiskveiðilög brytu gegn stjórnarskrá auk þess að Fiskistofa mismuni þeim sem minni eru.

„Við erum með það til alvarlegrar skoðunar að kæra Fiskistofu. Ég get staðið við að hún hefur leyft skipi að róa þrátt fyrir hundraða tonna umframafla á sama tíma og aðrir eru sviptir veiðileyfi fyrir að fara nokkum kíló fram úr kvótanum. Þegar ég hringdi i Fiskistofumenn vegna þessa báru þeir við tímaskorti. Það er auðvitað tómt bull og þeir vilja einfaldlega ekki svipta góðkunningja sína veiðileyfi,“ sagði Guðbjörn að lokum.

Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við DV.

„Hjá okkur gildir að það eru sömu viðurlög við sömu brotum. Þar skiptir engu hvort sá brotlegi er stór eða smár.“

„Kramer“ opnar sig um krabbameinsbaráttu sína: „Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Cosmo Kramer

Seinfeld stjarnan Michael Richards opnaði sig nýverið um krabbameinsbaráttu sem hann háði í leyni árið 2018.

Hinn 74 ára grínisti, sem lang þekktastur er fyrir að leika hinn óborganlega Cosmo Kramer í Seinfeld þáttunum, minnist augnabliksins þegar hann fréttir að hann hefði mælst með hækkað PSA-gildi í blöðruhálsinum, í venjubundnu eftirliti. Greiningin hafi verið áfall.

„Ég hugsaði, jæja, þetta er minn tími. Ég er tilbúinn að fara,“ minnist hann í viðtali við People. En svo hafi hann breytt viðhorfi sínu þegar hann hugsaði til ungs sonar sín, sem hann á með Beth Skipp.

Hann segist hafa spurt lækninn: „Ég á einn níu ára, og ég væri til í að vera til staðar fyrir hann. Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Í ljósi þess hversu alvarlegt ástand hans er, mælti læknir Richards með tafarlausum og aggressívum aðgerðum. Sýnt hafði verið fram á niðurstöður úr vefjasýni, sem varð til þess að ákveðið var að fjarlægja allan blöðruhálskirtilinn. „Það varð að koma í veg fyrir það fljótt,“ útskýrir Richards. „Ég þurfti að fara í aðgerð. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég líklega verið dáinn eftir um átta mánuði.“

Við að horfast í augu við dauðleikann fékk Richards innblástur til að kafa djúpt í fortíð sína. Hann skrifaði minningargrein, Inngangar og útgönguleiðir, þar sem hann nýtti sér texta úr yfir 40 dagbókum sem hann hafði haldið um ævina.

Minningarbók Richards, sem á að koma út 4. júní, fjallar einnig um myrkan kafla á ferlinum: Hið alræmda kynþáttahaturs kast hans árið 2006 á uppistandsstaðnum Laugh Factory. Atvikið átti sér stað eftir að áhorfandi truflaði hann í miðju uppistandi. Richards ígrundar atburðinn og skrifar: „Hann lagðist lágt og ég lagðist enn neðar. Við enduðum báðir neðst í tunnunni.“

Í kjölfar hneykslismálsins buðu þau Jerry Seinfeld, Jason Alexander og Julia Louis-Dreyfus, meðleikarar Richards í Seinfeld, honum stuðning sinn. Þrátt fyrir stuðning þeirra skammaðsit Richards sín og hafði áhyggjur af áhrifum aðgerða hans á samstarfsmenn sína.

„Ég hafði áhyggjur af því að sóðaskapurinn minn myndi leka yfir á þau,“ viðurkennir hann.

Richards kom nýlega fram í fyrsta skiptið á rauða dreglinum í átta ár er hann mætti á frumsýningu á kvikmynd Jerry Seinfeld, Unfrosted í Los Angeles. Hinn 74 ára gamli leikari faðmaði hinn 70 ára Seinfeld innilega áður en hann stillti sér upp fyrir ljósmyndir og veitti aðdáendahópnum athygli sína.

Richards og Seinfeld

 

Ástþór líkt við sjálfan Krist í nýju lagi: „Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Fyrsti íslenski sumarsmellur ársins er kominn fram á sjónarsviðið og er óhætt að segja að hann komi úr afar óvæntri átt. Frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda.

Lag sem Ástþór Magnússon birti fyrir tveimur dögum á Facebook og á kosningasíðu sinni, hefur heldur betur slegið í gegn og gengur nú manna í millum á samfélagsmiðlunum. Þykir það grípandi, vera með fallegan boðskap og svo er mikið lagt í myndbandið.

Textinn er saminn af ónafngreindum stuðningsmönnum Ástþórs en lagið barst honum í tölvupósti. Nafnið á laginu er að því er virðist: Forseti Íslands, boðberi friðar í anda Krists. Lagið virðist vera samið og sungið af gervigreindarforriti, á borð við þau sem Mannlíf hefur áður fjallað um en þó er ekki loku fyrir því skotið að erlendur englakór hafi tekið sig saman og sungið lagið inn á segulband.

Lagið flokkast undir kristilega tónlist en í upphafi myndbandsins sem fylgir laginu og Ástþór birtir á kosningasíðu sinni, og mikið er lagt í, er klippa frá kosningamyndbandi hans frá árinu 1996. „Við vitum að Jesús Kristur er kærleikurinn. Þann sannleika bíður okkar að flytja heimsbyggðinni,“ segir Ástþór og svo hefst lagið.

Við fyrstu hlustun virðist textinn nokkuð einfaldur en ef grafið er niður fyrir yfirborðið kemur í ljós að hann er talsvert dýpri. Í laginu er nafn hans tekið í sundur, „hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“ en Ástþór hefur í kosningabaráttu sinni talað fyrir ást á friði og mannkyninu, Þór er þrumuguð en Ástþór vill þruma ást yfir heimsbyggðina. Svo er hann sannarlega sonur Magnúsar en Magnús þýðir Hinn mikli, en Ástþór er þekktur fyrir mikinn persónuleika. Tvisvar sinnum í textanum er Ástþór gefið millinafnið Kristur, þannig að ekki er honum aðeins líkt við hinn norræna þrumuguð Þór, heldur einnig Jesús Krist. Minna má það ekki vera.

Hér má lesa textann:

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór. Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag – Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór.  Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag- Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Mannlíf hafði samband við Ástþór og spurði hann hvað honum fyndist um lagið. „Flott lag,“ svaraði hann að bragði. Aðspurður út í samlíkinguna við Jesús Krist svaraði hann í lengra máli: „Ég hef sagt að forsetinn er verndari kristninnar á Íslandi og ég mun setja kross á Bessastaðakirkju og friðarboðskapurinn byggir á kærleika og umburðarlyndi sem Kristur kenndi okkur og sem var fyrirmynd friðar sem við fengum í vöggugjöf á Alþingi árið 1000 þegar borgarastyrjöld var afstýrt með einstaka umburðarlyndi og kærleika. Þetta er jólaguðspjall okkar íslendinga sem forsetinn þarf að kynna heimsbyggðina til að vinna frið brautargengi.“

Hér má svo sjá og heyra herlegheitin en lesendur eru varaðir við, þetta mun límast við heilann.

Víðistaðaskóli bregst við barnahrellinum: „Það gladdi mig að finna samtakamátt skólasamfélagins“

Víðistaðaskóli hefur brugðist skjótt við fregnum af árásum karlmanns á nemendur skólans.

Mannlíf sagði frá því fyrir þremur vikum að karlmaður í appelsínugulri úlpu og með yfirvararskegg, hafi veist að börnum í Norðurbæ Hafnarfjarðar og elt þau á röndum. Nýjasta tilvikið gerðist svo í gær þegar karlmaður tók 12 ára stúlku hálstaki þegar hún var á leið í skólann. Hún hafði annað í huga og beit fólið og sparkaði í sköflung hans og losaði sig frá honum og hljóp á brott. Foreldrar og börn eru skelkuð í hverfinu. Ekki var þó hægt að fullyrða að um sama barnahrelli væri að ræða og í hinum tilvikinum. Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári mannsins.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“
Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla sendi tölvupóst á forsjáraðila barna í skólanum í dag þar sem hún fer yfir þau viðbrögð sem skólinn hefur sýnt í kjölfar árása einstaklings á börn við skólann. Þar segist hún hafa nokkra pósta í kjölfar bréfs sem hún sendi í gær varðandi nýjasta tilfellið. Fer hún svo yfir viðbrögð skólans og nefnir meðal annars að aukið hafi verið við útigæslu í frímínútum og svo er húsinu lokað fyrr á daginn. Lögreglan er einnig í miklu samstarfi við skólann og vaktar hverfið, bæði í merktum og ómerktum bílum.

Hér má lesa póstinn í heild sinni:

Kæru foreldrar, forsjáraðilar barna í Víðistaðaskóla. Það hafa margir haft samband við mig eftir bréfið sem ég sendi ykkur í gær varðandi atvikið þar sem maður veittist að nemanda á leið í skólann í gær. Ég fékk nokkra pósta í kjölfarið þar sem fólk hefur eðlilega áhyggjur og þiggur ráð og eins frásagnir af öðrum atvikum sem hafa átt sér stað áður. Fólk spyr líka hvað er verið að gera og hvað gerir skólinn? Málið var strax tilkynnt til lögreglu sem kynnti sér málavexti vel. Ég hef líka verið í þéttu samstarfi við lögregluna í gær og í dag. Lögreglan er á vaktinni í hverfinu bæði í merktum og ómerktum bílum og fylgist vel með.

Við í skólanum brugðum á það ráð að auka í gæslu í frímínútum á skólalóðinni hjá okkur og skiptast kennarar á að fara á vörslu með skóla- og frístundaliðunum. Við höfum líka bætt gangavörslu innandyra og lokum húsinu fyrr. Allt starfsfólk skólans er upplýst og undirbúið að ræða við börnin út frá þroska og aðstæðum. Það er mikilvægt að fara ekki offari í umræðunni til að skapa ekki hræðslu og kvíða hjá börnunum. Það er mikilvægt er að þau finni að við erum til staðar og gætum öryggis þeirra eftir bestu getu. Það gladdi mig mikið að finna samtakamátt skólasamfélagins okkar og finna sterkt að við erum öll í sama liði að tryggja öryggi barnanna okkar. Í morgun mátti sjá marga foreldra fylgja börnum sínum í skólann og nokkrir foreldrar fóru í foreldrarölt og voru á vakt á göngustígum og leiðum að skólanum. Bestu þakkir fyrir þetta framtak.

Stjórn foreldrafélagsins ætlar að skipuleggja foreldrarölt næstu morgna, virku dagana og við biðjum þá sem geta lagt sitt af mörkum að skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins svo hægt verði að halda utan um verkefnið. Við vonumst til að fá 6-8 á vakt frá kl. 7:30 í fyrramálið og er mæting við aðalinngang skólans en þar fá þeir sem skrá sig gulu vestin til að auðkenna sig. Hafnarfjarðarbær hefur einnig verið í góðu samstarfi við okkur ásamt lögreglunni sem hefur það hlutverk að upplýsa málið og tryggja öryggi íbúa í hverfinu. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir samstöðuna Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla

Steinunn kærir Matvælastofnun: „Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!“

Kind númer 3155 Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir er búin að kæra Matvælastofnun til lögreglunnar fyrir illa meðferð á dýrum.

Orgelleikarinn og baráttukonan Steinunn Árnadóttir fór til lögreglunnar í gær og lagði fram kæru á hendur Mast vegna illrar meðferðar á kind númer 3155, í Þverárhlíð.

Sjá einnig: Kindur standa yfir dauðum lömbum sínum í Þverárhlíð – Steinunn Árna sendi sveitarstjórninni bréf

Steinunn hefur verið afar ötul við að benda á hryllilega meðferð á kindum frá bænum Höfða í Borgarfirði sem margar hverjar ganga lausar út um allar tryssur í Þverárhlíðinni. Lömb hafa verið borin undir berum himni og í sumum tilfellum étin af rándýrum sem þar leynast, bæði í lofti og á láði. Skallablettir hafa myndast á sumum kindanna og ýmsar bólgur myndast á öðrum, sem og sýkingar. Steinunn hefur birt reglulegar fréttir af ástandinu og sýnt ljósmyndir, máli sínu til stuðnings. Yfirdýralæknir hjá Mast hefur hins vegar sagt ástandið ýkt af fólki, að ýmislegt þurfi að bæta en að ástandið sé ekki alvarlegt. Þessu er Steinunn og fjölmargir aðrir ósammála.

„Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!

Baráttu um að farið sé eftir lögum um velferð dýra !
Vinkona mín númer 3155 er nú orðin opinber persóna.

Nú fjalla lögfræðingar lögreglunnar um hvort Matvælastofnun verði kærð fyrir illa meðferð á dýrum/kind númer 3155.“ Þannig hljóðar ný Facebook-færsla Steinunnar en hún staðfesti í samtali við Mannlíf að hún hefði lagt fram kæru á hendur Mast.

„Á heimasíðu Mast er tilkynning dagsett 10.maí að Mast fari með eftirlit og beri ábyrgð á dyrum á Höfða. Ég sendi beiðni/kröfu til þeirra með mynd af kindinni 16.mai. Engin svör. 20. mai fór ég aftur til að athuga með hana (ásamt myndatöku)og þá er þetta mjög alvarlegt,“ segir Steinunn í samtali við Manníf.

Hér má sjá kindina sem um er rætt.

Eva Hauks: „Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð?“

Eva Hauksdóttir lögmaður.
Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir er ekki hrifin af stofnanamáli.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði áhugaverða færslu á Facebook í morgun þar sem hún veltir fyrir sér hvers vegna svo margir flæki tungumálið með stofnanamáli. Nefnir hún nokkur dæmi:

„Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð, aðferðafræði þegar átt er við aðferð, afgreiðsuferli þegar átt er við afgreiðslu, stærðargráða þegar átt er við stærð og hugbúnaðarlausnir þegar átt er við hugbúnað?“

Eva gefur svo þeim sem hafa blæti fyrir löngum orðum ráð:

„Ef málnotendur hafa dálæti á löngum orðum þá er alltaf hægt að finna sér ástæðu til að tala um framhaldsskólakennara, miliríkjasamninga, innkirtlasérfræðinga, utanríkisráðuneytið og endurskoðunarfyrirtæki.“

Starfsmaður A4 í glæfraakstri að keyra á móti umferð – MYNDBAND

Starfsmaður A4 var ekki sá eini sem keyrði á móti umferð

Undanfarna daga hafa íbúar Laugardals þurft að glíma við ökufanta sem brjóta umferðarlög þegar þeir keyra um hverfið en mikil aukning á umferðarlagabrotum hafa átt sér stað eftir að gatnaframkvæmdir á hringtorgi á Reykjavegi hófst fyrir stuttu.

Framkvæmdirnar hindra för bíla að keyra af Reykjavegi á Suðurlandsbraut og Engjaveg. Margir bílstjórar láta þó skýrar merkingar ekki stoppa sig og ákveða frekar að brjóta lög með því að keyra á móti umferð í hringtorginu eins og ekkert sé eðlilegra.

Mannlíf hefur undir höndunum myndbönd af nokkrum lögbrjótunum og er einn af þeim sem um ræðir starfsmaður verslunarinnar A4 en eftir að starfsmaðurinn keyrir á móti umferð inn í hringtorgið beygir hann inn á Engjaveg þar sem hann heldur áfram að keyra á móti umferð. Mannlíf hafði samband við A4 til að spyrjast fyrir um hvernig sé tekið á slíkum lögbrotum innanhúss.

„Í þessum tilfelli er lögbrotið umferðalagabrot. Í þeim tilfellum fær starfsmaður formlegt samtal og honum gefst kostur á að útskýra mál sitt. Ef um ítrekuð brot er að ræða kann það að valda brottrekstri. Viðurlög umferðalagabrota eru sektir og punktar í ökuferilsskrá. Starfsmaðurinn sem á í hlut greiðir þá sekt og fær þá punkta sem veittir eru,“ sagði Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs og vörustýringar hjá A4, um málið. „A4 harmar að brotið hafi átt sér stað og leggur áherslu á mikilvægi þess að umferðarlög séu virkt.“

 

 

Dánarorsök K-Pop stjörnu opinberuð: „Hjörtu okkar eru mjög þung“

Blessuð sé minning hennar.

Dánarorsök K-Pop stjörnunnar Park Boram hefur verið opinberuð.

Aðdáendur fengu hyggðarfréttir í síðasta mánuði þegar K-Pop stjarnan Park Boram lést skyndilega, aðeins þrítug að aldri.

Niðurstöður krufningar á hinni látna söngkonu benda til þess að andlát Park Boram hafi verið vegna bráðrar áfengiseitrunar, en einnig þjáðist hún af fitulifur og lifrarskemmdum, sem geta hafa átt þátt í dauða hennar.

Söngkonan var á einkasamkomu með tveimur vinum 11. apríl síðast liðinn þegar hún fannst meðvitundarlaus inni á baðherbergi. Skýrsla sem lögreglan í Namyangju sendi frá sér leiddi í ljós að Park fór á klósettið um klukkan 21:55 en vinirnir fóru að hafa áhyggjur þegar hún kom ekki út aftur.

Vinur hennar er sagður hafa farið að athuga með hana og fundið hana meðvitundarlausa yfir vaskinum. Vinir söngkonunnar eru sagðir hafa hringt strax í neyðarlínuna og reynt að framkvæma endurlífgun á Park áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hún var flutt á Hanyang Guri háskólasjúkrahúsið en úrskurðuð látin klukkan 23.17.

Í apríl gaf umboðsskrifstofa Park Boram út yfirlýsingu sem hljóðaði eftirfarandi: „Park Boram yfirgaf okkur skyndilega seint að kvöldi 11. apríl. Hjörtu okkar eru mjög þung þegar við sendum aðdáendum hennar þessar fréttir. Boðað verður til vöku og jarðarfarar eftir viðræður við fjölskyldu söngkonunnar.“

Park Boram varð fræg mjög ung að árum, árið 2010 eftir að hún kom fram í Suður-kóresku söngkeppninni Superstar K2. Söngkonan endaði í topp átta og fjórum árum síðar gaf hún út sitt fyrsta lag.

Mirror sagði frá málinu.

Hér er eitt af lögum Park:

Freyr segir dauðann vera spennandi fyrirbæri: „Skugginn sem fylgir okkur alltaf“

Freyr Eyjólfsson gerir aðra sjónvarpsþáttaröð - Mynd: Skjáskot úr Helgarviðtalinu

Fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson ræddi margt og mikið í nýju viðtali og þar er meðal annars snert á dauðanum en Freyr gerði sjónvarpsþáttinn Missir sem sýndur var í Sjónvarpi Símans árið 2021 sem fékk góðar viðtökur. Önnur þáttaröð er í bígerð um þessar mundir.

„Þetta eru skemmtileg viðtöl, fólk er opið og hresst, því dauðinn gefur lífinu tilgang. Það markar lífið af að við vitum að það er ekki endalaust,“ sagði fjölmiðlamaðurinn. „Margir myndu halda að það sé niðurdrepandi að búa til sjónvarpsþætti um dauðann, lesa um hann og tala en eftir hvern dag var ég upprifinn og peppaður.“

Að mati hans er dauðinn áhugaverður og spennandi. „Hann er ótrúlega hræðilegur og dularfullur. Hann er skugginn sem fylgir okkur alltaf. Við vitum aldrei hvenær við deyjum en við vitum að við gerum það,“ sagði Freyr í viðtali á RÚV. Í viðtalinu grínast Freyr einnig aðeins og greinir á milli íslenskra iðnaðarmanna og dauðans. „Ég er í framkvæmdum og það getur verið erfitt að díla við íslenska iðnaðarmenn. Munurinn á dauðanum og íslenskum pípara er að sá að dauðinn kemur. Það er ekki víst með píparann.“

En Freyr skilur auðvitað að dauðinn getur verið erfiður og krefjandi. „Að greinast með sjúkdóm er sorgarferli og það er erfitt að þurfa að kveðja fyrr en maður ætlaði og ofboðslega erfitt að kveðja ungt fólk. Það er munur á að fara í jarðarför þar sem ungt fólk er látið eða þar sem við erum að kveðja gamalt fólk,“ sagði Freyr en dauðinn gerir ekki upp á milli fólks. „Hann er ósanngjarn, hræðilegur og miskunnarlaus, sér í lagi þegar börn deyja. Þá er dauðinn mjög miskunnarlaus. En þegar gamalt fólk deyr í sátt er þetta eins og góður vinur að sækja mann.“

Nemandinn sem stakk Ingunni ákærður fyrir tilraun til manndráps:„Mjög sérstakt og skelfilegt atvik“

Ingunn Björnsdóttir stuttu eftir árásina. Ljósmynd: Ingunn Björnsdóttir

Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur og samkennara hennar í Háskólanum í Osló í fyrra hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn er norskur: „Ekki dettur okkur samt í hug að alhæfa um Norðmenn“

Karlkyns nemandi á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar líkamsmeiðingar gegn tveimur kennurum, að því er VG greinir frá.

Það var þann 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á tvo kennara með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla. Annar þeirra, hin íslenska Ingunn Björnsdóttir slasaðist alvarlega en hinn kennarinn slapp með minniháttar meiðsl.

Neitar sök

Nemandinn neitar sök fyrir tilraun til manndráps en viðurkennir sekt fyrir líkamsmeiðingar, skrifar blaðið.

Það var síðdegis 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á hina 64 ára gömlu Ingunni Björnsdóttur, dósents, með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla.

Samkvæmt ákæru skar nemandinn Ingunni Björnsdóttur á háls, stungið hana í kvið og efri hluta líkamans – og veitt níu önnur stungusár á handlegg og fæti Ingunnar.

Ingunn komst lífs af vegna þess að samkennari hennar og fleiri gripu inn í, en hnífurinn stakkst ekki í lífsnauðsynleg líffæri og vegna þess að hún fékk skjóta læknishjálp, segir í ákærunni.

Tilefni er til að sækja hann til saka fyrir að hafa reynt að drepa annað fórnarlambið og fyrir að hafa veitt hinu líkamsmeiðingum sem eru í skilningi laga, alvarlegar, segir Hulda Olsen Karlsdóttir ríkissaksóknari hjá ríkissaksóknarembættinu í Ósló.

Hefur náð sér vel líkamlega

Ingunn Björnsdóttir er frá Íslandi og starfar sem dósent við lyfjafræðideild Háskólans í Ósló.

„Ég hef náð mér mjög vel líkamlega, en ég varð fyrir nokkrum meiðslum sem þurftu aðeins meiri þjálfun til að koma mér í lag aftur. Það gengur ótrúlega vel, en með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í samtali við VG.

„Andlega hefur þetta verið aðeins meira upp og niður, en ég mun bíða þangað til réttarhöldin fara fram með að útskýra þetta nánar,“ bætti hún við.

Stuttu fyrir hnífaárásina er nemandinn sagður hafa fallið á prófinu – og þegar hann fékk ástæðuna fyrir fallinu, réðst hann á kennara sína.

Stúdentinn er einnig ákærður fyrir grófar líkamsmeiðingar gegn kennaranum sem hjálpaði Ingunni er árásin átti sér stað.

Samkvæmt ákæru var samstarfsmaðurinn stunginn nokkrum sinnum í vinstri og hægri framhandlegg.

„Þetta er mjög sérstakt og skelfilegt atvik sem hefði fljótt getað haft banvænar afleiðingar fyrir fórnarlambið ef samstarfsmaðurinn hefði ekki gripið inn í og ​​bjargað lífi hennar með því að yfirbuga gerandann, segir lögmaður kennaranna,“ Hege Salomon, við VG.

 

Bardagakappi fordæmir eineltissegg sem tók barn hálstaki – MYNDBAND

Fórnarlambið var tekið hálstaki - Mynd: Skjáskot

MMA-bardagakappinn Dillon Danis birti í vikunni myndband af eineltisseggi að taka barn hálstaki með þeim hætti að fórnarlambið missti meðvitund.

Í myndbandinu skipar eineltisseggurinn fórnarlambinu að hlýða sér, sem það gerir. Skömmu eftir hálstakið missir fórnarlambið meðvitund og sleppir eineltisseggurinn fórnarlambinu í framhaldinu á jörðina og fer myndatökurmaðurinn að skellihlæja. Ekki liggur þó fyrir hvaða unglingar eru þarna á ferðinni eða hvort lögreglan blandaði sér í málið.

„Mér verður flökurt að sjá svona. Strákurinn hefði getað dáið. Ef við komust að því hvað strákurinn heitir þá skal ég kaupa fyrir hann tíma á Jiu Jitsu námskeiði,“ skrifaði bardagakappinn á Twitter. Einhverjir töldu þó að það væri kaldhæðnislegt að maður sem vinnur við bardagaíþróttir þar sem fólk er tekið hálstökum sé að setja sig á háan hest í þessum málum.

„Ég er fagmaður sem hefur æft Jiu-Jitsu í 15 ár, nota rétta tækni og veit hvenær á að sleppa,“ svaraði Danis.

Viðskiptavinir McDonald’s í áfalli vegna hegðunar starfsmanns – MYNDBAND

Þessi starfsmaður McDonald's ekki með hreinlæti á hreinu - Mynd: Skjáskot

Viðskiptavinir McDonald’s staðar í Brisbane í Ástralíu urðu í vikunni urðu vitni að ótrúlegu atviki sem ætti ekki að viðgangast á veitingastöðum en þá ákvað starfsmaður staðarins að nota hitalampa, sem notaður til að halda frönskum kartöflum heitum, til að þurrka blauta skúringarmoppu.

Debbie Barakat tók myndband af athæfinu en starfsmaðurinn gerði enga tilraun til að fela verknaðinn en slíkt er greinilegt brot á öllum heilsuverndarsjónarmiðum. Að sögn Barakat voru starfsmenn staðarins að teygja sig fram hjá moppunni til að ná í franskar.

Talsmaður McDonald’s í Ástralíu sagði að fyrirtækið taki matvælaöryggi mjög alvarlega og þetta mál hafi nú þegar verið afgreitt innan þess.

Einstaklingur sem var með skotvopn á skemmtistað handtekinn af sérsveitinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í dagbók lögregluna var ýmislegt að finna

Tilkynnt um þjófnað úr verslun. 3 aðilar að verki, málið leyst á staðnum.

Tilkynnt var um tvo aðila á skemmtistað í miðbænum og að annar þeirra væri með skotvopn í buxunum. Vopnuð lögregla ásamt sérsveit handtóku mennina skömmu síðar þar sem þeir voru komnir í bifreið. Kom í ljós að um eftirlíkingu úr málmi var að ræða. Einnig voru aðilarnir með fíkniefni á sér og annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var aðili handtekinn grunaður um sölu fíkniefna, laus að lokinni skýrslutöku.

Einnig var aðili handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, einnig nokkuð ölvaður og verður tekin skýrsla af honum þegar rennur af honum.

 Það var einstaklingur handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, sá reyndi einnig að slá til lögreglumanns.

Aðili var handtekinn stutt frá vettvangi þar sem tilkynnt var um innbrot. Þá voru öryggisverðir að fylgjast með honum og kom þá fram að hann væri mjög ölvaður og að reyna að komst inn í bifreiðar í nágrenninu. Reyndist þetta vera aðili sem lögregla hafði haft afskipti af fyrr um nóttina vegna ölvunar. Þegar komið var á lögreglustöð varð hann mjög ósáttur með að þurfa að vera vistaður í fangaklefa vegna málsins. Endaði hann á því að hóta lögreglumanni öllu illu og reyndi að sparka í annan.

Einar borgarstjóri svíkur börnin

Alexandra Briem borgarfulltrúi

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er ekki velkominn í Laugardalinn að mati margra íbúa hverfisins eftir að skóla- og frístundaráð borgarinnar ákvað fyrr í mánuðinum að svíkja loforð um uppbyggingu á skólastarfi í Laugardalnum. Ákvörðun um framtíð skólamála í Laugardalnum var tekin árið 2022 eftir langt samráð fyrir við íbúa og skólastjórnendur og ríkti mikil gleði í hverfinu vegna þess.

Nú tveimur árum síðar hefur verið breytt um áætlun í óþökk íbúa, barna, skólastjórnenda og íþróttafélaga og var Alexandra Briem borgarfulltrúi ræst út í viðtöl við fjölmiðla til að útskýra málið en gerði aðeins illt verra…

Þór Sigurðsson er fallinn frá

Þór Sigurðsson, offsetljósmyndari, söngvari, hestamaður og fyrrverandi starfsmaður Minjasafnsins á Akureyri er látinn, tæplega 75 ára að aldri.

Þór fæddist þann 9. júní árið 1949 á Akureyri og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn þriðjudag, 21. maí, eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Akureyri.net sagði frá andlátinu.

Foreldar hans voru Siguurður O. Björnsson prensmiðjustjóri á Akureyri og Kristín Bjarnadóttir húsmóðir. Eiginkona Þórs var Herdís Stefánsdóttir frá Sauðárkróki en hún lést árið 1999.

Börn Þórs og Herdísar eru, 1) Stefán Þórsson fæddur 16. október 1974, synir hans eru Daníel Semjonov Stefánsson fæddur 2006 og Gabriel Þór Stefánsson fæddur 2011. Þeir eru allir búsettir Árósum í Danmörku. 2) Sigurður Þórsson fæddur 27. nóvember 1978, búsettur á Akureyri. 3) Þórdís Þórsdóttir fædd 14. september 1989, búsett á Akureyri.

Þá eru systkin Þórs þau Geir S. Björnsson fæddur 1924, dáinn 1993, Bjarni Sigurðsson fæddur 1934, dáinn 1996, Sólveig Sigurðardóttir fædd 1936, dáin 1991, Ingibjörg Sigurðardóttir fædd 1940, Ragnar Sigurðsson fæddur 1942 og Oddur Sigurðsson fæddur 1945.

Fram kemur í andlátsfrétt Akureyri.net að Þór hafi verið menntaður offsetljósmyndari og filmugerðarmaður og starfaði á sínum tíma í fyrirtæki föður síns, Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Seinna meir starfaði Þór lengi á Minjasafninu á Akureyri. Þá var hann þekktur hestamaður, einn stofnenda og fyrsti formaður hestamannafélagsins Fjölnis á Akureyri. Síðar sameinaðir það félag hestamannafélagsins Létti. Þór varð varaformaður Léttis við sameininguna. Þótti Þór aukreitis mjög góður söngvari en hann var þekktur fyrir mikla og djúpa bassarödd. Söng hann með flestum kórum Akureyrar í gegnum tíðina, oftar en ekki einsöng.

 

Ástþór fær stuðning úr óvæntri átt: „Svei mér ef ég var ekki sammála honum“

Ástþór Magnússon hefur gert margar atlögur að forsetaembættinu. Mynd: Facebook.

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og friðarsinni, hefur átt erfitt uppdráttar í kosningabaráttunni. Sárafáir hafa lýst yfir stuðningi við hann og mælingar sína að hann er aðeins með fylgi sem telur rúmlega 1 prósent. Ástþóri barst stuðningur úr óvæntri átt í gær þegar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor tók af skarið.

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor.

„Ég heyrði viðtal við Ástþór í Speglinum. Svei mér ef ég var ekki sammála honum í einu og öllu. Kannski er hans tími kominn,“ skrifar Eiríkur á Facebook. Margir skrifa athugasemdir undir yfirlýsinguna og sýnist sitt hverjum.

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum tekur undir með Eiríki.

„Ástþór hefur mikið til síns máls. Það gengur ekki að lauma þjóðinni inn í stríðsrekstur austur í Rússlandi. Það er algjörlega óafsakanlegt að Ísland brjóti stjórnarskrána með þessum óbeinu árásum á Rússa,“ skrifar hann.

Útivistargarpurinn Þorvaldur V. Þórsson er á allt öðru máli og telur að Ástþór sé „ekki með öllum mjalla“.

Kristín Jónsdóttir, yfirlýstur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar, tekur undir með Eiríki en með herkjum þó.

„Ég er enn að jafna mig á því hvað ég var sammála honum í kappræðum á dögunum. En reyndar bara í einu máli,“ skrifar hún í athugasemd.

Þess er skemmst að minnast að Egill Helgason opnaði sig um aðdáun á Ástþóri í þættinum Vikan með Gísla Marteini.

Vill ekki framboð án Höllu og Ástþórs út öldina: „Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja“

Halla Tómasdóttir

Glúmur Baldvinsson vill hjá þau Höllu Tómasdóttur og Ástþór Magnússon í öllum forsetakosningum á þessari öld.

Alþjóðastjórnmálafræðingurinn og háðfuglinn Glúmur Baldvinsson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann viðrar þann draum sinn um að Halla Tómasdóttir og Ástþór Magnússon bjóði sig fram í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Segist hann einnig vona að hinn umdeildi milljarðamæringur og vinur Höllu, Richard Branson haldi í hönd beggja í þeim kosningabaráttum.

„Ég vonast til að sjá Höllu Tómasdóttur í framboði til forseta í öllum forsetakosningum sem eftir eru á þessari öld. Og helst næstu öld líka. Ásamt vitaskuld Ástþóri. Gott væri að Richard Branson héldi í hönd beggja. Vona að ég hafi atkvæðisrétt þá.“

Ljósin kvikna sem betur fer hjá Sölku Sól í bríaríi

Salka Sól Mynd / Mummi Lú

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Kig & Husk – Fer sem fer (Solitaire)
Salka Sól – Sólin og ég
Dr. Gunni og Salóme Katrín – Í bríaríi
Frumburður – Ljósin kvikna
Drápa – Empty

Bílaníðingur barði ökumann í höfuðið með bjórglasi – Þjófurinn sofnaði hálfur út úr bifreiðinni

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hann var seinheppinn þjófurinn sem ætlaði að halda heim í bæli með góss sitt. Hann komst að bifreið sinni í bílakjallara en þar þraut hann örendi og hann lognaðist út af, hálfur inni og hálfur úti. Lögreglan kom þannig að honum. Þýfi var utan bifreiðarinnar. Í ljós kom að maðurinn var á valdi vímuefna.Lögreglan vakti hann og krafist skýringa en fátt var um svör. Hann handtekinn vegna málsins og læstur inni í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Alls voru átta manns læstiri nni í fangaklefa í nótt af margvíslegum ástæðum. Með nýjum degi munu þeir svara til saka og horfast í augu við atburði næturinnar.

Tilkynnt var um ölvaðan aðila að ónáða gesti verslunar í Skeifunni. Starfsmaður skarst í leikinn og reyndi að vísa manninum á dyr. Fór það ekki betur en að maðurinn veittist að starfsmanninum með ofbeldi í tvígang. Lögregla kom svo skömmu seinna á vettvang og handtók manninn. Ekki vitað um ástand starfsmannsins, samkvæmt dagbók lögreglunnar Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Málið var afgreitt á staðnum.

Þrír voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum ágengis eða fíkniefna. Blóð var dregið úr þeim.

Ofbeldisseguur var handtekinn í miðbænum eftir að hafa sparkað í bifreið og þegar ökumaðurinn fór út úr bifreiðinni. Bílaníðingurinn réðst síðan á ökumanninn og og sló hann í höfuðið með bjórglasi.

Slagsmál brutust út fyrir utan skyndibitastað í miðbænum í nótt.

Kveikt var í kamri utan við vinnuskúr í Kópavoginum. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Þjófurinn var nýfarinn þegar lögregla kom á vettvang. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Málið í rannsókn.

Óli Björn múlbundinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra, hefur unnið stórsigur í hvalveiðibannsmálinu. Svandís bannaði hvalveiðar á síðasta ári og uppskar hávær mótmæli samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Teitur Björn Einarsson höfðu uppi stór orð um valdníðslu ráðherrans.

Þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp þann úrskurð að ráðherrann hefði farið á svig við lög með banninu var boðað vantraust á Svandísi. Það var afturkallað þegar hún veiktist og Katrín Jakobsdóttir tók við um stundarsakir. Hún fór svo í forsetaframboð og Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen tók við ráðherraembættinu og hvalamálinu. Himinhá skaðabótakrafa vofir yfir ríkinu.

Það undarlega er að eftir uppnámið og úrskurðinn hefur ekkert gerst og Hvalur hf. hefur ekki fengið leyfi til veiðanna sem áttu að öllu óbreyttu hefjast eftir viku. Bjarkey dregur lappirnar. Þá hefur vakið athygli að orðhákarnir Óli Björn og Teitur Björn eru sem múlbundnir og láta gott heita. Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram í skugga stórsigurs VG eins og ekkert hafi í skorist. Lömbin eru þögnuð …

Guðbjörn ósáttur með mismunun Fiskistofu: „Það er auðvitað tómt bull“

Skip fyrir Vestan Ljósmynd: verkvest.is - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árið 2000 voru sjómenn á smærri skipum sviptir veiðileyfi fyrir að hafa veitt meira en kvóti leyfði en þeir töldu Fiskistofu gera upp á milli manna.

„Fiskistofa er í herferð og sviptir útgerðarmenn veiðiheimildum fyrir tittlingaskít. Það versta er þó að útgerðarmönnum er mismunað með þeim hætti að stórútgerðir fá gjarnan að veiða þó skip þeirra séu komin yfir kvóta en smærri útgerðarmenn eru hundeltir,“ sagði Guðbjöm Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, við DV um málið á sínum tíma en alls höfðu 33 skip verið svipt veiðileyfi og meirihluti þeirra kvótalítil skip.

Samtökin kröfðust þessa að Umboðsmaður Alþingis blandaði sér í málið en samtök töldu að þáverandi fiskveiðilög brytu gegn stjórnarskrá auk þess að Fiskistofa mismuni þeim sem minni eru.

„Við erum með það til alvarlegrar skoðunar að kæra Fiskistofu. Ég get staðið við að hún hefur leyft skipi að róa þrátt fyrir hundraða tonna umframafla á sama tíma og aðrir eru sviptir veiðileyfi fyrir að fara nokkum kíló fram úr kvótanum. Þegar ég hringdi i Fiskistofumenn vegna þessa báru þeir við tímaskorti. Það er auðvitað tómt bull og þeir vilja einfaldlega ekki svipta góðkunningja sína veiðileyfi,“ sagði Guðbjörn að lokum.

Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við DV.

„Hjá okkur gildir að það eru sömu viðurlög við sömu brotum. Þar skiptir engu hvort sá brotlegi er stór eða smár.“

„Kramer“ opnar sig um krabbameinsbaráttu sína: „Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Cosmo Kramer

Seinfeld stjarnan Michael Richards opnaði sig nýverið um krabbameinsbaráttu sem hann háði í leyni árið 2018.

Hinn 74 ára grínisti, sem lang þekktastur er fyrir að leika hinn óborganlega Cosmo Kramer í Seinfeld þáttunum, minnist augnabliksins þegar hann fréttir að hann hefði mælst með hækkað PSA-gildi í blöðruhálsinum, í venjubundnu eftirliti. Greiningin hafi verið áfall.

„Ég hugsaði, jæja, þetta er minn tími. Ég er tilbúinn að fara,“ minnist hann í viðtali við People. En svo hafi hann breytt viðhorfi sínu þegar hann hugsaði til ungs sonar sín, sem hann á með Beth Skipp.

Hann segist hafa spurt lækninn: „Ég á einn níu ára, og ég væri til í að vera til staðar fyrir hann. Er einhver leið til að framlengja lífið svolítið?“

Í ljósi þess hversu alvarlegt ástand hans er, mælti læknir Richards með tafarlausum og aggressívum aðgerðum. Sýnt hafði verið fram á niðurstöður úr vefjasýni, sem varð til þess að ákveðið var að fjarlægja allan blöðruhálskirtilinn. „Það varð að koma í veg fyrir það fljótt,“ útskýrir Richards. „Ég þurfti að fara í aðgerð. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég líklega verið dáinn eftir um átta mánuði.“

Við að horfast í augu við dauðleikann fékk Richards innblástur til að kafa djúpt í fortíð sína. Hann skrifaði minningargrein, Inngangar og útgönguleiðir, þar sem hann nýtti sér texta úr yfir 40 dagbókum sem hann hafði haldið um ævina.

Minningarbók Richards, sem á að koma út 4. júní, fjallar einnig um myrkan kafla á ferlinum: Hið alræmda kynþáttahaturs kast hans árið 2006 á uppistandsstaðnum Laugh Factory. Atvikið átti sér stað eftir að áhorfandi truflaði hann í miðju uppistandi. Richards ígrundar atburðinn og skrifar: „Hann lagðist lágt og ég lagðist enn neðar. Við enduðum báðir neðst í tunnunni.“

Í kjölfar hneykslismálsins buðu þau Jerry Seinfeld, Jason Alexander og Julia Louis-Dreyfus, meðleikarar Richards í Seinfeld, honum stuðning sinn. Þrátt fyrir stuðning þeirra skammaðsit Richards sín og hafði áhyggjur af áhrifum aðgerða hans á samstarfsmenn sína.

„Ég hafði áhyggjur af því að sóðaskapurinn minn myndi leka yfir á þau,“ viðurkennir hann.

Richards kom nýlega fram í fyrsta skiptið á rauða dreglinum í átta ár er hann mætti á frumsýningu á kvikmynd Jerry Seinfeld, Unfrosted í Los Angeles. Hinn 74 ára gamli leikari faðmaði hinn 70 ára Seinfeld innilega áður en hann stillti sér upp fyrir ljósmyndir og veitti aðdáendahópnum athygli sína.

Richards og Seinfeld

 

Ástþór líkt við sjálfan Krist í nýju lagi: „Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“

Ástþór (Kristur) Magnússon

Fyrsti íslenski sumarsmellur ársins er kominn fram á sjónarsviðið og er óhætt að segja að hann komi úr afar óvæntri átt. Frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda.

Lag sem Ástþór Magnússon birti fyrir tveimur dögum á Facebook og á kosningasíðu sinni, hefur heldur betur slegið í gegn og gengur nú manna í millum á samfélagsmiðlunum. Þykir það grípandi, vera með fallegan boðskap og svo er mikið lagt í myndbandið.

Textinn er saminn af ónafngreindum stuðningsmönnum Ástþórs en lagið barst honum í tölvupósti. Nafnið á laginu er að því er virðist: Forseti Íslands, boðberi friðar í anda Krists. Lagið virðist vera samið og sungið af gervigreindarforriti, á borð við þau sem Mannlíf hefur áður fjallað um en þó er ekki loku fyrir því skotið að erlendur englakór hafi tekið sig saman og sungið lagið inn á segulband.

Lagið flokkast undir kristilega tónlist en í upphafi myndbandsins sem fylgir laginu og Ástþór birtir á kosningasíðu sinni, og mikið er lagt í, er klippa frá kosningamyndbandi hans frá árinu 1996. „Við vitum að Jesús Kristur er kærleikurinn. Þann sannleika bíður okkar að flytja heimsbyggðinni,“ segir Ástþór og svo hefst lagið.

Við fyrstu hlustun virðist textinn nokkuð einfaldur en ef grafið er niður fyrir yfirborðið kemur í ljós að hann er talsvert dýpri. Í laginu er nafn hans tekið í sundur, „hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon“ en Ástþór hefur í kosningabaráttu sinni talað fyrir ást á friði og mannkyninu, Þór er þrumuguð en Ástþór vill þruma ást yfir heimsbyggðina. Svo er hann sannarlega sonur Magnúsar en Magnús þýðir Hinn mikli, en Ástþór er þekktur fyrir mikinn persónuleika. Tvisvar sinnum í textanum er Ástþór gefið millinafnið Kristur, þannig að ekki er honum aðeins líkt við hinn norræna þrumuguð Þór, heldur einnig Jesús Krist. Minna má það ekki vera.

Hér má lesa textann:

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór. Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag – Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Ástþór Magnússon. Ástþór, Ástþór, Ástþór.  Ástþór Magnússon. Ástþór Kristur Magnússon.

Viðlag- Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon. Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.  Forseti lýðveldisins Ástþór Magnússon, Hann er ást, hann er Þór, hann er Magnússon.

Mannlíf hafði samband við Ástþór og spurði hann hvað honum fyndist um lagið. „Flott lag,“ svaraði hann að bragði. Aðspurður út í samlíkinguna við Jesús Krist svaraði hann í lengra máli: „Ég hef sagt að forsetinn er verndari kristninnar á Íslandi og ég mun setja kross á Bessastaðakirkju og friðarboðskapurinn byggir á kærleika og umburðarlyndi sem Kristur kenndi okkur og sem var fyrirmynd friðar sem við fengum í vöggugjöf á Alþingi árið 1000 þegar borgarastyrjöld var afstýrt með einstaka umburðarlyndi og kærleika. Þetta er jólaguðspjall okkar íslendinga sem forsetinn þarf að kynna heimsbyggðina til að vinna frið brautargengi.“

Hér má svo sjá og heyra herlegheitin en lesendur eru varaðir við, þetta mun límast við heilann.

Víðistaðaskóli bregst við barnahrellinum: „Það gladdi mig að finna samtakamátt skólasamfélagins“

Víðistaðaskóli hefur brugðist skjótt við fregnum af árásum karlmanns á nemendur skólans.

Mannlíf sagði frá því fyrir þremur vikum að karlmaður í appelsínugulri úlpu og með yfirvararskegg, hafi veist að börnum í Norðurbæ Hafnarfjarðar og elt þau á röndum. Nýjasta tilvikið gerðist svo í gær þegar karlmaður tók 12 ára stúlku hálstaki þegar hún var á leið í skólann. Hún hafði annað í huga og beit fólið og sparkaði í sköflung hans og losaði sig frá honum og hljóp á brott. Foreldrar og börn eru skelkuð í hverfinu. Ekki var þó hægt að fullyrða að um sama barnahrelli væri að ræða og í hinum tilvikinum. Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári mannsins.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“
Sjá einnig: Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla sendi tölvupóst á forsjáraðila barna í skólanum í dag þar sem hún fer yfir þau viðbrögð sem skólinn hefur sýnt í kjölfar árása einstaklings á börn við skólann. Þar segist hún hafa nokkra pósta í kjölfar bréfs sem hún sendi í gær varðandi nýjasta tilfellið. Fer hún svo yfir viðbrögð skólans og nefnir meðal annars að aukið hafi verið við útigæslu í frímínútum og svo er húsinu lokað fyrr á daginn. Lögreglan er einnig í miklu samstarfi við skólann og vaktar hverfið, bæði í merktum og ómerktum bílum.

Hér má lesa póstinn í heild sinni:

Kæru foreldrar, forsjáraðilar barna í Víðistaðaskóla. Það hafa margir haft samband við mig eftir bréfið sem ég sendi ykkur í gær varðandi atvikið þar sem maður veittist að nemanda á leið í skólann í gær. Ég fékk nokkra pósta í kjölfarið þar sem fólk hefur eðlilega áhyggjur og þiggur ráð og eins frásagnir af öðrum atvikum sem hafa átt sér stað áður. Fólk spyr líka hvað er verið að gera og hvað gerir skólinn? Málið var strax tilkynnt til lögreglu sem kynnti sér málavexti vel. Ég hef líka verið í þéttu samstarfi við lögregluna í gær og í dag. Lögreglan er á vaktinni í hverfinu bæði í merktum og ómerktum bílum og fylgist vel með.

Við í skólanum brugðum á það ráð að auka í gæslu í frímínútum á skólalóðinni hjá okkur og skiptast kennarar á að fara á vörslu með skóla- og frístundaliðunum. Við höfum líka bætt gangavörslu innandyra og lokum húsinu fyrr. Allt starfsfólk skólans er upplýst og undirbúið að ræða við börnin út frá þroska og aðstæðum. Það er mikilvægt að fara ekki offari í umræðunni til að skapa ekki hræðslu og kvíða hjá börnunum. Það er mikilvægt er að þau finni að við erum til staðar og gætum öryggis þeirra eftir bestu getu. Það gladdi mig mikið að finna samtakamátt skólasamfélagins okkar og finna sterkt að við erum öll í sama liði að tryggja öryggi barnanna okkar. Í morgun mátti sjá marga foreldra fylgja börnum sínum í skólann og nokkrir foreldrar fóru í foreldrarölt og voru á vakt á göngustígum og leiðum að skólanum. Bestu þakkir fyrir þetta framtak.

Stjórn foreldrafélagsins ætlar að skipuleggja foreldrarölt næstu morgna, virku dagana og við biðjum þá sem geta lagt sitt af mörkum að skrá sig á facebooksíðu foreldrafélagsins svo hægt verði að halda utan um verkefnið. Við vonumst til að fá 6-8 á vakt frá kl. 7:30 í fyrramálið og er mæting við aðalinngang skólans en þar fá þeir sem skrá sig gulu vestin til að auðkenna sig. Hafnarfjarðarbær hefur einnig verið í góðu samstarfi við okkur ásamt lögreglunni sem hefur það hlutverk að upplýsa málið og tryggja öryggi íbúa í hverfinu. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir samstöðuna Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla

Steinunn kærir Matvælastofnun: „Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!“

Kind númer 3155 Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir er búin að kæra Matvælastofnun til lögreglunnar fyrir illa meðferð á dýrum.

Orgelleikarinn og baráttukonan Steinunn Árnadóttir fór til lögreglunnar í gær og lagði fram kæru á hendur Mast vegna illrar meðferðar á kind númer 3155, í Þverárhlíð.

Sjá einnig: Kindur standa yfir dauðum lömbum sínum í Þverárhlíð – Steinunn Árna sendi sveitarstjórninni bréf

Steinunn hefur verið afar ötul við að benda á hryllilega meðferð á kindum frá bænum Höfða í Borgarfirði sem margar hverjar ganga lausar út um allar tryssur í Þverárhlíðinni. Lömb hafa verið borin undir berum himni og í sumum tilfellum étin af rándýrum sem þar leynast, bæði í lofti og á láði. Skallablettir hafa myndast á sumum kindanna og ýmsar bólgur myndast á öðrum, sem og sýkingar. Steinunn hefur birt reglulegar fréttir af ástandinu og sýnt ljósmyndir, máli sínu til stuðnings. Yfirdýralæknir hjá Mast hefur hins vegar sagt ástandið ýkt af fólki, að ýmislegt þurfi að bæta en að ástandið sé ekki alvarlegt. Þessu er Steinunn og fjölmargir aðrir ósammála.

„Hryllingssagan er að breytast í Hryllingsbaráttu!

Baráttu um að farið sé eftir lögum um velferð dýra !
Vinkona mín númer 3155 er nú orðin opinber persóna.

Nú fjalla lögfræðingar lögreglunnar um hvort Matvælastofnun verði kærð fyrir illa meðferð á dýrum/kind númer 3155.“ Þannig hljóðar ný Facebook-færsla Steinunnar en hún staðfesti í samtali við Mannlíf að hún hefði lagt fram kæru á hendur Mast.

„Á heimasíðu Mast er tilkynning dagsett 10.maí að Mast fari með eftirlit og beri ábyrgð á dyrum á Höfða. Ég sendi beiðni/kröfu til þeirra með mynd af kindinni 16.mai. Engin svör. 20. mai fór ég aftur til að athuga með hana (ásamt myndatöku)og þá er þetta mjög alvarlegt,“ segir Steinunn í samtali við Manníf.

Hér má sjá kindina sem um er rætt.

Eva Hauks: „Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð?“

Eva Hauksdóttir lögmaður.
Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir er ekki hrifin af stofnanamáli.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði áhugaverða færslu á Facebook í morgun þar sem hún veltir fyrir sér hvers vegna svo margir flæki tungumálið með stofnanamáli. Nefnir hún nokkur dæmi:

„Af hverju nota svo margir orð eins og meðferðarúrræði þegar átt er við meðferð, aðferðafræði þegar átt er við aðferð, afgreiðsuferli þegar átt er við afgreiðslu, stærðargráða þegar átt er við stærð og hugbúnaðarlausnir þegar átt er við hugbúnað?“

Eva gefur svo þeim sem hafa blæti fyrir löngum orðum ráð:

„Ef málnotendur hafa dálæti á löngum orðum þá er alltaf hægt að finna sér ástæðu til að tala um framhaldsskólakennara, miliríkjasamninga, innkirtlasérfræðinga, utanríkisráðuneytið og endurskoðunarfyrirtæki.“

Starfsmaður A4 í glæfraakstri að keyra á móti umferð – MYNDBAND

Starfsmaður A4 var ekki sá eini sem keyrði á móti umferð

Undanfarna daga hafa íbúar Laugardals þurft að glíma við ökufanta sem brjóta umferðarlög þegar þeir keyra um hverfið en mikil aukning á umferðarlagabrotum hafa átt sér stað eftir að gatnaframkvæmdir á hringtorgi á Reykjavegi hófst fyrir stuttu.

Framkvæmdirnar hindra för bíla að keyra af Reykjavegi á Suðurlandsbraut og Engjaveg. Margir bílstjórar láta þó skýrar merkingar ekki stoppa sig og ákveða frekar að brjóta lög með því að keyra á móti umferð í hringtorginu eins og ekkert sé eðlilegra.

Mannlíf hefur undir höndunum myndbönd af nokkrum lögbrjótunum og er einn af þeim sem um ræðir starfsmaður verslunarinnar A4 en eftir að starfsmaðurinn keyrir á móti umferð inn í hringtorgið beygir hann inn á Engjaveg þar sem hann heldur áfram að keyra á móti umferð. Mannlíf hafði samband við A4 til að spyrjast fyrir um hvernig sé tekið á slíkum lögbrotum innanhúss.

„Í þessum tilfelli er lögbrotið umferðalagabrot. Í þeim tilfellum fær starfsmaður formlegt samtal og honum gefst kostur á að útskýra mál sitt. Ef um ítrekuð brot er að ræða kann það að valda brottrekstri. Viðurlög umferðalagabrota eru sektir og punktar í ökuferilsskrá. Starfsmaðurinn sem á í hlut greiðir þá sekt og fær þá punkta sem veittir eru,“ sagði Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs og vörustýringar hjá A4, um málið. „A4 harmar að brotið hafi átt sér stað og leggur áherslu á mikilvægi þess að umferðarlög séu virkt.“

 

 

Dánarorsök K-Pop stjörnu opinberuð: „Hjörtu okkar eru mjög þung“

Blessuð sé minning hennar.

Dánarorsök K-Pop stjörnunnar Park Boram hefur verið opinberuð.

Aðdáendur fengu hyggðarfréttir í síðasta mánuði þegar K-Pop stjarnan Park Boram lést skyndilega, aðeins þrítug að aldri.

Niðurstöður krufningar á hinni látna söngkonu benda til þess að andlát Park Boram hafi verið vegna bráðrar áfengiseitrunar, en einnig þjáðist hún af fitulifur og lifrarskemmdum, sem geta hafa átt þátt í dauða hennar.

Söngkonan var á einkasamkomu með tveimur vinum 11. apríl síðast liðinn þegar hún fannst meðvitundarlaus inni á baðherbergi. Skýrsla sem lögreglan í Namyangju sendi frá sér leiddi í ljós að Park fór á klósettið um klukkan 21:55 en vinirnir fóru að hafa áhyggjur þegar hún kom ekki út aftur.

Vinur hennar er sagður hafa farið að athuga með hana og fundið hana meðvitundarlausa yfir vaskinum. Vinir söngkonunnar eru sagðir hafa hringt strax í neyðarlínuna og reynt að framkvæma endurlífgun á Park áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hún var flutt á Hanyang Guri háskólasjúkrahúsið en úrskurðuð látin klukkan 23.17.

Í apríl gaf umboðsskrifstofa Park Boram út yfirlýsingu sem hljóðaði eftirfarandi: „Park Boram yfirgaf okkur skyndilega seint að kvöldi 11. apríl. Hjörtu okkar eru mjög þung þegar við sendum aðdáendum hennar þessar fréttir. Boðað verður til vöku og jarðarfarar eftir viðræður við fjölskyldu söngkonunnar.“

Park Boram varð fræg mjög ung að árum, árið 2010 eftir að hún kom fram í Suður-kóresku söngkeppninni Superstar K2. Söngkonan endaði í topp átta og fjórum árum síðar gaf hún út sitt fyrsta lag.

Mirror sagði frá málinu.

Hér er eitt af lögum Park:

Freyr segir dauðann vera spennandi fyrirbæri: „Skugginn sem fylgir okkur alltaf“

Freyr Eyjólfsson gerir aðra sjónvarpsþáttaröð - Mynd: Skjáskot úr Helgarviðtalinu

Fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson ræddi margt og mikið í nýju viðtali og þar er meðal annars snert á dauðanum en Freyr gerði sjónvarpsþáttinn Missir sem sýndur var í Sjónvarpi Símans árið 2021 sem fékk góðar viðtökur. Önnur þáttaröð er í bígerð um þessar mundir.

„Þetta eru skemmtileg viðtöl, fólk er opið og hresst, því dauðinn gefur lífinu tilgang. Það markar lífið af að við vitum að það er ekki endalaust,“ sagði fjölmiðlamaðurinn. „Margir myndu halda að það sé niðurdrepandi að búa til sjónvarpsþætti um dauðann, lesa um hann og tala en eftir hvern dag var ég upprifinn og peppaður.“

Að mati hans er dauðinn áhugaverður og spennandi. „Hann er ótrúlega hræðilegur og dularfullur. Hann er skugginn sem fylgir okkur alltaf. Við vitum aldrei hvenær við deyjum en við vitum að við gerum það,“ sagði Freyr í viðtali á RÚV. Í viðtalinu grínast Freyr einnig aðeins og greinir á milli íslenskra iðnaðarmanna og dauðans. „Ég er í framkvæmdum og það getur verið erfitt að díla við íslenska iðnaðarmenn. Munurinn á dauðanum og íslenskum pípara er að sá að dauðinn kemur. Það er ekki víst með píparann.“

En Freyr skilur auðvitað að dauðinn getur verið erfiður og krefjandi. „Að greinast með sjúkdóm er sorgarferli og það er erfitt að þurfa að kveðja fyrr en maður ætlaði og ofboðslega erfitt að kveðja ungt fólk. Það er munur á að fara í jarðarför þar sem ungt fólk er látið eða þar sem við erum að kveðja gamalt fólk,“ sagði Freyr en dauðinn gerir ekki upp á milli fólks. „Hann er ósanngjarn, hræðilegur og miskunnarlaus, sér í lagi þegar börn deyja. Þá er dauðinn mjög miskunnarlaus. En þegar gamalt fólk deyr í sátt er þetta eins og góður vinur að sækja mann.“

Nemandinn sem stakk Ingunni ákærður fyrir tilraun til manndráps:„Mjög sérstakt og skelfilegt atvik“

Ingunn Björnsdóttir stuttu eftir árásina. Ljósmynd: Ingunn Björnsdóttir

Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur og samkennara hennar í Háskólanum í Osló í fyrra hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn er norskur: „Ekki dettur okkur samt í hug að alhæfa um Norðmenn“

Karlkyns nemandi á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar líkamsmeiðingar gegn tveimur kennurum, að því er VG greinir frá.

Það var þann 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á tvo kennara með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla. Annar þeirra, hin íslenska Ingunn Björnsdóttir slasaðist alvarlega en hinn kennarinn slapp með minniháttar meiðsl.

Neitar sök

Nemandinn neitar sök fyrir tilraun til manndráps en viðurkennir sekt fyrir líkamsmeiðingar, skrifar blaðið.

Það var síðdegis 24. ágúst í fyrra sem nemandinn réðist á hina 64 ára gömlu Ingunni Björnsdóttur, dósents, með hnífi í húsnæði lyfjafræðideildar Oslóarháskóla.

Samkvæmt ákæru skar nemandinn Ingunni Björnsdóttur á háls, stungið hana í kvið og efri hluta líkamans – og veitt níu önnur stungusár á handlegg og fæti Ingunnar.

Ingunn komst lífs af vegna þess að samkennari hennar og fleiri gripu inn í, en hnífurinn stakkst ekki í lífsnauðsynleg líffæri og vegna þess að hún fékk skjóta læknishjálp, segir í ákærunni.

Tilefni er til að sækja hann til saka fyrir að hafa reynt að drepa annað fórnarlambið og fyrir að hafa veitt hinu líkamsmeiðingum sem eru í skilningi laga, alvarlegar, segir Hulda Olsen Karlsdóttir ríkissaksóknari hjá ríkissaksóknarembættinu í Ósló.

Hefur náð sér vel líkamlega

Ingunn Björnsdóttir er frá Íslandi og starfar sem dósent við lyfjafræðideild Háskólans í Ósló.

„Ég hef náð mér mjög vel líkamlega, en ég varð fyrir nokkrum meiðslum sem þurftu aðeins meiri þjálfun til að koma mér í lag aftur. Það gengur ótrúlega vel, en með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í samtali við VG.

„Andlega hefur þetta verið aðeins meira upp og niður, en ég mun bíða þangað til réttarhöldin fara fram með að útskýra þetta nánar,“ bætti hún við.

Stuttu fyrir hnífaárásina er nemandinn sagður hafa fallið á prófinu – og þegar hann fékk ástæðuna fyrir fallinu, réðst hann á kennara sína.

Stúdentinn er einnig ákærður fyrir grófar líkamsmeiðingar gegn kennaranum sem hjálpaði Ingunni er árásin átti sér stað.

Samkvæmt ákæru var samstarfsmaðurinn stunginn nokkrum sinnum í vinstri og hægri framhandlegg.

„Þetta er mjög sérstakt og skelfilegt atvik sem hefði fljótt getað haft banvænar afleiðingar fyrir fórnarlambið ef samstarfsmaðurinn hefði ekki gripið inn í og ​​bjargað lífi hennar með því að yfirbuga gerandann, segir lögmaður kennaranna,“ Hege Salomon, við VG.

 

Bardagakappi fordæmir eineltissegg sem tók barn hálstaki – MYNDBAND

Fórnarlambið var tekið hálstaki - Mynd: Skjáskot

MMA-bardagakappinn Dillon Danis birti í vikunni myndband af eineltisseggi að taka barn hálstaki með þeim hætti að fórnarlambið missti meðvitund.

Í myndbandinu skipar eineltisseggurinn fórnarlambinu að hlýða sér, sem það gerir. Skömmu eftir hálstakið missir fórnarlambið meðvitund og sleppir eineltisseggurinn fórnarlambinu í framhaldinu á jörðina og fer myndatökurmaðurinn að skellihlæja. Ekki liggur þó fyrir hvaða unglingar eru þarna á ferðinni eða hvort lögreglan blandaði sér í málið.

„Mér verður flökurt að sjá svona. Strákurinn hefði getað dáið. Ef við komust að því hvað strákurinn heitir þá skal ég kaupa fyrir hann tíma á Jiu Jitsu námskeiði,“ skrifaði bardagakappinn á Twitter. Einhverjir töldu þó að það væri kaldhæðnislegt að maður sem vinnur við bardagaíþróttir þar sem fólk er tekið hálstökum sé að setja sig á háan hest í þessum málum.

„Ég er fagmaður sem hefur æft Jiu-Jitsu í 15 ár, nota rétta tækni og veit hvenær á að sleppa,“ svaraði Danis.

Viðskiptavinir McDonald’s í áfalli vegna hegðunar starfsmanns – MYNDBAND

Þessi starfsmaður McDonald's ekki með hreinlæti á hreinu - Mynd: Skjáskot

Viðskiptavinir McDonald’s staðar í Brisbane í Ástralíu urðu í vikunni urðu vitni að ótrúlegu atviki sem ætti ekki að viðgangast á veitingastöðum en þá ákvað starfsmaður staðarins að nota hitalampa, sem notaður til að halda frönskum kartöflum heitum, til að þurrka blauta skúringarmoppu.

Debbie Barakat tók myndband af athæfinu en starfsmaðurinn gerði enga tilraun til að fela verknaðinn en slíkt er greinilegt brot á öllum heilsuverndarsjónarmiðum. Að sögn Barakat voru starfsmenn staðarins að teygja sig fram hjá moppunni til að ná í franskar.

Talsmaður McDonald’s í Ástralíu sagði að fyrirtækið taki matvælaöryggi mjög alvarlega og þetta mál hafi nú þegar verið afgreitt innan þess.

Einstaklingur sem var með skotvopn á skemmtistað handtekinn af sérsveitinni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í dagbók lögregluna var ýmislegt að finna

Tilkynnt um þjófnað úr verslun. 3 aðilar að verki, málið leyst á staðnum.

Tilkynnt var um tvo aðila á skemmtistað í miðbænum og að annar þeirra væri með skotvopn í buxunum. Vopnuð lögregla ásamt sérsveit handtóku mennina skömmu síðar þar sem þeir voru komnir í bifreið. Kom í ljós að um eftirlíkingu úr málmi var að ræða. Einnig voru aðilarnir með fíkniefni á sér og annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá var aðili handtekinn grunaður um sölu fíkniefna, laus að lokinni skýrslutöku.

Einnig var aðili handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, einnig nokkuð ölvaður og verður tekin skýrsla af honum þegar rennur af honum.

 Það var einstaklingur handtekinn vegna ofbeldis í heimahúsi, sá reyndi einnig að slá til lögreglumanns.

Aðili var handtekinn stutt frá vettvangi þar sem tilkynnt var um innbrot. Þá voru öryggisverðir að fylgjast með honum og kom þá fram að hann væri mjög ölvaður og að reyna að komst inn í bifreiðar í nágrenninu. Reyndist þetta vera aðili sem lögregla hafði haft afskipti af fyrr um nóttina vegna ölvunar. Þegar komið var á lögreglustöð varð hann mjög ósáttur með að þurfa að vera vistaður í fangaklefa vegna málsins. Endaði hann á því að hóta lögreglumanni öllu illu og reyndi að sparka í annan.

Einar borgarstjóri svíkur börnin

Alexandra Briem borgarfulltrúi

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er ekki velkominn í Laugardalinn að mati margra íbúa hverfisins eftir að skóla- og frístundaráð borgarinnar ákvað fyrr í mánuðinum að svíkja loforð um uppbyggingu á skólastarfi í Laugardalnum. Ákvörðun um framtíð skólamála í Laugardalnum var tekin árið 2022 eftir langt samráð fyrir við íbúa og skólastjórnendur og ríkti mikil gleði í hverfinu vegna þess.

Nú tveimur árum síðar hefur verið breytt um áætlun í óþökk íbúa, barna, skólastjórnenda og íþróttafélaga og var Alexandra Briem borgarfulltrúi ræst út í viðtöl við fjölmiðla til að útskýra málið en gerði aðeins illt verra…

Raddir