Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Offita og ótímabær dauði ógna þjóðinni – Íslendingar slá met og eru feitastir allra Evrópubúa

Ekki gott ástand,

Íslendingar hafa stöðugt verið að þyngjast og fitna og eru nú feitastir allra Evrópubúa. Þjóðin glímir samhliða við sjúkdóma og ótímabær dauðsföll sem rakin eru beint til þessa ástands. Skýrsla OECD frá árinu 1920 sýnir þessa þróun greinilega. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði af þessu tilefni starfshóp til að finna leiðir til að snúa þessari hrikalegu þróun við. Ríkisútvarpið sagði frá þessu. 

Starfshópurinn leggur til skilgreind markmið í skýrslu sinni ásamt tillögum um aðgerðir til að efla lýðheilsu og draga þannig úr neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum offitu án þess að valda frekari skaða.

Bent er á þau algildu sannindi að heilbrigðir lifnaðarhættir á öllum stigum þjóðfélagsins vinna gegn vágestinum. Tillögur hópsins eru þríþættar og snúa að  lýðheilsuaðgerðum. Þá telur hópurinn gagnaöflun og eftirlit nauðsynlegt. Í þriðja lagi er talið nauðsynlegt að breyta þeim áherslum innan heilbrigðiskerfisins sem tengjast ráðgjöf og meðferð.

Lagt er til að Ísland setji sér langtímastefnu til ársins 2034 þar sem hugað er að almennum lýðheilsuaðgerðum með áherslu á aldurshópinn 40 ára og yngri.

Þá er talið nauðsynlegt að efla þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á orsökum og meðferð offitu.

Um milljarður mannkyns glímir við offitu sem að mestu leyti er rakin til kyrrsetu og óhófs í neyslu sykurs og annarrar óhollustu.

Hrollvekja Einars

Það blæs ekki byrlega fyrir Einari Þorsteinssyni, nýjum borgarstjóra Reykvíkinga. Einar sveif inn í borgarstjórn við fjórða mann á vængjum slagorðs Framsóknarflokksins, „er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Einar var áður vinsæll sjónvarpsmaður og þykir hafa pólitíska útgeislun. En guðsgjafirnar duga ekki til. Nú mælist Framsókn í borginni í útrýmingarhættu með einungis fjögurra prósenta fylgi í stað tæplega 19 prósenta sem var niðurstaða kosninganna. Þetta þýðir afhroð ef spá Maskínu raungerist.

Einar tók við borgarstjórastólnum á þessu ári af Degi B. Eggertssyni og situr út kjörtímabilið. Hrollvekja hans er að kosningar fari á þann veg sem könnunin gefur til kynna. Stærsti flokkurinn í Reykjavík er Samfylking sem mælist með 26 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er í kjölfarinu með 23 prósent.

Könnunin er, eins og fleiri kannanir, vísbending um að Framsóknarflokkurinn sé búinn að missa það fylgi sem hann fékk í síðustu kosningum. Þar á bæ horfa menn nú til formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem ber ýmis þreytumerki. Er ekki bara best að skipta um formann heyrist úr skúmaskotum …

 

Þóra Björg fékk ryksugu fyrir frammistöðu sína í landsleik: „Mér finnst þetta ákaflega gamaldags“

Þóra í leik gegn Svíþjóð - Mynd: Andreas Nilsson/bilderna.it

Sumarið 2005 áttust við landslið Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu kvenna og náði Ísland jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar og þóttu úrslitin góð fyrir land og þjóð. Þóra Björg Helgadóttir, markmaður Íslands, átti stórleik og var valin maður leiksins og fékk hún ryksugu að launum.

„Það yrði allt brjálað hérlendis ef Eggert Magnússon myndi afhenda leikmanni leiksins ryksugu. Ég hélt að Svíar væru svo miklir jafnréttispostular en svo virðist ekki vera,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem var allt annað en sáttur framkomu Svía árið 2005. „Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadætur áttu stórleik og Þóra útnefnd maður leiksins að honum loknum. Og verðlaunin: – Jú, ryksuga að gjöf! Það voru fín skilaboð inn í jafnréttisbaráttuna. Já, ég er móðgaður fyrir hönd kvenna. Mér finnst þetta ákaflega gamaldags kynjamyndir sem birtast í þessu. Ég veit ekki hvort karlmenn fá borvél í verðlaun fyrir eitthvað svipað né hvort einhverjum snillingnum hefur fundist þetta gífurlega fyndið. En það er þá langsóttur brandari.“

Þóra tók þó málinu ekki alvarlega sjálf. „Mér var afhent þetta af starfsmanni vallarins. Ég er nú ekki búin að taka hana upp úr kassanum en hún verður prófuð innan skamms. Mig vantaði einmitt ryksugu. Já, já, maður tekur þessu bara sem brandara. Enda efast ég um að einhver mismunun búi þarna að baki,“ sagði Þóra við blaðamann DV um málið og sagði að ryksugan væri af gerðinni Volta. „Örugglega fín ryksuga.“

Seldi blokkaríbúð á 230 milljónir króna!

Kvikmyndaframleiðandinn Guðbjörg Sig­urðardótt­ir hef­ur nú selt íbúð er hún átti við Reykja­stræti 5 í sjálfri höfuðborginni; hér er um að ræða 148,7 fm íbúð sem er í blokk er byggð var árið 2019.
Borgaði Guðbjörg 207.000.000 krónur fyr­ir íbúðina þegar hún keypti hana árið 2022.
Guðbjörg hef­ur nú selt íbúðina á 230.000.000 krónur eins og fram kemur á Smartlandi.
En Guðbjörg þurfti aðra í­búð; keypti við Aust­ur­höfn: Þar eru  þrjú svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi.
Her­berg­in skipt­ast í tvær stofur með baðher­bergi inn af; þriðja baðher­bergið er gestasnyrt­ing.
Er stof­an opin í gegn­um íbúðina miðja; með eld­húsi og borðstofu í hinum end­anum.
Tvær sval­ir eru í sitt hvorum end­an­um í íbúðinni; aðrar sval­irn­ar úr stof­unni snúa út í sér garð fyr­ir íbúa; hinar sval­irn­ar eru út frá eld­húsi með út­sýni að Hörp­u og einnig að Hall­gríms­kirkju.

Jóhann Páll fékk hjartaáfall en vildi ekki trufla læknana: „Svo fæ ég gangráð á föstudag“

Jóhann Páll Valdimarsson á Landspítalanum eftir áfallið. Mynd: Facebook.

„Jæja það kom að því. Fékk hjartaáfall á miðvikudag en af hæversku minni vildi ég ekki trufla heilbrigðiskerfið fyrr en á þriðja degi sem var mjög heimskulegt,“ skrifar Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrverandi bókaútgefandi, sem þverskallaðist við að leita til læknis eftir að hafa fundið fyrir hjartaverk. Hann var á tæpasta vaði þegar hann loksins leitaði sér hjálpar. Við komuna á spítalann var hann umsvifalaust settur í þræðingu sem leiddi hið sanna í ljós.

„Búið að þræða mig og svo fæ ég gangráð á föstudag. Lyfjatilraunir í gangi til að ná niður blóðþrýstingnum. Annars góður og vel um mig hugsað,“ skrifar Jóhann Páll á Facebook.

Jóhann Páll var um áratugaskeið farsæll bókaútgefandi en settist í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann hefur undanfarin ár ferðast um heiminn með eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigfúsdóttur ritstjóra. Hjartaáfallið setur örlítið strik í þann reikning en hugur Jóhanns leitar af sjúkrabeðnum til útlanda.

„Ætti að komast í ný ferðalög í júní,“ skrifar hann.

 

Svala birtir fallega afmæliskveðju til Björgvins: „Það er enginn eins og þú elsku pabbi“

Flott eru þau. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Enginn annar en Bó sjálfur, Björgvin Halldórsson á afmæli í dag. Af því tilefni birti dóttir hans, Svala Karítas ljósmyndir af þeim saman á Instagram og skrifað fallega kveðju.

Björgvin Halldórsson er akkurat 73 ára í dag en söngdívan Svala skrifaði fallega kveðjur til föður síns á Instagram og birti misnýlegar ljósmyndir af þeim saman.

„Elsku pabbi 💜til hamingju með daginn þinn🙏🏼 er svo þakklát alla daga að eiga þig sem pabba. Þú ert kletturinn okkar og við elskum þig svo mikið 💕
Allt sem þú hefur kennt mér og stutt mig í gegnum lífið. Það er enginn einsog þú elsku pabbi 💜 og þeir sem þekkja þig best vita að þú ert auðmjúkur, samt alger tōffari þegar þú ert í stuði, svakalega mikill húmoristi, vitur, traustur, gerir allt fyrir fólkið sem þú elskar og góður í gegn. Elska þig pabbi minn.“

Glæsileg feðgin.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Biskupskosning fer í aðra umferð – Valið stendur á milli Guðrúnar og Guðmundar

Kosið verður aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests í Grafarvogi, og Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests í Lindakirkju en enginn fékk meirihluta atkvæða í biskupskjörinu í dag.

RÚV segir frá því að Guðrún Karls Helgudóttir hafi fengið flest atkvæði í biskupskjörinu í dag, 839 prósent atkvæði eða um 46 prósent. Guðmundur hlaut um 28 prósent atkvæða eða 513 en Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna fékk 465 atkvæði eða um 25 prósent. Vekja niðurstöður kosninganna nokkra athygli því búist var fyrirfram að mjórra yrði á munum milli frambjóðenda.

Kjörsóknin var tæplega 80 prósent en á kjörskrá voru 2.286 manns.  Gert er ráð fyrir að önnur umferð fari fram 2. til 7. maí.

Rannsókn CNN á „Hveitifjöldamorðunum“ sýnir fram á lygar Ísraelshers

Rannsókn CNN fréttastofunnar hefur leitt í ljós verulegt misræmi í frásögn ísraelska hersins af hrikalegu atviki 29. febrúar á Gaza, sem nú er almennt nefnt „Hveitifjöldamorðin“ (e. the Flour Massacre).

Sjá einnig: Ísraelsher sakaður um að skjóta á hungraða Gaza-búa: „Algerlega óviðunandi blóðbað“

Skýrsla CNN, sem er rökstudd með vitnisburði sjónarvotta og myndbandssönnunargögnum, vekur alvarlegar spurningar um gagnsæi öfgastjórnar Netanyahus og vekur efasemdir um opinbera frásögn þeirra.

Aðfaranótt 29. febrúar breyttist mannúðaraðstoð á Gaza í martröð þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á fjölda Palestínumanna sem safnaðist saman til að taka á móti matarbirgðum við Al Rashid-stræti, aðalveg á norð-suður leiðinni sem ísraelski herinn hafði útvegað fyrir mannúðaraðstoð. Meira en 112 óbreyttir borgarar létu lífið og 760 særðust í atvikinu, sem olli fordæmingum á heimsvísu en sendiherra Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að tugir fórnarlambanna hafi verið „skotnir í höfuðið“.

Tæpum sex vikum síðar stangast ítarleg greining CNN á við fullyrðingar ísraelshers, þar á meðal vitnisburður frá 22 sjónarvottum og yfirferð á mörgum myndböndum af réttarsérfræðingum, en ísraelsher fullyrti að mannfall hafi aðallega orðið vegna troðninga en ekki vegna beinna skothríða.

Niðurstöður bandarísku fréttastofunnar benda til þess að skothríðirnar hafi hafist löngu áður en Ísraelsher heldur fram að þær hafi hafist og skotum hafi verið skotið beint á mannfjöldann frekar en sem viðvörunarskotum. „Greining á tugum myndbanda frá kvöldinu og vitnisburði sjónarvotta vekur efasemdir um útgáfu Ísraels á atburðum,“ sagði í frétt CNN um skýrslu sína.

Til viðbótar við athugunina reyndust niðurstöður innri rannsóknar ísraelska hersins og tímalínan sem birt var í kjölfarið vera í ósamræmi við myndbandssönnunargögnin sem CNN safnaði. Til dæmis sýna tímastimpluð myndbönd greinilega skothríð og ringulreið, sem grefur undan fullyrðingu Ísraela um að hersveitir þeirra hafi aðeins skotið viðvörunarskotum til að dreifa mannfjöldanum.

Frásagnir sjónarvotta grófu ennfremur undan opinberri útgáfu ísraelskra embættismanna af atburðinum. Margir þeirra sem lifðu af sögðu frá hryllilegum augnablikum þar sem skotum var beint að einstaklingum sem reyndu í örvæntingu að afla sér matar. Ein slík frásögn frá Jihad Abu Watfa, sem var á vettvangi, lýsti harðri skothríð í kringum afhendingarsvæði hjálpargagnanna, sem stangast á við frásögn ísraelska hersins um skipulagða og vel stjórnaða aðgerð.

Eftirmálar atviksins voru ömurlegir þar sem fjöldi mannfalla voru tilkynnt og fjölmargar sannanir um skotsár sáust á fólki, öfugt við lýsingu ísraelska hersins á troðningi.

Rannsókn CNN leitast ekki aðeins við að véfengja opinbera lýsingu Ísraela á atburðunum heldur draga einnig í efa víðtækari afleiðingar hernaðarlegrar þátttöku í borgaralegum hjálparaðgerðum á átakasvæðum.

Upptökur frá flygildum (e. drones) sem ísraelski herinn birti sýnir einu skýru heimildina af þeim fjölda Palestínumanna sem safnast hafði saman þegar „Hveitifjöldamorðin“ voru framin.

„Ef ekki annað sýnir það hversu erfitt það hefði verið að skjóta með einhverri nákvæmni á það sem ísraelsher lýsti sem „grunuðum“ meðal þéttsetinna fólks sem umkringdi bílalestina,“ segir í niðurstöðum fréttar CNN.

 

Kennari ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á barni – Fundust nakin í bíl og flúðu

Erin Ward hefur verið ákærð

Kennarinn Erin Ward hefur verið ákærð fyrir kynferðislega misnotkun á nemanda en hún var handtekin seinustu helgi eftir að hún fannst nakin í bíl með 17 ára nemanda sínum af lögreglu í Lincoln í Nebraska.

Lögreglan var að svara útkalli þar sem tilkynnt var um grunsamlegan bíl við enda vegar í Lincoln en atvikið átti sér stað klukkan þrjú um nóttina. Þegar lögreglan mætti á svæðið sá hún tvo einstaklinga í aftursæti Honda. Þegar einstaklingarnir áttuðu sig á því að lögreglan væri mætt á svæðið stökk annar einstaklingurinn í framsætið og keyrði í burtu til að flýja lögreglu en klessti inn í garð stutt frá þar sem bílinn sat fastur. Annar einstaklingurinn, sem síðar kom í ljós að vera 17 ára unglingspiltur, flúði nakinn á hlaupum en var gripinn af yfirvöldum um það bil klukkutíma síðar.

Þegar lögreglumenn komu að bílnum kom í ljós að Erin Ward var hinn einstaklingurinn í bílnum og var að klæða sig í föt þegar lögreglumenn komu að. Ward hefur starfað sem afleysingakennarinn í nokkrum skólum í Nebraska um árabil en hún játaði að hafa stundað kynlíf með nemandanum. Bæði Ward og nemandann hlutu minni háttar áverka þegar þau klesstu bílinn inn í garðinn. Þá var einnig greint frá því að Ward væri gift.

Íslenska ríkið brotlegt í kosningunum 2021: „Enn einu sinni er Ísland rassskelt af MDE“

Mannréttindadómstóll Evrópu. Mynd: EPA.

Íslenska ríkið braut gegn réttinum til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða við alþingiskosningar 2021, samkvæmt úrskurði Mannréttindadómsstóls Evrópu. Var hann kveðinn upp í morgun. RÚV sagði frá niðurstöðunni.

Kosningarnar árið 2021 voru frægar vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem fimm frambjóðendur misstu þingsæti sitt og aðrir fimm fengu sæti. Tveir frambjóðendanna sem misstu þingsæti sitt, þeir Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata, leituðu til Mannréttindadómsstólsins.

Ýmsir alvarlegir annmarkar komu í ljós við framkvæmd kosninganna en kjörgögn voru til dæmis látin liggja óinnsigluð frá kjördegi þar til þau voru talinn degi seinna.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt sé að annmarkar hafi verið við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi en rétturinn segir ekki ástæðu til að efast um rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar, sem skipuð var til að rannsaka ágallana í Norðvesturkjördæmi, né heldur meðferð Alþingis á kvörtunum þingmannanna. Þó kemur fram í dómnum að það sé hlutverk þingmanna að úrskurða um kjör til Alþingis. Vegna eðli málsins geti þeir ekki verið „pólitískt hlutlægir“ en sérstaklega er minnst á að meðal þeirra þingmanna sem fengu hlutverkið séu einmitt þeir sem áttu sæti sitt undir.

Þá gerir dómurinn athugasemd við meðferð talningarmálsins fyrir undirbúningskjörbréfanefnd, kjörbréfanefnd og Alþingi, hafi markast af „takmarkalausum ákvörðunarrétti“. Það hafi brotið gegn þrettándu grein sáttmálans um rétt til skilvirkra réttarúrræða og réttinn til frjálsra kosninga. Er íslenska ríkinu því dæmt til að greiða hvorum þingmanninum tæpar tvær milljónir króna.

Viðbrögð við dómnum

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði færslu um dóminn sem hún segir að sé áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld: „Muniði kosningarnar 2021 og talningar í Borgarnesi? Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú dæmt kjósendum í hag. Dómstóllinn er ekki sammála ríkisstjórnarflokkunum um að framkvæmd kosninganna hafi verið lýðræðisleg. Enn og aftur áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld í grundvallarmáli.“

Atli Þór Fanndal, ramkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparency International, tjáði sig einnig um dóminn en í styttra máli en Helga Vala:

„Enn einu sinni er Ísland rassskelt af MDE.“

Magnús Davíð Norðdahl, annar þeirra sem kærðu kosningarnar skrifaði einnig færslu þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins var kunngjörð. Þar sagðist hann finna bæði fyrir ánægju og kvíða. „Fullnaðarsigur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu,“ skrifar hann í Facebook-færslunni og segir á öðrum stað: „Á sama tíma og ég finn fyrir mikilli ánægju og gleði að dómstóllinn hafi tekið undir þau sjónarmið, sem við höfum haldið fram frá upphafi þessa máls, er það kvíðvænlegt að annmarkar séu á fyrirkomulagi lýðræðis í okkar samfélagi.“

Bætir hann svo eftirfarandi orðum við:

„Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild voru því undir í þessu mikilvæga máli.
Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Nú er það stjórnvalda að grípa til allra viðeigandi ráðstafana til þess að vernda lýðræðið og tryggja að atburðir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Það þarf meðal annars að gera með löngu tímabærum breytingum á stjórnarskrá.“

Steinunn er þakklát Vigdísi: „Þú ruddir brautina fyrir okkur hinar á öllum sviðum mannlífsins“

|||
Vigdís Finnbogadóttir

Frú Vigdís Finnbogadóttir átti 94 ára afmæli í gær og rifjuðu margir af því tilefni upp minningar um Vigdísi, á samfélagsmiðlunum. Þar á meðal var forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Leikkonan og forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir rifjar upp minningu úr barnæsku sinni, þergar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum í lýðræðislegri kosningu. Óskar Steinunn svo Vigdísi til hamingju með afmælið og þakkar henni fyrir að hafa rutt brautina fyrir konur.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Ég var 11 ára þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þá sumarnótt, var ég í sveitinni hjá ömmu Línu og þær vinkonurnar, Jóhanna á Arnarhóli og hún, vöktu spenntar yfir sjónvarpinu. það gerði ég líka því auðvitað fór það ekki fram hjá mér að þetta var merkileg stund. Þegar úrslitin voru ljós hringdi mamma og nánast æpti af gleði eitthvað á þessa leið: Steina! Vigdís er orðin forseti, fyrst allra kvenna í heiminum!

Til hamingju með daginn Vigdís! Þú gerðir það sem engin hafði áður gert og ruddir brautina fyrir okkur hinar á öllum sviðum mannlífsins.“

Flokkur fólksins og Píratar lýsa vantrausti á ríkisstjórnina – Vilja kosningar 7. september

Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Mynd / Alþingi

Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Flokki fólksins og Pírötum kemur fram að flokkarnir hafi ákveðið að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn Íslands. Vilja flokkarnir að þing verði rofið fyrir 26. júlí og að gengið verði til kosninga 7. september.

„Hér er ríkisstjórn nýtekin við og strax farin að sanka að sér tugþúsundum undirskrifta um vantraust,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, við RÚV um málið en Björn á þó ekki von á að tillagan verði samþykkt.

„Þetta er verklaus stjórn og við vantreystum henni og það gera líka 40 þúsund manns,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Drög að tillögunni

Jesús er helsta fyrirmynd Arnars – Ekki rómantískur í Hollywood-skilningi en kann að elska

Arnar Þór Jónsson

Senn rennur út frestur til að safna lágmarksfjölda meðmælenda, ætli maður sér að sækjast eftir því að verða forseti Íslands. Á áttunda tug manna hefur að undanförnu safnað meðmælum en nokkrir hafa nú þegar náð þeim áfanga og eru því gjaldgengir í framboð.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir þeim frambjóðendur sem náð hafa lágmarksfjölda meðmæla, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör frambjóðendanna vera birt á næstu dögum.

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður er næsti frambjóðandi sem svarar spurningum Mannlífs. Í svörum hans má sjá ýmislegt áhugavert, til dæmis það að Jesús Kristur er hans helsta fyrirmynd í lífinu og að hann hlusti helst á Barokk tónlist.

Hér má lesa svör Arnars:

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Vestmannaeyjar, þar sem ég er fæddur.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Að mínu mati ætti það að vera nógu langur tími. Viðmið um hámarkstíma í embætti hafa verið sett víða um heim. Að baki slíkum tímatakmörkunum standa góð rök.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Stjórnskipanin sem slík er ágætlega traust og stjórnarskráin er okkar besta vörn gegn ofríki stjórnvalda og misbeitingu valds. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem mætti taka til umræðu væri það bæta við annarri umferð í forsetakjöri, þannig að kosið verði milli tveggja efstu í síðari umferð. Einnig væri rétt að ræða hvort skerpa mætti skil milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Persónukjör til Alþingis væri einnig sjálfsagt að ræða.

Hver er þinn uppáhalds forseti?

Þar sem þetta er opin spurning leyfi ég mér að nefna Thomas Jefferson, sem var aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingar BNA og mótaði margar grundvallarhugmyndir vestræns stjórnskipunarréttar, m.a. um réttindi einstaklingsins og takmarkað ríkisvald. Ég hef einnig sérstakt dálæti á Jóni Sigurðssyni „forseta“ þótt ekki hafi hann orðið forseti sjálfstæðs Íslands.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Mér finnst sjálfsagt að uppfæra þennan fjölda til samræmis við fólksfjölgun á Íslandi frá 1944. En þröskuldurinn má heldur ekki vera of hár, því framboð til forseta á ekki aðeins að vera fyrir þá sem eru þegar þjóðþekktir.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Jesús Kristur, enda var hann sannur leiðtogi. Ástæðurnar eru nánar þessar: 

Hann reis upp gegn spilltu peningaveldi (Jóh. 2:14-16)

Stóð óttalaus frammi fyrir blóðþyrstum múg

  • Gekk í gegnum mannþröng í Nasaret sem vill kasta honum fram af fjallsbrún (Lk 4:28-29)
  • Varði seku konuna (Jóh. 7.53-8.11)
  • Varði lærisveina sína gegn rómverskri herdeild (Jóh. 18:8)

Boðaði fagnaðarerindið þrátt fyrir ógn og hótanir

Sneri aftur til Galíleu til að halda áfram starfi Jóhannesar skírara sem hafði verið fangelsaður og tekinn af lífi (Mk. 1:14)

  • Hélt áfram þótt ýmsir hópar ráðgerðu og reyndu að ráða hann af dögum (Jóh. 5:16; Mk. 7:5; Jóh. 8:59; Jóh. 10:20; Lk 13-31; Jóh. 11:53; Lk. 19:47).   

Bugaðist ekki við yfirheyrslu dómarans (Matt. 27:1-26)

Andmælti falskenningum áhrifamikilla manna

  • Vann læknisverk á hvíldardegi (Mk. 2:7; Matt. 12-10)
  • Svaraði fræðimönnum sem ásökuðu hann (Mk 3:22)
  • Benti á hræsni farísea og fræðimanna (Lúk. 11.53-54)
  • Kenndi í musterinu þrátt fyrir morðhótanir (Mk. 11:27-28)

Mætti ofsóknum og pyntingum af hugrekki.

  • Hafði mörg tækifæri til að hörfa, hætta við, umorða boðskap sinn en gerði það ekki (Matt. 27:27-50)

Mætti dauðanum af hugrekki (Jóh. 10:18; Jóh. 15:13).

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Barokk tónlist.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já, Icesave málið var af þeirri stærðargráðu að þjóðin sjálf átti að eiga síðasta orðið, sbr. 26. gr. stjskr.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Þegar ég giftist konunni minni, Hrafnhildi Sigurðardóttur – og þegar börnin okkar fimm fæddust.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að hafa ekki fengið betri söngrödd, en konan og börnin vega það upp.

Fallegasta ljóðið?

Ljóðið Vitinn eftir Pétur Sigurðsson, sem birt var í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1967:

Vitinn

Þar sem berast er land, út á bjargtanga köldum,

einatt barinn af stormum og rjúkandi öldum;

þar sem brimið er mest, þar sem brotsjóir rísa

er þér boðið að standa, að vaka og lýsa.

Þú átt bjargfasta lund, þú ert byggður á kletti,

þaðan bifast þú aldrei, þig meistari setti,

til að beina þeim leið framhjá boðum og strandi,

sem á brothættu fleyjunum sigla að landi.

Upp úr kólgunni lyftir þú höfðinu háa,

yfir hraunið og flúðir og sandana gráa,

þannig verða þeir allir, sem langt vilja lýsa,

upp af lágmennsku auðninni sterkir að rísa.

Engin bölsýni kæft getur blossana þína,

þú ert bjartsýnn á lífið og þolinn að skína,

þú ferð aldrei að vilja þíns umhverfis svarta,

sem er andstæða verst þínu ljóselska hjarta.

Þó að óstjórn og lausung og ofbeldi ríki,

þó að ægilegt náttmyrkur huga manns sýki,

þó að stormarnir tryllist, er stjörnurnar hylja,

ekkert sturlar þinn frið og þinn bjargfasta vilja.

Víða sendir þú geisla að leita og leiða,

miklu ljósmagni þarft þú að dreifa og eyða

út í myrkur og auðn, þó að engan þú finnir,

þessu eilífðar starfi þú trúfastur sinnir.

Þótt aldrei þú spyrjir frá eyjum né veri,

hvort árangur starf þitt í heiminum beri,

þá lama‘ ekki áhyggjur ljósiðju þína,

því að líf þitt og yndi er þetta — að SKÍNA.


Besta skáldsagan?

Brennu-Njáls saga, ef hana má flokka sem skáldsögu. Annars Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov.

Hvað er það besta við Ísland?

Ósnortin víðerni, hreint vatn, ferskt loft, gott fólk, merk saga, djúpar rætur.

Kanntu á þvottavél?

Að sjálfsögðu.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að við náum að standa vörð um sjálfstæði okkar, sem einstaklinga og sem þjóðar, komandi kynslóðum til góðs.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Að tala von og kjark inn í hjörtu Íslendinga. Minna á að við eigum hér sameiginlega hagsmuni, sem við getum sameinast um að gæta, þótt vissulega séum við ólík. Sem forseti vil ég mynda góð og sönn tengsl við íslensku þjóðina. Hlusta og þjóna í þeirri von að við náum að standa þétt saman eins og fjölskylda um okkar sameiginlega heimili, sem er Ísland. Á þessum grunni getur forseti verið talsmaður þjóðarinnar út á við og staðið vörð um fullveldi landsins.

Borðarðu þorramat?

Já.

Ertu rómantísk/ur?

Ekki í Hollywood skilningi, en ég kann að elska.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Vegna þess að ég mun standa vörð um lýðræðið og vera dyggur og trúr þjónn fólksins í landinu, verja stjórnarskrá lýðveldisins, verja sjálfstæði Íslands, vera málsvari frelsis og sjálfsákvörðunarréttar. Ég er engum háður. Enginn flokkur, ekkert valdakerfi, engin peningaöfl ráða yfir mér eða stjórna því hvernig ég tala. Ég vil verja hrein og góð gildi, verja sakleysið og verja Ísland. Standa vörð um íslenska tungu, leggja rækt við íslenska menningu, vera rödd friðar og sátta. Ég er ekki á þessari vegferð fyrir sjálfan mig, heldur til að verja framangreindar hugsjónir. Það geri ég ekki einn, heldur með mína traustu og sterku eiginkonu mér við hlið og vonandi studdur af þeim sem unna landi og þjóð.

 

Bíll flaug inn í hús í Bandaríkjunum – MYNDBAND

Það er ekki á hverjum degi sem bílar fara á flug og en sjaldgæfara að þeir fljúgi í hús og en það er nákvæmlega það sem gerðist í Jurupa-dal í Kaliforníu.

Richard Hernanadez deildi á samfélagsmiðlum ótrúlegu myndskeiði sem náðist á upptöku dyrabjöllu á hans heimili. Í myndbandinu sést svartur bíl keyra hratt í beygju í götu og missir bílstjórinn stjórn á bílnum og endar með því að keyra upp litla brekku áður en bílinn hefur flug og lendir inn í bílskúr nágranna Hernanadez.

Samkvæmt lögreglunni á svæðinu gat bílstjórinn komið sér sjálfur út úr bílnum og hlaut aðeins minni háttar áverka en mikið tjón varð á húsinu sem bíllinn lendi á. Nokkuð ljóst að það verður hægt að ræða þetta í garðveislum hverfisins árum saman.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.

Bretar gætu breytt gangi stríðsins – Vopnið getur hæft mynt á stærð við krónu á eins kílómetra færi

Nýtt ofurvopn sem Bretar hafa þróað – gengur fyrir rafmagni, getur hæft mynt í kílómetra fjarlægð og kostnaðurinn við hvert skot er einungis brot af því sem það kostar að skjóta flugskeyti – gæti verið á leið til hinnar stríðshrjáðu Úkraínu.

Þetta kom fyrst fram á DV.

Þetta rosalega vopn sem Bretar hafa þróað – er laservopn í raun og veru: Vopnið skýtur frá sér skærum ljósgeisla er hæfir skotmarkið og stór sprenging verður.

Nafnið sem Bretar nota á vopnið er DragonFire.

Upphaflega átti vopnið ekki að vera tilbúið til notkunar fyrr en eftir tæpan áratug – árið 2032 – en innrás Rússa í Úkraínu varð þess valdandi að Bretar settu mikinn kraft í hönnun vopnsins; telja nú að það verði tilbúið 2027.

En svo getur farið að Úkraínumenn fái vopnið fljótlega, þótt það sé ekki alveg tilbúið.

Grant Shapps.

Grant Shapps, varnarmálaráðherra Breta, sagði í samtali við BBC að vopnið þurfi ekki endilega að virka 100% áður en Úkraínumenn fá það. Og einnig að það sé hægt að láta þeim það í té þótt það virki aðeins 70% af því sem fyrirhugað er; Úkraínumenn taki það í notkun og reynsla þeirra í stríðinu gegn Rússum verður hluti af þróunarvinnunni við það.

Bretarnir eru kokhraustir og segja að vopnið geti hæft mynt á stærð við 1 krónu á eins kílómetra færi; það verður eigi uppiskroppa með skotfæri – og hvert skot kostar aðeins 1.800 íslenskra króna: Á meðan hvert hefðbundið flugskeyti kostar sem svarar til tuga milljóna íslenskra króna.

Eins og er er gallinn við vopnið er að það er aðeins hægt að nota það gegn sýnilegum skotmörkum – það getur eigi tekist á við skotmörk sem eru langt í burtu.

Ruglaðist á Gísla Marteini og konu: „Ég lýsti ekki Eurovision“

Gísli Marteinn Baldursson Mynd/ Skjáskot RÚV

Aðsendur pistill sem byggði að öllu leyti á misskilningi birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar ruglaðist pistlahöfundurinn á Gísla Marteini Baldurssyni og konu.

Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar, þingkonu Sjálfstæðisflokksins skrifaði heila grein í Morgunblaðið um þá hræsni Gísla Marteins Baldurssonar, að neita að kynna Eurovision í ár en hafa kynnt sömu keppni í Aserbaísjan árið 2012. Eini gallinn á greininni er sá að Gísli Marteinn lýsti ekki keppninni árið 2012.

Gísli Marteinn vakti athygli á þessum vandræðalega pistli á X-inu:

„Þessi maður telur það hræsni að ég ætli ekki að lýsa Eurovision í ár af því ég hafi lýst Eurovision í Aserbaísjan. Um þetta skrifar hann heila grein, vísar m.a.s. til orða minna í útsendingunni. Bara einn galli: Ég lýsti ekki Eurovision í Aserbaísjan. Hef aldrei komið þangað.“

Frekar vandræðalegt.

Hinn aðsendi pistill fjallaði um þá hræsni í Gísla Marteini að neita að lýsa Eurovision í Malmö í maí á þessu ári, vegna þess að Ísraelar fá að keppa, þrátt fyrir þjóðarmorð þeirra á Palestínumönnum, en að hann hafi aftur á móti lýst keppninni í Aserbaísjan árið 2012,  Aserar frömdu þjóðarhreinsanir á kristnum Armenum árið 1918. En það var ekki Gísli Marteinn sem lýsti Eurovision það árið, heldur Hrafnhildur Halldórsdóttir. Reyndar heldur Einar því fram í greininni að keppnin hafi verið haldin árið 2016 í Aserbaísjan en hið rétta er auðvitað að hún var haldin árið 2012 þar í landi.

Einar komst í fréttirnar á dögunum þegar hann kærði þær Semu Erlu Sedoglu og Maríu Lilju Þrastardóttur fyrir meintar mútur í viðleitni þeirra til að bjarga lífi fjölda fjölskyldna af Gaza-ströndinni. Málinu var vísað frá.

Magnús vill lágmarka rof á námi barna vegna útlandaferða: „Það er barninu einfaldlega fyrir bestu“

Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands - Mynd: Kennarasamband Íslands

Undanfarnar vikur hefur verið hávær umræða meðal kennara og skólastjórnenda í grunnskólum á Íslandi um fjarveru nemenda frá skóla. Þá sérstaklega að nemendur virðast í auknum mæli vera að fara í innanlands- og utanlandsferðir með foreldrum sínum á skólatíma en dæmi eru um að nemendur sleppi allt að fimm vikum úr skóla vegna ferðalaga.

Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda,“ skrifaði Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, í pistli um málið í seinustu viku.

„Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi.“

Nám er samstarfsverkefni

Mannlíf hafði samband við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, til að spyrja hann út í ferðalög nemenda og möguleg áhrif sem þau gætu haft á nemendur.

Mikilvægt er að forráðamenn séu í samráði við skóla barna sinna ef möguleiki er á röskun náms vegna ferðalaga,“ sagði Magnús Þór. „Nám er samstarfsverkefni heimilis og skóla og það á einnig við þegar kemur að þætti eins og fjarveru sem þessari. Sérstaklega þarf að horfa til hver staða hvers einstaklings er og gera allt sem hægt er til að lágmarka það rof sem kemur á námi vegna þessa. Hér á við nám á öllum skólastigum og á öllum aldri, ekkert síður á unglingastigi grunnskólanna eða á framhaldsskólastigi.“

Í lögum um grunnskóla er skólastjórnendum veitt mikið frelsi varðandi leyfisveitingar til ferðalaga og getur því verið mikill munur milli skóla þegar kemur að slíkum leyfisveitingum. Hvert mál fyrir sig er því í raun geðþóttaákvörðun hvers og eins skólastjóra. Magnús Þór er þó ekki á þeirra skoðun að það þurfi að breyta þeim lögum.

„Skólastjórar og skólameistarar bera ábyrgð á öllum þáttum skólastarfs þegar kemur að umgjörð þess og það er mjög mikilvægt að þar verði engin breyting á. Skólastjórnendur leiða samstarf skóla og heimila í hverjum skóla og eru best til þess fallnir að finna farsælar lausnir þegar kemur að leyfum nemenda sinna og mögulegri röskun á námi. Á sama hátt er það á þeirra ábyrgð að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef þeir telja fjarveru barns vegna slíkra ferðalaga vera á þeim stað að það skaði nám þess og líðan.“

Mikilvægt að setja börnin í fyrsta sætið

En hvaða skilaboð vill Magnús senda til foreldra?

„Einfaldlega að vera í samráði við skóla barna sinna ef til þess kemur að ferðalög valda röskun á námi barna. Það er mjög mikilvægt að slíkt samráð eigi sér tímanlega stað og að þær ákvarðanir sem þar eru teknar séu svo framkvæmdar á meðan á ferðalagi stendur. Það er barninu einfaldlega fyrir bestu.“

Sara Lind er gæðingur

Sara Lind Guðbergsdóttir

Sara Lind Guðbergsdóttir, fráfarandi forstjóri Ríkiskaupa, er gæðingur Sjálfstæðisflokksins, og nýtur þess að vera í skjóli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra eins og fleira gott fólk. Sara Lind var gerð að forstjóra Ríkiskaupa án auglýsingar og án þess að hafa til þess reynslu eða sögu sem stjórnandi. Nýverið var hún sett sem orkumálastjóri í skarð Höllu Hrundar Logadóttur sem gefur kost á sér sem forseti Íslands.

Sara Lind hefur sumpart staðið sig vel hjá Ríkiskaupum. Þannig gerði hún tilraun til að ná utan um allt það svindl sem á sér stað hjá ríkisstarfsmönnum sem ferðast á kostnað ríkisins en þiggja persónulega þau gæði sem felast í punktum vegna ferðalaganna. Ráðning Söru sem orkumálastjóra stendur til 1. júní. Eftir það er óljóst hvað tekur við hjá henni en flokkurinn á sér marga fóðurbása fyrir þá riddara einstaklingsframtaksins sem ekki geta séð sér farborða á frjálsum markaði …

Maður gekk berserksgang í Grafarvogi – Fingralangur bargestur í miðborginni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Uppnám varð í Grafarvogi þegar maður gekk berserksgang. Lögreglumenn komu á vettvang og tókst þeim að yfirbuga manninn og koma aftur á ró. Hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu á meðan af honum gengur æðið.

Í miðbænum brást lögreglan við vegna manns sem var í annarlegu ástandi. Hann fékk sömu örlög og berserkurinn í Grafarvogi og var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Bargestur í miðbortginni gerðist fingralangur. Lögregla var kölluð til og barþjófurinn var handtekinn. Hann var látinn  laus að lokinni skýrslutöku

Talsvert var um að lögregla bæri kölluð til aðstoðar þar sem um bvar að ræða veikindi og fólk í annarlegu ástandi. Lögregla brást við þegar tilkynnt var um innbrot í Vesturbænum. Þegar þeir komu á vettvang var innbrotsþjófurinn á bak og burt og ekki reyndist hægt að kalla hann til ábyrgðar.

Í gær var lögreglu tilkynnt um sex manns sem höfðu komið sér fyrir í bílastæðahúsi í miðborginni. Hústökufólkinu var vísað út á götu. .

Tvítugur Eskfirðingur handleggsbrotinn af lögreglunni: „Þú ert ekki dauður ennþá“

Sveinn Jónsson

Hinn tvítugi Sveinn Jónsson ferðaðist alla leiðina frá Eskifirði á Austurlandi til Reykjavíkur í febrúar 1988. Ætlaði hinn ungi maður að hefja vinnu í borginni, sem hann hafði nýverið verið ráðinn í. Ekki var hann búinn að vera lengi í borg óttans þar til hann fékk að finna fyrir tevatninu en þeir sem báru ábyrgð á því voru feðgar. Feðgar með lögregluskjöld.

Sveinn sagði frá því DV á sínum tíma, að hann hefði orðið fyrir því óhappi þar sem hann gekk út af veitingastaðnum Fógetanum í Reykjavík, að falla í hálku og lenda á bifreið sem þar stóð. Bílstjóri bifreiðarinnar brást hinn versti við og sakaði hinn unga hrakfallabálk að hafa beyglað bílinn og rispað. Ekki sá Sveinn né samferðarfólk hans skemmdir á bílnum en samt sem áður gaf hann bílstjóranum nafn sitt og heimilisfang, svo hann gæti haft við hann samband daginn eftir. Lögreglan knúði svo dyra þar sem Sveinn dvaldi og bað hann um að koma með sér í lögreglubílinn. Þar er hann handjárnaður, þrátt fyrir að streitast á móti, enda taldi hann sig saklausan með öllu. Þegar á lögreglustöðina var komið tók ekki betra við. Kona sem stödd var þar bað Svein um skilríki og þegar hún sá  að hann var Eskfirðingur hóf hún að sögn Sveins, að ausa yfir hann svívirðingum en í dag myndi það kallast hatursorðræða, gagnvart Austfirðingum. Neitaði hann þá að fara úr jakka sínum, enda sármóðgaður vegna dónaskaparins sem honum var sýndur. Við það tóku lögreglumennirnir svo harkalega á honum að hann handleggsbrotnaði. Var hann þá fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Eftir að í ljós kom að Sveinn væri tvíhandleggsbrotinn auk þess að vera skaddaður á olnboga, létu lögreglumennirnir sig hverfa. Ákvað Sveinn að kæra meðhöndlun lögreglunnar en ekki fylgdi fréttinni hvernig það mál fór.

Hér má lesa frétt DV frá 19. febrúar 1988:

Sveinn Jónsson, tvítugur Eskfirðingur:

„Þú ert ekki dauður ennþá“ – sagði einn lögreglumaðurinn

„Þú ert ekki dauður ennþá. Þetta sagði einn þriggja lögreglumanna sem fóru með mig á slysadeild eftir að þeir höfðu handleggsbrotið mig,“ sagði Sveinn Jónsson, tvítugur Eskfirðingur. Sveinn varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu um síðustu helgi. Án þess að hann hefði neitt til saka unnið sótti lögreglan hann í heimahús og honum var síðan misþyrmt á lögreglustöðinni.

„Þetta hófst með því að ég var ásamt þremur öðrum að koma af veitingahúsinu Fógetanum. Ég varð fyrir því að ég rann til á hálkunni og skall á bíl. Eigandi bílsins brást hinn versti við. Hann sagði að ég hefði beyglað bílinn og rispað. Ég og fólkið, sem var með mér, sáum engar skemmdir á bílnum. Samt gaf ég bíleigandanum nafn mitt og heimilisfang og gaf honum þar með kost á að hafa samband við mig daginn eftir.

Það leið ekki langur tími þar til var bankað heima hjá mér. Bróðir minn fór til dyra. Fyrir utan voru þrír einkennisklæddir lögregluþjónar og eigandi bílsins sem ég hrasaði á. Lögreglan vildi fá að tala við mig. Þegar ég kem út segjast þeir vilja fá mig í lögreglubílinn. Ég hafði ekkert á móti því enda hafði ég ekkert af mér gert og taldi að ég ætti ekki von á neinu slæmu. Þegar ég var kominn inn í lögreglubílinn var ég handjárnaður. Ég streittist á móti en fékk ekki við neitt ráðið. Lögreglumennirnir ákváðu að  fara með mig á lögreglustöðina.

Þegar þangað var komið var farið með mig til varðstjóra. Hann spurði mig nokkurra spurninga. Eftir það segir hann við lögreglumennina að þeir skuli fara með mig í fangageymslu. Þar var ég leiddur í fatageymslu. Kona, sem þar var, bað mig um skilríki. Þegar hún sá að ég er frá Eskifirði byrjaði hún að svívirða mig og Austfirðinga almennt, sagði alla sem þaðan koma hið versta fólk. Þegar mér var sýndur slíkur dónaskapur og svívirðingar neitaði ég að fara úr jakkanum. Tveir lögreglumannanna voru enn til staðar. Þegar ég neitaði að fara úr réðust þeir að mér. Þeir sneru mikið upp á vinstri handlegginn. Þegar handleggurinn var orðinn stífur af snúningnum hélt annar mér á meðan hinn barði handleggnum í borðbrún. Ég fann strax mikið til og var nærri því að missa meðvitund. Þeir sögðu við mig eitthvað á þá leið að ég væri ekkert alvarlega slasaður, hefði í mesta lagi farið úr liði og ætluðu samt að setja mig inn í fangaklefa. Þá fóru þeir að gera sér grein fyrir að ég hafði meiðst mikið. Í því kom þriðji lögreglumaðurinn og í framhaldi af því ákváðu þeir að fara með mig á slysadeild. í lögreglubílnum kveinkaði ég mér og sagði þá einn lögreglumannanna: „Hvað er þetta, þú ert ekki dauður ennþá.“

Sveinn Jónsson

Þegar við komum á Borgarspítalann er farið með mig í myndatöku. Þá kom í ljós að ég var tvíbrotinn á vinstri upphandlegg og einnig skaddaðist olnbogi eitthvað. Lögreglumennirnir fóru við svo búið. Þeir kvöddu mig ekki. Ég var á Borgarspítalanum um nóttina. Daginn eftir sækir bróðir minn mig. Við förum beina leið til Rannsóknarlögreglunnar og ég kæri. Þar var mér vel tekið og eftir að skýrsla hafði verið tekin af mér var ég hvattur til að fá mér lögfræðing. Það gerði ég strax eftir helgina. Lögmaðurinn hefur sagt mér að það liggi ljóst fyrir að lögreglumennimir höfðu enga heimild til handtöku. Ég fer að sjálfsögðu fram á miskabætur og víst er að ég kem hvergi til með að gefa eftir í þessu máli,“ sagði Sveinn Jónsson. Sveinn kom til Reykjavíkur fyrir tveimur vikum. Hann var að fara að vinna á nýjum vinnustað. Af því getur ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi í maí. Hann á eftir að vera í gifsi í átta vikur og síðan tekur endurhæfing við. Hann sagðist hafa mikla óbeit á lögreglumönnunum sem fóru svo illa með hann. Sveinn vissi ekki í fyrstu að eigandi bílsins væri lögregluþjónn og að hann og sá sem gekk lengst í ofbeldinu væru feðgar.

„Maður er alveg varnarlaus gegn svona löguðu. Það er bölvanlegt að lenda í slíku. Ég sé ekki fram á að fá neina peninga út úr þessu á næstunni. Fyrst ég er kominn til Reykjavíkur ætla ég að vera hér áfram. Ég get ekki gert nauðsynlegustu hluti án hjálpar og auk þess er ég að verða auralítill og verð óvinnufær í nokkrar vikur. Þetta verð ég allt að þola og það án þess að hafa nokkuð til unnið.“ 

 

 

Offita og ótímabær dauði ógna þjóðinni – Íslendingar slá met og eru feitastir allra Evrópubúa

Ekki gott ástand,

Íslendingar hafa stöðugt verið að þyngjast og fitna og eru nú feitastir allra Evrópubúa. Þjóðin glímir samhliða við sjúkdóma og ótímabær dauðsföll sem rakin eru beint til þessa ástands. Skýrsla OECD frá árinu 1920 sýnir þessa þróun greinilega. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði af þessu tilefni starfshóp til að finna leiðir til að snúa þessari hrikalegu þróun við. Ríkisútvarpið sagði frá þessu. 

Starfshópurinn leggur til skilgreind markmið í skýrslu sinni ásamt tillögum um aðgerðir til að efla lýðheilsu og draga þannig úr neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum offitu án þess að valda frekari skaða.

Bent er á þau algildu sannindi að heilbrigðir lifnaðarhættir á öllum stigum þjóðfélagsins vinna gegn vágestinum. Tillögur hópsins eru þríþættar og snúa að  lýðheilsuaðgerðum. Þá telur hópurinn gagnaöflun og eftirlit nauðsynlegt. Í þriðja lagi er talið nauðsynlegt að breyta þeim áherslum innan heilbrigðiskerfisins sem tengjast ráðgjöf og meðferð.

Lagt er til að Ísland setji sér langtímastefnu til ársins 2034 þar sem hugað er að almennum lýðheilsuaðgerðum með áherslu á aldurshópinn 40 ára og yngri.

Þá er talið nauðsynlegt að efla þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á orsökum og meðferð offitu.

Um milljarður mannkyns glímir við offitu sem að mestu leyti er rakin til kyrrsetu og óhófs í neyslu sykurs og annarrar óhollustu.

Hrollvekja Einars

Það blæs ekki byrlega fyrir Einari Þorsteinssyni, nýjum borgarstjóra Reykvíkinga. Einar sveif inn í borgarstjórn við fjórða mann á vængjum slagorðs Framsóknarflokksins, „er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Einar var áður vinsæll sjónvarpsmaður og þykir hafa pólitíska útgeislun. En guðsgjafirnar duga ekki til. Nú mælist Framsókn í borginni í útrýmingarhættu með einungis fjögurra prósenta fylgi í stað tæplega 19 prósenta sem var niðurstaða kosninganna. Þetta þýðir afhroð ef spá Maskínu raungerist.

Einar tók við borgarstjórastólnum á þessu ári af Degi B. Eggertssyni og situr út kjörtímabilið. Hrollvekja hans er að kosningar fari á þann veg sem könnunin gefur til kynna. Stærsti flokkurinn í Reykjavík er Samfylking sem mælist með 26 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er í kjölfarinu með 23 prósent.

Könnunin er, eins og fleiri kannanir, vísbending um að Framsóknarflokkurinn sé búinn að missa það fylgi sem hann fékk í síðustu kosningum. Þar á bæ horfa menn nú til formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem ber ýmis þreytumerki. Er ekki bara best að skipta um formann heyrist úr skúmaskotum …

 

Þóra Björg fékk ryksugu fyrir frammistöðu sína í landsleik: „Mér finnst þetta ákaflega gamaldags“

Þóra í leik gegn Svíþjóð - Mynd: Andreas Nilsson/bilderna.it

Sumarið 2005 áttust við landslið Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu kvenna og náði Ísland jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar og þóttu úrslitin góð fyrir land og þjóð. Þóra Björg Helgadóttir, markmaður Íslands, átti stórleik og var valin maður leiksins og fékk hún ryksugu að launum.

„Það yrði allt brjálað hérlendis ef Eggert Magnússon myndi afhenda leikmanni leiksins ryksugu. Ég hélt að Svíar væru svo miklir jafnréttispostular en svo virðist ekki vera,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, sem var allt annað en sáttur framkomu Svía árið 2005. „Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadætur áttu stórleik og Þóra útnefnd maður leiksins að honum loknum. Og verðlaunin: – Jú, ryksuga að gjöf! Það voru fín skilaboð inn í jafnréttisbaráttuna. Já, ég er móðgaður fyrir hönd kvenna. Mér finnst þetta ákaflega gamaldags kynjamyndir sem birtast í þessu. Ég veit ekki hvort karlmenn fá borvél í verðlaun fyrir eitthvað svipað né hvort einhverjum snillingnum hefur fundist þetta gífurlega fyndið. En það er þá langsóttur brandari.“

Þóra tók þó málinu ekki alvarlega sjálf. „Mér var afhent þetta af starfsmanni vallarins. Ég er nú ekki búin að taka hana upp úr kassanum en hún verður prófuð innan skamms. Mig vantaði einmitt ryksugu. Já, já, maður tekur þessu bara sem brandara. Enda efast ég um að einhver mismunun búi þarna að baki,“ sagði Þóra við blaðamann DV um málið og sagði að ryksugan væri af gerðinni Volta. „Örugglega fín ryksuga.“

Seldi blokkaríbúð á 230 milljónir króna!

Kvikmyndaframleiðandinn Guðbjörg Sig­urðardótt­ir hef­ur nú selt íbúð er hún átti við Reykja­stræti 5 í sjálfri höfuðborginni; hér er um að ræða 148,7 fm íbúð sem er í blokk er byggð var árið 2019.
Borgaði Guðbjörg 207.000.000 krónur fyr­ir íbúðina þegar hún keypti hana árið 2022.
Guðbjörg hef­ur nú selt íbúðina á 230.000.000 krónur eins og fram kemur á Smartlandi.
En Guðbjörg þurfti aðra í­búð; keypti við Aust­ur­höfn: Þar eru  þrjú svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi.
Her­berg­in skipt­ast í tvær stofur með baðher­bergi inn af; þriðja baðher­bergið er gestasnyrt­ing.
Er stof­an opin í gegn­um íbúðina miðja; með eld­húsi og borðstofu í hinum end­anum.
Tvær sval­ir eru í sitt hvorum end­an­um í íbúðinni; aðrar sval­irn­ar úr stof­unni snúa út í sér garð fyr­ir íbúa; hinar sval­irn­ar eru út frá eld­húsi með út­sýni að Hörp­u og einnig að Hall­gríms­kirkju.

Jóhann Páll fékk hjartaáfall en vildi ekki trufla læknana: „Svo fæ ég gangráð á föstudag“

Jóhann Páll Valdimarsson á Landspítalanum eftir áfallið. Mynd: Facebook.

„Jæja það kom að því. Fékk hjartaáfall á miðvikudag en af hæversku minni vildi ég ekki trufla heilbrigðiskerfið fyrr en á þriðja degi sem var mjög heimskulegt,“ skrifar Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrverandi bókaútgefandi, sem þverskallaðist við að leita til læknis eftir að hafa fundið fyrir hjartaverk. Hann var á tæpasta vaði þegar hann loksins leitaði sér hjálpar. Við komuna á spítalann var hann umsvifalaust settur í þræðingu sem leiddi hið sanna í ljós.

„Búið að þræða mig og svo fæ ég gangráð á föstudag. Lyfjatilraunir í gangi til að ná niður blóðþrýstingnum. Annars góður og vel um mig hugsað,“ skrifar Jóhann Páll á Facebook.

Jóhann Páll var um áratugaskeið farsæll bókaútgefandi en settist í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann hefur undanfarin ár ferðast um heiminn með eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigfúsdóttur ritstjóra. Hjartaáfallið setur örlítið strik í þann reikning en hugur Jóhanns leitar af sjúkrabeðnum til útlanda.

„Ætti að komast í ný ferðalög í júní,“ skrifar hann.

 

Svala birtir fallega afmæliskveðju til Björgvins: „Það er enginn eins og þú elsku pabbi“

Flott eru þau. Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Enginn annar en Bó sjálfur, Björgvin Halldórsson á afmæli í dag. Af því tilefni birti dóttir hans, Svala Karítas ljósmyndir af þeim saman á Instagram og skrifað fallega kveðju.

Björgvin Halldórsson er akkurat 73 ára í dag en söngdívan Svala skrifaði fallega kveðjur til föður síns á Instagram og birti misnýlegar ljósmyndir af þeim saman.

„Elsku pabbi 💜til hamingju með daginn þinn🙏🏼 er svo þakklát alla daga að eiga þig sem pabba. Þú ert kletturinn okkar og við elskum þig svo mikið 💕
Allt sem þú hefur kennt mér og stutt mig í gegnum lífið. Það er enginn einsog þú elsku pabbi 💜 og þeir sem þekkja þig best vita að þú ert auðmjúkur, samt alger tōffari þegar þú ert í stuði, svakalega mikill húmoristi, vitur, traustur, gerir allt fyrir fólkið sem þú elskar og góður í gegn. Elska þig pabbi minn.“

Glæsileg feðgin.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Biskupskosning fer í aðra umferð – Valið stendur á milli Guðrúnar og Guðmundar

Kosið verður aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests í Grafarvogi, og Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests í Lindakirkju en enginn fékk meirihluta atkvæða í biskupskjörinu í dag.

RÚV segir frá því að Guðrún Karls Helgudóttir hafi fengið flest atkvæði í biskupskjörinu í dag, 839 prósent atkvæði eða um 46 prósent. Guðmundur hlaut um 28 prósent atkvæða eða 513 en Elínborg Sturludóttir, prestur við Dómkirkjuna fékk 465 atkvæði eða um 25 prósent. Vekja niðurstöður kosninganna nokkra athygli því búist var fyrirfram að mjórra yrði á munum milli frambjóðenda.

Kjörsóknin var tæplega 80 prósent en á kjörskrá voru 2.286 manns.  Gert er ráð fyrir að önnur umferð fari fram 2. til 7. maí.

Rannsókn CNN á „Hveitifjöldamorðunum“ sýnir fram á lygar Ísraelshers

Rannsókn CNN fréttastofunnar hefur leitt í ljós verulegt misræmi í frásögn ísraelska hersins af hrikalegu atviki 29. febrúar á Gaza, sem nú er almennt nefnt „Hveitifjöldamorðin“ (e. the Flour Massacre).

Sjá einnig: Ísraelsher sakaður um að skjóta á hungraða Gaza-búa: „Algerlega óviðunandi blóðbað“

Skýrsla CNN, sem er rökstudd með vitnisburði sjónarvotta og myndbandssönnunargögnum, vekur alvarlegar spurningar um gagnsæi öfgastjórnar Netanyahus og vekur efasemdir um opinbera frásögn þeirra.

Aðfaranótt 29. febrúar breyttist mannúðaraðstoð á Gaza í martröð þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á fjölda Palestínumanna sem safnaðist saman til að taka á móti matarbirgðum við Al Rashid-stræti, aðalveg á norð-suður leiðinni sem ísraelski herinn hafði útvegað fyrir mannúðaraðstoð. Meira en 112 óbreyttir borgarar létu lífið og 760 særðust í atvikinu, sem olli fordæmingum á heimsvísu en sendiherra Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að tugir fórnarlambanna hafi verið „skotnir í höfuðið“.

Tæpum sex vikum síðar stangast ítarleg greining CNN á við fullyrðingar ísraelshers, þar á meðal vitnisburður frá 22 sjónarvottum og yfirferð á mörgum myndböndum af réttarsérfræðingum, en ísraelsher fullyrti að mannfall hafi aðallega orðið vegna troðninga en ekki vegna beinna skothríða.

Niðurstöður bandarísku fréttastofunnar benda til þess að skothríðirnar hafi hafist löngu áður en Ísraelsher heldur fram að þær hafi hafist og skotum hafi verið skotið beint á mannfjöldann frekar en sem viðvörunarskotum. „Greining á tugum myndbanda frá kvöldinu og vitnisburði sjónarvotta vekur efasemdir um útgáfu Ísraels á atburðum,“ sagði í frétt CNN um skýrslu sína.

Til viðbótar við athugunina reyndust niðurstöður innri rannsóknar ísraelska hersins og tímalínan sem birt var í kjölfarið vera í ósamræmi við myndbandssönnunargögnin sem CNN safnaði. Til dæmis sýna tímastimpluð myndbönd greinilega skothríð og ringulreið, sem grefur undan fullyrðingu Ísraela um að hersveitir þeirra hafi aðeins skotið viðvörunarskotum til að dreifa mannfjöldanum.

Frásagnir sjónarvotta grófu ennfremur undan opinberri útgáfu ísraelskra embættismanna af atburðinum. Margir þeirra sem lifðu af sögðu frá hryllilegum augnablikum þar sem skotum var beint að einstaklingum sem reyndu í örvæntingu að afla sér matar. Ein slík frásögn frá Jihad Abu Watfa, sem var á vettvangi, lýsti harðri skothríð í kringum afhendingarsvæði hjálpargagnanna, sem stangast á við frásögn ísraelska hersins um skipulagða og vel stjórnaða aðgerð.

Eftirmálar atviksins voru ömurlegir þar sem fjöldi mannfalla voru tilkynnt og fjölmargar sannanir um skotsár sáust á fólki, öfugt við lýsingu ísraelska hersins á troðningi.

Rannsókn CNN leitast ekki aðeins við að véfengja opinbera lýsingu Ísraela á atburðunum heldur draga einnig í efa víðtækari afleiðingar hernaðarlegrar þátttöku í borgaralegum hjálparaðgerðum á átakasvæðum.

Upptökur frá flygildum (e. drones) sem ísraelski herinn birti sýnir einu skýru heimildina af þeim fjölda Palestínumanna sem safnast hafði saman þegar „Hveitifjöldamorðin“ voru framin.

„Ef ekki annað sýnir það hversu erfitt það hefði verið að skjóta með einhverri nákvæmni á það sem ísraelsher lýsti sem „grunuðum“ meðal þéttsetinna fólks sem umkringdi bílalestina,“ segir í niðurstöðum fréttar CNN.

 

Kennari ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á barni – Fundust nakin í bíl og flúðu

Erin Ward hefur verið ákærð

Kennarinn Erin Ward hefur verið ákærð fyrir kynferðislega misnotkun á nemanda en hún var handtekin seinustu helgi eftir að hún fannst nakin í bíl með 17 ára nemanda sínum af lögreglu í Lincoln í Nebraska.

Lögreglan var að svara útkalli þar sem tilkynnt var um grunsamlegan bíl við enda vegar í Lincoln en atvikið átti sér stað klukkan þrjú um nóttina. Þegar lögreglan mætti á svæðið sá hún tvo einstaklinga í aftursæti Honda. Þegar einstaklingarnir áttuðu sig á því að lögreglan væri mætt á svæðið stökk annar einstaklingurinn í framsætið og keyrði í burtu til að flýja lögreglu en klessti inn í garð stutt frá þar sem bílinn sat fastur. Annar einstaklingurinn, sem síðar kom í ljós að vera 17 ára unglingspiltur, flúði nakinn á hlaupum en var gripinn af yfirvöldum um það bil klukkutíma síðar.

Þegar lögreglumenn komu að bílnum kom í ljós að Erin Ward var hinn einstaklingurinn í bílnum og var að klæða sig í föt þegar lögreglumenn komu að. Ward hefur starfað sem afleysingakennarinn í nokkrum skólum í Nebraska um árabil en hún játaði að hafa stundað kynlíf með nemandanum. Bæði Ward og nemandann hlutu minni háttar áverka þegar þau klesstu bílinn inn í garðinn. Þá var einnig greint frá því að Ward væri gift.

Íslenska ríkið brotlegt í kosningunum 2021: „Enn einu sinni er Ísland rassskelt af MDE“

Mannréttindadómstóll Evrópu. Mynd: EPA.

Íslenska ríkið braut gegn réttinum til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða við alþingiskosningar 2021, samkvæmt úrskurði Mannréttindadómsstóls Evrópu. Var hann kveðinn upp í morgun. RÚV sagði frá niðurstöðunni.

Kosningarnar árið 2021 voru frægar vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem fimm frambjóðendur misstu þingsæti sitt og aðrir fimm fengu sæti. Tveir frambjóðendanna sem misstu þingsæti sitt, þeir Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata, leituðu til Mannréttindadómsstólsins.

Ýmsir alvarlegir annmarkar komu í ljós við framkvæmd kosninganna en kjörgögn voru til dæmis látin liggja óinnsigluð frá kjördegi þar til þau voru talinn degi seinna.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt sé að annmarkar hafi verið við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi en rétturinn segir ekki ástæðu til að efast um rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar, sem skipuð var til að rannsaka ágallana í Norðvesturkjördæmi, né heldur meðferð Alþingis á kvörtunum þingmannanna. Þó kemur fram í dómnum að það sé hlutverk þingmanna að úrskurða um kjör til Alþingis. Vegna eðli málsins geti þeir ekki verið „pólitískt hlutlægir“ en sérstaklega er minnst á að meðal þeirra þingmanna sem fengu hlutverkið séu einmitt þeir sem áttu sæti sitt undir.

Þá gerir dómurinn athugasemd við meðferð talningarmálsins fyrir undirbúningskjörbréfanefnd, kjörbréfanefnd og Alþingi, hafi markast af „takmarkalausum ákvörðunarrétti“. Það hafi brotið gegn þrettándu grein sáttmálans um rétt til skilvirkra réttarúrræða og réttinn til frjálsra kosninga. Er íslenska ríkinu því dæmt til að greiða hvorum þingmanninum tæpar tvær milljónir króna.

Viðbrögð við dómnum

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar skrifaði færslu um dóminn sem hún segir að sé áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld: „Muniði kosningarnar 2021 og talningar í Borgarnesi? Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú dæmt kjósendum í hag. Dómstóllinn er ekki sammála ríkisstjórnarflokkunum um að framkvæmd kosninganna hafi verið lýðræðisleg. Enn og aftur áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld í grundvallarmáli.“

Atli Þór Fanndal, ramkvæmdarstjóri Íslandsdeildar Transparency International, tjáði sig einnig um dóminn en í styttra máli en Helga Vala:

„Enn einu sinni er Ísland rassskelt af MDE.“

Magnús Davíð Norðdahl, annar þeirra sem kærðu kosningarnar skrifaði einnig færslu þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins var kunngjörð. Þar sagðist hann finna bæði fyrir ánægju og kvíða. „Fullnaðarsigur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu,“ skrifar hann í Facebook-færslunni og segir á öðrum stað: „Á sama tíma og ég finn fyrir mikilli ánægju og gleði að dómstóllinn hafi tekið undir þau sjónarmið, sem við höfum haldið fram frá upphafi þessa máls, er það kvíðvænlegt að annmarkar séu á fyrirkomulagi lýðræðis í okkar samfélagi.“

Bætir hann svo eftirfarandi orðum við:

„Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild voru því undir í þessu mikilvæga máli.
Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Nú er það stjórnvalda að grípa til allra viðeigandi ráðstafana til þess að vernda lýðræðið og tryggja að atburðir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Það þarf meðal annars að gera með löngu tímabærum breytingum á stjórnarskrá.“

Steinunn er þakklát Vigdísi: „Þú ruddir brautina fyrir okkur hinar á öllum sviðum mannlífsins“

|||
Vigdís Finnbogadóttir

Frú Vigdís Finnbogadóttir átti 94 ára afmæli í gær og rifjuðu margir af því tilefni upp minningar um Vigdísi, á samfélagsmiðlunum. Þar á meðal var forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Leikkonan og forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir rifjar upp minningu úr barnæsku sinni, þergar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum í lýðræðislegri kosningu. Óskar Steinunn svo Vigdísi til hamingju með afmælið og þakkar henni fyrir að hafa rutt brautina fyrir konur.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Ég var 11 ára þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þá sumarnótt, var ég í sveitinni hjá ömmu Línu og þær vinkonurnar, Jóhanna á Arnarhóli og hún, vöktu spenntar yfir sjónvarpinu. það gerði ég líka því auðvitað fór það ekki fram hjá mér að þetta var merkileg stund. Þegar úrslitin voru ljós hringdi mamma og nánast æpti af gleði eitthvað á þessa leið: Steina! Vigdís er orðin forseti, fyrst allra kvenna í heiminum!

Til hamingju með daginn Vigdís! Þú gerðir það sem engin hafði áður gert og ruddir brautina fyrir okkur hinar á öllum sviðum mannlífsins.“

Flokkur fólksins og Píratar lýsa vantrausti á ríkisstjórnina – Vilja kosningar 7. september

Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Mynd / Alþingi

Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Flokki fólksins og Pírötum kemur fram að flokkarnir hafi ákveðið að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn Íslands. Vilja flokkarnir að þing verði rofið fyrir 26. júlí og að gengið verði til kosninga 7. september.

„Hér er ríkisstjórn nýtekin við og strax farin að sanka að sér tugþúsundum undirskrifta um vantraust,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, við RÚV um málið en Björn á þó ekki von á að tillagan verði samþykkt.

„Þetta er verklaus stjórn og við vantreystum henni og það gera líka 40 þúsund manns,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Drög að tillögunni

Jesús er helsta fyrirmynd Arnars – Ekki rómantískur í Hollywood-skilningi en kann að elska

Arnar Þór Jónsson

Senn rennur út frestur til að safna lágmarksfjölda meðmælenda, ætli maður sér að sækjast eftir því að verða forseti Íslands. Á áttunda tug manna hefur að undanförnu safnað meðmælum en nokkrir hafa nú þegar náð þeim áfanga og eru því gjaldgengir í framboð.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir þeim frambjóðendur sem náð hafa lágmarksfjölda meðmæla, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör frambjóðendanna vera birt á næstu dögum.

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður er næsti frambjóðandi sem svarar spurningum Mannlífs. Í svörum hans má sjá ýmislegt áhugavert, til dæmis það að Jesús Kristur er hans helsta fyrirmynd í lífinu og að hann hlusti helst á Barokk tónlist.

Hér má lesa svör Arnars:

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Vestmannaeyjar, þar sem ég er fæddur.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Að mínu mati ætti það að vera nógu langur tími. Viðmið um hámarkstíma í embætti hafa verið sett víða um heim. Að baki slíkum tímatakmörkunum standa góð rök.

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Stjórnskipanin sem slík er ágætlega traust og stjórnarskráin er okkar besta vörn gegn ofríki stjórnvalda og misbeitingu valds. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem mætti taka til umræðu væri það bæta við annarri umferð í forsetakjöri, þannig að kosið verði milli tveggja efstu í síðari umferð. Einnig væri rétt að ræða hvort skerpa mætti skil milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Persónukjör til Alþingis væri einnig sjálfsagt að ræða.

Hver er þinn uppáhalds forseti?

Þar sem þetta er opin spurning leyfi ég mér að nefna Thomas Jefferson, sem var aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingar BNA og mótaði margar grundvallarhugmyndir vestræns stjórnskipunarréttar, m.a. um réttindi einstaklingsins og takmarkað ríkisvald. Ég hef einnig sérstakt dálæti á Jóni Sigurðssyni „forseta“ þótt ekki hafi hann orðið forseti sjálfstæðs Íslands.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Mér finnst sjálfsagt að uppfæra þennan fjölda til samræmis við fólksfjölgun á Íslandi frá 1944. En þröskuldurinn má heldur ekki vera of hár, því framboð til forseta á ekki aðeins að vera fyrir þá sem eru þegar þjóðþekktir.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Jesús Kristur, enda var hann sannur leiðtogi. Ástæðurnar eru nánar þessar: 

Hann reis upp gegn spilltu peningaveldi (Jóh. 2:14-16)

Stóð óttalaus frammi fyrir blóðþyrstum múg

  • Gekk í gegnum mannþröng í Nasaret sem vill kasta honum fram af fjallsbrún (Lk 4:28-29)
  • Varði seku konuna (Jóh. 7.53-8.11)
  • Varði lærisveina sína gegn rómverskri herdeild (Jóh. 18:8)

Boðaði fagnaðarerindið þrátt fyrir ógn og hótanir

Sneri aftur til Galíleu til að halda áfram starfi Jóhannesar skírara sem hafði verið fangelsaður og tekinn af lífi (Mk. 1:14)

  • Hélt áfram þótt ýmsir hópar ráðgerðu og reyndu að ráða hann af dögum (Jóh. 5:16; Mk. 7:5; Jóh. 8:59; Jóh. 10:20; Lk 13-31; Jóh. 11:53; Lk. 19:47).   

Bugaðist ekki við yfirheyrslu dómarans (Matt. 27:1-26)

Andmælti falskenningum áhrifamikilla manna

  • Vann læknisverk á hvíldardegi (Mk. 2:7; Matt. 12-10)
  • Svaraði fræðimönnum sem ásökuðu hann (Mk 3:22)
  • Benti á hræsni farísea og fræðimanna (Lúk. 11.53-54)
  • Kenndi í musterinu þrátt fyrir morðhótanir (Mk. 11:27-28)

Mætti ofsóknum og pyntingum af hugrekki.

  • Hafði mörg tækifæri til að hörfa, hætta við, umorða boðskap sinn en gerði það ekki (Matt. 27:27-50)

Mætti dauðanum af hugrekki (Jóh. 10:18; Jóh. 15:13).

Hver er uppáhaldstónlist þín?

Barokk tónlist.

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Nei.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Já, Icesave málið var af þeirri stærðargráðu að þjóðin sjálf átti að eiga síðasta orðið, sbr. 26. gr. stjskr.

Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Þegar ég giftist konunni minni, Hrafnhildi Sigurðardóttur – og þegar börnin okkar fimm fæddust.

Hver eru mestu vonbrigðin?

Að hafa ekki fengið betri söngrödd, en konan og börnin vega það upp.

Fallegasta ljóðið?

Ljóðið Vitinn eftir Pétur Sigurðsson, sem birt var í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1967:

Vitinn

Þar sem berast er land, út á bjargtanga köldum,

einatt barinn af stormum og rjúkandi öldum;

þar sem brimið er mest, þar sem brotsjóir rísa

er þér boðið að standa, að vaka og lýsa.

Þú átt bjargfasta lund, þú ert byggður á kletti,

þaðan bifast þú aldrei, þig meistari setti,

til að beina þeim leið framhjá boðum og strandi,

sem á brothættu fleyjunum sigla að landi.

Upp úr kólgunni lyftir þú höfðinu háa,

yfir hraunið og flúðir og sandana gráa,

þannig verða þeir allir, sem langt vilja lýsa,

upp af lágmennsku auðninni sterkir að rísa.

Engin bölsýni kæft getur blossana þína,

þú ert bjartsýnn á lífið og þolinn að skína,

þú ferð aldrei að vilja þíns umhverfis svarta,

sem er andstæða verst þínu ljóselska hjarta.

Þó að óstjórn og lausung og ofbeldi ríki,

þó að ægilegt náttmyrkur huga manns sýki,

þó að stormarnir tryllist, er stjörnurnar hylja,

ekkert sturlar þinn frið og þinn bjargfasta vilja.

Víða sendir þú geisla að leita og leiða,

miklu ljósmagni þarft þú að dreifa og eyða

út í myrkur og auðn, þó að engan þú finnir,

þessu eilífðar starfi þú trúfastur sinnir.

Þótt aldrei þú spyrjir frá eyjum né veri,

hvort árangur starf þitt í heiminum beri,

þá lama‘ ekki áhyggjur ljósiðju þína,

því að líf þitt og yndi er þetta — að SKÍNA.


Besta skáldsagan?

Brennu-Njáls saga, ef hana má flokka sem skáldsögu. Annars Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov.

Hvað er það besta við Ísland?

Ósnortin víðerni, hreint vatn, ferskt loft, gott fólk, merk saga, djúpar rætur.

Kanntu á þvottavél?

Að sjálfsögðu.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Að við náum að standa vörð um sjálfstæði okkar, sem einstaklinga og sem þjóðar, komandi kynslóðum til góðs.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Að tala von og kjark inn í hjörtu Íslendinga. Minna á að við eigum hér sameiginlega hagsmuni, sem við getum sameinast um að gæta, þótt vissulega séum við ólík. Sem forseti vil ég mynda góð og sönn tengsl við íslensku þjóðina. Hlusta og þjóna í þeirri von að við náum að standa þétt saman eins og fjölskylda um okkar sameiginlega heimili, sem er Ísland. Á þessum grunni getur forseti verið talsmaður þjóðarinnar út á við og staðið vörð um fullveldi landsins.

Borðarðu þorramat?

Já.

Ertu rómantísk/ur?

Ekki í Hollywood skilningi, en ég kann að elska.

Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Vegna þess að ég mun standa vörð um lýðræðið og vera dyggur og trúr þjónn fólksins í landinu, verja stjórnarskrá lýðveldisins, verja sjálfstæði Íslands, vera málsvari frelsis og sjálfsákvörðunarréttar. Ég er engum háður. Enginn flokkur, ekkert valdakerfi, engin peningaöfl ráða yfir mér eða stjórna því hvernig ég tala. Ég vil verja hrein og góð gildi, verja sakleysið og verja Ísland. Standa vörð um íslenska tungu, leggja rækt við íslenska menningu, vera rödd friðar og sátta. Ég er ekki á þessari vegferð fyrir sjálfan mig, heldur til að verja framangreindar hugsjónir. Það geri ég ekki einn, heldur með mína traustu og sterku eiginkonu mér við hlið og vonandi studdur af þeim sem unna landi og þjóð.

 

Bíll flaug inn í hús í Bandaríkjunum – MYNDBAND

Það er ekki á hverjum degi sem bílar fara á flug og en sjaldgæfara að þeir fljúgi í hús og en það er nákvæmlega það sem gerðist í Jurupa-dal í Kaliforníu.

Richard Hernanadez deildi á samfélagsmiðlum ótrúlegu myndskeiði sem náðist á upptöku dyrabjöllu á hans heimili. Í myndbandinu sést svartur bíl keyra hratt í beygju í götu og missir bílstjórinn stjórn á bílnum og endar með því að keyra upp litla brekku áður en bílinn hefur flug og lendir inn í bílskúr nágranna Hernanadez.

Samkvæmt lögreglunni á svæðinu gat bílstjórinn komið sér sjálfur út úr bílnum og hlaut aðeins minni háttar áverka en mikið tjón varð á húsinu sem bíllinn lendi á. Nokkuð ljóst að það verður hægt að ræða þetta í garðveislum hverfisins árum saman.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.

Bretar gætu breytt gangi stríðsins – Vopnið getur hæft mynt á stærð við krónu á eins kílómetra færi

Nýtt ofurvopn sem Bretar hafa þróað – gengur fyrir rafmagni, getur hæft mynt í kílómetra fjarlægð og kostnaðurinn við hvert skot er einungis brot af því sem það kostar að skjóta flugskeyti – gæti verið á leið til hinnar stríðshrjáðu Úkraínu.

Þetta kom fyrst fram á DV.

Þetta rosalega vopn sem Bretar hafa þróað – er laservopn í raun og veru: Vopnið skýtur frá sér skærum ljósgeisla er hæfir skotmarkið og stór sprenging verður.

Nafnið sem Bretar nota á vopnið er DragonFire.

Upphaflega átti vopnið ekki að vera tilbúið til notkunar fyrr en eftir tæpan áratug – árið 2032 – en innrás Rússa í Úkraínu varð þess valdandi að Bretar settu mikinn kraft í hönnun vopnsins; telja nú að það verði tilbúið 2027.

En svo getur farið að Úkraínumenn fái vopnið fljótlega, þótt það sé ekki alveg tilbúið.

Grant Shapps.

Grant Shapps, varnarmálaráðherra Breta, sagði í samtali við BBC að vopnið þurfi ekki endilega að virka 100% áður en Úkraínumenn fá það. Og einnig að það sé hægt að láta þeim það í té þótt það virki aðeins 70% af því sem fyrirhugað er; Úkraínumenn taki það í notkun og reynsla þeirra í stríðinu gegn Rússum verður hluti af þróunarvinnunni við það.

Bretarnir eru kokhraustir og segja að vopnið geti hæft mynt á stærð við 1 krónu á eins kílómetra færi; það verður eigi uppiskroppa með skotfæri – og hvert skot kostar aðeins 1.800 íslenskra króna: Á meðan hvert hefðbundið flugskeyti kostar sem svarar til tuga milljóna íslenskra króna.

Eins og er er gallinn við vopnið er að það er aðeins hægt að nota það gegn sýnilegum skotmörkum – það getur eigi tekist á við skotmörk sem eru langt í burtu.

Ruglaðist á Gísla Marteini og konu: „Ég lýsti ekki Eurovision“

Gísli Marteinn Baldursson Mynd/ Skjáskot RÚV

Aðsendur pistill sem byggði að öllu leyti á misskilningi birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar ruglaðist pistlahöfundurinn á Gísla Marteini Baldurssyni og konu.

Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar, þingkonu Sjálfstæðisflokksins skrifaði heila grein í Morgunblaðið um þá hræsni Gísla Marteins Baldurssonar, að neita að kynna Eurovision í ár en hafa kynnt sömu keppni í Aserbaísjan árið 2012. Eini gallinn á greininni er sá að Gísli Marteinn lýsti ekki keppninni árið 2012.

Gísli Marteinn vakti athygli á þessum vandræðalega pistli á X-inu:

„Þessi maður telur það hræsni að ég ætli ekki að lýsa Eurovision í ár af því ég hafi lýst Eurovision í Aserbaísjan. Um þetta skrifar hann heila grein, vísar m.a.s. til orða minna í útsendingunni. Bara einn galli: Ég lýsti ekki Eurovision í Aserbaísjan. Hef aldrei komið þangað.“

Frekar vandræðalegt.

Hinn aðsendi pistill fjallaði um þá hræsni í Gísla Marteini að neita að lýsa Eurovision í Malmö í maí á þessu ári, vegna þess að Ísraelar fá að keppa, þrátt fyrir þjóðarmorð þeirra á Palestínumönnum, en að hann hafi aftur á móti lýst keppninni í Aserbaísjan árið 2012,  Aserar frömdu þjóðarhreinsanir á kristnum Armenum árið 1918. En það var ekki Gísli Marteinn sem lýsti Eurovision það árið, heldur Hrafnhildur Halldórsdóttir. Reyndar heldur Einar því fram í greininni að keppnin hafi verið haldin árið 2016 í Aserbaísjan en hið rétta er auðvitað að hún var haldin árið 2012 þar í landi.

Einar komst í fréttirnar á dögunum þegar hann kærði þær Semu Erlu Sedoglu og Maríu Lilju Þrastardóttur fyrir meintar mútur í viðleitni þeirra til að bjarga lífi fjölda fjölskyldna af Gaza-ströndinni. Málinu var vísað frá.

Magnús vill lágmarka rof á námi barna vegna útlandaferða: „Það er barninu einfaldlega fyrir bestu“

Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands - Mynd: Kennarasamband Íslands

Undanfarnar vikur hefur verið hávær umræða meðal kennara og skólastjórnenda í grunnskólum á Íslandi um fjarveru nemenda frá skóla. Þá sérstaklega að nemendur virðast í auknum mæli vera að fara í innanlands- og utanlandsferðir með foreldrum sínum á skólatíma en dæmi eru um að nemendur sleppi allt að fimm vikum úr skóla vegna ferðalaga.

Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda,“ skrifaði Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, í pistli um málið í seinustu viku.

„Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi.“

Nám er samstarfsverkefni

Mannlíf hafði samband við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, til að spyrja hann út í ferðalög nemenda og möguleg áhrif sem þau gætu haft á nemendur.

Mikilvægt er að forráðamenn séu í samráði við skóla barna sinna ef möguleiki er á röskun náms vegna ferðalaga,“ sagði Magnús Þór. „Nám er samstarfsverkefni heimilis og skóla og það á einnig við þegar kemur að þætti eins og fjarveru sem þessari. Sérstaklega þarf að horfa til hver staða hvers einstaklings er og gera allt sem hægt er til að lágmarka það rof sem kemur á námi vegna þessa. Hér á við nám á öllum skólastigum og á öllum aldri, ekkert síður á unglingastigi grunnskólanna eða á framhaldsskólastigi.“

Í lögum um grunnskóla er skólastjórnendum veitt mikið frelsi varðandi leyfisveitingar til ferðalaga og getur því verið mikill munur milli skóla þegar kemur að slíkum leyfisveitingum. Hvert mál fyrir sig er því í raun geðþóttaákvörðun hvers og eins skólastjóra. Magnús Þór er þó ekki á þeirra skoðun að það þurfi að breyta þeim lögum.

„Skólastjórar og skólameistarar bera ábyrgð á öllum þáttum skólastarfs þegar kemur að umgjörð þess og það er mjög mikilvægt að þar verði engin breyting á. Skólastjórnendur leiða samstarf skóla og heimila í hverjum skóla og eru best til þess fallnir að finna farsælar lausnir þegar kemur að leyfum nemenda sinna og mögulegri röskun á námi. Á sama hátt er það á þeirra ábyrgð að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef þeir telja fjarveru barns vegna slíkra ferðalaga vera á þeim stað að það skaði nám þess og líðan.“

Mikilvægt að setja börnin í fyrsta sætið

En hvaða skilaboð vill Magnús senda til foreldra?

„Einfaldlega að vera í samráði við skóla barna sinna ef til þess kemur að ferðalög valda röskun á námi barna. Það er mjög mikilvægt að slíkt samráð eigi sér tímanlega stað og að þær ákvarðanir sem þar eru teknar séu svo framkvæmdar á meðan á ferðalagi stendur. Það er barninu einfaldlega fyrir bestu.“

Sara Lind er gæðingur

Sara Lind Guðbergsdóttir

Sara Lind Guðbergsdóttir, fráfarandi forstjóri Ríkiskaupa, er gæðingur Sjálfstæðisflokksins, og nýtur þess að vera í skjóli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra eins og fleira gott fólk. Sara Lind var gerð að forstjóra Ríkiskaupa án auglýsingar og án þess að hafa til þess reynslu eða sögu sem stjórnandi. Nýverið var hún sett sem orkumálastjóri í skarð Höllu Hrundar Logadóttur sem gefur kost á sér sem forseti Íslands.

Sara Lind hefur sumpart staðið sig vel hjá Ríkiskaupum. Þannig gerði hún tilraun til að ná utan um allt það svindl sem á sér stað hjá ríkisstarfsmönnum sem ferðast á kostnað ríkisins en þiggja persónulega þau gæði sem felast í punktum vegna ferðalaganna. Ráðning Söru sem orkumálastjóra stendur til 1. júní. Eftir það er óljóst hvað tekur við hjá henni en flokkurinn á sér marga fóðurbása fyrir þá riddara einstaklingsframtaksins sem ekki geta séð sér farborða á frjálsum markaði …

Maður gekk berserksgang í Grafarvogi – Fingralangur bargestur í miðborginni

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Uppnám varð í Grafarvogi þegar maður gekk berserksgang. Lögreglumenn komu á vettvang og tókst þeim að yfirbuga manninn og koma aftur á ró. Hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu á meðan af honum gengur æðið.

Í miðbænum brást lögreglan við vegna manns sem var í annarlegu ástandi. Hann fékk sömu örlög og berserkurinn í Grafarvogi og var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Bargestur í miðbortginni gerðist fingralangur. Lögregla var kölluð til og barþjófurinn var handtekinn. Hann var látinn  laus að lokinni skýrslutöku

Talsvert var um að lögregla bæri kölluð til aðstoðar þar sem um bvar að ræða veikindi og fólk í annarlegu ástandi. Lögregla brást við þegar tilkynnt var um innbrot í Vesturbænum. Þegar þeir komu á vettvang var innbrotsþjófurinn á bak og burt og ekki reyndist hægt að kalla hann til ábyrgðar.

Í gær var lögreglu tilkynnt um sex manns sem höfðu komið sér fyrir í bílastæðahúsi í miðborginni. Hústökufólkinu var vísað út á götu. .

Tvítugur Eskfirðingur handleggsbrotinn af lögreglunni: „Þú ert ekki dauður ennþá“

Sveinn Jónsson

Hinn tvítugi Sveinn Jónsson ferðaðist alla leiðina frá Eskifirði á Austurlandi til Reykjavíkur í febrúar 1988. Ætlaði hinn ungi maður að hefja vinnu í borginni, sem hann hafði nýverið verið ráðinn í. Ekki var hann búinn að vera lengi í borg óttans þar til hann fékk að finna fyrir tevatninu en þeir sem báru ábyrgð á því voru feðgar. Feðgar með lögregluskjöld.

Sveinn sagði frá því DV á sínum tíma, að hann hefði orðið fyrir því óhappi þar sem hann gekk út af veitingastaðnum Fógetanum í Reykjavík, að falla í hálku og lenda á bifreið sem þar stóð. Bílstjóri bifreiðarinnar brást hinn versti við og sakaði hinn unga hrakfallabálk að hafa beyglað bílinn og rispað. Ekki sá Sveinn né samferðarfólk hans skemmdir á bílnum en samt sem áður gaf hann bílstjóranum nafn sitt og heimilisfang, svo hann gæti haft við hann samband daginn eftir. Lögreglan knúði svo dyra þar sem Sveinn dvaldi og bað hann um að koma með sér í lögreglubílinn. Þar er hann handjárnaður, þrátt fyrir að streitast á móti, enda taldi hann sig saklausan með öllu. Þegar á lögreglustöðina var komið tók ekki betra við. Kona sem stödd var þar bað Svein um skilríki og þegar hún sá  að hann var Eskfirðingur hóf hún að sögn Sveins, að ausa yfir hann svívirðingum en í dag myndi það kallast hatursorðræða, gagnvart Austfirðingum. Neitaði hann þá að fara úr jakka sínum, enda sármóðgaður vegna dónaskaparins sem honum var sýndur. Við það tóku lögreglumennirnir svo harkalega á honum að hann handleggsbrotnaði. Var hann þá fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Eftir að í ljós kom að Sveinn væri tvíhandleggsbrotinn auk þess að vera skaddaður á olnboga, létu lögreglumennirnir sig hverfa. Ákvað Sveinn að kæra meðhöndlun lögreglunnar en ekki fylgdi fréttinni hvernig það mál fór.

Hér má lesa frétt DV frá 19. febrúar 1988:

Sveinn Jónsson, tvítugur Eskfirðingur:

„Þú ert ekki dauður ennþá“ – sagði einn lögreglumaðurinn

„Þú ert ekki dauður ennþá. Þetta sagði einn þriggja lögreglumanna sem fóru með mig á slysadeild eftir að þeir höfðu handleggsbrotið mig,“ sagði Sveinn Jónsson, tvítugur Eskfirðingur. Sveinn varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu um síðustu helgi. Án þess að hann hefði neitt til saka unnið sótti lögreglan hann í heimahús og honum var síðan misþyrmt á lögreglustöðinni.

„Þetta hófst með því að ég var ásamt þremur öðrum að koma af veitingahúsinu Fógetanum. Ég varð fyrir því að ég rann til á hálkunni og skall á bíl. Eigandi bílsins brást hinn versti við. Hann sagði að ég hefði beyglað bílinn og rispað. Ég og fólkið, sem var með mér, sáum engar skemmdir á bílnum. Samt gaf ég bíleigandanum nafn mitt og heimilisfang og gaf honum þar með kost á að hafa samband við mig daginn eftir.

Það leið ekki langur tími þar til var bankað heima hjá mér. Bróðir minn fór til dyra. Fyrir utan voru þrír einkennisklæddir lögregluþjónar og eigandi bílsins sem ég hrasaði á. Lögreglan vildi fá að tala við mig. Þegar ég kem út segjast þeir vilja fá mig í lögreglubílinn. Ég hafði ekkert á móti því enda hafði ég ekkert af mér gert og taldi að ég ætti ekki von á neinu slæmu. Þegar ég var kominn inn í lögreglubílinn var ég handjárnaður. Ég streittist á móti en fékk ekki við neitt ráðið. Lögreglumennirnir ákváðu að  fara með mig á lögreglustöðina.

Þegar þangað var komið var farið með mig til varðstjóra. Hann spurði mig nokkurra spurninga. Eftir það segir hann við lögreglumennina að þeir skuli fara með mig í fangageymslu. Þar var ég leiddur í fatageymslu. Kona, sem þar var, bað mig um skilríki. Þegar hún sá að ég er frá Eskifirði byrjaði hún að svívirða mig og Austfirðinga almennt, sagði alla sem þaðan koma hið versta fólk. Þegar mér var sýndur slíkur dónaskapur og svívirðingar neitaði ég að fara úr jakkanum. Tveir lögreglumannanna voru enn til staðar. Þegar ég neitaði að fara úr réðust þeir að mér. Þeir sneru mikið upp á vinstri handlegginn. Þegar handleggurinn var orðinn stífur af snúningnum hélt annar mér á meðan hinn barði handleggnum í borðbrún. Ég fann strax mikið til og var nærri því að missa meðvitund. Þeir sögðu við mig eitthvað á þá leið að ég væri ekkert alvarlega slasaður, hefði í mesta lagi farið úr liði og ætluðu samt að setja mig inn í fangaklefa. Þá fóru þeir að gera sér grein fyrir að ég hafði meiðst mikið. Í því kom þriðji lögreglumaðurinn og í framhaldi af því ákváðu þeir að fara með mig á slysadeild. í lögreglubílnum kveinkaði ég mér og sagði þá einn lögreglumannanna: „Hvað er þetta, þú ert ekki dauður ennþá.“

Sveinn Jónsson

Þegar við komum á Borgarspítalann er farið með mig í myndatöku. Þá kom í ljós að ég var tvíbrotinn á vinstri upphandlegg og einnig skaddaðist olnbogi eitthvað. Lögreglumennirnir fóru við svo búið. Þeir kvöddu mig ekki. Ég var á Borgarspítalanum um nóttina. Daginn eftir sækir bróðir minn mig. Við förum beina leið til Rannsóknarlögreglunnar og ég kæri. Þar var mér vel tekið og eftir að skýrsla hafði verið tekin af mér var ég hvattur til að fá mér lögfræðing. Það gerði ég strax eftir helgina. Lögmaðurinn hefur sagt mér að það liggi ljóst fyrir að lögreglumennimir höfðu enga heimild til handtöku. Ég fer að sjálfsögðu fram á miskabætur og víst er að ég kem hvergi til með að gefa eftir í þessu máli,“ sagði Sveinn Jónsson. Sveinn kom til Reykjavíkur fyrir tveimur vikum. Hann var að fara að vinna á nýjum vinnustað. Af því getur ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi í maí. Hann á eftir að vera í gifsi í átta vikur og síðan tekur endurhæfing við. Hann sagðist hafa mikla óbeit á lögreglumönnunum sem fóru svo illa með hann. Sveinn vissi ekki í fyrstu að eigandi bílsins væri lögregluþjónn og að hann og sá sem gekk lengst í ofbeldinu væru feðgar.

„Maður er alveg varnarlaus gegn svona löguðu. Það er bölvanlegt að lenda í slíku. Ég sé ekki fram á að fá neina peninga út úr þessu á næstunni. Fyrst ég er kominn til Reykjavíkur ætla ég að vera hér áfram. Ég get ekki gert nauðsynlegustu hluti án hjálpar og auk þess er ég að verða auralítill og verð óvinnufær í nokkrar vikur. Þetta verð ég allt að þola og það án þess að hafa nokkuð til unnið.“ 

 

 

Raddir