Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Svarar „viðurstyggilegu“ myndbandi um innflytjendur: „Tölfræðin er augljós uppspuni frá rótum“

Gervigreindar-Snorri Mynd: Instagram-skjáskot

Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og tæknistjóri svaraði áróðursmyndbandi sem birtist á TikTok með gervigreindarmyndskeiði sem sýnir Snorra Másson fara yfir raunverulegar tölur um hælisleitendur og innflytjendur á Íslandi. Setur Pétur myllumerkið #miðflokkurinn við færslu sína sem hann birti á Instagram.

Í myndbandi sem birtist á TikTok í fyrradag er farið yfir ýmsar tölur varðandi hælisleitendur á Íslandi en Pétur bendir á rangfærslur í myndbandinu. „Í gær kom út alveg viðurstyggilegt video á TikTok, sem að targetar fólk frá Miðausturlöndum og Palestínu sérstaklega, með röngum upplýsingum,“ segir Pétur í upphafi myndband sem hann setti á Instagram í gær. Og heldur áfram: „Þetta eru bara lygar. Það er bara verið að bulla tölur og ég ætlaði að fara að útskýra þetta fyrir ykkur en síðan mundi ég eftir því að fólk hefur sent mér skilaboð og sagt að ég sé svo reiður að fólk taki kannski ekki mark á mér. Þannig að ég fékk hann Snorra Snák félaga minn til að útskýra þetta fyrir okkur. Yfir til þín Snorri.“

Við tekur Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, eða réttara sagt gervigreindarútgáfa af Snorra en Pétur hefur látið gervigreindina setja trúðahatt á hann. „Já takk fyrir það Pétur,“ segir Gervigreindar-Snorri. „Myndbandið byrjar á skáldaðri tölfræði sem sýnir ógnarvöxt innflytjenda. Tölfræðin er augljós uppspuni frá rótum.“ Gervigreindar-Snorri fer síðan yfir raunverulega tölfræði um innflytjendur og hælisleitendur. Hér fyrir neðan má sjá hið kostulega myndskeið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Hvetur kjósendur VG og Pírata að kjósa taktískt: „Sósíalistar fengju sjö manna þingflokk“

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook
Gunnar Smári Egilsson hvetur kjósendur Vinstri grænna og Pírata til að kjósa taktískt og greiðar Sósíalistum atkvæði sitt.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson skrifaði færslu í gærkvöldi þar sem hann birtir tölur úr lokakönnun Félagsvísindastofnunar en þar má sjá Sósíalista ná fjórum þingmönnum. Að sama skapi detta Vinstri grænir og Píratar af þingi samkvæmt könnuninni. Gunnar Smári, sem þykir ekki leiðinlegt að skoða tölur, birtir lista yfir fjölda þingmanna sem hver flokkur fyrir sig fær ef könnunin gengur eftir:

„Lokakönnun Félagsvísindastofnunar sýnir Sósíalista með 4 þingmenn en bæði Vg og Píratar utan þings.

Þingheimur miðað við Maskínu (innan sviga breyting frá síðustu kosningum, fyrir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
Framsókn: 6 þingmenn (–7)
VG: enginn þingmaður (–8)
Stjórnarandstaða:
Samfylkingin: 15 þingmenn (+9)
Viðreisn: 10 þingmenn (+5)
Miðflokkur: 7 þingmenn (+4)
Flokkur fólksins: 7 þingmenn (+1)
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
Píratar: enginn þingmaður (–6)“

Að lokum segir klækjarefurinn Gunnar Smári að ef helmingur þeirra sem lýsa yfir stuðningi við VG og Pírata myndu frekar kjósa Sósíalista myndi flokkurinn fá sjö menn á þing.

„6,6% Vg og Pírata nýtast ekki samkvæmt þessari könnun. Ef um helmingur þeirra sem lýsa sig fylgjandi þessum flokkum færa sig taktískt yfir á Sósíalista gætu Sósíalistar fengið sjö manna þingflokk.“

Miðað við athugasemdirnar við færsluna eru skiptar skoðanir á þessari hugmynd Sósíalistaforingjans.

Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð – Reyndi að hrækja á og bíta lögreglumenn

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Alls gista níu í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Frá klukkan 17:00 í gærdag til 05:00 í morgun voru 70 mál skráð í kerfi lögreglunnar, samkvæmt dagbók hennar. Hér má sjá nokkur þeirra.

Tilkynning barst um átök milli manna á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur en þar hafði aðili hellt bjór yfir gesti og haft uppi ógnandi tilburði við dyraverði. Neitaði hann öllu er lögreglu bar að garði. Engar kröfur voru gerðar á kauða og hann beðinn um að halda til síns heima sem hann og gerði.

Í miðborginni lét ökumaður sig hverfa eftir árekstur. Gekk ökumaðurinn inn í íbúðarhús skammt frá virtist slompaður. Knúði lögregla dyra og ræddi við manninn. Var hann að lokum handtekinn, grunaður um ölvun við akstur og fyrir að vanrækja það að gera ráðstafanir við umferðaróhapp. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Aðili grunaður um að vera sölumaður dauðans (sala og dreifing fíkniefna) var hantekinn í miðborginni og handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Þá var lögreglan kölluð til þegar ofbeldismaður réðist að dyraverði skemmtistaðar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hélt aðilinn uppteknum hætti og sparkaði í lögreglumenn og vegfaranda sem átti leið hjá. Var hann því settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð. Þar var allt gert til þess að ræða við manninn en bræði hans var slík að það bar engan árangur. Var hann því vistaður í fangaklefa í þágur rannsóknar málsins.

Einn var hantekinn grunaður um að vera hér á landi ólöglega en hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Annar ofbeldisseggur var handtekinn á skemmtistað í miðborginni en hann hafði ráðist að öðrum gesti skemmtistaðarins. Brást hann illa við afskipum lögreglu og reyndi að hrækja og bíta lögreglumenn. Hélt hann uppteknum hætti við komu á lögreglustöðina og var vistaður þar þangað til hægt er að eiga við hann samtal.

 Aðili gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði og var óskað eftir skjótrar aðstoðar. Var berserkurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa grunaður um húsbrot, eignaspjöll og vörslu ávana- og fíkniefna.

Lögreglan sem annast Hafnarfjörð, Álftanes og Garðabæ kærði þrjá ökumenn fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti ók á 145 km/klst þar sem hámarkshraði var 80 km/klst.

Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti þurfti aðallega að sinna umferðarmálum en tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka án réttinda en málin voru afgreidd á vettvangi. Þá var einn handtekinn grunaður um ölvunarakstur og fyrir að aka á sviptum ökuréttindum. Var hann fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Lögreglan sem annast Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ var send til aðstoðar eftir að flugeldur sprakk í höndinni á aðila. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn.

 

 

Skuggahliðar Stefáns E.

Anna Bentína Hermansen hjá Stígamótum

Stefán E. Stefánsson, spyrill Morgunblaðsins, hefur átt stórleik í aðdraganda kosninganna og flett ofan af syndum kvenhatara sem og annarra sem ekki falla í kram hægri aflanna. Stefán þykir um margt vera geðþekkur og á marga góða spretti opinberlega. En hann á sér þær skuggahliðar að vera afar vanstilltur og stríðsglaður á netinu, gjarnan þegar líður á kvöld. Hann þolir illa gagnrýni og víða má sjá merki um átök hans. Meðal fórnarlamba hans er Gunnar Smári Egilsson, foringi Sósíalista, sem vill að hann leiti sér hjálpar hjá Samtökum áhugamanna um áfengisvandamálið.

Anna Bentína Hermansen, fyrrum ráðgjafi Stígamóta og baráttukona gegn kynferðisofbeldi, er ein þeirra sem hafa lent í skotlínu spyrilsins. „Þegar eineltisseggur hótar þer og þú svarar fullum hálsi. Takk Stefán Einar Stefánsson fyrir að afhjúpa þig,“ skrifaði hún á Facebook og uppskar hótun blaðamannsins sem segist í grátbólginni athugasemd ætla að afhjúpa hana fyrir sakir sem eru óljósar.

„Ég mun á næstunni gera opinberan þann sora sem þú hefur látið dynja á mér að undanförnu …, skrifar Stefán E. og segir að bersýnilegt sé að Anna njóti þess að níðast á fólki. Góðu fréttirnar séu þær að enginn taki mark á henni og hún leggi ekkert að mörkum. Stebbi kann svo sannarlega að velja sér stríð. Nú bíður fólk þess spennt að spyrillinn orðhvati láti Önnu ráðgjafa finna til tevatnsins …

Ekið á mann vegna hörundslitar í Kópavogi: „Var búinn að horfa mjög stíft á mig“

Engjahjalli - Mynd: Kópavogsblaðið

Hinn nígeríski Julius Ajayi lenti í ömurlegri lífsreynslu á Íslandi árið 1995 en Morgunpósturinn og DV fjölluðu um málið á sínum tíma.

Ajayi var að eigin sögn að koma út úr sjoppunni Videómeistaranum við Engjahjalla þegar ókunnugur maður ók á hann. „Ég tók eftir því að hann var búinn að horfa mjög stíft á mig þar sem hann sat í bílnum. Þegar ég gekk út úr sjoppunni heyrði ég hvernig hann gaf bílnum inn án þess þó að keyra af stað. Ég sneri mér við og leit á hann og þá keyrði hann af stað og beint á mig,“ sagð Julius F. Ajayi við Morgunpóstinn og átti atvikið sér stað eftir kvöldmatarleytið á mánudegi í maí 1995 en hann hafði þá búið á Íslandi í fjögur ár og átti konu og barn.

Mikið heljarmenni

Að sögn Ajayi náði hann að bjarga sér með því að hoppa upp á húdd bílsins um leið og bíllinn kom að honum. Hann rauk svo upp og hljóp upp bílinn sem stöðvaðist eftir fautaskapinn og reif bílstjórann úr bílnum. Hann dró hann svo inn í Vídeómeistarann og hélt honum fanga þar til lögreglan mætti á svæðið. Hann telur sig vissan um að húðlitur sinn hafi verið ástæðan. Ung kona sem var farþegi í bílnum hljóp af vettvangi.

Hrafn Pálsson, eigandi Vídeómeistarans, ber Ajayi söguna vel og segir þá vera vini. „Julius var búinn að vera hér um stund og fékk að kíkja í blöðin hjá mér. Hann fór síðan og ég veit ekki fyrr en hann kemur aftur inn skömmu síðar með piltinn. Sá var eins og fis í höndunum á Juliusi enda er hann mikið heljarmenni,“ sagði Hrafn um málið.

Ajayi sagðist óviss hvort hann myndi kæra málið en hann vildi frekar einbeita sér að námi og vinnu en hann vann á línubáti og var að læra flug. Samkvæmt DV neitaði ökumaðurinn að hann hafi keyrt viljandi á Ajayi en fjöldi vitna var á staðnum sem stóð með sjóaranum.

Verkfalli kennara frestað – Friðarskylda sett á

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands - Mynd: Kennarasamband Íslands

Verkfalli kennara, á öllum stigum, hefur verið frestað út janúar en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti það við fjölmiðla nú fyrir stuttu.

Verður tíminn notaður í að komast að samkomulagi en kennarar fá umsamda 3,95% launahækkun um áramótin. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, við Vísi um málið.

Meðan viðræður um nýjan kjarasamning halda áfram gildir friðskylda en verkfallið hófst þann 29. október. Var um ótímabundið verkfall að ræða í fjórum leikskólum en tímabundið í þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla.

Segir Njarðvíkuræðina hafa verið handónýta um árabil: „Þeim er andskotans sama þó þetta fari“

Fyrrum starfsmaður HS Orku segir hina svokölluðu Njarðvíkuræð hafa verið skemmda í áratugi á mikils viðhalds. Annað segir upplýsingafulltrúi HS Orku.

Jóhann Viðar Jóhannsson segir í samtali við Mannlíf að þegar hann hafi unnið fyrir HS Orku í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, hafi komið í ljós mikil skemmd á Njarðvíkuræðinni sem liggur um Svartsengi og til Njarðvíkur. „Ég var að vinna við að laga þessa lögn. Þetta var 1991 og 1992. Ég hringdi í eina verkstjórann sem þá var og við töluðum um þetta og þá stóð til að endurnýja lögnina. En ég og annar maður vorum svo látnir bæta lagnina en hún var alveg stórskemmd og alveg á síðasta snúningi. En þá var sett á hana átta kíló [vatsnþrýstingur] en núna þegar bærinn hefur stækkað, þá er þetta komið í tíu kíló. Það er keyrt á tíu kílóum en kerfið er fyrir átta kíló. Og þeim fannst allt of dýrt að fara að endurnýja lögnina, þessir peningagúrúar sem keyptu þetta, sem hefði aldrei átt að vera.“

Jóhann Viðar Jóhannsson
Ljósmynd: Facebook

Segir Jóhann að lögnin hafi ekki verið endurnýjuð síðan í byrjun tíunda áratugarins heldur stagbætt hér og þar, fyrr en „hraunið tók þetta í burtu“. Bætti hann við: „Það var búið að tala um þetta í mörg ár að grafa hana niður í jörð og setja nýja lögn og að þessi ætti að vera líka til vara. En þetta er sagan endalausa. Og þeim, sem eiga þetta, er andskoti sama þó þetta fari. Þeir eru búnir að tryggja sig alveg í bak og fyrir.“

Mannlíf heyrði í upplýsingafulltrúa HS Orku, Birnu Lárusdóttur og bara undir hana staðhæfingar Jóhanns um að Njarðvíkurlögnin hafi verið ónýt í mörg ár og hún einungis stagbætt hér og þar. Í skriflegu svari Birnu kemur fram að á árum áður hafi vissulega komið upp vandamál tengd lögninni, þar sem upprunalega klæðningin utan um stálrörin hafi reynst ekki nógu þétt og því myndast göt á afmörkuðum svæðum.

„Fyrir um aldarfjórðungi komu upp nokkur vandræði með lögnina. Upprunalega klæðningin utan um stálrörin reyndist ekki nægilega þétt sem varð til þess að raki komst undir klæðninguna og olli ítrekað tæringu á lögninni sem leiddi til þess að göt mynduðust á afmörkuðum stöðum.“

Segir Birna að í kjörfarið hafi farið af stað stærðarinnar endurnýjunarverkefni á lögninni og skemmdirnar lagaðar.

„Í kjölfarið var hafist handa við stórt endurnýjunarverkefni á lögninni. Skemmdir voru lagfærðar og nýjum og mun viðameiri klæðningum var beitt við að verja lögnina gegn raka og veðrabrigðum. Frá þeim tíma hefur lögnin sinnt sínu hlutverki vel án þess að óeðlilega mikið viðhald hafi þurft að koma til.“

Birna segir ennfremur að þó að lögning sé orðin gömul sé stálið í henni ennþá gott og sé klæðningunni haldið við sé ekkert að stálinu sjálfu.

„Þótt lögnin sé vissulega komin til ára sinna er stálið í henni gott og klæðningin utan um hana ver hana vel fyrir veðri og vindum. Eldra stál er jafn gott og nýtt sé því vel haldið við. Ekkert er að stálinu sjálfu svo fremi sem klæðningin utan um það heldur.“

Að lokum bendir Birna á að flestar hitaveitulagnir á Íslandi séu með svipuðu sniði og sú sem um ræðir í fréttinni, sem og viðhaldið. Segir hún að ástandið Njarðvíkuræðarinnar sé gott og að hún hafi staðið af sér jarðhræðringar og eldsumbrot síðustu mánuða, fram að 14. febrúar í fyrra.

„Rétt er að benda á að flestar lagnir í hitaveitum hér á landi eru með svipuðu sniði og Njarðvíkuræðin og viðhaldið sambærilegt. Reglulegt eftirlit er með lögninni og viðhald gott. Tæmingarloka og samskeyti þarf að vakta og tryggja að allt sé vel þétt. Ef frávik finnast við eftirlit er brugðist tafarlaust við þeim.

Ástand Njarðvíkuræðarinnar er gott og viðhald hennar sömuleiðis. Hún hefur staðist allar jarðhæringar og eldsumbrot síðustu mánuða, jafnt ofanjarðar sem neðan, ef frá er talið þegar glóandi hraun rann yfir hana 14. febrúar síðastliðinn og náði að skemma þann litla hluta hennar sem ekki hafði tekist að koma í jörðu í tæka tíð áður en hraun rann.“

Margir ennþá óákveðnir fyrir kosningarnar

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Nú eru aðeins tveir dagar þar til kosið verður til Alþingis og spennan er gífurlega mikil. Sumir flokkar eru að berjast fyrir lífi sínu meðan aðrir flokkar sjá ráðherrastóla í hillingum. Þrátt fyrir margar auglýsingar og yfirlýsingar flokkanna er ennþá fólk sem veit hreinilega ekki hvaða það muni kjósa. Eða hvað?

Þess vegna spurðum við lesendur Mannlífs: Veist þú hvaða flokk þú munt kjósa í alþingiskosningunum?

Niðurstaðan er áhugaverð því einn af hverjum fimm hafa ekki gert upp hug sinn í þessum efnum.

80.91%
Nei
19.09%

Lögreglan misskildi fyrirspurn

Ísafjörður

Nokkuð óvenjulegt mál kom upp í gær á Ísafirði en mbl.is greindi frá því að fjölmenn lögregluaðgerð hafi átt sér stað í Stjórnsýsluhúsi Ísafjarðar í fyrradag. Helgi Jensson, lögreglustjóri Vestfjarða, vildi ekki tjá sig um aðgerðina í samtali við miðilinn og sagði að von væri á tilkynningu um málið. Upphaflegar fréttir snéru að því að fíkniefni hefðu komið við sögu í aðgerðinni.

Málið hefur verið upplýst, ef svo mætti segja. Vísir hafði samband við lögreglustjórann í dag og fékkst það á hreint að tveimur málum hafi verið blandað saman. Lögregluaðgerðin sem fór fram í Stjórnsýsluhúsinu hafi verið æfing lögreglu á svæðinu og þá hafi komið upp fíkniefnamál í umdæminu. Hélt lögreglustjórinn að blaðamaður mbl.is væri að spyrja um fíkniefnamálið og vildi því ekki tjá sig um það.

Það liggja þó ennþá ekki fyrir nánari upplýsingar um það mál en von er á tilkynningu um málið frá lögregluembættinu.

Tilhlökkun Katrínar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsetisráðherra Íslands.

Það hefur farið lítið fyrir Katrínu Jakobsdóttur á Íslandi síðan hún sagði af sér sem forsætisráðherra fyrr á þessu ári til að bjóða sig fram til forseta Íslands en Katrín lenti þar eftirminnilega í 2. sæti á eftir Höllu Tómasdóttur.

Þó var tilkynnt í nóvember að Katrín muni verða formaður nefndar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um loftlagsbreytingar og heilsu og tekur við því starfi í febrúar að öllu óbreyttu.

Skiljanlega hefur farið lítið fyrir Katrínu í kosningabaráttunni en hún skipar heiðurssæti á lista hjá Vinstri grænum. Margir stuðningsmenn flokksins eru súrir út í formanninn fyrrverandi og kenna henni um að flokkurinn muni að öllum líkindum detta út af Alþingi. Telja þeir að Katrín hafi verið aðalástæða þess að flokkurinn fór í slæmt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og það sé að koma í hausinn á flokknum núna. Katrín lætur það eflaust lítið á sig fá og segir í nýrri færslu á samfélagsmiðlum að hana hlakki til að kjósa Svandísi Svarsdóttur og flokkinn í komandi kosningum. Mögulega verður það í síðasta sinn sem almenningur mun yfirhöfuð geta greitt Vinstri grænum atkvæði …

Fordæma orð lögreglustjóra á Suðurnesjum: „Glæpavæðir börn á flótta“

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja

Stjórn samtakanna Solaris sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem orð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um hælisleitendur, eru fordæmd.

Í fréttatilkynningunni svarar stjórn Solaris orðum Úlfars Lúðvíkssonar sem hann lét falla í viðtali á Morgunblaðinu í fyrradag en þar ræddi hann um hælisleitendur og sagði menn misnota útlendingalögin og sitthvað fleira sem Solaris er ósammála. Segir í fréttatilkynningunni að orðræða Úlfars sé mjög skaðleg og ýti undir fordómum gegn útlendingum. Þá segir einnig í tilkynningunni að nú reyni á talsmenn barna á Íslandi.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:

Stjórn Solaris fordæmir orð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem birtust í viðtali Morgunblaðsins þann 27. nóvember síðastliðinn. Með orðum sínum um að “menn misnoti […] útlendingalögin] sem og önnur kerfi velferðarríkisins” reynir Úlfar að gera grundvallarmannréttindi fólks til að sækja um alþjóðlega vernd tortryggileg sem og öll þau sem reiða sig á íslenskt velferðarkerfi.

Þá eru sérstaklega ámælisverðar þær yfirlýsingar sem snúa að fylgdarlausum börnum sem hafa komið hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd.

Enginn flýr heimaland sitt af léttúð og stjórnvöld á Íslandi eru bundin af flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna beinlínis brottvísun til ríkis þar sem öryggi einstaklinga er stofnað í hættu.

Að gefa til kynna að fólk sé að senda börn sín á vergang til að misnota íslensk kerfi þegar börnin eru að koma frá löndum þar sem líf þeirra eru sannarlega í hættu er gríðarlega skaðleg orðræða sem ýtir undir fordóma og andúð í garð flóttafólks. Það er með öllu óásættanlegt að valdhafar tali með slíkum hætti og eru orð Úlfars lögreglunnar til skammar.

Með orðum sínum reynir fulltrúi lögreglunnar að grafa undan mannréttindum flóttabarna með því að glæpavæða börn á flótta. Það er tilefni til þess að minna valdhafa á að Ísland hefur skuldbundið sig til þess að taka á móti börnum á flótta.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013 og því eru íslensk stjórnvöld skuldbundin af ákvæðum hans. Þar er það viðurkennt að börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem beri að vernda og styðja. Ekki einungis ber stjórnvöldum skylda til að taka á móti börnunum heldur skal þeim tryggð aðstoð við að leita uppi foreldra eða fjölskyldu og sameinast þeim. Það eru þeirra mannréttindi.

Hér reynir á að talsmenn barna á Íslandi, umboðsmann barna og barnamálaráðherra mótmæli þessari orðræðu og leggi sitt af mörkum til þess að vernda rétt barna til að lifa frjáls undan áreitni og grimmilegri orðræðu yfirvalda og taki undir þá kröfu að lögreglan og ríkisvaldið virði ákvæði Barnasáttmálans í orðum og verki og hætti að skorast undir ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki.

Steinunn Ólína kýs aldrei taktískt: „Mér dettur það bara ekki í hug!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir dettur ekki til hugar að kjósa með það í huga að klekkja á öðrum.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ekki alltaf finna nákvæman samhljóm með hugsjónum hennar, þegar hún velur sér flokk til að kjósa. Segist hún leita eftir því sem hún trúir að komi henni og öðrum fyrir bestu. Facebook-færla hennar hefst á eftirfarandi hátt:

„Þegar ég nýti kosningarétt minn er ekki alltaf að finna nákvæman samhljóm eða samröddun með mínum hugsjónum, bænum og óskum. Ég leita eftir því sem kemst næst því og vel það sem ég trúi að sé mér og öðrum fyrir bestu.

Ég myndi aldrei velja eitthvað það sem mér líkar ekkert sérstaklega vel við eða til þess eins að klekkja á öðrum. Mér dettur það bara ekki í hug!
Ég trúi því bókstaflega að með því að setja fram óskir mínar eftir bestu getu og með hjartanu, með því að kjósa þau sem ég finn mestan samhljóm með hið innra þokist heimurinn í rétta átt.“

Að lokum segir hún að hennar lið þurfi ekki að sigra.

„Mitt lið þarf ekki að sigra. Markmiðið er ekki sigur heldur skref í rétta átt.
Að ógleymdri sáttinni við sjálfan sig.“

Verðmiði settur á geymslu líka á Akureyri

Akureyri - Myndin tegnist fréttinni ekki beint - Mynd: Akureyri.is

Í byrjun desember verður ekki lengur ókeypis að geyma lík á Akureyri eftir andlát en Akureyri.net greinir frá þessu.

Hingað til hafa Kirkjugarðar Akureyrar séð um rekstur líkhússins á Naustahöfða og hafa því ekki mátt innheimta líkhúsgjald en í desember tekur Útfararþjónusta Akureyrar ehf við húsinu og mun fyrirtækið rukka 30.000 króna grunngjald á vistun líka í allt að 15 daga.

„Hið opinbera hefur sagt að það ætli ekki að borga rekstur líkhúsa. Samkvæmt samningi við ríkið fá kirkjugarðar framlög til að grafa fólk og hirða garðana en ekki krónu í neitt annað,“ sagði Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, um málið. „Gjaldið sem Útfararþjónustan fer nú að innheimta mun aldrei dekka rekstrarkostnað og afskriftir af þessu glæsilega húsi á Naustahöfðanum en það verður til þess að við höldum rekstrinum áfram.“

GJÖLD FRÁ 1. DESEMBER

Grunngjald, vistun í líkhúsi í allt að 15 daga – 30.000 kr.
Daggjald eftir 15 daga – 2.500 kr. á dag
Daggjald eftir 30 daga – 4.500 kr. á dag

Risaslanga hræddi líftóruna úr ástralskri konu – MYNDBAND

Þarna mátti litlu muna - Mynd: Skjáskot

Litlu mátti muna að kona yrði fyrir árás risa slöngu í Queensland í Ástralíu í vikunni.

Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu var Rachel Jelley að fara í mestu makindum í geymsluna sína til að þess að ná í skrúfur sem hún hafi ákveðið að geyma þar inni. Í myndbandi af atvikinu sést Jelley bíða eftir að geymsluhurðin fer alla leið upp þegar risastór slanga sveiflaðist niður úr lofti geymslunnar og reyndi að ráðast á Jelley. Sem betur fer fyrir hana tókst slöngunni ekki ætlunarverk sitt í þetta skipti en henni var sýnilega brugðið.

Jelley sagði við fjölmiðla að slangan kæmi reglulega inn á lóðina og hún ætlar ekki að reyna hindra að það gerist aftur. Samkvæmt Jelley skreið slangan aftur í felur eftir að hafa reynt að ráðast á hana.

Brotkastið fær óvæntan liðstyrk: „Þessi breyting býður upp á gestagang hjá okkur“

Brotkastið hefur nú bætt við sig hlaðvarpsþættinu Hluthafaspjallið, sem nú verður hluti af áskriftarkefi Brotkastsins.

Samkomulag hefur náðst um að hlaðvarpsþátturinn Hluthafaspjallið verði hluti af áskriftarkerfi Brotkastsins. „Við erum mjög ánægðir með þessa ákvörðun en með þessu verður dreifing þáttarins aukin samfara því að við göngum inn áskriftakerfi Brotkastsins. Við teljum þetta eðlilegt skref og það gefur okkur færi á að þróa þáttinn enn frekar,“ segir Sigurður Már Jónsson, annar umsjónaraðila Hluthafaspjallsins. Með honum er Jón G. Hauksson en hann var ritstjóri Frjálsrar verslunar um langt árabil. Sigurður Már starfaði á Viðskiptablaðinu frá 1995 til 2008 og var um skeið ritstjóri blaðsins. Þeir hófu að birta Hluthafaspjallið í októberbyrjun og hafa fengið góð viðbrögð meðal hlustenda en þar eru hluthafamarkaðir og viðskiptalífið krufin á heildstæðan hátt.


„Hluthafaspjallið hefur vakið athygli fyrir frískleg efnistök og djúpa þekkingu á fjármálamörkuðum. Við teljum að þetta verði frábær viðbót inn í áskriftakerfi okkar á Brotkast.is sem við erum nú að útvíkka og stækka. Með tilkomu Hluthafaspjallsins munum við geta boðið efni sem ætti að höfða til nýs hóps áskrifenda,“ sagði Frosti Logason hlaðvarpsstjórnandi og stofnandi Brotkastsins. Hluthafaspjallið bætist þá í hóp fleiri góðra þátta á Brotkast.is eins og Harmageddon, Spjallið með Frosta Logasyni og Fullorðins með Kiddu Svarfdal. Þættirnir fást allir í sama pakka fyrir eitt áskriftarverð.

„Með samvinnu við Brotkast.is getum við aukið dreifingu efnis frá okkur á fleiri samfélagsmiðla þó að áskrifendur Brotkastsins sitji einir að þættinum í heild sinni. En á móti kemur að langar klippur úr þættinum verða settar inn á samfélagsmiðla eins og Instagram, Facebook, X.com og YouTube – og við það nær efni úr hlaðvarpinu til mun fleiri; ekki aðeins hlustenda heldur líka áhorfenda þar sem hlaðvarpið fer við þessa breytingu í sjónvarp. Þá verða framvegis skrifaðar fréttir upp úr spjalli okkar sem mun vekja enn meiri athygli á hlaðvarpinu. Loks býður þessi breyting upp á gestagang hjá okkur; það verður hægara um vik fyrir okkur að taka á móti gestum í nýju stúdíói,“ segir Jón G. Hauksson. 

 

Flott Grýla

FLOTT var að gefa út nýtt lag - Mynd: Facebook

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Kjalar og Leifur Gunnarsson – Stúfur
FLOTT – Ó, Grýla taktu þér tak
Eldmóðir – Ást á tækniöld
HubbaBubba og Svala – Þú og ég og jól
Klaki – I see the sun





Bent á nýja auglýsingu Guide to Europe: „Fyrir þá sem þora”

Ágúst Bent Sigbertsson, eða Bent eins og hann er best þekktur, er einn af okkar ástsælustu röppurum en ferill hans nær aftur til ársins 2000 þegar hljómsveitin XXX Rottweilerhundar var stofnuð. Bent hefur í nógu að snúast þessi misserin en í gær kom út nýtt lag frá Rottweiler, sem ber einfaldlega heitið Voff.

Það er ekki eina verkefnið sem er nýtt úr smiðju Bents þar sem hann leikstýrði  auglýsingaherferð ferðaskrifstofunnar Guide to Europe, sem miðar að því að minna á að öll erum við fólk sem hefur upp á margt að bjóða og skiptir engu máli hvaðan við komum í grunninn.

Rottweiler verða með tónleika í Laugardalshöll í maí næstkomandi og er miðasala í fullum gangi. En hvað er fleira á döfinni hjá kappanum?

„Bara að halda áfram að gera auglýsingar fyrir þá sem þora og tíma að gera eitthvað skemmtilegt, hellingur af gelti með Rottweiler hundunum og svo gleðileg jól með minni heittelskuðu,” segir hann.

Össur blandar sér í blekkingarmál Dags B: „Að lokum hvet ég alla íhaldsmenn til að strika yfir Dag“

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingar, hefur verið kærður fyrir að reyna að fá sjálfstæðismenn til að strika yfir nafn sitt á kjörseðli. Yfirlýsing Dags í þessa veru kom fram í athugasemd á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Lúðvík nokkur Lúðvíksson er kærandinn.

Össur Skarphéðinsson
Ljósmynd: Facebook

Morgunblaðið vakti í fyrstu athygli á málinu og upplýsti að ef sannaðist að Dagur væri haldinn einbeittum brotavilja gæti hann verið dæmdur í fangelsi. Forsendurnar yrðu þá væntanlega þær að Dagur hefði misnotað sér vanþekkingu sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að láta þá eyðileggja atkvæði sitt. Talsvert uppnám hefur verið vegna þessa og allt eins talið að hluti sjálfstæðismanna muni falla í gryfju Dags með tilheyrandi tjóni. Dagur hefur sagt í fjölmiðlum að í þessum skrifum hafi gamansemi verið leiðarljósið.

Össur Skarphéðisson, fyrrverandi formaður Samfylkingar, hefur nú bæst í hópinn og skorar á tiltekna kjósendur að strika Dag út af atkvæðisseðli sínum.

„Að lokum hvet ég alla íhaldsmenn til að strika yfir Dag,“ skrifar Össur á Facebook við góðar undirtektir og spáir því að himintunglin séu hagstæð og von á góðum úrslitum í kosningunum á morgun. Ekki liggur fyrir hvort Össur verði einnig kærður fyrir að misnota sér vanþekkingu kjósenda á hægri vængnum.

Myndin af Söru Lind

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd / Alþingi

Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra umhverfismála, er á meðal duglegustu ráðamanna þar sem kemur að því að koma sér og góðum málum á framfæri. Mogginn birtir frétt í dag þar sem í öndvegi er samsett mynd er af ráðherranum og þeirri umdeildu Söru Lind Guðbergsdóttur, eiginkonu blaðamannsins geðþekka, Stefáns E. Stefánssonar, og fyrrverandi skjólstæðingi Sjálfstæðisflokksins. Fréttin fjallar um fyrirbærið Ráðhildi, forrit sem leitar uppi bruðl í kerfinu. Guðlaugur og Sara Linda eiga að mati Moggans mestan heiðurinn af forritinu. Neðanmáls er reyndar getið um stýrihóp og mann sem heitir Hjörv­ar Steinn Grét­ars­son. Óljóst er hvaða hlut hópurinn og Hjörvar eiga í afrekinu.

Samkvæmt Guðlaugi Þór hefur þegar verið uppgötvuð stórfelld sóun í ráðuneyti hans og sparast hafa verulegir fjármundir.

„Þessi yf­ir­sýn hef­ur að mínu mati ekki verið til staðar hjá rík­inu og ég hef fundið fyr­ir því í störf­um mín­um sem ráðherra,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór í viðtali við Moggann og heitir því að verði hann ráðherra áfram muni Ráðhildur verða honum til aðstoðar.

Það þykir sérdeildis gott að Ráðhildur skuli með .þessum hætti dúkka upp í fangi ráðherrans, daginn fyrir kosningar og undirstrika rækilega hve vel Sjálfstæðisflokkurinn, ráðherrann og Sara Lind hafa staðið sig undanfarin sjö ár …

Ofbeldi og ásakanir í Ártúnsholtinu: „Runólfur ofsækir okkur“

Deilurnar áttu sér stað í Ártúnsholti árið 1995 - Mynd: Skjáskot Ja.is

Það var algjör ófriður sem ríkti í Álakvísl 124-136 árið 1995 en DV greindi frá málinu á sínum tíma.

Samkvæmt DV deildu íbúar fjölbýlishússins við Runólf Oddsson, sem bjó einnig í húsinu, en Runólfur var sviptur leyfi til hundahalds af yfirvöldum en fór ekki eftir þeim fyrirmælum. Málið komst til kasta borgarstjórnar, félagsmálaráðherra, lögreglu, umhverfisráðuneytisins, Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og fleiri aðila. Þá var eldri bróðir Runólfs forsætisráðherra Íslands á þessum tíma. Í sögu Runólfs lýsir hann því að hann hafi verið að koma heim frá útlöndum þegar nágranni hans réðst á sig.

Hundurinn til bjargar

„Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar ég opnaði dyrnar ruddist hann inn í íbúðina og sló mig í andlitið. Það bjargaði mér að hundurinn kom fram og þá bráði af manninum,“ sagði Runólfur en samkvæmt honum var búið að fjarlægja reiðhjól í hans eigu. „Mér virðist sem hann hafi verið búinn að ákveða að ég ætti að flytja út þann 1. júní þegar úrskurðurinn gengur í gildi. Ég hitti hann úti í garði og spurði hann hvort hann hefði tekið reiðhjólin. Hann sagðist hafa tekið þau og hent þeim. Ég sagði honum strax að ég myndi kæra hann til lögreglunnar. Það liðu um 10 mínútur þangað til hann hringdi bjöllunni hjá mér og ruddist inn,“ sagði Runólfur og ætlaði að kæra árásina.

Grætti dóttur Ólafs

Ólafur Benediktsson, nágranni Runólfs, viðurkenndi í DV að hafa slegið nágranna sinn. „Ég danglaði til hans og það er ekki hægt að kalla það högg. Ég hafna því alfarið að það hafi valdið honum skaða en auðvitað er ég ekki hreykinn af þessu og þetta var rangt af mér. Þetta átti sér þann aðdraganda að hann jós yfir mig fúkyrðum í garðinum. Ég er búinn að taka ýmsu en það sem gerði það að verkum að ég reiddist var að sjö ára dóttir mín, sem þarna var að leik, hljóp grátandi inn undan fúkyrðunum.“

Þá viðurkenndi Ólafur einnig að húsfélagið hafi hent reiðhjólunum hans Runólfs. „Þetta var hálfónýtt drasl sem við vissum ekki hver átti. Við töldum reyndar að þau hefðu verið skilin eftir af fyrri íbúum. Ef einhverjum hefði dottið í hug að þetta væri í eigu Runólfs hefði ekki hvarflað að okkur að svo mikið sem hreyfa við þessu.“

Sífelldar hótanir

Anna Karen Hauksdóttir, formaður húsfélagsins, sagði við DV að íbúar væru búnir að fá nóg af Runólfi en Anna bjó fyrir ofan Runólf.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu reiðhjólamáli. Það var ákveðið á húsfundi að henda þessum hjólum sem var ofaukið í hjólageymslunni. Þessi hjól voru gjarðalaus og í slæmu ástandi og við spurðum þá íbúa hússins sem náðist til hvort þeir ættu þetta en svo var ekki. Runólfur ofsækir okkur og er með sífelldar hótanir í okkar garð. Það hefur hvarflað aö flestum okkar að flytja úr þessu húsi því ástandið er við það að vera óbærilegt. Maður fyllist orðið kvíða við að koma heim.“

Svarar „viðurstyggilegu“ myndbandi um innflytjendur: „Tölfræðin er augljós uppspuni frá rótum“

Gervigreindar-Snorri Mynd: Instagram-skjáskot

Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og tæknistjóri svaraði áróðursmyndbandi sem birtist á TikTok með gervigreindarmyndskeiði sem sýnir Snorra Másson fara yfir raunverulegar tölur um hælisleitendur og innflytjendur á Íslandi. Setur Pétur myllumerkið #miðflokkurinn við færslu sína sem hann birti á Instagram.

Í myndbandi sem birtist á TikTok í fyrradag er farið yfir ýmsar tölur varðandi hælisleitendur á Íslandi en Pétur bendir á rangfærslur í myndbandinu. „Í gær kom út alveg viðurstyggilegt video á TikTok, sem að targetar fólk frá Miðausturlöndum og Palestínu sérstaklega, með röngum upplýsingum,“ segir Pétur í upphafi myndband sem hann setti á Instagram í gær. Og heldur áfram: „Þetta eru bara lygar. Það er bara verið að bulla tölur og ég ætlaði að fara að útskýra þetta fyrir ykkur en síðan mundi ég eftir því að fólk hefur sent mér skilaboð og sagt að ég sé svo reiður að fólk taki kannski ekki mark á mér. Þannig að ég fékk hann Snorra Snák félaga minn til að útskýra þetta fyrir okkur. Yfir til þín Snorri.“

Við tekur Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, eða réttara sagt gervigreindarútgáfa af Snorra en Pétur hefur látið gervigreindina setja trúðahatt á hann. „Já takk fyrir það Pétur,“ segir Gervigreindar-Snorri. „Myndbandið byrjar á skáldaðri tölfræði sem sýnir ógnarvöxt innflytjenda. Tölfræðin er augljós uppspuni frá rótum.“ Gervigreindar-Snorri fer síðan yfir raunverulega tölfræði um innflytjendur og hælisleitendur. Hér fyrir neðan má sjá hið kostulega myndskeið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Hvetur kjósendur VG og Pírata að kjósa taktískt: „Sósíalistar fengju sjö manna þingflokk“

Gunnar Smári Egilsson Ljósmynd: Facebook
Gunnar Smári Egilsson hvetur kjósendur Vinstri grænna og Pírata til að kjósa taktískt og greiðar Sósíalistum atkvæði sitt.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson skrifaði færslu í gærkvöldi þar sem hann birtir tölur úr lokakönnun Félagsvísindastofnunar en þar má sjá Sósíalista ná fjórum þingmönnum. Að sama skapi detta Vinstri grænir og Píratar af þingi samkvæmt könnuninni. Gunnar Smári, sem þykir ekki leiðinlegt að skoða tölur, birtir lista yfir fjölda þingmanna sem hver flokkur fyrir sig fær ef könnunin gengur eftir:

„Lokakönnun Félagsvísindastofnunar sýnir Sósíalista með 4 þingmenn en bæði Vg og Píratar utan þings.

Þingheimur miðað við Maskínu (innan sviga breyting frá síðustu kosningum, fyrir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
Framsókn: 6 þingmenn (–7)
VG: enginn þingmaður (–8)
Stjórnarandstaða:
Samfylkingin: 15 þingmenn (+9)
Viðreisn: 10 þingmenn (+5)
Miðflokkur: 7 þingmenn (+4)
Flokkur fólksins: 7 þingmenn (+1)
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
Píratar: enginn þingmaður (–6)“

Að lokum segir klækjarefurinn Gunnar Smári að ef helmingur þeirra sem lýsa yfir stuðningi við VG og Pírata myndu frekar kjósa Sósíalista myndi flokkurinn fá sjö menn á þing.

„6,6% Vg og Pírata nýtast ekki samkvæmt þessari könnun. Ef um helmingur þeirra sem lýsa sig fylgjandi þessum flokkum færa sig taktískt yfir á Sósíalista gætu Sósíalistar fengið sjö manna þingflokk.“

Miðað við athugasemdirnar við færsluna eru skiptar skoðanir á þessari hugmynd Sósíalistaforingjans.

Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð – Reyndi að hrækja á og bíta lögreglumenn

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Alls gista níu í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Frá klukkan 17:00 í gærdag til 05:00 í morgun voru 70 mál skráð í kerfi lögreglunnar, samkvæmt dagbók hennar. Hér má sjá nokkur þeirra.

Tilkynning barst um átök milli manna á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur en þar hafði aðili hellt bjór yfir gesti og haft uppi ógnandi tilburði við dyraverði. Neitaði hann öllu er lögreglu bar að garði. Engar kröfur voru gerðar á kauða og hann beðinn um að halda til síns heima sem hann og gerði.

Í miðborginni lét ökumaður sig hverfa eftir árekstur. Gekk ökumaðurinn inn í íbúðarhús skammt frá virtist slompaður. Knúði lögregla dyra og ræddi við manninn. Var hann að lokum handtekinn, grunaður um ölvun við akstur og fyrir að vanrækja það að gera ráðstafanir við umferðaróhapp. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Aðili grunaður um að vera sölumaður dauðans (sala og dreifing fíkniefna) var hantekinn í miðborginni og handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Þá var lögreglan kölluð til þegar ofbeldismaður réðist að dyraverði skemmtistaðar í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði hélt aðilinn uppteknum hætti og sparkaði í lögreglumenn og vegfaranda sem átti leið hjá. Var hann því settur í handjárn og fluttur á lögreglustöð. Þar var allt gert til þess að ræða við manninn en bræði hans var slík að það bar engan árangur. Var hann því vistaður í fangaklefa í þágur rannsóknar málsins.

Einn var hantekinn grunaður um að vera hér á landi ólöglega en hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Annar ofbeldisseggur var handtekinn á skemmtistað í miðborginni en hann hafði ráðist að öðrum gesti skemmtistaðarins. Brást hann illa við afskipum lögreglu og reyndi að hrækja og bíta lögreglumenn. Hélt hann uppteknum hætti við komu á lögreglustöðina og var vistaður þar þangað til hægt er að eiga við hann samtal.

 Aðili gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði og var óskað eftir skjótrar aðstoðar. Var berserkurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa grunaður um húsbrot, eignaspjöll og vörslu ávana- og fíkniefna.

Lögreglan sem annast Hafnarfjörð, Álftanes og Garðabæ kærði þrjá ökumenn fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti ók á 145 km/klst þar sem hámarkshraði var 80 km/klst.

Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti þurfti aðallega að sinna umferðarmálum en tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka án réttinda en málin voru afgreidd á vettvangi. Þá var einn handtekinn grunaður um ölvunarakstur og fyrir að aka á sviptum ökuréttindum. Var hann fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.

Lögreglan sem annast Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ var send til aðstoðar eftir að flugeldur sprakk í höndinni á aðila. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn.

 

 

Skuggahliðar Stefáns E.

Anna Bentína Hermansen hjá Stígamótum

Stefán E. Stefánsson, spyrill Morgunblaðsins, hefur átt stórleik í aðdraganda kosninganna og flett ofan af syndum kvenhatara sem og annarra sem ekki falla í kram hægri aflanna. Stefán þykir um margt vera geðþekkur og á marga góða spretti opinberlega. En hann á sér þær skuggahliðar að vera afar vanstilltur og stríðsglaður á netinu, gjarnan þegar líður á kvöld. Hann þolir illa gagnrýni og víða má sjá merki um átök hans. Meðal fórnarlamba hans er Gunnar Smári Egilsson, foringi Sósíalista, sem vill að hann leiti sér hjálpar hjá Samtökum áhugamanna um áfengisvandamálið.

Anna Bentína Hermansen, fyrrum ráðgjafi Stígamóta og baráttukona gegn kynferðisofbeldi, er ein þeirra sem hafa lent í skotlínu spyrilsins. „Þegar eineltisseggur hótar þer og þú svarar fullum hálsi. Takk Stefán Einar Stefánsson fyrir að afhjúpa þig,“ skrifaði hún á Facebook og uppskar hótun blaðamannsins sem segist í grátbólginni athugasemd ætla að afhjúpa hana fyrir sakir sem eru óljósar.

„Ég mun á næstunni gera opinberan þann sora sem þú hefur látið dynja á mér að undanförnu …, skrifar Stefán E. og segir að bersýnilegt sé að Anna njóti þess að níðast á fólki. Góðu fréttirnar séu þær að enginn taki mark á henni og hún leggi ekkert að mörkum. Stebbi kann svo sannarlega að velja sér stríð. Nú bíður fólk þess spennt að spyrillinn orðhvati láti Önnu ráðgjafa finna til tevatnsins …

Ekið á mann vegna hörundslitar í Kópavogi: „Var búinn að horfa mjög stíft á mig“

Engjahjalli - Mynd: Kópavogsblaðið

Hinn nígeríski Julius Ajayi lenti í ömurlegri lífsreynslu á Íslandi árið 1995 en Morgunpósturinn og DV fjölluðu um málið á sínum tíma.

Ajayi var að eigin sögn að koma út úr sjoppunni Videómeistaranum við Engjahjalla þegar ókunnugur maður ók á hann. „Ég tók eftir því að hann var búinn að horfa mjög stíft á mig þar sem hann sat í bílnum. Þegar ég gekk út úr sjoppunni heyrði ég hvernig hann gaf bílnum inn án þess þó að keyra af stað. Ég sneri mér við og leit á hann og þá keyrði hann af stað og beint á mig,“ sagð Julius F. Ajayi við Morgunpóstinn og átti atvikið sér stað eftir kvöldmatarleytið á mánudegi í maí 1995 en hann hafði þá búið á Íslandi í fjögur ár og átti konu og barn.

Mikið heljarmenni

Að sögn Ajayi náði hann að bjarga sér með því að hoppa upp á húdd bílsins um leið og bíllinn kom að honum. Hann rauk svo upp og hljóp upp bílinn sem stöðvaðist eftir fautaskapinn og reif bílstjórann úr bílnum. Hann dró hann svo inn í Vídeómeistarann og hélt honum fanga þar til lögreglan mætti á svæðið. Hann telur sig vissan um að húðlitur sinn hafi verið ástæðan. Ung kona sem var farþegi í bílnum hljóp af vettvangi.

Hrafn Pálsson, eigandi Vídeómeistarans, ber Ajayi söguna vel og segir þá vera vini. „Julius var búinn að vera hér um stund og fékk að kíkja í blöðin hjá mér. Hann fór síðan og ég veit ekki fyrr en hann kemur aftur inn skömmu síðar með piltinn. Sá var eins og fis í höndunum á Juliusi enda er hann mikið heljarmenni,“ sagði Hrafn um málið.

Ajayi sagðist óviss hvort hann myndi kæra málið en hann vildi frekar einbeita sér að námi og vinnu en hann vann á línubáti og var að læra flug. Samkvæmt DV neitaði ökumaðurinn að hann hafi keyrt viljandi á Ajayi en fjöldi vitna var á staðnum sem stóð með sjóaranum.

Verkfalli kennara frestað – Friðarskylda sett á

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands - Mynd: Kennarasamband Íslands

Verkfalli kennara, á öllum stigum, hefur verið frestað út janúar en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti það við fjölmiðla nú fyrir stuttu.

Verður tíminn notaður í að komast að samkomulagi en kennarar fá umsamda 3,95% launahækkun um áramótin. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið,“ sagði Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, við Vísi um málið.

Meðan viðræður um nýjan kjarasamning halda áfram gildir friðskylda en verkfallið hófst þann 29. október. Var um ótímabundið verkfall að ræða í fjórum leikskólum en tímabundið í þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla.

Segir Njarðvíkuræðina hafa verið handónýta um árabil: „Þeim er andskotans sama þó þetta fari“

Fyrrum starfsmaður HS Orku segir hina svokölluðu Njarðvíkuræð hafa verið skemmda í áratugi á mikils viðhalds. Annað segir upplýsingafulltrúi HS Orku.

Jóhann Viðar Jóhannsson segir í samtali við Mannlíf að þegar hann hafi unnið fyrir HS Orku í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, hafi komið í ljós mikil skemmd á Njarðvíkuræðinni sem liggur um Svartsengi og til Njarðvíkur. „Ég var að vinna við að laga þessa lögn. Þetta var 1991 og 1992. Ég hringdi í eina verkstjórann sem þá var og við töluðum um þetta og þá stóð til að endurnýja lögnina. En ég og annar maður vorum svo látnir bæta lagnina en hún var alveg stórskemmd og alveg á síðasta snúningi. En þá var sett á hana átta kíló [vatsnþrýstingur] en núna þegar bærinn hefur stækkað, þá er þetta komið í tíu kíló. Það er keyrt á tíu kílóum en kerfið er fyrir átta kíló. Og þeim fannst allt of dýrt að fara að endurnýja lögnina, þessir peningagúrúar sem keyptu þetta, sem hefði aldrei átt að vera.“

Jóhann Viðar Jóhannsson
Ljósmynd: Facebook

Segir Jóhann að lögnin hafi ekki verið endurnýjuð síðan í byrjun tíunda áratugarins heldur stagbætt hér og þar, fyrr en „hraunið tók þetta í burtu“. Bætti hann við: „Það var búið að tala um þetta í mörg ár að grafa hana niður í jörð og setja nýja lögn og að þessi ætti að vera líka til vara. En þetta er sagan endalausa. Og þeim, sem eiga þetta, er andskoti sama þó þetta fari. Þeir eru búnir að tryggja sig alveg í bak og fyrir.“

Mannlíf heyrði í upplýsingafulltrúa HS Orku, Birnu Lárusdóttur og bara undir hana staðhæfingar Jóhanns um að Njarðvíkurlögnin hafi verið ónýt í mörg ár og hún einungis stagbætt hér og þar. Í skriflegu svari Birnu kemur fram að á árum áður hafi vissulega komið upp vandamál tengd lögninni, þar sem upprunalega klæðningin utan um stálrörin hafi reynst ekki nógu þétt og því myndast göt á afmörkuðum svæðum.

„Fyrir um aldarfjórðungi komu upp nokkur vandræði með lögnina. Upprunalega klæðningin utan um stálrörin reyndist ekki nægilega þétt sem varð til þess að raki komst undir klæðninguna og olli ítrekað tæringu á lögninni sem leiddi til þess að göt mynduðust á afmörkuðum stöðum.“

Segir Birna að í kjörfarið hafi farið af stað stærðarinnar endurnýjunarverkefni á lögninni og skemmdirnar lagaðar.

„Í kjölfarið var hafist handa við stórt endurnýjunarverkefni á lögninni. Skemmdir voru lagfærðar og nýjum og mun viðameiri klæðningum var beitt við að verja lögnina gegn raka og veðrabrigðum. Frá þeim tíma hefur lögnin sinnt sínu hlutverki vel án þess að óeðlilega mikið viðhald hafi þurft að koma til.“

Birna segir ennfremur að þó að lögning sé orðin gömul sé stálið í henni ennþá gott og sé klæðningunni haldið við sé ekkert að stálinu sjálfu.

„Þótt lögnin sé vissulega komin til ára sinna er stálið í henni gott og klæðningin utan um hana ver hana vel fyrir veðri og vindum. Eldra stál er jafn gott og nýtt sé því vel haldið við. Ekkert er að stálinu sjálfu svo fremi sem klæðningin utan um það heldur.“

Að lokum bendir Birna á að flestar hitaveitulagnir á Íslandi séu með svipuðu sniði og sú sem um ræðir í fréttinni, sem og viðhaldið. Segir hún að ástandið Njarðvíkuræðarinnar sé gott og að hún hafi staðið af sér jarðhræðringar og eldsumbrot síðustu mánuða, fram að 14. febrúar í fyrra.

„Rétt er að benda á að flestar lagnir í hitaveitum hér á landi eru með svipuðu sniði og Njarðvíkuræðin og viðhaldið sambærilegt. Reglulegt eftirlit er með lögninni og viðhald gott. Tæmingarloka og samskeyti þarf að vakta og tryggja að allt sé vel þétt. Ef frávik finnast við eftirlit er brugðist tafarlaust við þeim.

Ástand Njarðvíkuræðarinnar er gott og viðhald hennar sömuleiðis. Hún hefur staðist allar jarðhæringar og eldsumbrot síðustu mánuða, jafnt ofanjarðar sem neðan, ef frá er talið þegar glóandi hraun rann yfir hana 14. febrúar síðastliðinn og náði að skemma þann litla hluta hennar sem ekki hafði tekist að koma í jörðu í tæka tíð áður en hraun rann.“

Margir ennþá óákveðnir fyrir kosningarnar

Alþingishúsið. Ljósmynd: Sikeri

Nú eru aðeins tveir dagar þar til kosið verður til Alþingis og spennan er gífurlega mikil. Sumir flokkar eru að berjast fyrir lífi sínu meðan aðrir flokkar sjá ráðherrastóla í hillingum. Þrátt fyrir margar auglýsingar og yfirlýsingar flokkanna er ennþá fólk sem veit hreinilega ekki hvaða það muni kjósa. Eða hvað?

Þess vegna spurðum við lesendur Mannlífs: Veist þú hvaða flokk þú munt kjósa í alþingiskosningunum?

Niðurstaðan er áhugaverð því einn af hverjum fimm hafa ekki gert upp hug sinn í þessum efnum.

80.91%
Nei
19.09%

Lögreglan misskildi fyrirspurn

Ísafjörður

Nokkuð óvenjulegt mál kom upp í gær á Ísafirði en mbl.is greindi frá því að fjölmenn lögregluaðgerð hafi átt sér stað í Stjórnsýsluhúsi Ísafjarðar í fyrradag. Helgi Jensson, lögreglustjóri Vestfjarða, vildi ekki tjá sig um aðgerðina í samtali við miðilinn og sagði að von væri á tilkynningu um málið. Upphaflegar fréttir snéru að því að fíkniefni hefðu komið við sögu í aðgerðinni.

Málið hefur verið upplýst, ef svo mætti segja. Vísir hafði samband við lögreglustjórann í dag og fékkst það á hreint að tveimur málum hafi verið blandað saman. Lögregluaðgerðin sem fór fram í Stjórnsýsluhúsinu hafi verið æfing lögreglu á svæðinu og þá hafi komið upp fíkniefnamál í umdæminu. Hélt lögreglustjórinn að blaðamaður mbl.is væri að spyrja um fíkniefnamálið og vildi því ekki tjá sig um það.

Það liggja þó ennþá ekki fyrir nánari upplýsingar um það mál en von er á tilkynningu um málið frá lögregluembættinu.

Tilhlökkun Katrínar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsetisráðherra Íslands.

Það hefur farið lítið fyrir Katrínu Jakobsdóttur á Íslandi síðan hún sagði af sér sem forsætisráðherra fyrr á þessu ári til að bjóða sig fram til forseta Íslands en Katrín lenti þar eftirminnilega í 2. sæti á eftir Höllu Tómasdóttur.

Þó var tilkynnt í nóvember að Katrín muni verða formaður nefndar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um loftlagsbreytingar og heilsu og tekur við því starfi í febrúar að öllu óbreyttu.

Skiljanlega hefur farið lítið fyrir Katrínu í kosningabaráttunni en hún skipar heiðurssæti á lista hjá Vinstri grænum. Margir stuðningsmenn flokksins eru súrir út í formanninn fyrrverandi og kenna henni um að flokkurinn muni að öllum líkindum detta út af Alþingi. Telja þeir að Katrín hafi verið aðalástæða þess að flokkurinn fór í slæmt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og það sé að koma í hausinn á flokknum núna. Katrín lætur það eflaust lítið á sig fá og segir í nýrri færslu á samfélagsmiðlum að hana hlakki til að kjósa Svandísi Svarsdóttur og flokkinn í komandi kosningum. Mögulega verður það í síðasta sinn sem almenningur mun yfirhöfuð geta greitt Vinstri grænum atkvæði …

Fordæma orð lögreglustjóra á Suðurnesjum: „Glæpavæðir börn á flótta“

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja

Stjórn samtakanna Solaris sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem orð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um hælisleitendur, eru fordæmd.

Í fréttatilkynningunni svarar stjórn Solaris orðum Úlfars Lúðvíkssonar sem hann lét falla í viðtali á Morgunblaðinu í fyrradag en þar ræddi hann um hælisleitendur og sagði menn misnota útlendingalögin og sitthvað fleira sem Solaris er ósammála. Segir í fréttatilkynningunni að orðræða Úlfars sé mjög skaðleg og ýti undir fordómum gegn útlendingum. Þá segir einnig í tilkynningunni að nú reyni á talsmenn barna á Íslandi.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:

Stjórn Solaris fordæmir orð Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem birtust í viðtali Morgunblaðsins þann 27. nóvember síðastliðinn. Með orðum sínum um að “menn misnoti […] útlendingalögin] sem og önnur kerfi velferðarríkisins” reynir Úlfar að gera grundvallarmannréttindi fólks til að sækja um alþjóðlega vernd tortryggileg sem og öll þau sem reiða sig á íslenskt velferðarkerfi.

Þá eru sérstaklega ámælisverðar þær yfirlýsingar sem snúa að fylgdarlausum börnum sem hafa komið hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd.

Enginn flýr heimaland sitt af léttúð og stjórnvöld á Íslandi eru bundin af flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna beinlínis brottvísun til ríkis þar sem öryggi einstaklinga er stofnað í hættu.

Að gefa til kynna að fólk sé að senda börn sín á vergang til að misnota íslensk kerfi þegar börnin eru að koma frá löndum þar sem líf þeirra eru sannarlega í hættu er gríðarlega skaðleg orðræða sem ýtir undir fordóma og andúð í garð flóttafólks. Það er með öllu óásættanlegt að valdhafar tali með slíkum hætti og eru orð Úlfars lögreglunnar til skammar.

Með orðum sínum reynir fulltrúi lögreglunnar að grafa undan mannréttindum flóttabarna með því að glæpavæða börn á flótta. Það er tilefni til þess að minna valdhafa á að Ísland hefur skuldbundið sig til þess að taka á móti börnum á flótta.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013 og því eru íslensk stjórnvöld skuldbundin af ákvæðum hans. Þar er það viðurkennt að börn á flótta eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem beri að vernda og styðja. Ekki einungis ber stjórnvöldum skylda til að taka á móti börnunum heldur skal þeim tryggð aðstoð við að leita uppi foreldra eða fjölskyldu og sameinast þeim. Það eru þeirra mannréttindi.

Hér reynir á að talsmenn barna á Íslandi, umboðsmann barna og barnamálaráðherra mótmæli þessari orðræðu og leggi sitt af mörkum til þess að vernda rétt barna til að lifa frjáls undan áreitni og grimmilegri orðræðu yfirvalda og taki undir þá kröfu að lögreglan og ríkisvaldið virði ákvæði Barnasáttmálans í orðum og verki og hætti að skorast undir ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki.

Steinunn Ólína kýs aldrei taktískt: „Mér dettur það bara ekki í hug!“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir dettur ekki til hugar að kjósa með það í huga að klekkja á öðrum.

Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ekki alltaf finna nákvæman samhljóm með hugsjónum hennar, þegar hún velur sér flokk til að kjósa. Segist hún leita eftir því sem hún trúir að komi henni og öðrum fyrir bestu. Facebook-færla hennar hefst á eftirfarandi hátt:

„Þegar ég nýti kosningarétt minn er ekki alltaf að finna nákvæman samhljóm eða samröddun með mínum hugsjónum, bænum og óskum. Ég leita eftir því sem kemst næst því og vel það sem ég trúi að sé mér og öðrum fyrir bestu.

Ég myndi aldrei velja eitthvað það sem mér líkar ekkert sérstaklega vel við eða til þess eins að klekkja á öðrum. Mér dettur það bara ekki í hug!
Ég trúi því bókstaflega að með því að setja fram óskir mínar eftir bestu getu og með hjartanu, með því að kjósa þau sem ég finn mestan samhljóm með hið innra þokist heimurinn í rétta átt.“

Að lokum segir hún að hennar lið þurfi ekki að sigra.

„Mitt lið þarf ekki að sigra. Markmiðið er ekki sigur heldur skref í rétta átt.
Að ógleymdri sáttinni við sjálfan sig.“

Verðmiði settur á geymslu líka á Akureyri

Akureyri - Myndin tegnist fréttinni ekki beint - Mynd: Akureyri.is

Í byrjun desember verður ekki lengur ókeypis að geyma lík á Akureyri eftir andlát en Akureyri.net greinir frá þessu.

Hingað til hafa Kirkjugarðar Akureyrar séð um rekstur líkhússins á Naustahöfða og hafa því ekki mátt innheimta líkhúsgjald en í desember tekur Útfararþjónusta Akureyrar ehf við húsinu og mun fyrirtækið rukka 30.000 króna grunngjald á vistun líka í allt að 15 daga.

„Hið opinbera hefur sagt að það ætli ekki að borga rekstur líkhúsa. Samkvæmt samningi við ríkið fá kirkjugarðar framlög til að grafa fólk og hirða garðana en ekki krónu í neitt annað,“ sagði Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, um málið. „Gjaldið sem Útfararþjónustan fer nú að innheimta mun aldrei dekka rekstrarkostnað og afskriftir af þessu glæsilega húsi á Naustahöfðanum en það verður til þess að við höldum rekstrinum áfram.“

GJÖLD FRÁ 1. DESEMBER

Grunngjald, vistun í líkhúsi í allt að 15 daga – 30.000 kr.
Daggjald eftir 15 daga – 2.500 kr. á dag
Daggjald eftir 30 daga – 4.500 kr. á dag

Risaslanga hræddi líftóruna úr ástralskri konu – MYNDBAND

Þarna mátti litlu muna - Mynd: Skjáskot

Litlu mátti muna að kona yrði fyrir árás risa slöngu í Queensland í Ástralíu í vikunni.

Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu var Rachel Jelley að fara í mestu makindum í geymsluna sína til að þess að ná í skrúfur sem hún hafi ákveðið að geyma þar inni. Í myndbandi af atvikinu sést Jelley bíða eftir að geymsluhurðin fer alla leið upp þegar risastór slanga sveiflaðist niður úr lofti geymslunnar og reyndi að ráðast á Jelley. Sem betur fer fyrir hana tókst slöngunni ekki ætlunarverk sitt í þetta skipti en henni var sýnilega brugðið.

Jelley sagði við fjölmiðla að slangan kæmi reglulega inn á lóðina og hún ætlar ekki að reyna hindra að það gerist aftur. Samkvæmt Jelley skreið slangan aftur í felur eftir að hafa reynt að ráðast á hana.

Brotkastið fær óvæntan liðstyrk: „Þessi breyting býður upp á gestagang hjá okkur“

Brotkastið hefur nú bætt við sig hlaðvarpsþættinu Hluthafaspjallið, sem nú verður hluti af áskriftarkefi Brotkastsins.

Samkomulag hefur náðst um að hlaðvarpsþátturinn Hluthafaspjallið verði hluti af áskriftarkerfi Brotkastsins. „Við erum mjög ánægðir með þessa ákvörðun en með þessu verður dreifing þáttarins aukin samfara því að við göngum inn áskriftakerfi Brotkastsins. Við teljum þetta eðlilegt skref og það gefur okkur færi á að þróa þáttinn enn frekar,“ segir Sigurður Már Jónsson, annar umsjónaraðila Hluthafaspjallsins. Með honum er Jón G. Hauksson en hann var ritstjóri Frjálsrar verslunar um langt árabil. Sigurður Már starfaði á Viðskiptablaðinu frá 1995 til 2008 og var um skeið ritstjóri blaðsins. Þeir hófu að birta Hluthafaspjallið í októberbyrjun og hafa fengið góð viðbrögð meðal hlustenda en þar eru hluthafamarkaðir og viðskiptalífið krufin á heildstæðan hátt.


„Hluthafaspjallið hefur vakið athygli fyrir frískleg efnistök og djúpa þekkingu á fjármálamörkuðum. Við teljum að þetta verði frábær viðbót inn í áskriftakerfi okkar á Brotkast.is sem við erum nú að útvíkka og stækka. Með tilkomu Hluthafaspjallsins munum við geta boðið efni sem ætti að höfða til nýs hóps áskrifenda,“ sagði Frosti Logason hlaðvarpsstjórnandi og stofnandi Brotkastsins. Hluthafaspjallið bætist þá í hóp fleiri góðra þátta á Brotkast.is eins og Harmageddon, Spjallið með Frosta Logasyni og Fullorðins með Kiddu Svarfdal. Þættirnir fást allir í sama pakka fyrir eitt áskriftarverð.

„Með samvinnu við Brotkast.is getum við aukið dreifingu efnis frá okkur á fleiri samfélagsmiðla þó að áskrifendur Brotkastsins sitji einir að þættinum í heild sinni. En á móti kemur að langar klippur úr þættinum verða settar inn á samfélagsmiðla eins og Instagram, Facebook, X.com og YouTube – og við það nær efni úr hlaðvarpinu til mun fleiri; ekki aðeins hlustenda heldur líka áhorfenda þar sem hlaðvarpið fer við þessa breytingu í sjónvarp. Þá verða framvegis skrifaðar fréttir upp úr spjalli okkar sem mun vekja enn meiri athygli á hlaðvarpinu. Loks býður þessi breyting upp á gestagang hjá okkur; það verður hægara um vik fyrir okkur að taka á móti gestum í nýju stúdíói,“ segir Jón G. Hauksson. 

 

Flott Grýla

FLOTT var að gefa út nýtt lag - Mynd: Facebook

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Kjalar og Leifur Gunnarsson – Stúfur
FLOTT – Ó, Grýla taktu þér tak
Eldmóðir – Ást á tækniöld
HubbaBubba og Svala – Þú og ég og jól
Klaki – I see the sun





Bent á nýja auglýsingu Guide to Europe: „Fyrir þá sem þora”

Ágúst Bent Sigbertsson, eða Bent eins og hann er best þekktur, er einn af okkar ástsælustu röppurum en ferill hans nær aftur til ársins 2000 þegar hljómsveitin XXX Rottweilerhundar var stofnuð. Bent hefur í nógu að snúast þessi misserin en í gær kom út nýtt lag frá Rottweiler, sem ber einfaldlega heitið Voff.

Það er ekki eina verkefnið sem er nýtt úr smiðju Bents þar sem hann leikstýrði  auglýsingaherferð ferðaskrifstofunnar Guide to Europe, sem miðar að því að minna á að öll erum við fólk sem hefur upp á margt að bjóða og skiptir engu máli hvaðan við komum í grunninn.

Rottweiler verða með tónleika í Laugardalshöll í maí næstkomandi og er miðasala í fullum gangi. En hvað er fleira á döfinni hjá kappanum?

„Bara að halda áfram að gera auglýsingar fyrir þá sem þora og tíma að gera eitthvað skemmtilegt, hellingur af gelti með Rottweiler hundunum og svo gleðileg jól með minni heittelskuðu,” segir hann.

Össur blandar sér í blekkingarmál Dags B: „Að lokum hvet ég alla íhaldsmenn til að strika yfir Dag“

Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingar, hefur verið kærður fyrir að reyna að fá sjálfstæðismenn til að strika yfir nafn sitt á kjörseðli. Yfirlýsing Dags í þessa veru kom fram í athugasemd á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Lúðvík nokkur Lúðvíksson er kærandinn.

Össur Skarphéðinsson
Ljósmynd: Facebook

Morgunblaðið vakti í fyrstu athygli á málinu og upplýsti að ef sannaðist að Dagur væri haldinn einbeittum brotavilja gæti hann verið dæmdur í fangelsi. Forsendurnar yrðu þá væntanlega þær að Dagur hefði misnotað sér vanþekkingu sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að láta þá eyðileggja atkvæði sitt. Talsvert uppnám hefur verið vegna þessa og allt eins talið að hluti sjálfstæðismanna muni falla í gryfju Dags með tilheyrandi tjóni. Dagur hefur sagt í fjölmiðlum að í þessum skrifum hafi gamansemi verið leiðarljósið.

Össur Skarphéðisson, fyrrverandi formaður Samfylkingar, hefur nú bæst í hópinn og skorar á tiltekna kjósendur að strika Dag út af atkvæðisseðli sínum.

„Að lokum hvet ég alla íhaldsmenn til að strika yfir Dag,“ skrifar Össur á Facebook við góðar undirtektir og spáir því að himintunglin séu hagstæð og von á góðum úrslitum í kosningunum á morgun. Ekki liggur fyrir hvort Össur verði einnig kærður fyrir að misnota sér vanþekkingu kjósenda á hægri vængnum.

Myndin af Söru Lind

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd / Alþingi

Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra umhverfismála, er á meðal duglegustu ráðamanna þar sem kemur að því að koma sér og góðum málum á framfæri. Mogginn birtir frétt í dag þar sem í öndvegi er samsett mynd er af ráðherranum og þeirri umdeildu Söru Lind Guðbergsdóttur, eiginkonu blaðamannsins geðþekka, Stefáns E. Stefánssonar, og fyrrverandi skjólstæðingi Sjálfstæðisflokksins. Fréttin fjallar um fyrirbærið Ráðhildi, forrit sem leitar uppi bruðl í kerfinu. Guðlaugur og Sara Linda eiga að mati Moggans mestan heiðurinn af forritinu. Neðanmáls er reyndar getið um stýrihóp og mann sem heitir Hjörv­ar Steinn Grét­ars­son. Óljóst er hvaða hlut hópurinn og Hjörvar eiga í afrekinu.

Samkvæmt Guðlaugi Þór hefur þegar verið uppgötvuð stórfelld sóun í ráðuneyti hans og sparast hafa verulegir fjármundir.

„Þessi yf­ir­sýn hef­ur að mínu mati ekki verið til staðar hjá rík­inu og ég hef fundið fyr­ir því í störf­um mín­um sem ráðherra,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór í viðtali við Moggann og heitir því að verði hann ráðherra áfram muni Ráðhildur verða honum til aðstoðar.

Það þykir sérdeildis gott að Ráðhildur skuli með .þessum hætti dúkka upp í fangi ráðherrans, daginn fyrir kosningar og undirstrika rækilega hve vel Sjálfstæðisflokkurinn, ráðherrann og Sara Lind hafa staðið sig undanfarin sjö ár …

Ofbeldi og ásakanir í Ártúnsholtinu: „Runólfur ofsækir okkur“

Deilurnar áttu sér stað í Ártúnsholti árið 1995 - Mynd: Skjáskot Ja.is

Það var algjör ófriður sem ríkti í Álakvísl 124-136 árið 1995 en DV greindi frá málinu á sínum tíma.

Samkvæmt DV deildu íbúar fjölbýlishússins við Runólf Oddsson, sem bjó einnig í húsinu, en Runólfur var sviptur leyfi til hundahalds af yfirvöldum en fór ekki eftir þeim fyrirmælum. Málið komst til kasta borgarstjórnar, félagsmálaráðherra, lögreglu, umhverfisráðuneytisins, Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og fleiri aðila. Þá var eldri bróðir Runólfs forsætisráðherra Íslands á þessum tíma. Í sögu Runólfs lýsir hann því að hann hafi verið að koma heim frá útlöndum þegar nágranni hans réðst á sig.

Hundurinn til bjargar

„Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar ég opnaði dyrnar ruddist hann inn í íbúðina og sló mig í andlitið. Það bjargaði mér að hundurinn kom fram og þá bráði af manninum,“ sagði Runólfur en samkvæmt honum var búið að fjarlægja reiðhjól í hans eigu. „Mér virðist sem hann hafi verið búinn að ákveða að ég ætti að flytja út þann 1. júní þegar úrskurðurinn gengur í gildi. Ég hitti hann úti í garði og spurði hann hvort hann hefði tekið reiðhjólin. Hann sagðist hafa tekið þau og hent þeim. Ég sagði honum strax að ég myndi kæra hann til lögreglunnar. Það liðu um 10 mínútur þangað til hann hringdi bjöllunni hjá mér og ruddist inn,“ sagði Runólfur og ætlaði að kæra árásina.

Grætti dóttur Ólafs

Ólafur Benediktsson, nágranni Runólfs, viðurkenndi í DV að hafa slegið nágranna sinn. „Ég danglaði til hans og það er ekki hægt að kalla það högg. Ég hafna því alfarið að það hafi valdið honum skaða en auðvitað er ég ekki hreykinn af þessu og þetta var rangt af mér. Þetta átti sér þann aðdraganda að hann jós yfir mig fúkyrðum í garðinum. Ég er búinn að taka ýmsu en það sem gerði það að verkum að ég reiddist var að sjö ára dóttir mín, sem þarna var að leik, hljóp grátandi inn undan fúkyrðunum.“

Þá viðurkenndi Ólafur einnig að húsfélagið hafi hent reiðhjólunum hans Runólfs. „Þetta var hálfónýtt drasl sem við vissum ekki hver átti. Við töldum reyndar að þau hefðu verið skilin eftir af fyrri íbúum. Ef einhverjum hefði dottið í hug að þetta væri í eigu Runólfs hefði ekki hvarflað að okkur að svo mikið sem hreyfa við þessu.“

Sífelldar hótanir

Anna Karen Hauksdóttir, formaður húsfélagsins, sagði við DV að íbúar væru búnir að fá nóg af Runólfi en Anna bjó fyrir ofan Runólf.

„Ég tek fulla ábyrgð á þessu reiðhjólamáli. Það var ákveðið á húsfundi að henda þessum hjólum sem var ofaukið í hjólageymslunni. Þessi hjól voru gjarðalaus og í slæmu ástandi og við spurðum þá íbúa hússins sem náðist til hvort þeir ættu þetta en svo var ekki. Runólfur ofsækir okkur og er með sífelldar hótanir í okkar garð. Það hefur hvarflað aö flestum okkar að flytja úr þessu húsi því ástandið er við það að vera óbærilegt. Maður fyllist orðið kvíða við að koma heim.“

Raddir