Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ungi Bretinn fundinn heill á húfi á Majorca: „Röð óheppilegra atburða“ leiddi til hvarfsins

Benjamin með móður sinni, Felix.

Hinn ungi Breti Ben Ross er fundinn, heill á húfi eftir að hafa verið týndur á Majorca síðan 10. júlí síðastliðinn.

Sjá einnig: Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Ben, 26 ára lögfræðinemi frá Wigan á Stór-Manchester-svæðinu, hvarf eftir að hafa tekið sér pásu frá námi svo hann gæti eitt smá tíma í Palma City, höfuðborg Majorca. Hann var rændur á meðan hann synti í sjónum og skilinn eftir „peningalaus, símalaus og með enga leið til að láta vita af sér,“ samkvæmt móður hans, Felix Robinson.

Vinir og fjölskylda Ben sögðu „röð óheppilegra atburða“ hafa leitt til þess að hann hvarf og móðir hans hafði áður sagt að texti frá syni sínum benti til þess að hann væri ekki í réttu hugarástandi. Eftir að hafa ekki sést síðan 10. júlí er hann nú kominn til bresku ræðismannsskrifstofunnar í Palma „tættur en lifandi,“ samkvæmt fjölskylda hans.

Mamman Felix sagði í yfirlýsingu sem birt var á netsöfnunni sem notuð var til að hjálpa til við að safna peningum til að finna son hennar, að fjölskyldan einbeiti sér nú að því að koma honum „til fullrar heilsu aftur“. Hún sagði: „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem við höfum fengið. Allir hafa verið sannarlega ótrúlegir. Okkur er svo létt að hafa fundið hann og einbeitum okkur nú að því að koma honum aftur til fullrar heilsu og heim heilu og höldnu.“

 

 

 

Þjónustumiðstöðin við Seljalandsfoss reyndi að svína á ferðamönnum: „Ekkert nema svindl“

Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður.

Steinar Þór Sveinsson hefur verið leiðsögumaður í langan tíma; í meira en tvo áratugi.

Hann er á þeirri skoðun að ferðaþjónustan á Íslandi sé eigi á réttri leið; að gestrisni Íslendinga í garð útlendra ferðamanna hafi hrakað með vaxandi gjaldtöku.

Honum hreinlega ofbauð er hann horfði upp á það á þjónustumiðstöðinni við Seljalandsfoss að útlendum ferðamönnum er pöntuðu sér bjór var seldur lítt áfengur pilsner.

Steinar fjallar um málið í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

„Ég hef verið viðriðinn ferðaþjónustuna sem leiðsögumaður núna í rúm 20 ár. Mér finnst ákaflega margt vera á mjög svo rangri leið verð ég að segja, með þeim fyrirvara að eflaust á það við að maður sé að verða gamall nöldrari.“

Bætir því við að það sé „ömurlegt að frelsi ferðalagsins sé núna nánast horfið víða. Það er og hefur verið besta markaðssetning Íslands. Það er óþarfi að krefja ríkið um meiri pening í markaðssetningu þegar við fólkinu sem þó kemur taka gjaldhlið út um allt land, jafnvel án allrar þjónustu. Gestrisnin er farin, af hverju þá að bjóða fólk velkomið dýrum dómi?“

Segir einnig:

„Eitt það nýjasta er að ráðherra setti á gjaldtöku á malarstæðum við Jökulsárlón en ekkert hefur breyst, klósettmál eru í lamasessi. Einnig standa nú hliðverðir frá Umhverfisstofnun og stöðva alla bíla rétt utan við Landmannalaugar og heimta bílastæðagjöld fyrir malarplanið. Svo kemur fólk inn á svæðið og þá skal borga Ferðafélaginu það sem því svo sannarlega ber fyrir að halda úti ágætri salernisaðstöðu. Auðvitað ruglar svona margföld gjaldtaka inn á sama svæðið fólk í ríminu og er lítt til þess fallin að gleðja það.“

Hann segist ekki geta ímyndað sér „að það sé góð útgerð hjá Umhverfisstofnun að halda úti allt að þremur starfsmönnum til að rukka smábíla um 450 krónur.

Ég á erfitt með að skilja tekju- og kostnaðarmódelið í því. Ég skil heldur ekki hvernig það gekk í gegn skipulags- eða leyfalega. Og allt var þetta gert nánast án fyrirvara eða kynningar. Dónaskapur stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni er slíkur. Gjaldskylduskilti eru komin út um allt og ferðamenn klóra sér í hausnum og þora eflaust oft ekki öðru en að borga.

Oft er verið að fiska í gruggugu vatni. Skilti einfaldlega sett upp og treyst á guð og lukkuna, og Parka. Við Gluggafoss er skilti núna innan við girðingu landeigenda. Við malarstæði sem hefur verið þar í áratugi og landeigendur aldrei haft kostnað af en sveitarfélagið þjónustað. Borð og bekkur við fossinn er merkt Katla Geopark og Evrópusambandinu! Þar tókst okkur að sníkja út styrk fyrir ómerkilegu viðarborði en Evrópubúarnir sem heimsækja okkur skulu borga fyrir að nota það. Við Kirkjufell er rukkað á bílastæðinu.

Hvergi innan Grundarfjarðarbæjar sjálfs er rukkað. Útlendingarnir, sem þó borga hæstu fasteignagjöldin í gegnum hótelgistingar sínar, skulu hundeltir og borga alls staðar sem þeir vilja stoppa í nokkrar mínútur. Samt þykjumst við vilja bjóða þá velkomna og að ríkið leggi milljarða í auglýsingaherferðir þess vegna.“

Steinar segir að „steininn tók svo út með ókurteisina og viðhorfið gagnvart ferðamönnum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Þá keyptu ferðamennirnir mínir sér „bjór“ í veitingaaðstöðunni þar og var þeim seldur pilsner. Ég benti þeim á það, margspurði hvort þau hefðu örugglega beðið um bjór, og fór með bjórana aftur til stúlknana sem seldu þeim meintan „bjór“ og krafðist skýringa.“

Steinar segir að „þetta þótti nú auðvitað talsvert röfl í mér, þótti ekki tiltökumál og lítið til að kvarta yfir, og mér var sagt að pilsner væri nú það eina sem þau höfðu sem líktist bjór. Ég sagði að þau gætu nú ekki samt sem áður selt pilsner sem bjór ef beðið væri um bjór og að það væri ekkert nema svindl. Að lokum var endurgreitt.“

Segir að endingu:

Ríkisstjórn Íslands 2024.

„Svona er þetta allt orðið. Ég held að á meðan svo er og á meðan stjórnvöld og ferðaþjónustuaðilar margir virða gesti okkar lítils sem einskis þá sé óþarfi að setja marga milljarða af skattpeningum í að reyna að lokka fólk hingað til lands þegar þessar móttökur bíða þess.“

Guðni mismælti sig á kosningafundi: „Myndi aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil“

|
Guðni Th. Jóhannesson

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvort það hafi verið erfið ákvörðun að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil.

„Ja, hún var snúin að því leiti að, þetta er eins og maður segir við börnin, „Hvort eigum við að fara í bakarí eða ísbúð?“ bæði er best. Ég hefði ekkert grátið mig í svefn ef ég hefði tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér áfram og þá kannski með þá raunhæfu væntingu að ég næði kjöri. En ég velti vöngum yfir þessu öðru hvoru allt þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið.“

Guðni bendir næst á að hann hafi sagt það árið 2016 að ef hann næði kjöri myndi hann vilja sitja í tvö til þrjú kjörtímabil, átta til tólf ár. „Ég mismælti mig reyndar einu sinni á kosningafundi og sagði að ég vildi hafa þetta alveg skýrt, að næði ég kjöri og vildi fólk hafa mig áfram til forystu í samfélaginu, þá myndi ég aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil,“ segir Guðni og hlær. „Það kom svona undrunaralda og ég hugsaði og sagði svo „Já, nei, 12 ár!“.“

Reynir: „12, kjörtímabil …“

Guðni: „Það eru 48 ár!“

Reynir: „Þú hefðir verið á svipuðum aldri og kollegar þínir í Bandaríkjunum.“

Guðni: „Já. Og þeir geta nú líka mismælt sig.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Ættingjar Bjarna þrífa líka höfuðstöðvar Landsbankans: „Samningar sem þessir eru trúnaðarmál“

Höfuðstöðvar Landsbankans - Mynd: Landsbankinn

Dagar, ræstingafyrirtæki sem að mestu er í eigu ættingja Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sér um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti en samningurinn var gerður án útboðs.

Sjá einnig: Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Á dögunum sagði Heimildin frá því að fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS, hafi séð um ræstingar í Landsbókasafninu um áratugaskeið án útboðs. Þáði fyrirtækið tugi milljóna á ári fyrir þjónustuna. Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Þá er Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs sér Dagar einnig um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti og það án útboðs. Ekki hefur miðlinum tekist að fá upplýsingar um upphæðina sem fyrirtækið fær fyrir þrifin en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans svaraði skriflegri fyrirspurn Mannlífs um málið með eftirfarandi svari:

„Dagar sjá um ræstingu í húsnæði bankans við Reykjastræti og byggir það samstarf á samningi frá árinu 2000 sem gerður var við ISS, sem síðar varð Dagar. Ræstingarnar hafa ekki verið boðnar út en líkt og á við um alla aðkeypta þjónustu kemur útboð til greina. Við innkaup á vörum og þjónustu velur bankinn þá leið sem talin er henta best hverju sinni, m.a. með tilliti til verðs, gæða og öryggis. Samningar sem þessir eru trúnaðarmál.“

Veðurhorfur um Verslunarmannahelgina: „Það er í vari fyrir regninu oftast nær“

Einar Sveinbjörnsson.

Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og allir vilja vita allt um veðrið þá – þótt erfitt sé um það að spá.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Menn reyna og greina – spá í bolla og bálkesti; kasta janfvel hlutkesti, og Pollýanna er oft á sveimi.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að segja til um veðurhorfur um verslunarmannahelgina.

Eins og fram kemur á RÚV.

Hann segir að við Já-fólkið hafi alveg fengið væna og góða daga með hita yfir 20 stigum: einkum á Norður- og Austurlandi:

„Sumarið það sem af er er ekkert alslæmt en því er spáð heilt yfir, næstu 7-10 dagana, að það verði fremur vætusamt Sunnan- og Vestanlands. En á móti kemur, þar sem hlémegin fjalla, sérstaklega Norðaustanlands og jafnvel einnig á Austurlandi, það [landsvæði] er í vari fyrir regninu oftast nær og ágætt veður þar og jafnvel bara mjög gott suma dagana,“ segir Einar.

Hann leggur frá sér símann og horfir til himins.

Brynjar gerir stólpagrín að Dóru Björt: „Það er listgrein að geta blaðrað endalaust“

Dóra Björt
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Brynjar Níelsson hæðist að Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í nýrri færslu á Facebook.

Í færslunni gerir fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson stólpagrín að Píratanum Dóru Björt Guðjónsdóttur en hann segir hana aðeins kunna þrjú orð.

„Oft getur verið snúið fyrir borgarstjórann og meirihlutann í borginni að svara fyrir verk sín og verkleysið. Það vefst þó ekki fyrir formanni umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar. Hún hefur lært þrjú orð, sem eru falsfréttir, upplýsingaóreiða og misskilningur, og notar þau sitt á hvað þegar allt er í óefni og lítið um svör.“

Því næst telur Brynjar upp þau viðbrögð sem hann segir Dóru hafa sýnt í nokkrum málum sem vakið hafa athygli síðustu ár.

„Það var misskilningur að eitthvað væri ábótavant í snjómokstri borgarinnar. Það bara snjóaði meiri en við mátti búast. Sennilega er það misskilningur hjá Ísavía að trén í Öskjuhlíðinni séu of há fyrir blindflug og uplýsingaóreiða að borgin þurfi að fara að loftferðalögum. Upplýsingaóreiða hjá Samtökum iðnaðarins að borgin stæði sig ekki í lóðaúthlutun og uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Mátti skilja formanninn að hvergi væri meiri uppbygging þótt nánast engin íbúð væri tilbúin. Gagnrýni á gjafagjörning Reykjavíkurborgar til RÚV og olíufélaganna var blanda af falsfréttum, upplýsingaóreiðu og misskilningi.“

Að lokum skýtur Brynjar fast á Dóru:

„Það er listgrein að geta blaðrað endalaust og skilja borgarbúa eftir engu nær um í hverju falsfréttirnar, upplysingaóreiðan og misskilningurinn felast. Mætti halda að formaður umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar væri Pírati.“

Japanir beita nokkra ísraelska landnema refsiaðgerðum – MYNDBAND

Vopnaðir og kolólöglegir landsnemar á Vesturbakkanum.

Ríkisstjórn Japan hefur ákveðið að beita nokkra ísraelska landsnema refsiaðgerðum vegna ofbeldis sem þeir hafa beitt Palestínumenn.

Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar hefur sagt að refsiaðgerðirnar beinist að fjórum einstaklingum og bendir á að ofbeldi ísraelskra landnema gegn Palestínumönnum á hernumdum Vesturbakkanum hafi aukist til muna síðan í október síðastliðnum.

„Japan mun jafnt og þétt innleiða þessar frystingaraðgerðir og halda áfram að hvetja ísraelska ríkisstjórnina eindregið til að frysta algjörlega starfsemi landnemabyggða í samvinnu við alþjóðasamfélagið, þar á meðal G7,“ sagði Yoshimasa Hayashi, aðalritari ríkisstjórnarinnar.

Bretland, Kanada og Bandaríkin hafa beitt nokkrum einstökum ísraelskum landnemum refsiaðgerðum til að bregðast við auknu ofbeldi á hernumdum Vesturbakkanum.

Að forðast raunveruleikann

Það birtist á laugardaginn var í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni: Lærdómur plágunnar.

Boðskapur greinarinnar er sá að við þurfum að leggja meira á okkur við að læra af Covid-19  faraldrinum og tek ég undir hann heilshugar.  Ég hef margsinnis hvatt stjórnvöld til þess að setja á fót farsóttarstofnun sem hefði því hlutverki að gegna að rýna í reynsluna af Covid-19 og farsóttum fyrri tíma og undirbúa okkur undir þær sem hljóta að koma. Kostnaður við slíka stofnun væri að öllum líkindum mikill en þó hverfandi miðað við þann, sem hlytist af því að verða að spinna viðbrögð við næsta faraldri af fingrum fram. Við urðum að gera það í Covid-19 og þótt miklu fleira hafi tekist vel, en höfundur ritstjórnargreinarinnar virðist halda, var margt sem við hefðum gert betur ef innviðir hefðu verið til staðar.

Tildrög ritstjórnargreinarinnar var fyrirlestur sem Matt nokkur Ridley flutti upp í Háskóla Íslands um Covid-19 faraldurinn og ritstjórinn telur að hafi verið afar fróðlegur. Ekki ætla ég að halda öðru fram enda komst ég ekki á fyrirlesturinn. Hitt er þó ljóst á ritstjórnargreininni að Matt virðist hafa lagt áherslu á kenningar um uppruna veirunnar sem eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær. Þær eru einfaldlega tilgátur sem eru studdar mjög fátæklegum gögnum ef nokkrum.

Þær eru hins vegar, sumar þeirra býsna skemmtilegar og skyldi engan furða, vegna þess að þegar maður hefur engin gögn til þess að vísa veginn hefur maður frelsi til þess að fara í hvaða átt sem manni sýnist.

Svo er það hitt að við vitum ekki gjörla um uppruna einnar einustu veiru sem hefur lagst á menn og valdið faröldrum meðal annars vegna þess að veirur verða aldrei til í eitt skiptið fyrir öll.

Veirur halda áfram að endurskapast af völdum stökkbreytinga í erfðamengi þeirra og vals af hálfu umhverfisins sem í þessu tilfelli er allt sem gefur að líta í líkama mannsins. Þess vegna er það ekki furðulegt að vísindamenn sýni kenningum um uppruna veirunnar lítinn áhuga, þær eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær.

Í bók sinni Ákvarðað (Determined) setur Robert Sapolski fram þá kenningu að allt sem er í heiminum og allt sem gerist í heiminum eigi rætur sínar í öðru sem sé til staðar eða hafi verið eða sé að gerast eða hafi verið að gerast.

Samkvæmt þessari kenningu ættu að vera orsakatengsl milli litar fífilsins í garðinum mínum og stjórnmálaskoðana Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Til þess að geta afsannað þessa kenningu þyrftum við að hafa gögn um allt sem er og allt sem hefur verið í heiminum og öflun slíkra gagna er langt utan seilingar og þess vegna er ekki hægt afsanna kenninguna.

Þar af leiðandi fjallar þessi 500 blaðsíðna bók eftir frægan vísindamann ekki um vísindalega kenningu heldur skoðun sem er að öllum líkindum rétt en við fáum sjáfsagt aldrei að vita með vissu hvort svo sé.

Kenningar um uppruna Covid-19 er ekki hægt að afsanna vegna þess að stjórnvöld í Kína meina mönnum aðgang að þeim gögnum sem hægt væri að nýta við tilraunir til þess að afsanna þær. Þar af leiðandi hafa þær eins og stendur ekkert með vísindi að gera. Kínversk stjórnvöld haga sér gjarnan þannig að það er ógerlegt að spá fyrir um það hvers vegna þau veita ekki aðgang að þessum gögnum og vafasamt að draga þá ályktun að það sé vegna þess að gögnin bendi til þess að veiran eigi einhverjar rætur í kínverskri rannsóknarstofu.

Alræðisvald kínverska kommúnistaflokksins er ógeðfellt og illvirki hans mörg og ljót en Covid-19 faraldurinn er að öllum líkindum ekki eitt af þeim.

Það er hins vegar ljóst af lestri greinarinnar að ritstjórinn hikar ekki við að setja fram kenningar um faraldsfræði og heilbrigðisþjónustu á tímum Covid. Hann segir:

„Meðan á faraldrinum stóð komu ýmsar brotalamir í heilbrigðiskerfinu í ljós, þó fæstir vildu hafa orð á því  og hafi ekki gert síðan. Jafnvel einföld og samræmd söfnun tölfræði um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og dauðdaga reyndist afar brotakennd“

Ef við föllumst á þá skilgreiningu að kenning sé eingöngu vísindaleg ef hægt er að afsanna hana og allar kenningar sem hægt sé að afsanna séu vísindalegar þá er þessi kenning ritstjórans vísindaleg vegna þess að það er auðvelt að afsanna hana.

Heilbrigðiskerfið okkar sem var búið að hökta í hálfgerðum lamasessi um nokkurt skeið mætti þeim áskorunum sem fylgdu faraldrinum af myndarskap. Embætti sóttvarnarlæknis aflaði kerfisbundið upplýsinga í rauntíma um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og andlát. Þessar upplýsingar voru notaðar til þess að draga ályktanir um útbreiðslu veirunnar og veikinda sem voru síðan forsenda sóttvarnaraðgerða.

Þessi skráning var nákvæmari en annars staðar í heiminum og fól meðal annars í sér raðir níturbasa í erfðamengi veirunnar úr öllum sem greindust sem bauð upp á að draga ályktanir um það hvaðan veiran barst í einstaklinga og hvernig veiran stökkbreyttist með tímanum. Hvergi annars staðar í heiminum var veiran raðgreind að þessu marki. Það var einnig meiri skimun eftir veirunni meðal einkennalausra á Íslandi en í nokkru öðru landi í heiminum.

Öllum þessum margvíslegu gögnum var komið fyrir á þann máta að það var hægt að nýta þau saman og samtímis til þess að fylgjast með og bregðast við. Þessi gögn voru einnig notuð til þess að skrifa fyrstu greinarnar sem lýstu faraldsfræði sjúkdómsins í ljósi raða níturbasa í erfðamengi veirunnar og mótefnasvari gegn henni og birtust í virtasta læknisfræðitímariti heims.

Landspítalinn annaðist af prýði þá sem þurftu á innlögn að halda og opnaði göngudeild sem sinnti þeim sem voru minna veikir og heilsugæslan skipulagði ótrúlega bólusetningarherferð.

Eitt af því sem lagði af mörkum til þess að heilbrigðiskerfið reis undir væntingum er að Íslensk erfðagreining var um tíma endurskilgreind sem partur af heilbrigðiskerfinu og gat að miklu leyti séð um skimun, greiningu og raðgreiningu veirunnar og hugbúnaðarkerfi til þess að halda utan um mikið af þeim gögnum sem urðu til.

Eitt af því sem ég held að verði nauðsynlegur partur af viðbrögðum okkar við faröldrum framtíðarinnar er að faraldsfræðistofnun þegar hún er komin á legg geti kvatt til starfa alla þá aðila í samfélaginu sem gætu lagt af mörkum til þess að verja það.

Ég held að með þessum orðum sé ég búinn að afsanna kenningu ritstjórans um brotalamir heilbrigðiskerfisins á tímum Covid.

Ég á hinn bóginn algjörlega sammála honum um að við verðum leggjast undir feld og grafa eins djúpt og við getum ofan í þau gögn sem urðu til meðan á faraldrinum stóð, ekki bara um veiruna og sjúkdóminn sjálfan og viðbrögðin við þeim heldur líka afleiðingar viðbragðanna. Og síðan hitt að raunveruleikinn er oftast ósveigjanlegur og þrjóskur og þess vegna er skemmtilegast að setja saman kenningar sem verða ekki mátaðar við hann.

Kannski er það þess vegna sem bækurnar hans Matt Ridley eru svona skemmtilegar og seljast vel.

Kári Stefánsson

Segja utanríkisráðuneytið hafa skorað á Ísrael, ekki ráðherrann: „Sú hugmynd á sér ekki stoð“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Samskiptastjóri Pírata, Atli Þór Fanndal segir að utanríkisráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Nýlega birti utanríkisráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur áskorun á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraela í Palestínu var sagt ólöglegt. Í svari við fyrirspurnum Heimildarinnar sagði hins vegar að færslan hafi ekki komið frá ráðherranum, heldur ráðuneytinu hans. Þetta segir Atli Þór Fanndal ekki standast skoðun.

Í nýlegri Facebook-færslu sem Atli Þór birti og hlekkjaði frétt Heimildarinnar um málið, segir samskiptastjórinn að ráðherra sé persónugerð ráðuneytisins og að ráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Hér er færsla Atla Þórs í heild sinni:

„Ráðherra er persónugerð ráðuneytisins. Sú hugmynd að ráðuneyti segi nokkurn hlut en ekki ráðherra á sér ekki stoð. Ráðherra er ekki bara manneskja með allskonar pælingar heldur framkvæmdavald í mannlegu formi. Ráðherra er ekki ósammála eigin ráðuneyti. Áskorunin er því ráðherra þótt hún sé ekki persónu Þórdísar.“

Grunnskólinn á Djúpavogi býður upp á pólskunám:„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga“

Djúpivogur í Múlaþingi. Ljósmynd: Austurland.is

Síðasta vetur var boðið upp á pólskunám sem valgrein í Djúpavogsskóla. Hugmyndin kemur frá nemendum skólans en skólastjórinn segir áhugann hafa verið ágætan.

„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga á að læra pólsku. Við erum með nokkra pólskumælandi starfsmenn og þar af einn kennara sem tók vel undir þetta og við ákváðum að hafa þetta sem eina valgreinina. Það voru um tíu krakkar sem völdu pólskuvalið síðasta haust. Þetta er ekki aðeins tungumálið sjálft heldur einnig og spjall um hefðir og menningu í Póllandi, sem er nokkuð frábrugðin því sem hér er,“ segir Þorbjörg Sandholt, skólastjóri í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að grunnskólar landsins séu skyldugir, samkvæmt aðalnámskránni, að bjóða upp á ákveðinn fjölda valgreina með hefðbundnu námi en að það geti reynst erfitt fyrir minni grunnskóla á fámennum stöðum. Á Djúpavogi reynir grunnskólinn að nýta þá möguleika sem eru til staðar hverju sinni.

„Það er til dæmis skemmtilegt að segja frá því að einn valmöguleikinn nú fyrir unglingastigið er heimilisfræði með áherslu á mat úr héraði. Þar er horft sérstaklega til þess matar sem framleiddur er eða er ræktaður hér um slóðir. Þau hafa prófað sig áfram með hreindýrahakk og hafa lært að gera sósur eins og Lefever framleiðir hér,“ segir Þorbjörg.

Áttatíu dauðsföll mögulega tengd fæðubótaefni

Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.

Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.

Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.

Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.

Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.

Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.

Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.

Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.

Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.

Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.

Hans Jakob er látinn

Hans Jakob Jónsson.

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Kamala og Margrét hittust

Margrét Hrafnsdóttir, fjölmiðlakona og kvikmyndaframleiðandi., hefur verið innan um þá frægu og ríku um áratugaskeið. Margrét og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa lengi búið í Bandaríkjunum þar sem pólitískir sviptivindar geysa þessa dagana og Joe Biden hefur ákveðið að draga sig í hlé og Kamala Harris fær sviðið.

Margrét studdi Hillary Clinton með ráðum og dáð og tók virkan þátt í baráttu hennar við Donald Trump sem reyndar lauk með ósigri Hillary.

Vísir birtir viðtal við Margréti þar sem fullyrt er að hún þekki varaforsetann sem eigi eftir að rasskella Trump í komandi kosningum. Sú framsetning Vísis að Margrét „þekki“ Kamölu er nokkuð djörf þegar litið er til þess að Margrét segist sjálf hafa hitt hana í einhverju húsi í Bel Air og kunnað ofboðslega vel við hana …

Blankur farþegi í leigubíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Ofbeldismaður var handtekinn og læstur inni eftir slagsmál. Grunur er uppi um að hann hafi verið með hótanir og selt fíkniefni. Allt er þetta til rannsóknar. Hann verður yfirheyrður í dag.
Tveir ökumenn voru staðnir að því að aka réttindalausir og annar undir áhrifum fíkniefna. Báðir þurfa að greiða háar sektir.
Brotist var inn í nokkrar nokkrar geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst með málalok.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni, vörslu fíkniefna og líkamsárás. Þá var tvennt til viðbótar handtekið vegna rannsóknar á vörslu fíkniefna.
Lögregla hafði afskipti af blönkum farþega sem gat ekki greitt fyrir þjónustu leigubifreiðar.
Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Þjólfnaðir úr verslunum eru sífellt algengari, samkvæmt bókum lögreglunnar.

Uppnám varð í flugvél Atlanta – Flugfreyjan tilkynnti að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum

Til er staður og til er stund fyrir grín og hrekki. Það sem gengur vel ofan í einn, gæti farið ansi illa ofan í annan.

Í janúar á því herrans ári 1998, varð uppnám í flugvél Atlanta sem var á leið til Madrídar á Spáni frá Havana á Kúbu. Spænsk flugfreyja var spurð af farþega á einhverjum tímapunkti eftir að flugvélin var komin í loftið, hvar nákvæmlega vélin væri stödd. Flugfreyjan vissi það ekki en ákvað að spyrja flugstjórann um staðsetninguna. Datt honum í hug að sniðugt væri að segja brandara og sagði grunlausri flugfreyjunni að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum alræmda. Flugfreyjan fór með þær upplýsingar aftur fram og tilkynnti í kallkerfi vélarinnar að nú væru þau í vanda stödd þar sem þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Farþegar vélarinnar komust, skiljanlega, í mikið uppnám við þessa tilkynningu en þegar flugmaðurinn, sem var Íslendingur, heyrði tilkynninguna í kallkerfinu ákvað hann að grípa í kallkerfið og róa mannskapinn og segja þeim að hann viti upp á hár hvar þau væru og að þetta hafi verið misskilningur. Atlanta flugfélagið sagði í samtali við DV að málið væri litið alvarlegum augum og að bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hefðu verið skömmuð vegna málsins en flugvélstjórinn var síðan færður til í starfi.

Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:

Uppnám í Atlantavél á leið til Madríd vegna gríns flugvélstjóra:

Erum týnd í Bermúdaþríhyrningnum – tilkynnti flugfreyjan í kallkerfið

Spænska dagblaðið E1 Mundo greindi frá því í síðustu viku að uppnám hefði orðið um borð í leiguvél flugfélagsins Atlanta. Atlantavélin flaug undir merkjum spánska flugfélagsins Iberia á milli Madríd og Havana. Atvikið átti sér stað þar sem vélin var á leið til Madrid og farþegi spurði flugfreyjuna hvar þau væru stödd. Flugfreyjan, sem er spænsk, vissi það ekki en sagðist skyldu kanna málið. Hún fór því fram í flugstjórnarklefann og spurði á móðurmáli sínu um staðsetningu. Flugvélstjórinn svaraði henni og sagði í gríni að þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Með þetta svar fór flugfreyjan aftur í vélina og þar með kárnaði gamanið. Hún fór i kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegunum að illa væri komið þar sem vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Uppnám varð meðal þeirra hundraða farþega sem voru í vélinni enda augljóslega um mikinn háska að ræða. Þegar flugstjórinn, sem er íslendingur, heyrði í flugfreyjunni brá hann skjótt við og fór í kallkerfið og tilkynnti farþegum að þarna væri um mikinn misskilning að ræða og hann vissi nákvæmlega hvar vélin væri. Þannig tókst að róa farþegana með tíð og tíma. Ekki þarf að taka fram að vélin lenti heilu og höldnu á tilsettum tíma í Madríd.
Í yfirlýsingu frá flugfélaginu Atlanta er staðfest við DV að umrætt tilvik hafi átt sér stað. Þar segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hafi verið ávítuð. Þá hafi flugvélstjórinn, sem er frá Úrúgvæ, verið færður til í starfi. Þess má til gamans geta að Bermúdaþríhyrningurinn er á flugleiðinni milli Madríd og Havana

Dóri í Fjallakofanum heldur afmæli: „Gjaldþrotið hjálpaði mér“

Halldór Hreinsson. Mynd úr einkasafni.

„Fjallakofinn var stofnaður árið 2004, af Jóni Inga Sigvaldasyni og Halldór Hreinssyni tæpum tveimur árum eftir gjaldþrot Nanoq, sem var á þeim tíma ein stærsta lífstíls og útivistarverslun landsins. En eigendur Nanoq keyptu á sínum tíma rekstur Skátabúðarinnar, og innlimuðu inn í verslunina, en eftir tæp þrjú ár varð Nanoq gjaldþrota með tilheyrandi umhleypingum á markaðnum.

„Við sáum mikil tækifæri á markaðnum sem var opinn og leitandi eftir gjaldþrot NANOQ. Það má því með sanni segja að gjaldþrotið hjálpaði mér, “ segir Halldór Hreinsson, kaupmaður í Fjallakofanum, sem hann rekur í dag með fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum, Hilmari Má Aðalsteinssyni og Jóni Heiðari Andréssyni.

Það er ekki ofsögum sagt að stigið hafi verið gæfuspor með stofnun Fjallakofans því 20 árum síðar er verslunin komin með firnasterka stöðu á markaðnum, en Fjallakofinn byrjaði starfsemi í 17 fermetra rými í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, en er nú á tæplega 1700 fermetrum í Hallarmúla 2.

talan sautján er nokkurs konar happatala

„Það má því með sanni segja að talan sautján er nokkurs konar happatala hjá okkur,“ segir Halldór sem gjarnan er kallaður Dóri í Fjallakofanum.

Halldór má segja að hafi alist upp í verslunarrekstri, þar sem hann tók fyrstu sporin í matvöruversluninni Melabúðin sem foreldrar hans áttu og ráku með mjög góðum árangri, en eftir að hafa klárað viðskiptafræðina í Háskóla Íslands, tók hann að sér verslunarstjórastöðu í Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. En fljótlega kom tilboð um að taka við rekstri Skátabúðarinnar sem hann samþykkti.
„Ég  tók við rekstri Skátabúðarinnar, sem þá var í eigu Hjálparsveitar Skáta í Reykjavik, í ársbyrjun 1987 til ársins 1998. Ég sat í stjórn Hjálparsveitarinnar og hafði lengi verið félagi HSSR og er enn,“  segir Halldór.

Fjallakofinn í Hallarmúla.

Eftir þann tíma lá leiðin inn í  Fálkann, sem þá var sterkur á þessu sviði, sérstaklega með reiðhjól á sumrin og skíði að vetri til. Þaðan fór Halldór til Útilífs sem á þessum tíma var komið í eigu Baugs. Hann stýrði Útilífi fram í lok árs 2021. Eftir að hafa farið í gegnum allar þessar verslanir í útivistargeiranum þá vildi Halldór fara eigin leið með eigið fyrirtæki og þar kom eins og áður segir gjaldþrot Nanoq til hjálpar við að fá í hendurnar vörumerki sem sköpuðu grundvöll til þess að stofna og hefja rekstur á  útivistarversluninni  Fjallakofanum sem nú 20 árum síðar er með mikið úrval af vönduðum útivistarvörum frá heimsþekktum framleiðendum s.s. Scarpa, Patagonia, Arcteryx,  Smartwool, Völkl, Dalbello, Gregory, Leatherman og fleirum.

„Skátauppeldið er oft vanmetið af þeim sem það ekki þekkja,”  segir Halldór sem er nýkominn af Landsmóti Skáta þar sem hátt í 3000 skátar skemmtu sér og sýndu enn og aftur hversu sterkir þeir eru bæði andlega, og í búnaði þegar að veðurguðirnir sendu á þá eitt versta veður sumarsins, sem þeir stóðu af sér og fóru glaðir og endurnærðir heim til síns heima, en þarna voru rúmlega 1500 erlendir skátar sem komu víða að.   

Það verður mikið um dýrðir og gleði á þessum tímamótum Fjallakofans þ.e. þegar að starfsfólk og eigendur fagna 20 ára afmæli hans núna síðustu daga júlímánaðar. Það er klárlega afmæli sem eftir verður tekið og því fær það að standa alveg fram að verslunarmannahelginni. Á þessu 20 ára afmæli verða ekki bara vegleg tilboð heldu einnig  viðburðir sem verða kynnt eins vel og hægt er á hverjum degi, og því er það hvati að fylgjast vel með á samfélagsmiðlunum og ekki síst fyrir það  að það verður skemmtilegur leikur síðustu vikuna sem allir verða að taka þátt í til þess að eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun.

Hér má finna ítarlegt podcast-viðtal Mannlífs við Halldór sem tekið var á sínum tíma.

W.O.M.E.N. gagnrýnir Fjölskylduhjálpina: „Tími raunverulegra breytinga er fyrir löngu kominn“

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Stjórn W.O.M.E.N. á Íslandi gagnrýnir Fjölskylduhjálp Íslands harðlega í fréttatilkynningu vegna viðtals sem formaður samtakanna, Ásgerður Jóna Flosadóttir fór í á dögunum, þar sem hún sagðist vera með sérstaka úthlutunardag fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgang útlendinga. Stjórnin skorar á Reykjavíkurborg að draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar.

W.O.M.E.N. á Íslandi, sem eru samtök kvenna af erlendum uppruna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem orð Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, sem hún lét frá sér í útvarpsviðtali á dögunum, eru gagnrýnd harðlega og ali á útlendingahatri hér á landi.

Í upphafi tilkynningarinnar minna samtökin á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálpin fær á sig gagnrýni fyrir svipaða orðræðu.

„Fjölskylduhjálp Íslands hefur aftur hlotið gagnrýni fyrir að mismuna Íslendingum sem hér eru fæddir og þeim sem eru af erlendum uppruna, vegna nýlegra ráðstafanna formanns samtakanna, Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem ákvað að skipuleggja sérstaka daga til að dreifa aðstoð eingöngu til innfæddra Íslendinga. Ákvörðunin er sögð stafa af ótta við hótanir og yfirgangs fólks af erlendum uppruna sem eru viðtakendur aðstoðar hjálparsamtakanna, en sá ótti kom berlega í ljós í nýlegu atviki þar sem tveir einstaklingar voru sagðir hafa hótað sjálfboðaliðum. Fjölskylduhjálp hefur verið gagnrýnd á svipaðan hátt síðan 2010, þar sem W.O.M.E.N. gagnrýndi tvisvar áður hér og hér, ásamt öðrum og vitnaði í þær siðferðilegu og lagalegu skyldur sem við höfum á Íslandi að koma jafnt fram við alla.“

Samtökin leggja áherslu á að stuðningur frá samtökum á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, sé mikilvægur og þess vegna sé afar mikilvægt að tryggja öryggi og aðgengi slíkra samtaka. „Hins vegar, þó að bregðast eigi við slíkum áhyggjum, þá er fyrirhuguð lausn, að aðgreina aðstoð á grundvelli þjóðernis, aðeins til þess fallin að auka á vandamálin frekar en að leysa þau eins og þau eru sögð eiga að gera.“

Segir stjórn samtakanna ennfremur að þarna sé verið að skipta fólki í tvo aðskilda hópa, þar sem innfæddir Íslendingar séu „óógnandi“ hópurinn og Íslendingar af erlendum uppruna sá hópur sem sé ógnandi. „Þessi nálgun styrkir á áhrifaríkan hátt og viðheldur skaðlegum staðalímyndum óháð því hverju þeir í Fjölskylduhjálpinni trúa eða trúa ekki.  Þessi nálgun viðurkennir í eðli sínu þá röngu frásögn að allir af erlendum uppruna valdi vandræðum, einnig dýpkar hún hina félagslegu gjá milli innfæddra og hinna og eykur á kvíða og andúð þeirra á milli. Þetta hefur í för með sér  hættur, ekki aðeins fyrir starfsemi Fjölskylduhjálpar, heldur fyrir samfélagið í heild sinni á  tímum þar sem við erum að verða vitni að alþjóðlegum uppgangi útlendingahaturs og aukinnar þjóðernishyggju.  Í stað þess að ýta okkur lengra í sundur verða einu gagnlegu viðbrögðin til að draga úr hópspennu að afhjúpa undirliggjandi vandamál sem hindra raunverulega þáttttöku og gagnkvæman skilning.

Því næst hvetur stjórn W.O.M.E.N. Fjölskylduhjálp, í þriðja sinn, að taka gagnrýninni á stefnu sinni og „reyna að þróa árangursríkari og heildstæðari lausnir til langs tíma“. „Ef markmiðið er sannarlega að tryggja öryggi og aðgengi fyrir alla ætti ekki að vera tregða til að eiga opinskáar samræður um málefni sem tengjast kynþætti, þjóðarbroti og þjóðerni, svo framarlega sem áherslan er áfram á tiltekna hegðun frekar en á sjálfsmyndina sjálfa. Sem félagssamtök sem leggja áherslu á að styðja íbúa af fjölbreyttum uppruna, bregðumst við skyldum okkar ef við látum ótta við óþægilegar samræður hindra framfarir í átt að uppbyggilegum og sanngjörnum lausnum.“

Og áfram skorar stjórnin á Fjölskylduhjálpina: „Við skorum því á Fjölskylduhjálpina að taka þátt í erfiðum samtölum, hlusta á þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja, leita eftir stuðningi hjá öðrum samtökum sem hafa reynslu af starfi með fólki af erlendum uppruna og grípa þessa gagnrýni sem tækifæri til að gera betur fyrir allt samfélagið sem hún þjónar.“

Þá skorar W.O.M.E.N. enn og aftur á Reykjavíkur borg að „draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar og grípa til gagnsærra aðgerða til að rannsaka og bregðast við í samræmi við þær aðgerðir sem reynast vera í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkur.“

Að lokum segist stjórn W.O.M.E.N. taka málið fyrir með „varkárri von“ um að allar yfirlýsingar og skuldbindingar sem komið hafa fram hafi verið „gefnar af einlægni“. „Hins vegar, eins og við höfum áður sagt, er ekki lengur hægt að líta á margra ára endurtekin mál sem brugðist hefur verið við með ófullnægjandi hætti, sem misskilningi. Tími raunverulegra breytinga og ábyrgðar er fyrir löngu kominn.“

 

 

Guðni fær sér aldrei meira en tvö ölglös: „Þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“

Fráfarandi forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Ljósmynd/ skjáskot Instagram

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvað sé erfiðasta verkefnið sem hann hefur innt af hendi í þau átta ár sem hann hefur gegnt embætti forseta Íslands.

„Ég er ekki farinn ennþá á þann stað að líta mjög um öxl en ef ég horfi svona vítt yfir sviðið, þá myndi ég ekki endilega horfa á eitt atvik eða atburð eða ákvörðun frekar en eitthvað annað,“ svarar Guðni og heldur áfram: „Það sem hefur verið erfitt, en ekkert sem maður kveinkar sér undan, er bara amstur dagsins. Það er alltaf nóg að gera, eins og vera ber, og þótt að maður hafi geta tekið frí hér og leyfi þar, þá er maður alltaf á vaktinni. Maður veit það. Nú hef ég aldrei átt í erfiðleikum með áfengi til dæmis en ég fæ mér aldrei meira en eitt glas, eitt ölglas, eitt vínglas, kannski tvö, ef það er þrírétta eða hvað eina, því ég veit, eins og ég sagði í upphafi forsetatíð minnar, ég þarf að vera tilbúinn ef það verður Heklugos. Og nú hugsa ég líka „Ég þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“. Þannig að maður getur aldrei leyft sér að sleppa fram af sér beislinu. Maður getur aldrei leyft sér að vera ekki í standi. Og það venst. En þetta er sá þáttur starfsins sem fólk verður að gera sér grein fyrir.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Diddú finnst erfiðast að syngja yfir ungum börnum: „Því sorgin er svo áþreifanleg“

Diddú er engin venjuleg kona. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

Ég hef fundið styrk einhvers staðar frá við söngstörf

Ég spyr hana hvað sé erfiðasta aðstaða sem hún upplifi í tónlist og þá birtist þessi engill í mannsmynd og yfirbragðið breytist og verður áþreifanlega ljúft og allar hreyfingar verða mjúkar og hún segir: „Það erfiðasta er að syngja yfir ungum börnum, því þar þarf ég að brynja mig og verða líknandi ljós í þrúgandi sorg aðstandenda og ég hef fundið fyrir handleiðslu einhvers æðri máttar og upplifað að það er unnið í gegnum sönginn hjá mér. Svo sterkt hef ég fundið fyrir því, að ég fékk sjálf gæsahúð. En svona aðstæður geta verið þrúgandi, því sorgin er svo áþreifanleg. En ég er þakklát fyrir að geta verið líknandi í þeim aðstæðum.“

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.

Akureyrska rokkhljómsveitin Miomantis gefur út nýja plötu: „Textarnir fjalla um allskyns tjón“

Miamantos Ljósmynd: Aðsend

Föstudaginn 26. júlí gefur hljómsveitin Miomantis út plötuna TJÓN.

Í tilefni þess að rokkhljómsveitin Miomantis er að gefa út plötuna Tjón næstkomandi föstudag, heyrði Mannlíf í hljómsveitarmeðlimum bandsins en hljómsveitina skipa þeir Davíð sem bæði syngur og spilar á gítar í bandinu, Daníel, gítarleikari, Tumi, á bassa og Bjarmi sem er á trommum.

Hvaða hljómsveit er Miomantis?

Davíð: „Miomantis var stofnuð árið 2019 og byrjaði sem verkefni Davíðs í tónlistarskóla Akureyrar, en þá fékk hann Tuma með sér í lið og gáfu þeir út fyrstu EP plötuna sem er einnig titluð Miomantis, árið 2020, ásamt EP plötunni BLEAK. Seinna meir fékk hljómsveitin fyrsta gigg sitt árið 2021 á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím, grasrótar tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert síðan 2018 á Akureyri. Miomantis spilaðir þá með örlitlu öðruvísi hljómsveitarskipan og öðrum meðlimum. Síðar meir gengur Bjarmi til liðs við hljómsveitina og gerir með þeim þriðju EP plötuna árið 2022 en hún heitir The Mantis. Ásamt þessu byrjaði Miomantis ásamt fleirum Akureyrskum hljómsveitum (Dream The Name, Ari Orrason) unnið hörðum höndum við að koma grasrótinni á Akureyri lengra með reglulegum tónleikum (Norðanrokk, Norðanrokk II og Grasrót 2024) í kring um 2022. Snemma árið 2023 tók Miomantis þá skipan og svip sem það gerir í dag, þegar Daníel gekk til liðs við hljómsveitina og þar þá næsta plata saman: TJÓN.“

Svona lítur platan út.

Hvers konar plata er TJÓN?

„TJÓN var unnin jafn mikið af öllum meðlimum hljómsveitarinnar þar sem að öll lög sem voru samin, tóku sinn svip í gegnum það að æfa og þétta og breyta lögunum á æfingarsvæði hljómsveitarinnar. Á plötunni má heyra öðruvísi stíl. Og þar sem Miomantis setur sig ekki í einhverja ákveðna tónlistar stefnu má heyra þá fara milli víða veggi rokksins; þar má nefna framsækinn málm, þunga rokk, grugg, pönk, draumkennt rokk og svo má fleira nefna. Lögin eru 12 samtals og platan hefur lausan söguþráð þar sem titillin TJÓN kemur frá því að textarnir fjalla um allskyns tjón. Þar má til dæmis nefna eiturlyfja neyslu, þunglyndi, ástarsambönd, stríðsátök og margt fleira.“

 

Ungi Bretinn fundinn heill á húfi á Majorca: „Röð óheppilegra atburða“ leiddi til hvarfsins

Benjamin með móður sinni, Felix.

Hinn ungi Breti Ben Ross er fundinn, heill á húfi eftir að hafa verið týndur á Majorca síðan 10. júlí síðastliðinn.

Sjá einnig: Annar ungur Breti hverfur á Spáni – Átti í útistöðum við meðleigjendur sína

Ben, 26 ára lögfræðinemi frá Wigan á Stór-Manchester-svæðinu, hvarf eftir að hafa tekið sér pásu frá námi svo hann gæti eitt smá tíma í Palma City, höfuðborg Majorca. Hann var rændur á meðan hann synti í sjónum og skilinn eftir „peningalaus, símalaus og með enga leið til að láta vita af sér,“ samkvæmt móður hans, Felix Robinson.

Vinir og fjölskylda Ben sögðu „röð óheppilegra atburða“ hafa leitt til þess að hann hvarf og móðir hans hafði áður sagt að texti frá syni sínum benti til þess að hann væri ekki í réttu hugarástandi. Eftir að hafa ekki sést síðan 10. júlí er hann nú kominn til bresku ræðismannsskrifstofunnar í Palma „tættur en lifandi,“ samkvæmt fjölskylda hans.

Mamman Felix sagði í yfirlýsingu sem birt var á netsöfnunni sem notuð var til að hjálpa til við að safna peningum til að finna son hennar, að fjölskyldan einbeiti sér nú að því að koma honum „til fullrar heilsu aftur“. Hún sagði: „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem við höfum fengið. Allir hafa verið sannarlega ótrúlegir. Okkur er svo létt að hafa fundið hann og einbeitum okkur nú að því að koma honum aftur til fullrar heilsu og heim heilu og höldnu.“

 

 

 

Þjónustumiðstöðin við Seljalandsfoss reyndi að svína á ferðamönnum: „Ekkert nema svindl“

Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður.

Steinar Þór Sveinsson hefur verið leiðsögumaður í langan tíma; í meira en tvo áratugi.

Hann er á þeirri skoðun að ferðaþjónustan á Íslandi sé eigi á réttri leið; að gestrisni Íslendinga í garð útlendra ferðamanna hafi hrakað með vaxandi gjaldtöku.

Honum hreinlega ofbauð er hann horfði upp á það á þjónustumiðstöðinni við Seljalandsfoss að útlendum ferðamönnum er pöntuðu sér bjór var seldur lítt áfengur pilsner.

Steinar fjallar um málið í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

„Ég hef verið viðriðinn ferðaþjónustuna sem leiðsögumaður núna í rúm 20 ár. Mér finnst ákaflega margt vera á mjög svo rangri leið verð ég að segja, með þeim fyrirvara að eflaust á það við að maður sé að verða gamall nöldrari.“

Bætir því við að það sé „ömurlegt að frelsi ferðalagsins sé núna nánast horfið víða. Það er og hefur verið besta markaðssetning Íslands. Það er óþarfi að krefja ríkið um meiri pening í markaðssetningu þegar við fólkinu sem þó kemur taka gjaldhlið út um allt land, jafnvel án allrar þjónustu. Gestrisnin er farin, af hverju þá að bjóða fólk velkomið dýrum dómi?“

Segir einnig:

„Eitt það nýjasta er að ráðherra setti á gjaldtöku á malarstæðum við Jökulsárlón en ekkert hefur breyst, klósettmál eru í lamasessi. Einnig standa nú hliðverðir frá Umhverfisstofnun og stöðva alla bíla rétt utan við Landmannalaugar og heimta bílastæðagjöld fyrir malarplanið. Svo kemur fólk inn á svæðið og þá skal borga Ferðafélaginu það sem því svo sannarlega ber fyrir að halda úti ágætri salernisaðstöðu. Auðvitað ruglar svona margföld gjaldtaka inn á sama svæðið fólk í ríminu og er lítt til þess fallin að gleðja það.“

Hann segist ekki geta ímyndað sér „að það sé góð útgerð hjá Umhverfisstofnun að halda úti allt að þremur starfsmönnum til að rukka smábíla um 450 krónur.

Ég á erfitt með að skilja tekju- og kostnaðarmódelið í því. Ég skil heldur ekki hvernig það gekk í gegn skipulags- eða leyfalega. Og allt var þetta gert nánast án fyrirvara eða kynningar. Dónaskapur stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni er slíkur. Gjaldskylduskilti eru komin út um allt og ferðamenn klóra sér í hausnum og þora eflaust oft ekki öðru en að borga.

Oft er verið að fiska í gruggugu vatni. Skilti einfaldlega sett upp og treyst á guð og lukkuna, og Parka. Við Gluggafoss er skilti núna innan við girðingu landeigenda. Við malarstæði sem hefur verið þar í áratugi og landeigendur aldrei haft kostnað af en sveitarfélagið þjónustað. Borð og bekkur við fossinn er merkt Katla Geopark og Evrópusambandinu! Þar tókst okkur að sníkja út styrk fyrir ómerkilegu viðarborði en Evrópubúarnir sem heimsækja okkur skulu borga fyrir að nota það. Við Kirkjufell er rukkað á bílastæðinu.

Hvergi innan Grundarfjarðarbæjar sjálfs er rukkað. Útlendingarnir, sem þó borga hæstu fasteignagjöldin í gegnum hótelgistingar sínar, skulu hundeltir og borga alls staðar sem þeir vilja stoppa í nokkrar mínútur. Samt þykjumst við vilja bjóða þá velkomna og að ríkið leggi milljarða í auglýsingaherferðir þess vegna.“

Steinar segir að „steininn tók svo út með ókurteisina og viðhorfið gagnvart ferðamönnum fyrir nokkrum dögum við Seljalandsfoss. Þá keyptu ferðamennirnir mínir sér „bjór“ í veitingaaðstöðunni þar og var þeim seldur pilsner. Ég benti þeim á það, margspurði hvort þau hefðu örugglega beðið um bjór, og fór með bjórana aftur til stúlknana sem seldu þeim meintan „bjór“ og krafðist skýringa.“

Steinar segir að „þetta þótti nú auðvitað talsvert röfl í mér, þótti ekki tiltökumál og lítið til að kvarta yfir, og mér var sagt að pilsner væri nú það eina sem þau höfðu sem líktist bjór. Ég sagði að þau gætu nú ekki samt sem áður selt pilsner sem bjór ef beðið væri um bjór og að það væri ekkert nema svindl. Að lokum var endurgreitt.“

Segir að endingu:

Ríkisstjórn Íslands 2024.

„Svona er þetta allt orðið. Ég held að á meðan svo er og á meðan stjórnvöld og ferðaþjónustuaðilar margir virða gesti okkar lítils sem einskis þá sé óþarfi að setja marga milljarða af skattpeningum í að reyna að lokka fólk hingað til lands þegar þessar móttökur bíða þess.“

Guðni mismælti sig á kosningafundi: „Myndi aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil“

|
Guðni Th. Jóhannesson

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvort það hafi verið erfið ákvörðun að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil.

„Ja, hún var snúin að því leiti að, þetta er eins og maður segir við börnin, „Hvort eigum við að fara í bakarí eða ísbúð?“ bæði er best. Ég hefði ekkert grátið mig í svefn ef ég hefði tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér áfram og þá kannski með þá raunhæfu væntingu að ég næði kjöri. En ég velti vöngum yfir þessu öðru hvoru allt þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið.“

Guðni bendir næst á að hann hafi sagt það árið 2016 að ef hann næði kjöri myndi hann vilja sitja í tvö til þrjú kjörtímabil, átta til tólf ár. „Ég mismælti mig reyndar einu sinni á kosningafundi og sagði að ég vildi hafa þetta alveg skýrt, að næði ég kjöri og vildi fólk hafa mig áfram til forystu í samfélaginu, þá myndi ég aldrei gegna þessu embætti í meira en 12 kjörtímabil,“ segir Guðni og hlær. „Það kom svona undrunaralda og ég hugsaði og sagði svo „Já, nei, 12 ár!“.“

Reynir: „12, kjörtímabil …“

Guðni: „Það eru 48 ár!“

Reynir: „Þú hefðir verið á svipuðum aldri og kollegar þínir í Bandaríkjunum.“

Guðni: „Já. Og þeir geta nú líka mismælt sig.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Ættingjar Bjarna þrífa líka höfuðstöðvar Landsbankans: „Samningar sem þessir eru trúnaðarmál“

Höfuðstöðvar Landsbankans - Mynd: Landsbankinn

Dagar, ræstingafyrirtæki sem að mestu er í eigu ættingja Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sér um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti en samningurinn var gerður án útboðs.

Sjá einnig: Ættingjar Bjarna þrifu Landsbókasafn fyrir hundruði milljóna: „Alltaf leggst þeim eitthvað til“

Á dögunum sagði Heimildin frá því að fyrirtækið Dagar, sem áður hét ISS, hafi séð um ræstingar í Landsbókasafninu um áratugaskeið án útboðs. Þáði fyrirtækið tugi milljóna á ári fyrir þjónustuna. Stærstu eigendur Daga eru Benedikt Sveinsson og Einar Sveinsson, sem kenndir eru við Engeyjarættina. Þá er Benedikt Einarsson, sonur Einars, er stjórnarformaður fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs sér Dagar einnig um þrif á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í Reykjastræti og það án útboðs. Ekki hefur miðlinum tekist að fá upplýsingar um upphæðina sem fyrirtækið fær fyrir þrifin en opinber innkaup eru útboðsskyld þegar heildarvirði samnings fer yfir 15,5 milljónir króna.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans svaraði skriflegri fyrirspurn Mannlífs um málið með eftirfarandi svari:

„Dagar sjá um ræstingu í húsnæði bankans við Reykjastræti og byggir það samstarf á samningi frá árinu 2000 sem gerður var við ISS, sem síðar varð Dagar. Ræstingarnar hafa ekki verið boðnar út en líkt og á við um alla aðkeypta þjónustu kemur útboð til greina. Við innkaup á vörum og þjónustu velur bankinn þá leið sem talin er henta best hverju sinni, m.a. með tilliti til verðs, gæða og öryggis. Samningar sem þessir eru trúnaðarmál.“

Veðurhorfur um Verslunarmannahelgina: „Það er í vari fyrir regninu oftast nær“

Einar Sveinbjörnsson.

Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og allir vilja vita allt um veðrið þá – þótt erfitt sé um það að spá.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Menn reyna og greina – spá í bolla og bálkesti; kasta janfvel hlutkesti, og Pollýanna er oft á sveimi.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að segja til um veðurhorfur um verslunarmannahelgina.

Eins og fram kemur á RÚV.

Hann segir að við Já-fólkið hafi alveg fengið væna og góða daga með hita yfir 20 stigum: einkum á Norður- og Austurlandi:

„Sumarið það sem af er er ekkert alslæmt en því er spáð heilt yfir, næstu 7-10 dagana, að það verði fremur vætusamt Sunnan- og Vestanlands. En á móti kemur, þar sem hlémegin fjalla, sérstaklega Norðaustanlands og jafnvel einnig á Austurlandi, það [landsvæði] er í vari fyrir regninu oftast nær og ágætt veður þar og jafnvel bara mjög gott suma dagana,“ segir Einar.

Hann leggur frá sér símann og horfir til himins.

Brynjar gerir stólpagrín að Dóru Björt: „Það er listgrein að geta blaðrað endalaust“

Dóra Björt
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Brynjar Níelsson hæðist að Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í nýrri færslu á Facebook.

Í færslunni gerir fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson stólpagrín að Píratanum Dóru Björt Guðjónsdóttur en hann segir hana aðeins kunna þrjú orð.

„Oft getur verið snúið fyrir borgarstjórann og meirihlutann í borginni að svara fyrir verk sín og verkleysið. Það vefst þó ekki fyrir formanni umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar. Hún hefur lært þrjú orð, sem eru falsfréttir, upplýsingaóreiða og misskilningur, og notar þau sitt á hvað þegar allt er í óefni og lítið um svör.“

Því næst telur Brynjar upp þau viðbrögð sem hann segir Dóru hafa sýnt í nokkrum málum sem vakið hafa athygli síðustu ár.

„Það var misskilningur að eitthvað væri ábótavant í snjómokstri borgarinnar. Það bara snjóaði meiri en við mátti búast. Sennilega er það misskilningur hjá Ísavía að trén í Öskjuhlíðinni séu of há fyrir blindflug og uplýsingaóreiða að borgin þurfi að fara að loftferðalögum. Upplýsingaóreiða hjá Samtökum iðnaðarins að borgin stæði sig ekki í lóðaúthlutun og uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Mátti skilja formanninn að hvergi væri meiri uppbygging þótt nánast engin íbúð væri tilbúin. Gagnrýni á gjafagjörning Reykjavíkurborgar til RÚV og olíufélaganna var blanda af falsfréttum, upplýsingaóreiðu og misskilningi.“

Að lokum skýtur Brynjar fast á Dóru:

„Það er listgrein að geta blaðrað endalaust og skilja borgarbúa eftir engu nær um í hverju falsfréttirnar, upplysingaóreiðan og misskilningurinn felast. Mætti halda að formaður umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar væri Pírati.“

Japanir beita nokkra ísraelska landnema refsiaðgerðum – MYNDBAND

Vopnaðir og kolólöglegir landsnemar á Vesturbakkanum.

Ríkisstjórn Japan hefur ákveðið að beita nokkra ísraelska landsnema refsiaðgerðum vegna ofbeldis sem þeir hafa beitt Palestínumenn.

Talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar hefur sagt að refsiaðgerðirnar beinist að fjórum einstaklingum og bendir á að ofbeldi ísraelskra landnema gegn Palestínumönnum á hernumdum Vesturbakkanum hafi aukist til muna síðan í október síðastliðnum.

„Japan mun jafnt og þétt innleiða þessar frystingaraðgerðir og halda áfram að hvetja ísraelska ríkisstjórnina eindregið til að frysta algjörlega starfsemi landnemabyggða í samvinnu við alþjóðasamfélagið, þar á meðal G7,“ sagði Yoshimasa Hayashi, aðalritari ríkisstjórnarinnar.

Bretland, Kanada og Bandaríkin hafa beitt nokkrum einstökum ísraelskum landnemum refsiaðgerðum til að bregðast við auknu ofbeldi á hernumdum Vesturbakkanum.

Að forðast raunveruleikann

Það birtist á laugardaginn var í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni: Lærdómur plágunnar.

Boðskapur greinarinnar er sá að við þurfum að leggja meira á okkur við að læra af Covid-19  faraldrinum og tek ég undir hann heilshugar.  Ég hef margsinnis hvatt stjórnvöld til þess að setja á fót farsóttarstofnun sem hefði því hlutverki að gegna að rýna í reynsluna af Covid-19 og farsóttum fyrri tíma og undirbúa okkur undir þær sem hljóta að koma. Kostnaður við slíka stofnun væri að öllum líkindum mikill en þó hverfandi miðað við þann, sem hlytist af því að verða að spinna viðbrögð við næsta faraldri af fingrum fram. Við urðum að gera það í Covid-19 og þótt miklu fleira hafi tekist vel, en höfundur ritstjórnargreinarinnar virðist halda, var margt sem við hefðum gert betur ef innviðir hefðu verið til staðar.

Tildrög ritstjórnargreinarinnar var fyrirlestur sem Matt nokkur Ridley flutti upp í Háskóla Íslands um Covid-19 faraldurinn og ritstjórinn telur að hafi verið afar fróðlegur. Ekki ætla ég að halda öðru fram enda komst ég ekki á fyrirlesturinn. Hitt er þó ljóst á ritstjórnargreininni að Matt virðist hafa lagt áherslu á kenningar um uppruna veirunnar sem eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær. Þær eru einfaldlega tilgátur sem eru studdar mjög fátæklegum gögnum ef nokkrum.

Þær eru hins vegar, sumar þeirra býsna skemmtilegar og skyldi engan furða, vegna þess að þegar maður hefur engin gögn til þess að vísa veginn hefur maður frelsi til þess að fara í hvaða átt sem manni sýnist.

Svo er það hitt að við vitum ekki gjörla um uppruna einnar einustu veiru sem hefur lagst á menn og valdið faröldrum meðal annars vegna þess að veirur verða aldrei til í eitt skiptið fyrir öll.

Veirur halda áfram að endurskapast af völdum stökkbreytinga í erfðamengi þeirra og vals af hálfu umhverfisins sem í þessu tilfelli er allt sem gefur að líta í líkama mannsins. Þess vegna er það ekki furðulegt að vísindamenn sýni kenningum um uppruna veirunnar lítinn áhuga, þær eru ekki vísindalegar vegna þess að það er ekki hægt að afsanna þær.

Í bók sinni Ákvarðað (Determined) setur Robert Sapolski fram þá kenningu að allt sem er í heiminum og allt sem gerist í heiminum eigi rætur sínar í öðru sem sé til staðar eða hafi verið eða sé að gerast eða hafi verið að gerast.

Samkvæmt þessari kenningu ættu að vera orsakatengsl milli litar fífilsins í garðinum mínum og stjórnmálaskoðana Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Til þess að geta afsannað þessa kenningu þyrftum við að hafa gögn um allt sem er og allt sem hefur verið í heiminum og öflun slíkra gagna er langt utan seilingar og þess vegna er ekki hægt afsanna kenninguna.

Þar af leiðandi fjallar þessi 500 blaðsíðna bók eftir frægan vísindamann ekki um vísindalega kenningu heldur skoðun sem er að öllum líkindum rétt en við fáum sjáfsagt aldrei að vita með vissu hvort svo sé.

Kenningar um uppruna Covid-19 er ekki hægt að afsanna vegna þess að stjórnvöld í Kína meina mönnum aðgang að þeim gögnum sem hægt væri að nýta við tilraunir til þess að afsanna þær. Þar af leiðandi hafa þær eins og stendur ekkert með vísindi að gera. Kínversk stjórnvöld haga sér gjarnan þannig að það er ógerlegt að spá fyrir um það hvers vegna þau veita ekki aðgang að þessum gögnum og vafasamt að draga þá ályktun að það sé vegna þess að gögnin bendi til þess að veiran eigi einhverjar rætur í kínverskri rannsóknarstofu.

Alræðisvald kínverska kommúnistaflokksins er ógeðfellt og illvirki hans mörg og ljót en Covid-19 faraldurinn er að öllum líkindum ekki eitt af þeim.

Það er hins vegar ljóst af lestri greinarinnar að ritstjórinn hikar ekki við að setja fram kenningar um faraldsfræði og heilbrigðisþjónustu á tímum Covid. Hann segir:

„Meðan á faraldrinum stóð komu ýmsar brotalamir í heilbrigðiskerfinu í ljós, þó fæstir vildu hafa orð á því  og hafi ekki gert síðan. Jafnvel einföld og samræmd söfnun tölfræði um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og dauðdaga reyndist afar brotakennd“

Ef við föllumst á þá skilgreiningu að kenning sé eingöngu vísindaleg ef hægt er að afsanna hana og allar kenningar sem hægt sé að afsanna séu vísindalegar þá er þessi kenning ritstjórans vísindaleg vegna þess að það er auðvelt að afsanna hana.

Heilbrigðiskerfið okkar sem var búið að hökta í hálfgerðum lamasessi um nokkurt skeið mætti þeim áskorunum sem fylgdu faraldrinum af myndarskap. Embætti sóttvarnarlæknis aflaði kerfisbundið upplýsinga í rauntíma um greiningar, veikindi, sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæslu og andlát. Þessar upplýsingar voru notaðar til þess að draga ályktanir um útbreiðslu veirunnar og veikinda sem voru síðan forsenda sóttvarnaraðgerða.

Þessi skráning var nákvæmari en annars staðar í heiminum og fól meðal annars í sér raðir níturbasa í erfðamengi veirunnar úr öllum sem greindust sem bauð upp á að draga ályktanir um það hvaðan veiran barst í einstaklinga og hvernig veiran stökkbreyttist með tímanum. Hvergi annars staðar í heiminum var veiran raðgreind að þessu marki. Það var einnig meiri skimun eftir veirunni meðal einkennalausra á Íslandi en í nokkru öðru landi í heiminum.

Öllum þessum margvíslegu gögnum var komið fyrir á þann máta að það var hægt að nýta þau saman og samtímis til þess að fylgjast með og bregðast við. Þessi gögn voru einnig notuð til þess að skrifa fyrstu greinarnar sem lýstu faraldsfræði sjúkdómsins í ljósi raða níturbasa í erfðamengi veirunnar og mótefnasvari gegn henni og birtust í virtasta læknisfræðitímariti heims.

Landspítalinn annaðist af prýði þá sem þurftu á innlögn að halda og opnaði göngudeild sem sinnti þeim sem voru minna veikir og heilsugæslan skipulagði ótrúlega bólusetningarherferð.

Eitt af því sem lagði af mörkum til þess að heilbrigðiskerfið reis undir væntingum er að Íslensk erfðagreining var um tíma endurskilgreind sem partur af heilbrigðiskerfinu og gat að miklu leyti séð um skimun, greiningu og raðgreiningu veirunnar og hugbúnaðarkerfi til þess að halda utan um mikið af þeim gögnum sem urðu til.

Eitt af því sem ég held að verði nauðsynlegur partur af viðbrögðum okkar við faröldrum framtíðarinnar er að faraldsfræðistofnun þegar hún er komin á legg geti kvatt til starfa alla þá aðila í samfélaginu sem gætu lagt af mörkum til þess að verja það.

Ég held að með þessum orðum sé ég búinn að afsanna kenningu ritstjórans um brotalamir heilbrigðiskerfisins á tímum Covid.

Ég á hinn bóginn algjörlega sammála honum um að við verðum leggjast undir feld og grafa eins djúpt og við getum ofan í þau gögn sem urðu til meðan á faraldrinum stóð, ekki bara um veiruna og sjúkdóminn sjálfan og viðbrögðin við þeim heldur líka afleiðingar viðbragðanna. Og síðan hitt að raunveruleikinn er oftast ósveigjanlegur og þrjóskur og þess vegna er skemmtilegast að setja saman kenningar sem verða ekki mátaðar við hann.

Kannski er það þess vegna sem bækurnar hans Matt Ridley eru svona skemmtilegar og seljast vel.

Kári Stefánsson

Segja utanríkisráðuneytið hafa skorað á Ísrael, ekki ráðherrann: „Sú hugmynd á sér ekki stoð“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Samskiptastjóri Pírata, Atli Þór Fanndal segir að utanríkisráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Nýlega birti utanríkisráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur áskorun á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraela í Palestínu var sagt ólöglegt. Í svari við fyrirspurnum Heimildarinnar sagði hins vegar að færslan hafi ekki komið frá ráðherranum, heldur ráðuneytinu hans. Þetta segir Atli Þór Fanndal ekki standast skoðun.

Í nýlegri Facebook-færslu sem Atli Þór birti og hlekkjaði frétt Heimildarinnar um málið, segir samskiptastjórinn að ráðherra sé persónugerð ráðuneytisins og að ráðherra geti ekki verið ósammála eigin ráðuneyti.

Hér er færsla Atla Þórs í heild sinni:

„Ráðherra er persónugerð ráðuneytisins. Sú hugmynd að ráðuneyti segi nokkurn hlut en ekki ráðherra á sér ekki stoð. Ráðherra er ekki bara manneskja með allskonar pælingar heldur framkvæmdavald í mannlegu formi. Ráðherra er ekki ósammála eigin ráðuneyti. Áskorunin er því ráðherra þótt hún sé ekki persónu Þórdísar.“

Grunnskólinn á Djúpavogi býður upp á pólskunám:„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga“

Djúpivogur í Múlaþingi. Ljósmynd: Austurland.is

Síðasta vetur var boðið upp á pólskunám sem valgrein í Djúpavogsskóla. Hugmyndin kemur frá nemendum skólans en skólastjórinn segir áhugann hafa verið ágætan.

„Það komu nokkrir nemendur til okkar og lýstu áhuga á að læra pólsku. Við erum með nokkra pólskumælandi starfsmenn og þar af einn kennara sem tók vel undir þetta og við ákváðum að hafa þetta sem eina valgreinina. Það voru um tíu krakkar sem völdu pólskuvalið síðasta haust. Þetta er ekki aðeins tungumálið sjálft heldur einnig og spjall um hefðir og menningu í Póllandi, sem er nokkuð frábrugðin því sem hér er,“ segir Þorbjörg Sandholt, skólastjóri í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í umfjöllun Austurfréttar að grunnskólar landsins séu skyldugir, samkvæmt aðalnámskránni, að bjóða upp á ákveðinn fjölda valgreina með hefðbundnu námi en að það geti reynst erfitt fyrir minni grunnskóla á fámennum stöðum. Á Djúpavogi reynir grunnskólinn að nýta þá möguleika sem eru til staðar hverju sinni.

„Það er til dæmis skemmtilegt að segja frá því að einn valmöguleikinn nú fyrir unglingastigið er heimilisfræði með áherslu á mat úr héraði. Þar er horft sérstaklega til þess matar sem framleiddur er eða er ræktaður hér um slóðir. Þau hafa prófað sig áfram með hreindýrahakk og hafa lært að gera sósur eins og Lefever framleiðir hér,“ segir Þorbjörg.

Áttatíu dauðsföll mögulega tengd fæðubótaefni

Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.

Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.

Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.

Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.

Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.

Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.

Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.

Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.

Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.

Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.

Hans Jakob er látinn

Hans Jakob Jónsson.

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Kamala og Margrét hittust

Margrét Hrafnsdóttir, fjölmiðlakona og kvikmyndaframleiðandi., hefur verið innan um þá frægu og ríku um áratugaskeið. Margrét og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa lengi búið í Bandaríkjunum þar sem pólitískir sviptivindar geysa þessa dagana og Joe Biden hefur ákveðið að draga sig í hlé og Kamala Harris fær sviðið.

Margrét studdi Hillary Clinton með ráðum og dáð og tók virkan þátt í baráttu hennar við Donald Trump sem reyndar lauk með ósigri Hillary.

Vísir birtir viðtal við Margréti þar sem fullyrt er að hún þekki varaforsetann sem eigi eftir að rasskella Trump í komandi kosningum. Sú framsetning Vísis að Margrét „þekki“ Kamölu er nokkuð djörf þegar litið er til þess að Margrét segist sjálf hafa hitt hana í einhverju húsi í Bel Air og kunnað ofboðslega vel við hana …

Blankur farþegi í leigubíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Ofbeldismaður var handtekinn og læstur inni eftir slagsmál. Grunur er uppi um að hann hafi verið með hótanir og selt fíkniefni. Allt er þetta til rannsóknar. Hann verður yfirheyrður í dag.
Tveir ökumenn voru staðnir að því að aka réttindalausir og annar undir áhrifum fíkniefna. Báðir þurfa að greiða háar sektir.
Brotist var inn í nokkrar nokkrar geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst með málalok.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni, vörslu fíkniefna og líkamsárás. Þá var tvennt til viðbótar handtekið vegna rannsóknar á vörslu fíkniefna.
Lögregla hafði afskipti af blönkum farþega sem gat ekki greitt fyrir þjónustu leigubifreiðar.
Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Þjólfnaðir úr verslunum eru sífellt algengari, samkvæmt bókum lögreglunnar.

Uppnám varð í flugvél Atlanta – Flugfreyjan tilkynnti að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum

Til er staður og til er stund fyrir grín og hrekki. Það sem gengur vel ofan í einn, gæti farið ansi illa ofan í annan.

Í janúar á því herrans ári 1998, varð uppnám í flugvél Atlanta sem var á leið til Madrídar á Spáni frá Havana á Kúbu. Spænsk flugfreyja var spurð af farþega á einhverjum tímapunkti eftir að flugvélin var komin í loftið, hvar nákvæmlega vélin væri stödd. Flugfreyjan vissi það ekki en ákvað að spyrja flugstjórann um staðsetninguna. Datt honum í hug að sniðugt væri að segja brandara og sagði grunlausri flugfreyjunni að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum alræmda. Flugfreyjan fór með þær upplýsingar aftur fram og tilkynnti í kallkerfi vélarinnar að nú væru þau í vanda stödd þar sem þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Farþegar vélarinnar komust, skiljanlega, í mikið uppnám við þessa tilkynningu en þegar flugmaðurinn, sem var Íslendingur, heyrði tilkynninguna í kallkerfinu ákvað hann að grípa í kallkerfið og róa mannskapinn og segja þeim að hann viti upp á hár hvar þau væru og að þetta hafi verið misskilningur. Atlanta flugfélagið sagði í samtali við DV að málið væri litið alvarlegum augum og að bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hefðu verið skömmuð vegna málsins en flugvélstjórinn var síðan færður til í starfi.

Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:

Uppnám í Atlantavél á leið til Madríd vegna gríns flugvélstjóra:

Erum týnd í Bermúdaþríhyrningnum – tilkynnti flugfreyjan í kallkerfið

Spænska dagblaðið E1 Mundo greindi frá því í síðustu viku að uppnám hefði orðið um borð í leiguvél flugfélagsins Atlanta. Atlantavélin flaug undir merkjum spánska flugfélagsins Iberia á milli Madríd og Havana. Atvikið átti sér stað þar sem vélin var á leið til Madrid og farþegi spurði flugfreyjuna hvar þau væru stödd. Flugfreyjan, sem er spænsk, vissi það ekki en sagðist skyldu kanna málið. Hún fór því fram í flugstjórnarklefann og spurði á móðurmáli sínu um staðsetningu. Flugvélstjórinn svaraði henni og sagði í gríni að þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Með þetta svar fór flugfreyjan aftur í vélina og þar með kárnaði gamanið. Hún fór i kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegunum að illa væri komið þar sem vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Uppnám varð meðal þeirra hundraða farþega sem voru í vélinni enda augljóslega um mikinn háska að ræða. Þegar flugstjórinn, sem er íslendingur, heyrði í flugfreyjunni brá hann skjótt við og fór í kallkerfið og tilkynnti farþegum að þarna væri um mikinn misskilning að ræða og hann vissi nákvæmlega hvar vélin væri. Þannig tókst að róa farþegana með tíð og tíma. Ekki þarf að taka fram að vélin lenti heilu og höldnu á tilsettum tíma í Madríd.
Í yfirlýsingu frá flugfélaginu Atlanta er staðfest við DV að umrætt tilvik hafi átt sér stað. Þar segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hafi verið ávítuð. Þá hafi flugvélstjórinn, sem er frá Úrúgvæ, verið færður til í starfi. Þess má til gamans geta að Bermúdaþríhyrningurinn er á flugleiðinni milli Madríd og Havana

Dóri í Fjallakofanum heldur afmæli: „Gjaldþrotið hjálpaði mér“

Halldór Hreinsson. Mynd úr einkasafni.

„Fjallakofinn var stofnaður árið 2004, af Jóni Inga Sigvaldasyni og Halldór Hreinssyni tæpum tveimur árum eftir gjaldþrot Nanoq, sem var á þeim tíma ein stærsta lífstíls og útivistarverslun landsins. En eigendur Nanoq keyptu á sínum tíma rekstur Skátabúðarinnar, og innlimuðu inn í verslunina, en eftir tæp þrjú ár varð Nanoq gjaldþrota með tilheyrandi umhleypingum á markaðnum.

„Við sáum mikil tækifæri á markaðnum sem var opinn og leitandi eftir gjaldþrot NANOQ. Það má því með sanni segja að gjaldþrotið hjálpaði mér, “ segir Halldór Hreinsson, kaupmaður í Fjallakofanum, sem hann rekur í dag með fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum, Hilmari Má Aðalsteinssyni og Jóni Heiðari Andréssyni.

Það er ekki ofsögum sagt að stigið hafi verið gæfuspor með stofnun Fjallakofans því 20 árum síðar er verslunin komin með firnasterka stöðu á markaðnum, en Fjallakofinn byrjaði starfsemi í 17 fermetra rými í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, en er nú á tæplega 1700 fermetrum í Hallarmúla 2.

talan sautján er nokkurs konar happatala

„Það má því með sanni segja að talan sautján er nokkurs konar happatala hjá okkur,“ segir Halldór sem gjarnan er kallaður Dóri í Fjallakofanum.

Halldór má segja að hafi alist upp í verslunarrekstri, þar sem hann tók fyrstu sporin í matvöruversluninni Melabúðin sem foreldrar hans áttu og ráku með mjög góðum árangri, en eftir að hafa klárað viðskiptafræðina í Háskóla Íslands, tók hann að sér verslunarstjórastöðu í Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. En fljótlega kom tilboð um að taka við rekstri Skátabúðarinnar sem hann samþykkti.
„Ég  tók við rekstri Skátabúðarinnar, sem þá var í eigu Hjálparsveitar Skáta í Reykjavik, í ársbyrjun 1987 til ársins 1998. Ég sat í stjórn Hjálparsveitarinnar og hafði lengi verið félagi HSSR og er enn,“  segir Halldór.

Fjallakofinn í Hallarmúla.

Eftir þann tíma lá leiðin inn í  Fálkann, sem þá var sterkur á þessu sviði, sérstaklega með reiðhjól á sumrin og skíði að vetri til. Þaðan fór Halldór til Útilífs sem á þessum tíma var komið í eigu Baugs. Hann stýrði Útilífi fram í lok árs 2021. Eftir að hafa farið í gegnum allar þessar verslanir í útivistargeiranum þá vildi Halldór fara eigin leið með eigið fyrirtæki og þar kom eins og áður segir gjaldþrot Nanoq til hjálpar við að fá í hendurnar vörumerki sem sköpuðu grundvöll til þess að stofna og hefja rekstur á  útivistarversluninni  Fjallakofanum sem nú 20 árum síðar er með mikið úrval af vönduðum útivistarvörum frá heimsþekktum framleiðendum s.s. Scarpa, Patagonia, Arcteryx,  Smartwool, Völkl, Dalbello, Gregory, Leatherman og fleirum.

„Skátauppeldið er oft vanmetið af þeim sem það ekki þekkja,”  segir Halldór sem er nýkominn af Landsmóti Skáta þar sem hátt í 3000 skátar skemmtu sér og sýndu enn og aftur hversu sterkir þeir eru bæði andlega, og í búnaði þegar að veðurguðirnir sendu á þá eitt versta veður sumarsins, sem þeir stóðu af sér og fóru glaðir og endurnærðir heim til síns heima, en þarna voru rúmlega 1500 erlendir skátar sem komu víða að.   

Það verður mikið um dýrðir og gleði á þessum tímamótum Fjallakofans þ.e. þegar að starfsfólk og eigendur fagna 20 ára afmæli hans núna síðustu daga júlímánaðar. Það er klárlega afmæli sem eftir verður tekið og því fær það að standa alveg fram að verslunarmannahelginni. Á þessu 20 ára afmæli verða ekki bara vegleg tilboð heldu einnig  viðburðir sem verða kynnt eins vel og hægt er á hverjum degi, og því er það hvati að fylgjast vel með á samfélagsmiðlunum og ekki síst fyrir það  að það verður skemmtilegur leikur síðustu vikuna sem allir verða að taka þátt í til þess að eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun.

Hér má finna ítarlegt podcast-viðtal Mannlífs við Halldór sem tekið var á sínum tíma.

W.O.M.E.N. gagnrýnir Fjölskylduhjálpina: „Tími raunverulegra breytinga er fyrir löngu kominn“

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Stjórn W.O.M.E.N. á Íslandi gagnrýnir Fjölskylduhjálp Íslands harðlega í fréttatilkynningu vegna viðtals sem formaður samtakanna, Ásgerður Jóna Flosadóttir fór í á dögunum, þar sem hún sagðist vera með sérstaka úthlutunardag fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgang útlendinga. Stjórnin skorar á Reykjavíkurborg að draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar.

W.O.M.E.N. á Íslandi, sem eru samtök kvenna af erlendum uppruna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem orð Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, sem hún lét frá sér í útvarpsviðtali á dögunum, eru gagnrýnd harðlega og ali á útlendingahatri hér á landi.

Í upphafi tilkynningarinnar minna samtökin á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálpin fær á sig gagnrýni fyrir svipaða orðræðu.

„Fjölskylduhjálp Íslands hefur aftur hlotið gagnrýni fyrir að mismuna Íslendingum sem hér eru fæddir og þeim sem eru af erlendum uppruna, vegna nýlegra ráðstafanna formanns samtakanna, Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem ákvað að skipuleggja sérstaka daga til að dreifa aðstoð eingöngu til innfæddra Íslendinga. Ákvörðunin er sögð stafa af ótta við hótanir og yfirgangs fólks af erlendum uppruna sem eru viðtakendur aðstoðar hjálparsamtakanna, en sá ótti kom berlega í ljós í nýlegu atviki þar sem tveir einstaklingar voru sagðir hafa hótað sjálfboðaliðum. Fjölskylduhjálp hefur verið gagnrýnd á svipaðan hátt síðan 2010, þar sem W.O.M.E.N. gagnrýndi tvisvar áður hér og hér, ásamt öðrum og vitnaði í þær siðferðilegu og lagalegu skyldur sem við höfum á Íslandi að koma jafnt fram við alla.“

Samtökin leggja áherslu á að stuðningur frá samtökum á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, sé mikilvægur og þess vegna sé afar mikilvægt að tryggja öryggi og aðgengi slíkra samtaka. „Hins vegar, þó að bregðast eigi við slíkum áhyggjum, þá er fyrirhuguð lausn, að aðgreina aðstoð á grundvelli þjóðernis, aðeins til þess fallin að auka á vandamálin frekar en að leysa þau eins og þau eru sögð eiga að gera.“

Segir stjórn samtakanna ennfremur að þarna sé verið að skipta fólki í tvo aðskilda hópa, þar sem innfæddir Íslendingar séu „óógnandi“ hópurinn og Íslendingar af erlendum uppruna sá hópur sem sé ógnandi. „Þessi nálgun styrkir á áhrifaríkan hátt og viðheldur skaðlegum staðalímyndum óháð því hverju þeir í Fjölskylduhjálpinni trúa eða trúa ekki.  Þessi nálgun viðurkennir í eðli sínu þá röngu frásögn að allir af erlendum uppruna valdi vandræðum, einnig dýpkar hún hina félagslegu gjá milli innfæddra og hinna og eykur á kvíða og andúð þeirra á milli. Þetta hefur í för með sér  hættur, ekki aðeins fyrir starfsemi Fjölskylduhjálpar, heldur fyrir samfélagið í heild sinni á  tímum þar sem við erum að verða vitni að alþjóðlegum uppgangi útlendingahaturs og aukinnar þjóðernishyggju.  Í stað þess að ýta okkur lengra í sundur verða einu gagnlegu viðbrögðin til að draga úr hópspennu að afhjúpa undirliggjandi vandamál sem hindra raunverulega þáttttöku og gagnkvæman skilning.

Því næst hvetur stjórn W.O.M.E.N. Fjölskylduhjálp, í þriðja sinn, að taka gagnrýninni á stefnu sinni og „reyna að þróa árangursríkari og heildstæðari lausnir til langs tíma“. „Ef markmiðið er sannarlega að tryggja öryggi og aðgengi fyrir alla ætti ekki að vera tregða til að eiga opinskáar samræður um málefni sem tengjast kynþætti, þjóðarbroti og þjóðerni, svo framarlega sem áherslan er áfram á tiltekna hegðun frekar en á sjálfsmyndina sjálfa. Sem félagssamtök sem leggja áherslu á að styðja íbúa af fjölbreyttum uppruna, bregðumst við skyldum okkar ef við látum ótta við óþægilegar samræður hindra framfarir í átt að uppbyggilegum og sanngjörnum lausnum.“

Og áfram skorar stjórnin á Fjölskylduhjálpina: „Við skorum því á Fjölskylduhjálpina að taka þátt í erfiðum samtölum, hlusta á þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja, leita eftir stuðningi hjá öðrum samtökum sem hafa reynslu af starfi með fólki af erlendum uppruna og grípa þessa gagnrýni sem tækifæri til að gera betur fyrir allt samfélagið sem hún þjónar.“

Þá skorar W.O.M.E.N. enn og aftur á Reykjavíkur borg að „draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar og grípa til gagnsærra aðgerða til að rannsaka og bregðast við í samræmi við þær aðgerðir sem reynast vera í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkur.“

Að lokum segist stjórn W.O.M.E.N. taka málið fyrir með „varkárri von“ um að allar yfirlýsingar og skuldbindingar sem komið hafa fram hafi verið „gefnar af einlægni“. „Hins vegar, eins og við höfum áður sagt, er ekki lengur hægt að líta á margra ára endurtekin mál sem brugðist hefur verið við með ófullnægjandi hætti, sem misskilningi. Tími raunverulegra breytinga og ábyrgðar er fyrir löngu kominn.“

 

 

Guðni fær sér aldrei meira en tvö ölglös: „Þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“

Fráfarandi forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Ljósmynd/ skjáskot Instagram

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvað sé erfiðasta verkefnið sem hann hefur innt af hendi í þau átta ár sem hann hefur gegnt embætti forseta Íslands.

„Ég er ekki farinn ennþá á þann stað að líta mjög um öxl en ef ég horfi svona vítt yfir sviðið, þá myndi ég ekki endilega horfa á eitt atvik eða atburð eða ákvörðun frekar en eitthvað annað,“ svarar Guðni og heldur áfram: „Það sem hefur verið erfitt, en ekkert sem maður kveinkar sér undan, er bara amstur dagsins. Það er alltaf nóg að gera, eins og vera ber, og þótt að maður hafi geta tekið frí hér og leyfi þar, þá er maður alltaf á vaktinni. Maður veit það. Nú hef ég aldrei átt í erfiðleikum með áfengi til dæmis en ég fæ mér aldrei meira en eitt glas, eitt ölglas, eitt vínglas, kannski tvö, ef það er þrírétta eða hvað eina, því ég veit, eins og ég sagði í upphafi forsetatíð minnar, ég þarf að vera tilbúinn ef það verður Heklugos. Og nú hugsa ég líka „Ég þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“. Þannig að maður getur aldrei leyft sér að sleppa fram af sér beislinu. Maður getur aldrei leyft sér að vera ekki í standi. Og það venst. En þetta er sá þáttur starfsins sem fólk verður að gera sér grein fyrir.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Diddú finnst erfiðast að syngja yfir ungum börnum: „Því sorgin er svo áþreifanleg“

Diddú er engin venjuleg kona. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

Ég hef fundið styrk einhvers staðar frá við söngstörf

Ég spyr hana hvað sé erfiðasta aðstaða sem hún upplifi í tónlist og þá birtist þessi engill í mannsmynd og yfirbragðið breytist og verður áþreifanlega ljúft og allar hreyfingar verða mjúkar og hún segir: „Það erfiðasta er að syngja yfir ungum börnum, því þar þarf ég að brynja mig og verða líknandi ljós í þrúgandi sorg aðstandenda og ég hef fundið fyrir handleiðslu einhvers æðri máttar og upplifað að það er unnið í gegnum sönginn hjá mér. Svo sterkt hef ég fundið fyrir því, að ég fékk sjálf gæsahúð. En svona aðstæður geta verið þrúgandi, því sorgin er svo áþreifanleg. En ég er þakklát fyrir að geta verið líknandi í þeim aðstæðum.“

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.

Akureyrska rokkhljómsveitin Miomantis gefur út nýja plötu: „Textarnir fjalla um allskyns tjón“

Miamantos Ljósmynd: Aðsend

Föstudaginn 26. júlí gefur hljómsveitin Miomantis út plötuna TJÓN.

Í tilefni þess að rokkhljómsveitin Miomantis er að gefa út plötuna Tjón næstkomandi föstudag, heyrði Mannlíf í hljómsveitarmeðlimum bandsins en hljómsveitina skipa þeir Davíð sem bæði syngur og spilar á gítar í bandinu, Daníel, gítarleikari, Tumi, á bassa og Bjarmi sem er á trommum.

Hvaða hljómsveit er Miomantis?

Davíð: „Miomantis var stofnuð árið 2019 og byrjaði sem verkefni Davíðs í tónlistarskóla Akureyrar, en þá fékk hann Tuma með sér í lið og gáfu þeir út fyrstu EP plötuna sem er einnig titluð Miomantis, árið 2020, ásamt EP plötunni BLEAK. Seinna meir fékk hljómsveitin fyrsta gigg sitt árið 2021 á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím, grasrótar tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert síðan 2018 á Akureyri. Miomantis spilaðir þá með örlitlu öðruvísi hljómsveitarskipan og öðrum meðlimum. Síðar meir gengur Bjarmi til liðs við hljómsveitina og gerir með þeim þriðju EP plötuna árið 2022 en hún heitir The Mantis. Ásamt þessu byrjaði Miomantis ásamt fleirum Akureyrskum hljómsveitum (Dream The Name, Ari Orrason) unnið hörðum höndum við að koma grasrótinni á Akureyri lengra með reglulegum tónleikum (Norðanrokk, Norðanrokk II og Grasrót 2024) í kring um 2022. Snemma árið 2023 tók Miomantis þá skipan og svip sem það gerir í dag, þegar Daníel gekk til liðs við hljómsveitina og þar þá næsta plata saman: TJÓN.“

Svona lítur platan út.

Hvers konar plata er TJÓN?

„TJÓN var unnin jafn mikið af öllum meðlimum hljómsveitarinnar þar sem að öll lög sem voru samin, tóku sinn svip í gegnum það að æfa og þétta og breyta lögunum á æfingarsvæði hljómsveitarinnar. Á plötunni má heyra öðruvísi stíl. Og þar sem Miomantis setur sig ekki í einhverja ákveðna tónlistar stefnu má heyra þá fara milli víða veggi rokksins; þar má nefna framsækinn málm, þunga rokk, grugg, pönk, draumkennt rokk og svo má fleira nefna. Lögin eru 12 samtals og platan hefur lausan söguþráð þar sem titillin TJÓN kemur frá því að textarnir fjalla um allskyns tjón. Þar má til dæmis nefna eiturlyfja neyslu, þunglyndi, ástarsambönd, stríðsátök og margt fleira.“

 

Raddir