Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Þegar AIDS kom til Íslands: „Hefnd guðs gegn þeim sem eru kynvilltir og misbjóða honum með óeðli“

„AIDS á tæplega eftir að útrýma mannkyninu. Það verða alltaf eftir einhverjir einlífismenn og hjón sem lifa eingöngu kynlífi innan hjónabandsins og geta ekki smitast,“ sagði Haraldur Briem, þáverandi smitsjúkdómalæknir í samtali við DV 9. nóvember 1985. Orð Haraldar má engan veginn túlka sem fordóma heldur var þekkingin á sjúkdómnum afar lítil, ekki einvörðungu hjá almenning, heldur einnig á meðal heilbrigðisstarfsmanna.

Það er erfitt að koma í orð þeirri hræðslu, fordómum og vanþekkingu sem upp gaus upp meðal þjóðarinnar eftir að bera fór á HIV veirunni hér á landi upp úr 1983. Sé litið til samtímamiðla síendurtaka sig sömu frasarnir: Pestin ólæknandi væri á pari við lömunarveiki, berkla og svartadauða og vísast væri að þeir sem tækju þessa veiki horfðust beint í augu við dauðann.

Kynvillingaplágan

Fólk var fljótt að benda á sökudólgana, smitberana sem settu líf blásaklauss fólks í hættu með tilveru sinni einni: Samkynhneigða karlmenn eða „kynvillinga“ eins og þá þá þótti eðlilegt að nefna þá. Talað var um „hommaveikina“ og „kynvillingapláguna.“ Ekki einungis þurftu samkynhneigðir karlmenn að þola útskúfun og fordóma heldur þurftu þeir einnig að sjá á eftir vinum og unnustum í dauðann af völdum sjúkdómsins enda engin lækning þekkt á þessum tíma.

„Hvernig sem það er, þá þykir merkilegt að plágan skuli miða út kynvillinga og misþyrma þeim svo hræðilega“

Í aðsendri grein til DV skrifar Helgi Geirsson að „negrar frá eylandinu Haítí hafi reynst smitberar í Bandaríkjunum“ og bætir við: „Vegna þess að „AIDS“ hrjáir kynvillinga svo illilega, þá hefur nafnið „the gay plague“ eða kynvillingaplágan á íslensku fest hana í almennu tali”. Helgi segir trúboða og presta hafa verið fljóta til að benda á að hér sé um að ræða hefnd guðs gegn þeim sem eru kynvilltir og misbjóða þannig náttúrululögmálum hans með óeðli sínu. „Hvernig sem það er, þá þykir merkilegt að plágan skuli miða út kynvillinga og misþyrma þeim svo hræðilega“.

Lokaðar kistur og lík í plastpoka

Lítið var vitað um sjúkdóminn fyrstu árin en meðal þeirra sem börðust hetjulegri baráttu við að reyna að fræða fólk voru meðal annars nokkur fjöldi heilbrigðisstarfsmanna, sumir meðlimir Samtakanna 78 svo og fleiri. En raddir þeirra máttu sín lítils gegn þeim ofsafengna ótta sem ríkti.

„Ástandið var svo óhuggulegt í fyrstu. Lokaðar kistur, lík í plastpoka, engin kistulagning“

„Ástandið var svo óhuggulegt í fyrstu. Lokaðar kistur, lík í plastpoka, engin kistulagning.“ Þannig lýsir hjúkrunarfræðingur stöðunni á smitsjúkdómadeild Borgarspítalans á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda. Hræðslan var mikil og sjúklingarnir upplifðu mikla skömm og margir gripu til þess ráðs að ljúga um orsök veikinda sinna. Fólk neitaði að fara í sjúkrabíla sem það grunaði um að hafa flutt HIV smitaða einstaklinga, þeir voru jafnvel hraktir úr vinnu og dæmi eru um að fjölskyldur hafi alfarið snúið bakið við þeim.

Einangrunarstöð fyrir smitaða homma

Þótt bágt sé að trúa í dag þá stungu framámenn í þjóðfélaginu upp á því í fullri alvöru að koma á fót einangrunarstöð fyrir eyðnismitaða homma. Svona til að koma örugglega í veg fyrir að þeir gætu átt samskipti við annað fólk. Jafnvel var rætt um að svipta þá sjálfræði sem smitast hefðu af veirunni.

Og í pistlinum Dagfara í DV í nóvember 1985 segir meðal annars: „Nú er það svo að það er ekki hægt að loka slíkt fólk inni í búrum þegar það ferðast með strætó en auðvitað kæmi til greina að merkja hugsanlega smitbera líkt og gyðinga forðum og vísa þeim á sérstaka bása í vögnunum öðrum til viðvörunar. Það er að minnsta kosti betra og ódýrara heldur en að aka hverjum og einum vagni í sóttkví í hvert skipti sem grunur leikur á farþega sem fengið hefur veiruna eða gæti hafa fengið veiruna eða mundi geta fengið veiruna“.

„Auðvitað kæmi til greina að merkja hugsanlega smitbera líkt og gyðinga forðum“

Pistillinn var skrifaður eftir að  tveir strætisvagnar hefðu verið settir í sóttkví í tíu klukkustundir á þvottastöð SVR á Kirkjusandi vegna kjaftasögu um að „AIDS-veiran“ leyndist í vögnunum. Enginn starfsmaður þorði að stíga inn í vagnana.

Neitað að kryfja lík smitaðra

Í bókinni Berskjaldaður, þar sem Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skráði sögu Einars Þór Jónssonar, segir fyrrnefndur hjúkrunarfræðingur frá hversu eitt starfsfólkið sem sinnti alnæmissjúkum hafi verið. Að starfsmenn á rannsóknarstofum spítalans hafi neitað að taka blóð úr sjúklingunum og þeir sem unnu á deildinni hafi orðið að gera það sjálfir. Erfitt var að fá röntgenmyndir teknar og fá eitthvað gert fyrir þá sjúku. „Það voru allir svo hræddir,“ segir hún og veltir fyrir sér ófagmennsku sérfræðinganna sem neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga. Smitsjúkdómalæknarnir hafi orðið að framkvæma krufningarnar sjálfir.

„Okkur var öllum stillt upp við vegg“

„Fólk sem maður vissi af var að veikj­ast al­var­lega og jafn­vel deyja og þetta hafði mik­il áhrif á alla. En eins mik­ill hryll­ing­ur og HIV var fór­um við að fá upp­lýs­ing­ar frá ábyrg­um aðilum eft­ir að þessi vírus kom upp. Okk­ur var öll­um stillt upp við vegg og við urðum að byrja að tala, sem þýddi að upp­lýs­ingaflæði fór að aukast. Við homm­arn­ir lærðum ým­is­legt um okk­ur sjálfa, en um leið líka rest­ina af þjóðinni,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Hann segir að það versta hafi þó verið óvissan. „Ég man að ég þorði ekki að þvo á mér hend­urn­ar á al­menn­ingskló­sett­um á Hlemmi og þorði ekki að drekka úr sama glasi og ókunn­ugt fólk. HIV sveif á viss­an hátt yfir manni eins og draug­ur sem kem­ur alltaf aft­ur og aft­ur.

Ótt­inn sem fylgdi því að lifa með þess­um vírus er eitt­hvað sem fór ekki úr mag­an­um á mér fyrr en ég fékk bólu­setn­ingu við HIV,“ sagði Páll Óskar í upprifjun sinni af þessum skelfilega tíma í íslenskri sjúkdómssögu.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 23. júní árið 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann.

Ragna læknir kveður spítalann: „Ég mun sakna starfs­ins“

Ragna Sigurðardóttir, tilvonandi þingmaður.

Eftir nýliðar alþingiskosningar er ljóst að margir nýir þingmenn munu stíga í pontu og ræða málefni þjóðarinnar. Flestir þeirra munu þurfa hætta í núverandi störfum eða fara í leyfi. Einn þeirra er Ragna Sigurðardóttir læknir en hún er orðin þingmaður Samfylkingarinnar en hún var á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ragna hefur undanfarið starfað sem læknir á Landspítalnum.

Komst örugglega inn

„Lauk minni síðustu næt­ur­vakt á skurðsviði í morg­un.

Það eru blendn­ar til­finn­ing­ar að kveðja þenn­an vinnustað – að minnsta kosti í bili. Ég mun sakna starfs­ins, og alls þess starfs­fólks sem ég hef unnið með á spít­al­an­um síðustu ár. Það hafa verið for­rétt­indi að vinna með öllu þessu magnaða fólki sem sinn­ir erfiðum verk­efn­um, oft við krefj­andi aðstæður en yf­ir­leitt með bros á vor.

Þannig – takk. Takk fyr­ir sam­starfið. Takk fyr­ir að sinna mér og mín­um nán­ustu. Takk fyr­ir allt. Nú fer ég á ann­an vett­vang og ætla að reyna hvað ég get að gera gagn. Fyr­ir okk­ar sam­eig­in­lega heil­brigðis­kerfi þar sem margt er mjög vel gert – en ým­is­legt má bæta,“ skrifaði Ragna við færsl­una á samfélagsmiðlinum Instagram.

Samfylkingin fékk 22,9% atkvæða í kjördæmi Rögnu og náði flokkurinn inn þremur mönnum á Alþingi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður var oddviti flokksins og Ragna var á eftir honum í 2. sæti. Þá komst Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, einnig inn sem þriðji maður

Ganga til minningar um myrta fréttamenn

Frá samstöðufundi með Palestínu fyrr á árinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Laugardaginn 7. desember kl. 14 stendur félagið Ísland-Palestína fyrir mótmælagöngu til minningar um þann mikla fjölda fréttamanna sem myrtir hafa verið af Ísraelsher á Gaza, Vesturbakkanum og í suður-Líbanon segir í tilkynningu frá félaginu Ísland-Palestína.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll í Reykjavík þar sem Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, heldur ræðu.

„Það er stríðsglæpur að drepa fréttamennmenn. Á einu ári hefur Ísraelsher drepið meira en helmingi fleiri fréttamenn en eru að jafnaði myrtir árlega í heiminum. Fréttamenn eru skotmörk Ísraelshers vegna þess að þeir opinbera stríðsglæpi Ísraelshers. Ísrael hefur ekki hleypt fréttamönnum fjölmiðla inn á svæðið síðan árásir þeirra hófust í október í fyrra. Jafnframt hefur Ísraelsríki meinað alþjóðlegu fréttastofunni Al Jazeera að starfa innan Ísrael og á Vesturbakkanum í Palestínu. Þetta eru gróf brot á alþjóðalögum.

Fjölmennum og berjumst fyrir málfrelsi, mannréttindum og réttlæti fyrir Palestínu.“

Talið er að yfir 45 þúsund einstaklingar á öllum aldri hafi verið drepnir af her Ísrael síðan 7. október árið 2023.

Rifust eins og hundur og köttur vegna hjólstóls á flugvelli: „Fátæka tík“ – MYNDBAND

Atvikið átti sér stað á flugvelli í Atlanda - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ótrúleg orðaskipti áttu sér stað á flugvelli í Atlanta í Bandaríkjunum á mánudaginn en vélinni hafði verið flogið frá Albany í New York-fylki. Farþegi Delta flugfélagsins sem þurfti á hjólastól að halda var óður út í starfsmann flugvallarins fyrir að hafa verið lengi að koma með hjólastólinn við útgang flugvélarinnar svo hann gæti komist ferða sinna.

Starfsmaðurinn sem kom með hjólastólinn var alls ekki sáttur með viðbrögð farþegans og hófu þau að öskra á hvort annað og má heyra farþegann kalla starfsmanninn „tík“ ítrekað. Á endanum var starfsmaðurinn fjarlægður úr rýminu. Vitni segja að lögreglan hafi talað við farþegann stuttu eftir atvikið en að hann hafi ekki verið handtekinn.

Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið en greindi frá því að hún hefði handtekið mann sem stal þremur bílnum á sama flugvelli í nóvember en fleiri en 300 bílnum hefur verið stolið af flugvellinum á þessu ári.

Hjörvar fékk ekki leyfi hjá RÚV: „Almennt þá getur slíkt varðað við höfundalög“

Hjörvar Hafliðason stýrir þættinum Dr. Football - Mynd: Skjáskot

Mikil samkeppni var milli Vísis og RÚV á laugardaginn en báðir miðlarnir voru með kosningavöku vegna alþingiskosninga í beinni útsendingu og kepptust um áhorfendur. Dr. Football, eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp landsins, ákvað að láta slaga standa og var með sitt eigið kosningastreymi á YouTube og stýrði Hjörvar Hafliðason þættinum ásamt fjölmiðlamönnunum Stefáni Einari Stefánssyni og Gísla Valdórssyni. Fengu þeir til sín fjölda gesta og skemmtu sér konunglega.

Vakti það athygli sumra áhorfenda að til að fá nýjustu tölur og fréttir notaðist þáttur Hjörvars við útsendingu RÚV og var ítrekað skipt yfir á sjónvarpsstöðina þegar nýjar tölur voru kynntar eða viðtöl við formenn voru tekin ásamt því hæðst að var að fjölmiðlinum ítrekað.

Óheimilt án leyfis

Í samtali við Mannlíf segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, að Hjörvar hafi ekki fengið leyfi til að sýna útsendingu RÚV á YouTube.

„Ekkert leyfi var veitt. Varðandi streymi útsendinga almennt þá getur slíkt varðað við höfundalög og skyld réttindi,“ sagði Margrét um málið. „Jafnan er það svo að RÚV lítur svo á að streymi útsendinga RÚV sé óheimilt án leyfis/samþykkis. Varðandi kosningaumfjöllun sérstaklega þá hafði RÚV hins vegar veitt tilteknum fjölmiðlum heimild til streymis og hefði slík beiðni verið tekin til skoðunar ef hún hefði borist, þ. á m. að virtum jafnræðissjónarmiðum. RÚV mun væntanlega skerpa á þessu framvegis.“

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafði ekki séð útsendingu Hjörvars þegar Mannlíf ræddi við hann og vildi ekki tjá sig um hana að öðru leyti en að honum þætti ánægjulegt að Hjörvar og gestir hans hafi valið kosningavöku RÚV til að fá upplýsingar um tölur og viðbrögð frambjóðenda.

Ekki náðist í Hjörvar Hafliðason við vinnslu þessarar fréttar.

Reiði vegna Sigurðar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ljósmynd: Aldís Páls

Framsóknarflokkurinn er í leiðtogakreppu eftir kosningarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður komst haltrandi inn á þing sem uppbótarþingmaður á kostnað Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem þar með hvarf af hinu pólitíska sviði. Willum fór þar með sömu leið og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður og Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sem bæði þóttu hæf til þess að taka við flokknum. Ólíklegt er að nokkurt þeirra eigi afturkvæmt í stjórnmálin.

Gríðarleg óánægja er innan flokksins með Sigurð Inga sem virðist ætla að sitja áfram á þingi og sem formaður. Enginn úr þingflokki Framsóknarflokksins þykir hafa burði til að verða arftaki hans. Aftur á móti horfa einhverjir vonaraugum til Einars Þorsteinssonar borgarstjóra sem þykir efnilegur þrátt fyrir að hafa nokkrum sinnum misst fótanna í embætti sínu. Aðeins eru 18 mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Þá kemur í ljós hvort Einar nær að halda stöðu sinni í Reykjavík eða hvort hann fari sömu leið og þær liljur vallarins sem felldu blöð sín í þingkosningunum og misstu Reykjavík …

Khloé Kardashian opnar sig um óöryggi sitt – MYNDIR

Khloé Kardashian opnar sig í Bustle

Í nýju viðtali og myndaseríu við tímaritið Bustle opnar raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Khloé Kardashian sig um ýmsa hluti, meðal annars eigið óöryggi og fimmtugsaldurinn.

Í viðtalinu greinir hún frá því að hún muni gefa út sitt eigið ilmvatn á næsta ári. „Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera ein,“ sagði hún við Bustle. „Ég hef verið í samstarfi við systur mínar eða fyrrverandi eiginmann minn en ég var samt mjög taugaóstyrk að gera þetta sjálf. Það er mikil pressa en ég vil prófa nýja hluti,“ en að sögn fyrirsætunnar tók 18 mánuði að búa til ilminn og ber hann nafnið XO Khloé.

Hún segir að það hafi verið erfitt að finna nafn á hann, hún hafi varla getað fundið nöfn á eigin börn því það sé svo erfitt. Ilminum er ætla að vera sjálfsöruggur og kynþokkafullur en lætur á sama tíma lítið fyrir sér fara. Khloé ræddi einnig um dásemdir þess að eldast.

„Þegar maður er ungur halda allir að 40 ára sé gamalt en nú hugsa ég „Bíddu…mér líður svo vel.“ Ég hef aldrei verið í betra formi. Ég er að gera nýja hluti vinnulega séð. Ég hef aðeins verið fertug í hálft ár en það er algjörlega frábært. Mér er skítsama um hluti sem voru mikilvægir áður. Ég viljandi losaði mig við hluti og orku þegar ég var 39 ára gömul og vildi skilja þá eftir í fortíðinni. Það eru svo margir hlutir sem ég hef gert eftir að ég varð fertug að ég veit að fimmtugsaldurinn verður fokking stórkostlegur.“

 

Halla tekin við VR: „Hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks“

Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

Halla Gunnarsdóttir er tekin við sem formaður VR en Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins, hafði verið formaður félagsins þar til í gær. Halla var varaformaður VR áður en hún tók við og mun gegna formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi, sem er í mars á næsta ári.

Ragnar hafði verið formaður síðan 2017 en var fyrst kjörinn í stjórn félagsins árið 2009. Hann var endurkjörinn sem formaður þrívegis.

„Ég kveð VR með bæði stolti og söknuði. Ég hef starfað með einstökum hópi bæði kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Skrifstofa VR er afar öflug og sem formaður hef ég notið góðs af þeirri fagmennsku sem einkennir öll hennar störf. Ég ber fullt traust til sitjandi stjórnar félagsins og nýs formanns og óska þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, alþingismaður og fráfarandi formaður VR.

„Fyrir hönd bæði stjórnar og skrifstofu VR færi ég Ragnari Þór Ingólfssyni bestu þakkir fyrir hans störf í þágu félagsins sem spanna nær sextán ár. Hann hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks og almannahagsmuna og verður það áfram í mikilvægum störfum á nýjum vettvangi. Ég tek við góðu búi og við munum halda sterkum tengslum til að vinna áfram saman að hagsmunum okkar félagsfólks. Ég óska Ragnari alls góðs í störfum sem hans bíða núna á nýkjörnu Alþingi,“ sagði Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.

Tæplega átta þúsund atvinnulausir á Íslandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Hari

Í tilkynningu frá Hagstofunni er greint frá því að 7900 einstaklingar hafi verið atvinnulausir á Íslandi í október á árinu, samkvæmt árstíðaleiðréttri niðurstöðu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.

Þá var árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra 3,3%, hlutfall starfandi var 79,4% og atvinnuþátttaka 82,1% en árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig á milli mánaða. Þess ber að geta að mæling fyrir september var óvanalega há ef horft er til síðustu mánaða. Hlutfall starfandi stóð nánast í stað og atvinnuþátttaka minnkaði um eitt prósentustig. Mælt atvinnuleysi í október var 3,0%, árstíðaleiðrétt 3,3% og leitni 3,4%.

Segir hreinar meyjar geta þénað vel á OnlyFans – Hefur grætt 43 milljónar dala á einu ári

Sophie Rain þarf ekki að hafa áhyggjur af salti í grautinn

OnlyFans-stjarnan Sophie Rain er heldur betur á milli tannanna á fólki síðan hún upplýsti að hún hafi þénað rúmar 43 milljónar dala á undanförnum 12 mánuðum en hennar eina vinna er að birta myndbönd og myndir af sér á miðlinum.

Í viðtali við TMZ segir Rain frá því að fólk þurfi ekki að stunda kynlíf til að græða á OnlyFans því að hún sé ennþá hrein mey en slíkt þykir nokkuð sjaldgæft á OnlyFans. Hún segir að hún sé dugleg í sínu starfi og setji inn myndir oft og reglulega. Þá telur hún að það æsi karlmenn upp að þeir viti að hún hafi aldrei stundað kynlíf. Þó hafa sumir á samfélagsmiðlum sakað hana um að falsa tekjur sínar til þess að skapa sér athygli.

Í viðtalinu segist hún vera þakklát en hún hafði fram að þessu lifað í fátækt og aðeins unnið láglaunastörf.

Sophie Rain Biography - The Biography World

Kosningum lokið og hvað nú?

Ólafur Ágúst Hraundal

Nú er kosningum lokið og niðurstöður nokkuð ljósar, eftir stutta og skarpa kosningabaráttu, þar sem Vinstrið gall afhroð. Tveir flokkar þurrkuðust út og þurfa því að pakka saman hugmyndum sínum og setja í rykfallnar geymslur. Má því segja að hægrið hafi unnið stór sigur. En því miður virðist miðjan hafa komið sér þétt að borðinu, sú miðja, sem nú heldur um stjórnartaumana, virðist þó ætla að reyna að miðla málum með leiðum sem sennilega leiða til aukinna skatta, álaga og loftkenndra loforða. En hversu lengi er hægt að vegasalt og halda jafnvægi?

Gullhúsið sem logar

Einn af draumum tveggja flokkana af þeim þrem sem virðast líklegastir til að mynda næstkomandi ríkisstjórn, er innganga í ESB, hún sé töfralausnin á okkar vandamálum. Þessi hugmynd hljómar í huga þeirra eins og hún sé töfralyf sem muni losa Íslenskt samfélag úr fjötrum verðbólgu og vaxtaóreiðu. En hversu raunhæfur er þessi draumur? Hvað hagnast eða tapar Íslenskt samfélag með inngöngu í sambandið?

Innganga í ESB væri sjálfsmorð á sjálfstæði Íslendinga, Ísland væri eins og lamb í kjafti úlfsins. Íslenska þjóðin hefur byggt upp sitt efnahagslíf með því að nýta auðlindir landsins. Með því að færa valdið til Brussel erum við í raun að afsala okkur sjálfstæðinu, fyrir þeim er Ísland litla gullgæsin. Þar sem við hefðum ekki lengur stjórn á eigin auðlindum, hvort sem það snýr að sjávarútvegi, landbúnaði eða raforku. Þeir sem tala fyrir ESB-aðild vilja ekki ræða hvað er í öllum pakkanum hvernig slík aðild muni þrengja að okkur undir stjórn ESB sem hefur gott sem enga innsýn í þarfir smáríkis eins og Íslands.

Dýrkeypt hindrun

Sú mýta er fyrir löngu orðin úrelt að sjálfstæði Íslendinga haldist í hönd við Íslensku krónuna. Við verðum að sætta okkur við það að Íslenska krónan er æxli sem þarf að fjarlægja, hagkerfið okkar er einfaldlega of lítið til að ráða við að halda úti sér Íslenskum gjaldmiðli. Íslenska krónan er handónýt og svo er hún einnig verðlaus á erlendri grundu. Íslenska krónan kostar Íslenska þjóðarbúið miklar fjárhæðir árlega. Áætlaður vaxtamunur milli krónu og evru er 3%, sem veldur auknum vaxtakostnaði upp á um 200 milljarða á ári. Þetta jafngildir byggingarkostnaði nýs Landspítala. Einnig stuðlar krónan að hærri verðbólgu, minni kaupmætti og auknum lánakostnaði. Seðlabankinn hefur að auki þurft að verja gengi krónunnar með gjaldeyrisforða, sem kostar yfir 20 milljarða árlega, ef miðað er við meðalverðbólgu upp á 4% á ári. Þegar þetta er allt saman tekið er heildarkostnaður Íslensku krónunnar yfir 600 milljónir á dag.

Það sem þarf er að taka skref í átt að stöðugleika í efnahagskerfinu, ekki með því að afsala okkur sjálfstæði heldur með því að festa Íslensku krónuna við stöðugan gjaldmiðil eins og evru eða dollar. Þannig mætti draga úr þeirri óstjórn sem hefur einkennt Íslenskan efnahag áratugum saman. Þessi óstöðugleiki hefur verið leikvöllur fjármálaelítunnar, sem hefur notfært sér sveiflur krónunnar til eigin ávinnings, á kostnað almennings og heimila landsins. Með stöðugum gjaldmiðli yrði torveldara fyrir þessa elítu að hagnast á sveiflum krónunnar. Heimili landsins myndu þá loksins fá vernd gegn óeðlilegum vaxta- og verðbólguskotum, þetta gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að leggja grunninn að nýju hag- og lánakerfi. Þetta myndi skapa umhverfi þar sem fólk gæti áætlað fjárhag sinn til lengri tíma, án þess að þurfa stöðugt að horfa á uppsprengdar afborganir vegna verðtryggingar eða óvæntra vaxtahækkana.

Fjötrar fortíðarinnar

Við getum ekki rætt stöðugleika án þess að nefna Íslensku verðtrygginguna sem er sér Íslenskt fyrirbæri. Hvernig má það vera að eitt af grunnkerfum lánamarkaðsins, „verðtrygging“ sé aðeins að finna á Íslandi?

Verðtryggingin hefur lengi verið réttlætt til að vega niður verðbólgubálið, en raunveruleikinn er sá að hún heldur heimilum í vítahring skulda. Þetta fyrirbæri finnst hvergi á Norðurlöndum, og ef djúpt er kafað þá er skrítið hún sé ekki ólögleg, ef út í það er farið. Það að lántakandi viti ekki hvað hann eigi að greiða eftir ár, það myndi engin Norðurlandaþjóð sætta sig við þess lags viðskiptahætti, en hér á landi hefur þetta þrælahald verið réttlætt með efnahagslegum rökum sem standast ekki lengur tímans tönn. Þetta kerfi sem stjórnmálamenn hafa varið í áratugi er óskiljanlegt í ljósi þess að við viljum bera okkur saman við hin Norðurlöndin.

Ef ný ríkisstjórn ætlar að gera eitthvað raunverulegt fyrir þjóðina, þá verður hún að leggja fram áætlun um að losa okkur undan þessum fjötrum. Það er engin afsökun fyrir því að halda áfram á þessari braut þegar aðrar lausnir eru fyrir hendi.

Hvert stefnir Ísland?

Nú þegar kosningarnar eru að baki og ný stjórn tekur við taumunum, stendur Ísland frammi fyrir mikilvægum spurningum um framtíð sína. Mun nýja ríkisstjórnin hafa hugrekki til að takast á við þessi rótgrónu vandamál? Eða mun hún sökkva sér í miðjumoð þar sem reynt er að gera öllum til hæfis, á kostnað raunverulegra lausna?

Það er löngu orðið tímabært að leggja af dýrtíð óstöðugleikans sem fylgir krónunni, og hefur haldið Íslenskum skattgreiðendum í gíslingu í áratugi. Lausnin liggur ekki í því að ganga í Evrópusambandið og færa valdið til annarra. Hún liggur í því að taka stjórnina í eigin hendur. Við þurfum að hafa pólitíska forystu sem er tilbúin að kveðja gamla tímann, og horfa fram á veginn, axla ábyrgð og koma með lausnir sem þjóna þjóðinni í heild sinni, ekki aðeins fjármálakerfinu eða stjórnmálamönnum sjálfum. Ef ekki, þá mun sagan endurtaka sig og Íslenska þjóðin mun sitja uppi með krónu sem dansar í takt við ofbeldisfullan töfrasprota spillts auðvaldsins.

Það er kominn tími til að stöðva leikvang krónunnar og byggja upp traust í Íslensku efnahagslífi. Spurningin er, mun ný ríkisstjórn taka þessa áskorun alvarlega, eða verða næstu fjögur ár aðeins framhald á sama sýkta leikritinu?

Aðeins tíminn – mun leiða það í ljós.

Ólafur Ágúst Hraundal

Fátækir horfa til Ingu

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir freista þess að ná saman ríkisstjórn á næstu dögum.

Flokkur fólksins setti á oddinn að þeir sem erfiðast eiga uppdráttar í samfélaginu fái 450 þúsund krónur á mánuði eftir að skattar hafa verið dregnir frá. Reiknað er með að hún standi fast á þeirri kröfu. Verði af ríkisstjórn kvennanna þriggja mun hún örugglega bæta kjör hinna fátækustu í samfélaginu. Þeir sem erfiðast eiga uppdráttar horfa því vonaraugum til Ingu og vonast eftir betri lífskjörum.

Gangi ekki saman með þessum flokkum er engin leið að spá fyrir um framhaldið. Þorgerður Katrín á þó möguleika á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.

Ljótt af Einari

|||
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.

Einar Kárason, rithöfundur og álitsgjafi, lætur sjaldnast neinn eiga inni hjá sér. Guðmundur Andri Thorsson, félagi hans í stétt rithöfunda, gerði grín að Einari eftir að sá síðarnefndi hafði kvartað opinberlkega  undan því að hafa ekki fengið dúsu frá ríkinu í formi rithöfundalauna. Þá kom á daginn að Einar hafði ekki klárað umsókn sína með því að senda tölvupóst með bænaskjalinu góða. Guðmundur Andri rifjaði upp í athugasemd á Facebook að Einar gleymdi að ýta á send.

Einar brást ókvæða við þessu í færslu á Facebook og taldi Guðmund Andra hafa verið hina mesti liðleskju þegar hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Skilja má á Einari að Guðmundur Andri hafi ekki efni á slíku gríni. Að vísu sé þó rétt að umsóknin hafi verið ófullnægjandi.

„Andri gerir grín að þessu, en sjálfur var hann þá allt árið með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu, svo að honum var eðlilega léttur hlátur í huga yfir þeim félögum sem fengu ekki einu sinni þessa þrjá, eða sex, þrjúhundruðþúsundkalla sem menn betla eftir með flóknu umsóknarferli. Andri var að vísu, eins og allir vita, að mestu verklaus í þinginu, en gefum honum þó að hann klikkaði örugglega aldrei á að „ýta á send“ er hann sóttist eftir greiðslum,“ skrifar Einar.

Nokkrar athugasemdir eru við romsu Einars um Guðmund Andra og blöskrar flestum hve harkalega er farið að greyinu. Ljótt af Einari var ein einkunnin. Meðal þeirra sem skamma orðhákinn Einar er sjálfur Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur sem þó kallar ekki allt ömmu sína.

„Þessi færsla er fyrir neðan þina virðingu, Einar. Hvet þig til að eyða henni og þá gleymist hún vonandi fljótt,“ skrifar Jón Viðar …

Hnífamaður læstur inni í fangaklefa – Vegfarandi veitti innbrotsþjófi eftirför

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hnífamaður var handtekinn í Reykjavík eftir að kallað var eftir hjálp. Hann hafði ógnað öðrum með vopninu innandyra. Mennirnir höfðu staðið í deilum sem þróuðust út í það að annar þeirra dró upp eggvopn. Lögregla mætti á staðinn og var hnífamaðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Vegfarandi varð vitni að innbroti í verslun í miðbænum. Hann lét lögregluna strax vita og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf innbrotsstaðinn. Gerandinn komst undan en slapp þó ekki því skömmu síðar hafði lögregla upp á honum í öðru hverfi. Hann var með þýfið meðferðis og var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þegar lögregla í Mosfellsbæ ætlaði að hafa afskipti af ökumanni reyndi hann að komast undan á bifreið sinni. Eftir stutta eftirför var ökumaður stöðvaður og handtekinn. Hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þrír gistu í fangageymslum lögreglu í nótt.

Húbert sturlaðist af reiði og afbrýðisemi og myrti eignkonu sína – Læknar agndofa yfir áverkum

Árið 1961 bjuggu þau hjón Ásbjörg Haraldsdóttir og Húbert Rósmann Morthens við Laugarnesveg í Reykjavík. Þau hjón voru bæði 35 ára að aldri og höfðu þegar þarna var að komið verið gift í áratug. Áttu þau þrjú börn. Hjónband þeirra þótti stormasamt og samkvæmt vinum og nágrönnum gekk oft á með líkamlegum átökum þeirra á milli svo vel heyrðist húsa á milli. Bæði lagði Húbert hendur á Ásbjörgu auk þess sem átti það reglulega til að slá til hans. Ekki bætti það úr skák að bæði voru hjónin vínhneygð.

Sturlaðist af afbrýðisemi

Húbert starfaði sem sjómaður og laugardaginn 30. september kom hann til hafnar með togaranum Neptúnusi frá Þýskalandi.  Hafði hann í för með sér mikið magn af bæði sterku áfengi og bjór.  Ásbjörg fór um borði í Neptúnus að sækja bónda sinn og sáttu þau þar nokkra stund að drykkju áður en haldið var heim á Laugarnesveginn þar sem drykkjunni var stíft haldið áfram. Harmleikurinn sem æa eftr fylgdi var meðal annars rakinn í Morgunblaðinu og DV.

Nóttin í móðu

Húbert var einn til frásagnar um hvað gerðist síðar um nóttina en svo virðist vera að þau hjón hafi varið nóttinni ýmist til að elskast eða rífast. Húbert sagði lögreglu síðar að í ástarleik hefði Ásbjörg kallað upp nöfn annarra karlmanna í drykkjuvímu. Við þetta kvaðst Húbert hafa sturlast af reiði og afbrýðisemi og barið hana svo illa að hún lá meðvitundarlaus á gólfinu en taldi Húbert hana þó hafa verið með lífsmarki. Erfiðlega gekk þó að fá heilstæða mynd af atburðum næturinnar sökum ölvunarástands Húberts sem kvaðst nóttina vera að miklu leyti í móðu.

Nágrannar heyrðu gauraganginn en létu sem vind um eyru þjóta enda orðnir vanir ástandinu á heimilinu. Aftur á móti virðist svo sem börnin þrjú hafi sofið af sér átökin.

Líkt og eftir bílslys

Húbert lognaðist að lokum út af en þegar hann vaknaði um hádegisbil daginn eftir sá hann Ásbjörgu liggja hreyfingarlausa og alblóðuga. Brá honum mjög og hringdi í ættingja sem þegar hringdi á sjúkrabíl við komuna á Lauganesveginn. Ásbjörg var flutt á sjukrahús þar sem hún var þegar úrskurðuð látinn og lögregla kölluð til. Húbert játaði umsvifalaust á sig verknaðinn þótt minnið væri gloppótt eftir atburði næturinnar og var hann færður í varðhald.

Læknar voru gáttaðir á hvernig einn berhentur maður hefði getað veitt slíka áverka sem voru á líki Ásbjargar og í krufiningunni stóð: „Miklir marblettir og hrufl í andliti og svo að segja samfellt mar undir öllu höfuðleðrinu. Þá fundust marblettir á útlimum og einnig á brjósti. Á brjóstkassanum fundust þrjú rif brotin og tvö þeirra tvíbrotin. Rifa fannst á þindinni, en það sem hefur valdið dauða konunnar var stór sprunga í lifrinni sem mikið hefur blætt úr.“ Höfðu læknar á orði að slíkar stórkostlegar sprungur á lifur hefðu aldrei sést nema eftir alvarleg bílslys og var talið líklegt að hoppað hefði veri ofan á Ásbjörgu.

Húbert reyndist sakhæfur við geðrannsókn og hlaut sjö ára fangelsisdóm fyir manndráp í Sakadómi Reykjavíkur þann 7. febrúar 1962. Húbert áfrýjaði dómnum og var refsingin minnkuð um eitt ár þar sem afbrýðisemi þótti grundvöllur til refsilækkunar.

Hubert giftist aftur árið 1963 og eignaðist tvö börn til viðbótar. Hann lést árið 2010.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 24. maí 2019 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Domino’s hækkar verð enn og aftur – Kennir MS og eigin starfsfólki um

Mynd af dominos.is

Sagan endalausa heldur en áfram en búið að er hækka verið á þriðjudagstilboði Domino’s um 200 krónur og kostar því pítsan 1.500 krónur. Um er ræða þriðju hækkunina á tilboðinu síðan í október 2021 en hefur það hækkað um helming síðan þá.

Í viðtali við Vísir óskar Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s, eftir upplýsingum um betra tilboði hjá öðrum fyrirtækjum og er nokkuð brattur í svörum. Kennir hann með MS um verðhækkun Domino’s en að sögn Magnúsar hækkaði ostur frá fyrirtækinu 1. desember og vegur það þungt fyrir stórfyrirtækið. Þá kennir Magnús einnig hækkun á launum starfsfólk um þessa verðhækkun.

Fleiri hækkanir

Ekki er þó aðeins þriðjudagstilboðið að hækka heldur hækka önnur tilboð líka. Þá heldur Magnús því fram að þriðjudagstilboðið hafi í raun aldrei verið ódýrara ef horft er framhjá fastri krónutölu en að sögn forstjórans ætti það að kosta 1.800 krónur sé litið til verðlagsþróunar.

Ekki hefur verið ákveðið hvort frekari breytingar verði gerðar á verðlagi Domino’s en líklegt verður að teljast að verðhækkun á Megavikupítsu, sem hefur verið vinsæl í gegnum árin hjá fyrirtækinu, komi ljós fyrr en síðar.

Rapparinn Haukur H dæmdur í fimm ára fangelsi

Haukur Ægir Hauksson (fyrir miðju) í tónlistarmyndbandi - Mynd: Skjáskot

Dómur var kveðinn upp í dag í Sólheimajökulsmálinu svokallaða og hlutu margir dóm í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur en snérist það um skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot en Vísir greindi frá dómnum.

Einn af þeim sem dæmdur var fyrir sinn þátt málinu er rapparinn Haukur Ægir Hauksson en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að taka á móti 2,177 kílóum af kókaíni sem hafði verið smyglað til landsins.

Haukur Ægir hefur lengi gengið undir nafninu Haukur H og var einn vinsælasti rappari landsins í kringum 2013-14 og var meðal annars í hljómsveitinni Þriðju Hæðinni ásamt fleiri röppurum. Haukur hefur gefið út nokkrar plötur en síðasta útgáfa hans var árið 2021. Rapparinn hefur verið opinn með fíkniefnaneyslu sína og önnur lögbrot en í viðtali við Bíóblaður árið 2020 sagðist hann hafa verið edrú í tæp níu ár og væri orðinn trúaður fjölskyldufaðir.

Jón Ingi Sveinsson fékk sex ára dóm, Gunnlaugur Skarphéðinsson fékk fimm ára dóma og þá fengu Pétur Þór Guðmundsson og Árni Stefán Ásgeirsson hvor um sig fjögurra ára dóm. Einnig fengu Valgerður Sif Sigmarsdóttir, Tinna Kristín Gísladóttir, Thelma Rún Ásgeirsdóttir og Andri Þór Guðmundsson þriggja ára dóm.

Sigríður skólastjóri verður bæjarstjóri: „Hún er vel inni í öllum málum“

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verður bæjarstjóri Ísafjarðar - Mynd: Ísafjarðarbær

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ er greint frá því að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir taki við sem bæjarstjóri af Örnu Láru Jónsdóttur en hún náði kjöri á Alþingi. Sigríður mun hefja störf sem bæjarstjóri 7. janúar á næsta ári.

Sigríður Júlía hefur setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þetta kjörtímabil og verið bæði forseti bæjarstjórnar og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar. Hún hefur síðustu misseri verið skólastjóri Lýðskólans á Flateyri en áður starfaði hún um árabil sem sviðsstjóri hjá Skógræktinni.

Sigríður Júlía er með meistaragráðu í skógfræði frá lífvísindaháskólann að Ási í Noregi og B.S.-gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sigríður Júlía býr á Suðureyri og er gift Steinþóri Bjarna Kristjánssyni. Hún á tvo syni og fjögur stjúpbörn.

„Vestfjörðum og Ísafjarðabæ hefur gengið vel síðustu árin. Við höfum náð tökum á fjármálum bæjarins og sjáum fram á áframhaldandi uppbyggingu. Það kom okkur ekki á óvart að kjósendur vildu Örnu á þing og úr því að svo fór er gott að hafa Siggu sem getur stokkið til með skömmum fyrirvara og klárað kjörtímabil Í-listans. Hún er vel inni í öllum málum og frábær samstarfsfélagi,“ segir Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans, í tilkynningu um bæjarstjóraskiptin.

Fortíð Guðmundar Ara

Guðmundur Ari Sigurjónsson, tilvonandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Margir innanbúðarmenn Samfylkingarinnar eru spenntir að sjá hvað Guðmundur Ari Sigurjónsson, tilvonandi þingmaður flokksins, tekst að gera á sínu fyrsta kjörtímabili. Guðmundur hefur sem oddviti í undanförnum sveitarstjórnarkosningum náð að saxa verulega á fylgi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og fékk Samfylkingin yfir 40% atkvæða yfir stjórn Guðmundar árið 2022.

Eitt sem ekki margir utan Seltjarnarness vita um fortíð Guðmundar er að hann starfaði lengi í félagstöðsmiðstöð. Þykir mikil og löng reynsla hans sem félagsmiðstöðvastarfsmaður henta gífurlega vel inn á Alþingi en fáir eru betri starfsmenn félagsmiðstöðva í að ná til fólks með mismunandi bakgrunn og skoðanir.

Guðmundur hefur einmitt lýst því yfir að lögfesta þurfi tilveru félagsmiðstöðva í lögum en þegar sveitarfélög skera niður útgjöld eru félagsmiðstöðvar yfirleitt ofarlega á listanum yfir hluti til að skera niður. Auðvitað er það þó gert eftir að stjórnmálamenn gorta yfir góðum árangri sem náðst hefur í starfinu …

Ólafur vill erlenda úttekt á verkum ríkisstjórnar – Þrefaldir vextir og þjóðarbúið í ólestri

Ólafur Arnarson vill að gerð verði ítarleg úttekt á verkum fráfarandi ríikisstjórnar.

Ólafur Arnarson, blaðamaður og álitsgjafi, leggur til í pistli á DV að fram fari óháð úttekt á þjóðarbúinu og verkum fráfarandi ríkisstjórnar.

„Mikilvægt er að ný ríkisstjórn láti fara fram úttekt á stöðu þjóðarbúsins við stjórnarskipti. Ráða þarf hæfa utanaðkomandi ráðgjafa til að framkvæma slíka úttekt. Þá þarf að sækja til útlanda til þess að starfið verði hafið yfir allan vafa,“ skrifar Ólafur í pistli á Hringbraut. Hann vísar til árlegs halla á rekstri ríkissjóðs og því að stýrivextir á Íslandi séu þrefaldir á við nágrannalöndin, rétt eins og verðbólgan.

„Það þarf skýringar á samfelldum halla á fjárlögum í sjö ár, það þarf skýringar á útþenslu ríkisbáknsins og einnig þarf að fá upp á borðið óumdeildar skýringar á því hvers vegna orkuframleiðsla í landinu hefur ekki verið með eðlilegum hætti og hvers vegna þjóðin hefur misst tökin á málefnum flóttamanna. Af nægu er að taka. Svör þurfa að vera afdráttarlaus og óháð á þessum mikilvægu tímamótum í sögu þjóðarinnar,“ skrifar Ólafur.

Pistill Ólafs í heild sinni er hér. 

Þegar AIDS kom til Íslands: „Hefnd guðs gegn þeim sem eru kynvilltir og misbjóða honum með óeðli“

„AIDS á tæplega eftir að útrýma mannkyninu. Það verða alltaf eftir einhverjir einlífismenn og hjón sem lifa eingöngu kynlífi innan hjónabandsins og geta ekki smitast,“ sagði Haraldur Briem, þáverandi smitsjúkdómalæknir í samtali við DV 9. nóvember 1985. Orð Haraldar má engan veginn túlka sem fordóma heldur var þekkingin á sjúkdómnum afar lítil, ekki einvörðungu hjá almenning, heldur einnig á meðal heilbrigðisstarfsmanna.

Það er erfitt að koma í orð þeirri hræðslu, fordómum og vanþekkingu sem upp gaus upp meðal þjóðarinnar eftir að bera fór á HIV veirunni hér á landi upp úr 1983. Sé litið til samtímamiðla síendurtaka sig sömu frasarnir: Pestin ólæknandi væri á pari við lömunarveiki, berkla og svartadauða og vísast væri að þeir sem tækju þessa veiki horfðust beint í augu við dauðann.

Kynvillingaplágan

Fólk var fljótt að benda á sökudólgana, smitberana sem settu líf blásaklauss fólks í hættu með tilveru sinni einni: Samkynhneigða karlmenn eða „kynvillinga“ eins og þá þá þótti eðlilegt að nefna þá. Talað var um „hommaveikina“ og „kynvillingapláguna.“ Ekki einungis þurftu samkynhneigðir karlmenn að þola útskúfun og fordóma heldur þurftu þeir einnig að sjá á eftir vinum og unnustum í dauðann af völdum sjúkdómsins enda engin lækning þekkt á þessum tíma.

„Hvernig sem það er, þá þykir merkilegt að plágan skuli miða út kynvillinga og misþyrma þeim svo hræðilega“

Í aðsendri grein til DV skrifar Helgi Geirsson að „negrar frá eylandinu Haítí hafi reynst smitberar í Bandaríkjunum“ og bætir við: „Vegna þess að „AIDS“ hrjáir kynvillinga svo illilega, þá hefur nafnið „the gay plague“ eða kynvillingaplágan á íslensku fest hana í almennu tali”. Helgi segir trúboða og presta hafa verið fljóta til að benda á að hér sé um að ræða hefnd guðs gegn þeim sem eru kynvilltir og misbjóða þannig náttúrululögmálum hans með óeðli sínu. „Hvernig sem það er, þá þykir merkilegt að plágan skuli miða út kynvillinga og misþyrma þeim svo hræðilega“.

Lokaðar kistur og lík í plastpoka

Lítið var vitað um sjúkdóminn fyrstu árin en meðal þeirra sem börðust hetjulegri baráttu við að reyna að fræða fólk voru meðal annars nokkur fjöldi heilbrigðisstarfsmanna, sumir meðlimir Samtakanna 78 svo og fleiri. En raddir þeirra máttu sín lítils gegn þeim ofsafengna ótta sem ríkti.

„Ástandið var svo óhuggulegt í fyrstu. Lokaðar kistur, lík í plastpoka, engin kistulagning“

„Ástandið var svo óhuggulegt í fyrstu. Lokaðar kistur, lík í plastpoka, engin kistulagning.“ Þannig lýsir hjúkrunarfræðingur stöðunni á smitsjúkdómadeild Borgarspítalans á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda. Hræðslan var mikil og sjúklingarnir upplifðu mikla skömm og margir gripu til þess ráðs að ljúga um orsök veikinda sinna. Fólk neitaði að fara í sjúkrabíla sem það grunaði um að hafa flutt HIV smitaða einstaklinga, þeir voru jafnvel hraktir úr vinnu og dæmi eru um að fjölskyldur hafi alfarið snúið bakið við þeim.

Einangrunarstöð fyrir smitaða homma

Þótt bágt sé að trúa í dag þá stungu framámenn í þjóðfélaginu upp á því í fullri alvöru að koma á fót einangrunarstöð fyrir eyðnismitaða homma. Svona til að koma örugglega í veg fyrir að þeir gætu átt samskipti við annað fólk. Jafnvel var rætt um að svipta þá sjálfræði sem smitast hefðu af veirunni.

Og í pistlinum Dagfara í DV í nóvember 1985 segir meðal annars: „Nú er það svo að það er ekki hægt að loka slíkt fólk inni í búrum þegar það ferðast með strætó en auðvitað kæmi til greina að merkja hugsanlega smitbera líkt og gyðinga forðum og vísa þeim á sérstaka bása í vögnunum öðrum til viðvörunar. Það er að minnsta kosti betra og ódýrara heldur en að aka hverjum og einum vagni í sóttkví í hvert skipti sem grunur leikur á farþega sem fengið hefur veiruna eða gæti hafa fengið veiruna eða mundi geta fengið veiruna“.

„Auðvitað kæmi til greina að merkja hugsanlega smitbera líkt og gyðinga forðum“

Pistillinn var skrifaður eftir að  tveir strætisvagnar hefðu verið settir í sóttkví í tíu klukkustundir á þvottastöð SVR á Kirkjusandi vegna kjaftasögu um að „AIDS-veiran“ leyndist í vögnunum. Enginn starfsmaður þorði að stíga inn í vagnana.

Neitað að kryfja lík smitaðra

Í bókinni Berskjaldaður, þar sem Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skráði sögu Einars Þór Jónssonar, segir fyrrnefndur hjúkrunarfræðingur frá hversu eitt starfsfólkið sem sinnti alnæmissjúkum hafi verið. Að starfsmenn á rannsóknarstofum spítalans hafi neitað að taka blóð úr sjúklingunum og þeir sem unnu á deildinni hafi orðið að gera það sjálfir. Erfitt var að fá röntgenmyndir teknar og fá eitthvað gert fyrir þá sjúku. „Það voru allir svo hræddir,“ segir hún og veltir fyrir sér ófagmennsku sérfræðinganna sem neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga. Smitsjúkdómalæknarnir hafi orðið að framkvæma krufningarnar sjálfir.

„Okkur var öllum stillt upp við vegg“

„Fólk sem maður vissi af var að veikj­ast al­var­lega og jafn­vel deyja og þetta hafði mik­il áhrif á alla. En eins mik­ill hryll­ing­ur og HIV var fór­um við að fá upp­lýs­ing­ar frá ábyrg­um aðilum eft­ir að þessi vírus kom upp. Okk­ur var öll­um stillt upp við vegg og við urðum að byrja að tala, sem þýddi að upp­lýs­ingaflæði fór að aukast. Við homm­arn­ir lærðum ým­is­legt um okk­ur sjálfa, en um leið líka rest­ina af þjóðinni,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Hann segir að það versta hafi þó verið óvissan. „Ég man að ég þorði ekki að þvo á mér hend­urn­ar á al­menn­ingskló­sett­um á Hlemmi og þorði ekki að drekka úr sama glasi og ókunn­ugt fólk. HIV sveif á viss­an hátt yfir manni eins og draug­ur sem kem­ur alltaf aft­ur og aft­ur.

Ótt­inn sem fylgdi því að lifa með þess­um vírus er eitt­hvað sem fór ekki úr mag­an­um á mér fyrr en ég fékk bólu­setn­ingu við HIV,“ sagði Páll Óskar í upprifjun sinni af þessum skelfilega tíma í íslenskri sjúkdómssögu.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 23. júní árið 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann.

Ragna læknir kveður spítalann: „Ég mun sakna starfs­ins“

Ragna Sigurðardóttir, tilvonandi þingmaður.

Eftir nýliðar alþingiskosningar er ljóst að margir nýir þingmenn munu stíga í pontu og ræða málefni þjóðarinnar. Flestir þeirra munu þurfa hætta í núverandi störfum eða fara í leyfi. Einn þeirra er Ragna Sigurðardóttir læknir en hún er orðin þingmaður Samfylkingarinnar en hún var á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ragna hefur undanfarið starfað sem læknir á Landspítalnum.

Komst örugglega inn

„Lauk minni síðustu næt­ur­vakt á skurðsviði í morg­un.

Það eru blendn­ar til­finn­ing­ar að kveðja þenn­an vinnustað – að minnsta kosti í bili. Ég mun sakna starfs­ins, og alls þess starfs­fólks sem ég hef unnið með á spít­al­an­um síðustu ár. Það hafa verið for­rétt­indi að vinna með öllu þessu magnaða fólki sem sinn­ir erfiðum verk­efn­um, oft við krefj­andi aðstæður en yf­ir­leitt með bros á vor.

Þannig – takk. Takk fyr­ir sam­starfið. Takk fyr­ir að sinna mér og mín­um nán­ustu. Takk fyr­ir allt. Nú fer ég á ann­an vett­vang og ætla að reyna hvað ég get að gera gagn. Fyr­ir okk­ar sam­eig­in­lega heil­brigðis­kerfi þar sem margt er mjög vel gert – en ým­is­legt má bæta,“ skrifaði Ragna við færsl­una á samfélagsmiðlinum Instagram.

Samfylkingin fékk 22,9% atkvæða í kjördæmi Rögnu og náði flokkurinn inn þremur mönnum á Alþingi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður var oddviti flokksins og Ragna var á eftir honum í 2. sæti. Þá komst Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, einnig inn sem þriðji maður

Ganga til minningar um myrta fréttamenn

Frá samstöðufundi með Palestínu fyrr á árinu. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Laugardaginn 7. desember kl. 14 stendur félagið Ísland-Palestína fyrir mótmælagöngu til minningar um þann mikla fjölda fréttamanna sem myrtir hafa verið af Ísraelsher á Gaza, Vesturbakkanum og í suður-Líbanon segir í tilkynningu frá félaginu Ísland-Palestína.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll í Reykjavík þar sem Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, heldur ræðu.

„Það er stríðsglæpur að drepa fréttamennmenn. Á einu ári hefur Ísraelsher drepið meira en helmingi fleiri fréttamenn en eru að jafnaði myrtir árlega í heiminum. Fréttamenn eru skotmörk Ísraelshers vegna þess að þeir opinbera stríðsglæpi Ísraelshers. Ísrael hefur ekki hleypt fréttamönnum fjölmiðla inn á svæðið síðan árásir þeirra hófust í október í fyrra. Jafnframt hefur Ísraelsríki meinað alþjóðlegu fréttastofunni Al Jazeera að starfa innan Ísrael og á Vesturbakkanum í Palestínu. Þetta eru gróf brot á alþjóðalögum.

Fjölmennum og berjumst fyrir málfrelsi, mannréttindum og réttlæti fyrir Palestínu.“

Talið er að yfir 45 þúsund einstaklingar á öllum aldri hafi verið drepnir af her Ísrael síðan 7. október árið 2023.

Rifust eins og hundur og köttur vegna hjólstóls á flugvelli: „Fátæka tík“ – MYNDBAND

Atvikið átti sér stað á flugvelli í Atlanda - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ótrúleg orðaskipti áttu sér stað á flugvelli í Atlanta í Bandaríkjunum á mánudaginn en vélinni hafði verið flogið frá Albany í New York-fylki. Farþegi Delta flugfélagsins sem þurfti á hjólastól að halda var óður út í starfsmann flugvallarins fyrir að hafa verið lengi að koma með hjólastólinn við útgang flugvélarinnar svo hann gæti komist ferða sinna.

Starfsmaðurinn sem kom með hjólastólinn var alls ekki sáttur með viðbrögð farþegans og hófu þau að öskra á hvort annað og má heyra farþegann kalla starfsmanninn „tík“ ítrekað. Á endanum var starfsmaðurinn fjarlægður úr rýminu. Vitni segja að lögreglan hafi talað við farþegann stuttu eftir atvikið en að hann hafi ekki verið handtekinn.

Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið en greindi frá því að hún hefði handtekið mann sem stal þremur bílnum á sama flugvelli í nóvember en fleiri en 300 bílnum hefur verið stolið af flugvellinum á þessu ári.

Hjörvar fékk ekki leyfi hjá RÚV: „Almennt þá getur slíkt varðað við höfundalög“

Hjörvar Hafliðason stýrir þættinum Dr. Football - Mynd: Skjáskot

Mikil samkeppni var milli Vísis og RÚV á laugardaginn en báðir miðlarnir voru með kosningavöku vegna alþingiskosninga í beinni útsendingu og kepptust um áhorfendur. Dr. Football, eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp landsins, ákvað að láta slaga standa og var með sitt eigið kosningastreymi á YouTube og stýrði Hjörvar Hafliðason þættinum ásamt fjölmiðlamönnunum Stefáni Einari Stefánssyni og Gísla Valdórssyni. Fengu þeir til sín fjölda gesta og skemmtu sér konunglega.

Vakti það athygli sumra áhorfenda að til að fá nýjustu tölur og fréttir notaðist þáttur Hjörvars við útsendingu RÚV og var ítrekað skipt yfir á sjónvarpsstöðina þegar nýjar tölur voru kynntar eða viðtöl við formenn voru tekin ásamt því hæðst að var að fjölmiðlinum ítrekað.

Óheimilt án leyfis

Í samtali við Mannlíf segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, að Hjörvar hafi ekki fengið leyfi til að sýna útsendingu RÚV á YouTube.

„Ekkert leyfi var veitt. Varðandi streymi útsendinga almennt þá getur slíkt varðað við höfundalög og skyld réttindi,“ sagði Margrét um málið. „Jafnan er það svo að RÚV lítur svo á að streymi útsendinga RÚV sé óheimilt án leyfis/samþykkis. Varðandi kosningaumfjöllun sérstaklega þá hafði RÚV hins vegar veitt tilteknum fjölmiðlum heimild til streymis og hefði slík beiðni verið tekin til skoðunar ef hún hefði borist, þ. á m. að virtum jafnræðissjónarmiðum. RÚV mun væntanlega skerpa á þessu framvegis.“

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafði ekki séð útsendingu Hjörvars þegar Mannlíf ræddi við hann og vildi ekki tjá sig um hana að öðru leyti en að honum þætti ánægjulegt að Hjörvar og gestir hans hafi valið kosningavöku RÚV til að fá upplýsingar um tölur og viðbrögð frambjóðenda.

Ekki náðist í Hjörvar Hafliðason við vinnslu þessarar fréttar.

Reiði vegna Sigurðar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Ljósmynd: Aldís Páls

Framsóknarflokkurinn er í leiðtogakreppu eftir kosningarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður komst haltrandi inn á þing sem uppbótarþingmaður á kostnað Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem þar með hvarf af hinu pólitíska sviði. Willum fór þar með sömu leið og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður og Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sem bæði þóttu hæf til þess að taka við flokknum. Ólíklegt er að nokkurt þeirra eigi afturkvæmt í stjórnmálin.

Gríðarleg óánægja er innan flokksins með Sigurð Inga sem virðist ætla að sitja áfram á þingi og sem formaður. Enginn úr þingflokki Framsóknarflokksins þykir hafa burði til að verða arftaki hans. Aftur á móti horfa einhverjir vonaraugum til Einars Þorsteinssonar borgarstjóra sem þykir efnilegur þrátt fyrir að hafa nokkrum sinnum misst fótanna í embætti sínu. Aðeins eru 18 mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Þá kemur í ljós hvort Einar nær að halda stöðu sinni í Reykjavík eða hvort hann fari sömu leið og þær liljur vallarins sem felldu blöð sín í þingkosningunum og misstu Reykjavík …

Khloé Kardashian opnar sig um óöryggi sitt – MYNDIR

Khloé Kardashian opnar sig í Bustle

Í nýju viðtali og myndaseríu við tímaritið Bustle opnar raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Khloé Kardashian sig um ýmsa hluti, meðal annars eigið óöryggi og fimmtugsaldurinn.

Í viðtalinu greinir hún frá því að hún muni gefa út sitt eigið ilmvatn á næsta ári. „Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera ein,“ sagði hún við Bustle. „Ég hef verið í samstarfi við systur mínar eða fyrrverandi eiginmann minn en ég var samt mjög taugaóstyrk að gera þetta sjálf. Það er mikil pressa en ég vil prófa nýja hluti,“ en að sögn fyrirsætunnar tók 18 mánuði að búa til ilminn og ber hann nafnið XO Khloé.

Hún segir að það hafi verið erfitt að finna nafn á hann, hún hafi varla getað fundið nöfn á eigin börn því það sé svo erfitt. Ilminum er ætla að vera sjálfsöruggur og kynþokkafullur en lætur á sama tíma lítið fyrir sér fara. Khloé ræddi einnig um dásemdir þess að eldast.

„Þegar maður er ungur halda allir að 40 ára sé gamalt en nú hugsa ég „Bíddu…mér líður svo vel.“ Ég hef aldrei verið í betra formi. Ég er að gera nýja hluti vinnulega séð. Ég hef aðeins verið fertug í hálft ár en það er algjörlega frábært. Mér er skítsama um hluti sem voru mikilvægir áður. Ég viljandi losaði mig við hluti og orku þegar ég var 39 ára gömul og vildi skilja þá eftir í fortíðinni. Það eru svo margir hlutir sem ég hef gert eftir að ég varð fertug að ég veit að fimmtugsaldurinn verður fokking stórkostlegur.“

 

Halla tekin við VR: „Hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks“

Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

Halla Gunnarsdóttir er tekin við sem formaður VR en Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins, hafði verið formaður félagsins þar til í gær. Halla var varaformaður VR áður en hún tók við og mun gegna formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi, sem er í mars á næsta ári.

Ragnar hafði verið formaður síðan 2017 en var fyrst kjörinn í stjórn félagsins árið 2009. Hann var endurkjörinn sem formaður þrívegis.

„Ég kveð VR með bæði stolti og söknuði. Ég hef starfað með einstökum hópi bæði kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Skrifstofa VR er afar öflug og sem formaður hef ég notið góðs af þeirri fagmennsku sem einkennir öll hennar störf. Ég ber fullt traust til sitjandi stjórnar félagsins og nýs formanns og óska þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, alþingismaður og fráfarandi formaður VR.

„Fyrir hönd bæði stjórnar og skrifstofu VR færi ég Ragnari Þór Ingólfssyni bestu þakkir fyrir hans störf í þágu félagsins sem spanna nær sextán ár. Hann hefur verið mjög ötull talsmaður launafólks og almannahagsmuna og verður það áfram í mikilvægum störfum á nýjum vettvangi. Ég tek við góðu búi og við munum halda sterkum tengslum til að vinna áfram saman að hagsmunum okkar félagsfólks. Ég óska Ragnari alls góðs í störfum sem hans bíða núna á nýkjörnu Alþingi,“ sagði Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.

Tæplega átta þúsund atvinnulausir á Íslandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Hari

Í tilkynningu frá Hagstofunni er greint frá því að 7900 einstaklingar hafi verið atvinnulausir á Íslandi í október á árinu, samkvæmt árstíðaleiðréttri niðurstöðu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.

Þá var árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra 3,3%, hlutfall starfandi var 79,4% og atvinnuþátttaka 82,1% en árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig á milli mánaða. Þess ber að geta að mæling fyrir september var óvanalega há ef horft er til síðustu mánaða. Hlutfall starfandi stóð nánast í stað og atvinnuþátttaka minnkaði um eitt prósentustig. Mælt atvinnuleysi í október var 3,0%, árstíðaleiðrétt 3,3% og leitni 3,4%.

Segir hreinar meyjar geta þénað vel á OnlyFans – Hefur grætt 43 milljónar dala á einu ári

Sophie Rain þarf ekki að hafa áhyggjur af salti í grautinn

OnlyFans-stjarnan Sophie Rain er heldur betur á milli tannanna á fólki síðan hún upplýsti að hún hafi þénað rúmar 43 milljónar dala á undanförnum 12 mánuðum en hennar eina vinna er að birta myndbönd og myndir af sér á miðlinum.

Í viðtali við TMZ segir Rain frá því að fólk þurfi ekki að stunda kynlíf til að græða á OnlyFans því að hún sé ennþá hrein mey en slíkt þykir nokkuð sjaldgæft á OnlyFans. Hún segir að hún sé dugleg í sínu starfi og setji inn myndir oft og reglulega. Þá telur hún að það æsi karlmenn upp að þeir viti að hún hafi aldrei stundað kynlíf. Þó hafa sumir á samfélagsmiðlum sakað hana um að falsa tekjur sínar til þess að skapa sér athygli.

Í viðtalinu segist hún vera þakklát en hún hafði fram að þessu lifað í fátækt og aðeins unnið láglaunastörf.

Sophie Rain Biography - The Biography World

Kosningum lokið og hvað nú?

Ólafur Ágúst Hraundal

Nú er kosningum lokið og niðurstöður nokkuð ljósar, eftir stutta og skarpa kosningabaráttu, þar sem Vinstrið gall afhroð. Tveir flokkar þurrkuðust út og þurfa því að pakka saman hugmyndum sínum og setja í rykfallnar geymslur. Má því segja að hægrið hafi unnið stór sigur. En því miður virðist miðjan hafa komið sér þétt að borðinu, sú miðja, sem nú heldur um stjórnartaumana, virðist þó ætla að reyna að miðla málum með leiðum sem sennilega leiða til aukinna skatta, álaga og loftkenndra loforða. En hversu lengi er hægt að vegasalt og halda jafnvægi?

Gullhúsið sem logar

Einn af draumum tveggja flokkana af þeim þrem sem virðast líklegastir til að mynda næstkomandi ríkisstjórn, er innganga í ESB, hún sé töfralausnin á okkar vandamálum. Þessi hugmynd hljómar í huga þeirra eins og hún sé töfralyf sem muni losa Íslenskt samfélag úr fjötrum verðbólgu og vaxtaóreiðu. En hversu raunhæfur er þessi draumur? Hvað hagnast eða tapar Íslenskt samfélag með inngöngu í sambandið?

Innganga í ESB væri sjálfsmorð á sjálfstæði Íslendinga, Ísland væri eins og lamb í kjafti úlfsins. Íslenska þjóðin hefur byggt upp sitt efnahagslíf með því að nýta auðlindir landsins. Með því að færa valdið til Brussel erum við í raun að afsala okkur sjálfstæðinu, fyrir þeim er Ísland litla gullgæsin. Þar sem við hefðum ekki lengur stjórn á eigin auðlindum, hvort sem það snýr að sjávarútvegi, landbúnaði eða raforku. Þeir sem tala fyrir ESB-aðild vilja ekki ræða hvað er í öllum pakkanum hvernig slík aðild muni þrengja að okkur undir stjórn ESB sem hefur gott sem enga innsýn í þarfir smáríkis eins og Íslands.

Dýrkeypt hindrun

Sú mýta er fyrir löngu orðin úrelt að sjálfstæði Íslendinga haldist í hönd við Íslensku krónuna. Við verðum að sætta okkur við það að Íslenska krónan er æxli sem þarf að fjarlægja, hagkerfið okkar er einfaldlega of lítið til að ráða við að halda úti sér Íslenskum gjaldmiðli. Íslenska krónan er handónýt og svo er hún einnig verðlaus á erlendri grundu. Íslenska krónan kostar Íslenska þjóðarbúið miklar fjárhæðir árlega. Áætlaður vaxtamunur milli krónu og evru er 3%, sem veldur auknum vaxtakostnaði upp á um 200 milljarða á ári. Þetta jafngildir byggingarkostnaði nýs Landspítala. Einnig stuðlar krónan að hærri verðbólgu, minni kaupmætti og auknum lánakostnaði. Seðlabankinn hefur að auki þurft að verja gengi krónunnar með gjaldeyrisforða, sem kostar yfir 20 milljarða árlega, ef miðað er við meðalverðbólgu upp á 4% á ári. Þegar þetta er allt saman tekið er heildarkostnaður Íslensku krónunnar yfir 600 milljónir á dag.

Það sem þarf er að taka skref í átt að stöðugleika í efnahagskerfinu, ekki með því að afsala okkur sjálfstæði heldur með því að festa Íslensku krónuna við stöðugan gjaldmiðil eins og evru eða dollar. Þannig mætti draga úr þeirri óstjórn sem hefur einkennt Íslenskan efnahag áratugum saman. Þessi óstöðugleiki hefur verið leikvöllur fjármálaelítunnar, sem hefur notfært sér sveiflur krónunnar til eigin ávinnings, á kostnað almennings og heimila landsins. Með stöðugum gjaldmiðli yrði torveldara fyrir þessa elítu að hagnast á sveiflum krónunnar. Heimili landsins myndu þá loksins fá vernd gegn óeðlilegum vaxta- og verðbólguskotum, þetta gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að leggja grunninn að nýju hag- og lánakerfi. Þetta myndi skapa umhverfi þar sem fólk gæti áætlað fjárhag sinn til lengri tíma, án þess að þurfa stöðugt að horfa á uppsprengdar afborganir vegna verðtryggingar eða óvæntra vaxtahækkana.

Fjötrar fortíðarinnar

Við getum ekki rætt stöðugleika án þess að nefna Íslensku verðtrygginguna sem er sér Íslenskt fyrirbæri. Hvernig má það vera að eitt af grunnkerfum lánamarkaðsins, „verðtrygging“ sé aðeins að finna á Íslandi?

Verðtryggingin hefur lengi verið réttlætt til að vega niður verðbólgubálið, en raunveruleikinn er sá að hún heldur heimilum í vítahring skulda. Þetta fyrirbæri finnst hvergi á Norðurlöndum, og ef djúpt er kafað þá er skrítið hún sé ekki ólögleg, ef út í það er farið. Það að lántakandi viti ekki hvað hann eigi að greiða eftir ár, það myndi engin Norðurlandaþjóð sætta sig við þess lags viðskiptahætti, en hér á landi hefur þetta þrælahald verið réttlætt með efnahagslegum rökum sem standast ekki lengur tímans tönn. Þetta kerfi sem stjórnmálamenn hafa varið í áratugi er óskiljanlegt í ljósi þess að við viljum bera okkur saman við hin Norðurlöndin.

Ef ný ríkisstjórn ætlar að gera eitthvað raunverulegt fyrir þjóðina, þá verður hún að leggja fram áætlun um að losa okkur undan þessum fjötrum. Það er engin afsökun fyrir því að halda áfram á þessari braut þegar aðrar lausnir eru fyrir hendi.

Hvert stefnir Ísland?

Nú þegar kosningarnar eru að baki og ný stjórn tekur við taumunum, stendur Ísland frammi fyrir mikilvægum spurningum um framtíð sína. Mun nýja ríkisstjórnin hafa hugrekki til að takast á við þessi rótgrónu vandamál? Eða mun hún sökkva sér í miðjumoð þar sem reynt er að gera öllum til hæfis, á kostnað raunverulegra lausna?

Það er löngu orðið tímabært að leggja af dýrtíð óstöðugleikans sem fylgir krónunni, og hefur haldið Íslenskum skattgreiðendum í gíslingu í áratugi. Lausnin liggur ekki í því að ganga í Evrópusambandið og færa valdið til annarra. Hún liggur í því að taka stjórnina í eigin hendur. Við þurfum að hafa pólitíska forystu sem er tilbúin að kveðja gamla tímann, og horfa fram á veginn, axla ábyrgð og koma með lausnir sem þjóna þjóðinni í heild sinni, ekki aðeins fjármálakerfinu eða stjórnmálamönnum sjálfum. Ef ekki, þá mun sagan endurtaka sig og Íslenska þjóðin mun sitja uppi með krónu sem dansar í takt við ofbeldisfullan töfrasprota spillts auðvaldsins.

Það er kominn tími til að stöðva leikvang krónunnar og byggja upp traust í Íslensku efnahagslífi. Spurningin er, mun ný ríkisstjórn taka þessa áskorun alvarlega, eða verða næstu fjögur ár aðeins framhald á sama sýkta leikritinu?

Aðeins tíminn – mun leiða það í ljós.

Ólafur Ágúst Hraundal

Fátækir horfa til Ingu

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir freista þess að ná saman ríkisstjórn á næstu dögum.

Flokkur fólksins setti á oddinn að þeir sem erfiðast eiga uppdráttar í samfélaginu fái 450 þúsund krónur á mánuði eftir að skattar hafa verið dregnir frá. Reiknað er með að hún standi fast á þeirri kröfu. Verði af ríkisstjórn kvennanna þriggja mun hún örugglega bæta kjör hinna fátækustu í samfélaginu. Þeir sem erfiðast eiga uppdráttar horfa því vonaraugum til Ingu og vonast eftir betri lífskjörum.

Gangi ekki saman með þessum flokkum er engin leið að spá fyrir um framhaldið. Þorgerður Katrín á þó möguleika á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.

Ljótt af Einari

|||
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.

Einar Kárason, rithöfundur og álitsgjafi, lætur sjaldnast neinn eiga inni hjá sér. Guðmundur Andri Thorsson, félagi hans í stétt rithöfunda, gerði grín að Einari eftir að sá síðarnefndi hafði kvartað opinberlkega  undan því að hafa ekki fengið dúsu frá ríkinu í formi rithöfundalauna. Þá kom á daginn að Einar hafði ekki klárað umsókn sína með því að senda tölvupóst með bænaskjalinu góða. Guðmundur Andri rifjaði upp í athugasemd á Facebook að Einar gleymdi að ýta á send.

Einar brást ókvæða við þessu í færslu á Facebook og taldi Guðmund Andra hafa verið hina mesti liðleskju þegar hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Skilja má á Einari að Guðmundur Andri hafi ekki efni á slíku gríni. Að vísu sé þó rétt að umsóknin hafi verið ófullnægjandi.

„Andri gerir grín að þessu, en sjálfur var hann þá allt árið með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu, svo að honum var eðlilega léttur hlátur í huga yfir þeim félögum sem fengu ekki einu sinni þessa þrjá, eða sex, þrjúhundruðþúsundkalla sem menn betla eftir með flóknu umsóknarferli. Andri var að vísu, eins og allir vita, að mestu verklaus í þinginu, en gefum honum þó að hann klikkaði örugglega aldrei á að „ýta á send“ er hann sóttist eftir greiðslum,“ skrifar Einar.

Nokkrar athugasemdir eru við romsu Einars um Guðmund Andra og blöskrar flestum hve harkalega er farið að greyinu. Ljótt af Einari var ein einkunnin. Meðal þeirra sem skamma orðhákinn Einar er sjálfur Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur sem þó kallar ekki allt ömmu sína.

„Þessi færsla er fyrir neðan þina virðingu, Einar. Hvet þig til að eyða henni og þá gleymist hún vonandi fljótt,“ skrifar Jón Viðar …

Hnífamaður læstur inni í fangaklefa – Vegfarandi veitti innbrotsþjófi eftirför

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Hnífamaður var handtekinn í Reykjavík eftir að kallað var eftir hjálp. Hann hafði ógnað öðrum með vopninu innandyra. Mennirnir höfðu staðið í deilum sem þróuðust út í það að annar þeirra dró upp eggvopn. Lögregla mætti á staðinn og var hnífamaðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Vegfarandi varð vitni að innbroti í verslun í miðbænum. Hann lét lögregluna strax vita og fylgdi þjófinum eftir þegar hann yfirgaf innbrotsstaðinn. Gerandinn komst undan en slapp þó ekki því skömmu síðar hafði lögregla upp á honum í öðru hverfi. Hann var með þýfið meðferðis og var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þegar lögregla í Mosfellsbæ ætlaði að hafa afskipti af ökumanni reyndi hann að komast undan á bifreið sinni. Eftir stutta eftirför var ökumaður stöðvaður og handtekinn. Hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þrír gistu í fangageymslum lögreglu í nótt.

Húbert sturlaðist af reiði og afbrýðisemi og myrti eignkonu sína – Læknar agndofa yfir áverkum

Árið 1961 bjuggu þau hjón Ásbjörg Haraldsdóttir og Húbert Rósmann Morthens við Laugarnesveg í Reykjavík. Þau hjón voru bæði 35 ára að aldri og höfðu þegar þarna var að komið verið gift í áratug. Áttu þau þrjú börn. Hjónband þeirra þótti stormasamt og samkvæmt vinum og nágrönnum gekk oft á með líkamlegum átökum þeirra á milli svo vel heyrðist húsa á milli. Bæði lagði Húbert hendur á Ásbjörgu auk þess sem átti það reglulega til að slá til hans. Ekki bætti það úr skák að bæði voru hjónin vínhneygð.

Sturlaðist af afbrýðisemi

Húbert starfaði sem sjómaður og laugardaginn 30. september kom hann til hafnar með togaranum Neptúnusi frá Þýskalandi.  Hafði hann í för með sér mikið magn af bæði sterku áfengi og bjór.  Ásbjörg fór um borði í Neptúnus að sækja bónda sinn og sáttu þau þar nokkra stund að drykkju áður en haldið var heim á Laugarnesveginn þar sem drykkjunni var stíft haldið áfram. Harmleikurinn sem æa eftr fylgdi var meðal annars rakinn í Morgunblaðinu og DV.

Nóttin í móðu

Húbert var einn til frásagnar um hvað gerðist síðar um nóttina en svo virðist vera að þau hjón hafi varið nóttinni ýmist til að elskast eða rífast. Húbert sagði lögreglu síðar að í ástarleik hefði Ásbjörg kallað upp nöfn annarra karlmanna í drykkjuvímu. Við þetta kvaðst Húbert hafa sturlast af reiði og afbrýðisemi og barið hana svo illa að hún lá meðvitundarlaus á gólfinu en taldi Húbert hana þó hafa verið með lífsmarki. Erfiðlega gekk þó að fá heilstæða mynd af atburðum næturinnar sökum ölvunarástands Húberts sem kvaðst nóttina vera að miklu leyti í móðu.

Nágrannar heyrðu gauraganginn en létu sem vind um eyru þjóta enda orðnir vanir ástandinu á heimilinu. Aftur á móti virðist svo sem börnin þrjú hafi sofið af sér átökin.

Líkt og eftir bílslys

Húbert lognaðist að lokum út af en þegar hann vaknaði um hádegisbil daginn eftir sá hann Ásbjörgu liggja hreyfingarlausa og alblóðuga. Brá honum mjög og hringdi í ættingja sem þegar hringdi á sjúkrabíl við komuna á Lauganesveginn. Ásbjörg var flutt á sjukrahús þar sem hún var þegar úrskurðuð látinn og lögregla kölluð til. Húbert játaði umsvifalaust á sig verknaðinn þótt minnið væri gloppótt eftir atburði næturinnar og var hann færður í varðhald.

Læknar voru gáttaðir á hvernig einn berhentur maður hefði getað veitt slíka áverka sem voru á líki Ásbjargar og í krufiningunni stóð: „Miklir marblettir og hrufl í andliti og svo að segja samfellt mar undir öllu höfuðleðrinu. Þá fundust marblettir á útlimum og einnig á brjósti. Á brjóstkassanum fundust þrjú rif brotin og tvö þeirra tvíbrotin. Rifa fannst á þindinni, en það sem hefur valdið dauða konunnar var stór sprunga í lifrinni sem mikið hefur blætt úr.“ Höfðu læknar á orði að slíkar stórkostlegar sprungur á lifur hefðu aldrei sést nema eftir alvarleg bílslys og var talið líklegt að hoppað hefði veri ofan á Ásbjörgu.

Húbert reyndist sakhæfur við geðrannsókn og hlaut sjö ára fangelsisdóm fyir manndráp í Sakadómi Reykjavíkur þann 7. febrúar 1962. Húbert áfrýjaði dómnum og var refsingin minnkuð um eitt ár þar sem afbrýðisemi þótti grundvöllur til refsilækkunar.

Hubert giftist aftur árið 1963 og eignaðist tvö börn til viðbótar. Hann lést árið 2010.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 24. maí 2019 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Domino’s hækkar verð enn og aftur – Kennir MS og eigin starfsfólki um

Mynd af dominos.is

Sagan endalausa heldur en áfram en búið að er hækka verið á þriðjudagstilboði Domino’s um 200 krónur og kostar því pítsan 1.500 krónur. Um er ræða þriðju hækkunina á tilboðinu síðan í október 2021 en hefur það hækkað um helming síðan þá.

Í viðtali við Vísir óskar Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s, eftir upplýsingum um betra tilboði hjá öðrum fyrirtækjum og er nokkuð brattur í svörum. Kennir hann með MS um verðhækkun Domino’s en að sögn Magnúsar hækkaði ostur frá fyrirtækinu 1. desember og vegur það þungt fyrir stórfyrirtækið. Þá kennir Magnús einnig hækkun á launum starfsfólk um þessa verðhækkun.

Fleiri hækkanir

Ekki er þó aðeins þriðjudagstilboðið að hækka heldur hækka önnur tilboð líka. Þá heldur Magnús því fram að þriðjudagstilboðið hafi í raun aldrei verið ódýrara ef horft er framhjá fastri krónutölu en að sögn forstjórans ætti það að kosta 1.800 krónur sé litið til verðlagsþróunar.

Ekki hefur verið ákveðið hvort frekari breytingar verði gerðar á verðlagi Domino’s en líklegt verður að teljast að verðhækkun á Megavikupítsu, sem hefur verið vinsæl í gegnum árin hjá fyrirtækinu, komi ljós fyrr en síðar.

Rapparinn Haukur H dæmdur í fimm ára fangelsi

Haukur Ægir Hauksson (fyrir miðju) í tónlistarmyndbandi - Mynd: Skjáskot

Dómur var kveðinn upp í dag í Sólheimajökulsmálinu svokallaða og hlutu margir dóm í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur en snérist það um skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot en Vísir greindi frá dómnum.

Einn af þeim sem dæmdur var fyrir sinn þátt málinu er rapparinn Haukur Ægir Hauksson en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að taka á móti 2,177 kílóum af kókaíni sem hafði verið smyglað til landsins.

Haukur Ægir hefur lengi gengið undir nafninu Haukur H og var einn vinsælasti rappari landsins í kringum 2013-14 og var meðal annars í hljómsveitinni Þriðju Hæðinni ásamt fleiri röppurum. Haukur hefur gefið út nokkrar plötur en síðasta útgáfa hans var árið 2021. Rapparinn hefur verið opinn með fíkniefnaneyslu sína og önnur lögbrot en í viðtali við Bíóblaður árið 2020 sagðist hann hafa verið edrú í tæp níu ár og væri orðinn trúaður fjölskyldufaðir.

Jón Ingi Sveinsson fékk sex ára dóm, Gunnlaugur Skarphéðinsson fékk fimm ára dóma og þá fengu Pétur Þór Guðmundsson og Árni Stefán Ásgeirsson hvor um sig fjögurra ára dóm. Einnig fengu Valgerður Sif Sigmarsdóttir, Tinna Kristín Gísladóttir, Thelma Rún Ásgeirsdóttir og Andri Þór Guðmundsson þriggja ára dóm.

Sigríður skólastjóri verður bæjarstjóri: „Hún er vel inni í öllum málum“

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verður bæjarstjóri Ísafjarðar - Mynd: Ísafjarðarbær

Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ er greint frá því að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir taki við sem bæjarstjóri af Örnu Láru Jónsdóttur en hún náði kjöri á Alþingi. Sigríður mun hefja störf sem bæjarstjóri 7. janúar á næsta ári.

Sigríður Júlía hefur setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þetta kjörtímabil og verið bæði forseti bæjarstjórnar og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar. Hún hefur síðustu misseri verið skólastjóri Lýðskólans á Flateyri en áður starfaði hún um árabil sem sviðsstjóri hjá Skógræktinni.

Sigríður Júlía er með meistaragráðu í skógfræði frá lífvísindaháskólann að Ási í Noregi og B.S.-gráðu í landnýtingu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Sigríður Júlía býr á Suðureyri og er gift Steinþóri Bjarna Kristjánssyni. Hún á tvo syni og fjögur stjúpbörn.

„Vestfjörðum og Ísafjarðabæ hefur gengið vel síðustu árin. Við höfum náð tökum á fjármálum bæjarins og sjáum fram á áframhaldandi uppbyggingu. Það kom okkur ekki á óvart að kjósendur vildu Örnu á þing og úr því að svo fór er gott að hafa Siggu sem getur stokkið til með skömmum fyrirvara og klárað kjörtímabil Í-listans. Hún er vel inni í öllum málum og frábær samstarfsfélagi,“ segir Gylfi Ólafsson, oddviti Í-listans, í tilkynningu um bæjarstjóraskiptin.

Fortíð Guðmundar Ara

Guðmundur Ari Sigurjónsson, tilvonandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Margir innanbúðarmenn Samfylkingarinnar eru spenntir að sjá hvað Guðmundur Ari Sigurjónsson, tilvonandi þingmaður flokksins, tekst að gera á sínu fyrsta kjörtímabili. Guðmundur hefur sem oddviti í undanförnum sveitarstjórnarkosningum náð að saxa verulega á fylgi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og fékk Samfylkingin yfir 40% atkvæða yfir stjórn Guðmundar árið 2022.

Eitt sem ekki margir utan Seltjarnarness vita um fortíð Guðmundar er að hann starfaði lengi í félagstöðsmiðstöð. Þykir mikil og löng reynsla hans sem félagsmiðstöðvastarfsmaður henta gífurlega vel inn á Alþingi en fáir eru betri starfsmenn félagsmiðstöðva í að ná til fólks með mismunandi bakgrunn og skoðanir.

Guðmundur hefur einmitt lýst því yfir að lögfesta þurfi tilveru félagsmiðstöðva í lögum en þegar sveitarfélög skera niður útgjöld eru félagsmiðstöðvar yfirleitt ofarlega á listanum yfir hluti til að skera niður. Auðvitað er það þó gert eftir að stjórnmálamenn gorta yfir góðum árangri sem náðst hefur í starfinu …

Ólafur vill erlenda úttekt á verkum ríkisstjórnar – Þrefaldir vextir og þjóðarbúið í ólestri

Ólafur Arnarson vill að gerð verði ítarleg úttekt á verkum fráfarandi ríikisstjórnar.

Ólafur Arnarson, blaðamaður og álitsgjafi, leggur til í pistli á DV að fram fari óháð úttekt á þjóðarbúinu og verkum fráfarandi ríkisstjórnar.

„Mikilvægt er að ný ríkisstjórn láti fara fram úttekt á stöðu þjóðarbúsins við stjórnarskipti. Ráða þarf hæfa utanaðkomandi ráðgjafa til að framkvæma slíka úttekt. Þá þarf að sækja til útlanda til þess að starfið verði hafið yfir allan vafa,“ skrifar Ólafur í pistli á Hringbraut. Hann vísar til árlegs halla á rekstri ríkissjóðs og því að stýrivextir á Íslandi séu þrefaldir á við nágrannalöndin, rétt eins og verðbólgan.

„Það þarf skýringar á samfelldum halla á fjárlögum í sjö ár, það þarf skýringar á útþenslu ríkisbáknsins og einnig þarf að fá upp á borðið óumdeildar skýringar á því hvers vegna orkuframleiðsla í landinu hefur ekki verið með eðlilegum hætti og hvers vegna þjóðin hefur misst tökin á málefnum flóttamanna. Af nægu er að taka. Svör þurfa að vera afdráttarlaus og óháð á þessum mikilvægu tímamótum í sögu þjóðarinnar,“ skrifar Ólafur.

Pistill Ólafs í heild sinni er hér. 

Raddir