Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fjölskylda Sigurðar óskar eftir aðstoð: „Margt smátt gerir eitt stórt“

Sigurður Kristinsson Æsland er fallinn frá

Þann 22. júlí lést tónlistarmaðurinn Sigurður Kristinsson Æsland en hann er þekktastur fyrir að hafa verið í Sniglabandinu þar sem hann spilaði á trommur og gítar.

Sigurður, sem glímdi við erfið og langvarandi veikindi, lætur eftir eiginkonu og fimm börn. Yngstu börn hans eru fötluð og þurfa mikla umönnun. Fram undan er erfiður tími fyrir fjölskylduna og hefur Snædís Ósk Harðardóttir, frænka Sigurðar, stofnað til fjársöfnunar fyrir fjölskylduna.

Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á reikning hér fyrir neðan en hann er reikningur Ting Zhou, ekkju Sigurðar.

Kennitala: 190788-4749 
Reikningsnúmer: 0189-26-008891

Risahvalur hvolfdi báti – MYNDBAND

Mennirnir voru heppnir að sleppa lifandi - Mynd: Skjáskot

Veiðimenn undan ströndum New Hampshire í Bandaríkjunum eru heppnir að vera lifandi eftir að hnúfubakur stökk upp úr sjónum og lenti á báti þeirra með þeim afleiðingum að bátinn hvolfdi en atvikið átti sér stað á þriðjudagsmorgun.

Vinirnir Ryland Kenney og Greg Paquette voru um borð og var Kenney aðeins nokkra metra frá hvalnum þegar hann stökk upp. Talið er að hvalurinn hafi verið að borða en á svæðinu var mikið æti að sögn hvalasérfræðinga. Kenney og Paquette var fljótlega bjargað af nærliggjandi veiðimanni og voru þeir með öllu ómeiddir og var báturinn dreginn í land. Landhelgisgæsla Bandaríkjanna sendi í framhaldinu aðvörun um hættu til nærliggjandi báta.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan er um risastórt dýr að ræða en fullorðinnn hnúfubakur er í kringum 15 metra langur og allt að 40 tonn.

Gítarleikari Sniglabandsins látinn

Sent 2

Siggi bendir á okrið

Siggi Stormur

Mikil umræða hefur átt sér stað var’ðandi það okur sem á sér stað innan ferðaþjónustunnar og þá helst hjá veitingastöðum. Veðurfræðingurinn og lífskúnstnerinn, Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, var á ferð í Borgarnesi þegar hann sá, sér til undrunar, að fjórir erlendir ferðamenn norpuðu nokkrir saman í kringum einn súpudisk og einn skammt af fiski.
Siggi horfði á þetta í forundran en lét undan forvitni sinni og spurði hvort þau kynnu ekki að meta íslenskan mat. Money money money var svarið.

Siggi bendir á hið augljósa sem er að Íslendingar eru komnir út yfir „alla skynsemi í verðlagningu “ og ferðamenn láti ekki bjóða sér lengur hvað sem er.  Sjálfur fékk hann sér Ísey-skyr í Borgarnesi og lét það duga …

Lögregla stöðvaði hörkudeilur um eignarhald á ketti – Rúðubrjótur réðst á blokk í miðborginni

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan fékkst við afar sjaldgæft mál í gærkvöld þar sem allt var komið í hund og kött vegna deilu um eignarhald á gæludýri. Ágreiningurinn stóð um kött og reynist vera óleysanlegur án aðkomu lögreglunnar þar sem báðir töldi sig eiga köttinn. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós hvor hinn raunverulegi eigandi var. Báðir einstaklingar töldu sig réttmætan eiganda kattarins.  Rannsókn lögreglumanna á vettvangi varð til þess að kötturinn komst í hendur réttmæts eiganda.

Ökumaður var handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist þess utan hafa verið sviptur ökuréttindum.  sem og að aka sviptur ökuréttindum. Brotamaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem í ljós kom að hann reyndist vera eftirlýstur fyrir meinta glæpi sína. Á sömu slóðum átti sér stað innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi hafði í hótunum við börn og var með ógnandi framkomu. Óskað eftir aðstoð lögreglu. Málið er í rannsókn.

Í miðborginni var maður í annarlegu ástandi að vinna skemmdarverk. Sá var að brjóta rúður í fjölbýli og reyna að komast þar inn. Rúðubrjóturinn var handtekinn og læstur inni. Málið er í rannsókn og hann mun svara fyrir gjörðir sínar í dag.

Nokkrir aðilar reyndi að brjótast inn í kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar í miðborginni. Lögregla hafði upp á umræddum aðilum og málið var afgreitt á vettvangi.

Hópur ungmenna gerði sig heimakominn inni í skóla í austurborginni. Grunur er uppi um húsbrot. Málið er í rannsókn.  Á svipuðum slóðum óskaði leigubílstjóri aðstoðar vegna líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan stillti til friðar og málið var afgreitt á vettvangi. Í Kópavogi var búðarþjófur staðinn að verki. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var handtekinn eftir eltingaleik í Kópavogi. Hann er grunaður um margvísleg brot svo sem akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Þá hefur hann ítrekað verið staðinn að því að aka ítrekað án ökuréttinda. Hann reyndist vera á nagladekkjum og ástand bifreiðarinnar var þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra vegfarendur. Bílstjórinn var sem sagt á druslu á nagladekkjum og réttindalaus. Ökumaður var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Hann má búast við sekt upp á hátt í 300 þúsund krónur ef sakir sannast á hann.

Sex manna áhöfn hætt komin þegar mikil eldsprenging varð í bát þeirra – Yfirbyggingin varð alelda

Kofri

Í byrjun febrúar 1996 var áhöfn rækjuskipsins Kofra frá Súðavík hætt komin þegar eldur kviknaði djúpt út af Vestfjörðum.

Vélstjóri bátsins varð fyrstur var við eldinn sem kviknaði í vélarrúminu. Sá hann fljótt að ljóst væri að ekki þýddi að berjast við eldinn. Skömmu síðar varð gríðarleg eldsprengja í vélarrúminu en við sprenginguna varð yfirbyggingin alelda. Allir sex áhafnarmeðlimir skipsins drifu sig þá í gúmmíbát. Það var svo áhöfnin á Bessa frá Súðavík sem bjargaði mönnunum um borð en þá höfðu þeim dottið það snjallræði í hug að láta gúmmíbát sinn reka við stefni hins brennandi skips, svo auðveldara væri að finna þá. Varð þeim ekki meint af.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en hér má lesa fréttina:

Sex skipverjar á Kofra frá Súðavík í hættu staddir í eldsvoða:

Gífurleg eldsprenging og yfirbygging alelda

– ákváðu þá að yfirgefa skipið, fóru í gúmmíbát og var bjargað þaðan

Gífurleg eldsprenging varð í vélarrúmi rækjuskipsins Kofra frá Súðavík snemma í gærmorgun þegar skipið var statt djúpt út af Vestfjörðum. Skipverjarnir sex voru þá að berjast við eld sem kviknaði skömmu áður og ákváðu að yfirgefa skipið og fara í gúmmíbát. Áhöfn Bessa frá Súðavík bjargaði mönnunum en þá höfðu Koframenn látið bát sinn reka við stefni hins logandi skips til að björgunarmenn ættu auðveldara með að finna þá í myrkrinu. Samkvæmt upplýsingum DV í gærkvöld var Bessi væntanlegur til Súðavíkur í kvöld en togarinn tók Kofra í tog. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, sagði í samtali við DV í gærkvöld að þegar sprengingin varð hefði öll yfirbygging skipsins orðið alelda. Hann sagði jafnframt að vélstjóri hefði orðið fyrstur var við eldinn og mætti hann eldhafi þegar hann fór niður í vél. Þegar hann kom upp aftur varð ljóst að ekki var hægt að berjast við eldinn. Reyndu skipverjar þá að freista þess að kæfa hann með því að loka fyrir allar loftleiðir en það bar ekki árangur. Þegar eldsprengingin kom varö yfirbyggingin alelda á svipstundu, að sögn Ingimars, og fóru sexmenningarnir þá í gúmmíbát. Mennina sakaði ekki. Kofri ÍS 41 var smíðaður í Njarðvík árið 1984.

Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Slys varð fyrir skömmu síðan á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum. Merktir og ómerktir lögreglubílar og sjúkrabílar eru á vettvangi. Um var að ræða harðan árekstur og slys á fólki.  Akreinum hefur verið lokað vegna slyssins. Fréttamaður Mannlífs var á staðnum.

Vísir greinir frá því að árekstur hafi orðið á milli lögreglubifreiðar í forgangsakstri og pallbíls. Þrír eru sagðir vera slasaðir, tveir lögreglumenn og einn almennur borgari. Klippa þurfti lögreglumann út úr bifreiðinni.

Frá vettvangi slyssins rétt í þessu. Mynd Björgvin.

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur – Félagi hans slasaðist við björgunaraðgerð

Frá björgunaraðgerðum. Ljósmynd: Facebook

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur laust eftir hádegi í dag. Samferðamaður hans slasaðist einnig þegar hann reyndi að hjálpa honum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem sagt er frá björgunaraðgerðum við Jökulsárgljúfur en rétt eftir hádegi í dag féll þar reiðhjólamaður fram af klettum Félagi hans slasaðist svo einnig er hann gerði tilraun til þess að bjarga honum. Vegna þess hversu erfitt var að komast að þeim slösuðu var ákveðið að kalla eftir aðstoð björgunarsveita.

„Laust eftir hádegi í dag kom tilkynning til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafi reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar.

Þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG.“

Segir í færslu lögreglunnar að hjólreiðamennirnir hafi verið á leið sinni upp með ánni er annar þeirra féll af hjólinu fram af klettabrún. Mennirnir hafi báðir verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunna til Akureyrar til aðhlynningar.

Frá björgunaraðgerðum.
Ljósmynd: Facebook
„Í ljós kom að þarna höfðu tveir hjólreiðamenn verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún og lenti í gróðri og grjóti þar neðan við, talsvert fall. Viðkomandi aðili var með góðri meðvitund allan tímann en þurfti aðstoðar við.
Sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn voru komnir til hjólreiðamannanna um 2 klst. síðar og hlúðu að þeim. Úr varð að þyrla LHG hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem viðkomandi lá á í gróðrinum undir klettabeltinu.
Voru báðir hjólreiðamennirnir síðan fluttir með þyrlu LHG til Akureyrar til frekari aðhlynningar.“

Lögreglan rannsakar gróft brot í körfuboltaleik: „Maður sá greinilega stærð skósins á andliti hans“

Ekki aðeins tæknivilla heldur einnig lögreglumál!

Ungir KR-ingar safna dósum: „Voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina“

Það er örugglega fínt veður í Portúgal núna.

„Hingað mættu tveir ákaflega kurteisir dúskar úr fimmta flokki KR að safna flöskum. Þegar engar flöskur voru til á bænum könnuðu þeir hvort að ég gæti lagt beint inn á þá fyrir ferð til Portúgal.“ Þannig hófst krúttleg færslu Nínu nokkurrar á íbúðasíðunni Vesturbærinn á Facebook.

Konan segist hafa forvitnast meira um málið og þá hafi drengirnir viðurkennt að þetta væri ekki fyrir fótboltaferð, þá langaði einfaldlega að flýja reykvíska sumarið.

„Þegar ég forvitnaðist frekar um málið kom á daginn að þeir voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina. Ég get reyndar alveg skilið það, í 8 gráðum og skítaveðri, og það í júlí.“

Að lokum segir Nína að gott sé að vera vakandi fyrir „svona ungum frumherjum“:

„En það er kannski gott að vera vakandi fyrir því hjá svona ungum frumherjum hvort að söfnunin sé í þágu íþróttastarfs eða bara stálheiðarlegur flótti frá rigningunni.“

Framkvæmdir framundan í Grindavík fyrir hálfan milljarð: „Taka mið af áhættumati hverju sinni“

Undanfarið hafa stjórnvöld skoðað tillögur Grindavíkurnefndarinnar er lúta að viðgerðum í bænum vegna jarðhræringanna örlagaríku.

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Formaður nefndarinnar – Árni Þór Sigurðsson – segir að fyrst verði gert við götur og að kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Grindavíkurnefndin svokallaða hefur umsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík; það er deginum ljósara að gífurlegar skemmdir hafa orðið í Grindavík síðan jarðhræringar hófust.

Grindavíkurvegur, eða það sem eftir er af honum.

Ásamt Árna Þór er nefndin skipuð þeim Guðnýju Sverrisdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, og Gunnari Einarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar.

Gunnar Einarsson.
Guðný Sverrisdóttir.

Nefndin hefur í samstarfi við bæjaryfirvöld í Grindavík, ýmis ráðuneyti, lögreglu og fleiri kynnt stjórnvöldum tillögur sínar að viðgerðum.

Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson tóku sæti í sérstakri framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur.

Svandís Svavarsdóttir.
Mynd: Alþingi.

Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi og sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að „framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ“ sé „mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum.“

Framkvæmdanefndin fer með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum; samhæfingu aðgerða – tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og síðast en ekki síst að hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar.

Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald; hefur með höndum verkefni er snúa að úrlausnarefnum er tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Munu helstu verkefni nefndarinnar snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu; þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík.

Verkefnið hefur verið undirbúið í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur – sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.

Mannlíf ræddi við Árna Þór vegna aðgerðaáætlunar Grindavíkurnefndarinnar. Í máli hans kemur fram að áætlunin hefur verið samþykkt en að framkvæmdir séu þó ekki hafnar:

„Undirbúningur er hafinn. Sérstakt framkvæmdateymi hefur verið sett á laggirnar til að halda utan um verkefnið.“

Árni Þór segir aðspurður að „áætlaður kostnaður vegna þeirra innviðaframkvæmda sem til stendur að fara í í þessum áfanga er um 450 milljónir króna.“

Hann bendir á að „inni í þeirri tölu er meðal annars kostnaður við lagfæringar á sjóvarnargarði og einnig kaup á girðingum til að girða af svæði sem talin eru hættuleg.“

Árni Þór er spurður að því hver sé megintilgangur þessara framkvæmda. Hann segir að markmiðið og tilgangurinn sé að „auka öryggi í bænum og þær [framkvæmdirnar, innskot blm] eru einnig forsendur þess að unnt sé að draga úr eða aflétta lokunum með öruggum hætti. Þá munu framkvæmdir taka mið af áhættumati hverju sinni.“

Árni Þór á ekki „von á því að málið dragist lengi; við höfum gert ágætlega grein fyrir þessu; ég hef ekki orðið var við annað en að það sé góður skilningur á því að það sé mikilvægt að nýta tímann núna; nýta sumarið til framkvæmda.“

Pírataspjallinu lokað: „Við þökkum ykkur samfylgdina“

Pírataspjallinu hefur nú verið lokað á Facebook eftir að hafa verið búið til fyrir nokkrum árum.

Kristín Ólafsdóttir, stjórnandi Pírataspjallsins kom með Facebook-færslu í hádeginu í dag í hópnum þar sem hún tilkynnti um lokun spjallsins. Segir hún að í upphafi hafi Pírataspjalilð verið stofnað sem vettvangur þar sem fólk gat rætt málefni Pírata. Síðan þá hafi spjallið þróast talsvert og á félagsfundi Pírata í fyrra hafi verið ákveðið að fella út allar stefnur varðandi spjallið og þannig hætta að tengja það flokknum formlega. Leita nú Píratar að nýjum umræðuvettvangi.

Hér má lesa færslu Kristínar í heild sinni:

„Kæru meðlimir Pírataspjallsins, Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og á félagsfundi Pírata í fyrra voru felldar út allar stefnur sem varða Pírataspjallið og hefur þessi vettvangur síðan þá ekki verið tengdur Pírötum formlega. Það var lýðræðisleg niðurstaða meðal skráðra félaga í Pírötum að aftengja hreyfinguna við þennan vettvang. Nú er tækifæri til að finna annan vettvang fyrir þá umræðu sem hér fer fram og er unnið að því að leggja þennan hóp niður. Við þökkum ykkur samfylgdina. Vilji fólk ná tali af Pírötum verða til þess næg tækifæri á næstunni. Aðalfundur félagsins fer fram þann 7. september og verður haustdagskráin kynnt þar – ýmsir fundir, viðburðir og fleira spennandi. Að öðru leiti vísum við til heimasíðu Pírata piratar.is og á símann okkar. Með Píratakveðju.“

Alma veitti ekki lækningaleyfið: „Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar“

Stefán Yngvason

Stefán Yngvason er sá læknir sem leysti Ölmu Möller af í embætti landlæknis í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar.

Heilbrigðisráðuneytið svaraði í dag fyrirspurn Mannlífs um það hvaða læknir hafi verið fenginn í stað Ölmu Möller landlæknis, til þess að ákvarða um það hvort Skúli Tómas Gunnlaugsson ætti að fá endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sem voru í hans umsjá á HSS á árunum 2018 til 2020. Skúli Tómas starfar nú á Landspítalanum, í skugga rannsóknar lögreglunnar á andláti sjúklinganna sex.

Sjá einnig: Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Eins og Mannlíf greindi frá á dögunum, steig Alma Möller landlæknir til hliðar þegar kom að ákvörðun um veitingu lækningaleyfis Skúla Tómasar, vegna þess að hann hafði ráðið náfrænda hennar, Almar Möller sem lögmann í máli hans. Hún hafði áður skrifað kolsvarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, sem er eitt af meintum fórnarlömbum læknisins.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Mannlíf spurði heilbrigðisráðuneytið, sem sér um að setja staðgengil landlæknis, hver það hafi verið sem settur í máli Skúla.

„Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar,“ er svarið sem fékkst en Stefán er fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga á Reykjalundi en hann sérhæfir sig í endurhæfingalækningum.

Mannlíf spurði einnig hvort þetta hefði gerst áður í sögu landlæknisembættisins, að landlæknir hafi þurft að stíga til hliðar í ákveðnum málum en svo er, samkvæmt svarinu:

„Síðustu ár eru þónokkur dæmi þess að landlæknir og aðrir forstöðumenn undirstofnana hafi af einhverjum ástæðum verið vanhæfir til að fara með tiltekin mál og ráðuneytið sett annan í þeirra stað til að taka ákvörðun í málinu.“

Guðnakleif á Glissu til heiðurs forsetanum

Unnarskarð í Glissu. Leiðin upp í gegnum klettabeltið. Mynd: Reynir Traustason

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklega eini þjóðhöfðingi landsins sem klifið hefur fjallið Glissu sem

Glissa er tignarlegt V-laga fjall. Gönguleið upp er hægra megin á myndinni.
Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

stendur á mörkum Reykjafjarðar syðri og Ingólfsfjarðar í Árneshreppi. Guðni gekk á fjallið á dögunum í boði Ferðafélags Íslands. Við það tækifæri var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir stuðning við félagið og útivist almennt. Þá þykir Guðni hafa sinnt lýðheilsumálum af alúð. Ferðafélag Íslands stikaði þann hluta leiðarinnar árið 2019 sem er utan vegar fyrir nokkrum árum. Félagið hefur farið með nokkur hundruð manns á fjallið allt frá árinu 2017.

Glissa, forseti, gullmerki
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerki félagsins.
Mynd: Reynir Traustason.

Glissa þykir vera dulmagnað fjall. Tilgáta er um að einstakt nafn fjallsins sem er í laginu eins og V sé dregið af orðunum gleið skessa. Á hæsta tindi Glissu í 714 metra hæð er klettaborg þaðan sem þverhnýpi er suður af. Guðni forseti stillti sér upp ofan við þverhnýpið án þess að sýna minnstu merki um ótta. Efsti drangur Glissu var við það tækifæri nefndur Guðnakleif til heiðurs forsetanum.

Erfitt fyrir lofthrædda

Gönguleiðin á Glissu er nokkuð þægileg en löng. Alls er leiðin um 13 kílómetrar, fram og til baka. Hækkun er um 500 metrar. Lagt er upp frá Eyrarhálsi sem tengir Ingólfsfjörð og Trékyllisvík. Framan af liggur gönguleiðin um svonefndan Smalaveg sem liggur upp á Trékyllisheiði og þaðan alla leið á Bjarnarfjarðarháls. Leiðin liggur um Staurabrekku við rætur Eyrarfjalls sem tígulegt stendur við hlið Glissu. Á hæðinni tekur við stikuð leið alla leið á efsta tind Glissu. Leiðin liggur um melöldur og var áður villugjörn í þoku. Farið er ofan við gil við fjallsrætur. Leiðin í gegnum skörðótta klettaborg er nokkuð torfarinog reynist lofthræddum gjarnan erfið. Hún nefnist Unnarskarð til heiðurs Unni Pálínu Guðmundsdóttur frá Munaðarnesi  sem kynnti greinarhöfundi þessa gönguleið. Gjarnan er sett upp lína þar til að tryggja öryggi fólks.

Guðni Th. á Guðnakleif ásamt göngufélaga.

Ofan við Unnarskarð er leiðin á toppinn greið. Í björtu er útsýni af Glissu alla leið norður á Hornbjarg og suður að Eiríksjökli. Enginn sem stígur fæti á efsta tind Glissu er ósnortinn. Glissa a er sannkölluð drottning Árneshrepps.

 

Glissa, Ferðafélag Íslands, Forseti
Við uppöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG
Unnur Pálína Guðmundsdóttir og Guðrún Gunnsteinsdóttir í fyrstu ferð Ferðafélagsins á Glissu.

 

Solaris kærir vararíkissaksóknara til lögreglu: „Háttsemi sem varpar rýrð á störf hans“

Stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, vegna ummæla sem hann lét falla dagana 16. júlí og 19. júlí s.l. um innflytjendur og flóttafólk frá Miðausturlöndum og svo um Solaris hjálparsamtökin, sjálfboðaliða þeirra og skjólstæðinga. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt tilkynningunni telja samtökin að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga.

„Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir orðrétt í tilkynningu Solaris.

Að lokum segir í fréttatilkynningunni að framferði Helga grafi undir trausti til embættis ríkissaksóknara.

„Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“

Gunnar Smári hefur áhyggjur: „Ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið“

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

Gunnar Smári Egilsson segir að augljóst sé að íslenskt samfélag sé á „alvarlega rangri leið“.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir í nýrri Facebook-færslu að ljóst sé að samfélagið á Íslandi sé í vændræðum.

„Þegar fæðingartíðni fellur, kannanir sýna að fleirum líður illa og helst hinum ungu og öldruðu, ósætti og grimmd er áberandi, lífslíkur vaxa ekki lengur, traust á stofnunum fellur og trú á stjórnmálin er horfin, öllum augljós vangeta þeirra til að gæta almannahags; þá er ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið.“

Segir hann að þetta sé afleiðing af samfélagstilraun þar sem meðal annars er alið á „botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku“.

„Afleiðing af þeirri samfélagstilraun sem keyrð var í gegn og byggðist á upphafinni einstaklings- og efnishyggju, sturlaðri tignun á ríku fólki og botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku, er orðið mein sem þrýstir ekki aðeins hinum veiku ofan í bjargarleysi heldur leysir upp samfélagið og brýtur niður einstaklinga, eitrar sálina eins og illkynja æxli. Við verðum að bregðast við strax og sveigja af braut. Hvert okkar um sig og við sem heild. Amen.“

Verðbólgan aftur komin yfir sex prósent

Verðbólga síðustu 12 mánuði hækkar um hálf prósentustig á milli mánaða og mælist nú 6,3 prósent.

Samkvæmt Hagstofunni hafa sumarútsölur í fataverslunum og húsgagna- og heimilisbúnaðarverslunum haft neikvæð áhrif á vísitöluna. Hins vegar hækki matvöruverð og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um hálft prósent. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5 prósent og juku vísitölu neysluverðs um 0,34 prósent á milli mánaða. Verðbólga vegna húsnæðis mælist 4,2 prósent.

Greiningardeild Landsbankans hafði spáð að ársverðbólgan myndi hækka um 0,15 prósentustig á milli mánaða og verða því 5,9 prósent og er því ljóst að verðbólgan hafi hækkað umfram þá spá. Bankinn spáði einnig að verðbólgan haldist að mestu leyti óbreytt í ágúst og september en lækki síðan í október.

RÚV sagði frá málinu.

Veirur forðast Hannes

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. (Mynd: Jón Gústafsson).
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, stóð fyrir fyrirlestri þar sem rithöfundurinn Matt Ridley reifaði kenningar sínar um Covid 19 og uppruna kórónaveirunnar sem hann telur vera á rannsóknastofu í Kína. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur lítið fyrir kenningar Ridley í grein um málið og telur þær ekki vera vísindalega sannaðar og byggðar á tilgátu fremur en vísindum.
Hannes Hólmsteinn er á öðru máli og telur að skoðanir rithöfundarins séu trúverðugar. Spratt af þessu umræða á Facebook þar sem Kári og Hannes skiptust á skoðunum.
Hannes upplýsti þar að hann hefði látið bólusetja sig tvisvar en það hafi líklega verið óþarft.
„Veirur eru sennilega jafnhræddar við mig og vinstri menn eru…,“ skrifar Hannes af alkunnu lítillæti.
Svo því sé haldið til haga eru engin staðfest dæmi til um að vinstrimenn óttist Hannes. Það er því væntanlega tilgáta eins og þetta með uppruna veirunnar …

Leiðindagaur í lyfjaverslun – Lögregla og sjúkralið mættu á Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hraun

Lögreglan var kölluð til í lyfjaverslun í miðborginni þar sem maður nokkur sýndi af sér dónaskap og var til almennt til ófriðs. Leiðindagaurinn sá sitt óvænna og var horfinn á braut þegar lögreglan kom á staðinn.

Á svipuðum slóðum var annar maður með „æsing og ónæði.“ Lögreglan svipti hann frelsi sínu og læsti inni í fangaklefa þar sem hann sefur úr sér.

Annar var vistaður í fangaklefa skömmu síðar. Sá hafði í hótunum við gesti veitingastaðar í miðborginni.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að tösku hans var stolið. Óljóst er með lyktir þess máls. Skemmdarvargar voru á ferð og brutu rúðu í skóla.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Á svæði Kópavogslögreglu var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þessu til viðbótar reyndis bifreið hans vera ótrygg.

Í gærkvöld var voru lögregla og sjúkralið kölluð út að ríkisfangelsinu að Litla-Hrauni. Morgunblaðið hefur eftir vegfaranda að um hafi verið að ræða stórt útkall. Þá hefur miðillinn eftir lögreglunni að þetta hafi verið vegna veikinda fanga.

Guiseppe Mirto hvarf við Gullfoss – Fannst aldrei þrátt fyrir ítarlega leit

Frá minningarathöfninni

Þann 13. september 1994, hvarf hinn 29 ára gamli Giuseppe Mirto sporlaust en hann var í hópi ferðamanna sem skoðaði Gullfoss. Talið er að hann hefði fallið í fossinn.

Mikil leit hófst þegar ljóst var að hinn ítalski Giuseppe Mirto skilaði sér ekki í rútuna en hann hafði verið í hópi ferðalanga sem stoppað hafði við Gullfoss til að bera þann glæsilega foss augum. Þrátt fyrir gríðarlega mikla leit, þar sem fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt, ásamt lögreglu, þyrlu Landhelgisgæslunnar, annarar lítillar þyrlu og einkaflugvél frá Flúðum, fannst maðurinn aldrei. Talið er víst að Mirto hefði fallið í fossinn, þó enginn hafi orðið vitni að því.

Þann 17. september var haldin minningarathöfn um Mirto við Gullfoss en Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur flutti þar bæn og ættingjar mannsins lögðu krans við fossinn.

Hér má lesa frétt frá Morgunblaðinu um málið á sínum tíma:

Leitað að erlendum ferðamanni við Gullfoss

Óttast að hann hafi fallið í fossinn

LEIT AÐ 29 ára gömlum ítölskum ferðamanni, sem óttast var að hefði fallið í Gullfoss í gær, verður haldið áfram í dag. Að sögn Ámunda Kristjánssonar, hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna í Árnessýslu, sem stjórnaði leitinni í gær, verður farið með sporhund á leitarsvæðið í dag. Maðurinn var ásamt fleirum í skoðunarferð við Gullfoss um hádegisleytið í gær. Þegar hann skilaði sér ekki í rútuna létu samferðamenn hans vita að hans væri saknað. Strax vaknaði hræðsla um að maðurinn hefði fallið í fossinn þrátt fyrir að enginn hefði orðið vitni að því. 40 björgunarsveitarmenn leituðu Lögregla fór á staðinn og síðan voru björgunarsveitir úr Árnessýslu kallaðar út. Þeir fóru með bát á Hvítá og gengu með ánni beggja vegna frá fossinum og niður að Drumboddsstöðum, u.þ.b. 14 km leið. Um 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út og einnig var leitað úr annarri lítilli þyrlu og úr einkaflugvél sem kom frá Flúðum. Leitinni var hætt rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og átti að halda henni áfram snemma í morgun.

 

Fjölskylda Sigurðar óskar eftir aðstoð: „Margt smátt gerir eitt stórt“

Sigurður Kristinsson Æsland er fallinn frá

Þann 22. júlí lést tónlistarmaðurinn Sigurður Kristinsson Æsland en hann er þekktastur fyrir að hafa verið í Sniglabandinu þar sem hann spilaði á trommur og gítar.

Sigurður, sem glímdi við erfið og langvarandi veikindi, lætur eftir eiginkonu og fimm börn. Yngstu börn hans eru fötluð og þurfa mikla umönnun. Fram undan er erfiður tími fyrir fjölskylduna og hefur Snædís Ósk Harðardóttir, frænka Sigurðar, stofnað til fjársöfnunar fyrir fjölskylduna.

Hægt er að styrkja fjölskylduna með því að leggja inn á reikning hér fyrir neðan en hann er reikningur Ting Zhou, ekkju Sigurðar.

Kennitala: 190788-4749 
Reikningsnúmer: 0189-26-008891

Risahvalur hvolfdi báti – MYNDBAND

Mennirnir voru heppnir að sleppa lifandi - Mynd: Skjáskot

Veiðimenn undan ströndum New Hampshire í Bandaríkjunum eru heppnir að vera lifandi eftir að hnúfubakur stökk upp úr sjónum og lenti á báti þeirra með þeim afleiðingum að bátinn hvolfdi en atvikið átti sér stað á þriðjudagsmorgun.

Vinirnir Ryland Kenney og Greg Paquette voru um borð og var Kenney aðeins nokkra metra frá hvalnum þegar hann stökk upp. Talið er að hvalurinn hafi verið að borða en á svæðinu var mikið æti að sögn hvalasérfræðinga. Kenney og Paquette var fljótlega bjargað af nærliggjandi veiðimanni og voru þeir með öllu ómeiddir og var báturinn dreginn í land. Landhelgisgæsla Bandaríkjanna sendi í framhaldinu aðvörun um hættu til nærliggjandi báta.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan er um risastórt dýr að ræða en fullorðinnn hnúfubakur er í kringum 15 metra langur og allt að 40 tonn.

Gítarleikari Sniglabandsins látinn

Sent 2

Siggi bendir á okrið

Siggi Stormur

Mikil umræða hefur átt sér stað var’ðandi það okur sem á sér stað innan ferðaþjónustunnar og þá helst hjá veitingastöðum. Veðurfræðingurinn og lífskúnstnerinn, Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, var á ferð í Borgarnesi þegar hann sá, sér til undrunar, að fjórir erlendir ferðamenn norpuðu nokkrir saman í kringum einn súpudisk og einn skammt af fiski.
Siggi horfði á þetta í forundran en lét undan forvitni sinni og spurði hvort þau kynnu ekki að meta íslenskan mat. Money money money var svarið.

Siggi bendir á hið augljósa sem er að Íslendingar eru komnir út yfir „alla skynsemi í verðlagningu “ og ferðamenn láti ekki bjóða sér lengur hvað sem er.  Sjálfur fékk hann sér Ísey-skyr í Borgarnesi og lét það duga …

Lögregla stöðvaði hörkudeilur um eignarhald á ketti – Rúðubrjótur réðst á blokk í miðborginni

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Lögreglan fékkst við afar sjaldgæft mál í gærkvöld þar sem allt var komið í hund og kött vegna deilu um eignarhald á gæludýri. Ágreiningurinn stóð um kött og reynist vera óleysanlegur án aðkomu lögreglunnar þar sem báðir töldi sig eiga köttinn. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós hvor hinn raunverulegi eigandi var. Báðir einstaklingar töldu sig réttmætan eiganda kattarins.  Rannsókn lögreglumanna á vettvangi varð til þess að kötturinn komst í hendur réttmæts eiganda.

Ökumaður var handtekinn í austurborginni, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist þess utan hafa verið sviptur ökuréttindum.  sem og að aka sviptur ökuréttindum. Brotamaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem í ljós kom að hann reyndist vera eftirlýstur fyrir meinta glæpi sína. Á sömu slóðum átti sér stað innbrot í heimahús. Málið er í rannsókn.

Maður í annarlegu ástandi hafði í hótunum við börn og var með ógnandi framkomu. Óskað eftir aðstoð lögreglu. Málið er í rannsókn.

Í miðborginni var maður í annarlegu ástandi að vinna skemmdarverk. Sá var að brjóta rúður í fjölbýli og reyna að komast þar inn. Rúðubrjóturinn var handtekinn og læstur inni. Málið er í rannsókn og hann mun svara fyrir gjörðir sínar í dag.

Nokkrir aðilar reyndi að brjótast inn í kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar í miðborginni. Lögregla hafði upp á umræddum aðilum og málið var afgreitt á vettvangi.

Hópur ungmenna gerði sig heimakominn inni í skóla í austurborginni. Grunur er uppi um húsbrot. Málið er í rannsókn.  Á svipuðum slóðum óskaði leigubílstjóri aðstoðar vegna líkamsárásar. Málið er í rannsókn.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan stillti til friðar og málið var afgreitt á vettvangi. Í Kópavogi var búðarþjófur staðinn að verki. Málið var afgreitt á vettvangi.

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var handtekinn eftir eltingaleik í Kópavogi. Hann er grunaður um margvísleg brot svo sem akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja. Þá hefur hann ítrekað verið staðinn að því að aka ítrekað án ökuréttinda. Hann reyndist vera á nagladekkjum og ástand bifreiðarinnar var þeim hætti að það olli hættu fyrir aðra vegfarendur. Bílstjórinn var sem sagt á druslu á nagladekkjum og réttindalaus. Ökumaður var færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Hann má búast við sekt upp á hátt í 300 þúsund krónur ef sakir sannast á hann.

Sex manna áhöfn hætt komin þegar mikil eldsprenging varð í bát þeirra – Yfirbyggingin varð alelda

Kofri

Í byrjun febrúar 1996 var áhöfn rækjuskipsins Kofra frá Súðavík hætt komin þegar eldur kviknaði djúpt út af Vestfjörðum.

Vélstjóri bátsins varð fyrstur var við eldinn sem kviknaði í vélarrúminu. Sá hann fljótt að ljóst væri að ekki þýddi að berjast við eldinn. Skömmu síðar varð gríðarleg eldsprengja í vélarrúminu en við sprenginguna varð yfirbyggingin alelda. Allir sex áhafnarmeðlimir skipsins drifu sig þá í gúmmíbát. Það var svo áhöfnin á Bessa frá Súðavík sem bjargaði mönnunum um borð en þá höfðu þeim dottið það snjallræði í hug að láta gúmmíbát sinn reka við stefni hins brennandi skips, svo auðveldara væri að finna þá. Varð þeim ekki meint af.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en hér má lesa fréttina:

Sex skipverjar á Kofra frá Súðavík í hættu staddir í eldsvoða:

Gífurleg eldsprenging og yfirbygging alelda

– ákváðu þá að yfirgefa skipið, fóru í gúmmíbát og var bjargað þaðan

Gífurleg eldsprenging varð í vélarrúmi rækjuskipsins Kofra frá Súðavík snemma í gærmorgun þegar skipið var statt djúpt út af Vestfjörðum. Skipverjarnir sex voru þá að berjast við eld sem kviknaði skömmu áður og ákváðu að yfirgefa skipið og fara í gúmmíbát. Áhöfn Bessa frá Súðavík bjargaði mönnunum en þá höfðu Koframenn látið bát sinn reka við stefni hins logandi skips til að björgunarmenn ættu auðveldara með að finna þá í myrkrinu. Samkvæmt upplýsingum DV í gærkvöld var Bessi væntanlegur til Súðavíkur í kvöld en togarinn tók Kofra í tog. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, sagði í samtali við DV í gærkvöld að þegar sprengingin varð hefði öll yfirbygging skipsins orðið alelda. Hann sagði jafnframt að vélstjóri hefði orðið fyrstur var við eldinn og mætti hann eldhafi þegar hann fór niður í vél. Þegar hann kom upp aftur varð ljóst að ekki var hægt að berjast við eldinn. Reyndu skipverjar þá að freista þess að kæfa hann með því að loka fyrir allar loftleiðir en það bar ekki árangur. Þegar eldsprengingin kom varö yfirbyggingin alelda á svipstundu, að sögn Ingimars, og fóru sexmenningarnir þá í gúmmíbát. Mennina sakaði ekki. Kofri ÍS 41 var smíðaður í Njarðvík árið 1984.

Alvarlegt slys á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar – Fjöldi lögreglumanna og akreinum lokað

Lögregla og sjúkralið á Miklubraut.

Slys varð fyrir skömmu síðan á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum. Merktir og ómerktir lögreglubílar og sjúkrabílar eru á vettvangi. Um var að ræða harðan árekstur og slys á fólki.  Akreinum hefur verið lokað vegna slyssins. Fréttamaður Mannlífs var á staðnum.

Vísir greinir frá því að árekstur hafi orðið á milli lögreglubifreiðar í forgangsakstri og pallbíls. Þrír eru sagðir vera slasaðir, tveir lögreglumenn og einn almennur borgari. Klippa þurfti lögreglumann út úr bifreiðinni.

Frá vettvangi slyssins rétt í þessu. Mynd Björgvin.

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur – Félagi hans slasaðist við björgunaraðgerð

Frá björgunaraðgerðum. Ljósmynd: Facebook

Reiðhjólamaður féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur laust eftir hádegi í dag. Samferðamaður hans slasaðist einnig þegar hann reyndi að hjálpa honum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem sagt er frá björgunaraðgerðum við Jökulsárgljúfur en rétt eftir hádegi í dag féll þar reiðhjólamaður fram af klettum Félagi hans slasaðist svo einnig er hann gerði tilraun til þess að bjarga honum. Vegna þess hversu erfitt var að komast að þeim slösuðu var ákveðið að kalla eftir aðstoð björgunarsveita.

„Laust eftir hádegi í dag kom tilkynning til lögreglu og sjúkraflutningamanna á Húsavík um reiðhjólaslys við Jökulsárgljúfur. Þar hafi reiðhjólamaður fallið fram af kletti og þá hafði samferðamaður hans einnig slasast við að reyna að koma honum til aðstoðar.

Þar sem ljóst var í upphafi að erfitt gæti verið að komast til þessara aðila voru björgunarsveitir frá Húsavík, Kópaskeri og Mývatnssveit ræstar út og síðar var Akureyri bætt í þann hóp. Þá var óskað eftir aðstoð frá þyrlu LHG.“

Segir í færslu lögreglunnar að hjólreiðamennirnir hafi verið á leið sinni upp með ánni er annar þeirra féll af hjólinu fram af klettabrún. Mennirnir hafi báðir verið fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunna til Akureyrar til aðhlynningar.

Frá björgunaraðgerðum.
Ljósmynd: Facebook
„Í ljós kom að þarna höfðu tveir hjólreiðamenn verið á leið sinni upp með Jökulsánni að vestanverðu þegar annar þeirra féll af hjóli sínu og fram af klettabrún og lenti í gróðri og grjóti þar neðan við, talsvert fall. Viðkomandi aðili var með góðri meðvitund allan tímann en þurfti aðstoðar við.
Sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn voru komnir til hjólreiðamannanna um 2 klst. síðar og hlúðu að þeim. Úr varð að þyrla LHG hífði þann slasaða upp til sín af þeim stað sem viðkomandi lá á í gróðrinum undir klettabeltinu.
Voru báðir hjólreiðamennirnir síðan fluttir með þyrlu LHG til Akureyrar til frekari aðhlynningar.“

Lögreglan rannsakar gróft brot í körfuboltaleik: „Maður sá greinilega stærð skósins á andliti hans“

Ekki aðeins tæknivilla heldur einnig lögreglumál!

Ungir KR-ingar safna dósum: „Voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina“

Það er örugglega fínt veður í Portúgal núna.

„Hingað mættu tveir ákaflega kurteisir dúskar úr fimmta flokki KR að safna flöskum. Þegar engar flöskur voru til á bænum könnuðu þeir hvort að ég gæti lagt beint inn á þá fyrir ferð til Portúgal.“ Þannig hófst krúttleg færslu Nínu nokkurrar á íbúðasíðunni Vesturbærinn á Facebook.

Konan segist hafa forvitnast meira um málið og þá hafi drengirnir viðurkennt að þetta væri ekki fyrir fótboltaferð, þá langaði einfaldlega að flýja reykvíska sumarið.

„Þegar ég forvitnaðist frekar um málið kom á daginn að þeir voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina. Ég get reyndar alveg skilið það, í 8 gráðum og skítaveðri, og það í júlí.“

Að lokum segir Nína að gott sé að vera vakandi fyrir „svona ungum frumherjum“:

„En það er kannski gott að vera vakandi fyrir því hjá svona ungum frumherjum hvort að söfnunin sé í þágu íþróttastarfs eða bara stálheiðarlegur flótti frá rigningunni.“

Framkvæmdir framundan í Grindavík fyrir hálfan milljarð: „Taka mið af áhættumati hverju sinni“

Undanfarið hafa stjórnvöld skoðað tillögur Grindavíkurnefndarinnar er lúta að viðgerðum í bænum vegna jarðhræringanna örlagaríku.

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Formaður nefndarinnar – Árni Þór Sigurðsson – segir að fyrst verði gert við götur og að kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Grindavíkurnefndin svokallaða hefur umsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík; það er deginum ljósara að gífurlegar skemmdir hafa orðið í Grindavík síðan jarðhræringar hófust.

Grindavíkurvegur, eða það sem eftir er af honum.

Ásamt Árna Þór er nefndin skipuð þeim Guðnýju Sverrisdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, og Gunnari Einarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar.

Gunnar Einarsson.
Guðný Sverrisdóttir.

Nefndin hefur í samstarfi við bæjaryfirvöld í Grindavík, ýmis ráðuneyti, lögreglu og fleiri kynnt stjórnvöldum tillögur sínar að viðgerðum.

Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson tóku sæti í sérstakri framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur.

Svandís Svavarsdóttir.
Mynd: Alþingi.

Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi og sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að „framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ“ sé „mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum.“

Framkvæmdanefndin fer með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum; samhæfingu aðgerða – tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og síðast en ekki síst að hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar.

Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald; hefur með höndum verkefni er snúa að úrlausnarefnum er tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Munu helstu verkefni nefndarinnar snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu; þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík.

Verkefnið hefur verið undirbúið í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur – sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.

Mannlíf ræddi við Árna Þór vegna aðgerðaáætlunar Grindavíkurnefndarinnar. Í máli hans kemur fram að áætlunin hefur verið samþykkt en að framkvæmdir séu þó ekki hafnar:

„Undirbúningur er hafinn. Sérstakt framkvæmdateymi hefur verið sett á laggirnar til að halda utan um verkefnið.“

Árni Þór segir aðspurður að „áætlaður kostnaður vegna þeirra innviðaframkvæmda sem til stendur að fara í í þessum áfanga er um 450 milljónir króna.“

Hann bendir á að „inni í þeirri tölu er meðal annars kostnaður við lagfæringar á sjóvarnargarði og einnig kaup á girðingum til að girða af svæði sem talin eru hættuleg.“

Árni Þór er spurður að því hver sé megintilgangur þessara framkvæmda. Hann segir að markmiðið og tilgangurinn sé að „auka öryggi í bænum og þær [framkvæmdirnar, innskot blm] eru einnig forsendur þess að unnt sé að draga úr eða aflétta lokunum með öruggum hætti. Þá munu framkvæmdir taka mið af áhættumati hverju sinni.“

Árni Þór á ekki „von á því að málið dragist lengi; við höfum gert ágætlega grein fyrir þessu; ég hef ekki orðið var við annað en að það sé góður skilningur á því að það sé mikilvægt að nýta tímann núna; nýta sumarið til framkvæmda.“

Pírataspjallinu lokað: „Við þökkum ykkur samfylgdina“

Pírataspjallinu hefur nú verið lokað á Facebook eftir að hafa verið búið til fyrir nokkrum árum.

Kristín Ólafsdóttir, stjórnandi Pírataspjallsins kom með Facebook-færslu í hádeginu í dag í hópnum þar sem hún tilkynnti um lokun spjallsins. Segir hún að í upphafi hafi Pírataspjalilð verið stofnað sem vettvangur þar sem fólk gat rætt málefni Pírata. Síðan þá hafi spjallið þróast talsvert og á félagsfundi Pírata í fyrra hafi verið ákveðið að fella út allar stefnur varðandi spjallið og þannig hætta að tengja það flokknum formlega. Leita nú Píratar að nýjum umræðuvettvangi.

Hér má lesa færslu Kristínar í heild sinni:

„Kæru meðlimir Pírataspjallsins, Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og á félagsfundi Pírata í fyrra voru felldar út allar stefnur sem varða Pírataspjallið og hefur þessi vettvangur síðan þá ekki verið tengdur Pírötum formlega. Það var lýðræðisleg niðurstaða meðal skráðra félaga í Pírötum að aftengja hreyfinguna við þennan vettvang. Nú er tækifæri til að finna annan vettvang fyrir þá umræðu sem hér fer fram og er unnið að því að leggja þennan hóp niður. Við þökkum ykkur samfylgdina. Vilji fólk ná tali af Pírötum verða til þess næg tækifæri á næstunni. Aðalfundur félagsins fer fram þann 7. september og verður haustdagskráin kynnt þar – ýmsir fundir, viðburðir og fleira spennandi. Að öðru leiti vísum við til heimasíðu Pírata piratar.is og á símann okkar. Með Píratakveðju.“

Alma veitti ekki lækningaleyfið: „Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar“

Stefán Yngvason

Stefán Yngvason er sá læknir sem leysti Ölmu Möller af í embætti landlæknis í tengslum við mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar.

Heilbrigðisráðuneytið svaraði í dag fyrirspurn Mannlífs um það hvaða læknir hafi verið fenginn í stað Ölmu Möller landlæknis, til þess að ákvarða um það hvort Skúli Tómas Gunnlaugsson ætti að fá endurnýjun á lækningaleyfi sínu en hann er grunaður um að vera valdur að dauða sex sjúklinga sem voru í hans umsjá á HSS á árunum 2018 til 2020. Skúli Tómas starfar nú á Landspítalanum, í skugga rannsóknar lögreglunnar á andláti sjúklinganna sex.

Sjá einnig: Náfrændi Ölmu Möller er lögmaður Skúla Tómasar: „Landlæknir ákvað að víkja sæti samstundis“

Eins og Mannlíf greindi frá á dögunum, steig Alma Möller landlæknir til hliðar þegar kom að ákvörðun um veitingu lækningaleyfis Skúla Tómasar, vegna þess að hann hafði ráðið náfrænda hennar, Almar Möller sem lögmann í máli hans. Hún hafði áður skrifað kolsvarta skýrslu um meðhöndlun Skúla Tómasar á Dönu Jóhannsdóttur, sem er eitt af meintum fórnarlömbum læknisins.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Mannlíf spurði heilbrigðisráðuneytið, sem sér um að setja staðgengil landlæknis, hver það hafi verið sem settur í máli Skúla.

„Stefán Yngvason er settur landlæknir í máli Skúla Tómasar,“ er svarið sem fékkst en Stefán er fyrrverandi framkvæmdarstjóri lækninga á Reykjalundi en hann sérhæfir sig í endurhæfingalækningum.

Mannlíf spurði einnig hvort þetta hefði gerst áður í sögu landlæknisembættisins, að landlæknir hafi þurft að stíga til hliðar í ákveðnum málum en svo er, samkvæmt svarinu:

„Síðustu ár eru þónokkur dæmi þess að landlæknir og aðrir forstöðumenn undirstofnana hafi af einhverjum ástæðum verið vanhæfir til að fara með tiltekin mál og ráðuneytið sett annan í þeirra stað til að taka ákvörðun í málinu.“

Guðnakleif á Glissu til heiðurs forsetanum

Unnarskarð í Glissu. Leiðin upp í gegnum klettabeltið. Mynd: Reynir Traustason

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklega eini þjóðhöfðingi landsins sem klifið hefur fjallið Glissu sem

Glissa er tignarlegt V-laga fjall. Gönguleið upp er hægra megin á myndinni.
Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

stendur á mörkum Reykjafjarðar syðri og Ingólfsfjarðar í Árneshreppi. Guðni gekk á fjallið á dögunum í boði Ferðafélags Íslands. Við það tækifæri var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir stuðning við félagið og útivist almennt. Þá þykir Guðni hafa sinnt lýðheilsumálum af alúð. Ferðafélag Íslands stikaði þann hluta leiðarinnar árið 2019 sem er utan vegar fyrir nokkrum árum. Félagið hefur farið með nokkur hundruð manns á fjallið allt frá árinu 2017.

Glissa, forseti, gullmerki
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, afhendir Guðna forseta gullmerki félagsins.
Mynd: Reynir Traustason.

Glissa þykir vera dulmagnað fjall. Tilgáta er um að einstakt nafn fjallsins sem er í laginu eins og V sé dregið af orðunum gleið skessa. Á hæsta tindi Glissu í 714 metra hæð er klettaborg þaðan sem þverhnýpi er suður af. Guðni forseti stillti sér upp ofan við þverhnýpið án þess að sýna minnstu merki um ótta. Efsti drangur Glissu var við það tækifæri nefndur Guðnakleif til heiðurs forsetanum.

Erfitt fyrir lofthrædda

Gönguleiðin á Glissu er nokkuð þægileg en löng. Alls er leiðin um 13 kílómetrar, fram og til baka. Hækkun er um 500 metrar. Lagt er upp frá Eyrarhálsi sem tengir Ingólfsfjörð og Trékyllisvík. Framan af liggur gönguleiðin um svonefndan Smalaveg sem liggur upp á Trékyllisheiði og þaðan alla leið á Bjarnarfjarðarháls. Leiðin liggur um Staurabrekku við rætur Eyrarfjalls sem tígulegt stendur við hlið Glissu. Á hæðinni tekur við stikuð leið alla leið á efsta tind Glissu. Leiðin liggur um melöldur og var áður villugjörn í þoku. Farið er ofan við gil við fjallsrætur. Leiðin í gegnum skörðótta klettaborg er nokkuð torfarinog reynist lofthræddum gjarnan erfið. Hún nefnist Unnarskarð til heiðurs Unni Pálínu Guðmundsdóttur frá Munaðarnesi  sem kynnti greinarhöfundi þessa gönguleið. Gjarnan er sett upp lína þar til að tryggja öryggi fólks.

Guðni Th. á Guðnakleif ásamt göngufélaga.

Ofan við Unnarskarð er leiðin á toppinn greið. Í björtu er útsýni af Glissu alla leið norður á Hornbjarg og suður að Eiríksjökli. Enginn sem stígur fæti á efsta tind Glissu er ósnortinn. Glissa a er sannkölluð drottning Árneshrepps.

 

Glissa, Ferðafélag Íslands, Forseti
Við uppöngustaðinn á Glissu. Mynd: GG
Unnur Pálína Guðmundsdóttir og Guðrún Gunnsteinsdóttir í fyrstu ferð Ferðafélagsins á Glissu.

 

Solaris kærir vararíkissaksóknara til lögreglu: „Háttsemi sem varpar rýrð á störf hans“

Stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa lagt fram kæru á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, vegna ummæla sem hann lét falla dagana 16. júlí og 19. júlí s.l. um innflytjendur og flóttafólk frá Miðausturlöndum og svo um Solaris hjálparsamtökin, sjálfboðaliða þeirra og skjólstæðinga. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt tilkynningunni telja samtökin að ummælin feli meðal annars í sér rógburð og smánun vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sem og ærumeiðingar samkvæmt almennum hegningarlögum.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að samtökin hafi tilkynnt sömu ummæli vararíkissaksóknara með formlegum hætti til ríkissaksóknara með tilliti til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra hegningarlaga.

„Vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Í ljósi þess að Helgi Magnús Gunnarsson gegnir embætti vararíkissaksóknara eru ummæli hans sérstaklega alvarleg og áhrif þeirra mikil. Því er mikilvægt að fara lengra með málið,“ segir orðrétt í tilkynningu Solaris.

Að lokum segir í fréttatilkynningunni að framferði Helga grafi undir trausti til embættis ríkissaksóknara.

„Framferði og tjáning Helga Magnúsar er honum og embætti ríkissaksóknara til vanvirðu og grefur undan trausti til embættisins. Um er að ræða háttsemi sem varpar rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“

Gunnar Smári hefur áhyggjur: „Ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið“

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

Gunnar Smári Egilsson segir að augljóst sé að íslenskt samfélag sé á „alvarlega rangri leið“.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir í nýrri Facebook-færslu að ljóst sé að samfélagið á Íslandi sé í vændræðum.

„Þegar fæðingartíðni fellur, kannanir sýna að fleirum líður illa og helst hinum ungu og öldruðu, ósætti og grimmd er áberandi, lífslíkur vaxa ekki lengur, traust á stofnunum fellur og trú á stjórnmálin er horfin, öllum augljós vangeta þeirra til að gæta almannahags; þá er ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið.“

Segir hann að þetta sé afleiðing af samfélagstilraun þar sem meðal annars er alið á „botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku“.

„Afleiðing af þeirri samfélagstilraun sem keyrð var í gegn og byggðist á upphafinni einstaklings- og efnishyggju, sturlaðri tignun á ríku fólki og botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku, er orðið mein sem þrýstir ekki aðeins hinum veiku ofan í bjargarleysi heldur leysir upp samfélagið og brýtur niður einstaklinga, eitrar sálina eins og illkynja æxli. Við verðum að bregðast við strax og sveigja af braut. Hvert okkar um sig og við sem heild. Amen.“

Verðbólgan aftur komin yfir sex prósent

Verðbólga síðustu 12 mánuði hækkar um hálf prósentustig á milli mánaða og mælist nú 6,3 prósent.

Samkvæmt Hagstofunni hafa sumarútsölur í fataverslunum og húsgagna- og heimilisbúnaðarverslunum haft neikvæð áhrif á vísitöluna. Hins vegar hækki matvöruverð og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um hálft prósent. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5 prósent og juku vísitölu neysluverðs um 0,34 prósent á milli mánaða. Verðbólga vegna húsnæðis mælist 4,2 prósent.

Greiningardeild Landsbankans hafði spáð að ársverðbólgan myndi hækka um 0,15 prósentustig á milli mánaða og verða því 5,9 prósent og er því ljóst að verðbólgan hafi hækkað umfram þá spá. Bankinn spáði einnig að verðbólgan haldist að mestu leyti óbreytt í ágúst og september en lækki síðan í október.

RÚV sagði frá málinu.

Veirur forðast Hannes

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. (Mynd: Jón Gústafsson).
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, stóð fyrir fyrirlestri þar sem rithöfundurinn Matt Ridley reifaði kenningar sínar um Covid 19 og uppruna kórónaveirunnar sem hann telur vera á rannsóknastofu í Kína. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur lítið fyrir kenningar Ridley í grein um málið og telur þær ekki vera vísindalega sannaðar og byggðar á tilgátu fremur en vísindum.
Hannes Hólmsteinn er á öðru máli og telur að skoðanir rithöfundarins séu trúverðugar. Spratt af þessu umræða á Facebook þar sem Kári og Hannes skiptust á skoðunum.
Hannes upplýsti þar að hann hefði látið bólusetja sig tvisvar en það hafi líklega verið óþarft.
„Veirur eru sennilega jafnhræddar við mig og vinstri menn eru…,“ skrifar Hannes af alkunnu lítillæti.
Svo því sé haldið til haga eru engin staðfest dæmi til um að vinstrimenn óttist Hannes. Það er því væntanlega tilgáta eins og þetta með uppruna veirunnar …

Leiðindagaur í lyfjaverslun – Lögregla og sjúkralið mættu á Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hraun

Lögreglan var kölluð til í lyfjaverslun í miðborginni þar sem maður nokkur sýndi af sér dónaskap og var til almennt til ófriðs. Leiðindagaurinn sá sitt óvænna og var horfinn á braut þegar lögreglan kom á staðinn.

Á svipuðum slóðum var annar maður með „æsing og ónæði.“ Lögreglan svipti hann frelsi sínu og læsti inni í fangaklefa þar sem hann sefur úr sér.

Annar var vistaður í fangaklefa skömmu síðar. Sá hafði í hótunum við gesti veitingastaðar í miðborginni.

Hótelgestur varð fyrir því óláni að tösku hans var stolið. Óljóst er með lyktir þess máls. Skemmdarvargar voru á ferð og brutu rúðu í skóla.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Á svæði Kópavogslögreglu var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þessu til viðbótar reyndis bifreið hans vera ótrygg.

Í gærkvöld var voru lögregla og sjúkralið kölluð út að ríkisfangelsinu að Litla-Hrauni. Morgunblaðið hefur eftir vegfaranda að um hafi verið að ræða stórt útkall. Þá hefur miðillinn eftir lögreglunni að þetta hafi verið vegna veikinda fanga.

Guiseppe Mirto hvarf við Gullfoss – Fannst aldrei þrátt fyrir ítarlega leit

Frá minningarathöfninni

Þann 13. september 1994, hvarf hinn 29 ára gamli Giuseppe Mirto sporlaust en hann var í hópi ferðamanna sem skoðaði Gullfoss. Talið er að hann hefði fallið í fossinn.

Mikil leit hófst þegar ljóst var að hinn ítalski Giuseppe Mirto skilaði sér ekki í rútuna en hann hafði verið í hópi ferðalanga sem stoppað hafði við Gullfoss til að bera þann glæsilega foss augum. Þrátt fyrir gríðarlega mikla leit, þar sem fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt, ásamt lögreglu, þyrlu Landhelgisgæslunnar, annarar lítillar þyrlu og einkaflugvél frá Flúðum, fannst maðurinn aldrei. Talið er víst að Mirto hefði fallið í fossinn, þó enginn hafi orðið vitni að því.

Þann 17. september var haldin minningarathöfn um Mirto við Gullfoss en Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur flutti þar bæn og ættingjar mannsins lögðu krans við fossinn.

Hér má lesa frétt frá Morgunblaðinu um málið á sínum tíma:

Leitað að erlendum ferðamanni við Gullfoss

Óttast að hann hafi fallið í fossinn

LEIT AÐ 29 ára gömlum ítölskum ferðamanni, sem óttast var að hefði fallið í Gullfoss í gær, verður haldið áfram í dag. Að sögn Ámunda Kristjánssonar, hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna í Árnessýslu, sem stjórnaði leitinni í gær, verður farið með sporhund á leitarsvæðið í dag. Maðurinn var ásamt fleirum í skoðunarferð við Gullfoss um hádegisleytið í gær. Þegar hann skilaði sér ekki í rútuna létu samferðamenn hans vita að hans væri saknað. Strax vaknaði hræðsla um að maðurinn hefði fallið í fossinn þrátt fyrir að enginn hefði orðið vitni að því. 40 björgunarsveitarmenn leituðu Lögregla fór á staðinn og síðan voru björgunarsveitir úr Árnessýslu kallaðar út. Þeir fóru með bát á Hvítá og gengu með ánni beggja vegna frá fossinum og niður að Drumboddsstöðum, u.þ.b. 14 km leið. Um 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út og einnig var leitað úr annarri lítilli þyrlu og úr einkaflugvél sem kom frá Flúðum. Leitinni var hætt rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og átti að halda henni áfram snemma í morgun.

 

Raddir