Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Fór í gegnum allan grunnskólann án þess að fá aðstoð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Signý Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun sem Outstanding woman director á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards International Film Festival í New York í vor fyrir útskriftarverkefni sitt úr Kvikmyndaskóla Íslands, aðeins tvítug að aldri. Fyrir nokkrum árum hefði hana þó ekki grunað að hún yrði á þessum stað í tilverunni því hún passaði engan veginn inn í skólakerfið og segist í grunnskóla sífellt hafa fengið þau ósögðu skilaboð að hún væri heimsk.

Í tíunda bekk kom í ljós að Signý Rós er með lesblindu og athyglisbrest, sem í dag er greint ADHD sem hafði verið ógreint öll þessi ár og það breytti ýmsu. Nú hefur Signý Rós gengið til liðs við Geðhjálp og mun í vetur ferðast milli grunnskóla landsins og segja sögu sína til að hvetja og styrkja þau börn sem verða út undan í skólakerfinu.

Signý Rós flutti nokkrum sinnum sem barn vegna náms og vinnu foreldranna og var í fjórum grunnskólum en það var alls staðar sama sagan, alveg fram í níunda bekk grunnskólans. „Það voru samt margir kennarar sem sáu að það var eitthvað að,“ segir hún.

„Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk. Þá kom inn nýr kennari, Atli Sveinn Þórarinsson áttaði sig fljótlega á því að það væri hægt að ná meiru út úr mér með öðruvísi aðferðum. Ég náði líka að tengja við hann í gegnum fótboltann. Ætli hann hafi ekki bara bjargað lífi mínu? Hann sendi mig í greiningu. Þannig að ég fór í gegnum næstum allan grunnskólann án þess að neinn pældi í því að ég þyrfti einhverja öðruvísi aðstoð eða aðferðir en hinir krakkarnir.“

„Ég var ekki alveg að funkera eins og allir hinir, en það var samt enginn sem steig fram og gerði eitthvað í málinu fyrr en ég var komin í níunda bekk.“

Þrátt fyrir að vera svona róleg innan veggja skólans fékk Signý Rós útrás fyrir orkuna með öðrum hætti, hún stundaði fótbolta og alls konar íþróttir frá unga aldri og vildi helst hvergi annars staðar vera en á vellinum.

„Ég var alltaf í fótbolta,“ segir hún og hlær. „Og það var tekið sem merki um að það væri allt í lagi með mig að ég mætti alltaf á allar æfingar og tók aukaæfingar, var alltaf með boltann og ég stóð mig vel þar. En ég var samt ekkert að læra neitt í skólanum en alltaf að reyna, með falleinkunn í samræmdu prófunum, enda er maður metinn eða dæmdur þar eftir því hvað maður kann í þrem fögum og þegar ég kom upp í framhaldsskóla entist ég auðvitað ekki lengi þar. Ég hafði ekki grunninn sem þurfti.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni.
Viðtalið má líka nálgast í blaði Geðhjálpar

Sjá einnig www.39.is. Þar getur þú skrifað undir áskorun þess efnis að setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna og síminn opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -