Föstudagur 24. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Kviknaði á ljósaperu á heiðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og mörg frumkvöðlafyrirtæki fæddist hugmyndin að Feed the Viking við óvenjulegar aðstæður. Fyrirtækið framleiðir hollt og prótínríkt snakk úr þurrkuðu kjöti og fiski, best þekktu undir enska heitinu Jerky, en það nýtur mikilla vinsælda víða um heim.

Stofnandi fyrirtækisins, Friðrik Guðjónsson var í útkalli með Hjálparsveit skáta í Garðabæ sumarið 2016, þegar hann fékk en hann hefur verið félagi í sveitinni í rúmlega áratug. Hann segist alltaf hafa verið með bandarískt Beef Jerky með sér í ferðum og útköllum vegna þess hve fljót, handhæga og góða orku slík fæða gefi. „Í þessu tiltekna útkalli höfðu tveir aðilar örmagnast við göngu upp á Hellisheiði í vondu veðri. Eftir að hafa gefið þeim Beef Jerky og vatn fengu þeir nægilega orku til að labba niður af sjálfsdáðum og í kjölfarið  kviknaði á ljósaperu í kollinum á mér og hugmynd að eigin framleiðslu. Nú fá auðvitað allir sem ég hitti á fjöllum íslenskt Jerky til að bragða á.“

Náið samstarf

Fyrsta varan var Fish Jerky sem kom á markað í ágúst 2017 í samstarfi við Skinney-Þinganes. Tæpu ári síðar bættist Lamb Jerky við en viðtökurnar við báðum vörunum hafa verið algjörlega frábærar að hans sögn. „Í janúar á síðasta ári kom Ari Karlsson inn í reksturinn með mér eftir að hafa unnið með mér og Norðlenska í þróuninni á Lamb Jerky-vörunni. Við erum æskuvinir og okkur hefur lengi dreymt um að vinna saman. Ari er matreiðslumeistari að mennt og hefur alþjóðlega reynslu af hinni ýmsu matvælagerð sem nýtist svo sannarlega vel hjá félaginu. Við erum í mikilli vöruþróun og vorum til að mynda að bæta við Beef Jerky í byrjun apríl og kjötsúpan bætist svo við í sumar. Annars sér Ari að mestu um vöruþróun og sölu á meðan ég er meira í rekstrinum og erlendu sókninni en saman sjáum við um að pakka vörunum og keyra út pantanirnar.“

Sjálfur er Friðrik viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og hefur stofnað og tekið þátt í rekstri á þremur öðrum fyrirtækjum áður enn hann stofnaði Feed the Viking.

Kjötbragðið nýtur sín

Jerkey-vörurnar eru með sterka skírskotun í íslenskar matarhefðir að sögn Friðriks og er öllum aukefnum, svo sem sykri og salti, stillt í eins mikið hóf og mögulegt er. „Lamb Jerky er t.d. kryddað með íslensku sjávarsalti og kryddblöndu sem amma hans Ara notaði fyrir sunnudagslærið þegar hún eldaði fyrir fjölskylduna. Beef Jerky er örlítið sterkari enda með chili-pipar. Þó eiga báðar vörurnar það sameiginlegt að þær leyfa kjötbragðinu að njóta sín. Öll framleiðsla okkar er úr íslensku hráefni og unnin hér á landi. Því er um atvinnuskapandi framleiðslu að ræða þar sem mörg eru handtök eru í framleiðsluferlinu.“

- Auglýsing -

Nýta hraðalinn vel

Félagarnir segjast gríðarlega stoltir og ánægðir með að hafa verið valdir í viðskiptahraðalinn og ætla svo sannarlega að nýta sér hann út í ystu æsar. „Við erum komnir vel á veg með vörurnar okkar en þær  eru nú til sölu á öllum helstu ferðamannastöðum á landinu auk þess sem þær fást einnig í vefverslun okkar og á Amazon. Í viðskiptahraðlinum fáum við leiðbeiningar og handleiðslu við að stækka fyrirtækið okkar og sækja á ný markaðssvæði með hjálp frá því frábæra tengslaneti sem við erum að tengjast. Hingað til höfum við fyrst og fremst selt vörur okkar til erlendra ferðamanna sem sækja landið heim en einnig höfum átt í góðum viðræðum við nokkrar innlendar matvörubúðir og vonumst til að geta hafið sölu á vörunum okkar til íslenskra neytanda núna í sumar. Stefnan er því sett enn frekar á íslenska smásölumarkaðinn en við horfum líka mikið til útflutnings. Við erum að fá miklu meiri og betri viðbrögð við vörum okkar á Amazon en við áttum von á og höfum þær nú til sölu í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Þýskalandi og bætum Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Mexíkó við á næstu misserum. Þannig að það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur.“

Gefandi umhverfi

- Auglýsing -

Íslenska frumkvöðlaumhverfið er ekki nýtt fyrir Friðriki sem hefur, eins og áður segir, komið að stofnun og rekstri nokkurra fyrirtækja. „Ég er mjög hrifinn af frumkvöðlaumhverfinu hérlendis og hef starfað í því í áratug. Bæði hef ég séð um rekstur á hugmyndum sem voru komnar af stað og eins stofnað fyrirtæki og síðar selt það. Hugmyndin þarf að sjálfsögðu að vera góð, það þarf að vera markaður fyrir hana og svo þarf að þekkja helstu gildrur og hættur sem fylgja fyrirtækjarekstri. Þetta er mjög langt frá því að vera auðvelt en þetta er gefandi og getur verið vel þess virði þegar vel gengur.“

Stúdíó Birtingur í samstarfi við Til Sjávar og Sveita.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -