Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Sara Elísabet hættir sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps – Álagið farið að segja til sín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Sara Elísabet Svansdóttir, hættir störfum í lok vikunnar en hún hefur gengt starfinu síðastliðin fjögur ár.

Sara Elísabet Svansdóttir

Hreppurinn sendi út tilkynningu á vef sinn í gær þar sem segir að náðst hafi samkomulag um starfslok hennar. Er henni þar þakkað fyrir samstarfið og hún sögð hafa staðið með sveitarstjórn í að leysa fjöldi flókinna mála.

Í Facebook-færslu þakkar Sara starfsfólki og íbúum Vopnafjarðar þakkir fyrir tímann, sem hafi verið gefandi. Segir hún að starfið hafi veitt henni góða reynslu og verið bæði skemmtilegt og krefjandi. Þá sagði hún að álagið hafi verið farið að segja til sín og því sé þetta besta í stöðunni. Á næstunni ætli hún sér að taka sér frí og leita svo að nýjum verkefnum.

Árið 2019 var Sara Elísabet ráðin til Vopnafjarðarhreppst sem skrifstofustjóri en í febrúar 2020 tók hún við sem sveitarstjóri er Þór Steinarsson lét af stöfum. Endurnýjaði hún svo samning sinn eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2020.

Austurfrétt fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -