Þriðjudagur 8. október, 2024
3.5 C
Reykjavik

Aldraðir Norðfirðingar látnir búa í mygluðum íbúðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mygla og raki hefur greinst í íbúðum í Neskaupstað sem eru ætlaðar fyrir aldraða samkvæmt RÚV. Starfsfólk og íbúar hafa kvartað undan veikindum sem þeir telja sé vegna myglu.

Íbúðirnar eru tengdar hjúkrunarheimilinu Breiðabliki og eru í eigu Fjarðabyggðar. Skemmdust íbúðirnar árið 2015 í flóði en í framhaldi af því var farið í viðgerðir en virðist það ekki hafa skilað sér betur en svo að íbúar kvörtuðu til Heilbrigðiseftirlits Austurlands í árið 2021 og í framhaldinu var verkfræðistofa Efla fengin til að gera úttekt. Kom þá í ljós að myglusveppur var til staðar í helmingi sýna og lagði Efla til ýmsar úrbætur.

Kvefeinkenni, útbrot, höfuðverkir og óþægindum í nefi og hálsi er meðal þess sem íbúar og starfsfólk hefur kvartað yfir.

Nú þremur árum seinna hefur úrbótum ekki verið lokið og eru sumir íbúar ósáttir með vinnubrögð sveitarfélagsins en samkvæmt Fjarðabyggð var farið úrbætur þar sem mesta myglan fannst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -