Sunnudagur 15. september, 2024
6.1 C
Reykjavik

Austfirskur hrafn hvílir sig á hornum hreindýrs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á leið sinni til vinnu í gær náði Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, ljósmynd af hrafni hvíla sig á hornum hreindýrs. Vakti ljósmynd Unnar Birnu talsverða athygli á samfélagsmiðlum – En ekki er allt sem sýnist.

Hreindýrstarfurinn sem hrafninn hvílir sig á er útilistaverk og er staðsett á klettabelti innan bæjarmarka Egilsstaða.

Hreindýrastyttan er staðsett á klettabelti ofan við tjaldsvæði Egilsstaða Mynd/Unnur Birna Karlsdóttir

Ívar Ingimarsson var helsti drifkraftur þess að listaverkið varð að veruleika en það var afhent sveitarfélaginu árið 2020. „Tarfurinn minnir á einkenni Egilsstaða sem er hreindýrabær Íslands,“ sagði Ívar í samtali við Austurfrétt.

Verkið er byggt á teikningu Jóns Baldurs Hlíðberg og Unnar Erlingsson útfærði hugmyndina.

Skúlptúrinn er 2.5 metri að hæð og því um það bil 50 prósent stærri en hefðbundinn hreindýrstarfur og sést því vel frá þjóðveginum.

Mynd/Unnur Birna Karlsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -