Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Bílaleikir fyrir alla fjölskylduna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á ferð um landið er fínt að leyfa spjaldtölvunum að fá smá hvíld og rifja upp gamla góða bílaleiki sem allir hafa gaman af.

Hvað er ég að meina?
Sá sem „er ‘ann“ fyrst býr til reglu, sem hann segir engum frá. Þess í stað kemur hann með fullyrðingu í þessum dúr: „Ég er að fara í útilegu og tek með mér perur en ekki kartöflur.“ Þá eiga allir hinir að reyna að finna út hvers vegna er í lagi að hafa með sér perur en ekki kartöflur.
Ef einum leikmanni dettur í hug að það megi bara taka með það sem vex ofanjarðar en ekki neðanjarðar, svarar hann með annarri fullyrðingu, eins og: „Ég er að fara í útilegu og ég ætla að taka með mér baunir en ekki gulrætur.“
Ef þessi fullyrðing er í samræmi við regluna sem búin var til í upphafi, verður svarið: „Já, þú mátt taka með þér baunir en ekki gulrætur,“ ef ekki, þá verður það: „Nei, þú mátt ekki taka með þér baunir en ekki gulrætur.“
Ef svarið er rangt verður reglugerðarmaðurinn að koma með annað dæmi. Ef svarið er rétt er komið að þeim sem giskaði rétt að búa til reglu.
(Lausnin var í raun að það má taka með sér ávöxt en ekki grænmeti. En það er hægt að taka margt fleira með sér en mat!)

Bílabingó

Afar einfalt og fljótlegt og vel hægt að útbúa í bílnum ef penni og blað er meðferðis.

Þið þurfið að hafa pappaspjöld og penna með ykkur fyrir þennan leik.
Það er sniðugt að vera búinn að útbúa bingóspjöldin áður en lagt er af stað í ferðalagið.
Á spjaldinu eiga að vera 25 reitir sem þið skrifið tölur í. Eins og þið sjáið á myndinni.
Svo eigið þið að skoða númeraplötur bílanna sem þið mætið og krossa yfir þær tölur sem þið sjáið á þeim.
Sá sem er fyrstur að fá bingó vinnur.
Til að fá bingó þarf að fylla út alla reitina í röð sem liggur annað hvort lóðrétt, lárétt eða á ská. Eða fylla út allt spjaldið. Þið ráðið!
Sniðugt er að útbúa bingóspjaldið með penna, en nota blýant til að strika yfir, svo hægt sé að stroka strikin út og nýta spjöldin aftur og aftur.

Frúin í Hamborg
Það má ekki segja Já, Nei, Svart og Hvítt

Hér kemur dæmi:
Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?
Sv. Ég keypti mér bíl
Sp. Var hann flottur?
Sv. Mjög svo
Sp. Hefur þú átt bíl áður?
Sv. Já……. ohhhhh

- Auglýsing -

Hver er ég?
Klassískur bílaleikur þar sem þú velur þér persónu. Má vera hver sem er, lifandi, dáinn eða teiknimynd.
Hver fær eitt gisk þangað til að fundið er út hvern um ræðir, og einungis má spyrja spurninga sem hægt er að svara játandi eða neitandi.

Dæmi að góðum byrjunar spurningum:
– Ertu lifandi?
– Ertu kona?
– Ertu Íslendingur?
– Leikari?
Og svo framvegis þangað til að búið er að finna út hver persónan er.

Góða skemmtun!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -