- Auglýsing -
Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum í gær sem lögreglustjórinn á Vestfjörðum.
Bæjarins besta segir frá því í dag að í gær, 14. ágúst, hafi Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, látið af störfum. Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, sem staðsettur er á Sauðárkróki, er settur lögreglustjóri á Vestfjörðum næstu tvo mánuði eða þar til nýr lögreglustjóri verður ráðinn. Ekki hefur starfið verið enn auglýst. Karl mun taka við starfi saksóknara hjá Héraðssaksóknaraembættinu.

Ljósmynd: Bæjarins besta
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta er nú enginn löglærður fulltrúi við störf hjá embættinu.