Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Er hæsta jólaskraut landsins á Hvolsvelli? „Erum við afar ánægð með útkomuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Hvolsvelli ber að líta líklega hæsta jólaskraut landsins, þótt víðar yrði leitað. Fjarskiptamarstrið þar hefur fengið heldur betur jólalega upplyftingu.

Fram kemur í frétt Sunnlenska.is að mastrið hefur verið skreytt með jólaljósum og að heimamenn telji öruggt að segja að um hæstu jólaskreytingu landsins sé um að ræða en mastrið er 45 metra hátt.

Jólamastrið kemur vel út.
Ljósmynd: Aðsend á Sunnlenska.is

„Jólamastrið sést víðsvegar frá og erum við afar ánægð með útkomuna,“ sagði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra í samtali við Sunnlenska.

Hugmyndina fékk Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðamaður skipulagsfulltrúa, að setja jólaljós á mastrið og eftir að leyfi var fengið og styrkur frá Mílu fyrir þessu var hafist handa. Sveitarfélagið gerði samkomulag við Björgunarsveitina Dagrenningu um uppsetningu en liðsmönnum sveitarinnar þóttu hafa unnið verkið vel af hendi og klárað það á mettíma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -