Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar 2022 voru veitt á dögunum á Húsavík. Var það ameríski geimfarinn Kathy Sullivan sem þau hlaut.
Fram kemur á fréttavefnum 640.is að Könnunarsafnið á Húsavík veiti verðlaunin á hverju ári en þetta er í sjötta sinn sem þau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.
Kathy Sullivan er mikill Íslandsvinur en hún er þekktur geimfari í Bandaríkjunum. Á hún á baki þrjú geimflug og hefur hún ferðast 356 sinnum í kringum jörðina eða tæplega 14 milljón kílómetra í geimnum.
Þá hlaut Belén Garcia Ovide einnig verðlaun safnsins en hún er stofnandi og forstöðukona Ocean Missions á Húsavík en samtök hennar vinna að verndun hafsvæða og kortlagningu á plastmengur í höfum og við strendur Íslands.

Ljósmynd: Ocean Missions.
Þá hlutu einnig eftirfarandi landkönnuðir sérstök verðlaun safnins:Will Steger og J.R. Harris frá Bandaríkjunum, Dominique Gonçalves frá Mósambík, og Geoff Green frá Kanada.
Formaður dómnefndar var Jeff Blumenfeld, deildarforseti hjá The Explorers Club í Bandaríkjunum.