Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Geimfarinn Kathy Sullivan hlaut Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar 2022

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar 2022 voru veitt á dögunum á Húsavík. Var það ameríski geimfarinn Kathy Sullivan sem þau hlaut.

Fram kemur á fréttavefnum 640.is að Könnunarsafnið á Húsavík veiti verðlaunin á hverju ári en þetta er í sjötta sinn sem þau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.

Kathy Sullivan er mikill Íslandsvinur en hún er þekktur geimfari í Bandaríkjunum. Á hún á baki þrjú geimflug og hefur hún ferðast 356 sinnum í kringum jörðina eða tæplega 14 milljón kílómetra í geimnum.

Segir á 640.is að Sullivan hafi verið í áhöfn geimskutlunar Discovery sem kom Hubble sjónaukanum á braut um jörðu árið 1990. Geimskutlan setti aukreitis hæðamet með því að fljúga 621 kílómetra hæð yfir jörðu. Þá varð hún fyrst kvenna til að kafa niður í Challenger-dýpið í Maríanadjúpál, sem er dýpsti partur hafsins, um 11 kílómetra undir sjávarmáli. Sullivan er einnig fyrsta manneskjan í heiminum til að fara bæði niður í Challenger-dýpið og í geimgöngu. Hefur engin kona kannað staði með meiri hæðarmund eða samtals 632 kílómetra.
Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, skipaði Sullivan árið 2013 sem forstjóra NOAA, hafrannsókna- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna. Er hún jarðfræðingur að mennt en hún hefur heimsótt Ísland við mörg tækifæri og á það til að grípa í veiðistöngina og veiða lax hér við land.

Þá hlaut Belén Garcia Ovide einnig verðlaun safnsins en hún er stofnandi og forstöðukona Ocean Missions á Húsavík en samtök hennar vinna að verndun hafsvæða og kortlagningu á plastmengur í höfum og við strendur Íslands.

Belén Garcia Ovide í leiðangri Ocean Missions.
Ljósmynd: Ocean Missions.

Þá hlutu einnig eftirfarandi landkönnuðir sérstök verðlaun safnins:Will Steger og J.R. Harris frá Bandaríkjunum, Dominique Gonçalves frá Mósambík, og Geoff Green frá Kanada.

Formaður dómnefndar var Jeff Blumenfeld, deildarforseti hjá The Explorers Club í Bandaríkjunum.

Hægt er að lesa um alla verðlaunahafana á vefsíðu safnsins hér: https://www.explorationmuseum.com/awards/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -