Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Heimastjórn Seyðisfjarðar vill íbúafund – 75 prósent bæjarbúa eru á móti fiskeldi í firðinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimastjórn Seyðisfjarðar vill að forsvarsmenn Ice Fish Farm boði til íbúafundar en fyrirtækið hyggst setja upp töluvert fiskeldi í firðinum, þvert á vilja meirihluta bæjarbúa.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að heimastjórn Seyðisfjarðar hvetji forsvarsmenn Ice Fish Farm, sem áður hét Fiskeldi Austfjarða, boði til íbúafundar sem allra fyrst, svo heimamenn verði upplýstir um áætlandir fyrirtækisins og stöðu verkefnisins. Þá hvetur stjórnin einnig opinberar stofnanir ríkisins til að halda álika fund um framtíðarsýn fiskeldis í landinu.

Heimastjórnin fékk aðstoðarforstjóra Ice Fish Farm, Jens Garðar Helgason og Sigfinn Mikaelsson, sem er einn af forsvarsmanna VÁ-félags, sem mótmælt hefur fiskeldi í Seyðisfirði, á sinn fund. Ástæða fundarins voru nýlegar niðurstöðu skoðunarkönnunar Gallup um fiskeldisáform fyrirtækisins í firðinum en könnunin sýnd að 75 prósent Seyðfirðinga er á móti þeim hugmyndum.

Í frétt Austurfréttar segir að nú sé hins vegar ferlið komið svo langt í kerfinu að heimafólk hafi lítið sem ekkert um málið að segja. Ákvarðanir um það hvort Ice Fish Farm og þá hvenær fái að setja niður kvíar undir fiskeldi, séu nú á borði Skipulagsstofnunar og Matvælastofnunar. Fáist leyfið þaðan hefst fiskeldi í Seyðisfirði formlega, stuttu síðar.

Heimastjórnarfólkið sem saman stendur af þeim Björgu Eyþórsdóttur, Jóni Halldóri Guðmundssyni og Margréti Guðjónsdóttur, létu einnig bók að stjórnin fagni almennri umræðu um stjórnsýslu og eftirlit með sjókvíeldi og vonist til umbóta í allri umgjörðinni og að þannig megi ná betri almennri sátt um greinina. Þá tekur stjórnin einnig undir með öðrum sem gagnrýnt hafa að nærumhverfi fiskeldis njóti ekki góðs af, eins og raunin nú er. Þá sé íbúafundur þeirra stofnana ríkisins sem eiga aðkomu að málinu, aukreitis góð hugmynd og er sveitastjórn Múlaþings hvött til að koma á þannig fundi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -