Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hreinsaði Krókinn af flugeldalíkum á þremur dögum: „Stundum þarf ég að taka frí frá fjölskyldunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 11 ára Sauðkrækingur Grétar Freyr Pétursson hefur að gamni sínu tínt upp flugeldarusl eftir gamlársdagssprengingar í bænum.

Fram kemur í frétt Feykis um Grétar Frey, að hann telji að hann hafi safnað yfir 200 tertulíkum og farið með í Flokku.

Í samtali við Feyki segist Grétar hafa gaman af því að safna þessu saman og eyðir talsverðum tíma í þessa mjög svo þörfu vinnu. Reynir hann að fara um allan bæinn og dregur á eftir sér snjóþotu í neðri bænum en í efri hverfunum safnar hann ruslinu saman í hauga. Pabbi hans hjálpar honum svo að koma þeim heim á kerru og raðar upp. Áður en farið er með ruslið í endurvinnsluna tínir Grétar sjálfur upp á kerru.

Þrátt fyrir ungan aldur er Grétar ekki að gera þetta í fyrsta skipti en hann hefur gert þetta um árabil, án þess að margir taki eftir því hversu mikil vinnan fari í þetta að sögn svæðismiðilsins en hann var kominn á ról um hádegisbil á nýársdag en í heild tók verkið þrjá daga. „Það er fínt að þrífa bæinn og stundum þarf ég að róa mig aðeins niður og taka frí frá fjölskyldunni, losa mig aðeins í burtu,“ segir Grétar aðspurður um ástæðuna fyrir þessu góðverki hans. Það er mikið að gera hjá honum Grétari en hann er í sjötta bekk og æfir knattspyrnu, badminton og golf en einnig reynir hann að sinna hestamennsku á sumir eins og góðum Sauðkræklingi sæmir. Aukreitis stundar hann nám í tónlistarskóla þar sem hann lærir á píanó en svo er einnig töluverð vinna að vera í skóla.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -