Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Jón vill færa aðsetur forsetans til Akureyrar part úr ári: „Ég er með húsnæði í huga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gnarr lýsti þeirri löngun sinni á framboðsfundi í gær, að hann langi til þess að færa aðsetur forseta Íslands til Akureyrar hluta úr ári.

Akureyri.net segir í frétt sinni að Jón hafi haldið framboðsfund sinn í blíðskaparveðri við Kaffi Ilm í Skátagilinu á Akureyri. Á fundinum viðraði Jón hugmynd sem ekki hefur komið fram áður. „Samkvæmt stjórnarskrá skal aðsetur forseta Íslands vera á Bessastöðum,“ sagði Jón við gesti framboðsfundarins. „Mig langar hinsvegar að færa aðsetur forsetans víðar og byrja á Akureyri. Þetta er ekki stór skrifstofa, nokkrar manneskjur sem fylgja. Ég sé enga ástæðu fyrir því að þetta ætti ekki að ganga. Í framhaldi mætti skoða möguleikana á því að fara víðar. Það myndi auðvelda forsetanum að vera í nánu sambandi við fólkið í landinu. Þegar ég var á Akureyri að leika í Leikhúsinu og dvaldi hérna um tíma, þá upplifði ég það að fá góða innsýn í líf fólks hérna.“

Jón sagðist vera með húsnæði í huga: „Ég er með húsnæði í huga, en ég ætla ekki að gefa neitt upp um það hér og nú. En ég væri ekki að segja þetta, ef mér væri ekki alvara.“

Ýmislegt fleira var rætt á fundinum en kátinu vakti þegar spurning barst úr sal frá fyrrverandi samstarfsmanni Jóns úr Volvo-verksmiðjunni í Svíþjóð. Lýsti sá yfir áhyggjum vegna vinnusóknar Jóns en hann sagði forsetaframbjóðandann hafa mætt illa í vinnuna og spurði hvort hann ætlaði að sýna sama kæruleysi á Bessastöðum. Jóni var afar skemmt við spurninguna og viðurkenndi strax að hafa mætt illa í vinnuna hjá Volvo og sagðist ætla að standa sig betur ef hann verður kosinn forseti.

Önnur mikilvæg spurning barst úr sal en viðstaddir vildu vita hvort Jón myndi halda áfram með hinn goðsagnakennda útvarpsþátt Tvíhöfða, sem hann stjórnar ásamt Sigurjóni Kjartanssyni en þættirnir hafa verið vinsælir um áratugaskeið. Sagðist Jón ekki sjá neina ástæðu fyrir því að Tvíhöfði þyrfti að hætta og lofaði gestunum að halda áfram með þáttinn, þó hann færi á Bessastaði.

Fundinum lauk með flutningi Jóns á framboðslagi sínu um miðaldra mann úr Vesturbænum sem langar að verða forseti.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -