Miðvikudagur 8. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Karl Sigurðsson er elsti maður Íslands – Fagnaði 105 ára afmæli í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vestfirðingurinn Karl Sigurðsson fagnaði 105 ára afmæli í gær en hann er fæddur 14. maí 1918. Karl er elstur allra karla á Íslandi. Aðeins er ein manneskja hefur náð hærri aldri á Vestfjörðum, Torfhildur Torfadóttir, sem varð 107 ára.

Karl er fæddur á Ísafirði en flutti hann þaðan í Hnífsdal aðeins eins árs gamall og hefur búið þar stærsta hluta ævi sinnar. Hann var skipstjóri í 30 ár og var hann þekktur sem Kalli á Mími. Tvisvar lenti hann í sjávarháska og þakkar hann sundkunnáttu sinni að ekki fór verr.

Eftir mörg ár á sjó vann hann sem vélstjóri í frystihúsi til 78 ára aldurs.

Eiginkona Karls til 71 ára, Kristjana Hjartardóttir, varð 95 ára. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 91 ári síðan. Alls áttu þau sex börn en fjögur þeirra er á lífi í dag og eru afkomendurnir orðnir á níunda tug. Hjónin fluttu í íbúð á Hlíf í febrúar 200°en Kristjana lést í ágúst 2013. Í mars í fyrra flutti Karl svo á hjúkrunarheimilið Eyri.

Karl er mjög hress miðað við aldur og hefur undanfarið dvalið á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði og líður honum vel þar.

Upplýsingarnar eru unnar upp úr færslu á Facebook-síðunni Langlífi.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -